Vísir - 02.04.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 02.04.1938, Blaðsíða 2
V 1S IR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hvað veldur? Csíðastliðnu vori sagði Al- ^þýðuflokkurinn stjórnar- samvinnunni við Framsóknar- flokkinn slitið, en það fórst þó fyrir að þvi sinni, að „draga" ráðherra flokksins út úr rikis- stjórninni. Stjórnarsamvinn- unni var þannig ekki slitið, þó að henni væri „sagt" slitið. En þingið var rofið og nýjar kosn- ingar látnar fara fram. Alþýðu- flokkurinn beið herfilegan ósig- ur í þeim kosningum. Hann lét sér þann ósigur sinn að kenn- ingu verða, féll frá öllum kröf- um á hendur Framsóknar- flokknum og varð við öllum hans kröfum. í annað sinn „sagði" Alþýðu- flokkurinn stjórnarsamvinn- unni við Framsóknarflokkinn shtið nú fyrir tveimur vikum. Og nú yar ráðherra flokksins „dreginn" út úr ríkisstjórninni. En þingið var heldur ekki rofið. Ráðherrar Framsóknarflokks- ins sátu kyrrir i sínum sætum. Það var engin hætta á því, að þeir yrðu „dregnir út", þvi að vita mátti, að ekkert mundi verða úr samvinnuslitum Al- þýðuflokksins frekar nú en fyrra daginn. Haraldur Guðmundsson sagði i fyrradag, að Alþýðuflokkurinn teldi „að síðustu kosningar hafi sýnt þann vilja meiri hluta kjósenda, að Sjálfstæðisflokkn- um yrði ekki fengin völd i land- inu". Hann sagði, að engin á- stæða væri til að ætla, „að nýj- ar kosningar myndu leiða í ljós, að þessu leyti, breytta af- stöðu kjósenda til Sjálfstæðis- flokksins", og því sæi Alþýðu- flokkurinn sér ekki fært „að slíta nú þegar öllu samstarfi við Framsóknarflokkinn". Mönnum skildist, að þing hefði verið rofið í fyrra af því, að Alþýðuflokkurinn hefði þá talið ástæðu til að ætla, að nýj- ar kosningar myndu leiða i ljós, að einhyerju leyti, breytta af- stöðu kjósenda lil Framsóknar- flokksins, sakir ágreinings þess, er þá var risinn milli hans og Alþýðuflokksihs. En gat það þá ekki einnig komið til mála nú, að afstaða kjósenda til Fram- sóknarflokksins, hefði breyst eitthvað, í sambandi við ágrein- inginn út af gerðardómslögun- um? Eða ber að skilja rök- semdafærslu Haralds Guð- mundssonar þannig, að þegar Alþýðuflokkinn og Framsókn- arflokkinn greinir eitthvað á, þá hljóti það æfinlega að vera vilji kjósenda, að Framsóknar- flokkurinn ráði? En ef svo er, þá er það bersýnilegt, að Al- þýðuflokkurinn hefði aldrei átt að slíta samvinnunni við Fram- sóknarflokkinn, út af gerðar- dómslögunum, ekki einu sinni um stundarsakir, og að það hefði verið alveg tilgangslaUst að „draga" Harald úr ráðherra- stólnum. Af röksemdafærslu Haralds mætti nú hinsvegar draga þá á- lyktun, að þing hafi verið rofið í fyrra, ekki af því, að stjórnar- flokkarnir höfðu slitið stjórn- arsamvinnunni, sem þeir höfðu nú heldur ekki gert, heldur af því, að þeir hafi orðið ásáttir um að skjóta því undir úrskurð kjósenda, hvort ekki mundi ráð- legast, að Sjálfstæðisflokknum yrði fengin völdin i landinu. En nú leiddu síðustu kosningar það eitt í Ijós, að kjósendur vildu ekki, að farið væri að vilja Al- þýðuflokksins, þegar svo bæri undir, að Framsóknarflokkur- inn fylgdi fram stefnu Sjálf- stæðisflokksins i ágreiningsmál- unum. Síðustu kosningar leiddu því ekkert i ljós um það, að meiri hluti kjósenda vildi ekki að Sjálfstæðisflokknum yrði fengin völd i landinu, heldur þvert á móti, „að þessu leyti", að þegar Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkinn greindi á, þá átti atkvæði Sjálfstæðis- f lokksins að skera úr. Nú hefir það komið fyrir öðru sinni, að ágreiningur hefir risið milli Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins og valdið samvinnuslitum með þeim, og enn er það svo, að Framsóknar- flokkurinn á samleið með Sjálf- stæðisflokknum i ágreinings- málum. Ef Alþýðuflokkurinn teldi í raun og veru, að engin ástæða væri til að ætla, að meiri hluti kjósenda vildi að Sjálf- stæðisflokkurinn fengi völdin í hendur, þá væri með öllu á- hættulaust fyrir hann að skjóta þessum ágreiningi undir úr- skurð kjósendanna. En er þá sannleikurinn sá, að hann óttist það gagnstæða, og kjósi því þann kostinn, að „sætta sig við alt", heldur en að slíta sam- vinnunni við Framsóknarflokk- nm. Rikishfskipir Breti. Tekjurnar 39 milj. stpd. umfpam gjöld. London 1. apríl. FÚ. Fjárhagsár Bretlands endaði í gær, og höfðu tekjur ríkisins farið 39 miljónir sterlingspunda fram úr áætlun fjárlaganna. — Rúmlega 10 miljónum af þess- um aukatekjum hafði verið var- ið til greiðslu á skuldum, svo að raunverulegur tekjuafgang- ur nam rúmum 28 miljónum sterlingspunda. Orsök hækkun- arinnar liggur aðallega í þvi, að tekjuskatturinn hafði gefið 3 miljónum sterhngspunda meir en áætlað var. Greiðslur til styrktar atvinnuleysingjum urðu einnig 8 miljón sterlingspund- um minni en áætlað var. Þess er getið í sambandi við fjárlögin og afkomu ríkisins, að stjórnin notaði sér ekki lántöku- heimild þá til fulls, sem hún hafði fengið vegna vígbúnaðar- hafði tekið 65 miljónnir Stjórnarhersveitnnnm í Lerida hefir OOrÍSt iÍOSaUKÍ. Japanir fara enn halloka fyrir Kínverjum. Breytingap á Barcelona stjórn- inni standa fyrir dyrum. Caballaro kemup aftur f stjórnina. EINKASKEYTI TIL VlSIS. B London, í morgun. arcelona-fregnir herma, að lýðveldisherinn verj- ist enn af miklum móði í Lerida. Hef ir her- sveitunum þar nú borist liðsauki. Perea herdeildarforingi hefir tekið við herstjórn austurhers lýðveldisins, af Poza hershöfðinga. Ýmsar breytingar aðrar hafa verið gerðar á herstjórninni, yngri menn verið settir í mikilvægar herforingjastöð- ur. Allir þeir menn, sem haf a verið hækkaðir í tign haf a verið á vígstöðvunum langa hríð. Gerir lýðveldisstjórn- in sér vonir um, að þessar breytingar muni mjög treysta varnir lýðveldisins. Það hefir hleypt nýjum kjarki í almenning í Kata- loniu, að tekist hefir að stemma stigu við framsókn uppreistarmanna, en mikill ótti hefir verið ríkjandi um gervalla Kataloniu undanfarin dægur, enda þótt íbú- arnir hafi verið furðu rólegir. Breytingar á ráðuneytinu eru sagðar standa fyrir dyrum. Búist er við, að Caballero taki sæti í stjórninni. United Press. London 2. apríl. FÚ. Stjórnarherinn í Lerida varð- ist enn í morgun. Breskur blaðamaður, sem farið hefir til Lerida, segir, að hann álíti skynsamlegra, frá hernaðar- legu sjónarmiði, af stjórnar- hernum að yfirgefa sjálfa borg- ina og koma sér fyrir i hæð- unum skamt utan við hana, þar sem aðstaða til varnar sé miklu betri en í borginni sjálfri. Uppreistarmenn segjast hafa afmáð heila útlendingahersveit á vígstöðvunum í grend við AI- caniz, sunnar í Aragóniu. Enn- fremur segjast þeir hafa tekið Valderrobres, en það er þorp skamt frá Tarragónalanda- mærunum. Spánska stjórnin hefir end- urskipulagt stjórn hersins á austur Spáni. Posa hershöfð- ingi, sem hingað til hefir haft herstjórnina þar með höndum, hefir verið látinn fara frá því starfi, en Perea hershöfðingi, sem verið hefir aðal aðstoðar- maður Miaja hershöfðingj a við Madrid, hefir verið látinn taka við af Posa. Stjórnin segir, að hin stór- felda sókn, sem hersveitir hennar hófu í grend við Gua- dalajara i fyrradag, hafi tek- ist mjög vel, en tilgangurinn með henni var að neyða upp- reistarmenn til þess að flytja þangað lið frá austurvígstöðv- unum. ms, sterlingspunda að láni, í stað 80 miljóna, sem heimilað var. Embættaréttur norskpa kvenna. Oslo, 1. april. Ríkisstjórnin hefir lagt fram frumvarp til þess að veita kon- um rétt til allra þeirra embætta og starfa, sem ríkisstjórnin veit- ir. — NEP. — FB. Nypardsvold hélt veíll. Oslo, 1. apríl. Stórþingið ræddi i gær um tillögu ríkisstjórnarinnar um skipun gerðardóms til þess að leysa vegavmnudeiluna. Mowinckel hafði orð fyrir vinstriflokknum og lýsti yfir því, að flokkurinn tæki aftur til- lögu sína, til þess að verða þess ekki valdandi, að ríkisstjórnin beiddist lausnar út af þessu máli. — Frumvarpið var sam- þykt gegn 45 atkvæðum. NRP.— FB.— FRÆKILEGT FLUG. Berlín, 2. apríl. — FÚ. Þýsk sportflugvél hefir ný- lega flogið 13.000 kílómetra vegalengd í einum áfanga, frá Berhn til Johannesburg í Suður-Afríku. Það, sem sér- staklega er athyglisvert við flug þetta, er það, hvað flug- vélin notaði lítið eldsneyti til flugsins. Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. Lundúnablöðin Daily Mail og Daily Express birta þá fregn í morgun, að bresk-ítölsku samn- ingunum verði lokið innan tíu dag. Verði þá búið að útkljá og ná samkomulagi um öll atriði og deilumái, sem til athugunar hafa verið tekin. Samkvæmt viðtali sem Uni- ted Press hefir átt við góða heimildarmenn um þessi mál, telja þeir að þessar fregnir sé ef til vill ekki sem áreiðanleg- astar og samningunum verði ekki lokið á þessum tíma. Hins- vegar segi þeir að alt stefni í rétta átt og neita að tiltaka dag- inn, þegar Bretar og Italir und- irriti sáttmálann. United Press. Land?arnarlán sam- þykt í Noregi. Oslo, 1. apríl. Tillaga fjiárveitinganefndar um landvarnalán að upphæð 52 milj. króna var samþykt í Stór- þinginu í gær gegn 6 atkvæðum. Þeir sex, sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, aðhyltust til- lögu Förre í Verkalýðsf Iokknum um lán að upphæð 26 milj. kr. er verja skyldi til birgðasöfnun- ar, en ekki beint til landvarna. NRP. — FB. Hinn reglulegi her Eínverja 60 mííur frá Shanghai. London, 2. apríl. FÚ. r IKína virðast Japanir enn fara halloka fyrir Kínverjum á Lunghai vígstöðvunum. Þó setja Japanir í frétt sem gefin var út i morgun, að þeir hafi nú stöðvað sókn kínverska hersins. Kínverjar segjast hafa tekið nokkur þorp í Suður-Shantung, úr höndum Japana. Þá hefir kínverskur her komist inn á svæðið sunnan við Shanghai, og tekið höndum saman við flokkana sem þar hafa stundað smáskæruhernað undanfarið. Á þessum slóðum hafa Kínverjar nú náð nokkrum smáborgum á sitt vald á ný. Hinn reglulegi her Kínverja er að eins 60 mílur frá Shanghai. Byggingarefni unnin úr íslenskum hráefnum. Sigurjón Pétursson á Álafossi sækir um eiukaleyfí til ad flytja út mó og- vörur mmar úr mó og* selja þær á erlendum markadi. Ber landbúnaðarnefnd neðri deildar Alþingis fram frv. um þetta efni. Samkvæmt frumvarpinu, skal sérleyfið veitt til 10 ára, en hafi sérleyfishafi ekki notfært sér leyfið að verulegu leyti þrjú fyrstu árin, er landbún- aðarráðherra heimilt að svifta hann sérleyfinu. Það er ætlun Sigurjóns, að nota svörðinn sem hráefni til einangrunar á húsum og öðru, sem einangra þarf. Til þess að það sé unnt, þarf svörðurinn að hafa í sér ákveðin efnasam- bönd og vera verkaður á sér- stakan hátt. Öll vinna þessu aðlútandi, verður framkvæmd hér á landi, og telur Sigurjón að að því muni verða allmikil atvinnuaukning, ef fram- kvæmdir verða eins og von stendur til. Sigurjón hefir trygt sér fé til kaupa á vélum og einnig er- lent viðskiftasamband. Telur hann, að undirbúningur og rannsóknir framleiðslu þessar- UINS og frá var skýrt í Vísi i gær, tók varðskipið Ægir botnvörpunginn Seddon frá Grimsby að landhelgisveiðum í Miðnessjó. Réttarhöld hófust i fyrradag og stöðu fram eftir degi i gær. Samkvæmt mælingum varð- skipsins var togarinn eina sjó- mílu innan við landhelgislínu. SkipstjórinU á togaranum hélt því fram, samkvæmt mælingum sinum, að hann hefði ekki ver- ið í landhelgi. Dómur í málinu féll síð- degis í gær og var skipstjór- inn á Seddón dæmdur til þess að greiða kr. 20.200 í sekt, en afli og veiðarfæri var gert uþptækt. Sldpstjóri fékk frest til þess að taka ákvörðun um hvort bann skyldi áfrýja dóminum til Hæstaréttar eða ekki. aöeins Loftur. ar muni taka allt að þremur árum, en úr því megi vænta, að framleiðslan hefjist fyrir alvöru. Með tilliti til þessa und- irbúningstíma, fer Sigurjón fram á, að sér verði veitt sér- leyfið til 13 ára, og ennfrem- ur að varan verði ekki tolluð,, til þess að unt sé að standast samkepni, þar sem hér sé að ræða um vöru, sem búin sé til úr hráefni, sem algengt sé er- lendis. Landbúnaðarnefnd þykir þessi málaleitun athyglisverð, einkum með tilliti til atvinnu- aukningar og erlends gjald- eyris, sem fyrir vöruna feng- ist, en hefir þó dregið allveru- lega úr þeim tíma, sem Sigur- jón fer fram á að sérleyfið gildi. Kaupfélag Eyfirðinga sækir um sérleyfi til að framleiða þilborð, byggingarpappa og „sellulose" úr íslenskum jarð- vegsefnum. Bera þeir Einar Árnason og Bernhard Stefáns- son fram frv. um þetta efni, og fer frv. í þá átt, að einkaleyf- ið verði veitt til tuttugu ára. 1 greinargerð segir, að K.E.A. hafi á undanförnum 2 árum látið gera allvíðtækar tilraunir erlendis, til þess að ganga úr skugga um, hvort hægt sé að gera þilborð úr íslenskum jarð- vegsefnum, einkum reiðings- torfi, og bendi tilraunirnar í þá átt, að þetta sé unnt, og verði þá komist hjá innflutn- ingi á panel, masonit o. fl., sem nú sé flutt inn i stórum stiL Lokatilraunir hafa þó enn ekki verið gerðar, til þess að fá úr því skorið, hvort gerlegt sé áð leggj á fé til stofnunar slikijm verksmiðjurekstri, enda mun stbfnkostnaður verða allmikill. Með tilliti til kostnaðar, vilja flutningsmenn ákveða tímann allriflega, og skera þar ekki við neglur sér. Ef slík framleiðsla, sem hér að framan greinir, gæti orðið sanikepnisfær hvað verð og gæði snertir, er það að sjálf- sögðu til góðs eins fyrir þjóð- arbúið. Verði hinsvegar raun- in sú, að við fáum lakari vöru fyrir hærra verð en unt er að fá á erlendum markaði, er vinningurinn harla vaf asamur. En allar tilraunir í þessa átt eru góðs maklegar og virðing- arverðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.