Vísir - 03.03.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 03.03.1938, Blaðsíða 3
VlSIR Sáttasemjari ríkisins, dr. Björn Þórðarson, lagði í gær fyrir sjómenn og útgerðarmenn miðl- unartillögu er fól i sér hækkun á tveimur lið- um kaups aðallega: a) b) Kaup lægst launuðu háset- anna á saltfiskveiðum hækki um kr. 6.00 á mán- uði. Kaup á síldveiðum sé stig- hækkandi þegar verðmæti síldar er komið upp fyrir ákveðið mark. Þessi miölunartillaga var rædd af háðum aðilum í gær- kvöldi og nótt. Fulltrúar sjó- manna höfnuðu tillögunni. Fundur útgerðarmanna sam- þykti að afhenda sáttasemjara svohljóðandi svar, sem ber það með sér, að útgeröarmenn halda fast við fyrri afstöðu sína í málinu: 2. mars 1938. Vér höfum lagt tillögur sáttasemjara, þær er oss voru afhentar í dag, fyrir fund um- bjóðenda vorra, með þeim á- rangri, að hafnað var að ganga að greindum tillögum. Meðan samningaumleitanir hafa farið fram, hafa útgerð- armenn lagt fram kröfur sinar um ráðstafanir til liagsbóta fyrir hinn aðþrengda atvinnu- veg vorn fyrir fulltrúa stjórn- málaflokkanna, þá, er ríkis- stjórnin hefir skipað til að at- huga ástæður útvegsins, og hafa þær undirtektir sem kröfur vorar enn hafa mætt, mót von vorri, verið mjög daufar. Eins og horfur eru enn á þvi máli, og með hliðsjón af sölu- horfum afurðanna og mark- aðsástandinu yfirleitt hvað sjáv- arafurðir snertir, verðum vér að tilkynna yður, að oss virð- ist sem ekki verði unnt að reka togaraútgerðina, jafnvel með óbreyttum kjörum frá því, sem var áður en samningum var sagt upp, nema Alþingi fallist í öllum verulegum atriðum á þær hagsbætur útveginum til handa, sem vér höfum fram- sett og rökstutt í kröfuskjali því, er áðurnefndum fulltrúum flokkanna hefir verið aflient- Fundurinn samþykkti því að bjóðast til að endurnýja sið- asta samning óbreyttan, gegn því, að Alþingi fallist í öll- um verulegum atriðum, á um- ræddar kröfur vorar útvegin- um til hagsbóta. Virðingarfylst, í samninganefnd botnvörpuskipaeigenda (Undirskr.). Gjafir til Slysavarnafélags Islands. Daginn eftir að björgunar- skipið „Sæhjörg“ kom hingað til Reykjavíkur færði „óþektur sjómaður“, sem verið hafði í tedrykkju þeirri er félagið hélt að Hótel Borg komudag skips- ins, Magnús Sigurðssyni, banka- stjóra, gjaldkera félagsins, kr. 1000,00 að gjöf, til starfsemi Slysavarnafélagsins. Fyrir þessa höfðinglegu gjöf færi eg gef- andanum mínar bestu þakkir og tárnaðaróskh'. F. h. Slysa- vax-nafélags íslands. — J. E. B. Álit félaganna mun skiftast í tvö liorn. ú er beðið eftir áliti frá verk- n lýðsfélögunum út um land um frumvarp það um stéttar- félög og vinnudeilur, sem sam- ið hefir verið af nefnd þeirri sem atvinnumálaráðherra skip- aði. Vinnuveitendafélag íslands sendi atvinnumiálaráðherra í gær ítarlegt álit um hið nýja frumvarp, en það er nú til um- ræðu hjá verklýðsfélögunum. Álit félaganha mun ekki vera á einn veg. Allmörg félög munu vera á móti frumvarpinu og er_ á meðal þeirra „Dagshrún“ undir stjórn Héðins. Hvar sem álirif kommúnista ná til eru gerðar samþyktir á móti allri vinnulöggjöf í hvaða mynd sem hún er, en þau félög þar sem kommúnistar og Héð- inn eru í minni hluta eru frem- ur meðniælt löggjöfinni. Það er ekkert efamál að örlög málsins velta á þvi livernig undirtektir verklýðsfélaganna verða. Verði niðurstöður fund- anna í félögunum á þá leið, að vinnulöggjöf verði liafnað, þá munu sósialistar ekki treystast til að fylgja málinu fram og framsóknarmenn láta J>að um leið niður falla. Alt tal Alþýðuhlaðsins um það, að ef verklýðsfélögin ekki samþykki till. hinnar stjórn- skipuðu nefndar þá semji sjálf- stæðismenn og Tímamenn um málið, er út í loftið. , Snúist liinsvegar a. m. k. verulegur hluti verklýðsfélag- anna á sveif með löggjöfinni er sennilegt að atvinnumálaráð- herra leggi frv. nefndarinnar fyrir þingið sem stjórnarfrum- varp. Einskonar undipbúningsþing til léttis fyrip Alþingi. adeias Loftnp. RI itt í öllu aðgerðaleysinu hef- ir Alþingi nú fengið til með- ferðar frumvarp um liéraðs- þing, er fari í þá átt að heimila að slík þing, sem lialdin eru í sýslum landsins skuli eiga heimtingu á því, að sérstakt til- lit sé tckið til þeirra á Alþingi. Kemur það óneitanlega dálítið einlcennilega fyrir nú á þeim tímum, sem Alþingi er orðin sviplaus og aðgerðalítil stofnun, ef miðað er við þann tíma, sem það tekur og það fé, sem það eyðir, ef stofna á nú til eins- konar úliltúa frá Alþingi út um sýslur landsins, sem taki mikið til meðferðar af þeim söniu málum, sem hingað til liafa að fullu og öllu legið fyrir Alþingi til undirbúnings og samþyktar. Frv. þetta, sem er flutt af þing- mönnum úr öllum flokkum er í stuttu máli á þá leið,að liéraðs- þing megi setja á stofn og sé til þeirra kosið „eftir lýðræðisleg- um reglum“ þ. e. að fulltrúatal- an miðist við styrk stjórnmála- flokka í viðkomandi héraði eins og hlutföllin reynast við J>ing- kosningar og er skv. frumvarp- inu alt fyrirkomulag eingöngu miðað við flolcka og stjórnmála- fylgi og hreppum skift niður í pólitískar herbúðir með um- boðsmönnum og fulltrúum floklca o. s. frv. Þessi þing eiga siðan að ræða liéraðs- og lands- mál og skal senda Alþingi sam- ]>yktirnar og skal þeim vísað þar til viðkomandi nefnda til sérstakrar ályktunar. Fyrirmyndin að þeim héraðs- þingum, sem hér ræðir um, er sótt til héraðsfunda sem haldn- ir liafa verið i ísafjarðarsýslum um nokkurt skeið. Þessi umhyggja Alþingis fyr- ir þinghöldum og pólitískum samkomum úti á landi til um- ræðu um liéraðs og landsmál er ef til vill góðra gjalda verð, en þó næði þetta þá fyrst tilgangi sínurn ef þessi þinghöld reynd- ust aðgerðameiri í þeim málum sem þeim eru fengin til með- ferðar heldur en Alþingi er í nauðsynjamálum lands og þjóðar. Ef til vill má segja, að þingmönnum hefði staðið fult eins nærri, að þessu máli ólöst- uðu, að snúa sér að því að finna ráð til þess að koma í veg fyrir að Alþingi gæti setið auðum höndum svo vikum skiftir og eytt fé almennings til litils gagns. Farþegar meS e.s. Gullfoss frá útlöndum í gær: S. Jónsson og frú, G. Þor- steinsson og frú, H. Andersen, frú og 2 börn, frú Inga Sörensen, Jó- hanna ;Helgadóttir, Valger'Sur Helgadóttir, Þorv. Benjamínsson, Rich. Thors frkvstj., ungfrú Daisy Jósefsson, ungfrú Hekla Jósefs- son, frú Haldórsson, Adolf Frede- riksen, Martin Hansen, Guhlaug- ur Magnússon, E. Larsen, frú Þ. Thorlacius, Kristín Hálfdánardótt- ir, FrícSa Ólafsdóttir, Chr. Fr. Niel- sen, Petrína Þorvaröardóttir, Guö- mundur Jónsson o. fl. V erslunar skólanemendur, sem útskrifuöust vorið 1934, hald’a skemtifund anna'S kvöld kl. 8,30 að Hótel Borg, uppi. Jarðarför mansins míns, Jóns Jönssonar, verkstjóra (Hól), fer fram frá dómkirkjunni föstudaginn 4. þ. m. og liefst kl. 1 e. li. á heimili lians, Bræðrahorgar- stíg 21. — F. li. mína og annara aðstandenda. Þóra Pétursdóttir. Maðurinn minn, faðir og tengdafáðir, Jón Jónasson Straumfjörö, andaðist 2. rnars. — Ragnheiður J. Straumf jörð, Guðrún Jónsdóttir, Ólafur Þórðarson, Bóksala og búraháttap. Við Islendingar höfðum ávalt verið smælingjar iá meðal þjóð- anna og ekki liaft þar af mörgu að státa. En eitt er það, sem við liöfum lengst af fundið til með nokkrum metnaði og líka hlot- ið virðingu annara þjóða fyrir, en það er, að við vorum bók- mentaþjóð; og J>egar við hætl- um að vera það, þá fækkar skrautfjöðrunum. Að skapa bókmentir og njóta þeirra var löngum hugsjón hinna bestu manna, jafnt hinna auðugustu sem hinna snauðustu. Arason móti exi sneri. andans sterka vígabrandi, Hallgi'ímur kvað í lieljar nauðum heilaga glóð í freðnar þjóðir. Meðan eftir eimir af þeim hugsunarhætti blæðir íslenslcu hjarta J>egar það minnist Gísla Konráðssonar, sem ekki vissi hvað hann átti að gera við korn- ið úr ]>ví enginn fékst pappír- inn. Meðan sú liugarstefna er til verður líka til einhver Matthías, sem kveður um Símon Dalaskáld látinn, og einliver Grímur, sem yrkir um Daða fróða helfrosinn í norð- lensku stórhríðinni. En J>ess sjást nú raunalega mörg xnerkin, að þjóðin sé tck- in að afrækja bókmentirnar og leita sálu sinni svölunar ann- ai'staðar. Jafnvel er svo komið, að íslenslc löggjöf leggur í skilningsleysi sínu lxömlur á hókaversluix og tollar bækur (að eg nú ekki tali um efni til bóka), sem ]>ó þykir skrælingja- háttur. Að Reykvikingum und- anskildum gera menn alnxent oi'ðið lítið að bókakaupum. Ef þeir vilja lesa bók, ]>á er snapað eftir Jxvældu eintaki i lestrai'fé- laginu, en lestrarfélagið á, eins og flest annað nú á timum, að lifa á „opinberu“ fé. Hingað til hefir J>ó Jxetta burthvarf frá bókmentunum einkum lýst sér í kæruleysi eða óvirkri andúð. En nú er farið að hóla á öðru, sem ákveðnara er. I einu dagblaðanna í dag er grein um „hvimleiða gesti“, og þessir hvimleiðu gestir eru far- andbóksalar Jxeir, sem enn hera við að láta sjá sig í sveitum. Höfundur greinarinnar nefnir sig Teit Eyjólfsson, og verður því nafnsins vegna að ætla að hann sé Islendingur. Honuxn er ákaflega illa við Jxessa menn, sem fyrir „bókarusl“, „rímna- og sögurusl“ og jafnvel „guðs- orð“ æra fé út úr einföldum og saldausum sveitamanninum. „Mikil verða hermdarverk; ek hefi spunnit tólf álna garn, en þú hefir vegit Kjartan.“ „Sveitabóndi” leggur á sig ferðalag til Reykjavíkur til Jxess í gær að brýna íbúa hennar unx að sækja skemtanir, og í dag keniur (að því er mér skilst) annar sveilamaður og varar við, ekki falsspámönnum heldur farandbóksölum. Marg- hreytilegar verða þær enn sáhx- hj álparleiðirnar. I uppvexti mínum voru mér tveir nxenn kærari en flestir aðrir. Annar var Sigurður Krist- jánsson, fyrir bókarusl sitt, sögurusl (ekki síst Islendinga- sögurnar) og rímur; hinn var Valdimar Ásmundsson fyrir samskonar rusl þar sem var Fjallkonan. Eg unni báðunx. Nú liggja æskuárin óralangt að baki, en liugur minn til Jxessara manna er enn í dag óbreyttur með öllu. Eg ólst upp á fátækum sveita- hæ og í uppvextinum lxlakkaði eg sí og æ nxest til þx-iggja hátíða ársins. Ein Jxeirra var jólin, önnur var sumardagurinn fyrsti, en sú Jxriðja og ekki sísta var komudagur farandhóksalans Sigurðar Erlendssonar, sem á hverjum vetri kom og gisti hjá foreldrum minum. Hann kom snxátt og snxátt með allar íslend- ingasögurnar ásamt mörgu öðru, og af honum keypti eg bækur fyrir fyrsta peninginn, sem eg eignaðist: Tíbrá Torf- hildar gömlu og Varabálk Sig- urðar Guðmundssonar. Þær bækur á eg ennjxá. Það var dýr- legur dagur þcgar Sigurður konx kjagaixdi, oft í ófærð og slæmu veðri, með stóra sldrrn- klædda kofortið sitt á hakinu, og blessuð veri ávalt nxinning þessa vandaða og góðviljaða Ijósbera nxeð saklausa barns- lijartað. Daði Níelsson, Jón Borgfirð- ingur, Sigurður Erlendsson og Jxeirra stallbræður, ]>að eru mennirnir, sem Teitur þessi leyfir sér að tala um með fyrir- litningu og andúð og íiefna flakkara. En á lxverjum ætli ó virðingin skelli hér, þeim eða honum sjálfum? Þá eru það sértrúarflokkarn ir, sem láta fara með rit sín urn landið. Þeir koma nú ekki til vinarhúsa þar sem Teitur er, og læst hann þó vei’a gestrisinn. Líklega eru þeir fáir, sem minni nxætur lxafi á sértrúarkreddunx en eg. En það vil eg, að sértrú armaðurinn liafi það nxálfrelsi og atliafnafrelsi, sem eg heinxta fyrir sjálfan nxig. Engan kredduflokk veit eg lxaixxpa fá- ránlegri kenningum en advent- ista, en þegar eg var að alast upp voru úr þeii'ra hóp tveir farandbóksalar, senx heita nxáttu tíðir gistivinir hjá foreldrum nxínunx, og mjög voru þeir báð- ir hjartanlega velkomnir gestir enda þótt enginn á heinxilinu hallaðist að trúarskoðunum þeirra. Amxar var sænskur á- gætismaður, sexxx eg veit ekki hvort nú er lifs eða liðinn. Hinn var íxiætismaður af stórmerkri Unx leið og Jxér eignist tækifæri til stórliappa, styrk- ið þér Háskólann til þess að eignast þak yfir höfuðið. Hver hreppir næsta stór- happ? Ekki sá, sem engan happdrættismiða á. Frá starfsemi Happdrættisins. 27. Stoð og stytta mannsins síns. 1936, í 4. flokki, vann ung, ný- gift kona, 5000 krónur. Hún lét manninn sinn fá þessa peninga til þess að koma fótum undir ný- byrjað starf hans. 28. Nánxsstyrkur. 1937, í 10. flokki, vann fátæk- ur námsma'ður 1000 krónur. 29. Stúlkan, sem tapaði í happdrættinu. Á N.firði bar það við, að stúlka ein, vel efnum búin, en talin nokkuð samhaldssöm i fjármál- um, keypti % miða. Daginn áð- ur en dregið var, sendi umboðs- maður til hennar með þau skila- boð, að nú yrði hún að endur- nýja. Sendillinn konx aftur með þau skilaboð, að hún væri ekki að fleygja peningum í happdrætt- ið, það ynni enginn hvort sem væri. Daginn eftir drátt var stúlkan við dyrnar hjá umboðs- manni, og kvaðst nú ætla að end- urnýja. Umboðsmaður sagði henni, að nú væri það of seint. En þegar að var gáð, hafði núm- er hennar komið upp með 500 krónur. 30. Óánægður maður vinnur. Ýmsir kvarta undan óhepixni sinni og þykjast ætla að hætta að spila. Einn af þessum mönnum var A. á Akureyri. Var hann gjör- samlega trúlaus á að geta unnið og var fastákveðinn að hætta. En fyrir fortölur umboðsmanns, tók liann þó númer sitt með illu. Á þetta núnxer vann hann i 10. flokki 1937 1000 krónur, og er nú hinn ánægðasti. Fleira ber aö kaupa en krofid eit ATH. Vegna óvaiialegrar eftir- sóknar tilkyiinist heiðruðum viðskiftavinum Happdrættis- iixs, að paixtaðir miðar hjá umboðsmönnum voruin, verða að skrásetjast og sækj- ast í siðasta lagi 5. mars, annars eiga viðskiftamenn vorir á hættu að liinir pönt- uðu miðar verði seldir öðr- um. — UMBOÐSMENN í Reykjavík hafa opið á laugardag 5. mars til kl. 10 e. h. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.