Vísir - 04.09.1937, Blaðsíða 3

Vísir - 04.09.1937, Blaðsíða 3
TlSIR f Verð á kartöflnm er hér nú 100% hærra en 15. september 1 fyi’ra. VÍSIR vakti máls á því 27. ágúst, strax og Græn- metiseinkasalan hafði birt verð sitt á kartöfl- unum, að hið ákveðna verð, 40 krónur hver 100 kíló, væri óhæfilega hátt. Venjulegt verð hér á þess- ari vöru, um það leyti sem nýja uppskeran kemur á markaðinn, er helmingi lægra. Dagblað framsóknarflokksins réðist að Yísi með sinni venju- legu prúðmensku og þeim mik- ilmenskutón, sem þetta blað hefir tamið sér eftir kosning- arnar. Blaðið hefir í heitingum í sambandi við það , að vakið hefir verið mál's á því, að eiu- liVer allra náuðsynlegasta héysluvara almennings er seld með óhóflegu verði. Það segir meðal annars: „Sjaldan hefir ótímabærari krafa verið fram- fl'utt af nokkru stjórnmálablaði, en krafa Vísis um lækkun kar- töfluverðsins eins og alt er í pottinn búið“. Að dómi fram- sóknarblaðsins er það „ótima- bær“ krafa að kartöfluverðið sé lækkað úr 40 kr.! Blaðið segir ennfremur: „Vísir og flokkm* hans þarf ekki að ætla að hann fái nokkru þokað um stefnu þá, sem upp hefir verið tekin í þessum málum“. Það er aug- ljóst, að það er ætlunin að halda uppi hinu háa lcartöfluverði. Hverjum hugsandi manni, sem les slik skrif í aðalblaði stjórnarinnar, lilýtur að verða það ærið áhyggjuefni hvernig ýmsum málum er nú komið hér. Einhver nauðsynlegasta neysluvara fólksins, kartöflur, er lögð undir einkasölu. Þessi stofnun ákveður verðið og get- ur enginn keypt vöruna ódýrar en hún ákveður. Á öðru ári sem þessi stofnun starfar, hækkar hún verðið á innlendu kartöfl- unum um 100%. í fyrra aug- lýsti Grænmetisverstunin i Lögbirtingablaðinu 15. septem- ber þetta lágmarksverð: y Kr. Kg. 15/9_31/10 .. 19,00 hver 100 1/11—30/11 .. 20,00 — 100 1/12—31/12 .. 21,00 — 100 ■£* f Nú er verðið 5. september kr. 40 hver 100 lcg. Almenningur verður að gera sér Ijóst hvað hér er að gerast. Þessi vöruteg- und hefir verið látin í hendur einkasölu, sem hefir vald sam- kvæmt Iögum að álcveða verðið. Alt eðlilegt framboð er liindrað og neytendurnir geta enga vöm sér veitt gegn ákvörðun einka- sölunnar, hversu ólióflegt sem verðið er. Þetta er sönn mynd af ríkisrekstri. Flestum verður á að spyrja, á hverju liið háa kartöfluverð Ijyggist. Blað framsóknarflokks- ins segir að bændur og kar- töfluframleiðendur verði að fá þetta liáa verð. Um það skal ekki deilt liér og síst skal það eftir talið, að bændur fái sann- gjarnt verð fyrir afurðir sinar. En svo virðist sem sumir stjórn- málaflokkar álíti að ekld þurfi að taka tillit til annara stétta þjóðfélagsins. Ef bændur og kartöfluframleiðendur eru illa sladdir og þurfa að fá hátt verð fyrir þessa framleiðslu sína, þá má líka minna á, að það eru smælingjar við sjóinn, í bæjun- uin, sem eru engu betur settir og verða að neita sér um aðal fæðutegund sína, ef þeir eiga að greiða 40 kr. fyrir kartöflutunn- una. Hinn mikli fjöldi neytend- anna i bæjunum hefir sinn rétt til að fá þessa vöru með hóf- legu verði ekld siður en fram- leiðendurnir til að fá skynsam- legt verð fyrir framleiðslu sína. Alþýðublaðið í gær var að heimska sig á þvi að verja kar- töfluverðið. Mun mörgum al- þýðumanninum finnast slík skrif koma úr hörðustu átt. Ætti ritstjórinn að kynna sér hvernig litið er á þetta mál á verkamannaheimilunum í bæn- um áður en hann tekur sér fyr- ir hendur aftur, að telja mönn- um trú um, að íhaldsblöðin heimti kartöfluverðið lækkað til óþurftar fyrir alþýðuna. Þvi trúir enginn. Síldveiöaraar. Togararnir leita heim af veiðum. Allnr skipanna W8nr þó enn eftir því a8 veiðlveinr iiatni. Er siidveiðnnnm að ai ljúka að fnlln? 30 milj. krðna til norrænnar sam- vinnn. Osló, 3. september. Formaður ElectroIux-félagS- ins í Stokkhólmi, Wennergren, hefir gefið 30 miljónir kr. til sjóðsstofnunar til eflingar nor- rænni samvinnu og til vísinda- starfsemi á Norðurlöndum. Þessari gjöf —- bæði vegna þess hversu upphæðin er há og til- gangurinn göfugur — er líkt við Rockefeller-gjafirnar og sjóðstofnun Nobels. Dagbladet hefir spurst fyrir um það hjá forstjóra Elektro- lux, hvort Norðmenn mundu njöta góðs af sjóðstofnuninni, og komst hann að orði á þá leið i svari sínu, að sjóðurinn mundi styrkja þær rannsóknir,. sem fram fara í Noregi og eru i samræmi við tilganginn með s j óðsstofnuninni. „Eg vona“, sagði Wenner- gren, „að gjöfin leiði til þess, að Norðurlandaþjóðirnar hnýlist traustari vináttu- og samvinnu- böndum. Það er nokkurskonar Þjóðabandalag Norðurlanda, sem eg, kona mín og börn, höf- um fyrir augum — þjóðabanda- lag til eflingar menningu Norð- urlanda.“ — NRP.-FB. Keflavík. — FO. Til Keflavíkur konm í dag 4 bátar með samtals 166 tunnur síldar. — Síldin veiddist nú míklu grynnra en áður, eða 20 30 mílur vestur af Skaga í slað 45—50 mílna áður. — FÚ. Siglufirði. Kl. 12 í dag Mðu á Siglufirði 12 skip með 33—40 þús. mál af síld innanborðs. ÖH skipin verða affermd í kvöld. — Nokkur skip eru hætt veiðum og farin heim- Ieiðis. Katla fór úr Siglufirði á- leiðis til Hamborgar með 1200 smálestir síldarmjöls. Else Ess- berger fór fná Siglufirði í dag áleiðis til Þýskalands með 1750 smlestir síldarlýsis. Hvortveggja farinurinn var frá ríkisverk- smiðjunum. Norðaustan hvassviðri er nú norðanlands, úfinn sjór og eng- in veiði. Síldveiðaskipin liggja í liöfn og flest bíða þau eftir að veðrinu sloti, til að ganga úr skugga um, hvort síldin sé að fullu horin, eða hvort veiði hels áfram, þrátt fyrir óveðrið. Vísir liefir átt tal við frétta- ritara sinn á Siglufirði og fór- ust honum svo orð: Engin skip hafa lagt úr höfn á Siglufirði til veiða um noldc- urn tíma. Þau liggja inni og bíða þess, að ógæftunum linni og aftur gefi til veiða. Hér er ekki um annað talað, en það livort síldin fari nú í þessum óveðurskafla eða ekki. Sjómenn eru slciftra skoðana um það. Sumir telja, að ýms inerki séu til þess, að síldin muni á förum, en aðrir telja, að noklcur veiði muni verða, ef ó- gæftirnar haldi elcki því lengur áfram. , Allir eru þó þeirrar slcoðunar, að liéðan af sé ekki að búast við mikilli síldveiði, þótt bráð- lega kunni að gefa til veiða. Flest skipin eru þó látin bíða til að vita livort ekki rakni úr, en einstöku slcip er alveg hætt. Margir smærri bátar, tvilemb- ingar, sem hér eru kallaðir, eru hættir veiðum. Með suma þeirra er það svo, að þeir hafa rifið nætur sínar og svarar ekki! lcostnaði að gera að þeim, þegar . komið er fram á þennan tíma. Það ýtir ef til vill undir suma, að reyna eitthvað áfram, að lieyrst hefir að sala á síld sumstaðar erlendis, þar sem lítil söluvon var orðin,. hafi eilthvað glæðst, en hvort hér er um nolckra verulega möguleilca að ræða mun vera allsendis óvíst. Þrír saltsíldar- og matéssíld- arfarmar eru farnir eða eru um það bil að fara út, og fara þeir til Þýskalands, Póllandsog Belg- íu. Síldarverksmið j urnar hér eiga næga vinslu í eina 14 daga enn. Eru allar þrær fullar eins og er, og var síðasta slcipið, sem beið, losað í gær. Raufarhafnarverksmíðjan er full, en el’ til vill er eitthvað lít- ilsliáttar liægt að bæta við á Seyðisfirði og Norðfirði. Á Austfjörðum eru menn nú farnir að veiða millisíld og hef- ir sú veiði gengið all vel. Ekki munu skip héðan að norðan fara suður í Faxaflóa til veiða, nema þá, að þvi hagstæð- ari veiði verði þar. ( Sem sagt er mikill' „spenn- ingur“ í mönnum hér á Siglu- firði nú, en fleiri munu þeir Veðrið í morgun. í Reykjavík io stig, Bolungar- vík 7, Akureyri 7, Skálanesi g, Vestmannaeyjum 8, Hellissandi 7, ICvígindisdal 8, Hornvík 6, Kjör- vogi 5, Blönduósi 7, Siglunesi 6, Raufarhöfn 7, Skálum 8, Fagra- dal 8, Papey 9, Hólum í Hornafir'ði 10, Fagurhólsmýri 10, Reykjanesi 11. Sólskin hér í gær 5.0 st. Mest- ur hiti hér í gær 16 stig, minstur í nótt 7 st. Yfirlit: Lægð við suð- austur- og austurströnd íslands á hægri hreyfingu norðaustur eftir. Nýtt lægðarsvæði sunnan við Grænland. Horfur: Strðvestur- land: Breytileg átt og hægviðri. Sumstaðar skúraleiðingar síðdeg- is. Faxaflói, Breiðafjörður: Norð- austan og norðan gola. Úrkomu- laust og víðast bjartviðri. Vest- firðir: Norðaustan gola. Víðast úrkomulaust. Norðurland, norð- austurland: Norðan og norðaust- an gola. Skýjað loft og sumstaðaji dálítil rigning. Austfirðir, suð- austurland: Norðan gola. Víðast léttskýjað. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11, síra Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni kl. 2, síra Árni Sigurðsson. í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2, síra Jón Auðuns. í Landakotsskóla: Lágmessa kl. 6)4 og 8. Hámessa kl. 10. Engin síðdegisguðsþjónusta. í kaþólsku kirkjunni í Hafnar- firði: Hámessa kl. 9. Engin síð- degisguðsþ jónusta. Verðlaun: Farseðiil ti! útianda. í sambandi við auglýsingar á fyrslu síðu, verða gefin verð- laun fyrir rétta ráðningu. I liorni liverrar augíýsingar er einn bókstafur. Þegar allir þessir siafir eru telcnir saman er hægt að mynda úr þeim sex nöfn á vörutegunum og verslunum: 1. Hreinsar klæði. ? 2. 3. 4. 5. 6. Mannsnafn. Dregið verður um það lijá lögmanni liver verðlaunin hlýt- ur. — Verðlaunin eru 1. farr. farseðill til Bergen, Hull, Kaup- mannahafnar eða Hamborgar eftir vali vinnanda. Allar ráðningar verða að koma til blaðsins fyrir miðviku- dagskveld 15. þ. m. — Ráðningarmiðar birtast i blaðinu á mánudag og næstu daga. — Skipafregnir. Gullfoss er í Flatey. Goðafoss fer frá Hull í kveld áleiðis hingað. Brúarfoss er á leið t-il Kaup- vera, sem búast við því að ekki verði þess langt að bíða, að öll skip liætti veiðum. ALLIR TOGARAR KVELD- ULFS NEMA EINN BÍÐA. Vísir hefir átt tal við Ric- liard Thors og sagði hann, að Egill hefði farið að norðan í gærkveldi, en liinir togararnir mundu biða átelcta og sjá livort elcki fengist meiri veiði. Fram- lcvæmdastjórinn lcvaðst eklci vera trúaður á, að mikið yrði um veiði úr þessu, og að hk- legt væri, að „höfuðdagsstraum- urinn“ gerði út af við veiðina fyrir fult og alt. Hjalteyrarverlcsmiðjan hefir nú fengið 190 þús. mál og Hest- eyrarverksmiðjan 70 þús. mál. TVEIR ALLIANCE-TOGARAR KOMNIR AF VEIÐUM. Ólafur H. Jónsson forstjóri i Alliance sagði blaðinu í gær, að sjómenn á þeim togurum, sem enn væru fyrir norðan vildu helst fara að koma suður og teldu þeir síldveiðinni nú lolcið. Skipin, sem leggja upp á Djúpavílc liafa legið í 2 daga í Reykjarfirði, en tveir togarar, Hannes ráðherra og Baldur, eru þegar hættir veiðmm og komnir liingað. Hinir togararnir bíða fram um helgi. Ó. H. J. sagði, að smásíldar hefði orðið vart og jafnvel ufsa og teldu sjómenn það merki þess, að síldin væri á förum. Togararnir sem komnir eru, Hannes og Baldur, liafa fengið 19780 og 6800 mál, en hinn síð- arnefndi bilaði og tafðist lengi frá veiðum. Verksmiðjan á Djúpavík hef- ir fengið 197% þús. mál. HAFNARFJARÐARTOGAR- AR KOMA. Togarinn Venus úr Hafnar- firði er kominn af veiðum og hefir liann fengið alls tæp 12000 mál og togarans Jupiter er von í dag, og hefir hann fengið 12000 mál. , Togarinn Otur úr Reylcjavik er einnig kominn af veiðum. mánnahafnar frá Grimbsby. Detti- foss fer til útlanda kl. 8 í kveld. Lagarfoss fer frá Akureyri í dag. Hannes rá'Sherra og Baldur komu af síldveiSum í gær. Geir kom frá Þýskalandi í gær. Labor (áöur Roald AmundsCn), hvalveiSamóS- urskipiö, fór héöan í gær. Esja fór í morgun í strandferö. Hekla fór í gær frá Neapel áleiöis til Englands. Dronning Alexandrine er væntanleg hingaö seinni part- inn á morgun. Rafmagnsverðið. Rafmagnsstjóri lagöi bráöa- lirgöatillögu fyrir bæjarráðsfund í gær þess efnis að hinn almenni vetrartaxti yrði settur 45 aura til ljósa, en 12 aura til annarar notk- unar. Nemur lækkun ljósataxtans því 5 aurum, ef þetta nær fram að ganga, en hins taxtans 4 aur- um. Guðm. Ásbjörnsson vildi, að kosin yrði nefnd, sem ætti, samráði við rafmagnsstjóra, aö athuga hvort frekari lækkun væri gerleg. Var samþykt aö kjósa nefnd þessa og voru kosnir í hana þeir Guðm. Ásbjörnsson og Guðm. R. Oddsson. Vinna þeir að þessu máli ásamt rafmagnsstjóra, og verður tillaga frá þeim væntan- lega lögð fyrir bæjarráðsfund. Hér er aðeins um hina almennu taxta að ræða, ekki tilraunataxta þá, sem Rafmagnsveitan augl. í sum- ar. Kaffikvöld heldur Félag ungra sjálfstæðis- manna, Heimdallur, á morgun í Oddfellowhúsinu. Til skemtunar verður söngur (6 manna flokkur), upplestur, Alfreð Andrésson, pía- nósóló, C. (Billich, ræður og dans. Aðgöngumiðar kosta 2,00 og verða seldir í Varðarhúsinu kl. 1—4 í dag og 4—7 á morgun. Hús- inu verður lokað kl. 11. Skemtun að Eiði. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík og Hafnarfirði halda útiskemtun að Eiði á morgun og hefst hún kl. 3. — Til skemtunar verða ræðuhöld, glíma, söngur og dans. — Árni Jónsson frá Múla og próf. Bjarni Benedikts- son tala,, kvartett syngur, og sumarhljómsveitin leikur undir dansinum. Veöurútlit er nú betra, en nokkru sinni í sumar, svo a'S- vafalaust verða þúsundir manna að Eiði á morgun. Munið einnig, að Eiði er besti sjóbaðstaður . landsins. Helgidagslæknir á morgun Ólafur Gislason, Báru- götu 22, simi 2128. Næturlæknir næstu nótt Halldór Stefánsson, Ránarg. 12, sími 2234. Næturv. í Reykjavíkur apóteki og Lyfja- búðinni Iðunni. Næturlæknir er í nótt Sveinn Pétursson, Ei- ríksson 19, simi 1611. Næturv. í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. S jálfstæðismenn! Munið Eiði á morgun! Útvarpið í kvöld. 19,10 Veðurfr. 19,20 Útvarps- tríóið leikur. 20,00 Fréttir. 20,30 Ferðásaga (Jón Halldórs'son). 20,55 Útvarpshljómsveitin leikur. 21,25 Gamansögur og gamanvís- ur (Bjarni Björnsson leikari). 21.45 Danslög (til kl. 24). Útvarpið á morgun. 9.45 Morguntónleikar: a) Sym- fonia í B-dúr, eftir J. Chr. Bach; b) Píanó-konsert í d-moll, eftir J. Seb. Bach; c) Symfonia nr. 34 í C-dúr, eftir Mozart (plötur). 10.40 Veðurfregnir. 12.00 Hádegis- útvarp. 14.00 Messa í fríkirkjunni (síra Árni Sigurðsson). 15.30 Mið- clegistónleikar frá Hótel ísland. 17.40 Útvarp til útlanda (24.52 m.). 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljóm- plötur: Þjóðleg einleikslög. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Biðlar ekkjunnar“, eftir C. P. Anderson (Valur Gíslason, Alfreð Andrés- son, Gunnþórunn Halldórsdóttir, Þóra (Borg). 21.00 Karlakórinn „Geysir“ syngur (frá Akureyri): (söngstj. Ingimundur Ámason). 21.45 Danslög (til kl. 24). Tilkynning. Min nýja benzísiafgFeidlu- stöd vor við Hafnaratræti 23, ©f tekin til stapfa9 og nm ieiö leggjom vép híöhf ben- ~ ..... zínsfgpeiðsimia vid Kalkofnsveg. Hið ísi. steinoiiÐhlataíélag. Litið hús í, eða utan við bæinn, óslcast til kaups. Tilboð, með tilgreindri stærð, verði útborgun, fyrirkomulagi lána, sendist, utanáritað: Póstbox 143, Reykjavik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.