Vísir - 14.10.1937, Page 2

Vísir - 14.10.1937, Page 2
VÍSIR VtSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VtSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson Skrifstoft) . . , , } Austurstr. 12 og afgr. J Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. FélatrsDrentsmiðian. Dýrt spaug. FINNUR Jónsson skrifar nú í AlþýðublaSið um það, hve dásamlegur árangur hafi orðið af afskiftum þess opin- bera af síldarsölunni. Eins og kunnugt er, hefir Síldarútvegsnefnd einkarétt til sölu á „maté“-síld til útflutn- ings. Auk þess hefir nefndin heimild til að ákveða lágmarks- verð á allri annari síld, sem seld er á erlendum markaði, og til þess að takmarka útflutninginn. Nú hefir horið allmikið á um- kvörtunum yfir því, hvernig nefndinni liafi farið úr hendi salan á „maté“-síldinni. Hún hefir veitt einstökum mönnum og firmum einkaleyfi til að selja síldina í einstökum lönd- um og jafnvel í heilum heims- álfum, gegn skuldbindingu þeirra um að kaupa, við á- kveðnu verði, tiltölulega lítið síldarmagn, að eins nokkur þúsund tunnur, til að selja i hverju landi, þar sem ætla mætti að markaður væri fyrir miklu meira. En þegar svo á reynir, bregðast þessir einka- leyfishafar, krefjast lækkunar á umsömdu verði og neita að öðrum kosti að standa við gerða samninga! En þegar Finnur Jónsson, formaður síldarútvegsnefndar, kveður sér hljóðs, til þess að bera liönd fyrir höfuð nefndar- innar, þá víkur hann ekki einu orði að þessari „lilið“ málsins. Hinsvegar fer hann mörgum fögrum orðum um það, hvað vel hafi tekist til um sölu þeirra síldar, sem nefndin kom hvergi nærri sölunni á! Af þessu verður nú að eins dregin sú ályktun, að því minni afskifti sem nefndin hafi af sölu síldarinnar, því betur sé þvi máli borgið. Og þessi á- lyktun styðst líka við reynslu fyrri ára eða frá tímum gömlu sildareinkasölunnar. En hennar æfiferli lauk með þvi, að is- lensk saltsíld var orðin svo að segja óseljanleg. Og í ýmsum löndum, þar sem áður liafði verið talsverður markaður fyrir hana, var markaðurinn alger- lega lokaður. Á þeim árum var hinsvegar fyrir forgöngu ein- stakra manna, en ekki einka- sölunnar, byrjað að maté-verka síld hér á landi, og selja þá síld til Þýskalands. Næstu árin, eftir að einkasalan Iagðist niður, fór þessi síldarsala til Þýskalands vaxandi, og pólski markaðurinn bættist við. En þá var fundið upp á þvi snjallræði, að fela síldarútvegsnefnd einkasölu á allri maté-síld, og síðan hafa þessir markaðir gengið meira og meira saman, ár frá ári. Og nú eru allar horfur á því, að endalok matésíldarsölunnar í höndum síldarútvegsnefndar, ætli að verða þau sömu eins og saltsíldarsölunnar í höndum gömlu einkasölustjórnarinnar. Að sjálfsögðu geta verið ýmsar orsakir til þess, að svona tekst til um sölufram- kvæmdir i höndum ríkiseinka- sölu. En vafalaust veldur fyrir- komulagið sjálft mestu þar um. Og það er ekki að eins síldar- salan, sem seld er þeirri „for- dæmingu“. Alveg sömu söguna er t. d. að segja um freðfisks- söluna. Fiskimálanefnd tók sér í hendur einkarélt til útflutn- ings og sölu á freðfiski til Pól- lands og Ameríku, með þeim árangri, að þessir freðfisks- markaðir, sem menn gerðu sér miklar vonir um, liafa algerlega „lokast“ fyrir íslenskum fiski, og á útflutningstilraunum nefndarinnar til þessara landa liefir orðið tap, sem skiftir hundruðum þúsunda i íslensk- um krónum. En Iivað á tapið að vcrða mikið á þessu einokunar- brölti, áður en horfið verður frá því? ERLEND VlÐSJA: Réttindi Pólverja í Danzig hafa veriS virt a'S vettugi, segja bresk blöS, og hefir það vakiö mikla gremju í Póllandi. Groner, hinn þýski forseti Ges- tapo-lögreglunnar í Danzig, gaf þá fyrirskipun öllum á óvart, að handtaka pólska póstmenn í borg- inni, er þeir voru að bera út bréf og blöð. Jafnframt var fyrirskip- uð skoðun á póstsendingum til Danzig frá Póllandi. Póstmennirn- ir voru fluttir til aðalbækistöðv- ar Gestapo, bréfatöskur þeirra tæmdar, bréf skoðuð o. s. frv. AS nokkrum klukkustundum liðn- um voru póstmennirnir látnir Iaus- ir, en þeim var jafnframt tilkynt, að þeir yrði ákærðir fyrir að bera út „ólöglegan póst“. Slíkar hand- tökur fóru tvívegis fram. í síðara sinnið opnaði lögreglan bréf, sem í voru opinber pólsk skjöl. Pólverjar telja þessa framkomu lögreglunnar frekleg brot á sátt- málunum, sem gerðir voru 1931 og 1922, svo og samkomulaginu 1923 sem áttu aðl tryggja Pólverj- um friðhelgi í póstmálum í Dan- zig. Ríkisstjórnin hefir mótmælt at- ferli lögreglunnar í Danzig opin- berlega. Samandregoar frétíir, Þýska ríkissljórnin hefir í gær látið sendiherra sinn í Briissel aflienda belgisku ríkis- stjórninni orðsendingu þess efnis, að Þýskaland skuldbindi sig til þess að viðurkenna og virða hlutleysi Belgíu og sjálf- stæði. NRP.-FB. Belgiska stjórnin hefir til- kynt japönsku stjórnnini,að hún hafi veitt samþykki sitt til þess, að niu velda riáðstefnan verði haldin í Brussel 25. október. Hefir belgiska stjórnin boðið japönsku stjórninni að taka þátt í fundinum. Japanska stjórnin hefir enn ekki svarað. NRP.-FB. Frá Shanghai er símað, að Japanir hafi gert nýja árás á Shanghaihverfið. Japanir bjóða kínverskum hermönnum, sem leggja niður vopn, einn dollar hverjum. Fréttastofan Havas birtir fregnir um kínverskan sigur í orustunni við Shanghai. NRP.-FB. Byltingaráform á Ítalíu. Níu menn dæmdir til fangelsisvistar. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Fregnir frá Rómaborg um fangelsisdóma yfir nokkurum andstæöingum fasictastjórnarinn- ar ítölsku vekja fádæma athygli, því aS dóm- arnir leiða í Ijós, að áformað hefir verið að koma af stað byltingu með það fyrir augum, að koma á nýju stjórnarfyrirkomulagi í landinu. Þeir, sem dæmdir hafa verið til fangelsisvistar, eru níu mentamenn, og voru þeir dæmdir í alt að 10 ára fangelsi hver. Þeir, sem minsta hegningu fengu, voru dæmdir í eins árs fangelsi. Fimm menn voru sýknaðir. Dómurinn var uppkveðinn af rétti, sem fær til meðferðar mál, sem varða velferð og ör- yggi ríkisins. í ákærunum gegn sakborningum var komist svo að orði, að þeir liefði unnið að þvi, að beitt yrði valdi tíl þess að breyta stjórnarfyrir- komulagi landsins og stafi undirróður þeirra og skoðana- útbreiðsla af því, að sakborn- ingar hafi orðið fyrir áhrifum af kenningum stjórnbylting- arsinna. United Press. Bretar og Frakkar hæna Jugoslava að sér. EINKASKEYTI TIL VfSIS. London í morgun. "E^orsætisráðherra Jugoslavíu, dr. Stoyadinovich, kom í morg-un kl. 9 frá París í boði bresku stjórnarinnar. Anthony Eden tók á móti hon- um á járnbrautarstöðinni á- samt Kassidolac, sendiherra Jugoslava. Lundúnaför Stoya- dinovich vekur alheimsathygli, vegna þess að Jugoslavar og Frakkar hafa gert með sér vin- áttusamning. Er álit manna að Bretar og Frakkar ætli sér að hæna Jugoslava sem mest að sér. Ætlunin með þessari för, er að ræða ástandið í heiminum, svo .og .aukin . verslunarskifti Breta og Jugoslava. (United Press). Bretar og Frakkar slaka íil Brottflutningur sjálfboðaliða á Spáni verður ræddur í hlutleysisnefndinni. Enn ein lilraun verður gerð til þess að leysa deiluna um brottflutning sjálfboðaliða á Spáni, í hlutleysisnefndinni, samkvæmt tillögu í svari ítala. Er því hér um tilslökun að ræða, en Bretar og Frakkar munu hafa komið sér saman um hvaða frestur skuli veittur til umræðu. Náist ekki samkomu- lag munu Frakkar opna landamærin. Einnig er rætt um að gera Baleareyjar að áhrifalausu svæði í ófriði. ítalir hafa kom- ið sér fyrir á Majorca-eyju, og óttast Frakkar, að þeir muni halda áfram að leggja undir sig eyjarnar. Er jafnvel húist við, að Frakkar muni leggja undir sig Minorca, með samþykki Valenciastjórnarinnar. (Samkv. FÚ.). Roosevelt forseti hefir kvatt þjóðþing Bandaríkjanna saman til aukafundar 15. nóvember. NRP.-FB. Japanska utanríkismálaráðu- neytið gaf í dag út opinbera lil- kynningu vegna árásanna á vagna bresku sendisveitarinnar í Nanking, og er þvi lialdið fram í tilkynningunni, að vagn- arnir hafi hvorki verið merktir rétt, né farið þann veg, sem áð- ur var búið að tilkynna að þeir mundu fara. Ýms blöð í Frakklandi gera ráð fyrir því í dag, að svo kunni að fara, að franska stjórnin láti bjóða út einum eða fleiri ár- göngum af varaliði landsins vegna þess hve útlitið er ískyggilegt í alþjóðamálum. FÚ. Frá London er símað til Aftenposten, að samkvæmt skýrslum Lloyds sé smálesta- tala flutningaskipa í smiðum i heiminum samtals 2.900.000. Þar af 40% í smíðum í Eng- landi. Pantanir fyrir hendi i breskum skipasmíðastöðvum eru, miðað við smálestatölu, 15.338 minni en fyrir þremur mánuðum. NRP.-FB. Hafnarverkamenn í Perth í Áslarliu hafa neitað að vinna við útskipun kola í japanskt stöðvarskip og 5 hvalveiðiskip, sem eru á leið til suðurhafa. Yerða Japanir að senda kola- skip að heiman frá sér og skipa kolum í hvalveiðiskipin í rúm- sjó. Hafnarverkamenn í Ástral- íu hafa samþykt að vinna ekki við japönsk skip. NRP.-FB. I Noregi hefir mikið borið á þvi undanfarið, að seld hafa verið ódýr veiðarfæri og hafa útgerðarmenn vegna erfiðleika þeirra sem þeir eiga við að stríða, keypt mjög mikið af þeim. Síðan farið var að selja þessi ódýru veiðarfæri, hefir viljað bera mjög á því, að fiski- menn hafa tapað óvenju miklu - * veiðarfærum og þykir það nda til þess, að þessi veiðar- færi séu svo ónýt, að ábyrgðar- liluti sé að selja mönnum þau. Nú liefir norska stjórnin veiti 20 þúsmid krónur til þess að gera tilraunir um styrkleika og gæði veiðarfæra, sem höfð eru á boðstólum í Noregi og er ætl- anin að byggja á þeim rann- sóknum löggjöf sem komi í veg fyrir það að svikin eða ónýt veiðarfæri séu höfð til sölu. FÚ. Norska verslunarmálaráðu- neytið liefir skipað nefnd til þess að undirbúa samsölufyrir- komulag á þorski nýveiddum og söltuðum í Noregi. Er nefnd- inni boðið að athuga hvort möguleikar séu á að koma sam- sölufyrirkomulaginu á, eldci siðar en 1939. FÚ. ítalir eru að koma sér upp 20 nýjum kafbátum á þessu ári. - (FÚ). Ákveðið er að kosningar skuli fara fram 12. desember í Rúss- Iandi og er kosningaundirbún- ingur þegar hafinn. (FÚ). Japanski herinn er nú kom- inn 250 mílur suður fyrir Peip- ing. FÚ. Sex friðarfélög hafa mótmælt ræðu Roosevelts, og krefjast þess að Bandaríkin blandi sér í engar deilur annara ríkja. FÚ. Breskir blaðamenn þykjast vita, að ráðherrafundurinn í gær hafi hafnað viðskiftabanni á japanskar vörur. FÚ. Ankakosniog á Englandi EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. ukakosningin í gær í North- Islington fór þannig að frambjóðandi verka- manna dr. Haden Guest bar sigur úr býtum. Hann fékk 13.523 atkvæði Frambjóðandi íhaldsflokksins Sir Wilfred Sugden hlaut 12.227 atkvæði. Aukakosningin fór fram vegna andláts fyrrverandi þingmanns kjördæmisins, Goodmans of- ursta. — (United Press). Utan af landí, Fjárkaup Húnvetninga. Tveir bændur úr Vestur- Húnavatnssýslu dvöldu á Kópa- skeri meðan slátrun stóð yfir, til þess að kaupa lífkindur til flutnings vestur á Heggstaðanes, en þar hefir öllu sauðfé verið lógað vegna mæðiveikinnar. Keyptu þeir alls 540 kindur sem fluttar voru á Súðinni 10. þ. m. rakleitt vestur. Vænir dilkar. Aðalslátrun sauðfjár hjá Kaupfélaginu á Kópaskeri var lokið 9. þessa mánaðar. Tala sláturfjiár var 10742 — þar af dilkar 9562. Meðalvigt dilka- kjöts var 14,51 kílógramm. — Þyngsti dilkskrokkur var 25 kilógrömm. Hæsta meðalvigt hafði Ingimundur Halldórsson bóndi á Einarsstöðum 17,26 kílógrömm á 39 dillcum. FÚ. Útflutnin^gur bátafiskjar. Nýfarnir eru frá Austfjörð- um togararnir Surprise og Egill Skallagrímsson, fullfermdir ís- fiski frá Fáskrúðsfirði og Eski- firði. Afli hefir þó verið tregur undanfarið en gæftir ágætar. Á Fáskrúðsfirði er slátrun að verða lokið. Slátr- að er um 2000 fjár. (FÚ). Kýr ein á Fáskrúðsfirði bar í nótt þremur kálfum — öllum fullburða og meðalstór- um. Kúna á Stefán Pálsson verkamaður. (FÚ). Síldartorfa. I gær sá fiskibátur stóra síld- artorfu skamt undan Raufar- hafnarhöfða. Bátverjar töldu það millisíld. FÚ. Gjaldeypis- veralunin. Ný peglugerð. I Lögbirtingablaðinu liefir verið hirt ný reglugerð um g j aldeyrisverslun. I fyrsta lagi tekur hún fram, að allir, sem koma til landsins frá útlöndum, skuli gefa skýrslu um þann erlenda gjald- eyri, sem þeir liafi meðferðis og skuldbindi sig til að afhenda hann bönkunum . í öðru lagi er ákvæði um bann gegn útflutningi ísl. pen- ingaseðla, sem er að vísu ekk- ert nýtt, en er nú vafið í nokkru meiri umbúðir en áður var. Mega menn slcv. hinni nýju reglugerð aldrei hafa meira rneð sér af íslenskum pening- um lil útlanda, en nemur fæði og þjónustugjaldi á skipinu og má sú upphæð ekki fara fram úr 350 kr. báðar leiðir. Allir, sem til útlanda fara, eiga að gefa skýrslu um það, live mikinn gjaldeyri þeir hafi meðferðis og fær Gjaldeyris- nefnd þær skýrslur. Tolleftirlitsmenn eiga að „framkvæma eftirlit til að tryggja það, að íslenskur gjald- eyrir sé ekki fluttur út né frá útlöndum hingað“, en ekki er nánara sagt um hve langt þaS eftirlit nær. Ennfremur ber póstmönnum að hafa eftirlit með bréfa- og böglasendingmn, til að koma í veg fyrir útflutn- ing gjaldeyris. Þessar nýju reglur munu koma að litlu lialdi og peninga- straumur sá sem verið hefir út úr landinu mun lialdast. Regl- urnar sýnast ekld vera þannig, að líldegt sé að þær nái tilgangi sínum. Shkar skýrslugerðir og yfirlýsingar, sem gert er ráS fyrir, verður namnast annað en formið eitt og eru þessar reglur eitt dæmið enn um það hvem- ig nú er hrúgað upp gagnslitl- um Iagaboðum, sem eru í raun- inni eldd annað en formflækja, er á engan hátt grefur fyrir þaS mein, sem tilgangurinn er aS lcomast fyrir. Það er öllmn vitanlegt, að mikið af íslenskum peningum er flutt út og vixlað þar með 20—30% afslætti, og þau bönn, sem á shku liafa verið, hafa ekki komið að lialdi, og því er hin nýja reglugerð sett. Knattspynmmót í II. 11. fyrir Norðlendingafjörð- nng. Knattspymumóti í fyrsta flokki fyrir Norðlendmgafjórð- ung lauk á Akureyri síðastlið- inn sunnudag. — Þátttakendur voru: íþrótta- félagið Magni í Grenivík, Þór á Akureyri og Knattspyrnufélag Akureyrar á Akureyi’i. Kept var um Valsbikarinn. Úrslit urðu þau að Þór hlaut 4 stig; Knatt- spyrnufélag Akureyrar eitt stig og Magni eitt stig. Alls liefir verið kept 8 sinnum um bikarinn, og hefir Knatt- spyrnufélag Alcureyrar unnið hann sex sinnum, Magni ehiu sinni og Þór einu sinni. — FÚ. Næturlæknir í nótt Bergsveinn Ólafsson, Há- vallagötu 47, sírni 4985. Næturv. í Laugavegs og Ingólfs apótekum. aðeins Loftup.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.