Vísir - 22.04.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 22.04.1938, Blaðsíða 2
VISIR Rúmenska síjórnin bannar starfsemi járnvarðliðsins að fnlin og Siln, og leggnr eignir þess nndir krfinnna Njósnarar járnvardlidsins störf- uðn i öllum stjóruardeildum og* herforingjarádi. — Járnvardlidid hafdi gfert víðtækar rádstafanir til ad undirbúa byltingu i landinu, EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Oppreistaráform rúmensku einræðissinnanna (járnvarðliðsins) voru enn víðtækari en ríkis- stjórnina grunaði, er hún hófst handa um að kæfa byltingaráform þeirra í fæðingunni. M. a. hefir sannast, að einræðissinnar höfðu njósnara í öllum stjórnardeildum sjálfrar ríkisstjórnarinnar, meðal ann- ars í landvarnaráðuneytinu. Einnig hefir sannast, að þeir höfðu njósnara í aðal-herforingjaráðinu. Líkurnar fyrir því, að þeir næði völdunum í sínar hendur voru talsvert miklar, og er það þakkað því, hversu föstum tökum stjórnin hefir tekið á málinu, að ekki hafa brot- ist út óeirðir, en vitað er, að einræðissinnarnir eiga sér fylgismenn marga með þjóðinni. Nú hefir, að því er fréttar. United Press í Búkarest símar, ríkisstjórnin tekið víðtækar ákvarðanir til þess gersamlega að uppræta alla starfsemi járnvarðliðsins. Hafa verið gefnar út nokkurar tilskipanir, sem lúta að þessu. í fyrsta lagi hefir verið gefin út tilskipun um það, að starfsemi járnvarðliðsfélaganna skuli bönnuð héðan í frá, svo og undirfélag þeirra járnvarðliðsmanna, er nefnist „Erkiengillinn Mikkael“. í tilskipuninni eru á- kvæði, sem taka af öll tvímæli um það, að eigi verður leyft að félögin taki til starfa framar, né heldur að þau verði endurskipulögð og stefnuskrá þeirra breytt. í annari tilskipun er svo ákveðið, að Ieggja skuli hald á allar eignir f élaganna og verða þær lagðar undir ríkið. í þriðja lagi hefir innanríkismálaráðuneytið fengið heimild til þess að senda í fangabúðir alla þá, sem taka þátt í samsærisáformum gegn ríkinu. í sameiginlegri skýrslu innanríkis- og dómsmála- ráðuneytanna er gerð grein fyrir þeirri njósnarstarf- semi einræðissinna, sem að framan var að vikið. Enn- fremur segir frá því í skýrslunni, að járnvarðliðsfélögin hafi fyrir nokkuru fengið 40 miljónir lei frá einu stórveldi álfunnar, tijl þess að koma af stað byltingu í landinu. Auk þeirra ráðstafana, sem að framan getur, er heim- ilað að yfirforingjar í hernum gegni um stundarsakir embættisstörfum, þegar svo stendur á, að embættis- manni hefir verið vikið frá, vegna svikráða við ríkið. Yerða allir þeir embættismenn, sem voru meðlimir í járnvarðliðinu, tafarlaust sviftir störfum og hand- teknir. United Press. Skógareldaf í Frakklandi valda miklu tjóni. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Þurrviðri og kuldar, segir í símskeyti frá París, hafa valdið miklum skemdum í Frakklandi, á vínekrum og i aldingörðum. Hefir verið alveg úrkomulaust nú um Jiríð. Skógareldar hafa valdið miklu tjóni, einkum í Landes, og hefir loks tekist að hindra útbreiðslu elds- ins. Greniskógar, sem eru tíu ferhyrningsmílur að flat- armáli, gereyðilögðust, áður en unt var að stemma stigu fyrir útbreiðslu skógareldanna. United Press.. 7ÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Yerð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Vandi og vegsemd. A lþýðublaðið skýrir frá því í gær, að samkvæmt atvinnu- leysisskráningu Vinnumiðlun- arskrifstofunnar væri nú 561 menn atvinnulausir í bænum, en á sama tima í fyrra hefðu verið skráðir atvinnulausir 317 menn. En þó að atvinnuleysið sé þannig „miklu meira nú en þá“, hafi „máttarvöld bæjarins“ ákveðið að fækka í atvinnu- bótavinnunni, og einnig liggi við borð að segja upp öllum í haf narvinnunni. Alvinnuleysið í landinu er þjóðarböl. En þó að Alþýðu- blaðið geri að eins atvinnuleysið í Reylcjavík að umtalsefni, þá er ástandið í þeim efnum síst betra víða annarsstaðar í landinu. Og það er reynt að bæta úr því með sameiginlegum ráðstöfunum af hálfu ríkisins og bæjar- og sveitarfélaga þar sem mest kreppir að, ýmist'með „atvinnu- bótum“ eða beinum fjárfram- lögum til framfærslu atvinnu- leysingjanna. Þannig er kunn- ugt, að eitt hreppsfélag hefir notið sérstakra fjárframlaga úr ríkissjóði í þessu skyni nú um nokkur ár. Og alveg nýverið mun hafa verið leitað aðstoðar eins af þingmönnum Alþýðu- flokksins, til þess að fá slíkan ríkisstyrk handa hreppsfélagi í kjördæmi hans. Fjárráð ríkis- og sveitarfé- laga, til að bæta úr þessum þörfum, eru hinsvegar takmörk- um bundin. Það er því ekki ann- ars að vænta, en að talsvert bresti á að svo sé bætt úr sem fylsta þörf krefur. En ef of mjög þykir á það bresta, þá virðist einsætt að beina beri kröfunum um frekari aðgerðir, jöfnum höndum til beggja aðil- anna, sem þar eiga lilut að máli, og að minsta kosti engu síður til „máttarvalda“ ríkisins en bæj- ar- og sveitarfélaganna. Hér í Reykjavík sjá „máttar- völd“ ríkisins atvinnuleysingj- unum fyrir atvinnubótavinnu, að þeim hluta, sem svarar til fjárframlags ríkisins til vinn- unnar. Og það hefir verið fækk- að mönnum í atvinnubótavinnu ríkisins jöfnum höndum og í vinnu bæjarins. Alþýðublaðið mætti því ekkert síður beina skeytum sínum út af fækkun- inni til „móttarvalda“ ríkisins en bæjarins. Og öllu fremur þó, af því að máttarvöld ríkisins eru því öllu nákomnari. Nýlega var um það rætt á Al- þingi, hvort auka skyldi fjár- framlag ríkissjóðs til atvinnu- bóta. Enginn af þingmönnum Alþýðuflokksins virtist telja rík- issjóði fært, að Ieggja fram meira fé í því skyni, en gert hefir verið síðustu árin, eða taldi nauðsyn á því. Ef Alþýðu- blaðið lítur svo á, að þingmönn- unum hafi missést um þetta, þá ælli að það reyna að lciða þeim það fyrir sjónir í kyrþei, áður en það gerir það opinberlega að árásarefni á liendur þeim, eða berari orðum, en það hefir þeg- ar gert. Þegar um er að ræða sameig- inleg vandamál eða úrlausnar- efni allra flokka, þá stoðar það ekkert einn flokkinn, að reyna að vella allri ábyrgðinni af sér yfir á aðra. En þegar um mestu vandamál þjóðarinnar er að ræða, eins og atvinnuleysisböl- ið, þá sæmir það sist þeim flokk- um, sem með völdin fara í land- inu, að reyna að skjóta sér und- an allri ábyrgð á því, hvernig fram úr þeim verði ráðið. Því að „vandi fylgir vegsemd liverri“. ERLEND VÍÐSJÁ! Kommúnistiskur undirróður. Fréttaritari Manchester Guardin símaði bla'ði sínu frá Prag, höfuð- borgTékkóslóvakíu,fyrir skömmu, aS Pólverjar ali grundsemdir um þaö, aS mjög viðtæk kommúnist- isk undirróðursstarfsemi sé rekin í Tékkóslóvakíu. Segir fréttaritar- inn, aS pólska stjórnin sé að gera tilraun til þess a'S komast aö því, hvort Tékkar reki þessa undirróS- ursstarfsemi af eigin hvötum — eSa fyrir hvatning frá annari þjóð, og þess vegna hafi stjórninni í Prag verið send mótmæli gegn því, aS kommúnistiskum undir- róöri í átta löndum sé stjórnaS frá Tékkóslóvakíu, sem fréttaritarinn segir ennfremur, að Pólverjar telji „hættulega, kommúnistiska undir- róSursmiSstöS". Fréttaritarinn virSist ekki vera í vafa um, aS af Pólverja hálfu sé hér um augljósa tilraun aS ræSa til aS rýra álit manna á Tékkum cg sverta þá, vegna samnings þeirra við Rússa, því að tékkneska stjórnin hafi ávalt gætt þess, aS leyfa engan kommúnistiskan und- irróSur í landinu. Sambúð Rúmena og Rússa. Fréttaritarinn vekur athygli á því, aS samkomulagiS hafi batnað aS undanförnu milli Rússa og Rúmena sem megi heita banda- menn Pólverja, en þaS hefir í rauninni alt af legiS í loftinu, aS til mjög alvarlegra deilna mundi koma milli Rússa og Rúmena, út af Bessarabíu, en nú þykir svo horfa, aS Rússar og Rúmenar jafni þessi ágreiningsmál. Vingan við Tyrki. Sami fréttaritari segir, aS þaS hafi vakiS mikiö umtal í MiS- Evrópu, aS Stalin hafi sent stjórn- málamann aS nafni Terentieff til Tyrklands og skipaS hann sendi- herra þar. En Stalin er talinn hafa valiö þennan mann til þess aS gegna þessu embætti, því aS hann sé af hinum nýja „staliniska skóla“ — og muni skilja vel hinn þjóS- lega hugsunarhátt, sem nú sé ríkj- andi meS Tyrkjum. Þjóðverjar hafa gert von Papen aS sendiherra i Tyrklandi — og ætla ýmsir, aS Rússar og ÞjóSverjar muni báSir keppa um vinferigi Tyrkja, en Tyrkland er oröiS mikiS herveldi, undir stjórn einræSisherrans Kem- als Ataturks. Pólsk-þýsk samvinna. ÞjóSverjar og Pólverjar komu saman á ráSstefnu fyrir nokkuru og var ákveSin aukin samvinna milli þýskra og pólskra blaSa, út- varpsstööva o. s. frv. Er tilætlun- in, aS ræöa framvegis öll þau vandamál, sem upp kunna aS koma í sambandi viS þaS, hvernig hafa má áhrif á skoðanir almennings, hinnar uppvaxandi kynslóðar o. s. frv., og telja báðar þessar þjóðir nú, aS heppilegast sé að ræða öll slík vandamál af hreinskilni, og koma því svo fyrir, aS hvorki blöð, útvarp, skólabækur o. fl. sé misnotaS í þessu skyni. Hefir þótt nokkuS á bresta í þessum efnum og komiS fram ásakanir á víxl i hvoru landinu um sig, en milli Þýskalands og Póllands er vin- áttusamningur í gildi, og er til* gangurinn aS koma á bættri sam- vinnu á því sviöi, sem aS framan greinir, í anda sáttmálans. Eden og friðarverðlaun Nobels. Bókmenta- og heimspekideild háskólans í Jassy í Rúmeníú, en þetta er einhver elsti háskóli þar í landi, hefir lagt til aS Anthony Eden verSi veitt næstu friSarverö- laun Nobels. Tilmælin voru send rúmenska utanríkismálaráðherr- anum, og hann beöinn aö koma þeim áleiðis til verSlaunaveitend- anna. Sendiherra Þjóðverja í London. Dr. von Dirksen heitir hinn nýi sendiherra ÞjóSverja í London, og hefir hann áSur veriS sendiherra í Tokio og þar áSur í Moskva. Njósnir í Sviss. Tveir menn voru nýlega leiddir fyrir rétt í Bern í Svisslandi, sak- aSir um njósnir fyrir ÞjóSverja —• ekki fyrir njósnir um hernaðarleg leyndarmál, heldur fyrir aS njósna um svissneska stjórnmálamenn. — BáSir voru sekir fundnir, en fengu væga dóma, annar tveggja mán- aSa fangelsi, hinn fimm daga. aðeins Loftur. Douglas Hyde forseta- efoi frska frlrlkisins. London 22. apríl. FÚ. Flokkar De Valera og Cos- graves liafa komið sér saman um forsetaefni fyrir írska frí- ríkið Eire. Hafa þeir valið írska skáldið, þjóðsagnaritarann og sagnfræðinginn Dr. Douglas Hyde. Dr. Hyde er fæddur árið 1860, og því 78 ára gamall. Hann var ekki búinn að taka úinefningunni seint í gærkveldi. Líkur eru taldar til þess, að borgarstjórinn í Dublin, sem gefið liefir kost á sér sem fram- bjóðandi í forsetakosningunum, muni draga sig í lilé, ef Dr. Hyde tekur útnefningu. For- setaemhættinu fylgja £15.000 í árslaun. Deílnr olínfélaganoa I Mexico. London 22. apríl. FÚ. Breska stjórnin hefir á ný sent stjórninni í Mexico orð- sendingu út af eignarnámi stjórnarinnar á eignum Mexican Eagle oliufélagsins. Breska stjórnin ber á móti þvi, að fé- lagið sé mexikanskt, og fullyrð- ir, að hún hafi rétt til þess að mótmæla gjörðum mexikönsku stjórnarinnar fyrir hönd breslcra hlutliafa í félaginu, er ekki geti vænst annarar vemd- ar en verndar breskra stjómar- valda. Breska stjórnin ítrekar mótmæli sín gegn eignarnám- inu, er hún telur ólöglegt og af stjórnmálalegum toga spunnið. Leynlleg fitvarpsstoð í Rfisslandl. Berlin 22. april. FÚ. Enska blaðið „Daily Ex- press“ segir frá leynilegri út- varpssendistöð, sem starfrækt sé einhversstaðar i Sovétrikj- unum, og rússneskum stjórnar- völdum hafi ekki tekist að hafa upp á. Blaðið segir frá því, að stöðin hafi nýlega sent út áskorun til Rauða hersins um að myrða Stalin og aðra foringja bolsévika, hljóðandi á þessa leið: ,,,Herme(nn, gerið skyldu ykkar og beinið skot- vopnum ykkar gegn stjórnar- pallinum, þar sem þeir Stalin og Voroshiloff standa.“ Berlín 22. apríl. FÚ. Uppreistarmenn á Spáni hafa nú á valdi sínu flughöfnina, sem liggur við Ebró, 20 km. ■ neðan við Tortosa og hafa þar með náð aðstöðu til að hefja þaðan Ioftársir á þær borgir lýðveldisins, sem liggja við aust- urströndina. VlStal við Konoye prins, Forsætisráðherra Japana, Konoye prins, átti nýlega tal við blaðamenn og lét svo um mælt, að hann myndi gegna áfram forsætisráðlierraembættinu eft- ir að hann hefði náð sér af sjúkleika þeim, sem þjáð hefir hann að undanförnu. Hann mótmælti þeim orðrómi, senl heyrst liefir, að fjn-ir dyi-um stæði ný skipun japönsku stjórnarinnar. Kvað liann nauð- syn hera til þess, að Japanir sameini alla krafta sina gegn Kínverjum. Um „stjórnirnar“ í Nanking og Peiping sagði Konoye prins, að enn mundi ekki vera orðið tímabært að leita eftir viður- kenningu annara rikja á þeim. En Kínverjum, sagði hann, yrði að stjórna kínversk stjórn og væri það fjarriJapönum,að ætla að leggja undir sig Kína, enda þótt Japan myndi ekki láta liindra sig í því, að framkvæma stefnu sína í Kínamálum. Hinar Idnversku herdeildir, sem vörðu Ling-yi, en urðu að láta undan síga fyrir Japönum, halda nú suður með Lunghai- járnbrautinni, að því er Japan- ir segja. Kinverskur lier ógnar nú hægri fylkingararmi Japana við Ling-yi. Steíano Islandi. Einkaskeyti til FÚ. frá Khöfn 22. apríl. Stefano Islandi hefir fengið ágæla dóma um söng sinn í dönskum blöðuin, og ber þeim öllum saman um, að hann hafi framúrskarandi rödd, en að leikarahæfileikar hans standi söngnum að baki. Norræn svartllstarsjn- ing í Londoo. Kaupm.liöfn 22. apríl. Einkaskeyti FÚ. Norræn svartlistarsýning hef- ir verið opnuð í London, og taka þátt í henni af liálfu Is- lendinga Gunnlaugur Schev- ing, Jón Engilberts og Kristinn Pétursson. Viðstaddir voru fulltrúar frá kenslumálaráðu- neytinu breska, er sýningin var opnuð, og sömuleiðis fulltrúar frá sendiherrum Norðurland- anna í London. Sýningarnefnd- in hefir gefið út myndarlega skrá yfir sýningannunina með greinum og myndum frá Norð- urlöndum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.