Vísir - 08.04.1938, Page 2

Vísir - 08.04.1938, Page 2
VISIR VfSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. * Félagsprentsmiðjan h/f. Eindrægni. k bæjarstjórnarfundinum í “ gær kom fram tillaga frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins, um ívilnanir af hálfu bæjarins til handa togaraútgerð- inni, í sambandi við yfirlýsingu flokksins, sem birt var á dögun- um. Urðu nokkurar umræður um tillöguna, og var henni vel tekið af öllum ræðumönnum, enda var hún að lokum sam- þykt með öllum greiddum at- kvæðum. í umræðum þessurn tóku þátt fulltrúar þriggja flokkanna Sjálfstæðisflokksins, Alþýðu- flokksins og Kommúnista- flokksins, en fulltrúi Fram- sóknarflokksins var farinn af fundi, þegar umræðurnar hóf- ust. Enginn ágreiningur var um það, að nauðsyn bæri til, að ráð- stafanir yrðu gerðar, bæði af hálfu ríkis og bæjar, til þess að rétta við hag togaraútgerðar- innar. En í þessari samþykt bæjarstjórnarinnar er það skil- yrði sett fyrir ívilnununum af bæjarins hálfu, „að ríkið lélti undir með útgerðinni af sinni hálfu, svo að viðunandi sé.“ En með því er að sjálfsögðu átt við það, að af útgerðinni verði létt sköttum og öðrum gjöldum til ríkissjóðs, svo sem frekast er fært talið. Að sjálfsögðu er ætíast til þess, að útgerðin verði undan- þegin tekju- og eignarskatti til ríkissjóðs, á sama liátt og út- svörum til bæjarsjóðs. En þó að ekki sé um það að ræða, að út- gerðin þurfi að svara slíkum sköttum, meðan hag hennar er eins komið og nú, þá getur það varðað afkomu hennar í fram- tíðinni miklu, að hún verði gerð skattfrjáls uin nokkur ár, og henni heimilað, að nota aílan þann ágóða, sem verða kynni á rekstri liennar, til þess að lækka skuldirnar, sein á hana hafa hlaðist. En tilgangur þessara ivilnana er að koma hag útgerð- arinnar á „tryggan fjárhagsleg- an grundvöll“, ef verða mætti, en ekki að eins að fleyta henni áfram í sama skuklafeninu sem hún er komin í. En til þess þarf að sjálfsögðu meira en að und- anþiggja hana sköttum, sem hún þarf að svo komnu ekki að sfanda straum af. Það verður fyrst og fremst að létta af henni þeim gjöldum, sem hún verður nú að greiða, án tillits til af- komu hennar, svo sem tollum af innfluttum nauðsynjum hennar og útflutningsgjöldunum. Og með samþykt bæjarstjórnar- innar ætti það að vera trygt, að því fáist framgengt á Alþingi, því að þeir þrír stjórnmála- flokkar, sem að þessari samþykt stóðu í bæjarstjórninni, hafa nægilegt atkvæðamagn á Al- þingi til þess að ráða úrslitum málsins, jafnvel þó að aðrir flokkar þingsins legðust óskiftir á móti. Það er þannig full ástæða til að fagna því, hversu samliuga bæjarstjórnin var um afgreiðslu málsins. Og þó að þar kæmi að vísu ekkert fram um afstöðu Framsóknarflokksins, af því að bæjarfulltrúi flokksins var ekki viðstaddur, þá verður að vænta þess, að hann skerist heldur ekki úr leik í þessu efni, þegar á reynir, og sú rannsókn á hag útgerðarinnar, sem flokkurinn liefir krafist, er komin í fram- kvæmd, og leitt hefir verið í Ijós, svo að ekki verði um deilt, liversu brýn þörfin er. Sameiginlegar hlut- leysisreglur, sem ís- land kann að gerast aðili að. Oslo 7. apríl. Að afloknum fundi utanríkis- málaráðherra Norðurlanda í Oslo voru gefnar út samhljóða tilkynningar um fundinn í höf- uðborgum Norðurlanda. — Ut- anrikismálaráðherrarnir voru allir á sama mái um það sem fyrrum, að Norðurlönd skyldi ekki taka neinn þátt í hernaðar- legum samtökum, sem á kynni að verða komið af þjóðum, er skipuðu sér í flokka í því skyni, og ef til styrjaldar kæmi í álf- unni, voru utanríkismálaráð- herrarnir sammála um, að Norðurlönd skyldi gera alt, sem i þeirra valdi stæði til þess að forðast að dragast inn í styrj- öldina. Ráðherrarnir voru sammála um að ráðleggja hver sinni rík- isstjórn að samþykkja uppkast það að samhljóða hlutleysisregl- um fyrir Svíþjóð, Finnland, Danmörku og Noreg, og loks að endanlegri samþykt hlut- leysisreglnanna verði frestað stuttan tíma, með tilliti til ís- lands, þar sem ríkisstjóm Is- ands hefir óskað þess að fá að taka til athugunar möguleikana á að setja samskonar reglur að því er ísland snertir. (NRP— FB). — Bðk mn Gunnlang Biðndal. Hinn þekti danski listfræð- ingur Christian Rimestad hefir gefið út bók urn Gunnlaug Blöndal listmálara með sýnis- hornum af mörgum myndum lians. I bókinni er einnig ítar- legt lesmál þar sem Rimestad gerir grein fyrir því hve ein- kennilega sjálfstæður listamað- ur Blöndal sé, þrátt fyrir áhrif bæði frá frönskum og norsk- um málurum. (FÚ). Hvallýsissala Norðmanna. Sölusamlagið hefir selt 107.- 000 smálestir af norsku hval- lýsi til Þýskalands. Verðið er 12—15 sterlingspund smálestin. Wino Sörensen forstjóri segir i blaðinu Vestfold, að enda þótt verðið sé lágt leiði salan af sér, að greiðara verði um þátttöku i livalveiðunum á næstu vertíð. SÖluverðið er undir núverandi framleiðsluverði. (NRP—FB). i flugfhernadarmálum, ogf fá frá þeim heruadarflugfvélar eftir þörfum. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Stjórnmálafréttaritari Daily Telegraph skýrir í blaði sínu í morgun frá fyrirhugaðri sam- vinnu Breta og Bandaríkjamanna í flughern- aðarmálum. Vekur fregn þessi mikla athygli. Að því er stjórnmálafréttaritari blaðsins segir hefir breska stjórn- in spurst fyrir um það í Washington, hvort Bretar mundu geta fengið hernaðarflugvélar í Bandaríkjun- um, til notkunar í flugher sínum, heima fyrir og í ný- lendunum. Að Bretlandsstjórn fer fram á þetta sýnir, að hún leggur svo mikla áherslu á að hraða hinum lofthernaðarlega vígbúnaði, að hún telur þörf á, að leita aðstoðar Bandaríkjanna til þess að stækka og efla flugher sinn sem mest og á sem skemstum tíma, vegna þess hversu langt er komið vígbúnaði sumra Evrópustórvelda í lofti. Stjórnmálafréttaritari Daily Chronicle skýrir frá því, að sér hafi verið sagt, að ameríska stjórnin hafi lýst sig reiðubúna til þess að aðstoða bresku stjórnina í þessum málum eftir fremsta megni — og það í svo stór- um stíl sem þörf krefði, jafnvel þótt Bandaríkjamenn yrðu að takmarka framleiðslu hernaðarflugvéla til eigin þarfa. MESTA OFVIÐRII 20 ÁR í BANDARlKJUNUM. EINKASKEYTI. London í morgun. P ÁRVIÐRI mikið hefir geis- * að um austur- og mið- hluta Bandaríkjanna og alt suður tilTexasfylkis. Er þetta mesta ofviðri,sem komið hef- ir að vori til í Bandaríkjunum undanfarin 20 ár. I Ohio og Illinois hefir snjókoma verið mikil og valdið umferðarerfiðleikum í Chicago, Toledo og Nðw York. I suðurríkjunum hafa flóð víða gert* mikinn usla. — Hvirfilvindur banaði 11 mönnum í Aliceville í Ala- bama. Víða varð manntjón og eignatjón af völdum óveðurs- ins. United Press. FLOKKUR SUDETEN-ÞJÓÐ- VERJA GENGUR AF ÞINGI. London 8. apríl. FÚ. Flokkur Henleins gekk í gær af þingfundi í Prag. Ástæðan fyrir því er talin vera sú, að þeir flokkar, sem styðja stjórnina, höfðu samþykt á fundi sinum ályktun um það hve langt skyldi ganga í þvi að fullnægja kröfum Sudeten-Þjóðverja. Samþyktu flokkarnir að synja þeim um fullkomið sjálfsfor- ræði, ennfremur að engin breyt- ing skyldi gerð á utanríkismála- stefnu stjórnarinnar og loks að taka skyldi fjæir allan áróður gegn stjórninni. Flokkur Hen- leins neitaði að taka þessa sam- þykt til grundvallar fyrir við- ræðuni við stjórnina. Ekki hef- ir verið skýrt frá því opinber- lega hvers þeir krefjast sér- staklega, sem stjórnin ekki vill ganga að, en mælt er að þeir liafi farið fram á að Tékkósló- vakía segði upp vináttusamn- ingum sínum við Rússland. Benes, forseti Tékkóslóvaldu, sagði i ræðu, sem hann hélt í gærkveldi, að stjórnin gerði sér ennþá vonir um það, að lcomast að samkomulagi við Sudeten- Þjóðverja. United Press. HARÐARI MÓTSTAÐA FRÁ HENDI RAUÐLIÐA Á SPÁNI. London 8. apríl. FÚ. Mótstaða stjórnarhersins á austur Spáni hefir farið vax- andi síðastliðna tvo sólar- hrnga, og er framsókn upp- reistarhersins tafin, að minsta kosti um slundar sakir. í frétt frá Barcelona er talið um gagn árás af hálfu stjórnarhersins í grend við Tortosa. JAPANIR I VANDA. London 8. apríl. FÚ. Japanir liafa nú verið þrjár vikur að reyna að ná Su-chow, við austurtakmörk Lung-hai- járnbrautarinnar á sitt vald, en virðast engu nær takmark- inu nú, en fyrir þremur vik- um. Kínverjar segja, að tvær japanskar herfylkingar (divi- sions) séu á þessum stöðvum og séu mjög illa staddar. NORÐMENN AFLA SÉR MARKAÐS FYRIR KÆLDA SÍLD I NEW YORK. Norska blaðið „Tidens Tegn“ skýrir frá því, að tilraunir þær, sem Norðmenn liafi gert í vet- ur með það, að senda kælda síld til New York og Brooldyn liafi hepnast miklu betur en menn þorðu að vonast eftir. Segir blaðið að síldin hafi likað ágæt- lega og telur að gera megi ráð fyrir að Norður-Ameríka geti orðið svo góður markaður, að útflutningur kældrar síldar þangað geti orðið fastur útflutn- ingsliður áður en langt um líð- ur. — FÚ. Fregnum að Schussnigg sé vitskertur mótmælt í Wien. Franska blaðið „Paris Soir“ birti fyrir nokkrum dögum þá fregn, að Schussnigg fyrver- andi Austurríkiskanslari befði orðið vitskertur og væri nú á geðveikrahæli. Þessu er mót- mæll í Vín ogfullyrt, að Scliuss nigg sé heill heilsu. Fréttarit- ara „Paris 'Soir" í Vín, sem er Blumstjórnin fellur í dag. Alvarlegar hopfup 1 innan- og utanríkismálum. Myndun nýppar stjórnar verður Kradad svo sem auðið er. EINKASKEYTI TIL VfSIS. London í morgun. Morgunblöðin í París telja víst, að Blumstjórnin muni biðjast lausnar í dag. Hvetja þau til þess, að myndun nýrrar stjórnar verði hraðað sem mest vegna þjóðaratkvæðisins í Austurríki og Þýskalandi á morgun. Ennfremur vegna þess hversu verkföll eru nú víða háð í Frakklandi og miklar æsing- ar í sambandi við þau. Verkföll eru nú háð í 24 verk- smiðjum, en verkfallsmenn eru 250.000 talsins. United Press. London 8. apríl. FÚ. Alvarlegt ástand er að skap- ast í Frakklandi. Fjármálanefnd öldungadeildarinnar hefir felt frumvarp Blum stjórnarinnar og engum dettur í hug, að það nái samþykki í öldungadeild- inni, þegar það kemur þar til umræðu í dag. Nokkrar þúsundir jafnaðar- manna fóru kröfugöngu í gær- kveldi að fundarhúsi öldunga- deildarinnar og hrópuðu þar „niður með öldungadeildina, lengi lifi BIum“. Lögreglunni tókst að dreifa mannfjöldanum eftir allmiklar stympingar, en hann safnaðist saman aftur og aftur varð lögreglan að skerast í leikinn. I Lille urðu einnig nokkrar götuóeirðir, þegar Bygglngar I Reykjavlk á árinn 1937. Sigurður byggingarfulltrúi Pétursson hefir nýlega afhent bæjarráði og bæjarstjóm skýrslu yfir byggingar íReykja- vik á árinu 1937. Gefur skýrsl- an nákvæmt yfirlit yfir íbúðar- hús úr timbri og steini, vinnu- stofur og verksmiðjuhús, gripa- og alifuglahús, geymsluhús og bílskúra, svo og breytingar og síækkanir á eldri húsum. I skýrslu byggingarfulltrúans segir svo: „Á árinu hafa verið bygðir 1.000.00 fermetrar af timbur- húsum og 14.409.08 ferm. af steinliúsum, eða samtals 15.409.- 08 rúmmetrar of timburhúsum og 119.614.00 rúmmetrar af steinhúsum, eða fyrir 5% milj. krónur. Alls hafa 233 íbúðir bæst við á árinu, en 146 hús liafa verið bygð. Þar af eru 96 íbúðarhús, 1 samkomuhús, 14 vinnustofur og 2 verksmiðjuhús, 2 gi’ipa- og alifuglahús, 32 geymsluhús og bílskúrar og ein spennistöð.“ Af eldri húsum hafa 35 verið stækkuð og er rúmmál þeirra og flatarmál tekið með i ofan- greindum tölum. Hinsvegar er ekki tekið tillit til breytinga á eldri húsum, sem ekki liafa haft neina rúmmálsaukningu í för með sér, og ekki lieldur girð- inga um lóðir, en til þess hefir verið varið miklu fé á árlnu. talinn að vera Gyðingur, liefir verið vísað úr landi með að- eins 12 ldst. fyrirvara. — FÚ. þangað fréttist að fjármál§- nefnd öldungadeildarinnar hefði felt frumvarp Blums. Reiðin gegn öldungadeildinni er sprottin af þvi, að almenning grunar að það hafi tekið hönd- um saman gegn alþýðufylking- unni sem slikri. Verkfallsástandið fór enn versnandi í gærkveldi í París, með því að þrjár verksmiðjur bættust í tölu þeirra, þar sem vinna hefir verið lögð niður. — Eru nú verkfallsmenn i málm- iðnaðinum um 50 þúsund, eða fjórðungur þeirra manna, sem þennan iðnað stunda. Aftur á móti hafa 8000 manns horfði aftur til vinnu sinnar í Suður- Frakkladi. Doktopsvöpn Helga P. Briem fór fram í lestrarsal Landsbókasafnsins í gær, og bófst kl. 1V2. Forseti heimspekideildar, dr. phil. Sig. Nordal, stjórnaði athöfninni. Avarpaði hann fyrst áheyrend- ur með nokkrum orðum, en siðan tók doktorsefnið til máls. Lýsti liann því, livernig rit- ið hefði til orðið, hvernig liann liefði unnið að því o. s. frv., en þá tók fyrri andmælandi deild- arinnar, próf. Árni Pálsson, til máls. Hann lauk lofsorði á á- liuga og dugnað H. P. Briem, en fann nokkuð að tveim fyrstu köflum ritsins. Er dok- torsefni bafði svarað Árna Pálssyni, var % klst. lilé, en er því var lokið, tók til máls Guðbr. próf. Jónsson, en liann var andmælandi „ex offioio“. Deildi hann fast á doktors- #fni, en hann svaraði. Að því búnu talaði siðari andmælandi deildarinnar, dr. Þorkell Jó- hannesson. Fann hann ýmislegt smávægilegt að ritgerðinni, en fór annars um hana lofsamleg- um orðum. Er doktorsefnið hafði svar- að honum, tilkynti deildarfor- seti að prófinu væri lokið. ST J ÓRN ARSKRÁRBREYT- ING í NOREGI. Stórþingið samþykti í gær gegn 24 atkvæðum tillöguna um breytingu á stjórnarskránni þess efnis, að lengja kjörtíma- bilið úr 3 í 4 ár. NRP—FB.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.