Vísir - 29.03.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 29.03.1938, Blaðsíða 2
V I S I R I.IM.II....... Alger fiotti í liði hennar. EINKASIŒYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Juan Negrin hélt ræðu í útvarpið í Barcelona í gærkveldi. Kvaðst hann verða að játa, að út- litið hefði aldrei verið eins hörmulegt fyrir stjórnina sem nú um þessar mundir. Sagði hann að stjórnin ætti við ofurefli að etja, þar sem andstæðing- arnir hefði gnótt allra nýtísku hernaðartækja, einkan- lega flugvéla. Negrin sagði einnig, að Italir og Þjóðverjar legði alla áherslu á að binda skjótan enda á stríðið, þar sem allar tafir væri eingöngu stjórninni í hag. Negrin var mjög þungorður í garð lýðræðisríkjanna og sagði að þau gerði Spáni litlu minni skaða með deyfð sinni, en ítalir og Þjóðverjar með íhlutun sinni. I lok ræðu sinnar bað hann þegna spænska lýðveldisins að verjast til síðasta blóðdropa og lofaði því að fyrri en verði myndi stjórn- in hafa kappnóg af flugvélum og öðrum hernaðar- tækjum. Foringjar uppreistarmanna í Saragossa segja, að vörn stjórnarhersveitanna við Kataloníu-landamærin sé algjörlega brotin á bak aftur. Benda þeir sérstaklega á eitt atriði sem sönnun þessa, nefnilega að þeir hafi ekki gert tilraun til að verja hina svonefndu Hinden- burg-víglínu sína við fljótið Cinca, sem rennur á landa- mærum Katalóniu. Eru þessar stöðvar hinar rambyggi- legustu og því vekur það enn meiri grun um að vörnin sé í molum, að uppreistarmenn komust yfir ána, án þess að þurfa að hleypa af einu einasta skoti eða því sem næst. Sé þetta besta sönnun þess að viðnámsþrótt- ur og kjarkur stjórnarsinna sé þrotinn. Spá uppreistarmenn, að endalok stríðsins sé nú að eins tímaspurning og álasa stjórninni fyrir að vera að lengja styrjöldina að óþörfu með því að þrjóskast við Caballero. Miaja. De Llano. Franco, United Press VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Kitstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa | Austurstræti 12. •C afereiðsla J Biatr: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 VerS 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Grandaleysi. 1 LÞÝÐUBLAÐIÐ barmar sér " mjög yfir því í gær, aS kommúnistar og Héöinn Valdi- marsson séu nú í þann veginn að sölsa undir sig öll völd í Kaupfélagi Reykjavíkur og ná- grennis. Þeir hafi, á aðalfundi félagsins í fyrradag, fært enn eina sönnun fyrir því, að þeir svífist þess ekki, „að sundra og kljúfa samtök alþýðunnar hvar sem þeir komast höndum und- ir“ og þeir hafi framið „það óþokkabragð að leiða klofn- ingsstarfsemi sína inn í kaupfé- lagið“. En þetta „óþokkabragð“ var í þvi fólgið að kjósa „svo að segja eingöngu kommún- ista og hina svonefndu sam- fylkingarmenn“ í nefndir á fundinum og trúnaðarstöður fyrir félagið“. Af frásögn blaðsins var það augljóst, að kommúnistarnir og Héðinn muni hafa öll ráð kaup- félagsins í hendi sér. En þó að félagið eigi að vísu að heita „ópólitiskt“, þá er það vitan- legt, að það er fyrst og fremst fyrirtæki Alþýðuflokksmanna, kommúnista og framsóknar- manna og ef Alþýðuflokkurinn væri það sem hann var, hefði mátt vænta þess, að þó að til slíkra pólitískra átaka kæmi innan félagsins, yrði það fram- sóknarmenn og Alþýðuflokks- menn, sem bæru hærra hlut. En á aðalfundinum i fyrradag varð það þveröfugt. Alþýðiiblaðíð reynir að láta lita svo út, sem Alþýðuflokks- mennimir hafi verið þvi alveg óviðbúnir, að kosningar i nefnd- ir og trúnaðarstöður á fundi þessum, yrðu „pólitiskar“. En það hafi þegar i upphafi komið i ljós, „að kommúnistar og Héðinn Valdimarsson höfðu liaí't pólitískan áróður“ í sam- bandi við kosningar þessar, „og þar sem aðrir fundarmenn vör- uðu sig ekki á því“, hafi nær eingöngu kommúnistar og Héð- insmenn náð kosningu! En verður þá þetta „granda- leysi“ þeirra Alþýðuf lokksmanna „tekið fyrir góða og gilda vöru“? Fæst nokkur maður til þess að trúa því, að þeir hafi ekki haft alveg samskonar við- búnað á fundinum, eins og kommúnistarnir og Héðinn? Það er kunnugt, að Héðinn og kommúnistar hafa yfirleitt borið hærra hlut í viðskiftum við Alþýðuflokksmennina, hvar sem til opinberra átaka hefir komið á milli þeirra innan „samtaka alþýðunnar“ hér í bænum, Þannig var það í trún- aðarmannaráði Dagsbrúnar, fulltrúaráði verklýðsfélaganna og Jafnaðarmannafélaginu. I kaupfélaginu hefir farið á sömu leið. Verkakvennafélagið er eina undantekningin, sem vitað er um með nokkurri vissu. Héðinn Valdimarsson hefh' slegið eign sinni á „Alþýðu- flokkinn i Reykjavik“. Kunn- ugt er, að lionum fylgir einnig mikill liluti fólksins úti um land. En hvað er þá eftir handa Alþýðuflokknum sjálfum? Forsætisráðlierrann liefir undanfarna daga verið að „grenslast eftir“ því hvort hann muni geta aflað sér nægilegs þingfylgis til að mynda nýja stjórn. Fullyrt er, að liann hafi beint eftirgrenslan sinni ein- göngu að Alþýðuflokknum á Alþingi. En væri það ekki þess vert, að liann grenslaðist einn- ig eftir því, livað líði afstöðu Alþýðuflokksins utan þings? Getur það yfirleitt komið til mála, eins og nú er komið, að endurnýja stjórnarsamvinnu Alþýðuflokksins og Framsókn- arflokksins, án þess að gengið verði úr skugga um það, hvað kjósendafylgi Alþýðuflokksins líði? ERLEND VÍÐSJÁ; EMIL FEY. Fey var eitt sinn kallaSur á- hrifamesti maður í stjórnmálum Austurríkis. Eins og kunnugt er af skeytum framdi hann sjálfsmorS skömmu eftir, aö Þjóöverjar inn- limuöu Austurríki í Þýskaland. í Daily Mail er frá þessu sagt á þá leiö, að Fey hafi fyrst skotið konu sína, og því næst sjálfan sig, en sonur hans, nítján ára að aldri, framdi sjálfsmorð samtímis. Þessi hörmulegi atburöur gerðist í íbúð Fey í Vínarborg. í íbúðinni fund- ust tvö bréf frá Fey, annað til lögreglunnar, hitt til einkavinar hans. Efni bréfanna hefir lögregl- an haldið leyndu. Frú Wulften, systir Fey, segir frá því, að sama daginn hafi hún verið hjá bróður sínum og fjölskyldu hans, og hafi því farið fjarri, að nokkuð benti til hversu hörmulegur atburður væri í aðsigi. „Fyrir nokkuru", sagði systir hans, „átti bróðir minn tal við mig og hann gerði þá ráð fyrir að hefja virka þátt- töku í stjórnmálum aftur áður langt liði, því að mjög hefði verið lagt að sér að gera það, frá ýms- um hliðum. Kvaðst hann hafa til- lögur um þetta til athugunar". Hinsvegar vissi systir hans, að rétt áður en Fey framdi sjálfs- morð, hafði hann áhyggjur miklar og þungar. Kona Fey sagði við hana 12. mars: „Við búumst við því, að maðurinn minn verði hand- tekinn þá og þegar. Við getum ekki komist héðan loftleiðis — og virðist ekki undankomu auðið“. Sonur Fey var nemandi í her- skólanum í Wiener Neustadt. Dag- inn, sem hinn hörmulegi atburður gerðist, kom hann heim klæddur einkennisbúningi sínum. Fjölda mörg liðsforingjaefni í herskólan- um höfðu neitað að sverja Hitler hollustueiða — og var sonur Fey einn þeirra. Norðmenn leggja fram hálfa milj. kr. til sýningarinnar í New York. Oslo 29. mars. StórþingiS samþykti s.l. laug • ardag tillögur utanríldsmála- nefndar um aS veita 500.000 kr. til þátttöku NorSmanna í lieimssýningunni í New York 1939. NRP—FB. að gefast upp. London 28. mars. FÚ. Uppreistarmenn telja sér sig- ur á tveimur vígstöSvum í Ara- goniu og eru nú komnir inn í Kataloniu á einum stað. 1 nótt sem leið gerSu þeir skyndiá- hlaup og komust yfir um fljót nokkurt, sem myndar landa- merki Kataloniu á einum staS. Stjórnin hafSi sent þangaS 39 herdeildir, en þær virSast ekki bafa gert neina tilraun til aS verjast. Var flóttinn svo hraður og eftirför uppreistarmanna svo greiS, aS stórskotaliS þeirra átti fult í fangi meS aS fylgja eftir framvarðasveitunum. Þá hafa uppreistarmenn tekið Fraga, en sú borg er skamt frá Levida, sem er næststærsta borgin í Kataloniu, og aðeins um 125 kilómetra frá Barcelona. Sá hluti uppreistarhersins sem sækir fram frá Huesca hefir tekið Barbastrá en þaðan liggur járnbraut til Lerida. Á suðurvígstövunum í Ara- goniu, eða í grend við Caspé Styrjöldin í Kína: Engar sigurfregnip frá Japönum. London. 28 mars. FÚ. Frá Kina berast fréttir um sigurvinninga ldnverska hersins á þremur vígstöðvum og það sem virðist benda til að um sannar fregnir sé að ræða er það, að frá Shanghai hafa ekki borist neinar fréttir um sigur- vinninga Japana í síðustu fjóra til fimm daga. Við járnbrautina frá Tientsin til Pukow segjast Kínverjar liafa hrakið japanska herinn af tur á balc, með nýrri sókn sem hafin var á föstudaginn var. í Suður-Shantung fylki hafa Kin- verjar aftur komist austur yfir skipaskurðinn og eru japanskar hersveitir þar á undanhaldi. Norðar í Shantung hefir kin- verski herinn komist á lilið við Japani og náð úr höndum þeirra borginni Lin-tsing. Enn- fremur hefir þeim tekist að eyðileggja járnbrautina þar fyr- ir norðan og hefta flótta Jap- ana. Fréttir frá Peiping staðfesta þessar fregnir í aðalatriðum. Frá Tokio berast engar stríðs- fréttir. Japanskur gjaldeyrir féll í verði á peningamarkaðinum í Shanghai 1 dag eða úr einum shilling og tveimur pence yenið niður í einn shilling og jafnvel lOVz pence utan markaðar. mæta uppreistarmenn aftur á móti talsverðri mótspyrnu. Frh. á 3. bls. Leikhúsið. - „Skírn, sem segir sex“. Gamanleikur í 3 þáttumy eftir Oskar Braaten. — Síðastliðinn fimtudag hafði Leikfélag Reykjavíkur frum- sýningu á leikriti með þessu nafni og var það sýnt í annað sinn á sunnudagskvöld. Er það skemst af að segja, að leikurinn er skemtilegur frá upphafi til enda. Kunnu og leikhúsgestir að meta leikritið og góða meðferð þess og þökkuðu með lófataki bæði fyrir einstakar setningar, einstök atriði og við þáttalok. Leikritið fjallar um árekstur verksmiðjustúlkna við kirkj- unnar menn. Segja þær sig úr kirkjunni, en hafa þá engan frið fyrir sálnaveiðurum sértrú- arflokka. Jafnframt reynir kirkjuvörðurinn að fá þær til að ganga í kirkjuna aftur. Hlutverkin eru mörg og mis- jafnlega stór. Stærsta hlutverkið er Evensen kirkjuvörður, og leikur Brynjólfur Jóhannesson það hlutverk. Er leikur lians prýðilegur og smellinn frá upp- hafi til enda. Jómfrú Jahr leikur Arndís Björnsdóttir. Er hlut- verkið lítið en Arndís tekst að skemta áhorfendum eins og endra nær. Nordal hinn gamla prest, sem lífið hefir kent mannúð og mildi, leikur Valur Gislason, svo blátt áfram og trúlega, að unun er að. En honum getur líka runnið í skap. — Ingibjörg Steinsdóttir leikur prestsfrúna. Hefði verið viðkunnanlegra, að hún hefði verið eldri í útliti, þvi að hún á gjafvaxta dóttur. Prestsdótturina leikur Regina Þórðardóttir. Er hin unga unga stúlka ljúf og góð i henn- ar höndum. Unnusta liennar, Storm aðstoðarprest, leikur Ævar Kvaran og er hann nýliði hjá leikfélaginu, þó að liann hafi eittlivað komið á leiksvið áður. Hann talar skýrt og hæfi- lega hratt. Útlit hans og leikur fer hinum unga vandlætinga- sama presti vel og er ekkert sem bendir á nýliðann, nema ef til vill nokkur ókyrð i þriðja þætti í samtali hans við Even- sen. Ragnar Kvaran og Soffía Guðlaugsdóttir leika sálnaveið- arana. Er Ragnar ísmeygilegur og ágengur, en Soffía allfyrir- ferðarmikil í skapinu. Hlógu á- horfendur dátt að þessum atrið- um leiksins. Emilia Borg leikur Tvíbreiðu Petru. Vakti útlit hennar og góðlátleg gamansemi mikla gleði hjá áhorfendum. Hinn taugaveiklaða vara-barnsföður og atvinnuleysingjá Harald leik- ur Indriði Waage prýðilega. Gaukurinn er „skrítinn fugl“, leikinn af Willielm Norðfjörð. Þóra Borg leikur Þóröldu. Það er stúlka sem veit hvað hún vill

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.