Vísir - 29.03.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 29.03.1938, Blaðsíða 4
V 1 S 1 R Bcejop fréftír Jarðarför Jóns Baldvinssonar, banka- Stjóra, fer fram á morgun. í tilefni af jargarförinni veröa gefin frí í skólum ríkisins og verkamönnum rikisins gefið fri. Prentsmiðjum verður lokað kl. 12 á hádegi. Veðrið í morgun. 1 Reykjavík 1 st., mestur hiti í gær 3, minstur í nótt — 4 st. Sól- skin hér í gær 1,6 st. Heitast á landinu í morgun 1 st., Reykjavík og Papey, kaldast — 6, á Horni. Yfirlit: Djúp lægð skamt út af Austfjörðum á hreyfingu í aust- ur. Önnur lægð suður af Græn- landi. Horfur: Faxaflói: Mink- andi norðaustanátt. Léttskýjað. Skipafregnir. Gullfoss kom til Leith í morg- un. Goðafoss og Dettifoss eru í Reykjavík, Brúarfoss í Kaup- mannahöfn. Lagarfoss er á leið til Hamborgar frá Austfjörðum. Selfoss fer frá Grimsby í dag. Es. Esja var á Þórshöfn kl. 7 í gærkveldi. Höfnin. Frönsku togararnir fóru aftur í gær. Goðafoss fór til Hafnar- fjarðar og Akraness í gær. Rán, Tryggvi gamli og Sindri fóru út aftur. Skíðaskálamál í. R. íþróttafélag Reykjavíkur hélt fund í gærkveldi og var skíða- skálamál félagsins til umræðu. Mun félaginu standa til boða að kaupa KolViðarhól, en þar hefir íélagið haft bækistöð sína undan- farna vetur, þegar það hefir far- ið í skíðaferðar eða haldið skíða- námskeið. Skíðaáhugi er mikill innan félagsins, svo og fyrir því, að eignast skíðaskála. Heimssýningin í New ;York. Vilhjálmur Þór, fonnaður fram- 'kvæmdanefndar sýningarráðsins, var meðal farþega á Drotningunni í gærkveldi. Fer hann til New York og undirritar samninga um þátttöku íslendinga í sýningunni, en sýningarpláss okkar mun verða nm 10 þús. ferfet. V. Þór verður um tvo mánuði í förinni. Þýski sendikennarinn, dr, Betz, flytur í kveld kl. 8 næsta háskólafyrirlestur sinn um þýskan leikritaskáldskap. Efni: Nýjustu söguleg leikrit. Til Hafnarfjarðar ikömu i gær: Haukanes, með 100 smálestir ufsa, Bjarnarey með urn 60 skipp. þorsk, Henuóður með 88 skipp. — Á þorskveiðar íóru síðastl. laugardag: Garðar og Surprise, en Rán og Haukanes munu fara um miðja vikuna, og verða þá allir hafnfirsku togar- arnir farnir á veiðar. (FÚ). Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Halldóra Guðmundsdóttir, Laugaveg 50, og Jón Ágústsson, Iilíðarenda, Kleppsveg. Hvöt. Auglýsing um aðajfund félags- ins verður í blaðinu á morgun. Póstferðir miðvikud. 30. mars. Frá Reykjavik: Mosfellssveit- ar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykja- ness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Goða- foss til útlanda. — Til Reykjavík- ur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Laxfoss frá Borgar- nesi og Akranesi. Norðanpóstur. Austur-Barðastrandarpóstur. Búð- ardalspóstur. Snæfellsnesspóstur. Útvarpið í kveld. 19,50 Fréttir. 20,15 Erindi: Berklaveiki og berklavarnir á heimilum, II (Sigurður Magnús- son prófessor). 20,40 Hljómplöt- ur: Létt lög. 20,45 Húsmæðra- timi: Innlendar fæðutegundir, II (ungfrú Sigurborg Kristjánsdótt- ir). 21,05 Symfóniutónleikar: a) Tónleikar Tónlistarskólans. b) (21,45) Tónverk, leikin undir stjórn frægra hljómsveitarstjóra (plötun). 22.15 Dagskrárlok. Næturlæknir: Eyþór Gunnarsson, Laugavegi 98, sími 2111. —*Næturvörður í Laugavegs apóteki og Ingólfs apó- teki. íslenskt bögglasmj ör framúrskarandi gott alveg ný- komið í vísin Laugavegi 1. ÚTBtí, Fjölnisvegi 2. KKENSLAl VÉLRITUNARKENSLA. — Cecelie Helgason. Sími 3165. — (597 LEICA MATVÖRUBÚÐ óskast til leigu á góðum stað 14. maí. — Breyting á húsi getur komið til greina. Tilboð, merkt: „33“, sendist Vísi fyrir 1. apríl. (669 IÐNVINNUSTOFA óskast nú þegar. Æskileg stærð 6x19 metrar. Pósthólf 945. (647 3 RÉTTIR, góður matur dag- lega, kr. 1.25. Café París, Skóla- vörðustíg 3. (219 KTILK/NNINCAKl Bilfarafélag íslands Skrifstofa: Hafnarstræti 5. Félagsskírteini (æfigjald) kosta 10 kr. Skirteini, sem tryggja bálför, kosta 100 krónur, og má greiða þau í fernu lagi, á einu ári. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Sími 4658. iTAPAt'flNDIDÍ SKINNHANSKI, dökkgrár, tapaðist við Iðnó i gærkveldi. Skilist á Bárugötu 29. (665 ARMBAND hefir tapast. Fundarlaun. A. v. á. (657 ■tVINNAl LOFTÞVOTTAR. Símar 3760 og 2042. (417 ATVINNULAUSAR stúlkur, sem hafa í hyggju að taka að sér aðstoðarstörf á heimilum hér í bænum, ættu sem fyrst að leita til Ráðningarstofu Reykja- víkurbæjar, þar sem úrvals- stöður við liússtörf og fleira eru fyrirliggjandi á hverjum tíma. Ráðningarstofa Reykja- víkurbæjar, Lækjartorgi 1. Sími 4966. (369 SliaSNÆElI 4 HERBERGI og eldhús með þægindum óskast 14. maí. Uppl. í síma 2095. (666 ÍBÚÐ, 3 stofur og eldhús, með nútíma þægindum eru til leigu 14. maí n. k. Uppl. í síma 4492. (667 iBÚÐIR til leigu 14. maí, stærri og smærri. Uppl. Óðins- götu 14 B, uppi. (668 TIL LEIGU 14. maí, 4 lier- bergi og eldliús, hentugt fyrir saumastofu eða léttan iðnað, rétt við Bankastræti. Sími 2295. (643 MAÐUR i fastri atvinnu ósk- ar eftir 1 eða 2 lierbergjum og eldhúsi með öllum þægindum 14. maí. Uppl. í síma 2087. (644 MAÐUR í fastri stöðu óskar eftir lítilli og þægilegri íbúð 14. maí. — Fyrirfram mánaðar- greiðsla. Þrent í heimili. Tiiboð sendist Vísi, mcrkt: „70“. (646 VIÐ MIÐBÆINN 2ja hæða liús til-sölu eða í skiftum. Til- boð, merkt: „Skifti“. (649 4 HERBERGI og eldhús lil leigu á góðum stað. Hentugt fyr- ir tvær litlar fjölskyldur. Ekki miðstöð. Fyrirspurn merkt: „125“ sendist Vísi. (651 AF SÉRSTÖKUM ástæðum er til leigu 14. maí hús á Scl- tjarnarnesi. Stærð 10x9% met- er, ein íbúð, 4 lierbergi og auk þess 1 lierbergi í kjallara. Máu- aðarleiga kr. 150.00. — Tilboð, auðkent: „Höfn“ leggist inn á afgr. blaðsins. (652 4—5 HERBERGJA ÍBÚÐ með þægindum, óskast 14. mai. — Skilvís greiðsla. Tilboð leggist lá afgr. Vísis, merkt: „4—5“. (654 BARNLAUS hjón óska eftir ihúð. Uppl. í síma 2442. (655 2 HERBERGI og eldhús ósk- ast. Uppl. í síma 2249. (657 5 HERBERGJA íbúð til leigu frá 14. maí í Miðstræti 6, stofu- hæðin. Uppl. í síma 3851. (660 HERBERGI nálægt miðbæn- um óskast sem fyrst til 1. okt. eða lengur. Uppl. í sima 2303. (661 2 HERBERGI og eldhús, með þægindum, óskast 14. maí. Til- boð, merkt „14. maí“, sendist afgi\ Vísis. (636 Kkaupskapiíki IÐNAÐAR-saumavél (Jones), sem ný, er gengur fyrir raf- magni til sölu. Skólavörðustig 38. (658 MUNIÐ góða reykta rauð- magann og ódýra harðfiskinn við Stejnbryggjuna. (662 VEGNA burtflutnings er til sölu nú þegar liúsgögn, bækur o. fl. Eiríksgötu 13, þriðju liæð. Eftir kl. 7 á liverju kveldi þessa viku. (663 VANDAÐ STEINHÚS skamt utan við bæinn, er til sölu fyrir sanngjarnt verð og með hagkvæmum kjörum, sé samið strax. Uppl. gefur Jónas H. Jónsson, Hafnarstræti 15. — Simi 3327._________(642 ÚTVARPSTÆKI, Telefunk- en, 2ja lampa, ódýrt til sölu á Óðinsgötu 22 A. (645 CONSOLE grammófónn til sölu með sérstöku tækifæris- verði. Úppl. í síma 2982. (618 BARNAKERRA lil sölu. — Njálsgötu 13. (650 LÍTIÐ HÚS. Vil kaupa lilið hús nú eða í vor, má vera utan við bæinn. Tilboð með glöggum upplýsingum sendist Vísi fyrir fimtudag, merkt: „Snoturt hús“. _________________________(653 2 DÍVANAR með tækifæris- verði til sölu á Túngötu 2 (uppi).__________________(656 BARNAVAGN (enskur) til sölu, lítið notaður. Uppl. í sima 2675 eða Eiríksgötu 35. (658 ULL allar tegundir og tuskur hreinar kaupir Álafoss afgr. hæsta verði. Verslið við Álafoss, Þingholtsstræti 2. Sími 3404. — _________________________(596 DÖMUKÁPUR, kjólar, dragt- ir og allskonar barnaföt er snið- ið og mátað. — Saumastofan Laugavegi 12, uppi. Simi 2264. Gengið inn frá Bergstaðaslræti _________________________(317 DÖMUR OG HERRAR! — Munið Saumastofuna Hafnar- stræti 4. Tek efni i saum. — Hvergi ódýrara. Árni Bjarna- son, klæðskeri. (528 ÓDÝRT TIL SÖLU: Bóka- hilla, karlmannsreiðhjól, spila- borð, boxbanskar. Sími 1951, kl. 8—10 síðdegis. (664 KAUPI íslensk frímerki bæsta verði. Gísli Sigurbjöms- son, Lækjartorg 1. Opið 1—3%. (659 Fornsalan Hafnarstpæti 18 kaupir og selur ný og notuð húsgögn og lítið notaða karl- mannafatnaði. HRÓI HÖTTIJR og menn hans. — Sögur í myndum fyrir börnin. — 58. ORÐASENNA. — FaSir þinn skuldaði mér mjög — Hann átti gull og gimsteina, — Hvar er systir mín? Hvers — Þú lýgur, þorparinn þinn! mikið. Kastalinn er greiöslan á og mikil landflæmi. — Gim- vegna kom hún ekki og bauð mig Segðu mér þegar í staS, hvað þú þeirri skuld. — Skuld? Faðir steina! ÞaS er mér ókunnugt' um. velkominn? — Hún er ekki hér hefir gert við hana, ella skal eg .. minn var vellauSugur. i kastalanum. NJÓSNARI NAPOLEONS. 68 mannsins og gefa lionum. Þakklætið í augum gamla mannsins hafði þau áhrif á Gerard, að hann viknaði — og liraðaði sér á brott. En eftir þetta urðu þeir bestu kunningjar og gamli mað- urinn var hinn ræðnasti við Gerard. Hann sagði Gerard ekki hvað hann liét — og Gerard fékk aldrei vitneskju um það, en oftlega sagði hann ýmislegt, sem gaf Gerard til kynna ýmislegt sem á daga hans hafði drifið. En saga lians var í stutlu máli þessi: Hann hafði kvongast snemma. Og hann Iiafði ekki séð sólina fyrir konunni sinni. En lienni þótti ekkert vænt um bann. Hún var dóttir smiákaupmanns í Grenoble — og hafði játast honum vegna þess, að liann var talinn efnilegur vísindamaður, og hann átti góða stöðu í vænd- um við liáskólann. Og hana fékk hann. Og þar sem hann varð háskólakennari var honum títt boðið í veislur og samkvæmi, en þátttaka i sam- kvæmislífinu var það, sem kona hans liafði þráð mest af öllu. Hún var fríð sýnum og prúð í framkomu og varð vinsæl meðal þess fólks, sem maður lienn- ar var mest með. Hún var í ótal boðum og veisl- um með manni sínum og það var iðulega getið um hana i blöðunum. „Hún var ung og glaðlynd,“ sagði gamli maðurinn og leit á Gerard, eins og bann vonað- ist til, að hann einnig liti afsakandi samúðar- augum á hana, „og henni var hælt svo mikið, að eg held, að það hafi stigið henni til liöfuðs- ins. Hún gerði sér ekki ljóst, að þegar farið er i öll boð og alla dansleiki, sem baldnir eru, brökkva laun ungs háskólakennara skamt. Hún þurfti alt af að fá nýja kjóla og kápur, og svo uxu kröfurnar, liún varð að fá nýja skartgripi, alt, sem vinkonur hennar áttu, og mér var yndi að þvi að gera alt fyrir liana, sem eg gat, svo að hún titi sem altra best út, er borgarstjórinn eða aðrir tignir menn böfðu boð inni. Það var víst alt mér að kenna, því að eg var of eftir- látssamur við hana.“ Og gamli maðurinn varð klökkur og þurkaði svitann af enni sér —• og sultardropann af nef- broddinum. „Eg befði átt að vera hreinskilinn við hana, segja: Hingað og ekki lengra! Eg befði átt að skýra það fjrrir henni, að laun mín hrykki ekki til, ef eg yrði við öllum óskum liennar. Hún var vel gefin — liún mundi liafa látið sér skilj- ast það. En — mér var svo mikil nautn af því að sjá liana brosa, er eg hafði gefið henni eitt- hvað nýtt og fallegt — einhvern skartgrip — eg þnáði kossa hennar að launum. Svo að þér sjáið, herra ....“ Gerard skildi mæta vel. Ilann gat vel getið sér til hvað síðar gerðist. Þetta var ein hinna gömlu sagna, sem alt-af er ný. Sagan um eyðslu- sömu konuna og fávísa eiginmanninn, sem læt- ur alt eftir lienni. Fjárskortur! Freisting- Af- leiðingarnar, sem blutu að berja að dyrum — fyrr eða síðar! „Föðurbróðir minn var stórauðugur maður,“ sagði gamli inaðurinn eitt sinn við Gerard, „og sú var ætlun hans, að eg erfði allar eigur lians. Eg fór eitt sinn til bans, er eg var í vandræðum méð að greiða reikninga fyrir fatnað handa konu minni, gimsteina, — og vegna þess, að eg var lika í vandræðum af því að eg liafði tekið dýrara liúsnæði á leigu en áður, hennar vegna. Frændi minn las yfir mér og sagði, að eg yrði að koma í veg fyrir eyðslu konu minnar. Ilann greiddi allar skuldir minar en sór þess dýran eið, að það væri í eina skiftið, sem hann gerði það. Hann var harðorður í garð konu minnar, og eg vissi, að ef eg lenti í vandræðum aftur, mundi tilgangslaust að fara til hans —- og svo ....“ „Hvað svo?“, spurði Gerard samúðarlega. „Vixilfölsun?“ Gamli maðurinn kinkaði kolli. „Frændi minn var þá fárveikur. Honum var ekki lif hugað. Læknarnir sögðu, að liann mundi ekki lifa nema einn eða tvo daga. Eg var einka- erfingi lians, svo eg liugsaði, að það mundi ekki komast upp — og svo — “ Það var gamla sagan. Alt komst upp. „Og frænda yðar batnaði ?“ spurði Gerard. „Já, og liann lifði nógu lengi til þess að frétta, að eg var dæmdur í 14 ára betrunarhsúvinnu í fanganýlendu. Hann gerði mig arflausan.“ Varir gamla mannsins titruðu og Gerard liélt, að liann ætlaði að fara að gráta, en engin tár koinu í ljós. Kannske hafði hann úthelt svo mörgum tárum, að liann var hættur að geta grátið. Hann liafði verið þrjú ár í fanganýlendunni og aldrei liafði konan lians skrifað lionum, en dag nokkurn bárust honum fréttir um, að liún lægi á sjúkrahúsi, og væri benni ekki líf hug- að. Hún hafði fengið berklaveiki. Hvernig þessi fregn barst til fanganýlendunnar er ekki gott að vita, þvi að enginn skrifaði prófessornum, en honum var sagt frá þessu og harin efaðist ekki um, að það væri satt, enda þótt hann þekti ekki lit þeirra sem sögðu honum það. Það kemur stundum fyrir, að föngum tekst að komast und- rn á flótta úr hinum alræmdu fanganýlendum, en það er fremur sjaldan, sem flótti þaðan liepnast, og prófessorinn tók það nú í sig að gera slíka tilraun. Hann var staðráðinn í, liverj- ar sem afleiðingarnar yrðp, að reyna að kom- ast til Frakklands. Hann elskaði konuna sína enn og óskaði þess heitast af öllu, að mega enn einu sinni — áður en bún dæi — vefja liana örmum. „Mér fanst jafnvel stundum,“ sagði hann við Gerard,“ að ef eg héldi henni í fangi mér, mundi dauðinn ekki taka bana frá mér.“ Hann liafði Iiegðað sér vel og naut ýmiskonar forréttinda, því að framkoma lians hafði verið óaðfinnanleg í alla staði þau þrjú ár, sem hann bafði verið í fanganýlendunni. Honum tókst að flýja og komast til næstu breskrar nýlendu. Og liann komst alla leið til Frakklands og til Gren- oble, án þess að lögreglan handsamaði hann. Honum tókst að afla sér frétta um koriu sína. Hún hafði dáið i sjúkraliúsinu og frændi hans liafði — ef til vill vegna þess, að liann vildi ekki láta konu, sem bar nafn ættar lians, verða jarð- setta í fátækrakirkjugarðinum, séð um útförina og látið setja legstein á gröf liennar. Og það var við legstein hennar í Ste. Anne kirkjugarði í Grenoble, sem prófessorinn var handtekinn. Hann var nú fluttur til fanganý- lendunnar í Nýju Kaledoníu og sætti nú miklu strangari og liörkulegri meðferð en áður. Eftir því sem liann sjálfur sagði, leið liann

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.