Vísir - 22.02.1938, Síða 3

Vísir - 22.02.1938, Síða 3
VlSIR Hvað er að gerast í gjaldeyris málum íslendinga? Eftir Björn Ólafsson Þeir sem meö völdin fara í landinu, hafa til þessa dags engan gaum gefið aðvörun þeirra manna, sem liafa vakið máls á því, að gjaldeyrismálun- um væri hér stefnt í fullkomið öngþveiti. En með hverjum deginum kemur nú skýrar í Ijós, að aðvaranir þessar hafa ekki verið staðlausir stafir. Nú er líklegt að þess verði skamt að bíða, að til þeirra tíðinda dragi, að hinir blindu fái sýn í þessu efni. Þá verður nauðugur einn kostur að horfast i augu við veruleikann af hér á ekki alt að fara í óefni fyrir hugleysi og handvömm. Ef Alþingi, sem nú situr á rökstólum, þekti sinn vitjunar- tíma, mundu þingmenn ekki verja tima sínum í lítilsverð frumvörp gömul og ný, sem skifta landsmenn litlu eða engu máli. Þau máí, sem þjóðinni er nú framar öllu öðru nauðsyn að fiái skjóta og farsæla lausn úr núverandi öngþveiti, eru gjald- eyrismálin og afkoma útvegs- ins. Til þess að leggja hér fjár- hag óg atvinnu í rústir, er engin leið öruggari en sú, að halda hinni sömu stefnu í þessum málum og verið hefir undan- farið. AFSTAÐA FJÁRMÁLARÁÐHERRA. í hyrjun þessa mánaðar hélt fjármálaráðherra ræðu í út- varpið um utanríkisverslunina á síðastliðnu ári. Margir munu liafa húist við því að liann mundi minnast á beiskustu háð- ungina sem nú á sér stað i utan- rikisversluninni: gj aldeyrisleyf- in, sem eru orðin að tálbeitu til að fá til landsins vörur án greiðslu. Á þetta var ekki minst. Hann mintist að vísu á gjald- eyriserfiðleikana og spyr: „Hvað liefir verið að gerast i gjaldeyr- ismálum Islendinga ?“ Hann kemst að þeirri niðurstöðu að þar séu ýms máttarvöld að verki. Saltfiskmarkaðir hafi lokast, þorskafli brugðist, hreyt- ingar á sjávarútvegi lands- manna, aukning fisk og síldar- iðnaðar, nýjum verksmiðju- fyrirtækjum komið ó lot. Þetta hafi ýmist rýrt útflutninginn eða aukið innflutninginn. En þrált fyrir alt á þetla að hafa farið fram „að mestu án þess að erlendar skuldir hafi aukist i heild sinni, a. m. k. elcki síðustu tvö árin“. Og síðan spyr hann: „Er það nokkur furða, að ís- lendingar eigi við gjaldeyriserf- iðleika að striða þegar þessar staðrejmdir eru athugaðar?“ Hann segir ennfremur, að það eigi að vera sameiginlegt á- hugamál allra, að lcynna við- skiftaþjóðum vorum þessar staðreyndir, til þess að skapa þann skilning og ])á samúð annara, sem okkur er nauðsyn- leg. Eg vil taka undir það með ráðherranum, að það væri ekki furða, þegar á alt er litið, ])ótt íslendingar hafi við gjaldeyris- erfiðleika að stríða. En gjald- eyriserfiðleikar landsmanna stafa ekki af þeim orsökum, sem ráðherrann nefnir. Þeir stafa af þeirri háspentu fjár- málastefnu sem markar rekstur þjóðarbúsins. Þeir stafa af skuldasöfnun hins opinbera undanfarin ár. Þeir stafa af stórfeldum kröfum um gjald- eyri, sem koma beint og óheinl fyrir atbeina þings og stjórnar, með styrkveitingum, lánum og ábyrgðum. Þeir stafa af því mikla fé sem taprekstur úlvegs- ins hefir sett í umferð, umfram það sem útgerðin sjálf fær fyrir afurðirnar. Þetta eru liinar eig- inlegu orsakir gjaldeyriserfið- leikanna þótt annað sé jafnan látið í veðri vaka. En það er annað en beinn skortur á gjald- eyri sem öngþveitið skapar. Það er fyrst og fremst stefnan og skipulagið á þessum málum sem öfgunum veldur. Annað hvort er, að fjármála- ráðherra sér ekki ástandið eins og það er og er ekki Ijós sú mik-la ábyrgð, sem á honum livílir í sambandi við gjaldeyr- ismál þjóðarinnar, eða, að liann llfefir reist sér liurðarásinn um öxl þegar hann tók að sér að ráða fram úr þessum málum. Ef honum væri fylíilega ljóst hvert stefnir í þessum málum og hann liefði vilja og mátt til að breyta um stefnu, ætti liann fyrir löngu að hafa forðað þjóð- inni frá því ófremdarástandi sem liún er komin í vegna gjaldeyrisskipulagsins. Það er rétt að þorskafli og fiskmarkaðir liafa brugðist, en annar afli hefir komið í staðinn, síldaraflinn, sem vegur upp rýrnun þorskaflans. Og aðal- atriðið er þó, þnátt fyrir alt, að því nær fullkominn greiðslu- jöfnuður hefir fengist tvö síð- ustu árin í viðskiftunum við út- lönd. Árangur þessara tveggja ára gefur því á engan hátt á- stæðu til að ætla að gjaldeyris- skorturinn þurfi að vera svo á- berandi sem raun ber vitni. Og það er víst, að liefði öðru vísi verið lialdið á þessum málum en hingað til, mundi nú á annan veg horfa í þessu efni. Við- skiftaþjóðir vorar flestar þekkja nú orðið vel gjaldeyris- ástandið hér á landi, því hér hefir safnast mikið af vöru- skuldum við erlend firmu, og enginn veit hvenær þær fást greiddar. Það er auðvelt að tala um að „skapa þann skilning og þá samúð annara, sem oklcur er nauðsynleg“. En það er ekki eins auðvelt og sumir ætla, að gera hvorttveggja í senn, að afla sér samúðar erlendra þjóða, og að nota sér traust þeirra lil að senda hingað vörur sem eklci fást greiddar. Stjórnarvöldin hér fullvrða að skuldir hafi ekki vaxið við útlönd tvö siðustu ár- in. Staðreýndirnar sýna annað. Skuldirnar við útlönd vaxa nú svo að segja daglega. Þær vaxa af því að hin opinberu gjald- eyrisleyfi eru einskisvirði. - — Þær vaxa af því að liin opinbera fjármálastefna er röng. FRAMKVÆMD GJALDEYRISMÁLANNA. Það sem nú er að gerast í gjakleyrismiálum íslendinga, er i raun og veru skipulagsbundin óreiða lieillar þjóðar, sem fer fram með vitund og vilja ríkis- stjórnarinnar, fyrir opnum tjöldum, og engum getur dul- ist, innlendum né útlendum, sem að því gætir. Innflutningshöftin voru sett á til þess aö tryggja það að gjald- eyrir landsmanna hrykki fyrir vörulcaupum og greiðslum til útlanda. Ilöftin voru frá önd- verðu, og eru að ýmsu leyti enn, framkvæmd af handahófi. Þau liafa jafnan verið framkvæmd af lilutdrægni i garð kaup- mannastéttarinnar og aldrei hef- ir verið leitast við af hinu opin- bera, að sætta þessa stétt við liöftin né að gefa nokkurn gaum tillögum hennar um framkvæmd þeirra. Fjármála- ráðherra hefir fyrirskipað á mjög einhliða pólitískan liátt fyrir um framkvæmd haftanna án þess að sjá um að fram- kvæmdin færi að öðru leyti eft- ir ákveðnum reglum, sem nauð- synlegar voru og framkvæman- legar. 1 þessu meðal annars liggur orsök þess að alt skipu- lag gjaldeyrismálanna er nú að komast í sjálfheldu. Það er nöp- ur staðreynd að hafta-hjólið getur nú ekki lengur snúist, þrátt fyrir hagstæðan greiðslu- jöfnuð síðustu tvö árin. Erlent fé liefir frosið hér inni að meira eða minna leyti á hverju ári síðan 1931. En greiðsluvandræðin sem nú eru að ná hámarki sínu, liófust á árinu sem leið. Áður hafði jafn- an fengist yfirfært fyrir erlenda víxla og innheimtur, án þess að um áberandi vanskil væri að ræða. Gjaldevrisleyfi þau sem Gjaldeyris- og innflutnings- nefnd gefur út til greiðslu á innfluttum vörum, gefa nú ekki hina minstu tryggingu fyrir að gjaldeyris fáist, nema vörurnar séu keyptar í „clearing“ frá Þýskalandi eða Italíu. Þrátt fyrir þetta eru gjaldeyrisleyfi gefin út fyrir miljónum króna í frjálsum gjaldeyri sem enga visa áheyrn eiga í bönkunum. Þessi leyfi eru gefin út af sér- stakri stofnun, sem ríkið hefir sett á fót og livert einasta þeirra er gefið út með samþykki bank- anna, annars eða beggja. Að vísu er prentað á þessi leyfi fyr- irvari um það, að þau gildi því að eins að gjaldeyrir sé fyrir liendi. En þólt hægt sé að skjóta sér á bak við þetta ákvæði, þá er það fyrir neðan virðingu Iandsins, að opinbcr stofnun með vitund bankanna, gefi út gjaldeyrisleyfi, sem ekki eru meira virði en pappirinn sem þau eru prentuð á. Enda hafa útlendinear til skamms tíma trúað því að trygt væri að gjald- eyrir fengist út á slík leyfi. Nú vita fæstir liverju liægl er að | treysta. Óhugsandi er að slíkt ! væri látið við gangast í nokkru ; landi sem liefir þroskaðar hug- ] myndir um velsæmi í fjármál- um. BANKARNIR OG SKIPULAGIÐ. Það sem leiðast er við hin „frjálsu“ gjaldej-risleyfi, er að þau eru gefin út af liinu opin- bera í samráði við bankana, vit- andi þess, að gjaldeyrir muni ekki fást út á þau nema að nokkru leyti og þess vegna muni þau verða þess valdandi að stofna skuld erlendis, sem enginn veit hvenær greidd verð- ur. Mér er ljóst að bankarnir eru ekki sjálfráðir með þessar ráðstafanir, því að skipulagið er ákveðið af ríkisstjórninni. En þess cr ekki að dyljast, að bankarnir hafa i þessu innflutn- ings og gjaldeyrisskipulagi mjög óvirðulegt hlutverk. Furðulegt er að þeir skuli ekki fyrir löngu liafa neitað að halda áfram á þessari braut. Þeim hlýtur að vera Ijóst að með sömu stefnu falla utanríkisviðskiftin í rústir áður en langt um líður. Bank- arnir hafa reynt undanfarið að synda milli skers og báru í þess- um málum. Þeir virðast þó varla vita hvernig þeir eigi að lialda gangandi þessu skipulagi, sem heimtar óþrotlegar til- kynningar um vanskil af hálfu þeirra, sem standa með reiðufé í höndunum og vilja borga. Bréf þau sem bankarnir senda til útlanda i sambandi við end- ursendar kröfur, lýsa betur en nokkuð annað því ófremdar- ástandi, sem nú ríkir hér í þess- um málum. Afrit þessara bréfa hafa borist fná útlöndum til flestra innflytjenda hér. Bréfin eru á þá leið, að bankarnir til- kynna hinum erlenda kröfu- eiganda, „að gjaldeyrishömlur og erfiðleikar, sem hér eru nú, gera oss óþægilegt að annast innheimtu yðar á venjulegan hátt“. Hins vegar er boðist til að leggja fé hér inn á „lokaðan“ reikning án nokkurar skuld- bindingar um yfirfærslu. Þessi bréf eru send til ei’lendra firma, er hingað senda vörur, skömmu eftir að þeir bankar, sem bréfin senda, hafa gefið samþykki sitt til að gjaldeyrislejdið væri gef- ið út, er átti að tryggja greiðslu vörunnar. Það er kominn tími til að þessu sé breytt. Þeim mörgu innflytjendum, sem orðið liafa fyrir erfiðleik- um og traustspjöllum vegna gjaldeyrisskortsins, hefði þótt sanngjarnt, að bankarnir léti hina erlendu viðskiftamenn fá vitneskju um það, að víxlar eða kröfur sem greiðsla er boðin fyrir, sé endursendar vegna skorts á gjaldeyri en ekki vegna vanskila greiðenda. En á þetta hefir þótt mjög skorta. Bank- arnir endursenda víxla án þess að gefa skýringu á liver orsökin sé fyrir þvi að þeir voru afsagð- ir og endursendir. Er þetta þó ekki nema sjálfsögð siðferðis- skylda bankanna gagnvart við- -skiftamönnum sínum. EINKASÖLUR RÍKISINS. Verslanir ríkisins hafa- verið í stórfeldum vanskilum við er- lend firmu. í augum útlendinga eru ríkiseinkasölur sama og ríkissjóður. Vanskil þeirra er hið sama og vanskil rikisins. Rikið flytur nú inn vörur i stór- um stíl sem það liefir ekki tryggingu fyrir að geta greitt. Sumar einkasölurnar eiga nú erfitt með að ná vörum vegna skulda við aðalviðskiftafirmu sín. Aðrar, eins og tóbakseinka- salan, hafa neyðst til að leita gjaldfrests-samninga á almenn- um vöruskuldum. Er ilt að þurfa að grípa til slíks örþrifa- ráðs, en það sýnir manndóm forstjórans að leitast við að gera „hreint borð“ við viðskiftamenn sína, hversu sem tekst um frarn- haldið. Það er óþolandi háðung allri þjóðinni að ríkið skuli vera í vanskilum með verslanir sínar og ef lialdið verður áfram á sömu braut, stofnar rílcið verslunarskuldir í fullri óvissu um að geta staðið í skilum. Það velur sér hlutverk Iiins alment fyrirlitna óreiðumanns. Það yrði að íeljast eklci all-lítil nið- urlæging, ef erlend firmu tæki upp þann sið að stefna ríkinu fyrir skuldir á „diplomatiskan“ liátt gegnum ræðismenn sina liér. Dæmi mun vera lil um að slikt hefir verið gert nýlega. Ef ríkiseinkasölurnar halda áfram að stofna skuldir í útlöndum sem ckki verður hægt að greiða, getur það liaft afleiðingar, sem ekki verður séð út yfir að sinni. Skuldir þeirra nú, sem fallnar eru í gjalddaga, nema hundruð- um þúsunda króna. Erlendis er litið á vanskil ríkisverslananna sem forleik að rikisgjaldþroti gagnvart útlöndum. ÍSLENSKIR NÁMSMENN ERLENDIS. Ein lilið gjaldeyrismálanna er sú sem snýr að námsmönnum erlendis. Þeir fara til útlanda eftir að liafa fengið gjaldejTÍs- leyfi fyrir mánaðarlegum greiðslum, sem þeir þurfa sér til framfærslu. Þessar mánaðar- greiðslur eru venjulega skornar mjög við neglur. — Erlendis er nú fjöldi íslenskra náms- manna í ýmsum greinum, sem fór utan í því trausti að þessi gjaldeyrir fengist reglulega. En þetta hefir mjög átakanlega brugðist síðasta misseri. Margir námsmenn hafa ekki fengið nauðsynlegan gjaldeyri héðan svo mánuðum skiftir. Þessir menn eiga fæstir völ á nokkuri hjálp ef peningasendingarnar að heiman bregðast. Það mun varla ofmælt að margir íslensk- ir námsmenn svelta nú erlendis af þessum orsökum. Það er betra að mámsmenn komist ekki utan en að þeir fari út og standi þar svo uppi félausir og verði síðan að liætta námi eftir kostn- aðarsama tilraun. Þjóðinni er lítil sæmd í því að búa svo að námsmönnum sínum erlendis að þeir svelti þar sem beininga- menn. HVERT STEFNIR? Frá nýári liefir gjaldeyris- ástandið farið dagversnandi. Svikaþinullinn dregst nú fastar og fastar utan um verslunar- stéttina og þjóðina i heild og ekki bætir það, að hinar ósýni- legu greiðslur til útlanda kom- ast iá þessu ári upp í nálega 10 miljónir króna. Ef ekki skeður kraftaverk næstu mánuði, sem bjargar landsmönnum úr gjald- eyrisöngþveitinu, er ekki útlit fyrir annað en að megin hlutinn af utanríkisverslun landsins hljóti að falla i rústir. Óreiðan og skuldasöfnunin eykst. Land- ið verður brennimerkt fyrir vanskil. Innflytjendur missa smátt og smátt flest erlend sambönd og að því hlýtur að draga, að erfitt verður að fá vörur til landsins nema frá clearing-löndunum. Lánstraust rikis og einstáklinga bíður ómetanlegan hnekki. Til þess getur og komið, að erlend ríki fari að blanda sér í málið vegna hagsmuna þegna sinna, sem hér eiga fé frosið inni. Lausaskuldir innflytjenda i Reykjavik við erlend verslunar- hús skifta nú milj. kr. Allar þær skuldir voru stofnaðar i trausti gjaldeyrisleyfa sem hafa brugðist. Af þessum sökum hefir landið fengið á sig óreiðu- orð. Það fer ekki leynt á Eng- landi og á Norðurlöndum að verslunarskifti hér við land eru talin mjög varhugaverð. Það sem er að gerast í gjald- eyrismálum landsins er í fáum orðum þetta: Þrátt fyrir tveggja ára liag- stæðan verslunarjöfnuð er gjaldeyrisskipulagið að $igla í strand. Hin opinbera gjaldeyrisskrif- stofa í samráði við bankana, gefur út gjaldeyrisleyfi er lieim- ila mönnum að stofna vörii- skuldir i útlöndum, en þegar á að greiða skuldirnar er tilkynt að gjaldeyrir fáist ekki. Af þessum sökum hefir þjóð- in komist i stórfeld og auðmýkj- andi vanskil erlendis, sem fljót- lega munu kippa fótunum und- an utanríkisverslun landsins, ef áfram er lialdið ká sömu braut. Auk þeirrar þjóðarhneisu sem þetta ásland skapar, leynist í kjölfari þess liætta fyrir sjálf- stæði landsins. Til þess að bæta úr þessu öngþveiti eru fleiri ráð til en eitt. En eg ætla ekki að fara inn á það að sinni. Því að það er þeirra að ráða fram úr þessu, sem völdin liafa og ábyrgðina bera og aldrei þykir nokkurs nýtt það sem pólitískir andstæð- ingar leggja til málanna. Veðrið í morgun. í Reykjavík i st., mestur hiti í gær 6, minstur í nótt i st. Heitast á landinu í morgun 5 st., á Horni, Siglunesi og |Bolungarvík, kaldast — 3 st., á Skálanesi. Úrkoma hér í gær 0,4 mm. Yfirlit: Hæ8 yfir ísiandi og Bretlandseyjum. Lægö yfir Noröur-Grænlandi á hreyf- ingu í austur. Önnur su'ður af Grænlandi á hreyfingu í norSur. Horfur: Faxaflói: HægviSri. Úr- komulaust. Skipafregnir. Gullfoss er í Kaupmannahöfn, GoSafoss fór frá Hull í gærkveldi áleiðis til Hamborgar. Selfoss er á leið til Leith frá Vestmannaeyj- um. Dettifoss er í Reykjavík. Brú- arfoss var á Hvammstanga í morg- un. Lagarfoss fer frá Hamborg í dag áleiðis til Kaupmannahafnar. Fjármálaráðherra mun flytj a fjármálaræðu sína á morgun, yfirlit og hag á afkomu ríkisins. A8 því búnu tala fulltrú- ar hinna flokkanna í fjórðung stundar hver. Fundinum veröur út- varpað. Höfnin. Drotningin fór vestur og norð- ur í gærkveldi. Lyra kom fráBerg- en i gærkveldi. Ljósatími bifreiða og bifhjóla er nú kl. 5.45 síðd. til kl. 7.40 árd. Bjarni Björnsson endurtekur skemtun sína einu sinni enn þá annað kveld, vegna fjölda áskorana. Ætlar hann aS bjóða þinginönnum á skemtunina, svo að varla mun honum takast ver upp þá en undanfariö, þegar „fyrirmyndirnar" eru viöstaddar. Miðstjórn F ramsóknarf lokksins hefir gert samþykt þess efnis, að flokkurinn leiti stjómarsam- vinnu við socialista á yfirstand- andi þihgi. Er þetta það sem búist var við og munu vera meiri kær- leikar nú milli stjórnarflokkanna en látið hefir verið í veðri vaka ?-'ð væri oft aður. Meiri furöu vek- ur samþykt ]iessi aö því leyti, sem hún beinist að samstarfinu við konunúnista, því þeim er afneitað að fullu og öllu og kveðið upp úr með að Framsóknarflokkurinn neiti öllu samstarfi viS flokk er sæki ráS sin til erlendra valdhafa,. Slík yfirlýsing er furSulega ósvíf- in þegar þess er gætt, aS þaö eru eklci lengra siSan en 3 vikur, aS TímaliSiS var í opinberu banda- lagi viS kommúnista viS kosning- ar til bæja og sveitastjórna á ýms- um stöSum úti á landi. (Yfirlýsing miSstjómarinnar út af kommún- istum er auSvitað markleysa ein og hin auðvirSilegasta blekking, og þótt landsmenn séu ýmsu van- ir úr þessari átt, þá mun mörgum blöskra þessi lítilsiglda afneitun á samstarfi viS flokk, sem ekki er lengra en 3 vikur síSan aS Tíma- liSiS barSist með hliS viS hliS.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.