Vísir - 12.03.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 12.03.1938, Blaðsíða 2
VlSIR DAGBLAÐ Útgef andi: BLAÐAÚTGÁFAN VfSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa ojt afgreiðsla SÍHar: Austurstræti 12. Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Sanngirni. Ilþýðublaðið segir i gær, að ** kröfur þær, sem gerðar eru um þessar mundir um hækkun á vinnulaunum í landinu, séu „bygðar á fullkominni sanngirni og nauðsyn". Og frá sjónarmiði þeirra, sem kaupkröfurnar gera, á þetta vafalaust við mikil rök að styðjast. En það verður að taka fleira til greina ef fullr- ar sanngirni á að gæta. Því verður vitanlega ekki neitað, að „sanngjarnast" sé, að kaupgjald hækki samfara vax- andi dýrtíð. Hinsvegar er það auðsætt,. að öll kauphækkun hlýtur að auka dýrtíðina og þannig að leiða til nýrrar kaup- hækkunar. Það er þvi nauðsyn- legt að athuga, hvort ekki sé unt að ná sama tilgangi iá annan hátt. Nýlega hefir söluverð ný- mjólkur verið hækkað hér i bænum. Það véfengdi enginn, að sú verðhækkun væri „bygð á f ullkominni sanngirni ognauð- syn", frá sjónarmiði mjólkur- framleiðenda séð. Það var talið, að fullar sönnur hefðu verið færðar á það, að framleiðslu- kostnaður mjólkurinnar hefði vaxið að svo miklum mun, síð- an mjólkin hafði verið verðlögð síðast, að framleiðslan gæti ekki borið sig lengur með óbreyttu verði. Hinsvegar var því haldið f ram af mörgum, og þar á með- al Alþýðublaðinu, að hækkun mjólkurverðsins mundi draga svq mjög úr mjólkurneyslunni, að afkoma framleiðendanna yrði engu betur borgið með því, og að affarasælla mundi reyn- ast að lækka verðið og stuðla með því að aukinni mjólkur- neyslu. Og um þetta voru full- trúar sósíalista og kommúnista i bæjarstjórn á einu máli. En um vinnulaunin í landinu gegnir mjög líku máli. Því hærri sem þau eru, því meir dregur úr eftirspurninni eftir vinnunni og atvinnan og fram- kvæmdirnar minka. Því meiri sem útgerðarkostnaður skip- anna verður, því styttri verður útgerðartíminn. Því hærra sem vegavinnukaupið verður, því skemri verður tíminn sem unn- ið verður að vegavinnu o. s. frv. Þegar um það er að ræða, hvort kaupkröfurnar séu á „sanngirni bygðar, þá verður að gæta fullrar sanngirni á báða bóga. Það verður engum að gagni til langframa, að hækka kaupgjald við atvinnurekstur, sem ber sig ekki. Togaraútgerð- in hefir verið rekin með tapi í mörg ár, og öll þau ár hefir kaupið á togurunum þvi í raun- inni verið of hátt, eins og allur útgerðarkostnaður í heild. Það getur því tæplega talist „á full- kominni sanngirni bygt" gagn- vart þessum atvinnurekstri, að krefjast nú kauphækkunar. En þar við bætist, að þrátt fyrir alt, er það togaraútgerðin, sem einna best hefir búið að sínu verkafólki af öllum atvinnu- rekstri í landinu. Þrátt fyrir alt hafa árstekjur sjómannanna á togurunum verið hærri en allra annara verkamanna á sjó og landi á undanförnum árum. ERLEND VÍÐSJÁ: Austurríki og Þýskaiand. Eins og skeyti herma í gær og í dag eru horfur hinar alvarleg- ustu í álfunni, vegna ágreinings- mála ÞjóSverja og Austurríkis- manna. SíSan er Hitler bau'S Schusnigg Austurríkiskanslara á sinn fund og þeir gerSu meS sér samkomulag þaS, sem svo mjög hefir veriS rætt um í blaSaskeyt- um, hefir veriS æsingameira í Austurríki en áSur. Nasistar hafa fært sig upp á skaftiS, aS því er virSist víSast hvar, og þaS hefir leitt til árekstra. Þegar þetta er ritaS berast þær fregnir, aS Schus- nigg kanslari hafi neySst til aS fresta þjóSaratkvæSi því, sem fram átti aS fara í Austurríki næstkomandi sunnudag 13. mars. Hinir alvarlegustu atburSir kunna aS vera aS gerast eSa hafa gerst, þegar þessar línur birtast á prenti. Til nokkurrar glöggvunar á því hversu ástatt hefir veriS í sambúS Austurríkismanna og ÞjóSverja að undanförnu birtist hér út- dráttur úr grein, sem nýlega birt- ist í kunnu amerísku blaSi, frá fréttaritara þess í Vínarborg: Mikil óvissa er ríkjandi um framtíSarsamband Austurríkis og Þýskalands (þetta er skrifaS 4. febr.). SamkomulagiS, sem þessar þjóSir gerSu meS sér 11. júlí 1936, er enn í gildi aS nafninu, aS minsta kosti er mikiS í þaS vitn- aS, en samkvæmt því er gert ráS fyrir, aS á því skyldi byggja menningarlega og viSskiftalega samvinnu, og margir hafa lagt þann skilning í samkomulagiS, aS þaS ætti aS leiSa til stjórnmála- legrar samvinnu. Einkum hafa ÞjóSverjar litiS svo á. En þaS hef- ir komiS ákaflega oft í ljós aS undanförnu, aS í Berlín og Vínar- borg er litiS ólíkum augum á mik- ilvæg máí, og viSræSur austur- rískra og þýskra stjórnmálamanna sem við og viS hafa fariS fram, hafa veriS fremur árangurslitlar. Sá möguleiki er enn fyrir hendi, aS' ÞjóSverjar verSi afskiftasam- ari en veriS hefir um málefni Austurríkismlanna. Yfirleitt er taliS, aS ekki muni til þess koma, aS gerS verSi tilraun til byltingar meS aSstoS þýskra nasista, enda þótt ákafir austurrískir og þýskir nasistar vafalaust ali vonir í þá átt. Til slíks~ gæti þó komiS, ef óstand og horfur í álfunni væri þannig, aS ÞjóSverjar teldi ekki þurfa aS óttast afskifti annara þjóSa af Austurríki. Því aS vitan- lega vakir þaS fyrir ÞjóSverjum, aS innlima Austurríki í Þýskaland. En árangur hefir orSiS af undir- róSri ÞjóSverja í Austurríki, sam- vinna hefir veriS ráSgerS á ýms- um sviSum, um fyrirlestrahald, skólamál, útvarpsmál, íþróttamál o. m. fl. Tillögur hér aS lútandi voru til athugunar hjá báSum rík- isstjórnunum. En margt ber á milli og óánægjuefnin eru mörg. Austurríkismenn eiga t. d.* erfitt meS aS skilja þaS, aS ÞjóSverjar skuli geta variS stórfé til undir- róSursstarfsemi í Austurríki, en Hitlei* lag-dni? af stað til Wien Míinehenc Þjódverjai* iiafa sent liei* til Austurríkis. — Mikill lids-* safnaðui* við landamæi*i Tékkóslóvakíu — Seyss-Inquart liyltui* í Wien. — Leiðtoga? FoduplandsfylkingaFÍnnap kandteknii* um alt Austurpíkl. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Fregnir frá Salzburg herma, að þýskt herlið hafi farið yfir landamæri Austurríkis við Salz- briicken kl. 5.45 í morgun á leið til Salzburg. United Press hefir átt viðtal í talsíma við fylkisstjór- ann í Efra-Austurríki, og staðfesti hann, að þýskt fót- göngulið hefði farið yfir landamæri Austurríks á leið til Linz kl. 5.25 í morgun. Frá Munchen er símað, að mikil liðsöfnun fari fram við landamæri Austurríkis og landamæri Tékkósló- vakiu. Er giskað á að þar sé nú um 50.000 hermenn samankomnir. Berlínarf regnir herma, að Hitler sé lagður af stað til Munchen og muni fljúga þaðan til Wien- Opinberir starf smenn haf a þó með öllu neitað að gef a nokkur- ar upplýsingar um ferðalag Hitlers. Pamkvæmt opinberri tilkynn- " ingu frá Graz, hafa árásar- liðssveitir (S. A. og S. S.) tekið í sínar hendur alla löggæslu í Styriu, en þar hefir nýr ríkis- stjóri tekið við embætti. Mikil hátíðahöld eru ráðgerð um alt ríkið. virSast ekkert fé hafa til þess aS greiSa verslunarskuldir. Eftirtektarvert er, aS ÞjóSverj- a. skortir óunna málma. Austur- ríkismenn gætu lagt þeim til ó- hemju mikiS af óunnum málmum, því aS Alpine Montana félagiS austurríska ræSur yfir mjög auS- ugum málmnámum. ÞjóSverjar vilja gjarnan kaupa sem mest af málmi frá Austurríki — og safna þar skuldum, til þess aS knýja Austurríkismenn þannig til þess aS taka vörur frá Þýskalandi upp í skuldirnar, en Austurríkismenn hafa lært af reynslu Jugoslava og Ungverja í þessum efnum — og neituSu aS draga úr útflutningi sínum til annara landa svo aS út- fiutningurinn til Þýskalands gæti aukist. Austurríkismenn vildu skifta á öSrum mörkuSum af því aS þeir fengu þar beinharSa pen- inga fyrir afurSir sínar. ViSskifti Austumkismanna hafa líka batn- aS aS verulegu leyti undanfarna tólf mánuSi. ítalir hafa fariS betur aS ráSi sínu gagnvart Austurríkis- mönnum í viSskiftum heldur en ÞjóSverjar. Þýskir iSjuhöldar eiga fé í mörgum iSnaSarfyrirtækjum í Austurríki og fleiri löndum viS Dóná, og þeir halda í þessar eign- ir sínar af pólitískum ástæSum. Italir hafa hinsvegar selt sinn hluta í fyrirtækjum í Austurríki, fyrirtækjum, sem þeir höfSu hjálpaS til aS koma á fót — og selt þau Austurríkismönnum sjálf- um. Austurríkismenn munu vissu- lega ekki breyta um stefnu, nema ÞjóSverjar neySi þá til þess. Aust- urríkismenn — yfirgnæfandi meiri hluti þeirra '— vill varSveita sjálf- stæSi Austurríkis, og þeir hinir sömu vita hvaS fyrir Hitler og nasistum vakir. Spurningin er í raun og veru aSeins um þaS tvent, hvenær Hitler áræSir aS taka þaS skref, sem hann ætlar aS láta leiSa til raunverulegrar innlimunar í Þýskaland, og hvort önnur ríki álfunnar gera tilraun til þess aS koma í veg fyrir þaS. Breska stjórnin hefir komið saman á fund og voru auðvitað þessi vandamál til umræðu. Stjórnin hefir sent Þjóðverjum harðort mótmælaskjal og er það næstum eins orðað og það skjal, sem Frakkar hafa sent. Innihald skjalsins var á þessa leið: tírslitakostir Þjóðverja til Austurríkismanna, þar sem hót- að er að beita valdi, komi ann- að ekki að tilætluðu haldi, gagn- vart óháðu ríki og frjálsu, hefir skapað slíkt astand, að það er með öllu óþolandi. Þetta skref, sem Þjóðverjar hafa stigið geti haft geigvænlegustu afleiðingar, sem engan geti órað fyrir. United Press. Samkvæmt hádeg'isfréttum útvarpsins hefir fengist staðfest- ing á því, sem greint var frá í fréttum um Austurríki í gær- kveldi, en þær eru birtar í heild á öðrum stað i blaðinu. I ræðu þeirri, sem Schussnigg flutti (sbr. bls. 3) komst hann svo að orði, að hann hefði látið undan til þess að koma í veg fyrir blóðsúthellingar. Niðurlagsorð ræðu hans voru: „Þar sem svona stendur á, drögum við oss í hlé og bíðum. Guð varðveiti Austurríki." Ennfremur segir svo í hádeg- isfréttum FÚ.: Flestir ráðherrarnir eru þekt- ir foringjar nazista. Þegar þessi tiðindi spurðust út um landið og borgina safnaðist saman geisilegur múgur nazista og stuðningsmanna þeirra og naz- istar úr nálægum héruðum þustu til borgarinnar. Fóru síð- an nazistar í gærkveldi stórkost- lega hópfarir um Vínarborg til þess að hylla Seyss-Inquarl. Flutti hann ræðu fyrir mann- fjöldanum og sagði að nú byrj- aði dagur frelsis og hamingju fyrir Austurriki. Siðan gaf hann mönnum sínum kjörorð fram- tíðarinnar er hann kallaði svo, og var það á þessa Ieið: „Ein þjóð, einn foringi, eitt ríki." Var þessum orðum tekið með miklum fagnaðar- látum. í nótt og í morgun hafa flest- ir foringjar austurrísku Föður- landsfylldngarinnar verið tekn- ir fastir. Þar á meðal yfirborg- arstjórinn í Vín. Fjöldi austur- ískra flóttamanna hefir i nótt leitað til Tékkó-slóvakíu og hefst þar við. Ungverjaland hef- ir lokað landamærunum milli sín og Austurríkis til þess að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Austurríki kæmust þangað. Himmler, yfirmaður þýsku pólitísku leynilögreglunnar er kominn til Vínarborgar og sömuleiðis er það talið fullvíst að Rudolf Hess sé kominn þang- að, en hinsvegar er það nú bor- ið til baka að Göhring sé einnig koininn til Vínar. Dr. Seyss-Inquart hefir gefið út opinbera tilkynningu um það að hann muni láta þjóðarat- kvæðagreiðslu um stjórnar- stefnu sína fara fram þegar hann álitur hentugan tíma tii þess kominn. Schussnig>g» Austurríkis- kanslari baðst lausnar síðdegis i g>ær, er Hitler vopnaðri innrás i Austurriki. Þj ódaratkvædagT eidslunni frestad. London, kl. 6 e. h. í gær. FU. Schussnigg tók þá ákvörðun að fresta þjóðaratkvæðinu sem átti að fara fram á sunnudaginn, um óákveðinn tíma, eftir að hann hafði fengið úrslitakosti frá Hitler, þar sem þess var ekki einungis krafist að þjóðaratkvæðagreiðslunni væri frestað, heldur og að samningaumleitanir milli Schussniggs og verka- manna yrðu lagðar niður og loks að Schusshnigg segði af sér og afhenti kanslaraembættið Seyss-Inquart. í þýskum blöðum hafa birst í dag feitletraðar fréttir um það sem er að gerast i Austurriki, þar sem meðal annars er sagt, að lögreglan skjóti af handahófi á nasista, að Schusshnigg hafi algerlega mist tökin á þjóðinni og að i Austurríki ríki nú bolsé- vistiskt öngþveiti. Von Ribbentrop hafði gert ráð fyrir að fara frá London til Berlínar í kvöld, en hefir nú frestað för sinni þangað til á morgun. Nazistar í Vínarborg búa sig undir stórkostlegar kröfugöng- ur um borgina i kvöld. Nazistar í Graz hafa tekið ráðhúsið og dregið hakakross-fánann við hún. Laust fyrir kl. 6á kvöld birti austurríska sendiráðið i London eftirfarandi yfirlýsingu: „Austurríski kanlsarinn hefir enn ekki sagt af sér. Ráðuneytið situr nú á fundi. Þjóðaratkvæðinu sem fram átti að fara á sunnudaginn hefir verið frestað vegna liðs- samdráttar Þjóðverja við austurrísku landamærin. Astandið er talið mjög hættulegt." FIMMTÁN MlNÚTUM SÍÐAR VAR BIRT EFTIRFARANDI FRÉTT: Schussnigg og ráðuneyti hans hefir sagt af sér. Hitler hafði hótað vopnaðri innrás i Austurríki, áður en ráðuneytið tók þá ákvörðun að fresta þjóðarat- . kvæðagreiðslunni. Áður höfðu FÚ. borist eftir- farandi fregnir frá London og Kalundborg um þessa atburði: London kl. 5 í gær. Þjóðaratkvæðagreiðslunni sem átti að fara fram í Austur- ríki á sunnudaginn kemur hef ir verið frestað. Tilkynning þessa efnis er opinberlega gefin út í Vínarborg síðdegis í dag. Fyr í dag hafði sú fregn flogið fyrir, að Hitler hefði gert þá kröfu til Schussniggs að hann segði af sér og að Seyss-Inquart, eða ein- hver af Ieiðtogum nazista, yrði gerður að kanslara. Nazistar í Innsbruck fóru í dag hópgöngu um götur borgar- innar og báru nazistamerkin á ermunum, þótt bann hafi verið lagt við því. Lögreglan réðist á fylkingar nazista með sverðum, en reyndist of liðfá til þess að geta tvístrað þeim. I Graz hefir lögreglan slegið hring umhverfis borgina, og leyfir engum inn í borgina, nema að hann geti sýnt að hann eigi þar heima, eða eigi þangað brýnt erindi. Samkomulags umleitanir milli Schusshniggs og fulltrúa verkamanna fara enn fram, og er tilgangurinn sá, að afla Schussnigg stuðnings verka- lýðsins.. Til undirbúnings kosningun- um sem áttu að fara fram á sunnudaginn hafði Schussnigg kvatt til herþjónustu varaliðs- menn frá 1915, til þess að gegna lögreglustörfum. I Berlín er þetta lagt út á þann hátt að Schussnigg sé hræddur um sig vegna hinnar miklu gremju sem framkoma hans hefir valdið í Austurríki. Austurríkismönnum í Tékkó- slóvakíu hefir verið tilkynt að þeir hafi ekki atkvæðisrétt, í sambandi við þjóðaratkvæði, en flestir Austurríkis^menn,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.