Vísir - 13.06.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 13.06.1938, Blaðsíða 2
V I S IR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hvorir sigra? Jl Hsherjaratkvæðagreiðslunni “ í Dagsbrún var lokið um kl. 10 í gærkveldi. Um úrslitin er ókunnugt, þegar þetta er rit- að, því að talningu atkvæðanna var frestað. En þátltaka í at- kvæðagreiðslunni varð meiri en búist liafði verið við, og meiri, að sögn, en dæmi eru til, urn slíkar atkvæðagreiðslur í félag- inu. Höfðu alls um 1300 manns tekið þátt í henni, eða um 70°/o skráðra félagsmanna. En þessi mikla þátttaka í atkvæðagreiðsl- unni gerir það að verkum, að erfiðara er að spá nokkuru um úrslitin. S. 1. fösludag fór frain kosn- ing fulltrúa til Alþýðusam- bandsþings í Sjómannafélagi Reykjavíkur, og er sú kosning í rauninni alveg sambærileg við þessa alkvæðagreiðslu í Dags- brún, þannig, að hún sker úr um afstöðu félagsins til valda- streitunnar innan verkalýðs- samtakanna, sem nú er háð ann- arsvegar af kommúnistum, með atfylgi Héðins Valdimarssonar, og hinsvegar af alþýðuflokks- mönnunum undir forustu stjórnar Alþýðusambandsins. í Sjómannafélaginu urðu úrslitin þau, að alþýðuflokksmennirnir báru sigur úr býtum með mikl- um atkvæðamun, og voru ein- göngu þeirra fylgismenn kosnir fulltrúar á Alþýðusambands- þingið. En af þeim úrslitum verður engin ályktun dregin um úrslit atkvæðagreiðslunnar í Dagsbrún. Það var áður kunn- ugt, að Sjómannafélagið mundi hallast meira á sveif með al- þýðuflokksmönnunum en kommúnistum. Meðal Dags- brúnarmanna hafa fylgismenn Héðins og kommúnistar hins- vegar virst hafa meiri tök og haft þar miklu meira um sig. En þess ber að gæta, að ekki þarf nema tiltölulega lítinn hóp hávaðamanna, til þess að selja sinn svip á fjölment félag, þó að þeir séu þar í minni hluta, ef þorri félagsmanna er þannig gerður, að hann kýs helst af öllu að forðast illindi. Þau /órð voru látin falla hér í blaðinu á dögunum, að það væri ekki líklegt, að Dagsbrún yrði langlíf i Alþýðusambandinu, ef atkvæðagreiðslan í félaginu gengi kommúnistum i vil, en á móti stjórn Alþýðusambands- ins. Með þessu var átt við það, að þá mundi félaginu að líkind- um verða vikið úr Alþýðusam- bandinu, eins og Jafnaðar- mannafélagi Reykjavíkur var vikið úr þvi, en áður hafði, sem kunnugt er, Héðni Valdimars- syni verið vikið úr stjórn Al- þýðusambandsins. Blað komm- únista leggur þannig skilning i þessi uinmæli Vísis, að um ein- hverskonar „samfylkingu“ sé að ræða milli hans og Alþýðu- blaðsins, enda séu „útgefendur Vísis og þeir sein í það blað rita alræindir fyrir hatur sitt á verkalýðslireyfingunni“! Vísir á hinsvegar ekkert atkvæði um örlög Ðagsbrúnar, eða um það, hver viti verði á hana lögð, fyr- ir yfirtroðslur hennar gagnvart Alþýðusambandinu og lögum þess, og breslur liann þvi alla aðstöðu til þess að taka þátt í slíkri samfylkingu, sem komm- únistablaðið ræðir um. Og það er ekki einu sinni svo, að áður umrædd ályktun Vísis ,um brottvikninguna úr Alþýðusam- bandinu, eigi við að styðjast nokkur unnnæli í Alþýðublað- inu í þá átt, að slík brottvikning sé yfirvofandi. Miklu fremur virðist svo, sem Alþýðublaðið forðist það af ásettu ráði, að gefa nokkuð shkt í skyn, og mætti þá vel fara svo, að Visir reyndist ekki sannspár um þetta. En hvort mundi þá hann eða kommúnistablaðið verða fyrir meiri vonbrigðum, ef Dagsbrún yrði ekki rekin úr Alþýðusam- bandinu, jafnvel þó að svo færi, að úrslit atkvæðagreiðslunnar yrði koinmúnistum í vil? En hver sem úrslit atkvæða- greiðslunnar í Dagsbrún kunna að verða, þá er það nú þegar sýnt, að engir „hatursmenn“ verkalýðshreyfingarinnar geta óskað henni meiri ófarnaðar en forsprakkar kommúnista liafa þegar leitt yfir hana, með að- stoð þeirra ginningarfífla sinna, sem þeir hafa fengið í lið við sig innan verkalýðssamtakanna, þar sem nú er hver höndin svo uppi á móti annari, fyrir þeirra atbeina, að þar getur enginn sigur unnist, sem ekki auki enn meira á vandræðin. Maðnr slasast mjðg bættnlega. 12. júní. — FÚ. í gærkvöldi varð Björn Ein- arsson úr Þykkvabæ fyrir vél- reim í skurðgröfu og stórslas- aðist. — Fréttaritari útvarpsins á Eyrarbakka lýsir þannig at- burðum eftir heimildum hér- aðslæknis er gerði við meiðslin: í gærkvöldi um kl. 20 var Björn Einarsson uin það bil að hætta vinnu við skurðgröfuna í Ölfusforum — en hún vinnur dag og nótt, og hélt áfram eftir vaktaskiflin, sem voru um kl. 20. — Varð liann þá fyrir reim vélarinnar — en með hverjum hætti er ekki fyllilega vitað — og fékk við það afarmikla áverka. — Hægri fóturinn er mölbrotinn og sundurtættur neðan við kálfa og annar kjálk- inn svo illa brotinn, að flestar tennur hafa hrokkið úr neðra gómi. — Þá er hægri hönd mik- ið marin og skorin og maðurinn að öðru leyti mjög illa farinn. — Eftir að héraðslæknir á Eyr- arbakka hafði bundið um sárin var maðurinn fluttur í Lands- spítalann. — Vísir spurðist fyrir um líðan Björns í morgun og fékk þær upplýsingar, að hann lægi aðal- lega í móki, en um beina van- líðan væri ekki að ræða. Eggert Stefánsson heldur annaS íslenskt tónskálda- kvöld á fimtudaginn kemur, og hagar þá söngksránni líkt og síð- ast. Fékk hann hinar bestu undir- tektir áheyrenda og vöktu lög þau, er hann söng, mikla athygli. Næturlæknir er í nótt Alfreð Gíslason, Brá- vallagötu 22, sími 3894. Næturv. er í Reykjavíkur apóteki og Lyfja- búðinni Iöunni. Frakkar og Tyrkir bafa jafnaðöll deilumál sín og gert með sér vináítu- sammng. Fridsamleg sambiid þjóö- anna tpygð í Litla-Asíu, EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Samningar hafa staðið yfir nú um helgina í Al- exandretta milli Frakka og Tyrkja um að þessar tvær þjóðir hafi sameiginlegt hernað- areftirlit í Sanjak, en eins og getið hefir verið um í einkaskeytum til Vísis hafa staðið harðar deilur milli þessara þjóða um réttindi þeirra í Litlu Asíu yfir ein- stökum Iandshlutum. Samkvæmt opinberri tilkynningu, sem gefin var út í París hafa heppilegir samningar náðst þannig að rétt- indi beggja þjóðanna eru að fullu trygð og hafa Frakk- ar að ýmsu leyti orðið við kröfum Tyrkja. Herald Tribune telur að með þessum samningum Tyrkja og Frakkar hafi Tyrkjum verið trygð jafnrétti í Sanjak, en auk þess hafi verið gerðir víðtækir vináttusamningar milli þjóðanna, sem binda enda á allar deilur í Sýrlandi og samkomulag hafi einnig náðst að fullu um Hyri- önskulandamærin, sem báðir samningsaðilar hafiskuld- bundið sig til að breyta í engu* Eru þannig með samningsgerð þessari allar fyrri deilur Frakkar og Tyrkja útkljáðar, og vináttusamn- ingar tryggja friðsamlega sambúð þjóðanna í Litlu- Asíu. United Press. Tékkar munu leita til Rússa um hernaðarlegan stuðning EINKASKEÝTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Samkvæmt opinberri yfirlýsingu stjórnarvald- anna í Tékkóslóvakíu mun stjórnin leggja það til, að Tékkar leiti stuðnings hjá Rússum, ef Englendingar og Frakkar geti ekki veitt þeim hern- aðarlegan stuðning í ófriði og veita Rússum greiðan aðgang að landinu, ef nauðsynlegt verður að teljast. Leitast verður við á allan hátt að leysa deilur Sudet- en-Þjóðverja, til þess að komast hjá ófriði, sem þær kynnu ella að leiða til. Mun stjórnin leggja mikla á- herslu á að samningar takist um deilumálin og telur enga annmarka á því,ef báðir aðilar sýni fullasanngirni og viðleitni í þá átt að forða vandræðum. United Press. Jarðskjálftar valda tjóni i Brttssel. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Miklir jarðskjálftar hafa geysað í Belgíu undan- farið og hafa þeir valdið allmiklu tjóni íBriiss- el og víðar. Samkvæmt nýjustu skeytum það- an er skýrt frá því að jarðskjálftarnir haldi enn þá áfram, en alvarlegustu kippirnir hafi komið í nótt kl. 3.45 og kl. 3.53. Fyrri kippurinn stóð yfir í sjö sekúnd- ur en aðrir kippir taka venjulega tvær sekúndur. Nákvæmar fregnir af tjóni hafa ekki borist, en þó má ætla að það sé allverulegt einkum á gömlum bygging- um. 1 Fólk er mjög óttaslegið vegna landskjálftanna, og þyrptist út úr húsunum og út á göturnar meðan kipp- irnir stóðu yfir. i United Press. Tveir íslensliir listameni komnir heim. Viðtal vlS Stefano Islandi. Hann er ráðinn sem gestur við Kgl. leikhúsið næsta vetur. T iðindamaður Visis náði tali 1 af söngvaranum Stefano Islandi sem snöggvast, er M.s. Dronning Alexandrine hafði Iagt að uppfyllingunni, en Ste- fano Islandi var meðal farþega frá útlöndum, en hann hefir sem kunnugt er, sungið í Kgl. leikhúsinu í Kaupmannahöfn að undanförnu við góðan orðstír. Tíðindamaðurinn býðuc Is- landi velkominn heim og spyr hann um hvernig hann ætli að verja sumarleyfinu hér, „Um það hefi eg ekkert ákveðið enn — mig langar norður, en það er undir veðri komið hvort af því verður. Annars dvelst eg hér hjá kunn- ingjunum.“ „Menn fá væntanlega að heyra yður syngja — það fengu fæm en vildu í fyrra?“ „Eg býst við að syngja hér, — en tæplega eins oft og i fyrra.“ „Þér sunguð nokkurum sinn- um í Kgl. Ieikliúsinu í vor?“ „Jiá, eg var ráðinn til þess að leika gestahlutverk frá 19. apríl til 15. maí — þrisvar sinnum, í „Madame Butterfly“. En eg söng fimm sinnum.“ Undirtektirnar ? „Þær eru kunnar af blöð- um —■ eg fékk ágætar undir- tektir sem söngvari, en slæmar sem leikari.“ Hvernig féll yður í Dan- mörku? „Samstarfið við leikara og söngvara Kgl. leikhússins var ágætt og féll mér ágætlega við það alt. — Um Dani sem áheyr- endur er það að segja, að þeir láta elcki hrifni sína í ljós með ákafa og fögnuði, eins og suð- urlandabúar, er þeir verða hrifnir. í Danmörku er söngv- ari, hversu góður sem hann er, aldrei klappaður upp í miðri óp- eru — og söngvari að eins kall- aður fram að leiksýningu lok- inni, sé hann gestur. Þegar menn þekkja rólyndi Dana í þessum efnum, veit söngvarinn, að þeim getur fallið vel að heyra til hans þótt þeir láti það ekki mjög áberandi í Ijós — viti liann það ekki, .gelur hann búist við, að hafa verið veginn og léttvægur fundinn." „Hvað verðið þér hér Iengi? — Svpna mánaðartíma, því að eg fer að syngja í Kgþ leik- liúsinu í septemberbyi’jun. Er ráðinn þangað sem gestur til janúarloka. Eg syng þar í „Butterfly" og „Rigoletto“ og ef til vill fleiri óperum, t. d. Boheme.“ Vlðtal Tið Haralð Slgnrðsson, sem var meðal farþega á M.s. Dronning’ Alexandrine í morg- un. Hann efnir til hljómleika hér í bænum annað kvöld. Tíðindamaður Vísis átti stutt viðtal við Harald Sigurðsson píanósnilling frá Kaldaðamesi, við komu hans frá útlöndum í morgun. 1 byrjun viðtalsins berst það þegar á góma, að nú hafi hðið óvenjulega langur tími milli ferðanna heim. „Eg kom heim seinast 1932“, segir Haraldur Sigurðsson, — „og er það rétt, að. nokkuru skemra var milli heimferðanna áður, eða meðan foreldrar mín- ir voru á, lífi. En það er alt af, ánægjulegt að koma heim.“ „Hvað áformið þér að vera liér Iengi að þessu sinni?“ „Til júlíloka. Og að sjálf- sögðu verð eg einhvern hluta: dvalartímans á æskustöðvun- um — í Kaldaðarnesi.“ „Hvað er tíðinda af störfum yðar í Danmörku ?“ „Það er lítið“, segir Harald- ur af sinni venjulegu hógværð, „þau eru hin sömu. Þá má geta þess, að við Stefano Islandi vor- um ráðnir til þess að spila og syngja í Árósum og ýmsum stærri borgum Danmerkur í fyrrahaust og fyrravetur.“ „Þér ætlið að efna til hljóm- leika þegar annað kvöld?“ „Já. Raunar var einnig ráð- gert, að eg héldi hljómleika við lcomuna til Vestmannaeyja, en skipstjóri hafði ráðgert að skip- ið kæmi þangað kl. 6y2 í gær- kveldi. Var því auglýst í útvarpi, að eg efndi til hljómleika þar. En skipinu seinkaði vegna storms — kom þangað umj hálfellefu, og fórust þvi hljóm- leikarnir fyrir.“ „Og hvað leikið þér á hljóm- leikunum annað kvöld?“ „Verk eftir Joseph Haydn, César Franck, Carl Nielsen og Fr. Chopin.“ Haraldi Sigurðssyni hefir alt- af verið tekið með miklum á- gætum, er hann liefir komið heim og efnl til hljómleika, og vafalaust verða viðtökur þær, sem hann fær nú, enn hjartan- legri en áður, eftir öll þau ár, sem liðin eru síðan hann var hér síðast. Koma hans — og Stefano Is- landi — þessara tveggja ágætu listamanna, má vera öllum fagnaðarefni. Veri þeir velkoinnir heim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.