Vísir - 21.04.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 21.04.1938, Blaðsíða 3
V I S I R Skátafélagið V æringj ar á aldarfjórð- ungsafmæii í dag Félagsskapur, sem alllr þurfa ad og æskan að fylkja sér í. kynnast O KÁTAFÉLAGIÐ Vteringj- W ar á aldarf jórðungsafmæli í dag. Mun það stofna til nokk- urra hátíðahalda í tilefni dags- ins. Fréttaritari Vísis liitti Leif Guðmundsson félagsforingja Væringja að máli og leitaði frétta hjá honurn um stofnun félagsins og starf, og skýrði hann svo frá: STOFNUN FÉLAGSINS. Síra Friðrik Friðriksson var aðalhvatamaður að stofnun fé- lagsins, en stofnendur þess voru liðlega 40, allt ungir piltar inn- an K. F. U. M. Félagið var stofn- að á 1. sumardag 1913, sem þá bar upp á 23. apríl, en afmæli þess teljum við skátarnir 1. sumardag þótt mánaðardagur- inn sé annar. Félagið starfaði innan K. F. U. M. og á líkum grundvelli og F. D. F. í Dan- mörku og Boys Brigade í Eng- landi. Fyrsti búningur félags- ins var fornmannabúningurinn, en liann var lagður niður, þegar félaginu var breytt í hreint skátafélag'ið árið 1914, en að því áttu þeir frumkvæðið Axel V. Tulinius fyrv. sýslumaður og Ársæll Gunnarsson, sem alla tíð var einhver ágætasti meðlimur félagsins og foringi þess um nokkurt skeið. Þeim þremur mönnum, sem að ofan greinir á félagið stofnun sína og starf aðallega að þakka. Árið 1914 tók félagið upp reglur Baden Powell um skáta- starfsemi, og skátabúning, sem •var grænn að lit, en lit húnings- ins var síðan breytt 1928 og hef- ir hann verið brúnn siðan. Fyrsta íslenska fánann, sem vigður var hér á landi, vígðu Væringjar árið 1915 og er fán- inn nú varðveittur á Þjóðminja- safninu. í STARFSEMI FÉLAGSINS. Er þeir Tulinius og Ársæll Gunnarsson tóku við stjóm fé- lagsins voru teknar upp skáta- æfingar, svo sem kensla í hjálp í viðlögum, gönguæfingar og útilegur, en þær hófust fyrst eftir að félaginu var breytt í skátafélag. Árið 1916 var haldið skáta- mót á Þingvöllum og stóðu V'æringjar einir að þvi, með því að Skátafélag Reykjavíkur var þá urn það bil að deyja út, og livergi höfðu þá verið stofnuð skátafélög annarsstaðar á land- inu. Hafði mót þetta mikla þýð- ingu fyrir starfsemi félagsins. Árið 1917 gerðust Væringjar meðlimir í I. S. I. og fyrir for- göngu þess voru gefnar út fyrstu íslensku skátabækurnar, svo sem „Heragabálkur“ og „Handbólc skátaforingja", en þær höfðu mjög mikla þýðingu fyrir skátalireyfinguna. og eru nótaðar að nokkru leyti enn þann dag í dag t. d. við göngu- æfingar. Á þessum árum æfðu Vær- ingjar knattspyrnu og tóku þátt í 3. flokks mótí, sem haldið var hér í Reykjavílc árið 1919 og unnu það, en árið 1920 tók fé- lagið þátt í drengjamóti í. S. í., sem einnig var haldið hér í hænum, og vanst það mót líka. Þar var kept í lilaupum, stökk* um og köstum. Árið 1920 varð það að sam- komulagí mílli Vals og Vær- ingja að þeir hættu að taka þátt í knattspyrnukepni, en flestir Væringjar, sem þá íþrótt iðkuðu, gengu þá í Val, enda störfuðu hæði félögin innan K. F. U. M. VERKLEGAR FRAMKVÆMDIR. Félagið Væringjar hefir ald- rei verið auðugt af löndum né lausu fé, en þrátt fyrir það réð- ist félagið í að reisa sér skála árið 1920, er kostaði kr. 7000.00 — og þótti það mikið fé í þá ciaga, en A. V. Tulinius var líf- ið og sálin í þessum fram- kvæmdum. Skálinn var reistur í Lækjarhotnum, þar sem gamli bærinn liafði staðið og eru rústir lians rétt við skálann. Væringjaskálinn hefir ávalt komið að miklum notum, og var hann mikil stoð fyrir félag- ið á erfiðustu árunum, en nú er hann notaður sem sldðaskáli á vetrum, og kemur því að full- um notuð alt árið. FORINGJAR FÉLAGSINS. Síra Friðrik Friðrilcsson var fyrsti foringi félagsins, en A. V. Tulinius hafði yfirstjórn félagsins á hendi frá þvi árið 1913 til 1924, en þá tók liann við formensku Bandalags islenskra skáta. Ársæll heitinn Gunnarsson var þá kjörinn fé- lagsforingi og gengdi hann því starfi til daugadags, en hann féll frá árið 1926. Hafa þessir tveir menn eins og áður er sagt starfað mest í þágu félagsins, en auk þeirra hafa félagsfor- ingjar verið: Davíð Sch. Thor- steinsson, Sigurður Ágústsson, Jón O. Jónsson og nú Leifur Guðmundsson. BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA var stofnað árið 1925, en stofnendur þess voru skátafé- lagið Væringjar, Birkibeinar á Eyrarhakka, Ernir í Reykjavik og skátafélag Akureyrar. A. V. Tulinius var fyrsti formaður þess, en var síðar kjörinn skáta- höfðingi eða æðsti foringi skát- anna. Hafa Væringjar frá upp- hafi tekið mikinn þátt í starfi Bandalagsins og verið ein öfl- ugasta stoð þess, en frá þvi er það var stofnað hafa skátafé- lögin eflst mjög. Eru nú um 1000 drengjaskátar hér á landi, en á síðasta ári hefir meðlim- um fjölgað um 50%, og er sennilegt að skátahreyfingin hér sé einhver hin öflugasta í Evrópu ef miðað er við fólks- fjölda. Félagar í Væringjum einum eru 400 að tölu. ÞÁTTTAKA 1 SKÁTAMÓTUM. Auk þess skátamóts, sem haldið var á Þingvöllum árið 1916 stóðu Væringjar fyrir landsmóti skáta í Þrastaskógi árið 1925. Árið 1926 sendi fé- lagið 5 skáta til Ungverjalands og er það í fyrsta sinn að skáta- flokkur fer héðan á erlend skátamót. Árið 1929 tóku ís- lenskir skátar í fyrsta skifti þátt í „Jamboree“ í Birlcenhead í Englandi, og fóru héðan 32 skátar, en af þeim hóp voru 20 Væringjar. Síðan hefir félagið tekið þátt í tveimur alþjóðamót- um, árið 1933 í Ungverjalandi og árið 1937 í Hollandi. I öllum þessum utanförum hafa skát- arnir leitast við að kynna Island sem hest og íslenskar íþróttir. Hafa þeir sýnt íslenska ghmu og getið sér hinn besta orðstír og á alþjóðamótinu 1933 var gliman talin besta sýningarat- riðið. SKÁTAALDUR OG SKÁTA- STARF. Skátaaldurinn er takmarkað- ur við 18 ára aldur, nema því aðeins að um foringja sé að ræða. Innan Væringja starfa þrjár deildir. Ylfingasveitin er yngsti aldursflolckurinn, frá 8—12 ára drengir, sem undir- búa sig í skátastarfsemina. Læra þeir þar undirstöðuatriði og taka próf í ýmsum greinum er þar að lúta. Því næst ganga þeir undir nýliðapróf, 2. flokks próf og 1. flokks próf og auk þess fjölda af sérprófum, svo sem hjálp í viðlögum, útilegu, matreiðslu o. fl., þvi að skátar eiga að vera færir um að hjálpa sér sjálfir. Þá hafa Rover-sveitir verið Skátar. stofnaðar innan félagsins, en i henni eru piltar eldri en 18 ára. Hún hefir starfað ágætlega og orðið Væringjum að miklu gagni. Hefir hún ýmsa hjálpar- starfsemi með höndum, gefur sjúklingum blóð, leitar dauða- leit etc., en skátar aðstoða yfir- leitt lögregluna í að halda uppi röð og reglu á mannamótum, þegar þess er æskt. HÚSNÆÐI OG FÉLAGS- GJÖLD. Það, sem mjög hefir háð starfsemi skátanna er liúsnæð- isleysið; þeir hafa altaf verið i liraki með húsnæði og hafast nú við i kjallara, er þeir hafa þiljað sjálfir. Vegna undangenginnar reynslu hafa þeir fullan hug á að koma sér upp liúsi, en þar Skátar við hlóðir. er þó langt i land, því að hús- byggingarsjóðurinn er ekki nema kr. 2—300. Ársgjöld i skátafélögum eru rnjög lág, elcki nema kr. 5,00 á ári, og fara þau aðallega í húsa- leigu, en þrátt fyrir alla erfið- leika starfa skátarnir að þvi að lijálpa unglingum til að verða góðir borgarar og nýtir þegnar í þjóðfélaginu. HÁTÍÐAHÖLDIN. Árdegis i dag verður haldin skátaguðsþjónusta, en hana annast vígslubiskup Bjarni Jónsson. Eftir hádegið mæta allir skátar fyrir framan fri- kirkjuna og ganga um bæinn með lúðrasveit i fararbroddi. Þá verður afmælisrit félagsins selt á götunum, en það er mik- ið og vandað, 116 siður og myndum prýtt. Mánudaginn 25. april verður haldið samsæti að Hótel Borg, en þangað eru allir velkomnir, piltar og stúlkur, foreldrar skátanna og velunnar- ar, meðan húsrúm endist. Aðalhátíðahöldin verða hins- vegar i júli á Þingvöllum með því að Væringjar standa þá fyr- ir landsmóti skáta, en þangað koma væntanlega 300 íslenskir skátar, en auk þess mæta þar fulltrúar frá Norðurlandaþjóð- unum, Englandi, Fralcklandi o. fl., en óvíst er enn um endan- lega þátttöku. Vísir óskar skátafélaginu Væringjum til hamingju með aldarfjórðungsafmælið. Félagið hefir unnið mikið og gott starf í þágu æskulýðs þessa bæjar, og má því vænta, að allir góðir borgarar sýni félaginu þalddæti sitt og velvild á þessum hátíðis- degi, þannig, að félagið verði þess megnugt að veita miklu fleiri unglingum inntöku, á komandi árum, en það liefir séð sér fært að gera til þessa vegna fjárskorts. Heilbrigða sál í hraustum líkama eiga engir frekar en skátarnir, en það er takmarkið, sem kept hefir verið að i menn- ingarlöndum frá upphafi vega. Glímuflokkur skáta. REFARÆKT í DÖLUM. Refahúum fjölgaði talsvert i Dölum á síðastliðnu hausti og munu þau nú vera 30—40 að tölu. Refaeigendur eru þó nokk- uru fleiri, því víða eru margir eigendur um sama búið. — Á nokkurum stöðum eru tófur hyrjaðar að gjóta, en víðast er got þó í byrjun eða ekki byrjað. Á refabúinu í Ljárskógum hyrjaði gottími sein.t í mars og eru nú 9 tófur gotnar, með um 50 yrðlinga lifandi, og eru því 5—6 yrðlingar að meðaltali undir tófu. Flest eru 8 undir einni tófu; er það heiðursverð- launadýr, keypt i Noregi 1933. Húsei gmiFnas® nr. 22, 22 A, 22 B og 22 C við Skólavörðustíg (HoM> eru til sölu með góðu verði og borgunarskiímálum. — Upplýsingar gefur Lúfes <Fóliaimessoi)9 hæstaréttarmálaflutningsmaður, Suðurgötu 4. Sírni 4314„ r\r Sftil PAUTG ERÐ Sleðilegt snmar! .................. GLEÐILEGS SUMARS I 1: VETRARIIJÁLPIN 1 REYKJAVÍK öllum velunnurum sínum, með þcikklæti fijrir veturinn. £3 fKiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiieiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiaiiiimiiHÍ 'ilei sumar &UiaUaidi, sumaxi i ))IHaitmwgÓiiSEM(( Árnum öllum ekkar viðskiftavinum GLEÐILEGS SUMARS. A Jón Halldórsson & Co. @ GLEÐILEGT SUMARl Kexverksmiðjan F RÓ N. GLEÐILE GT SUMAR! V erksmiðjuútsalan GEFJUN — IÐUNN, Aðalstræti. mm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.