Vísir - 07.01.1938, Side 2

Vísir - 07.01.1938, Side 2
V í S IR VtSIR DAGBLAS Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa og afgreiðsla Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Nýtt andlit! I ÓNAS Jónsson flytur bæj- arbúum dag eftir dag þann gleðiboðskap í blaði sínu, að nú ætli Framsóknarflokkur- inn að fara að „snúa sér að höf- uðstaðnum“, setja „sinn svip“ á hann, „setja nýtt andlit“ á hann og gera hann að „betri bæ“ og „fallegri bæ“! „1 tutt- ugu ár“, segir hann, að flokkur- inn hafi „starfað að þvi að setja sinn svip á landið“, og nú sé komið að því, að Reykjavik eigi að fara að fá að njóta góðs af hinu blessunarrika starfi flokksins. — Og víst mætti ætla, að tími væri til þess kom- inn! Tilefnið til þessara hugleið- inga Jónasar er nú að sjálf- sögðu það, að bæjarstjórnar- kosningar fara nú í hönd, áð hann er sjálfur efstur á fram- boðslista flokksins hér i bæn- um og gerir sér vonir um að ná kosningu, „einn síns liðs“ af þessum lista. Það dylst nú engum, sem les þessi skrif Jónasar, að Fram- sóknarfloklcurinn muni hafa átt ærið að starfa í þessi 20 ár, sem hann hefir verið að setja svip sinn á landið. Hinsvegar er það kunnugt, að honum liefir þó einnig unnist timi til þess i hjáverkum, að sinna nokkuð málefnum höfuðstaðarins. Og þó að Jónas viríist hafa gleymt því í svipinn, þá hefir nú Fram- sóknarflokkurinn átt fulltrúa í bæjarstjórn Reykjavíkur í 8 ár, af þessum 20, sem hann hefir verið að „setja svip sinn á land- ið“. Öll þessi 8 ár hefir núver- andi forsætisráðherra átt sæti í bæjarstjórn liöfuðstaðarins, þó að liann liafi slegið nokkuð slöku við bæjarfulltrúastarfið síðustu 4 árin. Og þó að það sé nú Jónas sjálfur, sem á að setj- ast í sæti hans, þá er það lítil kurteisi i garð forsætisráðherr- ans, að gefa það í skyn, að það sæli hafi mátt lieita óskipað til þessa, og að nú fyrst sé í raun- inni um það að ræða, að Fram- sóknarflokkurinn ætti áð fara að „snúa sér að“ málefnum höf- uðstaðarins. Hitt má vel vera, að lítill framsóknarflokkssvip- ur sjáist enn á bænum, þrátt fvrir 8 ára setu forsætisráðherr- ans í bæjarstjórn. En er þá nokkur von til þess, að Jónasi takist betur? Bæjarstjórnarkosningarnar, sem nú fara í hönd, eru þriðju bæjarstjórnarkosningarnar sem Framsóknarflokkurinn tekur þátt í hér í Reykjavík. Þrisvar sinnum hefir flokkurinn látið það boð út ganga, að nú ætlaði hann að fara að „snúa sér að höfuðstaðnum“, og lagfæra allt sem aflaga færi í stjórn bæjar- ins. Það hefir aldrei verið orðað þannig fyr, að flokkurinn ætl- aði að „setja nýtt andlit“ á bæ- inn. Hinsvegar kannast bæjar- búar nú orðið vel við „nýja and- lilið“ á Framsóknarflokkinum, kosningaandlilið, sem bann set- ur á sig í livert sinn sem kosn- ingar fara í hönd í bænum. En það er orðið svo gamalt og af sér gengið, að það getur engan glapið, hvaða „fegurðarmeð- ul“ sem notuð eru á það. En „fegurðarmeðulin“, sem Jónas Jónsson notar, lil þess að skinna upp þetta gamla snjáldur flokks síns, eru auk þess svo léleg, að þau gera jafnvel ilt verra. Til þess að það verði „betra að búa í bænum en núverandi Reykjavík“, gefur Jónas í skyn, að Framsóknarflokkurinn muni gera mönnum kleift að „byggja yfir sig liús með sæmilegum liúsbúnaði, án þess að vera lifs- þrælar alla ævi“. Hinsvegar er það kunnugt, að það er einmitt Framsóknarflokkurinn, sem neytt hefir allra bragða til þess að koma í veg fyrir það, að menn geti bygt þannig yfir sig. Fyrstu afskifti flokksins af byggingarmálum Reykjavíkur voru þau, að nota meirihluta- vald sitt á Alþingi til þess að „loka“ veðdeildinni fyrir Reykvíkingum. Síðan beitti flokkurinn sér að visu fyrir lög- gjöfinni um samvinnubygging- ar, en brátt þótti honum of mik- ið gert að liúsabyggingum í bænum með tilstyrk þeirra laga, og þá var einnig þeirri leið lok- að, með því að neita um ríkis- ábyrgð á lánum til bygging- anna. Og nú er jafnvel bannað- ur innflutningur á byggingar- efni. Þannig er það „andlit“ Fram- sóknarflokksins, sem lengst af hefir snúið að Reykjavík. Og það andlit hans þekkja Reyk- víkingar svo vel, af langri reynslu, að það kemur lionum að engu haldi þó að hann reyni að setja á sig eitthvert „spari“- andlit um kosningar. Þýskir, franskir og belgiskir baakar töpuöu á honum tugum miljóna. Kalundborg, 6. jan. — FÚ. I nótt er leið andaðist í fang- elsi í Briissel maður nokkur að nafni Julius Barmat, var hann rússneskur að ælt og varð eftir ófriðinn mikla heimskunnur fé- sýslumaður. Tók liann sér þá bólfestu í Þýskalandi og komst inn í fjölda viðskiftafyrirtækja og iðnaðarfyrirtækja og gerðist ærið umsvifamikill. Iiann var það sem kalla mætli „typiskur" eftirstríðs-gróðamaður, sýndist á tímabili hafa óliemju fé milli handa, en þar kom að öll fyrir- tæki hans ruku um koll og töp- uðu þýskir bankar á honum tugum miljóna. Var liöfðað mál á hendur lionum og hann dæmdur í 11 mánaða fangelsi og var lionum vísað úr landi er hann hafði tekið út hegninguna. Þá tólc Julius Barmat að stunda fjárglæfra sína í Fralck- landi og Belgíu. Var hann tek- inn fastur í Brussel í desember í fyrra og hafði þá komist yfir óhemju fé frá belgiskum bönk- um sem öllu hafði verið sóað í Japanir veröa að fresta innrásinni í Suður-Kfna vegna órða í Mansjuko. Þeir flytja þangað 50 þús. manna lið I skyndi. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Japanir hafa orðið að fresta sókn sinni í Suður- Kína, að því er segir í fregnum eftir áreiðan- legum heimildum í Kanton. Hafa þeir nóg að sýsla í Mansjúkó og hafa orðið að styrkja mjög setulið sitt víðsvegar um landið. Er talið víst að Japanir sendi 30 þús. hermenn frá Shanghai, og 20 þús. hafa þeir sent frá Formosaeyju. Hermennirnir, sem sendir verða frá Formosa, voru fyrst sendir þangað vegna hinnar væntanlegu innrásar í Suður-Kína. Höfðu þeir ekki komið þangað fyrri en í síðastliðinni viku, en voru svo skyndilega fluttir þaðan á nýjan leik til Mansjúkó. United Press. Goga fer í heimsókn til Prag og Belgrad. Stefna rúmensku stjórnarinnar vekup tortrygni í nágranna- löndunum. Kalundborg, 6. janúai*. — FÚ. Stjórnarskiftin í Rúmeníu hafa vakið talsverðan ugg og tor- tryggni í nágrannaríkjunum. Gerir stjórnin sér því mikið far um að lýsa því yfir, að breytingarnar innanlands tákni ekki að neinu leyti breytingar á afstöðu ríkisins gagnvart öðrum rikj- um. Hefir þetta verið tortrygt í blöðum nágrannaríkjanna og er talið líklegt að það sé þess vegna sem þar er tilkynnt í dag', að hinn nýji forsætisráðherra, Goga, muni bráðlega leggja af stað í opinbera heimsókn til nágrannalandanna. Kemur hann til Prag 9. janúar og dvelst þar í sólarliring og hefir viðræður við stjórnmálaleiðtoga, en þaðan fer liann til Júgóslavíu. í Róm var opinberlega tilkynnt í dag að liin nýja stjórn í Rúmeníu hefði ákveðið að viðurkenna Abessiniu sem hluta liins ítalska keisaradæmis. Rúmenska stjórnin hefir skipað nefnd sem á að liafa það verk með höndum að koma veilingahúsum í kaupstöðum í Rúmeníu úr höndum Gyðinga, en önnur nefnd á að liafa eftir- lit með útlendingum sem liafa fengið borgararéttindi í landinu. Stjórnin í Rúmeníu hefir tilkynnt að liún muni lækka verð á ýmsum nauðsynjavörum almennings, sérstaklega bænda. London 7. jan. FÚ. Stjórnin í Rúmeníu lýsir því yfir, að hin opinbera tilkynn- ing, sem birt var í Róm í gær, þar sem sagt var að Rúmenía hefði viðurkent Abessiníu sem liluta hins ítalska keisara- veldis, væri á misskilningi bygð. fjárglæfrafyrirtæki. Mál hans var ekki að fullu rannsakað er liann dó. Er opinberlega tilkynt að hann liafi dáið úr tæringu, en þar sem dauða hans hefir borið svo snögglega að hendi verður líkið krufið lil þess að ganga úr skugga um dánarorsökina. Van Zeeland er nú kominn til Englands, en hann var eins og- menn muna kallaður heim á miðju Ermarsundi í gær. Rif jast það nú upp, að það var í sambandi við töp belgiska þjóðbankans sem Van Zeland varð að segja af sér. Hafði bankinn tapað óhemju fé á ýmsum gálaus- legum ráðstöfunum, þar á meðal hafði Julius Barmat komist yfir mikið fé frá bankanum. Engum hefir dottið í hug að drótta neinu óheiðarlegu að Van Zeeland, en bankatöpin voru notuð svo grimmilega á móti ,honum og flokki hans, að hann taldi rétt að draga sig í hlé. Japanlr staðráSnir í að halda striðinn áfran. London, í gær. — FÚ. Ulanrikisráðherra Japana, hermálaráðherrann og flota- málaráðherran komu saman á fund í Tokio í dag, og að lokn- um fundinum var gefin út yfir- lýsing um að japanska stjórnin væri ákveðin í því að lialda styrjöldinni i Kína áfram, þar til varanlegur friður yrði trygð- ur. STÓRKOSTLEG LOFTÁRÁS Á HANKOW. London, í gær. — FÚ. 32 japanskar sprengjuflug- vélar og 16 orustuflugvélar gerðu í dag loftárás á flugvöll- inn og útvarpsstöðina í Hang- kow. Loftvarnarbyssunum var beitt gegn þeim, en engin þeirra liæfð. Ekki hefir neitt fréttst um það liverju tjóni árásin hefir veldið. London 7. jan. FÚ. Ritslcoðun Japana við. rit- simastöðvar í alþjóðaliverfinu í Sliangliai, hefir ekki reynst eins alger og fyrstu skeyti hermdu, og virðist mcira að segja ekki liafa komið til fram- kvæmda nema að nokkru leyti á þremur stöðum. Samt sem áður hafa engar fregnir borist um vörn Kínverja í Shaiitung- fylki eða við Hangchow. í einu dagblaði Tokíóborg- Uiðræður stjónála- manm. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. O tjórnmálaritstjóri Lund- ^ únablaðsins „Daily Her- ald“ skrifar um það í morgun, að Delbos, utanríkismálaráð- herra Frakka, muni á næstunni fara til Berlínar og sitja þar verslunar og fjármálaráðstefnu með Þjóðverjum. Eden og Del- bos munu hittast í Genf í næstu viku og ræða þá um ástand og horfur í Evrópu, för Delbos til Mið-Evrópuríkjanna og skýrslu Van Zeelands. Að því búnu mun verða tekin ákvörðun um Ber- línarförina. Times lítur svo á, að enda þótt skýrsla van Zee- lands sé i raun og veru fullgerð, muni hann ekki leggja hana fram meðan hann dvelur nú í London, heldur muni hann síð- ar senda hana samtímis bæði til London og París. United Press. Spánn. BARDAGARNIR VIÐ TERUEL LOFTORUSTUR. London, í gær. — FÚ. Uppreistarmenn segjast hafa sótt fram sunnan við Teruel í dag, en stjórnin ber á móti því og segist sjálf hafa trygt að- stöðu sína á þessum hluta vig- stöðvanna. Flugvélar beggja að- ila liafa haft sig mikið í frammi, og segir stjórnin að flugsveitir hennar liafi varpað sprengjum yfir lið upreistarmanna norðan við borgina. Einnig er sagt frá því í dag í stjórnartilkynningu, að flugvélar stjórnarinnar hafi varpað sprengjum yfir her- gagnageymslu uppreistarmanna í grend við Saragossa. HLUTLEYSISNEFNDIN á að koma saman á fund í Lon- don á þriðjudaginn kemur. ar er ráðist á bæjarstjórnina í Shanghai, og hún kölluð ensk- ldnverskt samband, sem sé fjandsamlegt Japönum, og er þess krafist, að Japanir fái fleiri sæti í bæjarstjórninni. Skönimu áður en hinar jap- önsku flugvélar gerðu árás á flugvöllinn i Hankow í gær, eins og sagt var frá í gær- kveldi, liófu sjö kínverskar sprengjuflugvélar sig til flugs og komu síðan til baka, eftir að árásinni var lokið. í frétt frá Peiping er þvi haldið fram, að Kínverjar hafi pantað liergögn fyrir 20 milj- ónir dollara frá einni her- gagnaverksmiðju. En elcki er þess getið, hvar hún sé, og er sagt, að þetta séu vélbyssur, rifflar og 100 þúsund gasgrím- ur. Er sagt, að hergögnin eigi að sendast lil Kína um tvær leiðir, eða í gegnum Rússland og franska Indó-Kína. Mtrkir fomnlnjifisd- nr f Eglptalanti. London 7. jan. FÚ. Frá Egiptalandi kemur fregn um merkilegan fornleifafund. Uhgur fornfræðingirr frá Lá- verpool, Walter Emery að nafni, hefir fundið gröf 40 míl- ur fyrir sunnan Ivaíró í Nilár- dalnum, og er álitið, að þetta sé gröf Menesar konungs, þess er sameinaði efra og neðra Egiptaland, fyrir 5000 árum, og var drepinn af flóðhesti þeg- ar hann var áttræður að aldri. I gröfinni hafa fundist marg- ar gersemar, þar á meðal leir- ker með konungsinnsigli Men- esar. Bókarfregn. Ingólfur Árnason: Handbók í bréfritun á þýsku. 127 bls. ög fylgiblað. Isafoldar- prentsmiðja h.f. Reykjavík 1937. Bækur sem þessar eru hínaT þörfustu, þvi að það er reynsla, að vísu Ieiðinleg, að Islendingar eru yfir höfuð mjög stopulir við nám erlendra mála, svo að langfæstir gefa sér tima til.eða hafa elju til að nema nein þeirra til hlítar, eins og oss smáþjóð- inni er slíkt nauðsynlegt. Sem flestir íslendingar þyrftu ef vel væri, að kunna eitt stóru mál- anna svo fullkomlega, að þeim væri eins létt um það eins og móðurmálið, og helst fleiri, enda er það reynsla, að ef eitt erlent mál er lært til hlítar, lærast önnur þeim mun auð- veldara. Bók sem þessi getur orðið þeim bréfriturum að miklu gagni, sem nokkuð eru komnir niður i þýsku en enginn skyldi ætla, að nein slík bók geti komið i stað fullrar þekk- ingar á rnálinu, því þýskan er, eins og flest útlend mál, full af gildrum, sem ekki er liægt að varast, nema með fullri þekk- ingu málsins, svo enginn skyldi láta staðar numið með nám, þrátt fyrir þessa bók. Eg efa það ekki heldur, að þær smá- breytingar, sem kann að þurfa að gera á setningum, svo að þær falli að tilgangi bréfritar- ans, þvi þessi bók getur ekki frekar en aðrar bækur náð til allra hugsanaafbrigða, geti orð- ið lítt kunnandi manni sæmi- Iegur Þrándur í götu. Niðurskipun efnisins virðist vera hagkvæm og skynsamleg og eins setningavalið, enda mun livorttveggja sniðið eða tekið eftir einhverri erlendri fyrir- mynd, og er það síst til skaða. Eitt og annað má vitanlega að finna, svo notar höf. t. d. ýms erlend orð að staðaldri, sem nú eru lítið notuð í þýsku, svo sem Telegram, Export o. s. frv. fyrir Drahtanschrift og Aus- fuhr, en þetta kemur þó ekki að sök, og ekki heldur verulega það, að íslenska þýðingin á þýsku textunum er víða alllos- araleg. Fleira smálegt mætti og nefna. Ilöf. hefir þó unnið þarft verk með þessu, og eru nú þýskunni, eftir kenslubækur dr. Jóns ófeigssonar og dr. Keils og Þýsk-íslensku orðabók dr. Jóns, að minsta kosti þegar hin ís- lensk-þýska orðabók mín er fullprenluð, gerð svo sæmileg skil, að kunnáttumenn ættu nú að skjóta geiri sínum þangað, sem önnur mál eru, sem ekki Iiefir verið séð nægilega fyrir, svo sem enska, franska, ítalska, spánska og danska. Guðb. Jónsson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.