Vísir - 31.03.1938, Blaðsíða 3
VlSIR
/
sóknarstjórn meó hlut
leysi sosialista?
Brjóstvitid a ad uægfja
i atviunumálarádhorra-
stödunni.
Talið var í morgun, að niðurstaða væri fengin á samn-
ingum Framsóknarmanna og sósíalista um það, á
hvern hátt ríkisstjórnin verður skipuð, a. m. k. fyrst
um sinn. Niðurstaðan er sögð vera sú, að sósíalistar taki ekki
aftur sæti í ríkisstjórninni en veiti Framsóknarflokknum
hlutleysi. —
Á fundum flokkanna voru
þeir tveir möguleikar ræddir.
að nýr maður kæmi inn í
stjórnina frá sósíalistum, og
var þá einna frekast talað um
Stefán Jóhann Stefánsson í því
sambandi, eða að flokkurinn
veitti aðeins hlutleysi.
Tillitið til hinna róttækari
afla meðal sósíalista hefir orð-
ið yfirsterkara, því í yfirstand-
andi bardaga um völdin innan
Alþýðuflokksins, telja and-
stæðingar Héðins Valdimars-
sonar sér heppilegra, að vera
ekki í stjórnaraðstöðu. Raun-
ar gerir hlutleysi það að verlc-
um, að flokkurinn verður fylli-
lega meðábyrgur á öllum gerð-
um stjórnarinnar, og lilýtur að
verja þær sem sín eigin verk.
Framsóknarm. munu láta það
gott heita, að liafa hlutleysi
sósíalista, en það mun all-al-
menn skoðun meðal þeirra, að
stjórnin verði fremur völt.
Meðan sósíalistar voru i ríkis-
stjórninni, drógu þeir i tvö
skifti ráðherrann út úr rikis-
stjórninni. En er látið var svo
heita, fyrir siðustu kosningar,
að samvinnunni væri slitið,
sagði ráðherrann þó aldrei af
isér, svo sem frægt er orðið.
En verði ágreiningur milli
flokkanna nú, er ekki um það
að ræða fyrir sósíalista, að
draga burtu ráðherra, heldur
verða þeir að sýna andspyrnu
sína með því að hætta hlutleys-
inu, og þar með er stjórnin
fallin. Hræðast sumir Fram-
sóknarmenn, að ýmsir meðal
sósialistar hafi tilhneigingu til
að nota lilutleysið sem svipu á
st j ómarf lokkinn.
Allmikill ágreiningur hefir
verið um það, hver skyldi
verða ráðherra eftir Harald
Guðmundsson, og ef velja liefði
átt ráðlierra i það sæti, eftir
þekkingu og viti, hefði enginn
maður fundist i röðum Tíma-
manna, sem hafði nægilega
þekkingu á sjávarútvegsmál-
um, — sem eru mesti þáttur-
hafði óbilandi trú á þeim mál-
stað, sem hann barðist fyrir, og
fylgdi honum fram með feslu
og þrautseigju, en af fullri prúð-
mensku og lipurð. Þessir hæfi-
leikar hans sköpuðu honum þá
foringjastöðu, sem hann liafði
innan Alþýðuflokksins,. og virð-
ingu og traust og vinarhug utan
hans.
Jón Baldvinsson var í einka-
lífi sínu með afbrigðum vinsæll
maður, enda vildi hann öllum
vel og hvers manns vandræði
leysa, cf liann mætti. Hann var
fæddur alþýðumaður og þó
leyndi sér hvorki í fasi né fram-
komu hinn kynborni liöfðingi i
ættir fram.
Með þessum orðum vil eg
flytja hinum látna foringja og
starfsbróður hinstu lcveðju Al-
þingis. Við kveðjum hann allir
með hrærðuin huga.
inn í starfi atvinnumálaráðli.
En svo sem kunnugt er, er þessi
flokkur vanur að láta sér
nægja brjóstvitið, og er talið,
að einn hinn mest áberandi
meðal brjóstvitringanna í
Tímaflokknum, Skúli Guð-
mundsson, lireppi sætið.
Allianee
Fran^aise.
Fundur var lialdinn í Allian-
ce Francaise fimtud. 24. þ. m.
Fundurinn hófst með því, að
hinn nýkjörni forseti félagsins,
lierra Pétur Þ. J. Gunnarsson,
stórkaupmaður, ávarpaði fé-
lagsmenn nokkrum orðum og
mintist ennfremur látins fé-
laga, D. Sch. Thorsteinsson
læknis, sem ætíð liafði verið
áhugasamur félagsmaður; ver-
ið um nokkurra árá skeið vara-
forseti félagsins, og einnig á
tímabili annast frönskukenslu
fyrir það.
Því næst flutli herra Jean
Haupt, sendikennari i frönsk-
um fræðum við Háskóla ís-
lands fróðlegt og skemtilegt er-
indi um Suður-Frakkland.
Sýndi liann þaðan ágætar
skuggamyndir. í sambandi við
erindi sitt, las liann einnig upp
bundið og óbundið mál, eftir
suma af þektustu rithöfundum
Frakka, sem sótt höfðu yrkis-
efni sín til þessa hluta Fraklc-
lands, þar sem vagga þeirra
, hafði staðið, svo sem F. Mistral
og A. Daudet. Var allur flutn-
ingurinn hinn besti, og gerðu
fundarmenn góðan róm að.
Þá söng frú Annie Ch. Þórð-
arson nokkur frönsk lög. Und-
irspilið annaðist ungfrú Anna
Péturss. Skemtu menn sér liið
besta við að lilusta á þær.
Að því loknu settust menn
að kaffidrykkju, en eftir það
var dans sti^inn Ifram eftir
kvöldi.
Stjórnarskifti í Rúmeníu.
London, 30. mars. FÚ.
F orsætisráðherra Rúmeníu
sagði af sér í dag og skömmu
síðar var honum falið að mynda
nýtt ráðuneyti. Það er álilið að
tilgangurinn sé sá, að mynda
ráðuneyti yngri manna, með
hliðsjón af því, að nú er
gengin í gildi hin nýja stjórn-
arskrá, sem Carol konungur
hefir samið.
London 31. mars. FÚ.
Allir stjórnmálaflokkar í Rú-
meníu hafa verið leystir upp
af ráðuneytinu. Yfirklerkur
Grísk-kaþólsku kirkjunnar í
landinu, dr. Myron Christea, er
ennþá forsætisráðherra.
aðeins Loftur.
XailiÉ liríyrar
Karlakór Akureyrar er hing-
að kominn á söngför sinni um
Vestur- og Suðurland og söng
i Gamla Bíó siðastl. þriðjudag
við dágóða aðsókn. Áður en
söngskemtunin hófst, ávarpaði
Haraldur Norðdalil kórinn og
heilsaði siðan Karlakór Al-
þýðu liinum norðlensku söng-
bræðrum sínum með söng.
Áskell Snorrason.
Karlakór Akureyrar er átta
ára gamall. 1 honum eru 38
söngmenn. Einvalalið er þetta
ekki. Innan um eru þó góðir
raddmenn, eins og einsöngvar-
ar kórsins, þeir Sverrir Magn-
ússon, sem hefir sérlega blæ-
fagra tenórrödd, og Jón Berg-
dal. Tenórraddirnar eru lit-
daufar, og ekki gætir sérstak-
lega mikils raddvals i hinum
röddunum. Bassarnir nutu sín
þó sæmilega. Ivórinn ræður yf-
ir „píanó“ og upp i „mezzo-
forte“, en „forte“ getur hann
ekki sungið, livað þá lieldur
„fortissimo“. Við þetta eru
honum allþröngar skorður sett-
ar, þegar þarf að beita styrk-
leikahlutföllum í söngnum (t.
d. „Ólafur Tryggvason“). Er
það því skiljanlegt, að kórinn
geti ekki náð þeim tilþrifum
i sönginn, sem þeir kórar sýna,
er hafa þessi mismunandi
styrkleikastig á valdi sínu. Af
þessum ástæðum tókust bezt
þau lögin, sem sungin voru
veikt.
Á söngskránni eru 30 lög, þar
af 16 íslensk, og þar á meðal
5 eftir sjálfan söngstjórann,
Áskel Snorrason. Lögin eru yf-
irleitt alþekt hér á landi. Öll
eru lögin með islenskum text-
um, og er það vel farið, því
að reynslan hefir sýnt, að lög
með íslenskum textum verða
miklu fremur almenningseign.
Meðferðin á lögunum af hálfu
söngstjórans, var harla mis-
jöfn, og skifti með það i tvö
horn. Mörg lögin hlutu látlausa
og fagra meðferð, en öðrum
var mishoðiðhvað snerti hrynj-
andann. Kórnum til maklegs
lofs skal það tekið fram, að
söngurinn var sérlega hreinn
og velæfður. Áskell Snorrason
lét kórinn syngja nokkur lög
eftir sjálfan sig, og báru þau
vitni um, að hann er gæddur
ljóðrænni gáfu. Eg vil sérstak-
lega nefna lagið „Sunnudags-
kvöld“, textinn er eftir Huldu
skáldkonu.
Á Akureyri eru 4 kórar,
Karlakórinn Geysir, Ivantötu-
kór Björgvins Guðmundssonar,
kór Abrahamsens og þessi kór.
Þegar á það er litið, að íbúa-
talan er ekki nema 4-^-5000
manns, þá verður það ineð
sanni sagt, að þar sé gróandi
í sönglífinu.
B. A.
italir rtlbútir til lesi
ið heiji irisarstrið.
Ræöa Mussolíni í gær.
London, 30. mars. — FÚ.
Síðdegis í dag liélt Mússólíni
ræðu um vígbúnað Itala í öld-
ungadeild ítalska þingsins og
þykir liún ein liin eftirtektar-
verðasta er hann liefir lengi
lialdið. Hann mælti m. a. á þessa
leið: „Besta vörnin sem auðið
er að koma við í ófriði er sú, að
ráðast á, og vér erum að búa
oss undir það, að hafa á tak-
teinum bæði menn og her-
gögn fyrir ófrið þar sem skjót-
lega verður skorið úr málun-
um.“ Þá sagði liann ennfremur
að liermannaflutningarnir til
Spánar og Libyu hefðu ekki
veikt Italíu að neinu marki, „og
1941 mun svo verða komið, að
vér höfum átta fj'rsta flokks
orustuskip, og fjögur af þeim
alveg ný. í því sambandi má
minnast þess, að skerfur flot-
ans til lausnar Abessiníustyrj-
öldinni var allverulegur, en þvi
er óhætt að lofa, að í næstu
styrjöld mun floti vor ekki
liggja aðgerðalaus inni ó höfn-
um. Þess má ennfremur geta,
að vér höfum 20—30.000 flug-
menn á takteinum. Talan ein
út af fyiár sig segir ekki mikið,
en að því ber að gæta, að hundr-
uð þessara flugmanna hafa
dýrmæta revnslu sem þeir hafa
aflað sér í tveimur styrjöldum,
livorri á eftir annari — styrj-
öldinni i Abessiníu og styrjöld-
inni á Spáni. Og þegar vér för-
um út i ófriðinn, þá verðum
vér að drotna í loftinu og eyði-
leggja miskunnarlaust baráttu-
þrelc og sigurvonir óvinaþjóð-
anna.“
„Tvenns þarf að gæta í ófriði:
árásarinnar og mótstöðunnar.
Til skjótra árása verðum vér
að reiða oss á flotann, árásar-
flugvélarnar, stórskotaliðið og
hernaðarlega hagnýtingu vél-
byssanna út í ystu æsar. Til
þess að skipuleggja mótstöðu-
þrek þjóðarinnar verðum vér
að færa fólkið úr stóru borgun-
um út í smáþorpin og sveitabæ-
ina, og vér gerum skynsamlega
í því, að bíða ekki til elleftu
stundar með slikar ráðstafanir.“
„Það sem máli skiftir i ótölc-
um milli þjóða og öllum við-
skiftum þeirra, og það eina sem
máli skiftir, er máttur þeirra til
liernaðarframkvæmda.“
Nýjar nafnbætur hafa verið
myndaður lianda Italíukonungi
og Mússólíni, og ber Iivor
þeirra fyrir sig liér eftir titilinn
„Marskálkur keisaradæmisins“
auk annara metorða.
Akæran gegfn
Otto Bchmidt.
Osló 30. mars.
Hinn kunni vísinda- oð leið-
angursmaður í norðurhöfum
Otto Schmidt, prófessor, liefir
verið ákærður fyrir skemdar-
verk og lélega stjórn þeirra
mála, sem varða siglingar fyr-
ir norðan Rússland og Síbiríu.
Hafði Schmidt yfirstjórn
þeirra með höndum. Varafor-
stjórinn var einnig settur af og
Papanin settur í hans stað. —
NRP—FB.
Jarðarför ekkjunnar,
Maríu Gísladótfur,
fer fram föstudaginn 1. apríl og liefst með húskveðju frá
lieimili hennar, Grjótagötu 14 B, kl. 1 e. li. — Jarðað verður
í gamla kirkjugarðinum. — Vilhelmína Jónsdóttir.
Alfred Þórðarson. Theodóra Eyjólfsdóttir.
IRADDIR
frá lesöndunum.
HJARTASTAÐUR
RE YKJ AVIKUR.
Einn er sá staður liér í
Reykjavík, er eg liygg að ekki
sé metinn sem skyldi. Þessi
staður er Arnarhóll. Fegurð
þess staðar er þó svo augljós og
kostir Iians svo margir og mikl-
ir, að furðu gegnir, að hann
skuli ekki fyrir löngu vera orð-
inn það, sem liann á að vera í
vitund bæjarbúa: Hjartastaður
Reykjavíkur. Útsýni frá þessum
stað er yndislegt yfir hið bláa
haf — og yfir höfn, sem ef til
vill er fegursta höfn i heimi —
og yfirsýn fæst yfir nokkurn
hluta miðbæjarins með liið ið-
andi líf á Lækjartorgi. Þá hjálp-
ar myndastytta Einars Jónsson-
ar af Ingólfi Arnarsyni til þess
að gera staðinn merkilegan.
Listamanninum hefir tekist að
láta þögula steininn segja frá
nokkurum beztu eðilskostum
forfeðra vorra, sem voru livort-
tveggja í senn: víkingar og
bændur, djarfir til allra dáða
en forsjálir um leið, — með ríka
útþrá i blóði en tengdir um leið
traustum trygðaböndum við
ætt og átthaga. Þar sem mynda-
styltan er af Ingólfi Arnarsyni,
geta Reykvíkingar séð svip og
yfirbragð þess borgara, sem á
að byggja og erfa þenna bæ, —
hins „ideala“ Reykvíkings eða
Reykvíkings, eins og liann á að
vera.
Þrjár skemtilegar götur liggja
að Arnarhóli, og má því segja,
að einnig að því leyti bjóði hann
til sín áliorfendum og áheyrend-
um, auk þess sem Arnarhólstún-
ið sjálft er tilvalið áhorfenda-
og álieyrendasvæði. Upp við
myndastyttuna er ágætt rúm
fyrir söngflokka og ræðumenn.
Þessi slaður er sjálfkjörið há-
tíðasvæði Reykjavíkur, þar sem
allur mannfagnaður borgarinn-
ar, er átt getur sér stað undir
beru lofti, á að fara fram, að svo
miklu leyti sem því verður við
komið.
Reykvíkingar: Opnið augu
yðar fyrir þessum stað og gerið
það sem unt er, til þess að gera
hann enn glæsilegri en hann er.
En eitt af því er að losa hann
við liina leiðinlegu kolabingi,
sem rísa rétt lijá honum eins og
hortittir eða smekkleysur í
fögrum skáldskap, og á vitan-
lega í stað þeirra að koma fögur
gata, svo að bæjarbúar geti
safnast saman utan um þenna
hjartastað bæjarins og glatt sig
við fegurð hans frá öllum lilið-
um.
Gretar Fells.
Esja
fór frá Sauðárkróki í gærkvekli.
— Væntanleg hingað n.k. sunnud.
Næturlælcnir.
Karl Sig. Jónasson, Sóleyjargötu
13, simi 3925. — Næturvörður í
Laugavegs apóteki og Ingólfs apó-
teki.
Útvarpið í kveld.
20.15 Erindi: Frá Grænlandi, I
(Sigurður Sigurðsson, f. búnaðar-
málastjóri). 20.40 Einleikur á píanó
(Emil Thoroddsen). 21.00 Frá út-
löndum. 21.15 Útvarpshljómsveitin
leikur. 21.45 Hljómplötur: Kirkju-
leg tónlist. 22.15 Dagskrárlok.
Land mflt tksfla-
manna.
I gær fóru skíðastökkin
fram í Hvanneyrarskál. Þátt-
takendur voru 17, allir að
norðan. Sjö frá Skf. Siglfirð-
ingi, 7 frá Skf. Siglufjarðar og
3 frá Skf. Ólafsfjarðar. Hver
lceppandi stökk tvisvar og fer
liér á eftir hve hver maður
stökk lengst:
Lengra stökkið
metrar:
Þorv. Ingimarsson, Ól. . . 30.5
Björn ólafsson, Sf........31.5
Stefán Þórarinsson, Sf. .. 36.5
Kx. Ólafsson, Ó1...........33.0
Ásgr. ICristjánsson, Sf. ... 34.5
Þork. Benónýsson, Sf. ... 34.0
Jónas Ásgeirsson, Sf......37.0
Ketill Ólafsson, Sf........36.0
Ólafur Stefánsson, Ól. ... 28.5
Óskar Sveinsson, Sf.......36.0
Jón Þorsteinsson, Sf......43.5
(en féll)
Alfreð Jónsson, Sf.........34.5
Jóhann Sölvason, Sf.......40.5
(en féll)
Sveinn Sveinsson, Sf......36.5
Rögnv. Ólafsson, Sf.......33.0
Helgi Sveinsson, Sf.......34.5
Jón Stefánsson, Sf.........33.0
(Samkv. FÚ).
Bœtar
frétfír
I.O.O.F. 5 = 1193318V2 =9.11
Veðrið í morgun.
í Reykjavik 1 sl., mestur hiti í
gær 1, minstur í nótt o st. tJrkoma
í gær 4,9 mm. Heitast á landinu
í morgun 2 st., Reykjanesi, Fagur-
hólsmýri og Vestmannaeyjum, en
kaldast — 3 st., á Hellissandi og
Kvigindisdal. — Yfirlit: Grunn
lægð yfir Vestfjörðum, hreyfist
hægt í norður og fer minkandi. —
Horfur: Faxaflói: Suðvestan og
vestan kaldi. Eljagangur, en bjart
á milli.
Jarðarför
Tóns Baldvinssonar, bankastjóra
og forseta sameinaðs Alþingis, fór
fram í dag að viðstöddu miklu f jöl-
menni. — Silfurskildir bárust frá t
Alþingi, Alþýðusambandi íslands,.
Útvegsbanka Islands, Prfcntarafé-
laginu, Alþýðubrauðgerðinni, Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur og skyld-
fólki hins látna. Kransar bárust frá:
Konungi vorum, Rikisstjórn ís-
lands, Danska ráðuneytinu, íslenska
hluta ráðgjafarnefndarinnar og
danska hluta sörnu nefndar, danska
ræðismanninum, Bæjarstj. Reykja-
víkur, Jóni Krabbe konungsritara,
sendiherra Islands í Kaupmanna-
höfn, Höjgaard og Schultz, Garðari
Gíslasyni, Hallgrími Benediktssyni
& Co., Sambandi íslenskra Sam-
vinnuf élaga, Ríkisprentsmiðj unni
Gutenberg, stjórn Landsbanka Is-
lands, Framsóknarflokknum, verka-
kvennafélaginu Framsókn, Bakara-
sveinafélagi íslands, starfsfólki Út-
vegsbankans, starfsmönnum Al-
þingis og fleirum. — Skrifstofum
var alment lokað eftir hádegi og
fánar voru dregnir í hálfa stöng á
fjölda húsa. — FÚ.
Skipafregnir.
Gullfoss er á leið til Vestmanna-
eyja frá Leith. Goðafoss var i Vest-
mannaeyjum í morgun, á útleið.
Brúarfoss er í Kaupmannahöfn.
Dettifoss fer vestur og norður í
kveld. Lagarfoss er á leið til Ham-
borgar. Selfoss er á leið til Ant-
werpen.