Vísir - 23.10.1937, Blaðsíða 3

Vísir - 23.10.1937, Blaðsíða 3
VÍSIR M«iH n jll ilolni iieiinartáislis verlnr inmloiirliliili iildli i Kinpbius- seliu deiinii 21.-27. i.k. Viðtal vid dp. Odd Guðjónsson skrif- stofuetjópa versl' unappáðsins. Blaðið hefir átt tal við Odd Guðjónsson um nokkur verk- efni þingsins og fórust honum svo orð: Þetta þing kaupsýslumanna, sem nú kemur saman, er hið þriðja í röðinni. Á árinu 1934 var gerð breyting á lögum Verslunarráðsins sem fólst m. a. í því, að tengja Verslunarráð- ið og liin einstöku félög kaup- sýslu og verslunarmanna sterk- ari höndum. Upp úr þessari fyrirkomulagshreytingu komst breyting á það, að kaupsýslu- menn liefðu með sér árlegan fund til að ræða þau dægurmál sem þá varðar mestu, sérmál verslunarstéttarinnar og versl- unarástandið yfirleitt. Þessi þing eru enn ekki komin i það form sem þau væntanlega eiga eftir að taka á sig. Verslunar- stéttin er komin skemra á veg í félagsmálum sínum en ýmsir aðrir samhærilegir aðilar, en með tímanum mun úr því verða hætt. Ef til vill verður gerð breyting á fyrirkomulagi verslunarþingsins eins og' það er nú. — Um dagslcrána er það að segja, að hún er aðeins til hráðahirgða og munu verða á henni nokkurar breytingar. Það mál, sem að líkindum verður mest rætt á þinginu, verður afslaða verslunarstéttar- innar til g'jaldeyris- og inn- tlutningsmálanna, og þá einkum f ramkvæmd innfl utningshaf t- anna og það misrétti milli ein- stalcra innflytjenda, sem þar á sér stað. Verslunarþingið 1936 samþykti mjög ítarlega ályktun i þessum málum, en þær kröf- ur liafa ekki verið teknar til greina af valdhöfunum. Sama rangsleitnin, i framkvæmd haft- anna licldur áfram og eldd hefir fengist viðurkenning á því, sem krafist var, að kaupmenn væru viðurkendir jafn réttliáir aðilar og samvinnufélögin. Þessar samþyktir frá í fyrra verða leknar til endurskoðunar og ef til vill auknar eftir þvi sem meðferðin á þinginu gefur til- efni til. HEIMSSÝNINGIN 1939. Á þinginu verður rætt um þátttöku íslendinga i heimssýn- ingunni i New York 1939. Ef j'áðist verður i að liafa þar is- lenska sýningu, er líklegt að leitað verði stuðnings lijá ýms- um firmum hér og fulltrúi frá Verslunarráðinu tekur þátt i störf um undirbúningsnefndar, sem starfar nú að þvi, að at- liuga skilyrði til þátttöku oklc- ar. Þetta mál kemur til að snerta mjög verslunarstéttina og mun hún ekki láta sitt eftir liggja, ef iir framkvæmdum verður. VERSLUN ARN ÁM OG VERSLUNARATVINNA. Reglur þær, sem nú eru i gildi um verslunarnám og at- vinnu við verslun, eru mjög ó- fullkomnar og verður það eitt af hlutverkum Verslunarþings- ins, að finna lagaramma fyrir þessi mál, sem þeim liæfir. Er reglur um réttindi annara at- vinustétta verða sífelt full- komnari, getur ekki farið hjá því, að verslunarstéttin vilji koma slíkri löggjöf i g'ott horf að þvi er sig áhrærir. Á hverju ári eru einnig lögð fyrir Alþingi fleiri og færri íxumvörp til laga er á ýmsan hátt snerta verslunarstéttina mjög. Á þinginu, sem rofið var í vor har mjög á ýmsum slíkum tillögum og mun þingið taka þau af þeim til meðferðar, sem aftur verða lögð fram á hinu nýkjörna Alþingi. EINOKANIR OG SKAÐA- BÓTASKYLDA RÍKISINS. Verslunarstarfsemi rikisins verður rædd á þinginu og þá einkum með tilliti til skaða- hótaskyldu rikisins, þegar rikið telcur einlcasölu á ákveðn- um vörutegundum. Þetta mál hefir nýlega verið rætt á móti norrænna lögfræðinga og verð- ur skýrt frá áliti þeirra, sem VERKEFNI ÞINGSINS. 1. Venjuleg aðalfundarstörf V. í. a) setning þingsins; b) skýrsla formanns; c) reikningar V. í. 2. Gjaldeyris- og innflutningsmálin: a) Skýrsla Björns Ólafssonar stórkaupmanns; b) afsta'Öa matvörukaupmanna í Reykjavík til gjaldeyris- og innflutningshaftanna. 3. Heimssýningin í New York 1939. 4. Verslunarnám og atvinnuréttindi verslunarmanna. 5. Lagafrumvörp urn verslunarmál, er frarn koma á Alþingi. 6. Eftirlit með útlendingum. 7. Skráning vörumerkja (álit nefndar). 8. Um viöskiftasamninga Islands við önnur ríki (Erindi Stefáns Þorvarðssonar, utanríkismálafulltrúa). 9. Verslun með kjöt og aðrar sláturafurðir. ioi Verslunarskóli íslands. 11. Stofnun stéttafélaga verslunar- og kaupsýslumanna út um land. 12. Verslunarrekstur rikisins. Í3. Upplýsinga- og innheimtuskrifstofa kaupsýslumanna. 14. Breyting á lögum V. í. 15. Önnur mál. 16. Kosning í stjórn V. í. r hirt hefir verið í sérstakri hólt. Það er full ástæða til þcss að vakið sé máls á sliki skaðabóta- skyldu hér og er það ef til vill meira aðlcallandi en í nágranna- löndum vorum, því hvergi hef- ir rikisvaldið gengið jafn langt í því, að seilast á þennan hátt inn á atvinnusvið einstakling- anna. Það má búast við góðri þátt- töku í þinginu, sagði skrifstofu- stjórinn að lokum. Fjölda margir verslunarmenn utan af landi hafa tilkynt þátttöku sína. Ilagur kaupmannastéttarinnar hefir einnig þrengst svo á síð- ustu árum, að það er eðlilegt að verslunarmenn standi nú sem fastast saman. Þvi minni skiln- ingi sem þessi stétt mætir hjá forráðamönnum liins opinbera, því meiri nauðsyn er á því, að hún lialdi vel á rétti sinum og efli félagsstarfsemi og samhug. Frumvarp sjálfstæðismanna um vinnudeiiur til umræðu í neðri deild. Méðixm og Einar Olgeirsaon fallast í faðma. Frumvarp sjálfstæðismanna um vinnulöggjöf var til 1. um- ræðu í neðri deild í gær. Thor Thors, fyrri flutningsmaður frv., fylgdi því úr lilaði með ræðu. Ilann sagði m. a.: Um allan hinn mentaða heim liafa verið sett lög um vinnudeilur, og þar sem ríkisvaldið er af- skiftamest, i einvaldsríkjunum, Þýskalandi, Ítalíu og Rússlandi, eru ákvæði vinnulöggjafarinn- ar einna álcveðnust og ströng- ust. Það verður ekki komið i veg fyrir að vinnudeilur rísi, en löggjafarvaldið getur látið þau mál til sín taka, til að koma í veg fyrir að af hljótist vinnu- stöðvanir, sem eru til tjóns fyr- ir þjóðfélagsheildina. Vinnu- löggjöf er því sett með það talc- mark fyrir auguín, að vernda þjóðfélag'ið fyrir þessu tjóni. Réttur verkamanna til að gera verkföll helst óskertur svo og réttur vinnuveilaiula til að gera verkbann, en ríkisvaldið reynir að koma á sættum. Frv. er snið- ið eftir lögum nágrannalanda olckar, Noregs, Svíþjóðar og Danmcrkur, en þar telja allir 1‘lokkar vinnulöggjöf nauðsyn- lega. Þegar sáttasemjari lieldur að vinnustöðvun sé i aðsigi, heimt- ar hann skýrslu af aðilum og hannar stöðvun, meðan sáttatil- raunir fara fram, i 10—14 daga. Vinnudómstóllinn, sem setja skal á stofn, á að dæma um, livernig skilja skuli einstök at- riði samninga, en hann á aldrei að ákveða kaup verkamanna eða kjör, eins og andstæðingar frv. liafa viljað láta í veðri vaka. Afstaða sljórnarflokkanna í þessu máli er kunn: Forsætis- náðlierra hefir hvað eftir ann- að fyrir alþjóð lýst sig fylgjandi þessari löggjöf, og þing flokks- ins heimtaði að liún yrði sett. Alþýðuflokkurinn hefir verið málinu andstæður, en þó hafa allir sósíalistaflokkar Norður- landa sett Iög um þessi efni. Samningurinn við Dagshrún í sumar er slórt spor i rétta átt. í 9. gr. samningsins segir svo: Skipuð skal sérstök sátlanefnd, tilnefnd af aðilum og lögmanni í Reykjavík. Sáttanefndin á að liafa li. u. b. sama hlulverk og Vinnudómstóll Islands, og er það mikil framför, er stærsta verkamannafélag landsins sam- þykkir, að leilast á þenna hátt við að koma i veg fyrir tjón af vinnustöðvunum. Nú eru víð- tækar vinnudeilur yfirvofandi um nýár, hæði í Reykjavík og annarsstaðar. „Eg vænli þess, að liáttv. þingmenn atliugi reynslu annara þjóða og afstýri þeim voða, sem framundan er.“ Næstur tók til máls Einar 01- giersson. Kvað hann frumvarp- i'ð ekki mundu verða til annars, en að skerða mannréttindi verkalýðsins. Það myndi gera liann að þrælum, líkt og i forn- öld. Kvað hann „lýðræðinu“ mjög misboðið með þessu frv., en bauð mönnum að líta til Rússlands, ef þeir vildi kynnast hinu raunverulega frelsi verka- lýðsins!! Þá talaði Héðinn Valdimars- son. Sagði hann, að frv. væri gamall draugur, myndi ekki gera annað en að hncppa i f jötra frelsi verkalýðsins, en það myndi Alþýðuflokkurinn aldrei vilja gera. Að öðru leyti væri hann alveg á sama máli og E. O., og vísaði heinlínis til ræðu lians! Thor Thors tók þvínæst aftur til máls og svaraði E. O. og H. V. Það þyrfti enginn að furða sig á þvi, þótt hátt léti í lcomm- únistum, en þeir vilji vinnudeil- ur vegna þess, að þær auki fá- tækt verkamanna, en með lienni skapist jarðvegur fyrir stefnu kommúnista og aulci þeim fylgi. Þá las hann upp nokkurar setn- ingar lir enskri bók, „Collective Agreements“, er fjallar um vinnusamninga og vinnulög, en hókin er gefin út af Þjóða- bandalaginu: „í engu landi hafa á undanförnum árum verið sett jafnmörg lög um vinnudeilur og vinnudóma og á Rússlandi“. „Verði ágreiningur milli rikis- fyrirtækja og verkamanna, skal vinnudómur útkljá málið, og úrskurði hans verða báðir að hlita“. — „Við hroti á vinnu- dómum liggur fangelsisvist.“ Þarna væri „paradísarástand- inu“ i Rússlandi lýst af Þjóða- handalaginu, hinni sömu stofn- un og E. O. liefði lýst svo vel fyrir þingheimi fyrir nokkurum dögum! Þá las liann og upp úr hók eftir André Gide, er fór til Rússlands kommúnisti, en kyntist ásandinu þar of vcl til að geta fylgt þeirri stefnu fram- vegis. A. G. segir m. a.: „Það er blekking, að engin stéttaskif ting sé til á Rússlandi. í engu landi veraldar finst eins greinileg yf- irstétt, en það eru gæðingar Slalins. Jafnréttið er þannig, að sumir verkamenn liafa 15 rúhl- ur i daglaun, a'ðrir 5—6, og ofan á þetta bætist óheyrileg dýrtíð.“ Kvaðst Tli. Th. undrast, að E. O. skyldi ekki liafa kynt sér bclur ástandið í laridinu, sem hann diásamar svo mjög. í Riisslandi liafa verkamcnn engan verk- fallsrétt, en þetta frv. tryggír is- enskum verkamönnum liann. Kynlegt, að H. V. skyldi vísa til ræðu E. 0. i þessu máli. Það mun ekki algengl, a'ð socialislar óeiti kommúnistum fyrh' sig. Aðalatriðið í þessu frv. er, að jjóðfélagið gæti varúðar i þessu máli, að það komi í veg fyrír tjón það, er þjóðarlieildin verð- ur fyrir vegna vinnustöðvana. Við sjálfstæðismenn erum fúsir til samvinnu. Við viljum fá að íeyra skoðun f ramsóknarmanna á málinu. Ef þeir samþykkja ekki frv. liafa þeir svikið kjós- endur sína, og hejrgt sig undir vilja kommúnista. Einar Olgeirsson talaði þá aftur, og kvað Th. Tli. engu hafa svarað ræðu sinni!! En sem svar við lýsingu lians á Rúss- landi, henti E. O. á hók, er nefnd mun „Stjórnarskrá Sov- étríkjanna”, er geti fært lionum lieim sanninn um frelsið þar. Haraldur Guðmundsson tal- aði á eftir E. 0. Taldi hann enga vissu fyrir, að ekki yrði ýmsir erfiðleikar af vinnudeilum, þótt frv. væri samþykt. Þóttist vita að mikill hluti verkamanna vildi fá reglur settar um þessi mál, en leitað yrði álitst þeirra. Þá yrði og að hiða áfram álits milliþinganefndar! Þá tók til máls Garðar Þor- steinsson, annar flm. frv. Kvað hann sósíalista eiginlega ekkert liafa á móti þessu máli, annað en það, að það kæmi frá sjálf- stæðismönnum. Hjá þeiin varð- aði mestu, hver flytti málin, ekki hve gagnleg þau væri, sbr. er þeir ryki skyndilega upp til handa og fóta og lieimtuðu stuðning lianda útveginum, en frv. sjálfstæðismanna í þeim efnum hefðu þeir getað verið húnir að samþ. fyrir löngu. Þetta frv. hefði fengið betri undirtektir, ef H. V. og E. O. liefði borið það fram. Síðastur talaði Tlior Thors, er H. V. hafði mælt nokkur orð. Thor Thors: 5. þm. Reykvík- inga (E. O.) vill halda því fram, a'ö svifla eigi verkamenn verk- fallsréttinum, en svo er ekki. Frv. rýrir ekki rétt verkalýðs- félaganna. Annars er það und- arleg samvinna nú hjá sósíalist- um og kommúnistum, því að á Norðurlöndum hafa konnnún- istar jafnan harist á móti þess- um málum, en sósíalistar fylgt þeim. Umr. var síðan frestað og málið tekið út af dagskrá. 2. málið, er lá fyrir fundin- um, — frv. til laga um afnám útflutningsgjalds af sjávaraf- urðurn var tekið út af dagskrá en var tekið fjTÍr aftur í dag. i Efri deild. Þar var báðum málunum, er á dagskrá voru, frv. til laga um síldarverksm. á Raufarhöfn og breyt. á lögum um bæjargjöld í Vestmannaeyjum, vísað til 2. umr. og nefnda. Kabarettkveld frú Botten Soot og sonar henn- ar Svend v. Diiring er í kveld í Ganila Bíó kl. 7.15. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 5 kr. frá Georg, 50 kr. frá sjómanni, 10 kr. frá F. S., 5 kr. frá N. N. K. F. U. M. Alm. samkoma annað kvöld kl. 8%. Páll Sigurðsson talar. Það er því orðin full þörf á að afla sér nýrra bóka lil að lesa á kvöldin. Eins og olt áður er nú úr mörgu að velja, en hér skal aðeins bent á nokkrar bækur, sem allar eru ágætar: UNDIR SUÐRÆNNI SÓL, eftir ÞOR- STEIN JÓSEPSSON. Með 43 mynd- um. M jög f jörlega og skemtilega rituð bók um ferðalög liöf. um Suður-Sviss. Bókin lýsir auk þess lifnaðarháttum, þjóðtrú og siðum manna þar suður frá. SJÓMANNASÖGUR (eftir 10 erlenda höfunda). Þetta er óvenjulega skemti- leg bók — jafnvel af sjómannasögum að vera. Spyrjið þá, sem lesið hafa sögurnar. FORD. Bóndasonurinn, sem varð bíla- kongur. íslensk þýðing eftir Freystein Gunnarsson. — Hér er þá loksins komin bókin um manninn, sem allir kannast við, og liílana sem allir þekkja. En hvernig varð fyrsti Fordbíllinn til? Og hvernig voru fyrstu bílarnir? — Og fyrstu kappakstrarnir! — Þér megið tit með að lesa bókina um Ford. GRIMMS ÆFINTÝRI eru besta bókin handa litlu börnum. 5. liefti er nýkom- ið út með 12 æfintýrum og mörgum myndum. Grimms æfintýri eru óviðjafnanleg bók fyrir þá ungu!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.