Vísir - 29.06.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 29.06.1938, Blaðsíða 2
VISIR VlSIR DAGBLAÐ Útgefandí: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. „Glæsilegasía æskulýðsmótið“. C yrir liölega þremur árum 1 tóku Framsóknarmenn að vinna að undirbúningi æsku- lýðsfundar, sem þeir hugsuðu sér að kalla stofnfund sam- bands ungra framsóknar- manna. Voru það aðallega ung- ir samvinnuskólamenn, sem fengið höfðu feitar stöður hér í bænum, sem beittu sér fyrir móti þessu, en af svo miklum vanefnum var til þess stofnað og svo var vonleysið mikið um þátttöku ungra manna, að þess- ir forystumenn hér syðra heimiluðu öllum ungum mönn- um þátttöku í stofnfundinum, þótt þeir væru í engum félags- skap og mættu því sem ein- staklingar á þinginu, en ekki sem fulltrúar félagsskapar ungra Framsóknarmanna, sem er líka víðast hvar óþekt fyrir- brigði. é Undirtektirnar reyndust hins- vegar það daufar að forystu- mennirnir treystust ekki til að halda stofnfundinn, svo sæmi- legt gæti heitið, fyú en nú í vor er þeir hóuðu saman nokkurum ungum mönnum að Laugar- vatni og settu þar „sambands- þingið“, eftir þriggja ára undir- búning. Á þessari forsögu er það auð- sætt að hér hafa „Velvakandi og bræður hans“ ekki verið að verki, með þvi að svo hlálega vill til að þessir ungu menn verða að eins þátttakendur i auðnuleysisgöngu stjórnar- flokkanna í áttina niður á við, með því að „gullaldartímabil“ þeirra er löngu liðið og öllu gullinu sóað. Það má þó með sanni segja að þeir eru Iystugir þessir ungu framsóknarmenn og lifa enn þá í von um að eitthvert hálfnag- að bein kunni að verða að þeim rétt. Þeirra vitjunartími var ekki kominn þegar að rauða bylgjan flóði yflr landið og seskan fylkti sér sem óðast í fyjkingar kommúnistanna, en nú þegar æskan hefir eflst og dafnað í baráttunni gegn sið- spillingu núverandi valda- flokka, þá vakna þessir æsku- menn við vondan draum og hefjast lianda í baráttu gegn viðreisnaröflunum, sem leit- ast við að bjarga því, sem bjargað verður. Til þess að fá nokkura hug- mynd um framtíðarhorfur og starfsemi ungra framsóknar- nianna ætti það eitt að nægja að líta til skólanna. Þar hefir flokkaskiftingin verið sú — einkum í Iláskólanum, -—- að sjálfstæðismennirnir liafa fylkt sér í félagsskap lýðræðissinna og unnið á með iári hverju i baráttunni við , Framsókn, só- sialista og kommúnista, sem líka hafa haft hina svokölluðu „nasista“ sér við lilið í þeirri baráttUj sem háð hefir verið gegn lýðræðíssínnuni. I Háskólanum liafa verið nauðafáir framsóknarmenn siðustu árin. Þó hefir einn og einn stungið þar upp höfði, en þeirra hefir gœlt litið af því að þeir liafa undantekningarlítið verið illa gefnir og álirifalausir, enda hafðir að skopi. Þessir menn hafa liinsvegar fengið sin laun í feitum stöð- um er þeir hafa lokið náminu, og má þvi virða þeim nokkuð til vorkunnar, að þeir hneigð- ust vegna lítillar getu að þeim, sem sterkir eru og með völdin fara hverju sinni. Þessir gáfnalitlu menn verða hinsvegar aldrei máttarviðir þjóðarinnar og af þeim má einskis vænta þegar þeir eiga að fara að bjarga sér sjálf- ir. Þeir eru utangátta í þjóðfé- laginu og heyja eiginhags- munabaráttu sína í fullri fyrir- litningu alls almennings. Þeir minna lielst á negra- stnákana tíu, en þó frekast á þann, sem át yfir sig, og það mun mála sannast að sá óham- ingjusami negrastrákur verði táknmynd ungra framsóknar- manna, og hvern undrar þótt þeir fái strangar innantökur af síðustu hortægjum þessa þjak- aða þjóðfélags. í Háskólanum hefir Sjálf- stæðisflokkurinn átt fjölda af ungum og glæsilegum fulltrú- um, sem margir hverjir hafa þegar staðist eldraunina á liin- um opinbera vettvangi þjóð- málanna. Þessir menn liafa forsmáð bitlingapólitikina og kosið að heyja baráttu sína fyrir tilverunni óstuddir af valdhöfunum og jafnvel í full- um fjandskap þeirra. Á slíkum mönnum hlýtur framtíð islensku þjóðarinnar að hyggjast, nema því aðeins að læpumenskan skipi æðra sess en glæsimenskan, og eigin- liagsmunir einstaklinga séu settir skör hærra en alþjóðar- heill. Sfldveiðarnar Batnandi veður. Að þvi er Visir frétti i morg- un var veður batnandi, lygnara og minni sjór og hlýrra, en að undanförnu hefir verið hin mesta ótíð og síldveiðaskipin legið inni undangengin dægur. Ýms skip munu hafa farið út í nótt, en allur flotinn hýst til að halda út, strax og veður lægir, þannig að unt verði að stunda veiðarnar. Rætt nm afstoðn Oslo- ríkjanna tll þjóðabanúa- Iagsins. Utanríkismálaráðherrar allra Oslo-ríkjanna koma saman á fund í Kaupmannaliöfn 23. júli, að afstöðnum Norður- landa-ráðherrafundinum. Verð- ur þetta í fyrsta skifti, sem fram fer opinberlega pólitíslc samvinna milli hinna sjö ríkja, sem standa að Oslosamþykt- inni. Hingað til hefir samvinna þeirra snúist um viðskiftamál. Á fundinum 23. júlí verður rætt um afstöðu Oslo-ríkjanna til Þjóðabandalagsins. NPiP. — FB. — er stdrpolitískasta Landvarnardeilan málid í Bretlandi. Réttapransókn hefir verid fyrirskipud. Verða foi*ingjai* í flngliern— nm leiddip fyrir héppétt? EINKASKEYTI TIL VÍSIS London, í morgun. Breska herstjórnin er staðráðin í því að komast að raun um það hvaðan Duncan Sandey hafi fengið upplýsingar þær, um landvarnamálin, sem hann ræddi um í bréfi sínu til hermálaráðherra, en bréf þetta leiddi til þess, að dómsmálaráðherrann boðaði Duncan Sandey á sinn fund og kraf ðist þess, að hann gerði uppskátt hver heimildarmaður hans væri. Gerði Duncan Sandey hótanir dómsmálaráðherra um málsókn að umtalsefni á þingfundi og er mál þetta nú orðið deilumál svo mikið og svo um deilt, að það er talið hið stórpólitískasta mál í Bretlandi á síðari árum. Réttarrannsókn hefir verið fyrirskipuð og sannist það, að Duncan Sandy hafi fengið upplýsingar frá foringja í flughernum verður hlutaðeigandi foringi leiddur fyr- ir herrétt. Hermálaráðuneytið hefir fyrirskipað, að opinber rannsókn skuli þegar fara fram, til þess að komast að raun um undir hvaða kringumstæðum og hvernig hernaðarlegar upplýsingar (varðandi loftvarnir), sem átti að halda algerlega leyndum, hefði komist í hendur annara. Hore Belisha áformar að gefa nákvæma skýrslu um málið í neðri málstofunni á morgun. Það er nú fullyrt samkvæmt bestu heimildum, að Duncan Sandy skrifaði hermálaráðherranum og innihélt bréf hans tölur, er leiddu í ljós, að hann hafði komist yfir hernaðarleg leyndarmál. í bréfi sínu til Hore Belisha sagði Duncan Sandy, að ef hann neitaði, að satt væri, að tölur þær sem hann nefndi til sönnunar því, að Bretar hefði ekki nægar loftvarnabyssur, væri rangar, mundi hann leggja málið fyrir neðri málstofuna. United Press hefir fregnað, að Hore Belisha hafi tilkynt Chamberlain hvers efnis bréf Duncans Sandy var, áður en hann ræddi það við dómsmálaráðherr- ann, Somervell hershöfðingja, og bað hann að tala við Duncan Sandy. Chamberlain lýsti yfir því í neðri málstofunni í gær, að rannsóknarnefnd, skipuð tíu þingmönnum, yrði skipuð, til þess að rannsaka ákærur Sandy’s. Má af því marka, að þetta er talið stórmál, frá stjórn- málalegu sjónarmiði, sem getur haft víðtækar af- leiðingar. En auk þess, sem að framan getur, hefir hermálaráðuneytið fyrirskipað yfirheyrslur í hernum út af þessu máli. Sannist það á foringja í hernum, að hafa gefið Duncan Sandy upplýsing- arnar, verður hlutaðeigandi yfirforingi leiddur fyrir lierrétt. Liggur mjög þung refsing við því, að láta hernaðarleg leyndar- mál af hendi. United Press. Mussollni vill styrkja Chamberlain. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. . London, í morgun. ómaborgarfregnir til United Press greina frá því, að Perth Iávarður hafi að undanförnu átt langar viðræður við Ciano greifa, utanríkis- málaráðherra ítala, um Ioftárásirnar við Spán á bresk skip. Mun Perth lávarður hafa farið fram á það, að Mússólíni beitti aðstöðu sinni til þess, að loftárásunum á bresk skip við Spán verði hætt þegar í stað. Samkvæmt heimildum United Press vill Mússólíni verða Chamberlain að liði í þessu, til þess að koma í veg fyrir að andstæðingar Chamberlains fái þannig tækifæri til þess að að halda uppi stöðugum árásum á Chamberlain fyrir stefnu hans í Spánarmálunum, en undir því að Chamberlain haldi velli er komin framtíð bresk-ítalska sáttmálans, sem Mussolini Ieggur mikla áherslu á. Mussolini er sagður reiðubúinn að verða við óskum Chamberlains að verulegu leyti, en setur þó nokkur skilyrði, og leggur mesta áherslu á það, að annað hvort verði Franco veitt hernaðarréttindi eða Bretastjórn ábyrgist, að bresk skip flytji engin hergögn til Spánar. _ KAPPLIÐVALS talið frá vinstri til liægri: Guðmundur Sigurðsson, Þórarinn Þorkelsson, Jóhannes Bergsteinsson, Gisli Kærnested, Hrólfur Benediktsson, Hermann Hermansson, Sigurður Ólafsson, Björg- úlfur Baldursson, Ellert Sölvason, Murdo Mac Dougall og • Magnús Bergsteinsson. Iíappliðið í kvöld verður þannig skipað, að í liðinu vérður Frímann Helgason, Grímar Jónsson, Helgi Schöth og Egill Kristbjörnsson, en þeir eru ekki á þessari mynd. Sigriður Sigurjóusdóttir seg'ir frá Norræua bað- mótinn i Oslo. Tíðindamanni Vísis hafði horist til eijrna, að Sigríður Sig- urjónsdóttir, sundkennari, frá Álafossi, væri fgrir skömmu lieim komin, eftir að hafa tekið þátt í Norrænu ráðstefn- unni um böð (Noi'disk Badekongress). Getum vér íslend- ingar vafalaust haft hið mesta gagn af að kynnast reynslu annara þjóða, viðvíkjandi böðum, og fræðst af þeinx, og fengið margar góðar bendingar, ekki aðeins íþróttakennar- ar og íþróttamenn, heldur og allur almenningur. .Fór tíð- indamaðurinn því á fund ungf rúarinnar og bað hana að segja lesendum blaðsins lítið eitt frá ráðslefnunni. „Að eg var svo lánsöm, að komast á „Nordisk Badekon- gress“,“ sagði ungfrúin, „atvik- aðist þannig: „Eg fór utan um leið og fim- leikaflokkur Ármanns, og dvaldist í Osló dagana, sem 13. fimleikamót Norðurlanda stóð þar yfir. Kom eg þá í kynni við menn, sem stóðu fyrir þeá'su móti, og var þeirra meðal Ween framkvæmdarstjóri, en hann fór fram á það við mig, að eg yrði lengur í Osló og mætti á mótinu sem fulltrúi fyrir ísland. Þótti mér hvort- tveggja, ánægja og heiður að þessu boði og þá það með þökkum. „Mótið hófst hátíðlega með hljóðfæraslætti og ávarpi frá fulltrúum allra Norðurlanda. Þ. á. m. talaði Yilhjálmur Fin- sen, sendisveitarfulltrúi, fyrir Islands hönd, alveg prýðilega. Ólafur, konungsefni Norð- manna, var viðstaddur setn- ingu mótsins, og var hann verndari þess. Að ávörpum Ioknum var valinn fundar- stjóri, og varð einn frá hverju landi fyrir valinu. Mitt hlut- skifti varð að vera ritari. Þar næst hófust fyrirlestrar um ó- teljandi margt viðvíkjandi böðum og sundi, sólböðum, höðum sem heilsubæti o. s. frv. T. d. flutti einn fulltrúinn, frk. Larsen, hjúkrunarkona, þakkarávarp til líflryggingar- félagsins „Idun“ fyrir það, að það gaf nýlega 100.000 kr. til eflingar baðstofu-baða í sveit- um. Gera líftryggingafélögin í Noregi. mikið að þvi, að gefa fé til eflingar almennra heilsu- bóta, og eru þá -böð, sund og iþróttir efst á blaði. Fyrirleslr- anir fjölluðu um böð alt frá fornöld til vorra daga. Einn fulltrúinn sagði við mig, að það væri enginn vandi fyrir okkur íslendinga að liafa böð- in i góðu lagi, þar sem vatn- ið kæmi sjóðandi upp úr jörð- unni, en okkur hér heima finst nú meira þurfa til en það. Fyrsti dagur mótsins endaði með því, að hæjarstjórn Osló hauð öllum til miðdegisverðar á Ingestrand, en það er sumar- haðstaður rétt utan við horg- ina. Fór þar fyrst fram sund- sýning, og sýndu bestu sund- menn Noregs listir sínar. Svo var miðdegisverður og ræðu- liöld og dansað á eftir fram eftir kveldi. Annar dagur mótsins var með svipuðu fjTÍrkomulagi, nema að nú var meira slarf- að, og að dagsverki loknu var oklcur boðið í ferðalag á skip- inu „Kong Haakon“ út á Oslo- fjörð, til þess að sjá alla bað- staði við fjörðinn, sem Oslo- horg á, en þeir ná yfir 5 km. svæði. Var þar margt markvert og skemtilegt að sjá. Að ferða- Iaginu loknu var okkur hoðið að sjá „Oslo trygde“. Er það afar stór og fögur bygging. Þar næst var skoðað „Torvgatens Frh. á 4. bls.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.