Vísir - 29.04.1938, Blaðsíða 2
VÍSIR
Bresk herskip (i frjils afnot al frakkneskom höfn-
nm og breskar flogrélar bækistöövar i Frakklandi.
Bresk'frðnskn sanmingnenm miðar vel
ðfram, frðnsku ráðhsrrarnir fara
væntanlega heimieiðis í dag.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London í morgun.
egar eftir komu frakknesku ráðherranna,
Daladiers og Bonnet til Lundúna, hófu þeir
viðræður sínar við bresku stjórnina. Stóðu
viðræðurnar allan daginn í gær og fram á kvöld. Fram-
haldsumræður verða í dag og að þeim loknum fara ráð-
herrarnir heimleiðis.
Þótt ekki hafi verið gerð grein fyrir umræðunum,
sem fram fóru í gær, í opinberri tilkynningu, má full-
yrða, að mikilvægt samkomulag hafi náðst um víð-
tækari hernaðarlega samvinnu Breta og Frakka en
áður. Verður varnarbandalag þessara þjóða enn öfl-
ugra en áður.
Morgunblöðin fullyrða, að samkomulag hafi náðst
um það, að ef til þess komi að ráðist yrði á Frakkland,
yrði lofther Frakklands og Bretlands sameinaður und-
ir stjórn bresks herforingja, en landher Breta og
Frakka undir stjórn frakknesks herforingja.
Ennfremur er ráðgert að stofna flugstöðvar fyrir
breskar hernaðarflugvélar í Frakklandi og senda til
Frakklands fjölda marga flugvélaflokka til æfinga í
Frakklandi, m. a. hinar hraðfleygu Bristol-flugvélar.
Það er jafnvel talið, að þetta muni verða upphaf þess,
að Bretar hafi framvegis allmikinn hluta f lughers síns í
Frakklandi.
Þá hefir náðst samkomulag um, að koma á fót feikna
miklum, sameiginlegum birgðastöðvum, þar sem geymt
verður bensín, skotfæri og margt annað, sem herirnir
þarfnast, ýmiskonar hráefni o. fl.
Ennfremur er ráðgerð mjög aukin samvinna her-
skipaflota Bretlands og Frakklands. Er gert ráð fyrir,
að bresk herskip hafi frjáls afnot af frakkneskum
höfnum, en Frakkar hafi aukinn herskipastól á Mið-
jarðarhafi.
Þá er loks gert ráð fyrir mjög aukinni f járhagslegri
samvinnu, með tilliti til þeirra fyrirætlana, sem hér
hefir verið getið.
United Press.
Grein Stalisis:
Ráðstjórnarríkin og
heimsfriðurinn.
VÍSIR
ÐAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson.
Skrifstofa: Hverfisgötu 12.
Afgreiðsla: Austurstræti 12.
S í m a r:
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
Verð 2 krónur á mánuði.
Lausasala 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
,Föstu tökin‘
AÐ var skýrt frá þvi í blöð-
unum í gær, að launadeiian
á Siglufirði væri nú á mda
kljáð, og hefði henni lokið með
því, að kaupgjaldið við síldar-
verksmiðjur ríkisins liækkaði
að verulegum mun.
Meiri hluti verksmiðjustjórn-
arinnar, fulltrúar stjórnarflokk-
anna, samþykti kauphækkun-
ina. Þannig var séð fyrir því,
að ekki þyrfti að koma til kasta
löggjafarvaldsins,.að binda enda
á málið eins og í togaradeilunni,
eða að reyna opinberlega á hin
„föstu tök“ ríkisstjórnarinnar.
Én það er eigi að síður auðvitað
mál, að það er einmitt rikis-
stjórnin, sem hefir fengið meiri-
hluta verksm iðj us tj órnarinnar,
eða fulltrúa Framsóknarflokks-
ins, til þess að samþykkja kaup-
hækkunina.
Þannig hafa þá kommúnisla-
forkólfarnir á Siglufirði, sem
formaður Framsóknarflokksins
var að Iýsa i blaði sínu á dögun-
um, svínbeygt ríkisstjórnina og
Framsóknarflokkinn. —Flokks-
skútan hefir á siglingu sinni efi-
ir stjórnmálaelfunni, sem sagt
var svo skáldlega frá í Tímadag-
blaðinu, lent of nærri „vinstri
bakkanum“. Og hvort sem það
er nú heldur, að formaðurinn
sjálfur hafi látið töfrast af man-
söngvum rauðu dísarinnar á
„Lorelei-hamrinum“ vinstra
megin elfunnar, og honum því
fatast skipstjórnin, eða að há-
setarnir hafi ærst af söng þess-
um og hrifsað af honum stjórn-
völinn, þá hefir endirinn orðið
sá, að skútunni hefir verið siglt
í strand á þeirri „óbilgjörnu
klöpp“, sem mest har að varast.
En hvað söng hún þá, rauða
disin á „óbilgjörnu klöppinni“,
sem svo gat töfrað skipshöfn-
ina á Framsóknarfleyinu? Sam-
kvæmt frásögn Tímadagblaðs-
ins var sá „Ieiðslu-töfrasöngur“
á þessa leið:
Ef eg fæ ekki 40 þús. kr. í
launauppbót af sjómannastétt
landsins, sem ber miklu minna
lir býtum en í fyrra, þá stöðva
eg alla vinnu á Siglufirði með
ofbeldi. Eg vil ekki vinna og eg
ræðst með ofbeldi á annað fólk
ef það vill vinna. Eg hirði ekk-
ert um, þó að fólkið svelti. Sjálf
get eg farið á sveitina og siðan
á landið. Eg hirði ekkert um þó
að síldin grotni í skipunum við
bryggjurnar. Eg skeyti ekkert
um það, þó að sjómennimir fái
sem minst fyrir strit sitt á sjón-
um. Þegar þeir koma að landi
með hlutinn sinn, sem er hálfu
minna virði en í fyrra, þá mæti
eg fram á bryggju og segi: Ef
þið sjómenn góðir, viljið ekki
vera svo vænir að taka af ykkar
litla hlut 40 þús. kr. og gefa mér
i ofanálag á þá tæpu hálfa mil-
jón, sem eg fékk 1 fyrra, „þá
verður engin síld brædd hér á
Siglufirði í sumar“.
Það er þessi „leiðslu-löfra
söngur“, sem dáleitt hefir skips-
höfnina á Framsóknar-fleyinu
og skipstjórnarmennirnir með
„föstu tökin“ liafa glúpnað
fyrir.
Þegar sjómennirnir átlu í
hlut, dugði enginn slíkur „töfra-
söngur“. Við þá sögðu þeir með
„föstu tökin“, að þeir skyldu
enga kauphækkun fá, nema
síldin hækkaði í verði. En
kommúnistaforkólfarnir, sem
ætla að fara á sveitina, ef þeir
fá ekki það sem þeir vilja, eiga
að fá kauphækkun þó að síldin
verði einskis virði. — Og því
veldur rauða disin á Lorelei-
hamrinum, með sínum „leiðslu-
töfrasöng“.
F armannadeilan.
SaltMnr Iiggur nndir
skemdmn 1 e. s. Hekln.
Héðlnn Taldlntarsson
bannaði að hrejfa
við flsklnnm.
Þegar stýrimannaverkfallið
hófst var byrjað að skipa út í
e.s. Heklu, sem hér liggur,
nokkurum hluta saltfisksfarms,
sem skipið átti að flytja til
Englands fyrir Ólaf Gíslason &
Co. Mun liafa verið búið að
skipa út talsvert á annað hundr-
að smálestum, en alls var það
um 1000 smálestir, sem flytja
álti út. Þar, sem liér er um að
ræða óverkaðan saltfisk, sem
þolir ekki langa geymslu, var
ákveðið að leigja annað skip til
þess að fara með fiskinn, og var
norskt skip fengið til þessa.
En form. Dagsbrúnar lagði
bann við því, að fiskurinn í
Heklu yrði lireyfður. Barst eig-
endum skipsins tilkynning um
þetta í gærkveldi. Horfir þvi
svo, að fiskurinn muni verða
ónýt vara.
Skip það, sem leigt var til að
flytja út fiskinn er komið, og
verður skipað út í það þeim
hluta fisksins, sem ekki var
kominn út í Heklu. Mun útskip-
un fisksins byrja síðdegis í dag.
!
Skip leigt til að flytja út fisk,
sem Brúarfoss átti að taka.
Til þess að flytja út um 800
kassa af fiski, sem Brúarfoss
átti að taka í Vestmannaeyjum,
varð að leigja skip, því að einn-
ig þessi fiskfarmur hefði
skemst, ef hann hefði ekki
komist áleiðis í tæka tíð. Var
leigt skip til þess að flytja hann
út.
Hefir ekki komið til slikrar
óbilgirni í Vestmannaeyjum
sem hér, að gripið er
til slíkra ráða, að stöðva út-
flulning framleiðslu, sem liggur
undir skemdum. En það getur
vitanlega ekki haft nein áhrif á
cndanlega lausn farmannadeil-
unnar, þótt sú vara, sem
hér um ræðir sé flutt á mark-
að.
Afli
var ágætur á suma báta í
Vestmannaeyjum í dag, en
mjög misjafn. Vélbáturinn Von
kom með 30 smálestir of þorski.
Sjómenn telja mikinn fisk enn
þá. (FLJ í gær.)
Spánn.
fllé á bardögum f
Katalonín.
London 29. apríl. FÚ.
Uppreistarmenn á Spáni við-
urkenna, að stjórnarherinn veiti
uppreistarmönnum öfluga mót-
spyrnu á austurströndinnni. —
Iiefir uppreistarmönnum ekkert
miðað þar áfram undanfarnar
tvær vikur. Stjórnin tilkynnir,
að henni hafi ekki einungis tek-
ist að hefta algerlega framsókn
uppreistarmanna i Katalóníu,
beldur hafi uppreistarmenn al-
gerlega lagt niður alla sókn á
þessum vígstöðvum.
í Barcelona hefir klukkan ver-
ið færð fram um tvær klukku-
stundir, til þess að spara raf-
magn, vegna þess, að nokkur
bluti orkuveranna, sem borgin
fær rafmagn sitt frá, er í hönd-
um uppreistarmanna.
Patreksfjarðar-togararnir
hafa nú farið 3 veiðiferðir hvor.
Gylfi kom í gær með 106 föt Iifr-
ar, en hefir fengiÖ alls 345 föt. —
Vörður kom á þriðjudag með 107
föt, en hefir fengið alls 263 föt.
Góður afli er í flóanum á trillu-
báta. — (F.Ú.).
Kína.
Arásir Japana við
Lnnghai-járnlirantina
árangnrslansar.
London 29. apríl. FÚ.
Chiang Kai Shek hefir sagt,
að baráttan um Lung-hai járn-
brautina niuni verða til lykta
leidd innn fimm vikna. Hann
segist treysta kínverska hern-
um til þess að reka Japani af
höndum sér. Allar árásir Jap-
ana undanfarið hafa verið ár-
angurslausar, segir hann, og séu
þeir nú búnir að eyða bestu
kröftum sínum, en IGnverjar
hafi aðstöðu til þess að gera
þeim aflutninga erfiða.
VÉLBÁTUR SEKKUR.
Vélbáturinn Skúli fógeti V.E.
185, 12 smálestir að stærð, sökk
í dag skamt vestan við Vest-
mannaeyjar, en bátverjar 8 að
tölu, björguðust alhr. Skipstjóri
Ólafur Vigfússon. Vélbáturinn
Muggur, skipstjóri Páll Jónas-
son, bjargaði skipshöfninni.
Niðurl.
Við lifum ekki aðeins i einu
ríki, heldur i ríkjakerfi, og þeg-
ar til lengdar lætur, er óhugs-
andi að Ráðstjórnarlýðveldin
geti lialdist við, við hliðina á
li eims véldissinnuðum (imperi-
alistisk) ríkjum. Að lokum
hlýtur annaðhvort að bera sig-
ur úr býtum, og þangað til er
það óhjákvæmilegt að til ægi-
legustu árekstra dragi milli
Ráðstjórnarlýðveldisins og
hinna borgaralegu ríkja. Það
þýðir, að hin ríkjandi stétt, ör-
eigarnir, ef þeir vilja ríkja og
munu ríkja, verða að sanna það
með hernaðarlegri skipulagn-
ingu“. — Og ennfremur:
„Við erum umkringdir af
mönnum, stéttum, ríkisstjórn-
um, sem draga enga dul á hatur
sitt gegn okkur. Við verðum að
hafa það hugfast, að árásin er
sífelt yfirvofandi“.
Hér er sterldega að orði kom-
ist, en heiðarlega og sannleikan-
um samkvæmt, án allrar
skreytni, eins og Lenins var
von og vísa.
Á grundvelli þessara for-
senda er svo að orði komist í
„Vandamál Leninismans“ eftir
undirritaðan:
„Úrslitasigur socialismans er
fólginn í fullkomnu öryggi gegn
ihlutunartilraunum og þá einn-
ig gegn afturhaldinu; því til-
raun til endurreisnar auðvalds-
fyrirkomulagsins er því aðeins
alvarlegs eðlis, að hún njóti ut-
anaðkomandi stuðnings, þ. e.
stuðnings frá hinu alþjóðlega
auðvaldi. Því er stuðningur við
byltingu okkar af hálfu verka-
manna í öllum löndum, og ef
vel á að vera, sigur þessara
verkamanna, að minsta kosti í
nokkrum löndum, óhjákvæmi-
legt skilyrði fyrir fullu öryggi
bins fyrsta sigrandi lands gegn
íhlutunartilraunum og aftur-
haldi, óhjákvæmilegt skilyrði
fyrir úrslitasigri socialismans.
i Sannarlega væri það lilægi-
: legt og heimskulegt að loka aug-
unum fyrir þeirri staðreynd, að
við erum umkringdir auðvalds-
ríkjum, og að hugsa sem svo,
að fjendur vorir utanlands, t. d.
fasistar muni ekki sæta lagi að
fara með vopnaða árás á hend-
ur okkur. Þannig geta að eins
blindir gortarar eða dulbúnir ó-
vinir hugsað, sem vilja svæfa
þjóðina. Jafnskoplegt væri að
neita því, að þeir myndu ekki,
ef þeim tækist vigbúin innrás
að einhverju leyti, afnema ráðs-
stjórnarfyrirkomulagið í þeim
liéruðum, sem þeir tækju her-
skildi, og koma borgaralegu
skipulagi aftur á laggirnar.
Endurreistu ekki Denikin og
Koltssliak borgaralegt skipulag
í héruðunum, sem þeir niáðu á
vald sitt? Eru fasistar ef til vill
betri en Denikin og Koltsshak?
Meðan við erum umkringdir
auðvaldsskipulaginu liggur
! hættan við vopnaðri innrás og
afturhaldstilraun svo í augum
uppi, að þeir sem neita því að
hún sé til eru annaðhvort hrein-
ustu græningjar eða dulbúnir
fjendur, sem vilja dylja illvilja
sinn bak við gortið, og gera sér
far um að afvopna þjóðina.
Getur sigur sosialismans í ein-
hverju landi talist endanlegur,
ef auðvaldið ræður í löndunum
sem að því liggja og það er
ekki fullkomlega trygt gegn inn-
rás og afturhaldi? Það er víst,
að svo er ekki.
Þannig er ástatt með spurn-
inguna um sigur sósíalismans í
sérhverju landi.
Af því leiðir, að þessi spurn-
ing snertir tvö aðgreind vanda-
mál: a) vandamál innanríkis-
mála vorra þ. e., livernig við
brjótum borgarastéttina á bak
aftur og byggjum upp fullkom-
inn sósíalisma, og b) vandamál
utanríkismála vorra, þ. e. hvern-
ig við tryggjum land okkar gegn
vopnaðri íhlutun og endurreisn
auðvaldsskipulagsins. Fyi’ra
vandamálið liöfum við þegar
leyst, þar sem borgarastéttinni
hafa þegar verið gerð full skil,
og sósíalisminn er kominn á í
öllum aðalatriðum. Það köllum
við sigur sósíalismans, eða rétt-
ara sagt, sigur sósíalistiskrar
uppbýggingar i landinu; Við
getum sagt, að þessi sigur sé úr-
slitasigur, ef land okkar lægi á
eyju og væri ekki umkringt af
fjölda auðvaldsríkja. Þar sém
við nú búum ekki á eyju lieldur
i heilu ríkjahverfi, sem er að
mjög verulegu leyti fjandsam-
legt landi sósíalismans og skap-
ar íhlutunar og afturlialdshættu,
þá segjum við skýrt og skorin-
ort, að sigur sósíalismans í land-
inu er ekki neinn úrslitasigur.
En af þvi leiðir, að hitt vanda-
málið er fyrst um sinn ekld
leyst og krefst úrlausnar. Enn-
fremur: Síðara vandamálið get-
um við ekki leyst á sama hátt
og hið fyrra þ. e. eingöngu af
eigin ramleik.
Síðara vandamálið er að eins
hægt að leysa með því að sam-
eina harða baráttu öreigalýðs
allra Ianda, enn þá harðari bar-
áttu allrar alþýðu Ráðsstjórnar-
ríkjanna. Það verður að efla og
styrkja hin alþýðlegu öreiga-
lýðssambönd verkamannastétt-
ar Ráðstjórnarríkjanna við
verkalýð hinna borgaralegu
landa; það verður að skipu-
Ieggja pólitískan stuðning
verkalýðsins í borgaralegu
löndunum við verkalýð lands
vors, ef hernaðarleg árás kynni
að vera gerð á land vort, alveg
eins og verður að skipuleggja
alhliða stuðning af hálfu verka-
lýðsins í okkar landi við verka-
lýðinn í borgaralegu löndunum?
við verðum að auka og efla
rauða herinn og rauða loftflot-
ann á öllum sviðum. Við verð-
um að halda þjóðinni vígbúinni
og reiðubúinni andspænis hætt-
unni við hernaðarlega árás, svo
að engin ,tilviljun“ og engin
„hrekkjabrögð“ fénda okkar
geti komið okkur á óvart.
Það sést af bréfi yðar, að fé-
Iagi Urosshenko hallast að öðr-
um, ekki fullkomlega léninisk-
um skoðunum. Hann lieldur því
fram, að þegar séð verður, að