Vísir - 08.04.1938, Side 3

Vísir - 08.04.1938, Side 3
V I S 1 R •: _Jfr Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Fordæmið í Rússlandi. Þegar ráðstjórnarríkið var stofnað í Rússlandi á rústum hins kamla keisaraveldis, og Lenin og fylgismenn hans tóku að gera hugsjónagutl socialism- ans að veruleika, skiftust menn mjög í tvo flokka með tilliti til þessa. Ýmsir litu svo á, að hér væri um að ræða merkilega til- raun, sem efalaust mætti læra af, ef vel tækist, en aðrir spáðu þessu fyrirkomulagi engu góðu. Sljórnviska Lenins réði rikj- um hin fyrstu árin, eða þar til liann andaðist úr afleiðingum sjúkdóms, sem sagt er að 95% af horgarhúum Rússlands þjá- ist af. Lenin leit svo á, að þjóð- skipulagið ætti að vera svo vél- rænt, að liver vinnukona ætti að geta haft æðstu stjórn á hendi, svona nokkurnveginn liugsunarlaust, og þegar Lenin féll frá, komust æðstu völdin í hendur Slahns. í þau tuttugu ár, sem ráð- st j órnarfyrirkomulagið hefir ríkt í Rússlandi, hafa forráða- menn þar í landi lagt ríka á- herslu á að skapa stefnu sinni fylgi hjá umheiminum og vekja velvild annara þjóða í garð hins socialistiska Rússlands. Þetta hefir tekist að því leyti, að nýr trúarhragðaflokkur hef- ir risið upp i flestum löndum, sem kallar sig kommúnista. Forystumenn þessa flokks eru víðast hvar ungir mentamenn, sem flosnað hafa upp frá nám- inu, sumpart vegna fátæktar, en sumpart af leti. í flokk með sér hafa þeir fengið menn, sem lita svo á að þeir, sem ekki nenna að vinna, eigi sinn mat að fá, og margir þessara fylgifiska þeirra liafa fengið ókeypis uppi- hald hjá ríkinu um lengri eða skemri tíma, fyrir það, að „komast á kant við hin horg- aralegu lög“. Þessir menn hafa þvi næst hafið baráttu fyrir þróun kommúnista. Hér í landi voru þeir í uppliafi hreinn hyltinga- flokkur og fóru ekki dult með, en þegar þeir höfðu gengið úr skugga um að allur almenning- ur sneri við þeim baki og hafði ógeð á þeim, breyttu þeh- um bardagaaðferð oggerðust „þjóð- hollur lýðiræðisflokkur“, sem i engu mátti vanun sitt vita, og hófu öfluga haráttu gegn „stríði og fasisma“. Til Rússlands sóttu þeir for- dæmið og félagi Stalin er átrún- aðargoð þeirra. ÍRússlandi voru það öreigarnir, sem réðu og hygðu upp réttlátt þjóðfélag, i einingu andans og handi friðai'- arins. En einhvernvegin vildi svo slysalega til, að félagi Stalin varð ósáttur við flesta þá menn, sem hygt höfðu upp ráðstjóm- arríkið. Þá kemur það upp úr kafinu, að í 20 ár hafa ráðið ríkjum i Rússlandi ótrúlegasti glæpalýður, morðvargar, föð- landssvikarar, þjófar og bófar, og Þjóðviljinn, blað Stalins hér á landi, hefir eklci við að hirta fregnir um afhrot þessara manna dag eftir dag. Hinir fáfróðari menn standa skelfingu lostnir og spyrja: Hvernig má það vera, að slíkur afhrotlýður liefir getað leikið lausum liala og blekt félaga Stalin i 20 ár, og livernig má það vera, að spámenn okkar og spekimenn, kommúnistarnir, liafa ekki séð þessi ósköp fyrir löngu, Margir þessara manna liafa þó dvalið í Rússlandi, séð alt og skilið alt, og liaft nægu af að ausa er lieim hefir komið. Og úr þvi að ástandið er svona í öreigaríkinu, hvernig er það þá lijá kommúnistum ann- arsstaðar i heiminum? Getur það ekki lcomið upp úr kafinu, að fleiri íelagar en félagi Stalin séu hlektir, og eru þessir menn ekki hálfgerður óþrifnaður í hverju þjóðfélagi, sem nauðsyn her til að unnið sé gegn og liann afmáður með öllu. AÐ þvi er Vísir hefir fregnað, “ hefjast knattspyrnumótin i Reykjavik á þeim tíma, er hér greinir: Vormót: 3. fl. hefst 18. maí, 2. fl. 24. maí, 1. fl. 7. júní og B- liðsmótið 11. júlí. Haustmót: 1. fl. liefst 15. ág- úst, 2. fl. 21. ágúst og 3. fl. 14. ágúst. Að þessu sinni hefir verið stungið upp á, að íslandsmótið verði háð að haustinu, en ekki snemma á sumrinu, eins og hingað til liefir verið. Utaifirfir K1 í suiar. IjT D hefir að undanförnu átt bréfaviðskifti við knatt- spyrnufél. Tvoroyra boltfelag í Trangisvaag og liefir það boðið K. R. að senda flokk knatt- spyrnumanna úr fyrsta aldurs- flokki til Færeyja síðast i júlí. Er þá Ólafsvakan svokallaða, en það er þjóðliátíð Færeyinga, til minningar um Ólaf helga Nor- egskonung, er féll að Stiklastöð- um árið 930. K.R. mun dvelja í Færeyjum i vikutíma og keppir að líkind- um 3 kappleiki meðan staðið er við. 18 manns verða í flokkn- um, en ennþá er óráðið hver verður fararstjóri. Ef til viil kemur knattspyrnuflokkur frá Slietlandseyjum á liátiðina, en það er ekki ákveðið. Þá fer úrvalsflokkur kvenna til Osloar, í tilefni þess, að Oslo Turnforening verður 75 ára. í förinni munu verða 12 þátttak- endur og farið verður siðast í maí. Ileyrst hefir líka, að Ár- mann muni senda úrvalsflokk karla og kvenna. Loks hefir K.R. staðið i bréfa- skriftum við félag eitt í Bergen, sem leggur stund á frjálsar í- þróttir, með það fyrir augum,að komið yrði á félagakepni milli Bergen og Reykjavíkur. Þetta félag svaraði þessari málaleitan nú fyrir skemstu og tjáði K.R., að af þessu gæti eklci orðið i sumar, en sér myndi ánægja að þvi, að það tækist næsta sumar. Timburbygging KRON. Mótmælatlllaga sam- þykt i hæjarstjórn. Á bæjarstjórnarfundi í gær voru samþykt eindregin mótmæli gegn frumvarpi því, sem rauðliðar flytja á Alþingi, um timburbyggingu KRON við Bankastræti. Flutningsmáður tillögunnar, sem var samþykt í einu hljóði, var Guðm Eiríksson. Gerði hann grein fyrir því með gildum rök- um, út á hve hættulega braut væri farið, ef frumvarp það, sem hér er um að ræða, næði fram að ganga. Mótmælatillagan var samþykt í einu hljóði. Greiddi jafnvel annar fulltrúi kommúnista henni atkvæði. Tillagan hljóðar svo: „Þar sem fyrirmæli bygging- arsamþyktar bæjarins um tak- mörkun á byggingu timburhúsa eru sett til þess að bæta bygg- ingarháttu og vegna almenns ör- yggis, telur bæjarstjórnin alveg óverjandi að víkja frá kröfum byggingarsamþyktarinnar með því, að setja sérlög um notkun einstakra lóða, og mótmælir því frumvarpi til laga um bráða- birgðanotkun lóðarinnar nr. 2 við Bankastræti í Reykjavík, sem nú liggur fyrir Alþingi. Það er alveg víst, að við á- kvörðun brunatryggingarið- gja'lda telja vátrvggjendur miklu skifta að mega vera vissir um, að stjórnarvöld ríkis og BÆJARSTJÓRN SAMÞYKIÍIR AÐ LÉTTA BYRÐUNUM AF TOGARAÚTGERÐINNI OG SKORAR Á ALÞINGI AÐ GERA HIÐ SAMA. Þar sem bæjarstjórn Reykjavíkur telur þjóðarnauðsyn, að botnvörpuskipaútgerð verði komið á tryggan fjárhags- legan grundvöll, og fullvíst má telja, að fyrirhuguð rann- sókn á hag útgerðarinnar leiði í ljós, að það verði ekki gert án sérstakra opinberra aðgerða, þá beinir bæjarstjórn því til hafnarstjórnar að gera nú þegar tillögur til breytinga á gjaldskrá hafnarinnar, á þann veg að: Lækkuð verði um 50% vörugjöld til Reykjavíkurhafnar af helstu nauðsynjum (kolum, salti), sem notað er til útgerðar botnvörpuskipa frá Reykjavík, svo og vöru- gjöld af útfluttum framleiðsluvörum skipanna. Ennfremur verði lækkuð um 50% skipagjöld af botn- vörpuskipum til hafnarinnar og verð á vatni til þeirra, enda verði skipin gerð út frá Reykjavík og Reykvíking- ar sitji fyrir um skiprúm á þeim. Jafnframt þessu skorar bæjarstjórn á Alþingi, að veita botnvörpuskipaútgerð með lögum undanþágu frá útsvars- skyldu til bæjarsjóðs um 5 ára bil, enda létti ríkið undir með útgerðinni af sinni hálfu, svo að viðunandi sé, og sé öllum arði útgerðarinnar varið til eflingar henni sjálfri á meðan fyrgreindar opinberar ráðstafanir haldi gildi. •C; -J.' bæjar geri engar ráðstafanir, sem draga úr kröfum og öryggi gegn brunahættu, svo sem gert er með frv. þessu, og má í því efn! benda til þess, að ákvæði gildandi byggingarsamþyktar fyrir Reykjavík um hámarks- stærð nýrra timburhúsa eru sett fjTÍr atbeina þáverandi vá- tryggjanda húsa í bænum. Bæjarstjórn telur sérstaklega varhugavert að stækka bráða- birgðabyggingar á lóðinni nr. 2 við Bankastræti, sem að eins tef- ur æskilegar framkvæmdir í þá átt, að reist verði vegleg fram- tíðarbygging á þessari einna glæsilegustu byggingarlóð bæj- arins.“ SnjilóO i IxíiéI veldur stórtjóni. Aðfaranótt 5. þessa mánaðar féll snjóflóð yfir þrjú samföst fjárhús rétt utan við bæinn, Varmavatnshóla í Öxnadal. í húsunum var 90 fjár — þar af náðust 20 kindur lifandi, en meira og minna meiddar, og ó- víst nema sumum verði að lóga. Um helmingur af fé bóndans var í þessum húsum. Stórt hey að mestu ósnert stóð að baki húsanna og sópaði snjóflóðið því gersamlega burtu. Snjó- flóðið var tíu metra þykt þár sem grafið var til húsanna. Mik- ið af aur og grjóti barst niður á túnið, og má gera ráð fyrir að mikill hluti þess sé eyðilagður fyrst um sinn. FÚ. ScBjap fréffír I.O.O.F. 1 = 119488x/2 = Föstuguðsþjónusta er í fríkirkjunni í Hafnarfirði i kvelcl kl. 8J/>. Síra Jón Auðuns prédikar. Til Iesendanna. Vegna rúmleysis hefir orðið aÖ sleppa neðanmálssögunni og Hróa hetti í dag. Eru lesendur beðnir vel- virðingar á þessu. Veðrið i morgun. í Reykjavík 4 stig; mestur hiti í gær 7 stig, minstur í nótt 3 stig. Sólskin í gær 4.3 stundir, Heitast á landinu í morgun 6 stig, á Sandi og Reykjanesi, kaldast —2 stig, i Bolungarvík, Raufarhöfn, Fagra- dal. Yfirlit: Hæð yfir Bretlands- eyjum og íslandi. Víðáttumikil lægð yfir vestanverðu Atlantshafi á hægri hreyfingu í austur. Horfur: Faxafloi: Stinningskaldi á sunnan og suðaustan. Rigning öðru hverju. Skipafregnir. Gullfoss fer til útlanda kveld. Goðafoss kom til Hamborgar í morgun. Brúarfoss fer frá Leith í dag. Dettifoss er i Reykjavik. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss er á leið til Hull frá Ham- borg. F asteignamatsnef nd. Kosnir voru i fasteignamats- nefnd á fundi bæjarstjórnar í gær: SigurSur Thoroddsen og Sigurjón Sigurðsson (af lista sjálfstæðis- manna). Fékk listinn 9 atkv, en listi AlþýSuflokksmanna 4. Vara menn voru kosnir GuSmundur Eir- íksson og Jón Ásbjörnsson. — Til þess aS framkvæma fasteignamat voru kosnir GuSm. Eiríksson og Sigurjón SigurSsson. Slys á togara. |B.v. Ólafur kom inn í gær meS slasaðan mann, Óskar Halldórsson háseta, Hringbruat 178, sem hafSi orSiS fyrir brotsjó og meiöst. — Sprakk kálfinn á öSrum fæti. Ólafur ólafsson, kristniboði, hefir föstuguðsþjón- ustu í Betaniu, Laufásvegi 13, í kveld kl. 8.30. — Samsöngur með stengjahljóðfærum. — Allir vel- komnir. Frjáls samskot. Jarðarför Guðmundar Arnórssonar, fer fram frá ElliheimilinuTaugardaginn 9. april kl. 3 e. li. Margrét Guðmundsdóttir. Þorsteinn Guðmundsson. Guðrún Þorsteinsdóttir. Karlakór Akureyrar. Eggert Stefánsson, söngvari, hélt Karlakór Akureyrar og söngstjór- anum, herra Áskeli Snorrasyni, samsæti á Stúdentagarðinum á mið- vikudagskvöldið. Sátu það nokkr- ir vinir og aðdáendur söngvaranna og stúdentar á Garði. —- Kórinn söng fjölda laga, og eftir sönginn afhenti Eggert Stefánsson söng- stjóranum fagran blómvönd, og þakkaði honum fyrir starf sitt fyrir sönglif Islendinga. Hyltu gestirnir og stúdentarnir söngstjórann og kórinn með dynjandi lófaklappi og húrrahrópum. Endaði svo þessi samvera stúdentanna og verka- manna, með ósk um fleiri slíkar stundir. S. Skotmaðurinn, Sæmundur Þórðarson, var látinn laus í gær og gert að greiða 100 kr. í sekt. Auk þess var byssa hans gerð upptæk, þar eð hann hafði ekki leyfi til að eiga hana. Sæ- mundur á heima í Aðalstræti 9C, en ekki 9 B, eins og stóð í blaðinu í gær. Stórhöfðavitanum í Vestmannaeyjum, nr. 102 í „Skrá yfir vita og sjómerki 1937“, hefir verið breytt þannig, að hann sýnir nú hvitt 3-leiftur á hverjum 20 sek.: Ljós % sek., myrkur 4 sek., ljós % sek., myrkur 4 sek., ljós % sek., myrkur io/ sek. Skólaselið. Eins og skýrt hefir verið frá í Vísi, seldu Mentaskólanemendur í gær happdrættismiða til ágóða fyr- ir skólasel sitt í Ölvusinu. Miðasal- an gekk ágætlega og seldu sumir nemendanna á annað hundrað niiða. Var það Ólöf, dóttir Ben. Sveins- sonar bókavarðar, sem mest seldi, eða ijó miffa. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis. í stjórn sparisjóðsins voru tveir menn kosnir í gær á fundi bæjar- stjórnar, Helgi H.Eiríksson skóla- stjóri og Kjartan Ólafsson múrari. Endúrskoðendur voru kosnirBjörn Steffensen og Oddur Ólafsson. — Kosnir höfðu verið í stjórn sjóðs- ins á fundi ábyrgðarmanna sjóðs- ins Guðm. Ásbjörnsson, Jón Hall- clórsson húsgagnasmíðameistari og Jón Ásbjörnsson hæstaréttarmála- flutningsmaður. Happdrættið. í d'ag er næst síðasti söludagur fyrir 2. flokk. Gleymið ekki að endurnýja. England—Skotland. Á morgun fer fram hinn árlegi millilandakappleikur í knattspyrnu milli Englendinga og Skota. Leik- urinn hefst kl. 1.55 eftir íslenskum tíma og verður útvarpað frá flest- um eða öllum breskum stöðvum. Tímaritið Þjóðin kemur út um miffjan þciman 7nánuff. Afgreiðslu ritsins annast framvegis Þórðnr Þorsteinsson á afgreiðslu Vísis og eru mcnn bcffn- ir að snúa sér til hans í því cfni. Nýir kaupendur eru einnig beffnir um að snúa scr til Þóröar. Sínii af grciðslunnar er 3400. Nýtt leiðarljós hefir verið sett íyrir innsigling- una á Vogavík, í stað tveggja rauðra Ijósa, er áður voru þar, sbr. „Skrá yfir vita og sjómerki 1937“, nr. 10, og vísuðu sömu leið. Ljós- inu er komið fyrir í gaflglug'ga íbúðarhússins á Bræðraparti í Vogum; það er fast ljós með lit- uðum ljóshornum og lýsir: Grænt ljós: Frá ca. 82° yfir Njarðvíkur og hluta af Vatnsnesi til 107°. — Hvítt ljós: Frá 107° yfir innsigl- inguna til iny2°. — Rautt Ijós: Frá iiij/20 og norður yfir til ca. Póstferðir á raorgun. Frá Reykjavik: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Grímsness- og Biskupstungnapóstar. Fagranes til Akraness. — Til Reykjavíkur: Mosfellsveitar-, Kjalarness-, Kjós- ar-, Reykjaness-, ölfuss- og Flóa- Nýkomið: Cheviot, í fermingarföt Reykjavíkur Annáll h.f. Revyan Jow Mf 21. sýning sunnudag kl. 2 e. h. í Iðnú. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 4—7, á morgun kl. 1— 7 og við innganginn. SÍÐASTA SINN FYRIR PÁSKA. Venjulegt leikhúsverð frá kl. 3 á morgun og sunnu- dag. Nor ölenskt Dilkakjöt KÁLFAKJÖT SALTKJÖT ÚRVALS HANGIKJÖT Ódýra kjötið. — Bjúgu. — Fars. — Hakkað kjöt. — Pylsur. — Harðfiskur. —■ Srnjör. — Álegg. - |s- lenskar kartöflur, 35 aura kg. — 0g margt fleira. — Versl. Goðaland Bjargarstíg 16. Sími 4960. Stðrt geymslnpláss ásamt porti, rétt við höfnina, til leigu. — Sími 2563. — póstar. Austanpóstur. Fagranes frá Akranesi. Unga ísland, 3. hefti þessa árs er nýlega kom- ið út. í því eru margar greinir o<í myndir. Útvarpið í kvöld. í8.45 íslenskukensla. 19.10 Veð- urfregnir. 19.20 Þingfréttir. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Frá Græn- landi, III. (Sigurður SigurSsson, f. búnaðarmálastj.). 20.40 Flljóm- plötur: a) Fiðlusónatá í B-dúr, eft- ir Mozart; b) Píanósónata í cis- moll. eftir Beethoven. 21.20 Út- varpssagan. 21.50 Hljómplötur: Harmónikulög. 22.15 Dagskrárlok. Pétur Halldórsson borgarstjóri er lagður af stað til íslands með Brúarfossi. — (FÚ.). _

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.