Vísir - 11.02.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 11.02.1938, Blaðsíða 2
V I S LR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa I | Austurstræti 12. og afgreiðsla | S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. „Gjaldþrot“. Teningunum liefir l>á loks verið kastað í Alþýðu- flokknum og sú ákvörðun lek- in, að gera Héðin Valdimarsson flokksrækan. Meðal margs annars, er Héðni gefið það að sök, að hann hafi með þvi að segja upp á- byrgðum sínum á skuldum Al- þýðublaðsins og Alþýðuprent- smiðjunnar, ætlað að koma því til leiðar, að þessi aðalfyrirtæki flokksins yrðu gerð gjaldþrota. En livað bíður nú Alþýðu- flokksins, eftir brottrekstur Héðins? Verður með nokkuru móti hjá þvi komist, að „bú“ hans verði tekin til skiftameð- ferðar og þá einna helst sem þrotabú? Það er nú ekki orðið mikið, sem til slcifta getur komið í þvi búi. Hinsvegar eru kröfuliaf- arnir margir og verður þvi væntanlega lítið í hvers lilut. Iféðinn mun sjálfur telja til stórrar skuldar lijá búinu, og slíkt hið sama kommúnistar, en líklegt er, að þær kröfur verði gerðar í einu lagi í nafni „sam- fylkingarinnar“. Jón Baldvins- son og félagar lians munu þykjasl eiga forgangskröfur á búið, en nokkur vafi kann að leika á þvi, hvort þær vejrða teknar til greina að fullu, og mun af mörgum talið að þær séu fyrndar orðnar. í fjórða lagi eru svo Tímamenn, og mun þeim þó jiegar hafa tekist að „ná inn“ miklu af sínu. En ef reisa ætti fyrirtækið við, væri þó sennilega einna helst til þeirra að leita um nýtt „rekst- ursfé“. Væri þeim og skyldast, að veita slíka aðstoð, sakir sið- fei'ðilegrar áhyrgðar sinnar á allri þeirri óreiðu, sem er á hag þessa gjaldþrota fyrirtækis. Svo er sagt, að ákvörðunin um brottrekstur Héðins liafi verið samþykt með „yfirgnæf- andi“ meirihluta atkvæða AI- þýðusambandsstjórnarinnar. —- Um endanleg úrslit atkvæða- greiðslunnar mun þó tæplega ■\rera kunnugt enn, og var með vissu ekki í gærkveldi. Hins- vegar er gislcað á, að 13 af 17 sambándsstjórnarmeðlimum — muni verða henni fylgjandi, en 3 eða 4 á móti. En þó á að meiri hlutinn sé svo yfirgnæfandi, þá má gera ráð fyrir því, að alt óðru máli muni að gegna um flokkinn í heild og um Alþýðu- sambandsþingið, þegar til þess kasta kemur. Héðinn er orð- inn allvoldugur maður i flokkn- um. Hann er formaður i aðal- flokksfélaginu, Jafnaðarmanna- félaginu, og virðisl ráða þar lögum og lofum. Hann er vara- forseti Alþýðusambandsins og í þann veginn að ná kosningu sem formaður verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar. „Samfylk- ingar“-stefna lians virðist hafa yfirgnæfandi fylgi Alþýðu- flolcksmanna um land alt. Og þó að hann liafi nú verið rek- inn úr Alþýðuflokknum af meirihluta samhandsstjórnar- innar, þá veit enginn enn „hver annan grefur“. Ef til vill verð- ur það að lokum hann, sem rekur sambandsstjórnina úr flokknum. Alþýðuflokkurinn er klofnað- ur. Það er verk Héðins. Ilann hefir með klofningsstarfsemi sinni brotið í bág við yfirlýstan vilja Alþýðusambandsþingsins. Það verður því enginn vafi tal- inn á því, að hann sé rétt ræk- ur úr flokknum. Á hinu er all- niikill vafi, að það hafi verið raunverulegur vilji Alþýðusam- handsþingsins, sem lýst var yf- ir, og Héðinn hefir hrotið á móti. Og þó að það hafi verið raunverulegur vilji fulltrúanna á Alþýðusamhandsþinginu eins og á stóð, þá virðast allar likur lil þess, að sá vilji verði fyrir borð borinn af almenningi í flokknum, og að vilji næsta Alþýðusambandsþings að af- stöðnum nýjum kosningum til þess, verði alt annar. Norimenn gera Tií- skiftasamnlega vii Dani og Ungverja Oslo 10. febrúar. Samkomulagsumleitanir um \iðskiftasamning liafa leitt til þess, að samningar hafa verið undirritaðir milli Dana og Norðmanna um viðskiftasam- vinnu. Samkvæmt samningun- um leggja stjórnarvöldin í Danmörku til gjaldeyrisleyfi til innflutnings á norskum vörum og gerir þessi gjaldeyrisleyfa- veiting það kleift, að auka sölu á norskum vörum í Danmörku. Settir eru sérstakir, fastir inn- flutningskvótar vissra afurða, sem Norðmenn leggja sérstaka áherslu á, að komist á markað- inn í Danmörku. Norðmenn gera einnig tilslakanir sem miða að aukinni sölu danskra vara í Noregi. Samkomulagið gildir frá 1. janúar og er samið til eins árs. Að afstöðnum samkomulags- umleitunum í Budapest hafa verið gerðir viðskiftasamning- ar milli Noregs og Ungverja- lands. Opnast innflutningsleið fjTÍr ýmsar norskar vörur á ungverskum markaði, vörur, sem að nokkru leyti eða alls ekki hafa verið fluttar til Ung- verjalands frá Noregi hin síð- ari ár. NBP—FB. ------~~~*mocnaB!SZ3t27Ut*m < -- Frá rússnesku leiðangursmönnunum. Skipíð „Mnrmaiiet" var í pær 235 kvartmílor frá jahnera. Leið- Ængnrsmönnunnm liðnr vel. Oslo 10. febrúar. Samkvæmt símskeyti frá Moskva til Dagbladet hefir bor- ist skeyti frá Papinin-leiðangrin- um. Líður leiðangursmönnum vel. Vindur hefir snúist til norð- lægrar áttar. Um 16 stiga frost er á jakanum. — Murnianet er Hernaðarlegt einræði í Rúmeníu undir stjórn Karls konungs. Hann vék Goga-st jórninni frá, vegna fjárhags og utanríkismála- stefnu hennar og mótmselaorð** sendinga frá Rússum út af sendi- herrahvarflnu. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Fregnir frá Bukarest í morgun herma, að Karl kon- ungur hafi vikið Goga-stjórninni frá, og sé nú raun- verulega konunglegt hernaðareinræði í landinu. Ný st jórn hefir þó verið sett á laggirnar og er Christea yf- irbiskup i Rúmeníu forsætisráðherra, en auk hess eiga sæti í st jórninni sjö fyrv. forsætisráðh. sem ráða yfir sérstökum stjórnardeildum. Samkvæmt hinu opinbera málgagni ríkisstjórnarinn- ar er öll framkvæmdastjórn hins opinbera sett undir yfirstjórn hersins. Jafnframt hefir Karl konungur hoð- að breytingar á stjórnarskránni í samræmi við þarfir yfirstandandi tíma. Óeirðir í þýskum setu liðsstöðvum. Hin nýja stjórn er aðallega skipuð miðflokkamönnum og má segja, að hún fylgi frekar íhalds- en róttækum stefnum. Er búist við að hún muni hvorki hlaða undir hægri eða vinstri flokkana og reyna að forðast öfgarnar til beggja hliða. Ástæðumar fyrir því, að Karl lét Goga fara frá, eru margar. GOGA. Einna veigamest er fjárhagsá- standið. Goga-stjórnin hefir sint fjármálunum slælega, en haft sig þeim mun meira í frammi við Gyðinga-ofsóknir og slíkt. Þá hafa Rússar sent rú- mensku stjórninni tvær harð- orðar mótmælaorðsendingar út af hvarfi Butenko setts sendi- herra Rússa í Bukarest Hvarf Butenko fyrir nokkur- um dögum með grunsamlegum hætti. Þá hefir Mironescu fjTver- andi forsætisráðherra átt tal við Karl konung við komu sína frá París, þar sem hann átti tal við frönsku stjórnina. Mun Miron- cscu hafa leitt konungi fyrir sjónir hverjar afleiðingar það kynni að hafa, ef Rúmenar misti velvild Frakka, en þeim skulda Rúmenar stórfé og nú um 235 kvartmílur frá jak- anum. Monsen landvarnarráðherra liefir gefið fyrirskipun um að leiðangursskipið Fridljof Nan- sen skuli búið lil ferðar til þess að taka þátt í hjálparstarfsem- inni, ef þörf krefur. Fridtjof Nansen ætti að geta komist að ísjakanum á fimm dægrum. — NRP—FB. stuðningi þeirra og Banda- manna í heimsstyrjöldinni eiga þeir það að þakka, að Rúmenar er nú eitt voldugasta landið í þessum hluta álfunnar. Loks er sú ástæðan, að Bretar og Frakk- ar höfðu lýst sig mótfallna ut- anríkismálastefnu Goga. United Press. London 11. febr. FÚ. Rúmenía hefir verið lýst í umsátursástandi og ströng rit- skoðun hefir verið fyrirskipuð um gjörvalt land. í nýju stjórninni eiga sæti all- ir fjTverandi forsætisráðherr- ar, nema Goga og Codreanu, formaður „járnvarðanna“. Rússneslca Táss-fréttastofan sakar rúmenska fasista um Iivarf sendiherrans í Bukliaresf og heldur þvi fram, að blöðin í. Rúmeníu dragi taum þeirra. i London 10. febr. FÚ. I frétt frá Brussel síðdegis í dag er sagt, að í ráði sé að loka innan skamms landamærunum milli Þýskalands og Belgiu. Flugufregn um að landmærun- um milli Frakklands og Þýska- lands ætti að loka í kvöld, hefir verið horin til baka af frönsku stjórninni. En sterkur orðróm- ur gengur um það, að loka eigi landamærum Þýskalands, er liggja að Sviss, Frakklandi og Belgíu, þar sem vænta megi að llóttamenn frá Þýskalandi reyni að komast til þessara landa. Þessi frétt er sett í samband við orðróm um að leynilögreglan í Þýskalandi eigi nú í hinu mesta annríki og að húsrannsóknir séu látnar fara fram hjá öllum sem eru grunaðir um að liafa samúð með félagsstarfsemi rík- ishersins. Þá ganga einnig flugufregnir um óeirðir við setuliðsstöðvarnar í Pommem og Austur-Prússlandi. ÖVISSA UM HVERSU ÁSTATT ER í ÞÝSKALANDI. London í dag. FÚ. Enginn veit með vissu hvað það er, sem er að gerast í Þýskalandi; eitt er víst að það nær eingöngu til innanríkis- mála. Þjóðverjar hafa aukið lögreglugæslu sina við landa- mærin, bæði við Belgíu og Aust- urríki, og ef til vill víðar. Stjórnin í Belgíu hefir í tilefni af þessu aukið landamæralög- reglu sína um helming. Þýska stjórnin ber á móti því» að um nokkra uppreisn innan hersins sé að ræða, en af öllum fréttum virðist jxí ljóst, að ef um uppreisn er að ræða, þá sé það innan hersins, en ekki með- al alþýðu. Að vísu er viðurkent af þýsku stjórninni, að vafi leiki á um pólitíska liollustu nokk- urra þýskra herforingja. í frétt frá Yarsjá er því haldið fram» að nokkrir lierforingjar hafi verið teknir fastir í Austur- Prússlandi og Pommern. í þýskum blöðum er eklcert minst á þetta mál. Fyrverandi krónprins Þýská- lands kom til Ítalíu í gær, og er hann sagður vera þar á skemtiför. Þýska stjórnin birti í gær til- skipun þess efnis, að allir Þjóð- verjar í öðirum löndum, sem elcki láti skrásetja sig lijá þýsk- um ræðismanni innan þriggja niánaða frá því að þeir komu til landsins, eigi á hættu, að verða sviftir horgararéttindum sínum. Craigavon sigpaði á Nordup-íplandí. London í dag. FÚ. Stjórn Craigavons lávarðar i Nörður-lrlandi liefir lilotið yfir- gnæfandi meirihluta í þingkosn- ingunum, sem fóru fram í fyrra dag. Fnn er ófrétt úr fjórum kjördæmum, en fyrri þingmenn þeirra voru allir úr flokki Crai- gavons. Auk þess hefir floklc- urinn þegar hlotið 35 þingsæti af 52. London 10. fehr. FÚ. Her Japana, sem sækir að norðan frá Ilopeli og' Honan, í tveimur deildum, í áttina til Hankow, liefir miðið 43 kíló- metra áleiðis, eftir því sem Jap- anir tilkynna. Herinn fylgir járnbrautinni frá Peiping. Til- gangurinn með þessum lier- flutningum er sá, að koma að baki ldnverska liernum, sem nú er á undanlialdi frá Su-chow. Su-chow stendur þar sem járn- brautin frá Tientsin til Pukow og járnbrautin til Lung-liai* koma saman. Japanip reyna ad komast ad baki KínveFjnm. JAPANSKIR HERMENN FLYTJA FALLBYSSU YFIR BRÁÐABIRGÐABRÚ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.