Vísir - 19.10.1937, Blaðsíða 2

Vísir - 19.10.1937, Blaðsíða 2
VlSIR VfSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN \TSIR H.F. Ritstj.: Páll Sleingrimsson Skritstofi} Aœ.lurstr. 12 Og afgr. j Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Vegurinn til glötunar. | fáum árurn getur eyðslu- söm og andvaralaus ríkis- stjórn, rejst þjóðinni hurðarás- inn svo um öxl með skulda- söfnun vegna ólióflegra út- gjalda, að lamað verði alt framkvæmalíf í landinu mörg ár. Fátæk og fámenn þjóð, eins og Islendingar, geta ekki rekið þjóðarbúið ár eftir ár með stórtapi. Vér höfum engum auðlindum að ausa úr, sem geta veitt ríkinu lán til að standast reksturshallann frá ári lil árs, eins og ýmsar þjóðir er standa á merg mikilla auðæfa. En jafnvel þær geta ekki leyft sér það andvaraleysi, að relca ríkisbúið með tapi. Hér getur ríkissjóður að eins gengið i fé sem framleiðsla og verslun landsmanna þarf á að halda til reksturs síns. Næsta ár er gert ráð fyrir að ríkissjóður safni lausa skuldum er nemi 3000 kr. hvern einasta dag alt árið. Líklegt er þó, að skuldasöfnunin verði meiri. Ef ekki verður tekið það örþrifaráð, að hækka tolla á öllum nauðsynjavörum, þá er að eins ein leið fyrir ríkis- sjóðinn til að greiða hinn mikla tekjuhalla. Hún er sú að taka peningana að láni í þjóðbank- anum. Sú ríkisstjórn, sem nú situr og rekið hefir þjóðarbúið með stórtapi undanfarin ár, hefir safnað lausaskuldum í Landsbanlcanum er nema munu samtals nálega 5 miljónum króna. Þessi skuldasöfnun rik- isstjórnarinnar í bankanum er miklu meiri en lög bankans heimila, og er gersamlega ó- verjandi, hvernig sem á er litið. Sýnir þetta betur en nokkuð annað, hversu aðalpeningastofn- un Iandsins er háð hinu póli- tíslca valdi,meðnúverandi fyrir- komulagi á skipun vfirstjórnar bankans. Eyðslusöm ríkisstjórn getur á fáum árum komið bank- anum á kné um leið og liún leggur fjárhag ríkisins í rústir, með því að láta bankann lána fé til að standast árlegan tekju- halla. Þetta ástand er óþolandi. Það er beinn vegur til glötunar ef áfram er haldið eins og nú horfir. Það er hlutverk þeirra sem með völdin fara, að sjá um að þjóðarbúið sé rckið lialla- laust frá ári til árs. Þess verour að krefjast af þeim, að þeir séu vaxnir þessu hlutverki sínu. Ef þeir eru það ekki eiga þeir að leggja niður völdin. Það hefir verið vani duglausra og ábyrgð- arvana ríkisstjórna á öllum öld- um, að auka skattana á þegn- unum jafnóðum og eyðslan og reksturshallinn vex. Slíkar rík- isstjórnir sjá aldrei annan veg til að ná jöfnuði en að bæta við nýjum og auknum tollum og sköttum. íslensku ríkisstjórninni fer á sama veg. Útgjöld ríkisins vaxa í höndum hcnnar eins og knött- ur sem velt er í votum snjó. Þetta er hein afleiðing af fjár- málastefnu hennar. Hin opin- bera styrkveitingastefna í ótal myndum og útrýming einka- framtaksins með þjóðnýting á ýmsan hiátt, veldur vaxandi út- gjöldum hins opinbera. Auk þess liefir embættum og stöð- um, leynt og ljóst, fjölgað mjög mikið. Það er öllum ljóst, að sú stjórn sem þessi útgjöld hefir skapað, er ekki fær um að rifta þeim. Bitlingana á liún erfitt með að taka af þeim sem hún hefir veilt þá. Og ríkisstjórnin liefir því miður ekki manndóm til að breyta um stefnu í opin- berum fjármálum, þótt liún nú kunni að sjá að stefna liennar leiðir lil glötunar. Þess vegna verður þjóðin nú að greiða eyðsluna, tekjuliall- ann, með nýjum álögum. ERLEND VlÐSJA: Kvikmyndaiðnaður Rússa í niðurlægingu. Kvikmyndai'önaSur Sovét-Rúss- lands hefir veriö í talsveröum upp- gangi undangengin ár. Rússnesk- um kvikmyndum hefir aö vísu veriö misjafnlega tekiö erlendis, en meginþorri þeirra kvikmynda, sem sýndar hafa verið í Rúss- landi er rússnesk framleiösla, og fjölda mörg ný kvikmyndahús hafa veriö reist í rússneskum löndum. Nú er þó svo aö sjá, sem kvikmyndaiönaður Rússa sé að komast í niðurlægingu, og er of- sóknaröld þeirri, sern nú er í Rússlandi, um kent. Kvikmynda- tökustjórar og aðrir „Ieiðandi menn“ í þessari iðngrein hafa ver- iö grunaðir eins og menn í öðrum greinum um að vera Trotskysinn- ar og afskifti stjórnarvaldanna og hinnar svo kölluöu listanefndar i Moskva hefir haft þau áhrif, að á fyrra misseri yfirstandandi árs hafa verið búnar til aðeins 4 nýj- ar, stórar kvikmyndir í Rússlandi, og að eins verið’ byrjað á 11 af 41, sem ráðgert var að ljúka við á þessu tímabili. Afleiðingar slíks eru alvarlegri í Sovét-Rússlandi en mundi í öðrum löndum, því að Rússar flytja inn sára fáar erlend- ar kvikmyndir. Kvikmyndahúsin í Rússlandi hafa því neyðst til þess að sýna gamlar kvikmyndir, en aðsóknin að kvikmyndahúsunum vitanlega stórminkað fyrir bragð- ið, og þau eru nú flest rekin með tapi. — Helsti maður kvikmynda- iðnaðarins rússneska, Shumiatslcy, lcorn til Hollywood 1935, og sagt er, að kvikmyndatökustjórum. þar hafi fundist mikið til um hversu kvikmyndaiðnaðurinn rússneski væri kominn á hátt stig, eftir lýs- ingum hans að dæma, en eftir heimkomuna lýsti Shumiatsky yf- ir því, að hann ætlaði sér að inn- leiða ýmsar nýjar kvikmynda- tökuaðferðir að amerískri fyrir- mynd og kvikmyndaframleiðslan, sagði hann, yrði tvöfölduð á tveimur árum. En hann sá ekki fyrir, að ofsóknir og aftökur væri í aðsigi. En ofsóknaröldin hefir, sem fyrr segir, m. a. haft þær af- leiðingar, að kvikmyndafram- leiðslan má heita stöðvuð. Dánarfregn. 17. þ. m. lést að heimili sínu Guðbjörg Stefánsdóttir hús- freyja að Garði við Mývatn, 74 ára að aldri. (FÚ.). Hitler og Mossolini á ráðstetnom át al sjáiiboðaliðonom á SpánL Ribbentrop kvfiddui* lieim í skyndi til viötals vid Mitlei*. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgim. ÞÝSKUR HERFORINGI GENGUR Á FUND BRETA- KONUNGS. London í morgun. FÚ. Milch hershöfðingi, forseti þýska flugforingjaráðsins er nú staddur í Englandi og tóku konungur og drotning á móti lionum í Buckinghamhöll í gær- kvekli. Fyr um daginn fór liann í heimsókn til breska flugmála- íáðherrans, Swintons lávarðar, og voru lionum sýndir ýmsir flugvellir Breta. Þ ,að vekur gífurlega at- hygli, að von Ribb- entrop hefir í skyndi verið kvaddur til Þýska- iands, til þess að ræða við Hitler um afstöðu þýsku stjórnarinnar í hlutleysis- nefndinni, en undirnefnd hennar kemur saman á fund síðdegis í dag. von Ribbentrop, sendiherra | Þjóðverja í London, fór loftleiðis til Þýskalands, en fundur var haldinn í Berchtsgaden, sumarheim- ili Hitlers, þar sem hann hefir tekið flestar sínar mikilvægustu ákvarðanir. Þá vekur það og athygli í sambandi við þessi mál, að ítalska stjórnin kom saman á fund í morgun. Eigi er búist við neinni fullnaðarákvörðun í hlut- leysisnefndinni í dag, en hinsvegar að störf hennar og viðræður muni gera ljósara hvað ofan á verður. I HITLER, ríkisleiðtogi Þýskalands. Lundúna-dagblöðin, sem út komu í morgun eru á einu máli um að neita að fallast á, að það sé rétt, sem ítalir halda fram í opinberri tilkynningu, að þeir hafi aðeins 40.000 manna her á Spáni. Blöðin halda því fram, að þeir hafi þar frá 80.000—100.000 manna her. Er og alls ekki búist við, að undirnefnd hlutleysisnefndar- innar muni fallast á, að ræða brottflutning sjálfboðaliðanna á þeim grundvelli, sem Mussolini vill. United Press. kiHegt Eagslgs j EsÉÉjnagm. Nitján menn farast. EÍNKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í moro-un. Fregnir frá Salt Lake City, Utah-fylki herma, að ægilegt flugslys hafi orðið þar í nótt. Flugvél frá United Airways var nýlögð af stað frá Salt Lake City áleiðis til San Francisco, er hún rakst á fjallshlíð í 10 þús. feta hæð yfir sjávarmál. Allir, sem í flugvélinni voru, fórust. Með flugvélinni voru 16 far- þegar og þriggja manna áhöfn. — United Press. SJÓORUSTA. London í morgun. FU. Frétt frá Gibraltar hermir, að í gær hafi einn af fallbyssu- bátum upreistarmanna komið til Cadiz, illa laskaður, og með marga særða menn og dauða innbyrðis. Það er álitið að hann muni liafa orðið fyrir skotum úr einum af tundurspillum spönsku stjórnarinnar. hUs sprengd í loft upp í GYÐINGALANDI. London í morgun. FU. Undanfarna daga liafa her- menn sprengt í loft upp nokk- ur hús í Palestina, sem voru eign manna sem beitt höfðu sér fyrir hryðjuverkum. Þar á rneðal voru tvö hús í Lydda, sem eyðilögð voru í liefndar- skyni vegna liúsbrunanna við Lydda-flugvöllinn. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Þorgerður Guð- mundsdóttir og Jens Kristjáns- son, Merkurgötu 10 í Hafnar- firði. (FÚ.). Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal var settur síðastliðinn laugar- dag. — Guðbrandur prófastur Björnsson flutti guðsþjónustu að viðstöddu fjölmenni. — Skólann sækja 40 nemendur. — Sláíurtíð er nú að verða lokið á Sauðárkróki, og er fé í vænna lagi. Mæðiveikinnar hefir ekki orðið vart. Heyfengur og nýting er í lakasta Iagi og garðávextir viða mjög litlir. Tregur afli lief- ir verið á Skagafirði í haust, en talsverð millisíld veiðst við Sauðárkrók. Mikið lxefir sést þar af í’júpum. Slys á Siglufirði. SíSastliðinn fimtudag var Jón iBjörnsson stúdent á SiglufirSi við vinnu uppi á þaki SRN-verk- smiöjunnar. Þakib er bratt og var hált eftir nýafstaðna regnskúr. Misti Jón taks og rann nibur þak- ið og fram af því, en kom stand- andi niður á vélarhúsþak SR 30- verksmiSjunnar. Var falli'S svo þungt, aS hælbein brotnuðu á báiS- um fótum. LíSan Jóns var slæm í fyrstu, en er nú sæmileg. er liann sagði, að ítalir rnundu aldirei láta kommúnismann sigra á Spáni. Silfuppefíi* lceyptii* frá Nor- eyi fyi*ÍF 90 þús, kp. 1 dag með e. s. Lyra koma hingað 90 silfurrefir, sem keyptir hafa verið handa ýmsum refabúum hér á landi, til þess að bæta þann stofn sem fyrir er. Ilefir verið undinn mjög bráður bugur að kaupum þessum sökum þess að bú- ist er við að bannaður verði útflutningur silfurrefa frá Noregi mjög bráðlega. Gert er ráð fyrir að lands- menn þurfi ekki að bæta við stofn sinn með inn- flutningi refa, eftir að feng- in er sendingin sem kemur með Lyra í dag. Refum þeim, sem koma á e.s. Lyi’a í dag, mun verða skift á milíi refabúa á ýmsum stöðum á landinu, en fullnaðarákvarð- anir um skiftinguna munu enn ekki liafa verið teknar. Áhugi hænda fyrir refarækt er stöðugt að aukast, einkanlega í þeim héruðum, sem mæðiveiki í sauðfé hefir gengið, enda er bændurn i þessitm héruðum lífs- nauðsyn að afla sér tekna með einhverju móti, þar sem af sauðf járræktinni verður æ vafa- samari ágóði, vegna mæðiveik- innar, en sumir bændur hafa þegar mist alt fé sitt eða mestan hluta þess. Refaræktin er mjög arðberandi atvinnuvegur, þegar vel gengur, og vcrður nú lögð áhersla á að koma refaræktinni í landinu á sem tryggastan grundvöll, stuðningur veittur af liinu opinbera, sérstakur ráðu- nautur hefir verið skipaður til þess að leiðbeina bændum o. s. frv. í Þoi'kelshólshreppi í Húna- vatnssýslu er verið að stofna fé- lag til þess að koma upp refa- búi og Andkílingar eru að koma upp allmiklu búi að Hvanneyri. Víðar er verið að stofna félög til þess að korna upp refabúum. Svai* við grein Finns Jónssonar um Póllandsviðskifti matés- síldareinkasölunnar birtist í blaSinu á mo,rgun. Yerður þar sagt frá ýmsu sögulegu í sambandi við Gyðinginn Saul Finkelstein, Fritz Kjart- ansson og Finn Jónsson. Er áliuginn fj’rir refaræktinni almennur orðinn, en mestur sem fyrr var getið, í mæðiveiki- héruðunum, og einnig í nánd við Rej'kjavík. (slenskur sjðmaðnr hrerfur í Þýskalandi. Togarinn Brimir kom í morgun til Norðfjarðar frá Þýskalandi, þar sem liann seldi afla sinn fyrir 22.695 i’íkis- mörk. Meðan skipið lá í Cux- haven hvarf einn liáseti, Jóliann Þórðarson, frá Norðfirði. Var lians leitað, en árangurslaust og er talið víst að hann liafi drukn- að í liöfninni. Jóhann hefir fyr- ir fjölskyldu að sjá,.þar á með- al tveimur börnurn ungum. FÚ. M.S. DRONNING ALEXANDR- ÍNE LENTI í OFVIÐRI A HAFI Á LEIÐ SINNI TIL LANDSINS. Skipið brotnaði talsvert ofan- þilja. Þrír bátar brotnuðu og eru ósjófærir og báta-„davidar“ bognuðu. Þá urðu skemdir á bátaþilfari og farþegaþilfari, en rúður brolnuðu í gluggum á káetum yfirmanna skipsins. Skoðun á skemdunum fór fram í dag. M.s. Dronning Alexand- rine mun sjaldan eða aldrei bafa fengið verra veður á leið til landsins en að þessu sinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.