Vísir - 28.06.1937, Síða 3

Vísir - 28.06.1937, Síða 3
VÍSIR Vandrœði í herbúdum sósialista. -o- Fopystusess olíukóngsins í Ixættu. Rauðliðarnir í herbúðum sósíalista reyna nú alt hvað þeir geta til að breiða yfir kosninga- ósigurinn í Reykjavík 20. júní. Blað sósíalista ber nú á borð fyrir almenning Gróusögur af lélegustu tegund um áróður sjálfstæðis- manna í kosningunum. Þetta er hálmstráið, sem vikadrengir Héðins við Alþýðublaðið grípa til að breiða yfir þá staðreynd, að ásamt mörgu öðru, er það ekki síst ofstopi og frekja Héðins Valdemarssonar og ritmenska Rúts Valde- marssonar, sem valdið hefir óförum sósíalista. Allur almenningur tekur þessu skrifi og öðrum svipuð- um skrifum sósíalista með fyr- iríitningu. Almenningur veit hvernig af- staða Héðins Valdimarssonar er nú í flokki sósíalista og hverj- um augum nú er farið að líta á málpípu hans, Rút Valdimars- son o,g ritmensku Alþýðublaðs- ins undanfarin ár. Og þegar menn vita um þetta, sjá þeir auðveldl'ega í gegn um blekkingarnar og vita að Gróu- sögur sósíalista um kosninga- starf sjálfstæðismanna eru að eins veik tilraun, lúaleg til- raun Alþýðublaðsmannanna til að leiða athyglina frá sinni eig- in framkomu. 1 Kveldúlfkmálinu greindist Alþýðuflokkurinn í tvo arma, annan, sem fylgdi Héðni og málþípu hans og hinn, sem þrjóskaðist við að fylgja ofstopa lians og persónulegu liatri. Héð- inn sigraði i flökkinum og undir hans forustu og með hans mál efst á dagskrá gengu sósíal- istar út í kosningabaráttuna í Reykjavík. Útkoman varð hraklegur ósig- ur. Og eftir þennan ósigur hef- ir andstæðingum Héðins í her- búðum sósíalista aftur vaxið ás- megin. Forystusess olíukóngsins er í hættu og málpípur hans við Al- þýðublaðið óttast að þeim verði útskúfað. Þess vegna er gripið til þess í Alþýðublaðinu í fyrradag, að skrökva upp vísvitandi heilum Ieikritum um viðræður manna milli á kosningadag, sem eiga að sýna að sjálfstæðismenn hafi sigrað sósíalista á óheiðarlegan liátt. Og sagan um kosninga- smölunina á Kleppi gengur aft- ur aukin og endurbætt. Þetta er liálmstráið, — en ó- lildegt er, að málpípur Héðins bjargi sér á slíkum söguburði, er flokksmennimir taka að krefja þá reikningsskapar fyr- ir framferði þeirra undanfarið. Alþýðuflokksmennirnir bera sig jafnvel upp undan því, að blöð sjálfstæðismanna hafi ver- ið „taumlaus“ og „svívirðileg“ í garð sósíalsta. , Rútur Val’dimarsson hefir undanfarin ár haldið uppi, í skjóli Héðins, þeirri ósvífnustu blaðamensku, sem þekst hefir á íslandi. Þar hefir einskis verið svifist, ef um það liefir verið að ræða, að sverta pólitíska and- stæðinga. Einkalíf mann hefir miskunnarlaust verið haft að sko/tspæni o(g einskis látið ó- freistað til að brennimerkja í augum alinennings menn, sem elckert annað liöfðu til saka unnið en að vera í veginum fyr- ir hagsmunum sósíalista, eða skyldir einhverjum þeim mönn- um, sem eru illa séðir i rauðu herbúðunum. Stéttahatur eða tortrygni hefir alt af veriS vatn á mýlnu sósíalistabroddanna. — þess vegna hefir það alt af verið höfuðhlutverk Alþýðublaðs- mannanna, að blása að þeim lcolunum. Og nú bera sósíalistar síg upp undan blaðaskrifum sjálfstæðismanna! Það er rétt, að almenningi hefir verið sýnt framan i suma brodda sósíalista. Verk þeirra hafa verið l'ögð á borðið, vegin og fundin lieldur léttvæg. Það hefir verið skýrt frá meðferð sósíalista á opinberu fé, eyðslu þeirar og sakki. Ýms verstu lineykslin úr sósíalstaherbúðun- um liafa verið dregin fram í dagsljósið og gerð almenningi lcunn. Og þessu mun verða hald- ið svikalaust áfram, þvi nógu er af að taka. En Rútuír Valdimarsson og aðrar málpípur Héðins eru nú að uppskera laun sín fyrir bar- dagaaðferðirnar, og í hræðslu sinni um það, liver launin kunni á endanum að verða, reyna þeir að skella skuldinni á kosningaá- róður sjálfstæðismanna og blöð þeirra. Það er augljóst, að ef Alþýðu- flokkurinn á ekki algerlega að liða undir lok, þá verður að breyta um stefnu í þeim her- búðum. Átökin, sem nú eru innan flokksins, eru einnig um þetta, — hvort halda eigi áfram sama ofstopanum og óbilgiminni — hvort Héðinn og málpípur hans eigi að verða mestu ráð- andi í flokknum eða ekki. Hvað ofan á verður er ekki enn séð. Mjög misjafnar skoðanir eru rú uppi um það meðal sósíal- ista, hvort þeir eigi að halda á- fram samstarfinu við Fram- sókn eða að reyna að rétta fylg- ið við með því, að vera í stjórn- arandstöðu á næstu árum. Væntanlega verður úr því slcorið bráðlega, hvora stefnima þeir kjósa, en sennilegt er, að Alþýðuflokkurinn eigi líf sitt í framtiðinni algerlega undir þvi, að afleiðingum kosningaósig- ursins sé tekið á réttan hátt. aðeins Loftup. Fiskiflotioo. Þess var getið hér í blaðinu nýlcga, að i ársbyrjun 1936 Uafi togaraeigu landsmanna verið 37 skip og hin saxna í lok ársins. Einn togari hafði að vísu farist á árinu (sokkið), en aimar verið keyptur í skarðið. — Svo er talið, að þátttaka í veiðunum liafi verið einna mest í maímánuði. Þá voru að veið- um 722 skip — af ýmsri gerð og stærð — með 5443 manna áhöfn samlals. Á sama tíma ár- ið áður (1935) voru mun fleiri skip að veiðum, eða 832, með 5657 manna áhöfn. — Línu- veiðurum hafði fækkað mikið, hlutfallslega eða samanborið við önnur skip. Opnurn vélbátum hafði og fækkað til muna. Ætla sumir, að útgerð línuveiðara til þorskveiða (saltfiskveiða) muni brátt úr sögunni. Afli togaranna var lítill, sem kunnugt er. Árið 1935 hafði hann numið á „togdag“ 5.75 smálestum, en árið sem leið einungis 4.4 smál. og mun það öllu minna en áður hefir þekst hér. Mestur afli togaranna hvern togdag (meðaltal) hefir verið 6.6 smiál. (1933). Vertíðin hér sunnanlands var afleit yíirleilt, en þó ekki jafn slæm alls staðar, heldur nokkuð misjöfn i hínum ýmsu veiði- stöðvum. —• Og sumstaðar, þar sem afli var sæmilegur, var afkomu sjómanna spilt með verkföllum. Og afkomuhorfum útgerðarmanna vitanlega slíkt hið sama. Svo var t. d. í Vest- mannaeyjum. Þar var sæmi- legur afli og afkomuhorfur þol- anlegar. Leist þá „foringjum“ alþýðunnar ekki á blikuna og létu hefja verkfall, og stóð það all-lengi. — Á Akranesi og í Grindavík aflaðist með langminsta móti og liku máli gegnir um Kefla- vík, Sandgerði og Njarðvíkur. Á Vestfjörðum aflaðist svo Ktið, að menn þykjast varla muna slíkt fiskilevsi. — Norðan lands mátti heita aflalaust og austan lands var aflinn næsta rýr. — Má nærri geta, livernig aflcoma útvegsmanna og sjómanna hefði orðið, ef sildveiðarnar liefði líka brugðist. — En síldin brást ekki og bjargaði að þessu sinni. Veið- in varð óvenjulega mikil og verð á síld og síldarafurðum með besta móti. Viðtal viö Ingólf Davíðsson grasafræóing. Isambandi við Atvinnudeild Háskólans er gert ráð fyrir að bráðlega hefjist þýingarmiklar rannsóknir á'mat- jurtaframleiðslunni í landinu — skilyrðum fyrir aukningu hennar og vörnum gegn sjúkdómafaraldri í gróðr- inum. VlSIR hefir átt tal um þetta efni við Ingólf Davíðsson grasafræðing, sem nú er ráðinn starfsmaður við Atvinnú- deildina. Auk þess, sem Ingólfur stundaði nám við Hafnar- liáskóla í grasafræði, slundaði hann einnig jafnframt nám við landbúnaðarháskólann danska, sem talinn er slanda mjög framarlega í röð slíkra skóla. Verkefni atvinnudeildarinnar er fyrst og fremst aö rannsaka skilyröi fyrir meiri og betri rækt- un á þeini matjurtategundum, sem fyrir eru í landinu og bæta nýjum viS, sagöi Ingólfur. Þessi starf- semi miöar aö því, aö gera fæöu landsmanna fjölbreyttari, auka framleiöslu þessara hollu fæöu- tegunda, en af mörgum þeirra hefir ekki veriö framleitt likt því nægilega mrkiö í landinu. Tak- markiö hlýtur aö vera, aö lands- menn geti framleitt nægilega mik- iö af þessari fæöu handa sér sjálf- ir og þurfi ekki að flytja þær inn eöa vera án þeirra. Nóg er land- rýmið og ræktunarskilyrði góö — svo þaö getur ekki talist vansa- laust, aö nota ekki þá möguleika. HvaSa algengar matjurtir erh það, sem þrífast á Norðurlöndum, en lítið eða ekki eru ræktaðar hér? Þaö er fyrst og fremst ýmsar káltegundir. í nágrannalöndunum þrífast ýms slik afbrigöi, sem á- stæöa er til aö reyna hér. Ennþá eru aö eins tiltölulega fáar tegund- ir ræktaðar hér. Aöallega er hér ræktaö svo sem 3—4 tegundir af rófum og annað eins af kartöflum, en nú þarf að reyna nýjar teg- undir, til aö vita hvort ekki er hægt aö bæta gæöin og auka framleiðsluna. Eg geri t. d. til- raunir nú meö 8 afbrigði. Á seinni árum hefir garðyrkja farið vax- andi hér og ýmsar nýjar tegundir verið reyndar meö góöum árangri. Má þar t. d. benda á hvítkál, blóm- kál, spínat 0. m. f 1., sem náö hefir fótfestu hér og hafa orðið til mik- illa búdrýginda. Slíkri ræktun þarf að halda áfram og mun starf- semi Atvinnudeildarinnar geta orðiö góöur þáttur í því. Annars er ekkert ákveöiö uni hvaö reynt veröi af nýjum tegundum, en þeg- ar deildina er komin vel af staö, mun þaö veröa tekið til nákvæmr- ar athugunar. Gróðurhúsin? Ef gróðurhúsin eru tekin meö, er það fjölda margt, sem hér má iækta landsmönnum til gagns Og góögætis. Mest eru þar ræktaðar ýmsar kryddjurtir fyrir utan t. d. vínber og tómata. Eg er ekki í nokkurum vafa um, aö gróðurhús- in eiga framtiö fyrir sér. Hverahit- unin skapar okkur aöstööu, sem er óþekt annarsstaÖar og beinlínis getur oröið lil þess aö bæta okk- ur upp stuttan sólargang og kulda. En undir eins og framleiðslan eykst, lækkar verðiö. Ætlunin ei, að gróöurhús veröi sett á laggirnar í sambandi viö Atvinnudelildina. Slík gróöurhús þyrftu líka aö koma upp í sam- bandi viö skólana, að þaðan gæti ræktun matjurta breiöst út meö- a! almennings. Atvinnudeildin á hér aö hafa forgönguna. Hún á aö vísa veginn, bæði með tilrauna- og upplýsingastarfsemi. í þessum efn- um má heita óplægöur akur hér á landi. Gróörarstööin hér í bæn- um og Ræktunarfélag Noröurlands hafa brotið ísinn, en svo þarf aö halda áfram og skapa smám sam- an mikla og arðasama innlenda framleiöslu á hollum fæðutegund- um fyrir landsmenn. asgsseotfxm-i' Hvemig er með rannsóknir á sjúkdómum þeim sem hér hafa ver- ið í nytjajurtum? Rannsókn á þeim sjúkdómum er hafin og er þess að vænta, aö hún beri góöan árangur. Kartöflusýk- in hefir gert mikinn skaða hér sunnanlands, einkum 1935, en raunar oft áður. Viö þessari sýki og öörum svipuöum er hægt aö hafa varnarlyf og halda þeim í skefjum með ýmsum ráöum. Vot- Italir í Abessiniu. Eftir JOSEPH D. RAVOTTO, fréttarritara United Press. Allur mótþrói bældur nið- ur. Vegalagningar. Land- búnaður. í marsmanuði síðastl. var svo komið, að allur mótþrói í Abessiníu gegn ítölum var brot- inn á bak aftur. Þegar svo var lcomið, var liægt að snúa sér að þvi af meira kappi en áður, að vinna að framkvæmdum vega- lagningarinnar mildu, en sain- kvæmt henni verða vegir lagðir um landið þvert og endilangt, til námanna og milli aðalborg- anna, ogverðurvegalagningunni hagað þannig, að öll þau hér- uð, sem best hafa skil'yrði að rekinn sé búskapur með nú- tíma vinnuaðferðum, fái gott vegasamband. Italir hafa mörg áform á prjónunum í Abessin- íu, — það er leitað að olíu og málmum o. s. frv. og alt verður gert, sem unt er til þess að hag- nýta allar auðlindir landsins, en sérfræðingar ítölsku stjórnar- innar hafa sannfærst um, að hýggilegast sé að leggja höf- uðáhersluna á, að efla landbún- aðinn, til þess að geta notað sem best hina frjóu jörð í Abes- siníu, sem aldrei hefir verið nýtt sem skyldi, og geymir milda auðlegð frjóefna, en i Abessiníu er vafal'aust hægt að rækta flest það, sem ræktað er i Evrópu og Suður-Ameriku. Mussolini hefir ásett sér, að láta vinna að þvi af miklu kappi, að koma jarð- ræktinni i nútíma liorf, og gera atatvinnuleysingjum frá Ítalíu og uppgjafahennönnum kleift að koma sér þar upp nýbýlum. En fyrsta skilyrðið til að geta rekið landbúnað á arðvænl'eg- an hátt er að geta komið afurð- unum gi-eiðlega á markað — og til þess þarf góða vegi. Þess vegna er fyrsti þátturinn í land- búnaðarviðreisninni í Abessiníu stórfeldar vegalagningar. Námaauðlegðin minni en ætlað var. ítalskir námuverkamenn liafa komist að raun um, að talsvert af kolum, málmum ým- iskonar og olíu finst í jörðu i Abessiníu. En það er ýmislegt, sem bendir til, að menn hafi gert sér alt of glæsilegar vonir um námaauðlegð landsins, þótt ekki verði með neinni vissu um þetta sagt enn sem komið er. Vinsluskilyrði eru viða erfið. Vitanlega verða allar auðlindir landsins hagnýttar, en nú verð- ur lögð höfuðáhersla á, að rækta landið, og þótt margir efist um, að ítalir muni nokkuru sinni auðgast á námum Abessiníu, ef- ast enginn um, að landbúnaðar- skilyrði eru þar hin bestu víða i landinu, en annarsstaðar mjög sæmileg. Miðbik landsins er lítt kannað enn sem komið er. Fjölda margir ítalskir land- nemar eru nú komnir til Abes- siníu og þeir hafa sumir hverjir þegar tekið land til ræktunar, flestir í liéruðunum suður af Addis Aheba, og í nánd við aðr- ar mikilvægar miðstöðvar í landinu. Þar til vegir liafa verið lagðir um landið, verður liald- ið áfram að koma upp nýbý- um í nánd við borgirnar, enda þótt fjær þeim sé oft um miklu betra land að ræða en i nánd við þær. Vegir 2000 enskar mílur á lengd. Samkvæmt vegalagningaáætl- uninni miklu, verða lagðir veg- ir samtals 2000 enskar mílur á lengd. Vegir þessir verða breiðir, og að öllu vel til þéirra vandað. Áætlaður kostnaður er 1.400.000.000 lírur. Á vegalagn- ingum þesum var byrjað í júni 1936. V'ar hafist handa um lagn- ingu sjö vega frá höfuðborg landsins, Addis Abeba. Lagn- ingum þessara vega verður lok- ið í sumar. Að þeim hafa unnið 30.000 ítalir, þar af 1000 verk- fræðingar, og 70.000 innfæddir menn. Vegalagningarnar eru að eins undirbúningsstarf- semi — að þeim loknum bíður annað og enn stærra verkefni — að ryðja land- ið og gera það hæft til vinslu með nútíma land- búnaðarvélum. Þetta er nriklu meira hlutverk en inenn í fljótu bragði gera sér ljóst. Mikill hluti Abessiníu er enn óræktað land. Mestur hluti þess er enn i dag svipaður útlits og á dögum drotningar- innar af Saba. Það, sem gera þarf, er að fella tré, ræsa fram stór svæði og hlaða stíflugarða, lilaða varnargarða við árnar og breyta farvegi sumra þeirra o. s. frv., alt í þeim tilgangi, að gera meginliluta Abessiníu að iæktuðu landi. Þar næst verður unnið að þvi, að koma jarðrækt- inni i nútíma horf. Eins og slendur rækta Abessiníumenn að eins það, sem þeir þurfa til þess að komast af nokkurn veg- inn. Þeir hirða ekki um að leggja meira á sig en þörf kref- ur — og nota villijurtir eftir því sem þeir geta, til þess að rækta sem allra minst. Það verður erf- itt að koma þessari breytingu á, að koma landbúnaðinum i nýtisku horf. En ítölsku land- nemunum er það hlutverk ætl- að. Þá er þess að geta, að gripa- rækt er öll á lægsta stigi í Abes- siniu. Gripum sínum hafa Abes- siníumenn aldrei sýnt neinn sóma. Það þarf því einnig að koma griparæktinni í nútíma liorf. Alt þetta útheimtir mikla vinnu og fé — fómfýsi og dugn- að. Ilér er í rauninni áratuga starf fyrir liöndum, þótt miðað sé við það, að unnið verði að þessu öll'u af hinu mesta kappi og ekkert til sparað, að það geti gengið sem greiðast. Það mun taka langan tima, markinu. 4 Það mun taka langan tima að ná því marki, sem sett hefir verið, þolinmæði og fé. Það þarf mikinn mannafla, og Italía hef- iv Iiann. Það þarf þekkingu og áhuga og ítalir hafa hvort- Þ'eggja, og þeir munu leggja fram það fé, sem unt er, til þess að gera Abessiníu, sem er sjö sinnum stærri að flatarmáli en Ítalía, að fyrirmyndar-nýlendu, sem endurgjaldi það, sem frani hefir verið lagt af fé og vinnu. En það verður langt þangað til — en ítalir vita, að þeir eru að vinna fyrir framtiðina og munu halda ótrauðir áfram að marlc- inuu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.