Vísir - 08.02.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 08.02.1938, Blaðsíða 2
VI Sí R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa og afgreiðsla Austurstræti 12. Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Skattar og sparnaður. M ú stendur yfir sá timi er ” menn gera upp reikninga sína eða fyrirtækja sinna og gefa til skatts skýrslu um af- komuna á liðna árinu. Mun þvi mörgum nú verða umhugsun- arefni hversu allur relcstur er hér vonlítill um góða afkomu vegna þungra skatta. Hagnaður fyrirtækja og einstaklinga er mestallur tekinn af liinu opin- bera og stundum jafnvel meira en hagnaðinum nemur. Skatt- arnir gera mönnum ókleift að tryggja og styrkja fyrirtæki sín fjárhagslega því að söfnun varasjóða er mjög miklum örð- ugleikum bundin. Mörgum hlýtur því ósjálfrátt að koma til hugar þessa dagana, að starf og barátta á liinu liðna ári gefi lítinn árangur, því að það sem er umfram nauðsynleg- ustu þarfir, er tekið í opinber gjöld. Þeir sem hafa hæfileika, atorku og aðstöðu til að skapa auðinn, eru ekki annað en vinnumenn hins opinbera til þess að fylla skattpyngju þess. Skattarnir hér eru komnir ;á það stig, að dugnaðar og fram- kvæmdamennirnir hætta að sækjast eftir þvi að afla sér f jár, nema sem því nemur, er þeir þurfa nauðsynlega að hafa sér og sínum til framfærslu. Þeir sjá að þeir bera hvergi nærri sanngjarnan hlut frá borði og að þeír bera jafnmikið úr být- um með minna erfiði. Þegar svo er komið, er skattþunginn orðinn of mikill og orðinn að þjóðfélagslegri meinsemd. í augum sumra flokka hér gengur það glæpi naist, ef ein- staklingum eða fyrirtækjum græðist fé. Þess vegna hefir líka vafalaust sú ofsókn af ríkis- valdinu gegn fjársöfnun og sparnaði verið sett af stað, sem hér hefir gengið yfir siðustu ár- in. Þessir andstæðingar fjár- söfnunar og sparnaðar ættu þó að vita það, að sá sem safnar fé, situr ekki að því einn. Það gefur vinnu og brauð í ótal myndum. Það fé, sem hinn spar- sami hreyfir ekki og lælur liggja í bönkunum, kemur bátunum á flot, reisir ný ibúð- arliús og kemur á fót nytsöm- um fyrirtækjum. Það fé, sem tekið er í eyðsluþarfir hins op- inbera, getur að vísu orðið ýms- um þörfum málefnum að Iiði, en ]iví er eytt — öllu eytt. Það verður aldrei varasjóður til þess að halda gaiigandi atvinnuveg- unuin og veita þeim nauðsyn- legt rekstursfé. Það sem nú heldur atvinnuvegunum uppi og gerir fjölda landsmönnum kleift að afla sér daglegs brauðs, er fjársöfnun og sparnaður þeirra sem hafa aflað meira en þeir eyddu síðastliðin fimmtíu ár. Þeir hafa safnað þeim tug- um miljóna, sem nú eru hér í sparisjóðum og er aðalreksturs- fé bankanna. Án þeirra væri ekki hægt að reka útgerð á ís- landi. Þótt sumum þyki aldrei of djúpt seilst í vasa skattþegn- anna, sérstaklega þeirra, sem einhver liafa peningaráð, ættu þeir að gera sér það ljóst, að sá breyskleiki fylgir flestum, að vilja að verulegu Ieyti njóta á- vaxtanna af eigin starfi. Og ef þeir ekki fá að njóta þeirra, þá hætta þeir að afla þeirra. Ekk- ert er eins hættulegt fyrir þjóð- félagið og það, að uppræta hvöt- ina hjá mönnum til að spara, eða sporna við þvi að heilbrigð auðsöfnun geti átt sér stað lijá þeim , sem reka atvinnuf jrrir- tækin. Þau eru uppspretta vinn- unnar. Þeir skattar, sem nú eru Iagðir á einstaklinga jafnt og íyrirtæki, sjá fyrir því, að hér getur aldrei safnast það rekst- ursfé sem þjóðinni er nauðsyn að fá. Skattarnir skilja eftir molana. Það verður „stafkarls- ins auður“ sem engum verður að gagni og að síðustu gerir alla jafna í volæðinu, svo að eng- inn verður þess megnugur að ráðast í nýjan rekstur eða halda uppi heilbrigðum framkvæmd- um. Hin kalda hönd skattanna dregur úr bjartsýni og fram- kvæmdalöngun athafnamann- anna. „IntouFÍst^ er nafnið á ferðaskrifstofu So- vét-ríkjanna, sem íslenska ríkið tók sér til fyrirmyndar fyrir tveim árum er það setti á stofn „Statourist14. Eftir því sem enska stórblaðið „Daily Tele- graph“ skýrir frá nýlega, á að verða gagngerð breyting á starf - semi „Intourist4.. Mun jafnvel i ráði að leggja niður skrifstofur „Intourist“ og reka ferða- mannastarfsemina á alt annan veg en liingað til hefir verið gert. Er búist við að þetta sé gert til þess að láta ferðamenn- ina verða sem minst vara við, að þeir séu á vegum ríkisfyrir- tælcis kommúnista, en það liefir fælt raarga frá að skifta við „Intourist44. Gæti þetta ef til vill orðið bending til íslensku ríkisstjórnarinnar, að lagfæra eitthvað rekstur „Statourist44, sem ekkert gerir gagn, en er þungur ómagi á ríkissjóði og öllum almenningi, sem þarf að ferðast um landið. NOBÐMENN KAUPA TOG- ARA TIL SÍLDVEIÐA VIÐ ÍSLAND. Utgerðarmenn í Álasundi i Noregi hafa keypt stóran ensk- an togara og ætla að nota liann til togaraveiða við Noreg, ef leyfi fæst til, en annars lil síld- veiða við ísland. Hafa kaup þessi vakið talsverða athygli, vegna þess að deilan stendur nú sem hæst um það, livort ger- legt megi teljast að auka tog- araveiðar Norðmanna, eða hvort hag fiskimanna sé best borgið með því að koma í veg fyrir þær. (FÚ.). aðeins Loftur. Japanir bóta að leggja Amoy í rústir. Gagnsókn Kínverja við Tientsin- Pukow jarnbrautina. London, 8. febr. — FÚ. Kínverjar segja að hersveitum þeirra miði áfram í gagn- sókn þeirra sem þeir hófu í gær á vígstöðvunum við Tientsin-Pukow járnbrautina. 1 japanskri frétt segir að í gagnsókn sinni séu Kínverjar aðstoðaðir af fjölda flugvéla, en að flugmennirnir séu erlendir sjálfboðaliðar. Fréttir berast nú frá Suður-Kína um ákafar árásir bæði úr lofti og af sjó, sem átt hafi sér stað á Amoy á fimtudaginn og föstudaginn var. Á fimtudaginn vörpuðu flugvélar sprengjum jTir hermannaskálana og vígin, en á föstudaginn gerðu herskip árás á borgina. Yfirmaður japanska flotans hefir tilkynt yfir- völdunum í Amoy, að ef borgin gefist ekki upp innan skamms, þá muni hún verða algerlega eyðilögð með sprengikúlum. I frétt frá Hongkong er sagt að flugvélar liafi skotið úr vél- byssum á kínverskan smáskipa- flota sem amerískt olíufélag hafi tekið á Ieigu til olíuflutn- inga. Matzui, yfirflotaforingi, og yfirmaður japanska hersins í Kina, hefir skorað á japanska hermenn að leggja niður öll of- beldisverk og óprúðmannlega framkomu gagnvart Kínverjum, með þvi að alt slíkt veki andúð gegn Japönum út um lönd. HÓTANIR JAPANA. EINKASKEYTI. London i morgun. Japanir hafa liótað að eyða Amoy með sprengikúlum, ef borgin gefist eklíi upp. .Tapansk- ur floti er nú undan Amoy. United Press. Bret&p senda Franeo mót- mæli. Þolinmæðl bresku stjórnarinnar á þrotum. Osló, 7. febrúar. Frá London er símað, að breska stjórnin hafi sent Franco-stjórninni afar harðorð mótmæli út af því, að breska skipinu var sökt fyrir utan Bar- celona. Samkvæmt Reuterfregn segir í orðsendingunni, að þolin- mæði Breta sé á þrotum. — (NRP.—FB.). Osló, 7. febrúar. Danski landkönnuðurinn Lauge Koch telur Rússana á ís- jakanum ekki í neinni yfirvof- andi liættu. Þeir eru nú staddir um 90 kílómetra fyrir utan Coverings-flóa, þar sem Eski- móanes er, en þar hefrá Lauge Koch fimm menn og fullkom- inn sleðaútbúnað. Lauge Koch telur þó líklegast að hægast verði að bjarga Rúsunum með því að senda skip til þeirra um miðjan marsmánuð. Sendilierra ráðstjórnarríkj- anna hefir tilkynt norska utan- ríkismálaráðuneytinu, að hún taki með þökkum tilboði norsku stjórnarinnar um að reyna að aðstoða Rússana á ísjakanum, með því að koma hjálp til þeirra frá norskum vetursetumönnum í Mygvík. — Hoel docent verður í FÚ.-fregn segir, að Eden liafi lilkynt á þingi í gær, að Franco og Spánarstjóm hefði verið tilkynt, að breska stjórnin áskildi sér rétt til að hefna árása, sem gerðar kynnu að verða hér eftir á bresk skip á Miðjarðarhafi. Samkv. fyrir- mælum bresku stjórnarinnar skal enginn kafbátur vera frið- helgur neðansjávar utan spænskrar Iandhelgi, á gæslu- svæði Breta. Samskonar stefnu munu Frakkar og ítalir fylgja hver á sínu svæði. Ætla Bretar sér framvegis að gera gagnráð- stafanir, miðaðar við það tjón sem árásirnar valda, á hverjum tima, en ekki láta sér nægja að mótmæla og krefjast skaðabóta sem liingað til. Skaðabótakröfur. 1 svari við spurningu frá ein- um bresku þingmanna, sagði Eden í þingi í gær að skaða- bótakröfur Breta á hendur stjórn Francos næmu nú alls 10 þúsundum sterlingspunda. Sóknin við Teruel. Sókn uppreistarmanna á Ter- uel-vígstöðvunum heldur áfram. Þeir eru nú að treysta aðstöðu sína lá þeim hluta vígstöðvanna sem þeir liafa náð úr höndum stjórnarliersins. Stjórnin til- kynnir að þótt her hennar liafi tapað þessum stöðvum þá liafi hann náð nýjum stöðvum á sitt vald á þessu svæði. (FÚ.). falið að skipuleggja hjálpar- leiðangur og segja fyrir um undirbúning lians. — NRP.-FB. Rússneskt loftskip ferst. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Moskvafregnir segja, að lofL skipið U.S.S.R. V—6 hafi farist og 13 menn beðið bana, en 3 meiðst. Slysið varð 227 km. fyr- ir sunnan Murmansk. Rakst loftskipið á Kandalaksha-fjall. — Loftskipíð átti að leita að Papanini. United Press. [ndurrelsi liski keisiravildisins iar áfori roa Fritsck •I hima iúsku harfor- lnijasia. Sonnr jifska krðns- iriaslns fjrmrandl átti að rería keisari. Osló, 7. febrúar. Ensk og frakknesk blöð birta fregnir, sem vakið hafa fádæma athygli, varðandi tildrög breyt- inga þeirra, sem gerðar hafa verið á stjórn Þýskalands. von Fritsch og hinir hers- höfðingjarnir, sem vikið var frá, höfðu samtök með sér um, að endurreisa keisara- veldi í Þýskalandi og setja næst elsta son Vilhjálms, fyrverandi krónprins Þýska- lands, á valdastól. NRP.-FB. Samkvæmt FÚ.-fregn telja þýsk blöð þessar fregnir hlægi- Iegar og segja þau breytingarn- ar á stjórninni algerlega eðli- legar. — Flitler er nú kominn til Berchtesgaden og mun eiga þar viðræður við von Ribhentrop, von Papen o. fl. stjórnmála- menn Þýskalands. MIKLAR ÆSINGAR í BERLÍN. Berlín, 8. febr. - FÚ. Vegna breytinga þeirra sem fram hafa farið á skipun þýsku stjórnarinnar, flytja erlend blöð þessa dagana ýmsan orðróm og tilgátur. Segja þau að í Berlín sé eitthvað óvenjulegt á seyði. Franska blaðið „Le Temps44 seg- ir, eftir ferðamönnum sem ný- komnir eru til Basil frá Berlín, að í Berlín séu hugir manna í mikilli æsingu og hafi þeir tekið eftir því, að ríkisleynilögreglan ætti mjög annríkt, von Fritsch hershöfðingi hafi verið handtek- inn, og samsæri keisarasinna hafi verið í undirbúningi. ÖIIu þessu andmælir þýska útvarpið og telur hér um að ræða hættulega „brunneitrun44, til þess fallna að spilla sam- samkomulaginu milli Þýska- lands og Frakklands. Fjögurra ára áætlunin í Þýskalandi. Göhring marskálkur settir í gær dr. Funk inn í embætti sem fjármálaráðlierra Þýskalands. Við það tækifæri sagði Göhring að endurnýjaðar tilraunir yrðu gerðar til þess að framkvæma fjögurra ára áætlunina út í ystu æsar. íslenskir togarar á Noregstniðom. Osló, 7. fehrúar. Samkvæmt blaðinu Tromsö voru í siðastliðinni viku um 250 erlendir togarar að veiðum á Andenesmiðunum, Svía- grunni og Malangs-grunni. Auk norskra togara voru þar þýskir, hollenskir, enskir, íslenskir og færeyskir. — NRP.-FB. Lauge Koeli segii* Riíssana á ísjakanum ekki í yfirvof- andi iiættn. Nopskur leið- angup fpá Myggbugta í Gpænlandi. Mionús Benjfliníissiií úrsmiður, einn af merkustu og kunnustu borgurum þessa bæjar, varð 85 ára í fyrradag. Magnús er Ey- firðingur, fæddur að Stekkjar- flötum í Saurbæjarlireppi í Eyjarfirði, og var næstelstur sex systkina, sem upp komust. Kom snemma i Ijós, að Magnús var óvenju hagur, en algenga sveitavinnu stundaði hann fram yfir tvítugs aldur. Stundaði Magnús margskonar smíðar á þessum árurn og réðist svo til Magnúsar Jónssonar á Akur- eyri, er numið hafði úrsmíði i Danmörku. Mætir menn veittu hæfileikum Magnúsar athygli og fékk liann styrk til utanfar- ar. Dvaldist hann nú við úr~ smíðanám í Kaupmannahöfn og að þvi loknu settist hann að i Reykjavík árið 1881 og Iiefir verið hér síðan og er verslun hans og vinnustofa éin af kunn- ustu verslunarfyrirtækjum þessa bæjar. Magnús Benjamínsson hefir nú látið af störfum að mestu, enda starfsdagurinn orðinn langur. Hann hefir átt miklum vinsældum að fagna meðal við- skiftamanna sinna og annara, enda maður sanngjarn og góður viðskiftis, vandaður og áreiðan- legur í öllum skiftum, ljúf- menni mesta og hjálpsamur í besta lagi. Vildi sá, er þessar Iínur ritar, vera með í hópi þeirra, sem sent liafa Magnúsi Benjamínssyni bestu óskir, í tilefni af 85 ára afmæli hans. Reykvíkingur. VANSITTART FORMAÐUR ALRÍKISNEFNDARINNAR. EINKASIŒYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Árdegisblöðin í Lundúnaborg fagna því ákaflega að Sir Robert Vansittart hefir verið settur for- maður alríkisnefndarinnar. Stjórnmálaritstjóri Daily Tele- graph’s segir m. a., að það muni nú verða sýnt enn betur í verk- inu að Bretar þrái ekkert annað en að viðhalda friði í heimin- um. United Press. Álftin komin fram en Víéir ekki. Eins og sagt var frá í Vísi í gær, hafði verið tilkynt um 3 báta í útvarpinu á sunnudags- kveld, nefnilega Álftina fra Akranesi, Kára frá Kópaskeri og Víði frá Vestmannaeyjum. Kári kom að í gærmorgun, Álftin siðdegis i gær, en Víðis hefir ekki spurst til enn. Var hans leitað á sunnudagskveld og mánudag. Leitinni verður hald- ið áfram í dag. 1 kveld verða sendar út tilkynningar um bát- inn í útvarpinu á erlendum málum. Formaður á báínum er Gunn- ar Guðjónsson, en aðrir skip- verjar eru 4. Vona menn enn, að báturinn sé ofansjávar: Póstferðir miðvikudaginn 9. febrúar 1938: Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjósar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. Hafnar- fjörður. Seltjarnarnes. — Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjósar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. Hafnar- fjöröur. Seltjarnarnes. Gullfoss að norðan og vestan. Laxfoss frá iBorgarnesi og Akranesi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.