Vísir - 30.04.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 30.04.1938, Blaðsíða 2
X I S I R Bnur 01 Frakkar m EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. ■■ 011 Lundúnablöðin í borgun fagna yfir árangr- inum af viðræðum Breta og Frakka. Sum blöðin leggja mikla áherslu á, að samvinnu Bretlands og Frakklands sé ekki beint gegn neinni annari þjóð, ennfremur að Bretar hafi ekki tekið nein- ar nýjar skuldbindingar á sínar herðar. Að því er United Press hefir fregnað mun breska stjórnin innan fárra daga snúa sér til þýsku stjórnarinnar með tilmæli um, að þýska stjórnin veiti aðstoð sína til þess, að deilurn- ar í Tékkóslóvakíu verði leiddar til lykta með samkomulagi, en Frakkar munu snúa sér með samskonar tilmæli til ríkisstjórnarinnar í Tékkóslóvakíu. United Press. ítalip lýsa ánægju sinni yfip samningunum í London. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Frá Rómaborg er símað, að ítalir líti svo á, að Bretar og Frakkar hafi raunverulega gert með sér hernaðarbandalag. Telja Italir, að það sé mjög mikilvægt, að þetta samkomulag hafi verið gert nú. Það sé kunnugt, að Bretar og Frakkar vilji treysta vinfengi sitt við ítali — leggi á það mikla áherslu — og muni Hitlerj sem nú er í þann veginn að koma í heimsókn til Rómaborgar, gera sér þetta ljóst. United Press. Loftorusta við Hankow Þrettán japanskar flugvélar skotnar niður. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Japanir gerðu stórkostlega loftárás á Hankow í gær og varð af mikið tjón. Samkvæmt opin- berri tilkynningu kínversku stjórnarinnar biðu 700 menn bana, þ. á. m. margt kvenna og barna. llinar japönsku árásarflugvélar skiftu mörgum tug- um. Flugvélar Kínverja lögðu þegar upp og réðust á þær og hröktu þær á flótta eftir harðan bardaga. Þrettán flugvélar Japana voru skotnar niður í orust- unni. — United Press. VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hálmstrá. TIMA-DAGBLAÐIÐ sagði í fyrradag, að það yrði „naumast talið neitt kraftaverk, að láta ekki rikissjóð safna skuldum í árferði eins og 1925“. Hinsvegar segir blaðið, að „ef Jón Þorláksson liefði sýnt sömu hyggindi og Eysteinn Jónsson og dregið úr óþörfum innflutn- ingi, myndu áhrif þessa góðæris liafa orðið varanlegri“. — Fyrsta ríkisstjórnarár Fram- sóknarflokksins var ennþá betra árferði fyrir rikissjóðinn, en á stjórnarárum Jóns Þorláksson- ar. Á þeim árum tókst að láta ríkissjóðinn safna skuldum og koma viðskiftunum við útlönd í það liorf, að taka varð upp inn- flutningshöft á þörfum sem ó- þörfum varningi og hrökk ekki til. En til þess að ráða bót á þeim „kraftaverkum“ fyrstu s tj órnarára Framsóknarflokks- ins, varð að f|á Eystein Jónsson til þess að reyna „hyggindi“ sín á því að koma þjóðinni i botn- lausar „vanskilaskuldir“ er- lendis, til þess að koma „verslunarjöfnuðinum" i lag! En að hvaða gagni kemur það, þó að „verslunarjöfnuður- inn“ hafi orðið „meira en helm- ingi hagstæðari á árunum 1935 —’37“ en hann var áður, ef þessi verslunarjöfnuður er svo gerfalskur, að safnast hafa fyr- ir vanskilaskuldir erlendis svo mörgum miljónum króna skift- ir, sömu árin sem gumað er af þvi að .verslunarjöfnuðurinn hafi verið liagstæður um marg- ar miljónir? „Þetla liefir verið gert með innflutningshöftunum“, segir Tímadagblaðið í gær. Og það er einmitt það, sem innflutnings- höftin hafa f>Tst og fremst fengið áorkað: að gerfalsa við- skiftareikning þjóðarinnar út á við. Verslunarjöfnuðurinn hefir farið batnandi á pappírnum síðustu árin, en samtímis hafa „duldu“ greiðslurnar farið vax- andi, og meira en étið það upp. Fyrir nokkurum árum voru „duldu“ greiðslurnar áætlaðar um 6 miljónir króna. Nú telur fjármálaráðherrann að þær muni vera orðnar 10 miljónir. En sannleikurinn er sá, að þær munu ekki varlega áætlaðar 14 milj. Þær hafa þannig aukist um einar 8 milj. kr., á sama tíma sem verslunarjöfnuðurinn hefir orðið bagstæðari á papp- írnum um 4 miljónir og greiðslujöfnuðurinn þannig far- ið versnandi en ekki batnandi. Og „þetta hefir vexáð gert með innflutningshöftunum“, svo að orð Timadagblaðsins séu notuð. Smyglið hefir blómgast, meira og meira af innflutningnum far- ið fram hjá hagskýrslunum, vaxtagreiðslur og afborganir af skuldum farið sívaxandi o. s. frv. „Ef þetta hefði ekki verið gert,“ segir Tímadagblaðið, þá „væri þjóðin búin að glata fjár- liagslegu trausti sínu erlendis og ísland væri þá ekki lengur i tölu sjálfstæði'a rikja“! Og það bætir því við, að „hver sann- gjarn maður“ viðui’kennir að „þetta“ hafi verið „stórfeldasta og glæsilegasta átakið í sjálf- stæðismáíum þjóðarinnar síðan fullveldisbaráttunni lauk“!! En svo „glæsilegt" sem þetta „átak“ kann að sýnast þeim, sem nægir það að „fljóti meðan ekki sekkur“, þá er það fyrir- sjáanlegt, að slík tök endast heldur elcki til annars en að halda sér uppi á hálmstráinu. Frá umferðarráði Eins og ykkur mun kunnugt, hefir veriS haíin hér í bænum all- umfangsmikil starfsemi til varnar gegn umferöaslysum. Þeim hefir fjölga'ð mjög mikið hin .síðari ár og voru nú á síðastliðnu ári eigi færr en full 1800. Mörg þeirra eru þess eðlis, að við slíkt er ekki hægt.að una. Við álítum, að með meiri var- færni og svo með því að breyta eftir settum umferðareglum, hefði verið hægt að komast hjá miklum fjölda þessara slysa. Það eru sjálfsagt margir, sem ekki þekkja umferðareglurnar og jafnvel þeir eru til sem aldrei hafa h.eyrt þær nefndar. Við viljum nú reyna að bæta úr þessu með því að birta téðar regl- ur, ásarnt fleiri góðum bendingum um umferð, í köflum, smám sam- an í blöðum bæjarins. Þess er vænst, að þið klippið þá úr og geymið þá, en umfram alt, lærið reglurnar og breytið eftir þeim af fremsta megni í hvert sinn er þið eruð á götum úti. Vegfarendur! Takið höndum saman til þess að koma í veg fyrir slysin. Vegfarendur, veitið þessu athygli. Með þvi að nema umferðaregl- urnar og breyta samkvæmt þeim, ti'yggið þér án kostnaðar yðar eig- in og annara heilsu og líf svo langt sem tilgangur þeirra og á- hrif ná. Með því að kunna ekki umferða- reglurnar eða skjóta við þeim skolleyrum, eigið þér á hættu að tapa bæði heilsu og lífi og stofnið til þess að aðrir bíði samskonar tjón. Með mörgum dæmum er hægt að sanna að vanþekking á settum reglum augnabliksfljótfærni eða kæruleysi — augnabliks hreyfing í ranga átt, hefir valdið óbætan- legu tjóni. Gangandi vegfarendur. Farið aldrei um þvera götu án þess að gæta vandlega til beggja hliða áður en þér stígið út á ak- brautina. Gangið ávalt þvert yfir götuna, aldrei skáhalt. Teflið aldrei í tví- sýnu. Allir vegfarendur. Byggið ör- yggi yðar á eigin varfærni — ald- rei á varfærni annara. Gangandi vegfarendur. Komi farartæki eftir akbraut- inni eftir að þér eruð komnir út á hana miðja þá snúið ekki til baka, því þá er hætt við að þér fari'S fyr- ir annað farartæki sem kann að koina úr gagnstæðri átt. Þetta hef- ir oft valdið slysunx á götum bæj- arins. MIKLIR MÖGULEIKAR TIL AÐ AUKA SÖLU SÍLDAR í PÓLLANDI. Khöfn, 29. apríl. — FÚ. Stjórn norska síldarsölusam- lagsins hefir stungið upp á því, að sanrlagið byggi sina eigin síldarverksmiðju og jafnframt hefir hún farið þess á leit við ríkisstjórnina, að hún geri ráð- stafanir til þess að stöðva með öllu innflutning cá útlendu síld- armjöli til Noregs. — Forstjóri eins stærsta fisk- söluverslunarhúss í Gdynia í Póllandi skýrir svo frá og lætur liafa eftir sér í norskum blöð- um, að miklir möguleikar séu fyrir hendi til þess að auka i Póllandi sölu á matjessíld og kældri síld og fx-ystum þorski og niðursuðuvörum og lýsi. Segir liann að ef viðunandi úr- lausn fáist á það að pólskir inn- flytjendur njóti jafn góðra kjai-a við kaup á þessum vörum í Noregi eins og þeir njóta nú á íslandi, þá muni þegar á næsta sumri vera stórkostlegir mögu- leikar fyrir hendi til þess að selja norska matjessíld veidda á Islandsniiðum, í Póllandi og aðrar fiskafurðir. FINNAR VIÐURKENNA YFIR- RÁÐ ÍTALA í ABESSINIU. Osló, 29. apríl. Cliarge d’affaires Finnlands í Rómaborg tilkynti í gær, að finska stjórnin hefði viðurkent konung Itala sem keisara Abess- iníu og liafi þar með viðurkent yfiri-áð Itala í Abessiníu. Norsk Telcgrambyi'aa hefir af þessu tilefni borið fram fyrii’spurn um áform Norðmanna í þessu efni, við Koht utanríkismálaráð- hei-ra, sem sagði að Finnland hefði tekið þetta ski-ef, þar sem fyrir hefði legið að skipa nýjan sendiherra í Rómaborg, þar sem það hefði lengi að eins haft þar Charge d’affaix-es, en að þvi er Noi’eg snerti væri engin ástæða til þess að liafast neitt að fyrr en Þjóðabandalagið hefði telcið Abessiníumálið til meðferðar á fundi sinum í næsta mánuði. (NRP-FB.). adeins Loftur. Sáttasemjari bar fram i gær midlunartillög'u þá, sem hér fer á eftir, sem stjóruendur Eimskips og* Rikisskips samþyktu, en stýri- menn feldu. Samningur aðilja frá 31. mars 1934 skal gilda frá 1. þ. m. að telja til jafnlengdar næsta árs með þeim breytingum, sem hér gi’einir: Breyting á 1. gr. Byrjunai’laun 3. stýrimanns hækki úr 285 kr. í 300 kr. á mánuði. Breyling á 2. gr. 4. málsgrein orðist svo: Mánaðarkaup 3. stýrimanns hækkar eftir eins árs þjónustu um 15 kr„ eftir tveggja ára þjónustu um 15 kr„ og eftir 3ja ái’a, 4ra ára og 5 ára þjón- uslu um 10 kr. hvert ár og nær þá hámarki sínu 360 kr. Við greinina bætist svoliljóð- andi ný málsgrein: Á farþegaskipum þar sem stýrimenn annast sölu farseðla, greiðisl hverjum þeirra 10 kr. á mánuði í mistalningarfé. Breylingar á 3. gr. Við A-lið bætist svoliljóðandi málsgrein: Stjórn Eimskipafélags ís- lands lofar að framhalda þegar hafinni eftirgrenslan um, með hvaða kostum megi brcyta slysatryggingu þeirri er áður getur, svo liún einnig nái til þess er stýrimenn liafa land- gönguleyfi eða sumarleyfi svo og liversu liagkvæmast komið verði fyrir iðg'jaldagreiðslum fyrir sjúkratryggingar stýri- manna. I staðinn fyrir B-lið gi’einar- innar komi: Um bætur fyrir missi eigna um borð svo sem fata o. s. frv. fari skv. reglugerð þar um. Við greinina bætist svoliljóð- andi málsgrein er verði E-liður: Stýrimenn hafa rétt til eftir- launa er þeir hætta störfum, vegna aldui’s, veikinda eða slysa samkvæmt reglugerð eftir- launasjóðs Eimskipafélags ís- lands og vill stjórn félagsins leggja fyrir næsta aðalfund að sótt verði um viðurkenningu Tryggingarstofnunar ríkisins á starfsemi eftii’launasjóðsins. 7. gx’. samnings fellur niður, en í stað hennar kemur svolát- andi grein: Ef skip félagsins sigla um stríðshættusvæði skal um kaup- uppbót til stýrimanna og trygg- ingar vegna stríðshættu samið sérstaklega og með hliðsjón af ákvæðum sem aðrar Norður- landaþjóðir kunna að setja eða liafa sett um þetla efni. Ef samningnum er ekki sagt upp af öðrum livorum aðila með minst þriggja mánaða fyr- irvara, þannig að uppsögn sé miðuð við 1. apríl, gildir liann áfram um eitt ár í senn. Sáltasemjari í vinnudeilum, 29. api’íl 1938. (sign.) Björn Þórðarson. Stýrimenn á skipum Eimskipatélags íslands hafa miklu betri kjör, en sambærilegir startsbræður þeirra erlendis. Stjórn H.f. Eimskipafélags Is- lands hefir viljað kynna al- menningi kjör stýrimanna á skipum þess, vegna verkfallsins, sem stýrimenn hafa nú gert. Ilefir að tillilutun félagsstjórn- arinnar verið birtur í blöðunum samanburður á kaupi stýri- manna eins og það er nú og á kauphækkunarkröf um þeirra, sem veikfallið liefir verið gert út af, svo og jafnframt saman- hurður á kaupi stýrimanna á hliðstæðum skipum erlendis. Þegar nú þessi samanburður er athugaður kemur i ljós að árstekjur stýrimanna á skipum Eimskipafélags íslands eru þær sem hér skal greina og eru þá talin með hlunnindi viðvíkjandi einlcennisfatnaði, líf- og slysa- trygging: Byrjunar- Hámarks- laun. Kr. laun. Kr. 1. stýrim. 6141.75 7601.75 2. — 4925.10 6141.75 3. — 4012.60 4925.10 Hér er ekki talið með fæði á skipunum, sem skattstofan reiknar 730 kr. á ári og hækka þá lárstekjur raunverulega um þá upphæð. Þegar litið er lil annara landa þá sést, að núverandi kaup stýrimanna á skipum Eim- skipafélags Islands er miklu hærra en kaup hliðstæðra stýri- manna erlendis. Er þessi mis- munur gagnvart liinum ýmsu löndum sá, sem hér skal greina: Byrjun. Hámark. Kaup á skipum Eimskipafélagsins Noregur: hærra, sem nemur 1. stýrim. 37.1% 49.6% 2. — 41.7% 50.6% 3. — 46.4% 47.3% Danmörk: 1. stýrim. 19.0% 25.4% 2. — 26.3% 34.7% 3. — 31.1% 36.8% Svíþjóð: 1. stýrim. 20.9% 27.3% 2. — 25.9% 42.1% England: 1. stýrim. 25.7% 31.5% 2. — 20.5% 45.6% 3. — 16.1% 42.5% Þrátt fyrir það þó kaup stýrimanna á skipum Eim- skipafélagsins sé nú þegar miklu hærra en kaup hlið- stæðra stýrimanna erlendis, þá gera þeir nú samt kauphækk- unarkröfur, sem nemur fyrir 1. stýrim. 8.6% 6.9% 2. — 13.8% 11.9% 3. — 19.2% 15.2% Hér hefir nú verið rætt um kaup stýrimanna. En auk þess hafa stýrimenn á skipum Eim- skipafélagsins ýms hlunnindi fram yfir það, sem liliðstæðir stýrimenn erlendis liafa. T. d. hafa 2. og 3. stýrimaður hvoi’ki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.