Vísir - 06.04.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 06.04.1938, Blaðsíða 3
;.._ ¦:¦¦.-; - -¦¦- -T"' ¦ h ------ --v;,_- -",¦ "itt.¦?:.:¦:¦:/¦ ¦¦¦:¦*- ¦ Hi " ¦¦ - ¦ ¦'.-•: : . -.¦ —~J "',:>-¦ •"--! •VÍSIR '. -r:~. v '. * ¦ :.'S Sr-wííSíjic,.:. -¦=,¦-_¦:¦ i." ., . . ' ;¦ ¦ ¦ -'- . ¦'-,'*. - ¦ Blódyg^liiriiai' á Fram- só-ktt-nrflol&ki&iim. Bændafulltriiaviiir styðja utgáfu I»j6d- viljans og landrádastarfsemi kommúnista. í siðustu Alþingiskosningum háði Sjálfstæðisflokkurinn harða baráttu úti um bygðir landsins, við rauða liðið sam- einað. Þar, sem rauðu f lokkarn- ir þrír voru i kjöri körpuðu þeir að visu litið eitt sin á milli um það, hvort kommúnistar styddu Framsókn eða ekki i kosning- unum, og var þá sagan sú, að framsóknarmennirnir afneit- uðu i grið og ergi ,en kommún- istarnir nudduðu sér upp við þá eins og lúpulegir hundar. Stundum fór það svo, að full- trúar framsóknar urðu þreytt- ir á að afneita og viðurkendu það hreinlega að þeir nytu i ýmsum kjördæmum stuðnings kommúnistanna og þökkuðu fylgið. Má fullyrða að úti um bygðir landsins hafi þetta sam- starf vakið megna óánægju meðal gætnari framsóknar- manna, þótt þeir að þessu sinni segðu sig ekki úr lögum við flokkinn. Eins og kunnugt er urðu úr- slit kosninganna þau að fram- sókn og sósíalistar fengu nægi- legt þingmannalið til að sitja áfram að völdunum, án stuðn- ings kommúnistanna innan þingsins. En gjöf skal gjaldast, ef vin- átta á að haldast, og framsókn hlaut að launa kommúnistúm stuðninginn. Eins og kunnugt er gefa kommúnistar út blað hér í bænum, sem kallast Þjóðvilj- inn. Er það aðallega gefið út til að lofsyngju múgmorðin í Rússlandi, og sanna það þjóð- inni, að þar i landi hafi siðustu 20 árin setið að völdum einhver einstakasti glæpalýður, sem sög- ur fara af. Þar sem blaðið er stutt af Moskvastjórninni talar það að sjálfsögðu máli Stalins og lofsyngur múgmorðin. Hinn erlendi styrkur einn nægir hins- vegar ekki til að halda blaðinu úti, og hafa þvi forystumenn kommúnista fengið styrk úr annari átt til blaðaútgáfunnar. 1 Þjóðviljanum 3. mars er grein- arkorn um vinsældir blaðsins, en þar segir svo: „____ Traust * blaðsins hefir ekki verið bundið við Kommún- istaflokkinn einan. Fjöldi manna, bæði í Alþýðuflokknum (og það meira að segja í hópi þeirra manna, sem Alþýðublað- ið myndi telja til hægri manna flokksins) og framsóknar- flokksmenn hafa séð nauðsyn þess, að Þjóðviljinn geti komið út framvegis og unnið áfram að því marki, sem hann hefir unnið að að undanförnu. Þessir menn hafa slegið skjaldborg um Þjóðviljann og stofnað með sér f élagsskap í því skyni." Frekar þarf ekki vitnanna við. Sumir hægri menn Fram- sóknarflokksins hafa réttilega haldið því fram, að starfsemi kommúnista hér á landi væri hrein landnáðastarfsemi, sem gjalda bæri varhuga við, og þóst vera allir af vilja gerðir til að halda þessum mönnum niðri. Ef þessir menn meina eitthvað með slíkum ummælum, stuðlar vinstri armur flokksins — rauð- flekkóttu mennirnir — að því að hinir ala snák við barm, sem getur orðið framsókn skeinu- hættur. Aðstaða Framsóknarflokks- ins er þannig, að enginn getur mikils vænst úr þeirri átt. Með- an sósíalistar áttu fulltrúa í rík- isstjórninni og töldu sér það lífsnauðsyn, var aðstaða fraiii- sóknar miklu sterkari en hún er nú, þegar sósíalistar hafa dregið fulltrúa sinn út úr rikisstjórn- inni. Nú eru það sósíalistar, sem hafa ráð ríkisstjórnarinnar í hendi sér, og líf hennar verður ekki selt litlu verði. Framsókn- arflokkurinn hefir á sér tvær blóðyglur, sósialista og komm- ! únista. Blóðtakan er þegar orð- in það tilfinnanleg, að Fram- sóknarf lokkurinn er gersamlega j magnþrota og getur enga storma staðið af sér. Blóðygl- urnar eru orðnir hlutir af lik- ama flokksins og nærast á hans kostnað, og þótt framsókn vilji undir og niðri losa sig við þá er þetta ófénaður, sem þeir eru vanir, og svo má illu venjast að gott þyki. Karlakúrinn Fóstbræður. Samsöngur í Gamla Bíó í gær. Ef til vill hefir aldrei heyrst hér glæsilegri karlakórssöngur áður , ef undan er tekinn söng- ur sænska stúdentakórsins, sem hér var fyrir tveim árum, vel að merkja, eins og sá kór söng þá fyrsta kvöldið, þvi hin kvöld- in var söngur kórsins lakari, af skiljanlegum ástæðum (veislur, dansleikir). Um „Fóstbræður" (áður karla- kór K. F. U. M.) hefi eg oft rit- að áður. Eg hefi minst á hina björtu tenóra, mjúku og hljóm- fögru bassa, og tæra kórhreim. Áður var jafnvægið milh radd- anna ekki nóg, því það var yfir- vigt i tenórröddunum. En nú rikir hið besta jafnvægi milli raddanna, enda hafa kórnum bæst nýir söngkraftar, aðrir far- ið o. s. frv. Raddgæðin i kórn- um er eins og best verður kosið; þar er valinn maður i hverju íúmi. Kórinn hefir á valdi sínu mjög veikan og mjúkan söng, hinn blíða blæ í söngnum og karlmannsþrótt, og hin mörgu styrkleikastig þar á milli. Af þessu er ljóst, að kórnum má líkja við gott hljóðfæri. Jón Halldórsson söngstjóri er sérlega vandvirkur og nákvæm- ur. Hljóðfallsvitund hans er sér- lega þroskuð og leggur hann mjög mikla áherslu á þetta at- riði i söngnum. „Ohne Rythme keine Musik", segja Þjóðverjar. Án hljómfalls engin músik. Við Islendingar höfum yfirleitt slappari hljómfallsvitund en margar aðrar þjóðir. Það fii" sjálfsagt vegna þess, að lengi var harmoníum útbreiddasta hljóðfærið hér á landi. En þegar hljóðfallið er slapt, kemur held- ur ekki fram göfgi og tign í söngnum. Um meðferðina á söngnum af söngstjórans hálfu er það að segja, að þar gætti list- rænna tilþrifa, og mörg lögin voru þannig sungin, að hvorki var á blettur né hrukka (t. d. „Sólrún og Hringur", „Yndið mitt" o. fl.). Á söngskránni voru 16 lög, þar af 12, sm ekki hafa verið sungin hér áður. Söngstjóranum hefir verið legið á hálsi fyrir að láta kórinn syngja sömu lög- ih frá ári til árs. En þetta er rangt. Bæði í fyrra sumar og eins núna voru flest lögin alveg ný. Ennfremur hefir söngstj. verið legið á hálsi fyrir að velja lög, sem ekki ganga í fólkið. En sannleikurinn er sá, að þeg- ar hann velur lög handa kórn- tim, þá miðar hann ekki við það, sem sá getur melt úr fyrstu heyrn, sem ekki hefir tamið söngsmekk sinn. Hann miðar ekld við óþroskaðan smekk fjöldans, heldur við mentaðan músiksmekk, og þeim fjölgar stöðugt, sem taka slik lög fram yfir hin. Eg ætla ekki að telja hér upp lögin, en mörg þeirra voru perlur. Þó vil eg minnast á nýtt lag eftir Sigfús Einarsson, „Ingólfs bær", texti eftir Einar Benediktsson. Sjálft tónskáldið stjórnaði söngnum, þegar þetta lag var sungið. Varð að endur- taka það. Einsöngvarar kórsins voru Einar Sigurðsson, sem söng baritónhlutverk i skoska lag- inu alþekta „Loch Lomond". — Röddin er hreimfögur og all- mildl og hlaut söngur hans á- gætar viðtökur, svo að endur- táka varð lagið. Eins fór, er bassasöngmaðurinn Arnór Hall- dórsson söng einsöngshlutverk- ið i hinu undurfagra lagi „Sáv, sav susa", eftir Karl Wohlfart. Mikil hrifning var meðal á- heyrenda, en húsið var fullsetið, og varð kórinn að endurtaka mörg lögin og syngja tvö auka- lög. Söngstjóranum var mikið fagnað og hlaut marga blóm- vendi. B. A. Skólasel Mentaskólans. Eins og lesendum Vísis mun kunnugt hafa nemendur Menta- skjlans unnið að þvi, að koma sér upp skólaseli austur í Ölfusi i vetur. Var vinna við selið haf- in þ. 21. september 8.1, og er nú svo langt komið, að verið er að leggja hitalögn i húsið. Vísir hefir áður flutt itarlega lýsingu af því. Á morgun munu nemendur Mentaskólans hef ja sölu á happ- drættismiðum i fjársöfnunar- skyni fyrir skólaselið. Það mun kosta fullgert 35—37 þús. kr., en búið er þegar að safna um 20 þús. og hafa nemendur safn- að þvi fé. Vinningar i happdrættinu eru 10 og hver öðrum betri og gagn- legri. Fyrsti vinningurinn er far til Kaupmannahafnar, báðar leiðir, og 300 kr. í erlendri mynt. (Sá vinningur einn er um 600 kr. virði). Annar vinningur er útvarpstæki, 3. vinn. viku- dvöl að Laugarvatni i júlímán- uði, fjórði saumavél, fimti hundrað kr. í peningum, sjötti 3 smál. af kolum, sjöundi raf- suðuvél, áttundi skiði, niundi málverk eftir Finn Jónsson og tiundi vinningurinn er oliu- tunna. Alls munu vinningarnir vera meira en tveggja þúsunda króna virði. Er þess að vænta að Reykvík- ingar taki þeim vel á morgun, nemendunum i Mentaskólanum, þegar þeir bjóða miðana til sölu. RADDIR frá lesöndunum. I GUÐMUNDUR GÓÐI OG ÞJÓÐVILJINN. I blaði því er Rússar gefa út hér i bænum er greinarkorn þar sem reynt er að fetta fingur út i síðasta útvarpserindi próf. Guðbrands Jónssonar, sem var um Guðmund góða, biskup. — Trúarlegar deilur um þetta mál mun eg leiða hjá mér, enda þótt eg efist ekki um það, að hollara muni að trúa á hinn blessaða Gvend góða en morðvargana Stalin & Go., eða hvað þeir nú heita þessir hálfviltu Slavar austur þar. —. En hitt var, að eg vildi fræða blaðið um það, að próf. G. J. er vafalaust ein- hver vinsælasti maður er nú flytur erindi í Útvarpið og er það svo um alt land. Hann hef ir nefnilega flesta þá kosti, sem þarf til þess, sem sé: Hann talar skýrt og greinilega, hann er allra manna fróðastur og vand- ar vel undirbúning erinda sinna. Hann er algerlega ópólitiskur i málflutningi sinum og lætur dægurþras engin áhrif hafa á skoðanir sínar á málum þeim og þjóðum er hann ræðir um. Að því leyti er hann, auðvitað, ótækur i þeirra eyrum, sem aldrei geta ómalandi verið um pólitík og nota hvert tækifæri til þess að hæla sínum mönnum en ata andstæðingana út i aur loginna og lubbalegra getsaka. Eg tel mikið happ fyrir Ut- varpshlustendur ef próf. G. J. heldur áfram að flytja erindi í Útvarpið, því ópólitískt lituð er- mdi frá útlöndum eru fremur sjaldgæf frá þeirri stofnun — þvi miður. Þorst. Jónsson. Bcbjop fréirír Föstumessa í fríkirkjunni í kveld kl. 8J4- Próíessor Ásmundur GuSmunds- son prédikar. Föstugu'osþjónusta í dómkirkjunni í kveld kl. 8.15, síra FriSrik Hallgrímsson. Veðrið í morgun. 1 Reykjavík 2 stig; mestur hiti í gær 6 stig, minstur i nótt 2 stig. Úrkoma í gær 0.8 mm. Sólskin í 0.2 stundir. — Heitast á landinu i morgun 5 stig, í Papey, kaldast —1, stig, í Bolungarvík. Yfirlit: Lægð fyrir norðan og noríSaustan land á hreyfingu austnorSaustur. Grunn læg'ð yfir Grænlandshafi. Horfur: Faxaflói: Vestanátt með allhvöss- um eljum eða slyddu. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er í Reykjavík. GoSa- foss fer frá Grimsby í dag, áleið- is til Hamborgar. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Brúarfoss er á leið til Leith frá Kaupmannahöfn. Dettifoss er við NorÖurland. Bæjarstj órnarfuudur verSur á morgun kl. 5 í Kaup- þingssalnum. Á þar m. a. aS kjósa tvo menn í fasteignamatsnefnd og tvo menn til aS framkvæma fast- eignamat. Gæfta- og aflaleysi. Gæftir hafa verið mjög slæmar a.S undanförnu. Togararnir flestir, sem á þorskveiðum eru, hafa veriS úti 10 daga eða vel það sumir, en aS eins 3 komnir af veiSum. En eigi er eingöngu slæmum gæftum um aS kenna. Sjómönnum ber saman um, aS f iskur sé lítill á tog- aramiSum. Færeyingar, sem inn hafa komiS, hafa sömu sögu aS segja. Afli á skip hjá þeim aS eins 2000—3000 fiskar. Höfnin. Otur kom af ufsaveiSum í morg- un meS dágóSan afla. Bragi kom af þorskveiSum í gær meS 76 föt. KoIaskipiS Felix fór í gær. Minn hjartkæri sonur, Jón Straumfjörd Ólafsson, andaðist i gær. Þóra Björnsdóttir, Hverfisgötu 83. Frú Ástlilldur Thoi steinsson verður jarðsungin föstudaginn 8. þ. m. og hefst athöfnin kl. 1 e. h. í dómkirkjunni. Aðstandendur. Jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður, Guðmundar Guðmundssonar, Njálsgötu 16, fer fram frá fríkirkjunni og hefst með hús- kveðju á heimili hans fimtud. 7. april kl. 1 e. h. Kransar afþakkaðir. — Dagbjört Jónsdóttir, Guðm. Guðmundsson. Guðlaug Grímsdóttir. Engilbert Guðmundsson. Ebba Jónsdóttir. Karlakór Akureyrar hélt söngskemtun í Flensborgar- skólanum í fyrrakveld viS húsfylli og ágætar viStökur og endurtók mörg lögin, AS söngnum loknum ávarpaSi Stefán Jónsson, formaS— ur söngkórsins Þrastar í Hafnar- firSi, söngstjórann, Áskel Snorra- son, og kórinn og þakkaSi honum komuna. (FXjr.) Heimdallur. ASalfundur félagsins verSur í kveld í VarSarhúsinu og hefst kl. %y2. Jóhann G. Möller mun fyrst ræSa um stjórnmálaviShorfiS á Alþingi, en síSan verSur gengiS til aSlfundarstarfa. Gamla Bíó hefir sýnt nokkrum sinnum myndina „ViS kyntumst í Paris" og hefir hún þótt fjörug og skemti- leg. At5alhlutverkin leika Claudette Colbert, Robert Young og Melvyn Douglas. Nýja Bíó sýnir um þessar mundir stórkost- lega ameríska kvikmynd, er nefnist „Horfin sjónarmið" og gerist hún að mestu leyti i dal einum i Tibet. Leikurinn er ágætur, en sviðsetn- ing og taka myndarinnar gef a hon- um ekkert eftir. ASalhlutverkin leika Ronald Colman, Jane Wyatt, Margo, John Howard o. fl. PóstferSir fimtudaginn 7. apríl: Frá Reykja- vík.: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Esja vestur um í HringferS og Lyra til útlanda. Fagranes til Akraness. — Til Reykjavíkur: Kjalarness-.Kjósar-, Reykjaness-, ölfuss- og Flóapóst- ar. Fagranes frá Akranesi. fþróttasamband íslands hefir skipað Iþróttaráð Austur- lands þannig: Síra Marinó Krist- insson, Vallanesi, formann; Ásgeir Einarsson, dýralækni varaformann, Thulin Johansen kaupmann Rey'ðar- firði, Þórarinn Sveinsson, íþrótta- kennara, Eiðum, og Þórarinn Þór- arinsson, kennara, Eiðum (F.Ú.). Áheit á Hallgrímskirkju í Saurbæ, af- hent Vísi: 10 kr. frá X-j-Y, gam- alt áheit. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 2 kr. frá J. B., 5 kr. frá í. S., 10 kr. gamalt áheit. Góðtemplarafundurinn, sem stúkurnar Morgunstjarnan og Daníelsher héldu síÖastl. mánu- dagskveld, var fjög fjölsóttur. Auk félaga þessara stúkna, sóttu og fundinn embættismenn stúlkunnar Frón, hér í bænum, og nokkurir fleiri gestir. Fundinum stýrði Gísli Sigurgeirsson, verkstjóri, og flutti hann ávarp, er fundur hafði verið settur eftir siSum og venjum góíS- templara. Me'ðal annara ræðu- manna voru: Fyrir hönd st. „Frón" Ludvig C. Magnússon, skrifstofu- stj., f. h. st. .„„Daníelsher" Krist- inn Magnússon, málaram., og f. h. st. „Morgunstjarnan" Sigurgeir Gíslason, verkstjóri. —A6 loknum fundi hófst skemtisamkoma og lagföi stúkan Frón til skemtikrafta. Fvmd- ur þessi var hinn áhrifaríkasti og þeim, er aí5 honum stóðu, til mik- ils sóma. Hestamannafélagið Fábur hélt aSalfund sinn fyrsta þessá mánaSar. VaraformaSur félagsins, iBjörn Gunnlaugsson, setti fundinn og stýrSi honum. Mintist hann for- mannsins, Daníels Daníelssonar, sem látist hafSi á árinu, en hann hafSi veriS formaSur félagsins frá stofnun þess. Risu fundarmenn úr sætum, til virSingar viS minningu hins látna formanns. Stjórn félags- is skipa: Björn Gunnlaugsson for- maSur, Einar E. Sæmundsen ritari, dr. Björn Björnsson gjaldkeri, en meSstjórnendur eru SigurSur Gíslason og Þorgrímur GuSmunds- son. VaraformaSur var kosinn Matthías Matthíasson. (FÚ.) Hafnarfjarðartogararnir. 1 gær komu til Hafnarfjarð- ar af veiðum: Sindri með 111 föt lifrar, Júpíter með 80 föt — og Rán með 52 föt lifrar eft- ir fimm sólarhringa útivist. —> (FtJ). Happðrætti Háskóla ísíands I hverjum flokki, þegar dregið er, gleyma nokkurir menn að endurnýja og missa þá oft af stórvinningum. Það er hygginna manna ráð að vera með frá byrjun, þvi að menn geta i islenska happdrættinu unnið mörgum sinnum á sama miðann á ár- inu. \ Frá starfsemi happdrættisins. 43. Vildi ekki endurnýja. . 1 hitt eð fyrra kom það fyrir um borð í togara daginn fyrir drátt, að sjómenn voru að spyrja hver annan, hvort þeír væru búnir að endurnýja. Einn þeirra, sem átti 3 miða, kvað sér standa á sama, hvort hann endurnýjaði eða ekki, hann ynni hvort sem er aldrei. Daginn eftir komu tvö númerin upp með vinninga og misti hann þannig af 750 kr. 44. Bannaði barni sínu að endurnýja. Fyrsta árið, sem happdrættið starfaði, bannaði kona ein i Reykjavík barni sinu að endur- nýja, því að ekkert ynnist, það væri sama og að kasta pening- unum á glæ. Miðinn var ekki endurnýjaður, en kom upp með 5000 krónur. Gleymið ekki að endurnýja. Nú eru að eins þrír söludag- ar eftir fyrir 2. flokk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.