Vísir - 26.04.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 26.04.1938, Blaðsíða 2
V ISIR DAG3LA9 Útgefandi: BLAÐAÚTGÁI'AN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Yer-ð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Litlu nær. AÐ er nú fyrirsjáanlegt, að liúsabyggingar muni verða meö langminsta móti hér í bæn- um á yfirstandandi ári. Verka- mannabústaðir verða engir bygðir á árinu, með því að ekk- ert fé er fyrir hendi í Bygging- arsjóði verkamanna og ekkert lán fáanlegt til þeirra bygg- inga. Hinsvegar er gert ráð fyr- ir því, að innflutningur á bygg- ingarefni verði af svo skornum skamti, að skortur á þvi muni draga mjög úr byggingastarf- semi einstakra manna. Af þessu leiðir það tvent, að atvinna við byggingar verður með minsta rnóti og að búast má við vax- andi húsnæðisskorti i bænum. Alþýðublaðið skýrði frá þvi nýlega, að Alþýðuflokkurinn hefði fengið því framgengt, í samningum við Framsóknar- flokkinn, „að framlag ríkis- sjóðs til byggingar verka- mannabústaða verði hæklcað“ á næsta ári urn 50 þús. krónur. Segir blaðið, að framlag ríkis cg bæja verði á þessu ári 230 þús. kr., en 280 þús. kr. á næsta ári, „en síðar“ bækki framlagið enn, þyí til þess sé ætlast, að liátekjuskattaukinn, sem í ár og næsta ár renni til Fiskimála- sjóðs, renni síðan að bálfu til verkamannabústaðanna. Og lætur blaðið svo um mælt, að þó að „ekki sé um stórar upp- hæðir að ræða“,þá sé þettageysi þýðingarmikið, enda um að ræða mál, sem Alþýðuflokkur- inn hafi „lagt mesta áherslu á á undanförnum árum“! „Öllu má nafn gefa“! 50 þús. króna hækkun á framlagi ríkis- sjóðs til byggingar verka- mannabústaða á öllu landinu á næsta ári, og síðan helmingur- inn af „liátekjuskattsaukanum“ eða rúmar 50—100 þús. kr., til viðbótar! Skyldi nú ekki muna um minna? í venjulegu árferði er bygt í Reykjavík einni fyrir 4—6 miljónir króna. Það ætti að mega „sjá minna grand í mat sínum“ en 25—50 þús. kr., sem bættust við eða drægist frá þeirri upphæð. Þingmenn kommúnista og Héðinn Váldimarsson átöldu það mjög á dögunum, að verka- mannabústaðirnir hefði verið sviftir sínum hluta af ágóða tó- bakseinkasölunnar. Þegar tó- bakseinkasalan var endurreist, árið 1932, lét Alþýðuflokkur- inn kaupa sig til fylgis við það mál með því, að helmingurinn af ágóða einkasölunnar skyldi renna til verkamannabústað- anna. Þá var gert ráð fyrir því, að sá ágóði allur yrði um 200 þús. kr. En þegar á næsta ári var þessi náðargjöf tekin aftur, og síðan hefir verðið á tóbakinu verið hækkað æ ofan í æ, svo að nú er ágóði einkasölunnar talinn um 600 þús. króna. Af þeirri upphæð fá verkamanna- bústaðirnir nú 30 þús., en á næsta ári eiga þeir að fá 80 þús. En í stað þess að skila þeim síðan þeim 220 þús., sem eftir eru af ágóðahluta þeirra af tó- bakseinkasölunni á þá að láta þeim eftir þann bluta bátekju- skattsins, sem til þessa liefir runnið til bæjar- og sveitar- sjóða. Með þessum liætti verð- ur verkamannabústöðum að mestu skilað aftur, því sem frá þeim var tekið, en þannig, að því er hnuplað frá öðrum. Og að svo komnu er þó aðeins um „vonina“ í því að ræða, en með öllu óvist hvað úr efndunum verður. — En hvað sem því líð- ur, þá er bersýnilegt, að það get- ur ekkert bætt úr yfirstandandi erfiðleikum. Þrátt fyrir hækk- unina á framlaginu til verka- mannabústaðanna á næsta ári, verða engir verkamannabústað- ir bygðir í ár, og þrátt fyrir frekari hækkun síðar, virðist litlar líkur til þess að nokkuð verði bygt að ári. Farmannadeilan. SaioilDO iisíii ekki oáðst. Enn óvíst hvort kaupskipaflot- inn stöðvast. Samkomulagsumleitanir hafa farið fram að undanförnu, fyrir milligöngu sáttasemjara, til þess að reyna að leiða farmanna- deiluna til lykta. En á dögunum náðist sem kunnugt er sam- komulag við báseta og kyndara og kom ekki til stöðvunar flot- ans, þar sem aðrir farmenn, sem var ósamið við, vildu sigla upp á væntanlega samninga. Sáttaumleitunum var liælt í lok síðustu viku. Hvort skipin stöðvast er enn óvíst, er þetta er skrifað. Frekari sáttaumleitanir munu væntanlega verða reynd- ar. — I gærdag, um kl. 3,20 varð 1 bifreiðarslys inn við Tungu. — Varð það með þeim hætti, að -12 ára gamall drengur, Jón Björgvinsson, Kirkjubóli, ætlaði að taka sér far með strætisvagni við vegamót Suð- urlandsbrautar og Laugarness- veg. Segir bílstjóri strætisvagns- ins að farmiðinn bafi fokið úr bendi drengsins yfir vélarhúsið á vagninum. Hljóp drengurinn þá yfir götuna og ætlaði að ná miðanum, en um Ieið og hann kom framlijá strætisvagninum og út á opinn veginn kom önnur bifreið framhjá og ók á dreng- inn. Kastaðist hann á götuna og meiddist á bakinu og bruflaðist í andliti. Var Jón fluttur heim til sín. Annað bifreiðarslys várð á laugárdag á Njálsgötu. Skeði það um kl. 2 fyrir utan húsið nr. 74. Varð þar 3ja ára gamall drengur fyrir vörubíl og segir stúlka, er sá slysið, að bæði vinstri hjól vörubilsins bafi farið yfir barnið. Billinn, sem um er að ræða, er grænn vörubíll. Var hann að fara af stað, er slysið vildi til. Iíafði hann staðið fvrir utan íúsið nr. 76. Var drengurinn svo nærri bílnum, að bílstjórinn mun ekki hafa séð hann. Var hann fluttur á Landspít- ann, en hefir meiðst svo Iílið, að Stjórnmálamens óttast að til styrjaldar knnni að draga í Evrópu vegna krafa Sndeten-Þjóðverja. Bretar liafa kvatt lieim sendiherra sinn í Prag. Með frakkneskum fiski- EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. skipum á Íslandsmiðum Ræða Henleins, foringja Sudeten-Þjóðverja hefir vakið hina mestu athygli um allan heim og óttast menn víða um lönd afleiðingar þeirrar stefnu, sem Sudeten-þýski flokkurinn hefir tekið. Það er Ijóst af breskum blöðum og ummælum stjórn- málamanna, að breska stjórnin óttast afleiðingarnar af ræðu Henleins og hefir hún þegar hafist handa um að kynna sér deilumálin í Tékkóslóvakíu betur, með það fyrir augum, að gera tilraun til þess að miðla mál- um. En ýmsum þykir svo horfa, sem erfitt eða óger- legt verði að koma í veg fyrir, að þessi deilumál leiði til styrjaldar, ef svo fer fram sem nú horfir. Mesta athygli vekur nú, að breska stjórnin hefir kallað heim til viðtals sendiherra sinn í Prag, Sir Basil Newton. Kemur hann til London í dag og gefur Halifax Iávarði skýrslu þegar við komu sína. Mun hann aðal- lega skýra honum frá hver áhrif ræða Henleins hafði á stjórn Tékkóslóvakíu, en kröfur hans hafa vakið hina mestu furðu meðal breskra stjórnmálamanna. United Press. Bretar og Irar hafa jafnað deilumál sín. EINKASKEYTI TIL VfSIS. London í morgun. Bresk-írski sáttmálinn hefir nú verið birtur. Þau samningsatriði, sem mesta athygli vekja, varða landvarnir fríríkisins, en Eire verður framvegis að mestu leyti ábyrgt fyrir landvörnum sín- um og fá Fríríkismenn nú til umráða strandgæslu- stöðvar Breta í fríríkinu, með skotfæra og vopnabirgð- um og öllu tilheyrandi. Gengið hefir verið frá helstu deilumálum milli þjóðanna og hafa írar m. a. fallist á að leiða landleigudeiluna til lykta með því að greiða Bretum tíu miljónir sterlingspunda. United Press. Loftárás á Valencia. Bresk skip verða fyrir sprengjum. London í morgun. Valencia varð fyrir loíJárás í gærkvöldi, og lentu nokkrar sprengjur í böfnina. Tvö bresk skip sem þar voru stödd, urðu fyrir sprengjum, og biðu tveir menn bana, en þrír særðust. Hlutleysisnefndin lcom saman á fund í London í gær. Lofuðust öll stórveldin, að Rússlandi undanteknu, til þess að greiða eitthvað af gjöldum sínum til nefndarinnar, til þess að unt verði að halda áfram gæslu- starfinu við Spánarstrendur. undravert má teljast, því að drengurinn hefir nú verið flutt- ur heim til sín aftur. Bílstjórinn ók á brott án þess að hirða um barnið, hefir e. t. v. ekki orðið slyssins var, og hefir lögreglan ekki getað haft uppi á honum. Er hann beðinn að gefa sig fram hið fyrsta, eða menn, sem bafa séð til ferða hans, eru beðnir að snúa sér til rannsóku- arlögreglunnar og veita lienni þær upplýsingar, sem þeir geta. Ylðsjár með Pólrerjnm og Tékknm. Berlín, 26. apríl. — FÚ. Allverulegur árekstur virðist bafa orðið milli Pólverja og Tékka á landamærum þessara tveggja ríkja nýlega. Pólskur loftbelgur flaug yfir tékkneslcu landamærin og var skotinn nið- ur af tékkneskum landamæra- verði, án þess þó að menn þá, sem í honum sátu, sakaði. Hefir atvikið valdið mikilli gremju í Varsjá, þar sem því er haldið fram, að loftbelgurinn hafi ver- ið í vanda staddur og ætlað að nauðlenda, en hrakist af vind- um inn fyrir tékknesku landa- mærin. MÖTMÆLAFUNDUR í BUDA- PEST GEGN TRIANOSÁTT- MÁLANUM. Berlín, 26. apríl. — FÚ. í Búdapest var í fyrradag baldinn mótmælafundur gegn ákvæðum Trianonsáttmálans. Ræðumenn fundarins réðust við það tækifæri heiftarlega á Tékkóslóvakíu og varnarbanda- Iag hennar við Sovét-Rússland, ásökuðu bana um að hafa kast- að sér í arma bolsévismans og vera brú fyrir bann yfir til Mið- Evrópu, en létu í ljós að nú væri tíminn kominn til að endir yrði bundinn á þetta ástand. Viötal vid yfirmenn á frakkneska herskip- inu Ailette. Það er mikill fjöldi erlendra fiskiskipa, sem árlega sækir á íslandsmið, á ýmsum tímum árs, en flest þó sennilega á aðal- þorskveiðitíma ársins og síldveiðitímanum á sumrin. Fiskiskip- in koma á þessum tímum árs í tugatali frá ýmsum löndum —- og frá sumum svo stórir fiskiskipaflotar, að nauðsynlegt þykir, að send sé eftirlitsskip hingað til lands sjómönnum á fiskiskip- unum til ýmislegrar aðstoðar. Frakkar, Bretar, Norðmenn og ef til vill fleiri þjóðir senda hingað eftirlitsskip þessara erinda, og það var til þess að kynnast þessu eftirlitsstarfi dálítið nánara, að tíðindamaður Vísis heimsótti í gær yfirmenn á frakkneska eftirlitsskipinu Ailette, M. Barbier skipherra, og átti tal við hann og eftirtalda yfirforingja: De Roquefeuil, dr. Daire, og yfirforingja, M. Raymond, M. Houot og M. Putz. — Var tíðindamanninum bið besía tekið og erindi bans og bar fyrst á góma, er frakknesk- ar fiskiskútur komu bingað i tugatali, og voru tíðir gestir á Reykjavíkurhöfn, þótt þær væri tíðast við Austurland. Eitt af góðskáldum þjóðarinnar, sem ólst upp á Austurlandi, minnist smalamenskudaganna í kvæði, og lýsir þvi, er liann horfði út á miðin: í „. . eygði svo í einum svip fjörutíu franskar duggur — fimtán róðrarslcip“. i En þeir dagar eru langt að baki — og að eins þeir Reykvík- ingar, sem farnir eru að klifa fimta áratuginn muna nú Frönsku liúsin við Austurvöll, þar sem oft var glatt á hjalla og margt um manninn. Þar gat að líta sjómenn af þeim stofni, sem Loti lýsir í „Pecheur dTs- Iande“. En þar sem talið sveigðist í þessa ótt í byrjun spurði tíð- indamaðurinn herra Raymond yfirforingja, sem gaf lionum flestar upplýsingarnar, sem um var beðið, að þvi fyrst af öllu, hvað nú væri mörg frakknesk seglskip að veiðum á Islands- miðum. „Að eins eitt,“ svaraði hann, „tvímöstruð seglskúta frá Gra- velines með um 25 manna á- böfn. Seglskipunum liefir fækk- að ár frá ári og að eins fá þeirra fara á fjarlæg mið. Togararnir komu í þeirra stað, en einnig þar hefir breyting á orðið, því að litln togararnir veiða nú að- allega á miðum, sem nær liggja, í Norðursjó aðallega, en stóru, nýtísku togararnir sækja á mið- M. Barbier, skipherra á Ailette. in við Newfoundland, ísland og Bjarnareyju og víðar.“ „Hvað ætlið þér, að margir frakkneskir togarar sé að veið- um á íslandsmiðum nú?“ „Það munu vera um fimtán stórir togarar, flestir frá Fé- camp og Boulogne sumir. Sum- ir þessara togara hafa komið bingað og hefir þá oft verið margt um manninn að skoða þá. Þeir eru um 1200 smálestir og brenna sumir kolum, en liin- ir nýjustu eru útbúnir diesel- vélum og brenna olíu.“ „Hvað eru margir menn á þessum togurum ?‘ „40—50 menn á hverjum.“ „Veiða allir togararnir í salt?“ „Flestir stunda þorskveiðar og er aflinn saltaður um borð í skipunum, en í tveimur togar- anna er fiskurinn frystur.“ „Og í bverju er eftirbtsstarf- ið fólgið í aðalatriðum?“ „Eftirlitsskipin fylgja fiski- flotanum og eiga að aðstoða sjómennina á marga vegu. T. h. efst: Ailette á Norðfirði. Neðst t. h.: Læknirinn á Ailette fer út í frakkneskan togara. T. v.: Nýtísku, frakkneskur togari, „Vilc- ings“, sein er útbúinn dieselvélum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.