Vísir - 18.03.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 18.03.1938, Blaðsíða 2
V I S I R VÍSIR DAGBLAS Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa } Austurstræti 12. og afgreiðsla ) 8 i m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Engin lausn. Ó a8 gerðardómsfrumvarp Hermanns Jónassonar hafi nú verið gert að lögum, þá er lausn togaradeilunnar þó enn í óvissu. Framsóknarflokkurinn hefir ekki að fullu efnt það, sem liann lofaði í sambandi við þessa lagasetningu. Formaður flokksins hafði ekki að eins gefið fyrirheit um það, að „lög- hjóða gerðardóm um málið“, heldur einnig um að „sjá urn að lionum verði framfylgt“. En í gerðardómslögunum eru engin ákvæði, er trygt geti það, að gerðardómnum verði framfylgt. Þess var nú hinsvegar varla að vænta, að lögin yrðu þannig úr garði gerð, að sjómönnum væri gert að skyldu að ráða sig i skiprúm og útgerðarmönnum að gera út skip sín samkvæmt úr- skurðum gerðardómsins, og heimilaðar ráðstafanir til þess að „framfylgja“ því. En það er nú ekki að eins svo, að engin á- kvæði séu um slíkt í lögunum. Það er ekki einu sinni bannað, að sjómenn bindist samtökum og geri félagssamþyktir um að hlíta ekki úrskurði gerðardóms, eða að útgerðarmenn hafi opin- ber samtök sín á milli, um að gera skipin ekki út. Það er þess vegna í rauninni ekki alveg að ástæðulausu, að þvi hefir verið haldið fram af andstæðingum málsins, að þessi lagasetning sé „engm lausn“ á togaradeilunni. En því furðulegra má það þá líka heita, að Alþýðuflokkurmn skyldi láta samþykt þessara laga, svo meinlaus sem þau mættu þá virðast, valda sam- vinnuslitum við Framsóknar- flokkinn. En í frumvarpi Al- þýðuflokksins, um lögfestingu á kaupgjaldi á saltfisksveiðum, var heldur ekkert gert til þess að tryggja framkvæmd þeirrar lagasetningar, og lausn deilunn- ar því í sömu óvissu, þó að það hefði náð fram að ganga. En ef það er nú þannig, að lausn deilunnar sé ekki trygð, með gerðardómslögunum, þá leiðir af þvi, að sjómennirnir eru eftir sem áður frjálsír að því að halda deilunni áfram og þeir eru engum „rétti“ sviftir. Þeirn væri frjálst að stunda salt- fisksveiðar á togurum og að ganga af þeim, er að síldveiðun- um kæmi. En þá er líka alt fjas kommúnista og socialista um þvingunar- eða þrælalög í þessu sambandi algerð markleysa. Lagasetning þessi er þannig, að eins tilraun til þess að leysa togaradeiluna. Hermann Jónas- son bygði vonir sínar um það, að sú tilraun mundi hepnast, á því, að íslendingar væri ekki „ó- löghlýðnari“ en frændþjóðir þeirra i nágrannalöndunum, sem kunnugt er að lilíta fúslega samskonar lögum, þegar til þeirra er gripið til að leysa vinnudeilur, sem upp koma og ekki tekist að leiða til lykta með öðrum hætti. En úr því, livort ráðherranum verður að trú sinni í þvi efni, verður reynslan að skera. ERLEND VÍÐSJÁ: FÓLKSFLUTNINGAR HEFJ- AST Á NÝ TIL ÁSTRALÍU. Frá Canberra, höfuöborg Ástra- líu og stjórnarsetri áströlsku sam- bandsstjórnarinnar, bárust þær fregnir fyrir nokkuru, að tekin hef'öi veriö ný stefna í fólksflutn- ingsmálunum. VarS þessi stefnu- breyting, er Lyonsstjórnin komst aftur til valda. Þessi stefna er mjög mikilvæg fyrir alt (Breta- veldi, en helstu stjórnmálamenn Bretlands hafa um langt skeiS veriS þess mjög hvetjandi, aS stuSla aS því, aS fólksflutningar frá Bretlandi til Ástralíu gæti haf- ist aftur í stórum stíl. í fyrsta lagi er þaS mjög mikilvægt frá því sjónarmiSi séS, aS fjöldi atvinnu- leysingja er í Bretlandi, og mundu atvinnuleysisbyrSarnar léttast aS stórmiklum mun, ef hægt væri aS flytja atvinnulaust fólk í tugþús- unda tali til Ástralíu. í öSru lagi er þaS mikilvægt frá öryggislegu sjónarmiSi Bretaveldis í heild, aS íbúatala Ástralíu aukist sem mest, og hafa auknir fólksflutningar þangaS því hernaSarlega þýSingu. Og loks er þaS mikilvægt frá sjónarmiSi Ástralíu aS fá góSa innflytjendur, því aS landrými er enn nóg í Ástralíu. Malcohn Mac- Donald, nýlendumálaráSherra Bretlands, fór til Ástralíu 1934, á hundraS ára afmæli Melbourne- borgar, og hann átti þá langar viSræSur um þessi mál viS ást- rölsku ráSherrana. En þær urn- ræSur leiddu ekki til neins árang- urs í bili. En í þingkosningunum síSustu sagSi Lyons, aS þaS væri lífsskilyrSi fyrir Ástralíu- menn aS nýta sem best land sitt og til þess þyrfti þeir aS fá inn- flytjendur. „Vér megum ekki hugsa aSeins um daginn í dag og morgundaginn, heldur um framtíS Ástralíu. Ef íbúatala þjóSarinnar fer aS minka, eins og horfir, vegna minkandi innflutnings, og fækkun barnsfæSinga, getum vér ekki haldiS því fram, aS vér vinnum aS því aS Ástralía geti orSiS sem mannflest og best land. Vér erum stoltir af heilbrigSi og hreysti þjóSarinnar, en vér getum ekki vænst framfara, ef fólkinu fækk- ar. Vér getum ekki variS land vort. Oss mun hraka og vér mun- um missa þaS, ef vér sinnum ekki þtssum málum. ÞjóS vor líSur undir lok ella“. GerSi Lyons nána grein fyrir á- formum sínum, en hann vildi láta stuðla aS auknum innflutningi valdra innflytjenda frá Bretlandi og greiSa götu þeirra til þess aS setjast aS í Ástralíu. Þá vill hann láta auka mjög þá starfsemi, sem áSur hefir veriS gerS grein fyrir í Vísi, aS senda unga drengi frá Bretlandi til Ástralíu og ala þá þar upp á sveitaskólum, svo kölluSum Fairbrigde sveitaskólum, en þar venjast. drengirnir landbúnaSar- störfum og fá nauSsynlegan und- irbúning undir þaS æfistarf, sem flestra þeirra bíSur — bóndastarf- iS. Öll stjórn innflutningsmálanna verSur í höndum Breta sjálfra. Eftir mörg erfiS ár er nú aS sðgn hiS mesta velgengnistímabil í Ástralíu. Sömu sögu er aS segja frá Nýja Sjálandi. Pólverjar setja Lithannm úrslitakosti Svars krafist ínnan 48 kinkknstnnda Leggja Pólverjar Iaithauen undir sig? EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, á hádegi. Deilur Pólverja og Lithaua eru komnar á mjög alvarlegt stig. Pólverjar hafa sett Lithauum úrslitakosti og ef þeir ganga ekki að þeim hóta Pólverjar að grípa til sinna ráða. Loftárásír á Barcelona. Á 7. hundrad manns ferst. Berlín, 18. mars. - FÚ. ÞJÓÐVERJAR MÓTMÆLA. Þýski sendiherrann í Lon- don hefir mótmælt þeirri fregn sem ensk blöð hafa flutt, að 30 þúsund manna þýskur her væri á leiðinni til Spánar til liðs við Franco. Þegar uppreistarmenn tóku hæinn Caspe náðu þeir á vald sitt miklum hergögnum, þar sem hærinn var ein af aðal- bækistöðvum stjórnarhers- ips. Er það skilið svo, að þeir muni fara með her manns inn í Lithauen, ef Lithauar í einu og öllu ganga ekki að kröfum þeirra. Margir óttast, að þeir muni innlima Lithauen í Pólland, — þeir muni fara að dæmi Þjóð- verja, er þeir innlimuðu Austurríki. Ríkir hinn mesti beygur meðal smáríkja álfunnar um framtíð þeirra. Samkvæmt fregn frá frétta- ritara United Press í Kovno krefjast Pólverjar svars innan 48 klukkustunda, þ. e. þess er krafist að Lithauar svari fyrir kl. 10 e. h. 19. mars. Er þess m. a. krafist, að komið verði á venjulegu stjórnmálasambandi milli ríkjanna og hafi Lithauen seudiherra í Varsjá, en Pólverj- ar í Kovno. Engar hömlur verði lagðar á samgöngur milli ríkjanna. Þessu verði komið í framkvæmd fyrir 31. þ. m. — Pólska stjóm- in hefir látið skýrt og ákveðið í Ijós, fái hún ekki fullnægjandi svör innan tiltekins tíma, að hún muni gera hverjar þær ráðstaf- anir, sem hún telur nauðsynleg- ar, til þess að halda á rétti sín- um. RYDZ-SMIGLY MARSKÁLKUR FARINN TIL VILNA. United Press liefir fengið fregn um það frá fréttaritara sínum í Yarsjá, að Rydz-Smigly marskálkur sé farinn til Vilna. Staðfesting hefir ekki fengist á þessari fregn, en lieimildin fyr- ir lienni er áreiðanleg. Pólsku blöðin krefjast víð- tækra, öflugra ráðstafana í garð Litiiaua, og telja þolinmæði Pól- verja á þrotum. Því er opinberlega neitað, að Pólland ætli sér að innlima Lithauen, en Pólverjar muni halda fast fram kröfum sínum til Lithaua, að þvi er snertir öll viðskifti landanna, stjórnmála- leg og önnur, þ. e. að þeirn verði komið á þann grundvöll, að Rydz Smigly marskálkur. sambúð ríkjanna geti komist í rétt horf. United Press. í gærkvöldi var farin kröfu- ganga i Varsjá og gerðu kröfu- göngumenn þær kröfur til Smigly-Rydz, að liann tæki í taumana við Litliaua og vernd- aði réttindi Pólverja í Lithauen. Síðan árið 1920 hefir landamær- unum milli Póllands og Litliau- en verið lokað og þessi tvö ríki ekki haft stjórnmálalegt sam- band hvort við annað. (Úr FÚ- skeyti). — London, 18. mars. - FÚ. Stjórnin á Spáni viðurkennir, að uppreistarherinn hafi loks náð Caspe og Alcaritza í sínar liendur í gær, eftir mjög liarð- vítugar orustur. Undanfarinn sólarhring hefir Barcelona orðið fyrir sjö loft- árásurn. A. m. k. sex hundruð manns hafa farist og á annað þúsund særst. Byggingarnar umhverfis Kataloniu-torgið eru i rústum. Spænslca ráðuneytið kom saman á fund í gærlcveldi og ákvað að halda áfrarn harátt- unni gegn uppreistarmönnum. London, 17. mars. FÚ. Á fjórða hundrað manns hafa farist í loftárásum sem flugvélar uppreistarmanna hafa gert á Barcelona síðastliðinn sólarhring. I gærkveldi stóðu loftárásirnar í fjórar klukku- stundir, en eftir því sem næst verður komist, ullu þær ekki miklu tjóni. En í loftárásum sem áttu sér stað í morgun, voru 260 manns drepnir, og sið- degis í dag fórust um 75 manns af völdum loftánásar á borgina. I einni árásinni sem gerð var í morgun féll sprengikúla ofan í hóp kvenna, sem hiðu utan við brauðbúð, og önnur féll ofan á sporvagn og særði eða deyddi 100 manns. Fréttir af þessum loftárásum eru þó enn sem komið er af skornum slcamti. Uppreistarmenn eiga nú að eins 30 mílur eftir að Miðjarð- arhafsströnd, þar sem þeir eru komnir lengst með herlínur sínar í Aragoníu. Þó hefir mót- staða stjórnarhersins aulcist og uppreistarmenn ekki sótt eins hratt fram siðastliðinn sólar- hring eins og áður. í umræðunum um Spánar- málin, sem fóru fram i neðri málstofu breska þingsins í gær, sagði Chamberlain meðal ann- ars, að þótt hann teldi hlutleys- isstefnuna hina einu réttu stefnu i sambandi við styrjöld- ina á Spáni, þá skyldi hann fús- lega við það kannast, að hann væri sjálfur ekki hlutlaus í þessu máli. „Eg er á bandi lýð- veldisins,“ sagði Chamberlain, „og eg skammast mín ekki fyrir að kannast við það.“ Chamberlain sagði, að Atílee, sem háværastur er i kröfum sínum um, að enska stjórnin tæki afstöðu sína til styrjaldar- innar til endurskoðunar virtist ganga út fná þvi sem sjálfsögðu, að uppreistarmenn bæru sigur úr býtum. Sjálfur kvaðst hann alls ekki vera sannfærður um það, en hvernig sem alt færi, þá myndi heppilegast að halda til streitu þeirri stefnu, sem hing- að til hefði verið fylgt. Sundmótið. Jónas bætir met sitt í 500 m. f. aðferð. Sundmótinu lauk í gær og voru áhorfendur öllu fleiri, en fyrra daginn. 1 gærkveldi var sett eitt nýtt met. Bætti Jónas met sitt á 500 m. f. a. úr 7 mín. 16.8 sek. í 6 m. 58.8 sek., eða um 18 sek. og er það mjög glæsileg. Annars var afarhörð kepni í 50 m. sundi f. a. Cordell Moll varar viö ein angrunarstefiiunxii. London, 18. mars .FÚ. Síðdegis í gær flutti Cordell Hull, utanrikismálaráðherra Bandaríkjanna, ræðu um utan- rikismálastefnu amerísku stjórnarinnar og var henni end- urvarpað í Englandi. Bandarík- in, sagði hann, gætu ekki snúið baki við vandamálum heims- ins. Einangrunarstefnan væri ekki öryggisstefna, heldur þvert á móti. Þeir, sem héldu því fram, að Bandaríkin gætu leitt hjá sér vandamál hálfs heims- ins sýndu sorglegt skilningsleysi á því, hve hagsmundir þjóðanna eru samtvinnaðir. Slíkt af- skiftaleysi um hag og örlög ann- ara, myndu, ef það væri rekið af öllum þjóðum, leiða til þess ástands, sem ríkti á miðöldun- um, en þangað stefndu nú ýms- ar þjóðir. Bandaríkjunum bæri sama skylda og öðrum þjóðum, sagði liann, til þess að koma í veg fyrir þenjian háska. Þau mætti ekki miða aðgerðir sínar á liverjum tíma og hverjum stað við tölu amerískra borgara, sem í bættu kynnu að vera, eða liagsmuni þeirra. Hinir háska- legu viðburðir síðustu ára og síðustu vikna sýndu greinilega hvernig eitt samningsrof leiddi til annars og engin þjóð, í hvaða hiuta heims sem væri, væri und- anþegin þvi, að stemma stigu fyrir útbreiðslu þessarar háska- legu stefnu. London, 18. mars. FÚ. Sendiherra Sovét-Rússlands i London lagði fram afrit af ræðu Litvinoffs í ulanríkismálaráðu- Fyrst var kept í 50 m. f. a. Voru keppendur níu, en fyrstur varð Logi Einarsson (Æ) á 29.2 sek. 2. Edvard Færseth (K.S.) 30.2 og þriðju verðlaun hlutu þeir báðir Stefán Jónsson (Á) og Hörður Sigurjónsson (Æ) 30.2. Urðu þeir fyrst jafnir á 30.5 sek. og keptu þá aftur, en urðu enn jafnir á 30.2 sek. Var þá ákveðið að báðir skyldi fá 3. verðlaun. Edvard Færsæth er úr Knattspyrnufélagi Siglu- fjarðar. 100 m. bringusund, stúlkur innan 16 ára: Þar voru kepp- endur 7, en einni stúlkunni dapráðist sundið og liætti hún því. Fyrst varð Hulda Bergs- dóttir (K.R.) á 1.55.8, önnur Hólmfríður Kristjánsdóttir (K. R.) á 1.58.1 og 3. Ragnheiður Eide (K.R.) á 2.00.2. neytinu breska í gærkveldi, en í. ræðunni boðar Litvinoff til allsherjar ráðstefnu um yfir- gang Þjóðverja í álfunni. Afrit af ræðu rússneska utanrílcis- málaráðherrans voru einnig lögð fram í Washington, París og Prag. Þá fór fram 100 m. bringu- sund karla: Ingi Sveinsson varð fyrstur, eins og við mátti búast, á 1.24.3. Annar varð Jóhannes Björgvinsson (Á) á 1.29.9 og 3. Þórhallur Þorláksson á 1.30.0. 100 m. bringusund, konur: 1. varð Jóhanna Erlingsdóttir (Æ) á 1.41.2, önnur Betty Han- sen (Æ) á 1.44.2 og 3. Þor- björg Guðjónsdóttir (Æ) á 1.45.2. Þá var kept í 500 m. sundi, frjálsri aðferð, og voru kepp- endur 4. Jónas varð fyrstur og bætti hið gamla met sitt, svo sem áður segir. Annar varð Ilalldór Baldvinsson (Æ) á 7.46.9 og 3. Pétur Eiríksson (K. R.) á 8.36.7. Mótið fór ágætlega fram og bar ekkert á þeirri óstundvisi, sem annars virðist einkenna íþróttamót okkar. aðeins Loftur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.