Vísir - 24.06.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 24.06.1938, Blaðsíða 3
VlSIR Heimsókn þýsku knattspyrnumannanna. Hvernig móttökum vepður liagaö. Mpttökunefnd Þjóðverjanna boðaði blaðamenn á fund sinn i gær og skýrði þeim frá tilhög- uninni á dvöl Þjóðverjanna hér. Dagskráin er á þessa leið: Sunnudagur 26. júní: Borg- arstjórn býður gestina vel- konma að Hótel Borg kl. 3. Síð- an er móttökuhátið að Stú- dentagarðinum, þar sem Þjóð- verjarnir búa, og tala þar: For- seti í. S. I., formaður K. B. B. og form. móttökunefndar. Mánudaginn 27. þ. m.: Farið um bæinn, skoðuð söfn, Sund- höllin o. þ. u. 1. Kl. 8%, fyrsti kappleikur: Úr- valsliðið. Þriðjudaginn 28. þ. m.: Farið til Hafnarfjarðar kl. 1. Um kveldið sitja Þjóðverjarnir boð í Oddfellowhöllinni hjá Ger- maníu. Miðvikudag 29. þ. m.: Skoðuð fiskstöð Kveldúlfs i boði félags- ins. Kl. &V2, 2. kappleikurinn, við íslandsmeistarana, Val. Fimtudag, 30. þ. m.: Farið til Þingvalla i boði ríkisstjórn- arinnar. Föstudag, 1. júlí: Farið að Álafossi og skoðuð hitaveitan. Kl. 9, 3. kappleikurinn, við Víking. Laugardag 2. júli: Ekið að Gullfossi, Geysi og Sogsfossum í boði bæjarstjórnar Beykja- vikur. Sunnudag, 3. júli: Þeim degi geta Þjóðverjarnir ráðstafað eftir vild. Mánudag, 4. júlí: Kl. 8 fjórði kappleikurinn, við úrvalslioið. Þriðjudag, 5. júlí: Óráðstaf- að. Miðvikudag, 6. júlí: Dans- leikur að Hótel Borg um kveld- ið. Fimtudagur, 7. júlí: Brott- f arardagur. Á mánudagskveld mun Lúðrasveit Beykjavíkur leika frá kl. 8, áður en leikur hefst. Guðjón Einarsson verður að líkindum dómari alla leikina, en Þjóðverjunum hefir verið boðið að dæma í tveim Þeirra. Ýmsar breytingar og endur- bætur hafa verið gerðar á vell- inum, t. d. hafa pallarnir verið auknir, salernum komið fyrir o. þ. h. og hefði ekki verið van- þörf á að þessu væri kipt í lag fyrir löngu. Búningur úrvalsliðsins verð- ur hinn sami og í Þýskalands- förinni á árunum: Hvít skyrta með íselnska fánanum á brjóst- inu, svartar buxur og svart- röndóttir sökkar. Læknir mótsins verður Axel Blöndal. Móttökunefndin ætlaði að setja upp klukku á vellinum, svo að bæði keppendur og áhorfendur gæti betur fylgst með, hvað leik liði, en þetta verður ekki hægt að sinni, sak- ir þess að verk í slíka klukku fást ekki hér. Á því leikur enginn yafi, að aðsókn verður mikil að þessum leikjum, eins og jafnan er þeg- ar erlendir íþróttamenn sækja okkur heim. Samfara því safn- ast jafnan mikill fjöldi bifreiða og reiðhjóla fyrir utan völlinn og er mikill trafali fyrir um- ferðina. Nú verður þessu breytt þann- ig, að reiðhjólum öllum er ætl- aður sértsakur staður og bif- reiðum einnig. Verða menn að haga sér eftir þessu og er varla nokkur vafi á því, að nienn munu taka vel í þetta, því að hjólakösin og bifreiðaraðirnar fyrir framan völlinn eru öllum öðrum hvimleiðar, en eigend- unum einum. Loks er þetta: Byðjist ekki inn á völlinn í hálfleik, eins og oft vill brenna við hér á kapp- leikjum. íslendingar hafa jafn- an þótt löghlýðnir og þeim hef- ir þótt það hól gott, en við verð- um að sýna hinum erlendu gestum, að þetta er engin skrumauglýsing, heldur stað- reynd. Ættu allir menn að taka saman höndum um að gera Þjóðverjum dvölina sem ánægjulegasta og láta þá ein- göngu hafa gott af okkur að segja, er þeir koma heim til sín aftur. Beykjavík, 14. júni 1938. I. Um! leið og vér, fulltrúar á 4. landsþingi Kvenfélagasambands Islands, þökkum Alþingi og rík- isstjórn fyrir að hafa viðurkent þörf þjóðarinnar fyrir aukna húsmæðrafræðslu í landinu,get- um vér eigi látið hjá líða að láta i ljósi óánægju allra kvenfé- lagasambanda landsins yfir þvi atferli, að semja og afgreiða lög um húsmæðrafræðslu í sveitum og húsmæðrakennara- skóla, án þess að gefá konum íhlutunar- og ákvörðunarrétt í málinU. -. Jafnframt leyfum vér oss að skora á ríkisstjórnina að skipa hið fyrsta vel hæfar konur til þess að semja eða taka virkan þátt í samningu laga um hús- mæðrafræðslu i kaupstöðum landsins, er samþykt var í efri deild Alþingis 26. apríl 1938. Virðingarfylst, í stjórn KvenféLsamb. Islands Bagnhildur Pétursdóttir. Guð- rún J. Briem. Guðrún Péturs- dóttir. F. h. Sambands borg- firskra kvenna: Svava Þorleifs- dóttir. F. h. Sambands breið- firskra kvenna: Ingveldur A. Sigmundsdóttir. F.h. Bandalags kvenna, Beykjavík: Aðalbjörg Sigurðardóttir. Kristin V. Jac- obson. Fjóla St. Fjeldsted. Lauf- ey Vilhjálmsdóttir. F. h. Sam- bands sunnlenskra kvenna: Herdís Jakobsdóttir. Þjóðbjörg Þórðardóttir. F. h. Sambands norðlenskra kvenna: JónínaSig- urðardóttir. Sólveig Pétursdótt. ir. F. h. Sambands vestfirskra kvenna: Bergþóra Kristjáns- dóttir. Estíva Björnsdóttir. F. h. Sambands austfirskra kvenna: Elísabet Baldvinsdóttir. F. h. Sambands kvenna í Gullbringu- og Kjósar-^sýslu: Ingibjörg Jóns- dóttir. Tillögur þessar voru sam- þyktar á Landsþingi Kvenfé- Iagasambands Islands er haldið var í Beykjavík dagana 11.—16. júní s.l. II. 4. Landsþing Kvenfélagasam- bands íslands skorar á ríkis- stjórnina að láta nú þegar end- urskoða skrár yfir innfluttar vörutegundir og breyta þeim í hagkvæmara horf. Jafnframt skorar landsþing K. I. á ríkis- stjórnina að sjá um, að reyndar húsfreyjur verði kvaddar til þess, að gera tillögur i máli þessu. III. 4. Landsþing K. I. skorar á kvenfélög landsins að gæta þess vandlega, að heimilisiðnaðar- munir þeir, sem þau senda til Prestastefna hófst hér í bæ í gær með guðsþjónustu. Síra Halldór Kol- beins flutti ræðu og síra Fr. Bafnar vígslubiskup var fyrir altari. Af dagskráratriðum 'má nef na: Skýrslur biskups um kirkju- mál liðið ár. Skýrsla um barnaheimili þjóðkirkjunnar (Asm. Guð- mundsson prófessor), og erindi hans, Næsti áfanginn, í kirkj- unni í gærkveldi. I dag var byrjað með morg- unbæn (sr. Ól. Magnússon). Þá komu skýrslur um messugerð- ir. Erindi: „Nýtt viðhorf og nið- urstöður í trúarbragðavisind- um" (Sigurbj. Einarsson), og Hyrningarsteinn trúar vorrar (dr. J. H. biskup). I dag kl. 4% hefst fundur að nýju og flytur þá sr. Bjarni Jónsson erindi er hann nefnir: „Tveir ritningarstaðir". sölu, séu vandaðir og vel unnir, þar eð vöruvöndun er besta trygging fyrir sölumöguleikum. Sakir sivaxandi örðugleika á innflutningsvarningi til heimil- isþarfa, sem að klæðnaði og rúmfatnaði lýtur, hafa kvenfé- lög landsins beitt sér fyrir þvi enn meir en nokkru sinni áður, að heimilin vinni sem allra mest sjálf og hefir það verið þeim mikill styrkur, að geta snúið sér til Heimilisiðnaðarfé- lags íslands um útvegun á á- höldum og efni til vefnaðar. Er Kvenfélagasamband íslands þakklátt gjaldeyris- og innflutn- ingsnefnd fyrir þann sldlning er hún hefir sýnt málum vor- um. Þar sem örðugleikar fara síst minkandi, er oss brýn þörf á að fá öllu rífari innflutning eftirleiðis en hingað til, og beinum því til nefndarinnar ósk vorri um, að jafnframt því sem hún veitir innflutningsleyfi, stuðli hún að þvi, að nauðsyn- legur erlendur gjaldeyrir verði fáanlegur, svo að viðskiftin verði • greiðlega rekin. IV. 4. Landsþing K. í. þakkar frú Ónnu Ásmundsdóttur fyrir til- raunir þær, sem hún hefir gert, til þess að afla íslenskum heim- ilisiðnaði markaði erlendis, — skorar fundurinn á ríkisstjórn- ina að gefa þessu gaum og slyrkja þessa viðleitni. V. 4. Landsþing K. 1., sem haldið var dagana 11.—16 júni 1938, leyfir sér að beina því til háttvirtrar fræðslumálastjórnar íslands, að hún hlutist til um það, að við húsmæðra- og kvennaskóla landsins verði tek- in upp kensla um likamlega meðferð ungbarna og kend helstu atriði uppeldisfræðinnar. Ennfremur að við héraðsskól- ana verði flutt erindi um upp- eldismál. VI. 4. Landsþing K. 1. ályktar að hefja nú þegar f jársöfnun með.. al kvenna um land alt, í þvi skyni að heiðra minningu frú Elínar Briem Jónsson, t. d. með þvi að láta mála andlitsmynd af henni, er síðan verði geymd í væntanlegum húsmæðraskóla." Ragnhildur Pétursdóttir, fundarstjóri, forseti K. I. Laufey Vilhjálmsdóttir ritari. Svava Þorleifsdóttir, ritari. Fjáreigendur. . Breiðholtsgirðingin verö'ur smöl- uÖ um hádegi á morgun. Fjáreig- éndur verða að taka f é sitt og reka á afrétt. fréttír Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík n stig. Mestur hiti 12 stig, minstur 3 stig (Gríms- ey, Skálar á Langanesi). Mestur hiti í gær 13 stig, minstur í nótt 7 stig. Sólskin í gær 10,1 stund. — Yfirlit: Grunn lægð um 600 km. suöur áf Reykjanesi á hreyfingu NA-eftir. — Veðurútlit: Suðvest- urland: Austan kaldi. Úrkomulaust. Faxaflói, Breiðaf jörÖur, Vestfirðir, Norðurland: Hægviðri. Léttskýjað. Skipafregnir. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Goðafos er væntanlegur til Vést- mannaeyja um hádegiÖ á morgun, hingað annaS kveld. Brúarfoss kom að vestan og norðan í morgun. Dettifoss kemur til Grimsby í dag. Selfoss er á útleið. Höfnin. Skonnorta, sem hér hefir verið að lesta hrogn, fór í gær. Fertugsafmæli á í dag Jón Dalmansson gullsmið- ur, Vitastíg 20. Valsmenn og aðrir, er kynnu að eiga ógöll- uð Valsmerki (nælur), eru vinsam- legast beðnir að lána félaginu þau fram í næsta mánuð, að hin nýju merki koma. Þeir, sem gætu sint þessu, gjöri svo vel og afhendi merkin til Axels Þorbjörnssonar c/o H. Biering, Laugaveg 3, eða Hólmgeirs Jónsonar, Kiddabúð, Þórsgötu 14. Félag matvörukaupmanna fer skemtiferð í Skiðaskálann á laugardaginn kl. 4. Lagt verður af stað frá Steindóri. Félagsmenn á- mintir um að vitja farmiða til Sí- monar Jónssonar, Laugaveg 33. Nokkrir miðar óseldir. Synodusfyrirlestur í dómkirkjunni flytur síra Árni Sigurðsson, frikirkjuprestur, um andlegar framtiðarhorfur, kl. %y2 síðd. Allir velkomnir. Það skal tek- ið fram, að fyrirlestrinum verður ekki útvarpað. Knattspyrnufél. Víkingur 1. fl. æfing hjá A- og B-liði kl. 7l/2 í kvöld. U.M.F. Velvakandi fer gönguferð að Kleifarvatni og í Krýsuvík næstkomandi sunnudag. Uppl. hjá ferðanefnd félagsins. Ríkisskip. Súðin var á Isafirði í morgun. Esja fer í kveld kl. 8 til Glasgow. Næturlæknir. er í nótt, í stað Ofeigs Ófeigs- sonar, Grímur Magnússon, Hring- braut 202. Sími 3974. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.20 Hljóuiplötur: Frægir söngvarar. 19.50 Fréttir. 20.15 Ferðasaga: Gangandi norður Sprengisand (Jón Dan verslunar- maður). 20,45 Híjómplötur: a) Tónverk eftir Schubert. b) Sönglög. c) Harmonikulög. 22,00 Dagskrár- loK. Maðurinn minn og faðir okkar, Einar Einarsson, blikksmíöameistari, Laugavegi 53 A, andaðist að heimili sínu, fimtudaginn 23. þessa mánaðar. Sigríður Jónsdóttir og dætur^ Húsmæðm8! Munið ad panta strax í dagf Þér fáið betri vörur því fyr sem þér gerið pöntunina. Alikálfakjðt Nautakjöt af ungu, KÁLFAKJÖT, DILKAKJÖT, SALTKJÖT, HANGIKJÖT, DILKASVH), KARTÖFLUR, LAUKUR, TOMATAR, RABARBARI, lækkað verð og margt fleira. Verslunin GOÐALAND, Bjargarstig 16. — Sími 4960. Ný slátraö Nantakjðt Nýp Lax Nýreykt Sauðakjöt Kjöt og fiskmetisgerðin Grettisgötu 64. Síirti 2667. Fálkagötu 2. Sími 2668. Verkamannabústöðunum Sími 2373 Reykhúsið. Sími 4467. ¦BIIIBIHEEIESEI Tomatar 1 GURKUR, RABARBARI, PERSILLE, RADlSUR. s Köt & Fiskar i Símar 3828 og 4764. Fyrst til Silla & YaMa — Jar er firvaliB. LítiS inn. Engin töf. Eða bara hringja, sto kemnr |ai. (M aiiu Svínakjöt í ateik Oullascli Búrfell Laugavegi 48. Simi 1505. í matinn: Lax Nautakjöt DILKAKJÖT^ SALTKJÖT, HANGffiJÖT, KINDABJUGU, o. m. fl. Símar 1636 og 1834- lbligiB Borg 5285 (Fimmtíu og tveir átta fimm), — er símahúmeri'ð, ŒRZL wiímiAAuD>. NJÁLSGÖTU 106. Lax HANGIKJÖT- SVID. DILKARULLUPYLSUR. NtrðalsísMs Sími: 3007. ! Sykurverð læ Félag Matvörukaupmanna ákvad 22. þ,m< ad LÆKKA ve*ð á SYKRI í Melis steyttup 45 a i ) g — böggvinn 55 - - Stjórniiic-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.