Vísir - 23.03.1938, Blaðsíða 4
V 1 S I R
tnikið af landi Kínaveldis hann
teldi óhjákvæmilegt að leggja
undir sig, en hitt sagði liann að
óhætt væri að lýsa yfir nú þegar
að Japanir mundu aldrei gefa
eftir einn þumlung af þvi landi
sem þeir þegar hefðu unnið i
Kina og ekki heldur neitt af
þeim réttindum sem að þeir
þannig hefðu áunnið sér.
London, 22. mars. FC.
Skærur í Shanghai.
1 dag urðu skærur i Hong-
Kew einu af úthverfum Shang-
haiborgar og var japanskur
maður skotinn til bana. í al-
þjóðahverfinu var óttast á tíina-
bili að Japanir kynnu að ráðast
jnn í hverfið i liefndarskyni,
sökum þess að Bandaríkjamenn
áttu þarna hlut að máli, og var
vélbyssum komið fyrir við öll
hliðin inn í borgina. Hliðin liafa
nú aftur verið opnuð til um-
ferðar.
Borgarstj órn Shanghaiborgar
hefir nú svarað kröfum Japana
úm aukna hlutdeild í stjórn
borgarinnar, og neitar að veita
Japönum nokkur embætti, en
leyfir hinsvegar aukna þátttöku
þeirra i lögreglustörfum innan
borgarinnar.
Selveiðari í hættu.
Oslo, 21. mars.
• Selveiðarinn Isfell frá
Tromsö með 21 manns áhöfn
hefir mist skrúfuna í „Yester-
isen“ og eru engin skip nær-
stödd. — Skipið er talið í hættu
statt og hefir verið farið fram á,
að eftirlitsskipið Fridtjof Nan-
sen verði sent á vettvang. NRP.
— FB. —
Sæiuvifca Skagfirð'
isga.
22. mars. FÚ.
Svonefnda sæluviku Skag-
firðinga er stóð yfir 7.—14. þ.
m. sóttu um 11 hundruð manns
— þar á meðal allmargir utan-
héraðsmenn.
Hákon Bjarnason, skógrækt-
arstjóri, flutti þrjú erindi, eitt
um jarðmyndun, annað um skóg-
■rækt og þriðja um mæðiveikina
cg varnir gegn lxenni. Það er-
indi var flutt i sýslunefnd og
bændum hoðið að hlusta á það.
Síra Helgi Konráðsson flutti er-
indi um bækur og lestur bóka og
bókasöfn. Sira Lárus Arnórs-
son flutti erindi um skólamál og
mentun. Ólafur Jónsson ráðu-
nautur Búnaðarsamb. Skaga-
íjarðar flutti erindi um breytta
búnaðarliáttu. Umræður urðu
um öll erindin. Pétur Sigurðs-
son flutti ræðu í lcirkjunni og
hjá templurum við ágæta að-
sókn. — Þá voru sýndir 3 sjón-
leikir, sumir margoft og við
liúsfylli og tveir smáleikir.
Flokkur smámeyja sýndi hk-
amsæfingar og dans, undir
stjórn frú Minnie Bang. Karla-
kór Sauðárkróks söng tvívegis
undir stjórn Eyþórs Stefánssn-
ar og Kvennakór Blönduósskóla
söng, einnig tvivegis, undir
stjórn Sólveigar Benediktsdótt-
ur. Þrír söngvarar úr Siglufirði,
þeir Daníel Þórhallsson, Sigur-
jón Sumarliðason og Ásgeir
Bjarnason, sungu þrivegis. Ung-
lingaskólinn hafði og skemti-
samkomu. Að skemtunum þess-
um var góður rómur gerður.
Loks var dansað 5 nætur sam-
fleytt — þar af þrjár nætur í
tveimur húsum, og tvær nætur
í þremur húsum.
Breska útvarp ð.
Heildartekjur breska útvarps-
ins árið sem leið námu £3.356.-
074 og nemur aukningin £402.-
605 miðað við árið þar á undan.
Megin teknanna kemur frá eig-
endum viðtækja, er greiddu 10
shillinga á ári fyrir rétt til þess
að hafa viðtæki. Þeim, sem við-
tæki hafa, fjölgaði upp í 8.479.-
606 árið sem leið miðað við
7.860.573 árið þar áður. Aukn-
ingin — 519.027 — er nokkuru
minni en árið á undan, en þar
sem 7 af hverjum tiu heimilum
i landinu hafa nú viðtæki, er
ekki við öðru að búast en að
draga fari úr árlegri aukningu.
Undir núverandi samkomulagi
fær ríkissjóður 25% af heildar-
tekjum útvarpsins og er þvi
haldið fram af B. B. C., að
það sé meira en vera ætti, þar
sem það, sem eftir sé nægi ekki
til þarfa útvarpsins — til þess
að auka það og bæta. Þessum
kröfum hefir verið sint með því
að láta 360.000 stpd. ganga i
hlut útvarpsins og verður þar af
varið 310..000 stpd. til aukning-
ar starfseminnar, útvarps á er-
iendum málum, fjarsýni-þjón- 1
ustunnar o. s. frv. (FB).
Miltisbruni.
Oslo, 21. mars.
Samkvæmt nýbirtum skýrsl-
um drápust 90 stórgripir úr
miltisbruna s. 1. ár i Noregi og
er tjónið talið 70.000 kr. NRP.
-- FB.
Lítill þorskur á togaramiðum
við Noreg.
Oslo, 21. mars.
Togarinn Ertnan frá Harstad
og togarinn Borgenes frá Krist-
ianssund komu til Harstad i gær
frá Senjamiðum með um 90
smálestir af fiski hvort skip eft-
ir þriggja vikna veiðiferð. Um
40 erlendir togarar eru sem
stendur að veiðum fyrir utan
Senja og Andenes. Lítill þorsk-
ur er þar á miðunum, en
feiknin öll af ýsu. Erlendir tog-
arar hafa fengið þar fullfermi á
tveimur dögum, en norskir tog-
arar geta ekki, vegna bannsins,
notað sér þessa fisktegund nú.
Hafa norsku togararnir orðið
að kasta miklu af ýsu útbyrðis.
NRP. — FB.
wrnmmM
VINNUSTOFA til leigu frá
14. maí i Aðalstræti 16. Uppl. i
klæðaversluninni. (475
2 HERBERGI og eldhús ósk-
ast lielst strax. Tilboð sendist
Vísi, merkt: „Kárf‘. (509
3 HERBERGI og eldhús með
nútíma þægindum óskast 14.
maí suð-austurhluta bæjarins
eða Sólvöllum. — Tilhoð sent,
merkt: „V. S. F. í.“ í box 425
fyrir 26. þ. m. (512
HtJS til leigu 14. maí, 4 her-
bergi og eldhús, i Skerjafirði.
Tómas Guðmundsson, Holts-
götu 35. (510
1 STÓRT herbergi eða 2
minni samliggjandi óskast 1.—
14. mai. Geymslupláss þarf að
fylgja. Tilboð, merkt: „400“
sendist á afgr. Vísis. (510
2—3 HERBERGI og eldhús
óskast 14. mai, með þægindum.
Helst sérmiðstöð. Fámenn fjöl-
skylda. Tilhoð, merkt: „H-(-E“
leggist inn á afgr. Vísis fyrir
marsmánaðarlok. (519
2ja til 3ja HERBERGJA íbúð
með nýtísku þægindum (raf-
magnseldavél) óskast frá 14.
maí. Uppl. í síma 2770 frá 10
—12 og 2—5. (521
NÝTÍSKU SÓLRÍK ÍBÚÐ (3
stofur o. s. frv.) í nýju liúsi
í suð-vesturbænum til leigu 14.
maí. Tilboð, merkt „Séribúð“,
sendist afgreiðslu Vísis fyrir 26.
þ. m.___________________(520
ÞEIR, sem vildu leigja 5—7
herbergja 1. flokks íhúð, leggi
inn upplýsingar á afgreiðslu
Visis, merkt: „7“.______(524
ÓSKA EFTIR 2 litlum her-
hergjum og eldhúsi 14. maí.
Tilboð, merkt: „Mai“ sendist
Vísi. (525
TVÖ HERBERGI og eldhús
íil leigu fyrir fámenna fjöl-
skyldu, Ásvallagötu 25, 2. liæð.
(527
BANKASTRÆTI 12. — Efri
hæðin til leigu frá 14. maí. —
Uppl. í síma 3378. (514
ÍBÚÐ vantar mig 14. maí.
Engin smábörn. Marta Indriða-
dóttir. Sími 4944. (482
ST. FRÓN nr. 227. Fundur-
inn annað kveld hefst kl. 8, og
skipa systurnar öll embætti á
fundinum og stjórna honurn og
skemtisamkomu með kaffi-
samdrykkju og bögglauppboði,
sem fer fram að loknum fundi.
Systurnar eru ámintar um að
koma með kökuböggla með sér.
— Á fundinum fer fram upp-
taka nýrra félaga, og eru inn-
sækjendur beðnir að mæta kl.
7 %—8. — Á skemtisamkom-
unni verða þessi hagskráratriði:
1. Frú Björg Guðnadóttir: Ein-
söngur. 2. Frú Olga Árnason:
Píanósóló. 3. Leiksýning (gam-
anleikur). 4. Dans. Félagar,
í jölmennið og mætið 1 annað
kveld kl. 8 stundvíslega. (523
3 RÉTTIR, góður matur dag-
lega kr. 1.25 Café Paris, Skóla-
vörðustíg 3. (219
IKvinnaH
STÚLKUR geta fengið ágætar
vistir. Vinnumiðlunai'skrifstof-
an (í Alþýðuhúsinu). Sími 1327.
(477
TEK PRJÓN. Ódýr vinna:
fljót afgreiðsla. Guðrún Magn-
úsdóttir, Ránargötu 24. (456
DRENGUR óskast til sendi-
ferða fyrri liluta dags, i forföll-
um annars. Afgr. vísar á. (511
UNGLINGSSTÚLKÁ óskast
Laugaveg 68. (512
VÍSIS KAFFIÐ
gerir alla glaða.
SkáufskapurI
MUNIÐ góða, reykta rauð-
magann og liarðfiskinn ódýra
við Steinhryggjuna. (463
NOTUÐ barnakerra óskast
keypt. Bergþórugötu 6 B. (511
LAKKSKÓR á 5 ára telpu,
sem nýir, til sölu. Tækifæris-
verð. Simi 3525.______(514
BRÚNIR Italir, 70 kjúkling-
ar y2 mánaðar gamlir, úr eggj-
um frá Danmörku, eru til sölu.
Simi 1619._____________(5^
TIL SÖLU eldavélar af ýms-
um stærðum. Tækifærisverð.
Bankastræti 14 B. (513
DRENGJA-fermingarföt til
sölu með tækifærisverði. Uppl.
hjá Jóhönnu Kristjánsdóttur,
Laugaveg 130, simi 1813, (515
VANDAÐUR og fallegur
barnavagn og stólkerra til sölu.
Uppl. i síma 2740. (526
HATTASAUMUR og breyt-
ingar. Hattastofa Svönu & Lár-
ettu Hagan, Austurstræti 3. —
Simi 3890,______________(1
KAUPI gull og silfur til
bræðslu, einnig gull og silíur-
peninga. — Jón Sigmundsson,
gullsmiður, Laugavegi 8. (294
KÁPU- og kjólaefni frá
Saumastofunni Laugavegi 12,
eru seld í Rammaverslun Geirs
Konráðssonar, Laugavegi 12. —
Sími 2264. (308
PRENTMYNDASTOFAN
LEIFTUR
Hafnarsfræti 17, (uppi)i
býr tit 1, ílokks prentmyndir.
Sími 3334
HRÓI HÖTTUR og menn hans. — Sögur í myndum fyrir börnin. — 53. RAMGERT VlGI.
— Þarna er kastalinn. Þa‘S er -—- Vertu ósmeykur, Eiríkur. Eg — Hér á eg góSa, reynda vini, sem — Þér komið of seint, herra. Vér
ramgert vígi — óvinnandi. er sigursæll. — Án þess aS skeyta munu aðstoSa oss gegn spæjurum búum við þungar raunir.
um viðvörun Eiríks heldur Hrói Rogers.
til kastalans.
NJÓSNARI NAPOLEONS. «3
verða að því báli, sem keisararíkið Frakldand
leið undir lok i.
Að vísu voru ekki í huga neins áhyggjur af
komandi styrjöld — nema örfárra stjórnmála-
manna. Við, sem þarna vornm, áttum enga
spádómsgáfu. Við, frúrnar, dönsuðum og döðr-
uðum við M. Felix Faure eða Casimir-Pere, sem
báðir voru ungir menn, en því fór mjög fjarri,
að olckur dytti í hug, að fyrir þeim ætti að liggja
að verða forsetar frakkneska lýðveldisins. Und-
ir borðum sat eg næst Bazine hershöfðingja.
Ekki flaug mér i hug, að liann mundi verða
föðurlandssvikari. De Lesseps talaði við mig um
furðuverk sitt — skurð, sem liann liafði látið
grafa gegnum einhvern hluta Afriku — Suez,
nefndi hann það. Vígslan átti fram að fara í
nóvember næslkomandi og keisarafrúin hafði
lofað að vera viðstödd. De Lesseps, sem var
frændi hennar, mun liafa átt áhrifum liennar
mikið að þakka, að verkið var framkvæmt.
Menn höfðu talið hann draumóramann. Áform
hans var fyrirfram dæmt til þess að mishepn-
ast, sögðu menn, en keisarafrúin bar traust til
lians, að áform hans- myndu heppnast. Undan-
gengin tíu ár Iiafði hún livatt hann, stutt hann
með ráðum og dáð. Það var fyrir hennar hvatn-
ing, að frakkneska stjórnin gerðist hluthafi í
fyrirtækinu, og þegar Khedivinn af Egiptalandi
bauð henni að koma og vera við vígsluna þá
lmn boðið feginsamlega. Khedivinn, í hrifni
sinni og ákafa, ákvað að reisa liöll við Níl, þar
sem keisarafrúin átti að búa. De Lesseps sagði
xnér frá þessu öllu, en af þvi að hann var alt af
að koma með tekniskar skýringar jafnframt á
verkinu — Suezskurðinum — leiddist mér tal
hans. Eg hafði meiri skemtun af því, að lieyra
M. de Blowitz segja mér seinustu hneykslisfrétt-
irnar i París, eða heyra M. Francois Blanc
segja mér frá spilaliöll, sem hann hafði reisa
látið i stað, sem nefndist Monte Carlo. Það virt-
ist svo, sem í Þýskalandi hefði öll spilaviti ver-
ið hönnuð og M. Blanc hafði talið hyggilegast,
að flytja stai-fsemi sína til annars lands, þangað
sem hann fengi að vera í friði. Og hann fann
Monte Carlo! Hann liafði nú rekið spilahöll
sina um nokkurt skeið og aðalsmenn Austur-
ríkis, Þýskalands og fleiri landa voru farnir að
venja þangað komur sínar. Hann var alveg
sannfærður um, að aðalsmenn og auðmenu
Frakklands mundu brátt fara að leggja þangað
leið sína.
Eg dansaði ekld mjög mikið þessa nótt, því
að eg var ekki í skapi til þess að skemta mér
af lífi og sál eins og áður, en eg sá greinilega,
að Juanita var búin að jafna sig. Henni virt-
ist ekki hrygð í liuga. Eg sá hana svífa um dans-
gólfið nærri alt af. Hún dansaði afburða vel og
fæstir þeirra, sem óskuðu að dansa við hana
fengu tækifæri til þess. Hún var lífið og sálin í
cotillon- dansinum, er Leopold af Belgiu var
dansfélagi liennar. Hann var fríður maður og
karlmannlegur, en mér þótti ósmekklegt af
svo glæsilegum manni, að ganga með jafnsítt
skegg og hann gerði.
Juanita dansaði talsvert þetta kvöld við ung-
an kaptein í stórskotaliðinu, Durobert. Hann
var af einni göfugustu aðalsættinni, úti á lands-
bygðinni, og honum var hvarvetna vel tekið í
höllum aðalsmannanna í París, ekki víst vegna
þess hversu glæsilegur og kurteis hann var.
Hann var dansari ágætur og afburða reiðmaður
— og þótt foreldrar lians væri ekki auðugir,
eyddi hann miklu fé og var alt af reiðubúinn að
taka þátt í öllu, sem ungir aðalsmenn í París
gerðu sér til skemtunar, og hann bar sinn kostn-
að af því, án þess að rnöggla. Virtist liann hafa
úr nógu að spila.
„Eg segi þér alí þetta, góða mín, vegna þess,
að atvik, sem gerðust í liöll Matliilde prinsessu
þóttu grunsamleg. Að minsta kosti var litið svo
á af mörgum, að milli þeirra og þess, sem gerð-
ist þá um nóttina að dansleiknum loknum, væri
einliver þráður. Og þegar eg tala um þetta á eg
við það, að það vakti mjög mikla athygli, að
Juanita og Durobert dönsuðu svo mikið saman,
að grunsamlegt þótti. Fólk fór að hvisla um
þetta, er hún dansaði við hann „lancers“, hafði
hann þar næst fyrir félaga i „quadrille“-dansi
og loks dansaði hún við liann vals tvivegis —
en ýmsir aðrir, sem vildu dansa við hana, tign-
ari menn en Durobert, urðu fyrir algerum von-
brigðum, og fengu engan dans við hana. Og eg
verð nú að segja fyrir mitt leyti, að mér fanst
þetta dálítið ósmekklegt, þar sem um unga
ekkju var að ræða, ekkju, sem nýlega var hætt
að klæðast sorgarldæðnaði. Einhver sagði mér,
— eg er búinn að gleyma liver það var, að
hún hefði sést aka á brott að dansleiknum lokn-
um með Durobert — og þeir, sem vinsamlegast
gátu til sögðu, að hann hefði verið að fylgja
lienni heim, en þeir, sem lineyksligjarnir voru
sögðu auðvitað, að hún liefði farið með honum
til íbúðar lians. En því trúi eg alls ekki fyrir
mitt leyti. Það afsannaðist og gersamlega, er
kunnugt varð um hvað gerðist undir moi'gun
þessa nótt.
Því að Durobert framdí sjálfsmorð í dögun,
að þvi er ætlað er. Enginn lieyrði skot í húsinu,
en þjónninn, sem færði honum morgunkaffi,
fann hann liggjandi í blóðpolli í svefnlierberg-
inu. Það hafði enginn sofið i rúminu, og Duro-
bert liafði, að þvi er læknarnir segja, verið
dauður nokkurar klukkustundir, er hann fanst,
en þjónninn fór i seinna lagi með morgunkaff-
ið til hans, þar sem liann vissi, að Durobert kom
seint heim. Þjónninn gerði lögreglunni aðvart
— og öllu var haldið leyndu af henni. Lögregl-
an bannaði þjónaliðinu að ræða um þetta. En
þú veist hvernig þetta og þvílikt kvisast. Þjón-
arnir gátu ekki þagað og smárn saman fór
fregnin um alla borgina. Sumir trúðu því, aðr-
ir ekki. En um það varð ekki deilt, að Durobert
var dauður, hver svo sem ástæðan var til sjálfs-
morðs hans. Það var sagt, að Durobert hefði
verið njósnari fyrir Þjóðverja, að liann liefði
stolið mikilvægum hernaðarlegum skjölum
viðvíkjandi landvörnum vorum, einkanlega var
talað um teikningar af nýrri gerð af fallbyss-
um, sem liermálaráðuneytið hafði reynt að
halda leyndum, og var sagt, að að eins mjög
fáir hefði vitað um þessa fallbyssutegund.
Þetta var vitanlega stór-alvarlegt mál og menn
urðu mjög óttaslegnir. Það varð upphaf þess, að
liræðslan við njósnara erlendra rikisstjórna fór
eins og eldur i sinu um alt. Og Frakkar hafa æ
síðan verið varari um sig í þessum efnum.
Eins og eg sagði gerði lögreglan alt, sem í