Vísir - 17.06.1937, Blaðsíða 4

Vísir - 17.06.1937, Blaðsíða 4
VlSIR $igurður Kr. Guðlaugsson innheimtumaöur er 50 ára í dag. Að gefnu tilefni skal það fram tekið, að lög- Iregluþjónar munu ekki sýna glímu á íþróttavellinum í dag, eins og frá var skýrt í blaðinu í gær. 2. umferð í úrvalsskákkepninni vegna al- þjóðamótsins í Stokkhólmi er á föstudaginn kl. 8 í K. R. húsinu uppi. Tefla þá Ásmundur Ásgeirs- son og Steingrímur Guðmundsson, Jón Guðmundsson og Sturla Pét- ursson, Baldur Möller og Eyþór Dalberg, Magnús G. Jónsson og Áki Pétursson. Pétur Pálsson skáld og skrautritari á sextugs- afmæli i dag. Munið foringjaráðsfund Varðarfélags- ins í kvöld kl. 8. Spegillinn. Kosningablað Spegilsins kemur út í dag. Gamla Bíó sýnir nú bráðskemtilega mynd, „Skyndigifting“. — Aðalhlutverk leikur Claudette Colbert. Myndin er sýnd kl. 9 og „Jutta frænka", sænska gamanmyndin, á alþýöu- sýningu kl. 7. Nýja Bíó sýnir enn„Litla lávarðinn“, enda er myndin frábærlega vel gerð og leikin. Leikur Freddie /Bartholo- mew, dreng-sins, sem leikur litla lávarðinn, er ágætur. Aukamyndin af krýningu Georgs VI. vekur mikla athygli. E.s. Lyra fer héðan síðdegis í dag áleiðis •til Noregs. Þjóðarsæmd. Eitt af því markverðasta, sem sjálfsagt þykir að sýna erlendum ferðamönnum, er Listasafn Einars Jónssonar, enda er stöðugur straumur þangað þá daga, sem út- lendu skemtiferðaskipin eru stödd hér. Það mætti þvi ætla, að for- ráðamenn þjóðarinnar sæju sóma sinn í því, að ytra útlit listasafns- ins væri landi og þjóð til sæmdar. En því fer fjarri. í mörg ár hefir ■ekkert verið gert til að halda ytra útliti safnsins við, hvað þá heldur meira. Þvílíkt tómlæti er þjóðinni til vansæmdar, og því fremur, þar sem hún kernur til að eignast, og á nú raúnar þegar, öll þau ómet- anlegu listaverk, sem safnið hefir að geyrna. Aðrar þjóðir verja ár- legai stórum fjárhæðum til við- halds listasafna sinna. Þær skilja þá þýðingu, sem hróður heims- þekts listamanns færir þjóð sinni. En hér er ekkert gert. Slíkt tómlæti er alveg óskiljanlegt. Nú stendur svo á, að verið er að byggja við safnið. Er það listamaðurinn sjálf- ur, að sögn, sem stendur fyrir þeirri viðbót, á eigin kostnað. Ætti því tafarlaust að nota tækifærið, nú um leið, og gera nauðsynlega aðgerð á útliti hússins. Hér er ekki um þá fjárupphæð að ræða, sem neinu nemur. Ef hafist er handa strax, ætti verkinu að vera lokið áður en ferðamannastraumurinn byrjar. Þeir, sem við móttöku er- lendra ferðamanna hafa fengist, er kunnugt, hversu geisi mikil aðsókn er að Listasafni Einars Jónssonar. Það er því ekki þýðingarlítið at- riði, að ytra útlit safnsins sé þann- ig, að það skilji eftir fegurð í hug- um jæirra, sem heimsækja það, en sýni ekki hámark íslensks hirðu- leysis og vanrækslu. M. Stórgjöf til Slysavarnafélagsins. I dag, 15. júní, afhenti herra Páll Sveinsson yfirkennari undir- rituðum kr. 500.00 — fimm hundr- uð króna — gjöf til Slysavarnafé- lagsins, frá herra óðalsbónda Gísla Þorvarðssyni í Papey. Gjöfina gaf þessi höfðinglundaði maður, sem er 10 barna faðir, á sjötugasta ár- inu, í minningu um son sinn Þor- varð skipstjóra, er lést hinn 19. ágúst 1935, 34 ára að aldri, hinn efnilegasti og besti drengur. — Gísli þeklcir vel hvað sjómenn eiga við að stríða. Hann hefir stundað þorskveiðar og hákarlaveiðar um áratugi, horft á stórbrim Austur- lands árum saman og oft ægilegt, — þess vegna meðal annars tekur hann nú svo myndarlegan þátt í björgunar- og slysavarnastarfsem- inni, sem raun ber hér vitni um. Það er sannarlega gott, þegar bestu rnenn og konur þjóðarinnar leggja björgunarstarfseminni svo verulegt lið, því meðan svo er, er starfseminni borgið. —■ Um leið og eg kvitta hér með fyrir þessa stórhöfðinglegu gjöf til félagsins, færi eg gefandanum bestu hjart- ans þakkir rnínar og féUg-sins, óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta um ókomin ár. — Reykjavík, 15. júní 1937. F. h. Slysavarnafélags íslands. Þorst. Þorsteinsson. (FB). Útvarpið í dag. 10,40 Veðurfr. 12,00 Hádegisút- varp. 13,30 Hátíðahöld íþrótta- manna: a) Lúðrasveit Reykjavík- ur leikur á Austurvelli; b) 14,10 Ræða við leiði Jóns Sigurðssonar (Benedikt Sveinsson, f. alþm.); c) Sett íþróttamót á íþróttavellin- um (Erlendur Pétursson, form. K. R.). 15,00 Lýst íþróttum á íþróttavellinum í Reykjavík. 17,40 Útvarp til útlanda (24,52 m.) 19,10 Veðurfr. 19,20 Útvarps hljómsveitin leikur. 20,00 Fréttir. 20,30 Karlakórinn „Fóstbræður" syngur (söngstjóri Jón Halldórs- son). 21,05 Upplestur og söngur. 22,00 Danslög (til kl. 23,30). Fiskmarkaðurinn í Grimsby 16. júní: Besti sólkoli 30 sh. pr. box, rauðspetta 55 sh. pr. box, stór ýsa 35 sh. pr. box, miðlungs ýsa 25 sh. pr. box, frálagður þorskur 18 sh. pr. 20 stk., stór þorskur 8 sh. pr. box og smá- þorskur 7 sh. pr. box. (Tilk. frá Fiskimálanefnd. — FB). „Konuunr luls 09 HS“. Svo var að lieyra á Haraldi ráðlierra Guðmundssyni í út- varpsumræðunum núna í vik- unni, að síldin hefði ekki þorað annað en að ganga á miðin og láta veiða sig, undir eins og hann var orðinn ráðlierra. Hann þalvkaði stjórninni hversu vel hefði veiðst — hversu mikil síldin hefði verið. Undir eins og rauða stjórnin hefði verið sest á laggirnar, hefði síldin brugð- ið við og öslað á miðin! Og náttúrlega liefði veiðin orðið mildu meiri en nokkuru sinni áður! Svona væri það, að hafa rauðliða i stjórn. Þarna gæti maður séð muninn. Áður hefði svo sem ekkert veiðst. — Har- aldi láðist að skýra fyrir mönn- um, hvernig síldin liefði vitað unx valdatöku lians og hvernig liann hefði farið að því, að koma til hennar orðsendingu um það, að nú skyldi hún koma og láta veiða sig. — Það kann nú að vera, að Haraldur þessi hafi trúað þvi, að hann væri orðinn konungur íslands — einhverskonar liundadagakong- ur! Þeir liafa ýmsar hug- myndir um sig, þessi rauðu grey! En nú er liann sennilega kominn á þá skoðun, að hann sé ofurlítið meira en bara kon- ungur landsins! Hann sé í raun rettri orðinn „konungur hafs og lands“! — Fiskmarkaðurinn í Grimsby þriðjudag 15. júní: Besti sólkoli 40 sh. pr. box, rauðspetta 60 sh. pr. box, stór ýsa 36 sh. pr. box, miðlungs ýsa 37 sh. pr. box, frá- lagður þorskur 22 sh. pr. 20 stk., stór þorskur 11 sh. pr. box, msá- þorskur 10 sh. pr. box. (Tilk. frá Fiskimálanefnd. FB). Permanent hárliðan. Uíella- Sorén. Hár- greiðsla-* stofan PERLA VlSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. ÁSTARÞRÁ 3 inn í setustofuna með bakka, er á var alt það, sem nauðsynlegt var til tedrykkjunnar. Penelope tók að sér að skenkja i bollana. „Það lagðist svona hálfvegis í mig“, sagði Nan, „að Maryon Rooke mundi ekki koma í tæka tið. Hann gat þess, að hann mundi kann- •ske lita inn.“ Nan forðaðist að líta í augu Penelope meðan hún sagði þetta og lagði brauðsnúð á disk sinn. Penelope hætti að skenkja og sagði: „Það er sannarlega hugulsamt af honum“, sagði liún þurlega. „Komi hann — út fer Pene- lope.“ ■ „Þú ert ágætur „háttprýðis-verndari", Pen“, sagði Nan vinsamlega. „Þeir eru alveg óþarfir nú á dögum. Og þið Maryon eruð svo nálægt því komin að trúlof- ast, að það mundi vera álitið óþarft, að liafa „háttprýðis-verndara" hjá ykkur, jafnvel þótt þeir væri ekki úr móð.“ „Erum við — að þvi komin að trúlofast — við Maryon, — sagðirðu það, Penelope?“ Það var óvissa i s.vip Nan, næstum ótli. „Eruð þið það ekki?“ spurði Penelope all- skjótlega. „Eg liélt að þið gengjuð bæði út frá því sem gefnu.“ „Og þess vegna dregur þú þig í hlé, þegar hann kemur. Það er fallega gert, Penny.“ „Það er alls ekki fallega gert“, svaraði Pene- lope. „Það vill svo til, að eg á að veita tilsögn í söng klukkan hálf sex. Það er alt og sumt.“ Eftir nokkura umhugsun sagði hún: „Nan, af liverju tekur þú ekki nemendur? Þú gætir liaft dálítið upp úr því — beinharða peninga.“ „Mig skortir þolinmæði til þess“, sagð Nan. „Nei, Penny, ef þér þykir vænt um mig, máttu ekki leggja að mér að gera það. Eg gæti ekki setið og horft á þá liamra á hljóðfærið.“ „Jæja, því tekurðu ekki fleirum tilboðum um að leika á hljómleikum? Þú gætir fengið nóg að starfa. Þú liirðir ekkert um tækifærin, sem hjóðast. Hvað er annars langt síðan þú samdir nokkuð sjálf ?“ ; „Nákvæmlega fimm mínútur — þegar eg var í eldhúsinu. Hlýddu á, eg skal leika það fyrir þig. Þegar eg var úti í eldhúsinu áðan, brendi eg mig á fingrunum. Eg var annars hugar. Mér hafði flogið í hug erindi eftir Omar, en í þvi lætur hann i ljós hrygð sína yfir hvernig alt er — og óskar samvinnu ástar- og örlagadísa, til þess að tvístra öllu og móta það á ný, eins og liartað þráir.“ j Hún settist við liljóðfærið og lék dálítið lag, sem bar vitni ófullnægðum þrám, það var spurning sálar í neyð, sem leitar svars, og tón- arnir uxu í styrkleik, í svip, og báru háleitum vonum vitni, en urðu aftur spyrjandi, næstum örvæntandi. Lagið var fagurt og í góðu sam- ræmi við erindið. Nan hætti skyndilega og Pene- lope gekk til liennar og sagði: „Nan, þú verður að liefjast lianda. Guðirnir Munið eftir að koma auglýsingum fyrir kl. 10Y2 f. h. þann dag, sem þær eiga að birtast. Helst daginn áður. Til brúöargiafa: POSTULÍNS matar- og kaffistell. KERAMIK te-, kaffi-, ávaxtastell, og ótal margt fleira. KRISTALL handunninn, mikið úrval. K Einarsson & Björnsson. Bankastræti 11. l£> aðeina Loftup. TEOfANI Ciaarettur 1 REYKTAR HVARVETNA Nýkomið Dömu-undirföt, Herra-undirföt, Tvinni, teygjur og ýmsar smávörur. Vesturg. 42. Sími 2414 og 2814. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. IKAlPSKAPIJKl Kjötfars og fiskfars, heimatil- búið, fæst daglega á Fríkirkju- vegi 3. Sími 3227. — Sent heim. (56 VERKAMANNABUXUR, all- ar stærðir, mjög ódýrar. — Afgr. Álafoss. (1420 DÖMUKÁPUR, dragtir, kjól- ar og allskonar barnafatnaður er sniðið og mátað. Saumastof- an Laugavegi 12, uppi. Sími 2264. Inngangur frá Bergstaða- stræti. (524 KROKET-KtlLUR, kroket- hamrar, bogar, pelar fyrirliggj- andi. Nýja leikfangagerðin, Skólavörðustig 18. Sími 3749. GÓÐUR MATUR! Firskfars, pönnufiskur, fiskapylsur, dag- lega nýtt. Fiskpylsugerðin. — Simi 3827. (218 POKABUXUR, allar stærðir, ódýrastar. Afgr. Álafoss. (1497 ULL OG ULLARTUSKUR, allar tegundir, kaupir háu verði Afgr. Álafoss. (1459 FISKBÚÐIN, Leifsgötu 32, simi 3506, býður ykkur ávalt besta fiskinn. (7 GOTT reiðlijól til sölu, ódýrt Hörpugötu 32, Skerjafirði. (329 FALLEGAR hvítkálsplöntur til sölu ódýrt. Njálsgötu 55. (328 FRANSKT SJAL til sölu Ránargötu 10. Tækifærisverð. (327 rClSNÆDI VIÐ MIÐBÆINN til leigu rúmgott herbergi með þægind- um. Uppl. í síma 3965 og á Bjargarstíg 5. (330 HÚS til leigu. Lítið steinhús er til leigu við Ölfusárbrú, til lengri eða skemri tíma. Uppl. í síma 4861 eða á Fálkagötu 25, búðinni. (326 tmmm LEIKFANGASALAN er í Veltusundi 1. Elfar. Sími 2673. (854 liafa gefið þér mikla hæfileika í vöggugjöf — og þú liefst ekkert að, til þess að þroska þá, komast áfram.“ Nan hló við, og það duldist ekki, hversu óviss, óákveðin hún var. Hún hneigði höfði. „Eg get það ekki.“ Penelope gekk frá henni. ( „Það fer svo að lokum, að þú veldur öllum vonhrigðum.“ Hún bætti við í léttari tón: „Byrjaðu nú ekki á því, að láta Maryon Rooke verða 1‘yrir vonbrigðum. Nú fer eg,“ Þegar Penelope var farin, gekk Nan út að glugganum og liorfði út. ; ..Láta liann verða fyrir vonbrigðum,“ hvísl- aði hún. „Lítt rennir þig grun í, Penny mín, hvað gerast kann í þessum leik. Það er svo margt undir tilviljunum komið.“ Það var farið að halla degi og sólin skein á hana, þar sem hún stóð og kom því enn skýr- ara í Ijós alvaran í svip hennar, sem næstum minti á ótta. Nan var stúlka fríð sýnum, and- litsdrættirnir fíngerðir, hárið dökt, litarháttur- inn óvenjulega fagur. j Það vottaði að eins fyrir roða í kinnum henn- ar, en roðinn jókst skyndilega, er dyrabjöllunni var alt í einu hringt. Hendur hennar féllu and- artak niður og liún minti í svip á fugl, sem býst til að liefja sig á flug — á flótta. En svo ypti hún öxlum óþolinmóðlega og gekk, næstum °:ns og lienni væri það ógeðfelt, fram i borðstof- una og opnaði dyrnar. „Ert það þú, Maryon?“ sagði hún eins og lienni væri talsvert niðri fyrir. „Eg — bjóst varla við þér.“ , Hann tók báðar hendur hennar og kysti þær. „Það eru mörg ár síðan er eg hætti að húast við nokkuru. Nú vona eg að eins.“ „Komdu inn, bölsýnismaður,“ sagði Nan og brosti, „og vertu ekki svona liátíðlegur, áður en þú kemst inn fyrir þröskuldinn. Te? Eða kaffi? Eg er smeyk um, að við getum ekki boðið upp á whisky og sódavatn.“ ,Eg er liarðánægður, ef eg fæ kaffi — og að rabba við þig.“ , „Þú vildir nú miklu heldur fá whisky og sódavatn. Karlmenn segja alt annað en þeir liugsa. Þar er mikill munur á.“ „Þó er enn meiri munurinn, ef út í það er farið, livers menn óska og hvað menn fá.“ „Þú færð hráðum alt, sem hjarta þitt þráir. Þú ert á leiðinni að verða frægur.“ „Veistu það, Nan“, sagði liann, án þess að víkja að því, sem hún hafði sagt, „að augu þín minna mig á dökkbláar fjólur. Mig langar til þess að mála mynd af þér.“ v „Kannske felst eg á það — einhvern tima“, sagði Nan um leið og hún rétti honum bolla, — „ef þú lofar að hegða þér vel.“ Maryon Rooke var um þessar mundir að afla sér álits sem listmálari. Árum saman liafði hann leitast við að afla sér frægðar, án þess eftir lion- um væri tekið, og það liafði gert hann beislcan í lund, því að hann var sannfærður um hæfi-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.