Vísir - 19.10.1937, Blaðsíða 3

Vísir - 19.10.1937, Blaðsíða 3
VlSIR Sjávariítvegsmálin á Atþingi. SjálfstæSsmenn á Alþingi hafa að nýju hafið sókn í málum útvegsins. Þeir vilja með stórfeldum iðnaði í sambandi við útgerðina breyta framleiðslunni í sam- ræmi við þarfir og kröfur nútímans. Nú þegar eru fram komin í þinginu frá Sjálfstæðismönnum nokkur frumvörp til eflingar og tryggingar sjávarútveginum. Fleiri frv. um útvegsmál verSa lögð fram á næslu dögum. Frv. um ríkisstyrk til bygg- inga niðursuðuverksmiðja. Það frv., sem vekja mun einna mesta athygli á þessu þingi, er frv. um byggingar nið- ursuðuverksmiðja. Aðalfluln- ingsmaður þess er form. Sjálf- stæðisflokksins, Ólafur Tliors. Samkvæmt frv. er ætlast til, að félög útgerðarmanna og sjó- manna, og annara þeirra, er vinna að hagnýtingu sjávarafla og verslun með sjávarafurðir, njóti styrks úr ríkissjóði til þess að reisa niðursuðuverk- smiðjur á þeim stöðum, sem vel liggja til móttöku sjávarafla. Styrkurinn skal vera 14 verðs bygginga og véla. í greinargerð frv. er sýnt fram á það, hve stórkostleg nauðsyn á því er, að auka verð- mæti útflutnings, og að beinasta og besta leiðin til þess sé sú, að vinna úr sjávaraflanum sem verðmætastar vörutegundir. Er skýrt frá því, að Norðmenn, sem liafa svipuð skilyrði og Is- lendingar i þessum efnum, flytja út niðursoðinn sjávarafla fyrir liátt upp í sömu fjárhæð og allur útflutningur sjávaraf- urða frá íslandi nemur, eða fyr- ir rúmlega 33 miljónir króna á ári. Einnig er þar sýnt fram á það, að stórfeldur iðnaður í sambandi við útgerðina er bein- asta og álitlegasta leiðin lil þess að leysa gjaldeyrisvand- ræðin og létta atvinnuleysisböl- ið, jafnhliða því að bæta rekstr- arafkomu úlgerðarinnar. Frumvarp um bygging húsa til að hraðfrysta fisk. Aðalflutningsmaður þessa frv. er Thor Thors þm. Snæfell- inga. Yar samhljóða frv. þessu flutt af sjálfstæðismönnum á síðasta þingi, en fékk þá ekki afgreiðslu vegna tómlætis stjórnarflokkanna og þingrofs- ins. Ennfremur er fram komið frv. um afnám útflutnings- gjalds af fiski, og þingsályktun- artillaga um eflingu landhelgis- gæslu íslendinga og uppsögn á gæslu Dana hér við land. Þessi tvö síðast töldu mál voru flutt af sjálfstæðismönnum á síðasta þingi, en fengu þá elcki af- greiðslu. —o— Sjiálfstæðismenn hafa frá fyrstu verið brautryðjendur í sjávarútvegsmálum. Nálega alt framtak og öll nýbreytni til cfl- ingar og umbóta á sviði útvegs- ins er þeirra verk. Það má því teljast eðlilegt, að á Alþingi liafa það einnig verið sjálfstæðis- menn sem gert hafa velferðar- mál útvegsins að baráttumál- um. En því miður hafa stjórn- arflokkarnir liaft lítinn skilning á þýðingu þessa stórfelda at- vinnuvegar, og hafa.því snúist öndverðir gegn flestum umböt- um honum til handa. Hafa varla á síðustu þingum verið harðari átök um önnur mál en útyegsmáíin. Hjá Alþýðuflokkn- um hefir þetta skilningsleysi snúist í megna andúð og að lok- urn í fullkomna ofsókn. Gekk þetla loks svo langt á síðasta þingi, að Framsóknarflokkur- inn skarst úr leik, er Alþýðufl. vildi gera öll togarafélög gjald- þrota. Sá ágreiningur innan stjórnarliðsins gefur sjálfstæð- ismönnum nokkura von um að umbótatillögur þeirra kunni að mæta meiri skilningi á þessu þingi en undanfarið, einkanlega vegna þess að liin lierfilega út- reið Alþýðuflokksins við síðustu kosningar var öllum vitanlega fyrst og fremst kveðja þeirra manna, sem hafa lífsuppeldi sitt af sjósókn, beint eða óbeint. Sjálfstæðismenn munu því ekki siður flytja málefni útvegs- ins djarflega á þessu þingi, en þeir hafa áður gert. Alþingi. I gær voru fundir í báðum deildum, en aðeins sitt máhð í livorri til fyrstu umræðu: I efri deild frv. Sigurjóns Ólafssonar um breyt. á 1. um eftirlit með skipum, noldeuð breytt frá því sem það var borið fram á síðasta þingi. I neðri deild frv. um Bygg- ingarsjóð sveitanna, sem flutt var á síðasta þingi af Jóni Sig- urðssyni frá Reynistað, en nú af Jóni Pálmasyni og Pétri Ottesen. Fylgdi J. P. frv. úr hlaði með stuttri ræðu og var því siðan vísað til landbúnaðar- nefndar. Milli 20 og 30 lagafrumvörp- um og þingsályktunartillögum frá einstökum þingmönnum hefir nú verið útbýlt í báðum deildum, og eru það flest mál, sem* dagaði uppi á vetrarþing- inu. Frá ríkisstjórninni hefir eldcert komið fram annað en fjárlagafrumvarpið og tvö frv., sem flutt eru í e. d. af Páli Herm. f. h. landbúnaðarráðh.: Frv. um br. á 1. um Búnaðar- banka og frv. um sauðfjárbað- anir, sem bæði voru lögð fyrir síðasta þing. Af frumv. þeim, sem fram eru komin, má ennfr. nefna: Br. á 1. um alþ.tryggingar (G. Sv. o. fl.), frv. um byggingu liúsa til að hraðfrysta fisk, frv. um vinnudeilur, frv. um lág- marksverð á sauðakjöti og frv. um ríkisstyrk til byggingar nið- ursuðuverksmiðju, sem öll eru flUít af sjálfstæðismönnum og óll komu fram á siðasta þingi, nema bað síðasttalda. Smokkfiskur veiðist nú í Steingrímsfirði og er lagður í frystihúsið í Hólma- vik. — (FÚ). a&eíns Ættarakrá eftir prófessor Bjarna Þor- steinsson, prest í Siglufirði, er auglýst að nýju til sölu þessa dagana í ýmsum bókahúðum og hjá kostnaðarmanni hennar. Ef hefi ekki orðið þess var lengi, að bók þessi væri á boð- stólum og hugði eg liana upp- selda, en úr þvi að hún er nú aftur fáanleg (og með stórum lægra verði en áður), þá vil eg geta liennar nokkurum orðum, þvi fremur fyrir þá sök, að liennar var litt eða ekki getið í blöðum, er hún kom út. Bókin birtist um það leyti, sem höfundurinn varð sjötugur að aldri og þótt lians sjálfs væri þá maldega minst í blöðunum og annars staðar og talin nokk- ur afrek hans, þá var þessarar bókar ekki getið, lieldur rætt um þau verkin, sem þjóðkunn voru áður: starf hans við söng- listina, tónsmíð og söfnun ís- leiiskra þjóðlaga. Þessi þáttur í starfsemi pró- fessors Bjarna er þó all-veiga- mikill og ber vitni um víðtæka ástundun hans á þjóðlegum fræðum. Hefir það lcostað mikla elju að viða að til þessarar bók- argerðar og verið torvelt manni úli á landshorni fjarri öllum handrita- og skjalasöfnum, svo mikil þekking, sem saman er dregin í bókinni um margar ættir nútíma-manna. Bókin er 31 örk að stærð eða nær 500 blaðsíður og þvi umsvifamikil, enda vann höf. að henni um mörg ár í tómstundum sínum. I formála bókarinnar telur liöf. hátt á fjórða tug fróðra manna, karla og kvenna, austan hafs og vestan, er „mest og best“ liafi stutt liann við starfið, auk margra, sem ekki eru nafn- greindir. Meðal þeirra, sem nefndir eru, má fyrst fræga telja: Hannes Þorsteinsson og Pétur Zóphóníasson. Bókin er i tveimur aðalköfl- um. Fyrri aðalkaflinn grcinist í fjóra floklca, föðurætt og móð- urætt beggja foreldra liöfund- arins. I I. flokki hefst ætt- rakning á síra Jóni Jóns- syni eldra á Gilsbakka og niðjatal hans alt til yngstu kynslóðar (1929). I þeim flokki er m. a. Briemsætt og ennfrem- ur ætt Kolbeins prests í Miðdal, á þriðja þúsund afkomanda. I II. fl. er Kalmanstunguætt. I III. fl. afkomendur Halldórs prófasts í Reykjaholti, rakin til nútíma-manna. Einn þáltur þeirrar ættar er Finsens-ætt. IV. fl. hefst á Gunnlaugi Niku- iássyni í Borgarlireppi uin 1700 og raktir afkomendur hans. Flestir þeirra eru Mýramenn og Borgfirðingar. I öllum þessum flokkum kemur fram fjöldi nafnkunnra manna víðsvegar um land og vestan hafs og ýmislegur fróð- leikur um þá; fæðingardaga og ártala er getið við nöfn þeirra þúsundum saman og margs annars, er þá varðar. Er hér þvi safnað fræðslu um mikla ættbálka á 19. og 20. öld, sem hvergi er kostur að finna á prenli né í samfeldum rilgerð- um annars staðar. Síðari aðalkafli bókarinnar er í 125 greinum. Rekur liöf. þar ýmsa kynþáttu ættar sinnar aft- ur í tímann, svo sem unt hefir verið, suma alt til forneskju. Er þar fylgt líkum liætti, sem gert er í Tímariti Jóns Péturssonar. Þó eru sums staðar raktir ætt- leggir ýmist í karllegg eða kven- legg, svo sem tílt er í gömlum ættartölum. Þessi liluti ritsins er miklu styttri en liinn fyrri og að mestu samansettur eftir Sýslumannaæfum og fornþátt- um P. Z. aftan við Ættir Skag- firðinga. Ýmsar samskeytingar fornætta eru teknar eftir öðrum ritgerðum, prentuðum á víð og dreif, en sumar þeirra hafa í fyrstu verið settar fram sem á- giskanir, meira eða minna lík- legar, en ekki fengist full rök fyrir. Engu að síður kemur kafli þessi að góðum notum, einkum þeim, er ekki liafa þær bækur handbærar, sem við er stuðst, og getur flýtt fyrir mörgum, sem rekja vilja ættir sínar til fornmanna. Fyrri aðalkafli er veigameiri, enda meginhluti bókarinnar. Oft hefir liöf. orðið að lilíta framtali annara manna við niðjatölin, og getur jafnan kom- ið fyrir, að eitthvað liafi gleymst úr eða verið ókunnugt sögu- manni; má og vera, að sumir liafi eigi liirt um að greina ein- Iiverja frændur sína, sem þeim þótti minnstur slægur í. En litið mun þó um þess konar úrfell- ingar. Höf. liefir ekki sjálfur séð um prentun bókarinnar og eru þar einstakar smá-misfellur, sumar teknar úr eldri bókum, sem mátt hefði lagfæra við prentun. Greiðari liefði bókin verið til nota ef nafnaskrá liefði fylgt. En kostnaðarauki hefði það verið. Eg hefi alls ekki ætlað að skrifa neinn ritdóm um bókina með línum þessum, heldur hefi eg viljað benda fróðleiksmönn um á gott tækifæri til þess að eignast merkilega ættartölubók á auðveldan lnátt. B. Sv. Hafliði M. Sæmundsson: Niðurl. Hver er árangurinn? Nú mun mörgum vera forvitni á aS vita hver árangurinn af dvöl nemendanna i þessum skólum er yfir höfuð. Ekki er nema nokkur hluti hans sýnilegur, en þó er rétt a‘ð geta þess sem augljósast er. Heildar útkoman er sú, a'ð 8o% af nemendunum liaf'a yfiru'nniö alla hneigS til afbrota, aS því er séS verður, og 92—98%, af sum- um árgöngum bestu skólanna, hafa ekki brotiS af sér aftur. Frá eldri skólunum eru um 20% nemend- anna fullgildir iSnaSarmenn, um 60% færir um aS vinna viS ein- hverja handiSn, en 20% einungis færir um aS gegna störfum sem algengir verkamenn. Um áramótin 1936 höfSu veriS innritaSir í jæssa skóla, vegna af- brota, 8019 nem. Af þeim voru 6748 drengir og 1271 telpur. En margir af þessum skólum veita börnurn viStöku, sem ekki hafa Alúðar þakldæti til allra, sem sýndu lijálp og virðingu við jarðarför elsku sonar okkar og bróður, Ölafs Sumarliða, Iíristín Ingimundardóttir, Gamaliel Kristjánsson og systur. Jarðarför konunnar minnar og móður okkar, Magðalenu Eiríksdóttur, fer fram fimtudaginn 21. þ. m. og hefst með bæn að heim- ili liennar, Baldursgötu 27, kl. 1 eftir hádegi. Hans Bjarnason og börn. til þess, að SJÖVÁTRYGGING- ARFÉLAG ÍSLANDS H.F. líf- tryggir meira en nokkurt ann- að félag á Iandinu? að auk þess að bjóða betri kjör og lægri iðgjöld og vera eina íslenzka líftryggingarfé- lagið getur það afgreitt líf- tryggingar með skemmri fyr- irvara en önnur félög. Líftryggingardeild SjóYátryggingarfélags íslands h.f Aðalskrifst.: Eimskip II. liæð. Sími 1700. T ryggi n garskr if s tof a: CARL D. TULINIUS & CO. Austurstr. 14, II. hæð, sími 1730. Skólar fyrir afbretabfirn og nnglinga á Esglanái. brotiS af sér, eins og áSur er get- iS, og vernda þau þannig frá því aS lenda á glapstigum. HöfSatalan er því ekki svo lítil, sem læknast af ]>essum meinum á Englandi ár- lega. Fylgt úr hlaði. Þeirri reglu er fylgt, aS útvega nemendum atvinnu eins fljótt og þeir eru færir um aS yfirgefa skól- ann, en aftur á móti eru þeir undir eftirliti hins opinbera í 2—3 ár þar á eftir. Ef nemandinn er innan viS 15 ára þegar hann yfirgefur skólann, er hann undir eftirliti til 18 ára aldurs, en sé hann yfir 15 ára er haft eftirlit meS honum þar ti! hann er 21 árs. EftrirlitiS er venjulega í því fólgiS, aS skóla- stjóri, eSa maSur sem skólinn sam- þykkir, fylgist meS unglingnum og leiSbeinir honum undir erfiS- um kringumstæSum, og er ráSa- maSur hans og vinur. Ef foreldrar unglingsins eru ekki færir um aS veita honum þau lífsskilyrSi, er nauðsynleg þykja, aS skólavist- inni lokinni, er honum séS fyrir vist annarsstaSar. Eg vil svo enda frásögn mína og lýsingu á þessum skólum meS því aS þýSa lauslega bréf frá ein- um þeirra, sem sent er til foreldra eSa forráSamanna, þegar nýr nem- andi innritast. 1 Kæru. foreldrar. ÞaS var veriS aS innrita son ySar í skóla minn, og þér þráiS vafalaust aS vita hverskonar stofnun þetta er. Eg sendi yður hér meS útdrátt úi reglugerS skólans, sem eg vona fastlega aS megi hjálpa ySur til aS kynnast honum. Þér getiS skrif- ast á viS son ySar eftir^vild, og þér megiS senda honum bækur, peninga og sælgæti. Þegar þér heimsækiS hann, megiS þér taka 'hann meS ySur út, ef þér óskiS ekki eftir aS hafa viSdvöl í skól- anum. Ef hann kemur sér vel, og heimili ySar er gott, fær hann aS lieimsækja ySur á hverju ári í skólaleyfinu. ÚtrýmiS því úr huga ySar aS svona skólar líkist fang- elsi, þá munuS þér betur skilja og virSa hvaS viS ætlum aS reyna aS gera fyrir son ySar. Tilgangur okkar er aS hjálpa hverjum dreng, er hér dvelur, til aS fá eins gott uppeldi og ment- un sem mögulegt er, svo hainn verSi-fær um aS gegna starfi sínu í lífinu sem fulltíSa maSur. Til 14 ára aldurs nýtur liann skólavistar á hverjum degi og til viðbótar viS venjulegt nám lærir hann trésmíSi, málmsmiSi og garS- yrkju. Hann fær ennfremur æf- ingu í heimilsstörfum, svo sem aS búa um rúm, sópa gólf, bæta fatn- aS o. s. frv. Ef hann er hneigSur fyrir hljóSfæraslátt mun þaS veita honum yndi, aS leika á hljóSfæri í skólahljómsveitinni. Þegar hann er 14 ára byrjar hann aS vinna, annaShvort við smíSar, vélar, garSyrkju eSa heim- ilisstörf, og er undir venjulegum lcringumstæSum fær um aS yfir- gefa skólann 15 ára. Hann mun einnig verSa hvattur til íþrótta. Hér eru fjórir íþrótta- fiokkar og verSur hann meSlimur í einum þeirra. Þess er vænst, aS hann geri alt sem hann getur til aS vinna aS heiSri síns flokks. í skólanum er mjög fullkomin sund- laug og drengnum ySar mun verSa kent aS synda. Hann verðurhvorki látinn skorta föt né fæSi, og það mun verSa vakaS yfir heilsu hans. Þér megiS vera fullviss um, aS alt verSur gert til aS auka hreysti hans og heilbrigSi og gera hann aS manni sem má treysta. Svona skóli hefir vandasamt veilk aS vinna, því sérhver diæng- ur skapar sérstakt úrlausnarefni. Þér getið hjálpaS okkur mjög mik- iö, meS því aS gefa okkur upp- lýsingar um drenginn yðar. Þetta getiS þér gert bréflega, eSa annaS- hvort þegar þér heimsækiS skól- ann eSa viS heimsækjum ySur. Sá er einn tilgangur skólans, aS ala upp drengi, sem vilja gera þaS; sem gott er, og liía sam- kvæmt einkunnarorSum hans, sem eru: „SigraSu hiS illa meS hinu *• góSa“. (Overcome evil with Good). Ef viS leggjumst öll á eitt,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.