Vísir - 01.04.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 01.04.1938, Blaðsíða 3
VlSIR Stjórnin úr öllum Vcnda! Stj órnarsamvinna Alþýduf lokks- ins og Framsóknarflokksins endurnýjud. Skúli Gudmundsson skipadvar í þridja rád- herrasætid. Alþýðuflokkurinn fær ekkert ráðtierrasætí, en veitir stjórninni nlutieysi og ver hana falli fyrst um sinn. A fundi í sameinuðu þingi, er boðaður var'kl. 2 i gær, tilkynti forsætisráðherrann: að á ríkis- stjórninni yrði „gerðar þær breytingar, sennilega i dag eða á morgun, að Skúli Guðmunds- son kaupfélagsstjóri tæki sæti i ríkisstjórninni í stað Haralds Guðmundssonar", að Alþýðu- flokkurinn mundi „fyrst um sinn" veita ríkisstjórninni hlut- leysi og afstýra vantrausti, ef fram kæmi, að stjórnin mundi fylgja sömu „meginstefnu sem fylgt hefir verið undanf arin ár", að löggjöf um stéttarfélög og vinnudeilur mundi verða af- greidd á yfirstandandi þingi, og loks að „við undirbúning" ann- ara mála, sem gert væri ráð fyrir að tekin yi'ðu til meðferð- ar, mundi verða „leitast við að finna grundvöll fyrir nánari stjórnarsamvinnu milli flokk- anna framvegis". Þá kvaddi Haraldur Guð- mundsson sér hljóðs og kvaðst vilja „staðfesta ummæli hv. for- sætisráðherra um að Alþýðu- flokkurinn hafi heitið stjórn hans hlutleysi fyrst um sinn og mundi greiða atkvæði gegn van- trausti, ef fram verður borið, meðan hlutleysið varir, nema af greiðsla mála á Al- þingi eða stjórnarfram- kvæmdir gefi tilefni til annars". „Hlutleysi Alþýðuflokksins er þannig ótímabundið og fer eftir málefnum", sagði hann enn- fremur og lagði áherslu á, að ráðgert væri að leitast við að ná samkomulagi milli flokkanna „um málefnagrundvöll, sem undirstaða undir framhalds- starf flokkanna og þá með þátt- töku Alþýðuflokksins í ríkis- stjórn á sama hátt og verið hefir". I ræðu sinni Iagði Haraldur Guðmundsson megináherslu á það, að Alþýðuflokkurinn hefði talið sér skylt, umfram alt að afstýra þeirri hættu, sem við hefði legið, ef þessi samvinna hefði ekki tekist á ný milli Alþfl. og Framsóknarfl., en það væri „meiri eða minni áhrif eða þátttaka Sjálfstæðisflokksins í stjórn landsins". Og þó að svo mikilvægur ágreiningur hefði risið á milli flokkanna, að Al- þýðuflokkurinn taldi rétt að draga ráðherra sinn út úr ríkis- stjórninni, þá hefði flokkurinn ekki getað risið undir ábyrgð- inni á því að svo tækist til. Vantrauststillaga verður borin fram af Sjálfstæðis- flokknum. Óíafur Thors gerði fyrir- spurn um það til forsætisráð- herra, hvort hann hefði trygt sér hlutleysi eða stuðning AI- þýðuflokksins til þess að fram- fylgja lögunum um gerðardóm i togaradeilunni og til Haralds Guðmundssonar um það, hvern- ig Alþýðuflokkurinn mundi snúast við því, ef ríkisstjórnin gerði ráðstafanir til þess að framfylgja þeim lögum með hverjum þeim náðum sem lög leyfðu. Forsætisráðherra svaraði þvi, að hann teldi það svo fullvíst, að ekki kæmi annað til mála, en að gerðardómslögunum yrði hlýtt, að hann teldi með öllu óþarft að svara fyrirspurninni. Svar Haralds Guðmundsson- ar var hinsvegar á þá leið, að hlutleysi Alþýðuflokksins gagn- vart rikisstjóminni væri alger- lega ótímabundið og færi um það „eftir málefnum" og eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar og framkvæmdum. Ólafur Thors taldi nú, að ekki yrði annað ráðið af svari H. G., en að ágreiningurinn milli stjórnarflokkanna út af gerðar- dómslögunum, væri enn hinn samí og verið hefði þegar þeir slitu samvinnunni. Alþýðu- flokkurinn hefði hinsvegar lýst ( því yfir undir umræðunum um gerðardómslögin, að hann teldi þau að engu hafandi, þó að þau yrðu samþykt, og fyrir for- göngu þingmanna Alþýðu- flokksins hefði Sjómannafélög- ! in lýst því yfir, að þau teldu | sig á engan hátt bundin af þeim. ! Það væri þannig sýnt, að rikis- j stjórnin ætti einskis stuðnings ' eða hlutleysis að vænta af hálfu Alþýðuflokksins um fram- kvæmd þeirra laga, væri hún því of veik til þess að fara með stjórn landsins og Sjálfstæðis- flokkurinn mundi þvi bera fram vantraust til hennar. Héðinn talar, en kommúnistar þegja. Héðinn Valdimarsson tók nokkurn þátt í þessum umræð- um um afstöðu Alþýðuflokks- ins eða þess flokks, sem Harald- ur Guðmundsson væri málsvari fyrir, til ríkisstjórnarinnar, taldi yfirlýsingu forsætisráð- herra og Haralds um samstarf flokkanna mjög á huldu, og tók undir það, að samkvæmt þeim yfirlýsingum væri ríkisstjórn- inni ekki treystandi til að fara rneð völd. Þá taldi hann og að ekki kæmi til mála að setja vinnulöggjöf á þeim grundvelli, sem stofnað væri til í frumvarpi m illiþinganef ndarinnar um stéttafélög og vinnudeilur, þvi eð slíkri löggjöf væri verkalýð- urinn í landinu algerlega and- vígur. Það vakti almikla athygli, að þingmenn kommúnista lögðu ekkert til þessara mála, en héldu algerlega að sér höndum og þögðu. Eru þeir þó vanari því, að láta ekki shk tækifæri til málalenginga fara ónotuð fram hjá sér. En þögn þeirra verður að skilja á þann veg, að þeir uni þvi hið besta, hvernig komið er, og að þeir vilji, eins og Alþýðuflokkurinn, alt til þess vinna, að „vinstri"-sam- vinnan haldist. RADDIR frá lesöndunum. SUNDHÖLLIN. Sundhöllin er uppáhaldsstað- ur okkar Reykvíkinga, þangað þykir okkur gott að koma, enda hefir aðsókn að henni farið fram úr því, er hinir bjartsýn- ustu þorðu að vona. I Sundhöllinni virðist ríkja góð stjórn, enda mun starfs- fólkið vera samhent og fylgja settum reglum. En er það ekki óþarfi að meina gestum aðgang að Sund- höllinni síðasta hálfa tímann, sem hún er opin daglega? Laust eftir kl. 9% í gærkveldi hitti eg ungan mann í fordyri Sundhallarinnar. Hann var mjög stúrinn á svipinn. „Eg fékk neitun i gær og eg fékk neitun í kvöld og þó eg kæmi i heilt ár á þessum tíma, myndi afgreiðslustúlkan altaf neita mér jafn-ákveðið um að- gang að Sundhöllinni, það er eg búinn að reyna", sagði piltur- inn, „en eg hefi ekki komist á öðrum tíma", bætti hann við. Hálfur tími, eða jafnvel styttri tími nægir mörgum Sundhallargesti, ekki síst dag- legum gestum. Hví mega þá ekki þéir, sem það hentar, nota tímann rétt éður en lokað er'? Nokkrir Sundhallargestir láta sér nægja það stundum að fara einungis í steypibaðið og aðrir sem lítinn tima hafa, — eg hefi t. d. veitt því ef tirtekt um lækna — synda máske einu sinni um laugina og fara svo. Hálfur timi er nægur timi fyrir þessa menn. Þó að mönnum yrði leyfður aðgangur að Sundhöllinni sið- asta % tímann áður en lokað er,á það vitanlega að vera áfram ófrávikjanleg regla, að menn fari úr lauginni, þegar er lok- unartími er kominn. Eg hefi nokkrum sinnum verið staddur í Sundhöllinni um lokunartima og séð að þessum reglum er al- gerlega fylgt, svo sem vera ber og mér hefir verið sagt að svo sé ætíð. Eg leyfi mér því mjög á- kveðið að æskja þess, að regl- um Sundhallarihnar verði breytt á þá leið, að Sundhall- argestum sé ekki meinað að koma inn seinasta hálftím- ann, sem Sundhöllin er opin daglega. Rvík 30. mars '38. J. V. Unglingastúkan Unnur nr. 38 heldur hlutaveltu 18. þ. m. (2. páskadag). Þessa dagana eru börnin aS safna til ágóða fyrir starfsemí sína. Þess ef vsenst aö heiðraöir bæjarbúar taki börnun- um vel. Barnastúkustarfsemin berst fyrir þeirri fögru hugsjón aö forða þessari og eftirkomandi kynslóíSum frá þeirri miklu hættu, sem af tóbaki og áfengi leiðir. Hérmeð tilkynnist ættingjum og vinum, að hjartkær kon- an mín og fósturmóðir, Anna Fridfínnsdóítir, andaðist að heimili sínu, Lindargötu 1 C, aðfaranótt þ. 31. mars. — Jarðarförin auglýst síðar. Þorsteinn Bjarnason, Ásta Ásmundsdóttbr, Hjalti Gunnlaugsson. BCBJOP ' , '¦¦ íréWr Vísir hefjir opnaíS ritstjórnarskrif- stofu í húsi GuSmundar prófess- ors Hannessonar, nr. 12 viö Hverfisgötu. Skrifstofan verSur opin frá kl. 9—12 árdegis og kl. 4—6 síödegis, fyrst um sinn, har til önnur ráðstöfun kann aö veröa gjör. Veðrið í morgun. í Reykjavík o st, mestur hiti í gær 3, mestur kuldi í nótt — 2 st. Úrkoma í gær og nótt 3.1 mm. Sólskin í gær 4.3 st. Heitast á landinu í morgun 1 st., á Reykja- nesi, Vestm.eyjum og víSar, kald- ast — 4 st, á Horni. Yfirlit: Grunn lægS og nærri kyrrstæS yf- ir norðanverðu íslandi. Horfur: Faxaflói: Vestan kaldi. Eljagang- ur. Skipafregnir. Gullfoss er væntanlegur til Vestmannaeyja í fyrramáliS. GoSa- foss er á útlerö. Brúarfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss kom til Hamborgar í nótt. Selfoss er í Antwerpen. Dettifoss fór hé'ðan í gærkveldi áleiSis vestur og norSur. E.s. Hekla fór til Hamborgar í gærkveldi. Tekur har vörur fyrir EimskipafélagiS. iBelgaum fór á saltfiskveiSar í gærkveldi. L.v. SigríSur kom af veiSum í gær meS frekar lítinn afla . Hersteinn Pálsson stud. juris hefir veriS ráSinn blaSamaSur viS Vísi. Hefir hann undanfariS unniS viS ritstjóimina, og er hinn ef nilegasti blaSamaSur. BýSur Vísir hann velkominn í hiS fasta starfsmannaliS. Einar Ásmundsson cand. juris lætur af störfum hja Vísi frá og meS deginum í dag aS telja. Einar hefir veriS starfsmaÉk' ur blaösins á annaS ár og getið sér hinn besta orSstír, enda er hann ritfær prýöilega. Vegna heilsubre'sts. Páls Steingrímssonar hvíldu mikil störf á herSum Eiq,- ars í fyrstu, en síSar réSist hánn sem fulltrúi til Eggerts Claessen og dró há úr störfum hans viQ blaSiS, hótt hann skrifaSi í þaö að staðaldri. Vísir þakkar Einari vel unniS starf. Skátablaðið, sem gefiS er út af Bandalagi ís- lenskra skáta, kemur út á sunnu- daginn kemur, 3. þ. m. í því eru margar fróSlegar greinar, m. a. tvær minningargreinar um Davíð Sch. Thorsteinsson, eftir Leif GuS- mundson og Tryggva Kristjáns- son, Skátar, eftir dr. med. Helga Tómasson, skátahöfSingja, Sel- maginn og sundbeltiS, eftir Valdi- mar Össurarson, Skáti er bindind- ismaSur, eftir GlaSherja (SuSur- eyri í SúgandafirSi) o. fl. Þá er dagskrá skátamótsins á Þingvöll- um 5.—13. jú-li n. k. og loks skrá yfir þaS, sem hver maSur í göngu- för verSur aS bera í poka sínum. Hjónaefni. í gær opinberuöu trúlofun sína ungfrú Sjana Ágústsdóttir Loka- stíg 11 og SigurSur Jakobsson, trésmiSur, Hverfisgötu 93. Hvöt. Félagskonur efu ámintar um aS fjölmenna á aSalfundinn í Oddfell- owhúsinu í kveld kl. %y2. PóstferíSir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssveitar-,. Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss og Flóapóstar. Fagranes tií Akraness. Til Rvíkur: Mosfells- sveitar-, Kjalarness-, Kjósar-,, »*'V.r^«*l. Eftir aldamótin síðustu hóf- ust heimflutningar i viðtækri merkingu. Snemma árs 1904 fluttist æðsta stjórn íslenskra sérmála hingað til lands, og tveim árum síðar var hafin bar- átta fyrir heimflutningi þeirrar deildar Hins íslenska bókmenta- félags, sem starfaði i Kaup- mannahöfn, en alt frá stofnun félagsins (1816 hafði það starf- að í tveimur deildum, Rej'kja- víkurdeild og Hafnardeild. í Kaupmannahöfn voru nokkur- ir kunnir íslenskir fræðimenii, og hafa þeir líklega allir verið mótfallnir heimflutningi fyrst eftir að baráttan var hafin, en hnigu smám saman til fylgis við málið eða létu undan síga. Var sameining Hafnardeildar við Reykjavíkurdeild ákveðin með samkomulagi beggja aðila 1911, sama árið sem háskóli vor var stofnaður. Áður en Hafnardeildin sam- þykti niðurlagningu sína, höfðu f élagsmenn þar komið sér sam- an um að stofna nýtt félag til íslenskra fræðiiðkana i Kaup- mannahöfn, og var svo „hið is- lenska fræðafélag" stofnað ár- ið eftir. Frumkvæðið að stofnun þess átti Bogi Th. Melsteð, sagn- fræðingur, og var hann forseti félagsins meðan hann lifði (d. 1929). Félagið byrjaði eigna- laust með öllu, en að sjálfsögðu stofnaði það fastan sjóð þegar á fyrsta ári, og var Bogi Mel- steð svo ötull að auka og efla sjóðinn, að sliks eru fá dæmi, enda er sjóðurinn nú, eftir 25 ár, orðinn yfir 100.000 kr.. Bogi útvegaði félaginu svo mikið fé í styrkjum, að um það mundi engum öðrum hafa orðið jafn- vel ágengt, og naumast mundi rangt til getið, að stundum, þegar fræðafélaginu bárust gjafir, hafi það verið Bogi Mel- steð, sem beindi örlæti gefand- ans að félaginu. Þorvaldur Thoroddsen lét fræðafélagið í ríkulegum mæli njóta afkásta sinna. Gaf hann félaginu hand- ritin að tveimur merkum ritum, eftir sjálfan sig, ferðabók sinni og Árferði á íslándi í 1000 ár, og eru bæði ritin uppseld fyrir löngu. Einnig gaf Gísli Brynj- ólfsson læknir félaginu handrit- ið að lýsingu Veslmannaeyja eftir föður sinn. Þegar á fyrsta starfsári tók fræðafélagið þá ákvörðun, að gefa út jarðabók Árna Magnús- sonar og Páls Vídalíns, og byrj- aði hún að koma út 1913."Hún er nálega öll saman tekin á ár- unum 1702—12, þegar Árni var hér sem konunglegur erindreki og Páll Vídalín samverkamaður hans. Nær jarðabókin yfir alt Island, nema Múla- og Skafta- f ells sýslur. Hún er að vísu ekki formlega fullkomin jarðabók, þannig að með henni væri sett mat á jarðir, heldur var forn dýrleiki látinn standa óbreytt- ur, en þar er saman kominn allur slíkur fróðleikur, sem jarðamat hér á landi þarf að grundvallast á, um kosti og ó- kosti hverrar jarðar, hættur á rýrnun jarðanna o. s. frv. Ná- kvæmlega er sagt frá land- skuldum, kúgildaleigum og einnig kvöðum, sem þá hvíldu víða á jörðum, rituð kvikfjár- tala á jörðunum, fólksfjöldi á bæjunum og ábúendur og jarð- eigendur nafngreindir. Jarða- bókin er nú prentuð nema Isa- fjarðarsýsla Strandasýsla, Eyjafjarðarsýsla og Þingeyjar- sýslur, og nú befir Aiþingi um hríð veitt 1000 kr. á ári til út- gáfunnar, sem væntanlega held- ur áfram, svo að trygt má heita að verkinu verði lokið, þó a& dýr sé prentunin. Timarit (árs- rit) gaf fræðafélagið út i ellefu ár, undir ritstjórn Boga Mel- steðs, nema siðasta arganginn, sem kom út eftir lát hans, og dr. Sigfús Blöndal var ritstjóri að; flutti ársritið alþýðlegan fróðleik og landsmálagreinar. Ennfremur skal nefna safn fræðafélagsins um ísland og Is- lendinga, sem nú er orðið tíu bindi, æfisögur íslenskra manna, ritgerðir um islenskt mál, bókmentasögu og önnur söguleg efni. Þó að bækur fræðafélagsins hafi oftast verið ódýrari en ger- ist um islenskar bækur, og sumar með svo lágu verði, að tap hlaut á þeim að verða, hversu vel sem seldist, ákvað félagið á 25 ára afmæli sínu í fyrra að lækka verð flestra bóka sinna. Sú útsala félagsins stendur enn, og ættu menn að kynna sér þá kosti, sem þar bjóðast, meðal annars vegna þess, að nú mun lítið orðið eftir af upplagi sumra bókanna. Björn K. Þórólfsson. Kaupi ávalt hæsta verði íslensk frímerki. i^gPW ; l'- '-^' JjÍ| : ij:. 'i i9 ' MlMHH ''ith^M : |!|Hi ''''i^S i^^S^Í^ iinn^^i.i Frímerkjabækur með myndum fyrir íslensk frímerki, kosta 5 krónur. !l > h\ 1 *' ; i| BSBW '..ajjg :ll.H»?;^vt'Jj Útlend frímerki i miklu úrvali. Frímerkjabækur fyrir útlend frímerki, frá 75 aur. GÍSLI SIGUR- BJÖRNSSON, Lækjartorgi 1. Opið ld. I—31/2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.