Vísir - 30.06.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 30.06.1938, Blaðsíða 2
VlSIR •*¦ ÐAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (GengiS inn frá Ingólfsstræti). Símat: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Grátt ofan á svart! |j AÐ hefir nú vitnast, að við- talið við Jóhann Jósefsson, sem sagt) var frá í dönskum út- varpsfregnum á dögunum, hefir upphaflega birst í færeysku blaði en ekki dönsku. Mishermi þetta er að vísu skiljanlegt, af því að það eru Danir, sem segja frá, en þeir telja, eins og kunnnugt er, Færeyinga danska og þá að sjálfsögðu færeysk blöð dönsk. Hinsvegar er það þá einnig skiljanlegt, að blað- inu, sem viðtalið birti, hafi get- að orðið það á, að gera meira úr þvi en fult tilefni var gefið til, hversu auðvelt það hlyti að vera fyrir danska forsætisráð- herrann, ef hann skorti ekki viljann til þess, að koma þvi til leiðar, að „kjör" Færeyinga, sem stunda fiskveiðar við Is- land, yrðu gerð „aðgengilegri" en þau eru nú. Færeyingum er það að sjálfsögðu mikið áhuga- mál, að kjör þeirra verði bætt í þessu efni, og þeir leggja því kapp á, að fá dönsk stjórnar- völd til þess að gera allt það, sem í þeirra valdi stendur, i því skyni. Þess vegna er það í raun- inni „mannlegt", þó að blaðið, sem viðtalið birti, hafi reynt að túlka það sem mest sínum mál- stað í hag að þessu leyti. Hitt er kunnugt, að það er eins og „komið sé við hjartað" i dönskum stjórnarvöldum, ef að því er vikið, að veita greið- ari aðgang að Grænlandi, hvort sem er til fiskveiða eða annars. Það var því ekki annars að vænta, en að Stauning mundi bregðast ekki sem best við því, að nokkur kaup yrðu gerð við Islendinga á þeim grundvelB, jafnvel þó að það gæti orðið Færeyingum til hinna mestu hagsbóta. En þó að telja megi, að hann hafi verið til neyddur, að færa einhver rök fyrir því, hvers vegna Danir gætu ekki orðið við þörfum Færeyinga í þessu efni, ef því ætti að kaupa að „opna" Grænland fyrir ís- lendingum, þá hefir honum fat- ast hrapallega rökfimin, ef það er rétt, að hann hafi borið þvi við, að hann væri þess ekki um- kominn né nokkur annar aðili, að „blanda sér" þannig „inn í íslensk mál"!! En ef hann hefir látið sér þá firru um munn fara, að það sé að „blanda sér inn í" mál annarar þjóðar, að stofna til slíkra milliríkjasamn- inga, sém hér um ræðir, þá er það aðeins til marks um það, hve vanstiltir Danir geta verið, þegar Grænlandsmálin ber á góma. Það mundi nú vera talið „illa gert", af hinu islenska flokks- blaði Staunings, eða málgagni, að halda svo mjög á lofti þess- ari fljótfærnisfirru hans, sem það gerir, ef það væri ekki vit- að, að eingöngu er um að kehna fáfræði þess og heimsku, en ekki því, að það vilji gera þess- um mikilsmetna þjóðmálaskör- ungi og flokksleiðtoga hneisu. En þó að sú krafa sé gerð, að menn láti ekki sól ganga til við- ar yfir reiði sinni, þá stoðar það lítið, að krefjast slíks í sambandi við heimskuna. —; Heimskan rennur aldrei af heimskingjunum, hvað sem sól- arganginum líður. Og þó að það sé leitt að Alþýðublaðið skyldi ekki geta látið sér nægja að bírta þessa vitleysu, sem höfð er eftir danska forsætisráðherr- anum, og það sakar Vísi um að hafa „stungið undir stól", í einu blaði, þá getur það vitan- lega ekkert „gert að því", þó áð því hafi orðið það á, að birta hana tvivegis hvern daginn eft- ir annan, og leggja út af henni í all-löngu máli í „leiðara" sín- um síðari daginn. — En víst hefði Stauning mátt vera þvi þakklátari, ef það hefði aldrei birt hana, og stungið henni al- gerlega undir stól, eins og Vísir. hvetar Oii til að iijiija II Að því er Nationaltidende frá 17. júní s. 1. herma hefir Gunn- ar Gunnarsson skáld flutt er- indi á háskólanámskeiði íhalds- manna í Hindsgavl um ísland nútímans. Lýsti hann þeim framförum, sem orðið hafa héi i landi síðustu 20 árin og skýrði frá framtíðarmöguleikum landsins. Skáldið skýrði frá þvi að jarðhitinn hér á landi yki mjög á skilyrði Iandbúnaðarins, og ef fiskimiðin væru notfærð til hlítar, myndi ísland geta talist með auðugustu löndum Evrópu, en þó því að eins að Island fái aukið f jármagn til að hagnýta sér þessi gæði. ísland nútímans er svo strjáb bygt að það þarfnast inn- flutnings fólks einkanlega Dana, sem fá hér skilyrði til að hagnýta sér landbúnaðar- kunnáttu sína. Island er ekki lakara Iand en Venezuela. Útíð nyríra ftamlar sílflvelSni" Fréttaritari Vísis á Siglufirði símar blaðinu í morgun, að engin skip hafi komið þangað inn með síld síðastliðinn sólar- hring, enda háfi þau skip, sem látið hafa úr höfn, ekki getað athafnað sig vegna óveðurs. Kuldatíð er nú mikil nyrðra. Snjóað hefir niður í miðjar hlíðar og í morgun var hiti á Siglufirði 1 stig, en stormur er úti fyrir firðinum. E.s. Katla er komin'til Siglu- fjarðar með fullfermi af tunn- um og salti til síldarsaltenda á staðnum. Er þetta fyrsti tunnu- farmur, sem berst á þessu vori til Siglufjarðar, en nokkurar tunnubirgðir hafa verið fyrir- liggjandi þar á staðnum, sum- part afgangar frá fyrra ári, og sumpart framleiðsla tunnu- verksmiðjanna á Siglufirði og á Akureyri, en báðar þessar verk- smiðjur hafa starfað nokkuð síðastliðinn vetur. Vegna þeirrar kuldatíðar, sem nú er nyrðra hefir dregið mjög úr grassprettu og érU menn alment kvíðandi fyrir erfiðri afkomu á sumrinu. Daily Herald spáfr falli stjðrnar- innar er málið veröor tekið til uraræöu I þingmu. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Við hinar mikilvægu umræður, sem fram fara í neðri málstofunni í dag, um landvarnamálin, er búist við, að margt muni í Ijós koma, er veki f ádæma athygli. Undir umræðunum munu verða lesin upp mikilvæg bréf, sem fullyrt er, að muni varpa nýju ljósi á málið, og ef til vill mun það, sem þannig fæst vitneskja um í dag, leiða til þess að enn alvarlegri deilur komi upp með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. I þessu sambandi er vert að taka til athugunar, að þrátt fyrir sterka meirihlutaaðstöðu á þingi til þessa, hefir Chamberlainstjórnin átt og á enn við að búa stöð- ugar árásir andstæðinganna fyrir stefnu sína í Spánar- málunum, og stendur hún því veikari fyrir, þar sem ný, alvarleg deilumál, er kunna að verða gerð að árásarefni á hana, standa fyrir dyrum. Auk þess bólar á megnri óánægju meðal margra stuðningsmanna stjórnarinnar yfir stefnu Chamberlains. Höfuðandstæðingar stjórnar- innar, socialistar, líta þeim aug- um á, að hér sé stórkostlegt Ojg alvar- legt mál á ferðinni, varðandi öryggi landsins, sem menn verði að líta enn alvarlegri augum á en ella, þar sem í sambandi við þetta mál hafi einnig risið upp deilur um réttindi þau og friðkelgi, sem stjórnarskráin veitir þing- mönnum. Blað socialista, Daily Her- ald, spáir því hiklaust, að ein- hverjir ráðherranna í stjórn Chamberlains neyðist til þess að biðjast lausnar, en af því mundi leiða, að það mundi grafa undan sterkustu stoð- um Chamberlain-stjórnar- innar og tefla hemú í mikla hættu. Á ráðherrafundinum í g"SBr var samþykt, að stjórnin öll tæki á sig ábyrgð af því, sem einstakir ráðherrar hafa gert í þessum málum, en þar af leið- andi stendur stjórnin sameinuð gegn, öllum árásum i neðri mál- stofunni i dag. Mun hún gera málið að fráfararatriði og standa eða falla á því.. Hversu alvarlegt mál þetta er má marka af því, að Chamber- lain hefir ákveðið að tilkynna í dag, að í þingnefndina, sem á að rannsaka málið, verði bætt mönnum, svo að í henni eígJ sæti 14 menn, af öllum flokk- um. Stuðningsmenn stjórnarinn- ar gera sér vonir um, að árang- urinn af umræðunum i neðri málstofunni í dag verði sá, að stjórnin sigri glæsilega og þjóðinni verði bjargað frá þeim voða, sem af því kynni að leiða, að svæsnum deilum yrði haldið uppi um þefta mál, sem varðar öryggi þjóðarinnar og alls Bretaveldis. Stuðningsmenn stjórnarinnar segja, að hér sé um svo mikilvægt þjóðmál að ræða, þ. e. landvarnirnar, a?J á það béri eingöngu að líta, hvernig megi leysa það, svö að þjóðinni sé mest öryggi f. Hinsvegar dylst ekki, að æs- ingar eru orðnar svo miklaf í sambandi við þetta mál, að erf- itt mun reynast að ná vinsam- legu samkomulagi milli flokk- anna. Sennilega er ógerlegt að ná samkomulagi. Æsingar og persónulegar illdeilur fara vaX- andi. United Press. Vatnsflód valda miklu tjóni i Japan. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í mörgun. Mikil flóð hafa örðið í Japan, einkanlega í grend við Tokio. Þar í borg hefir hálf miljón manna neyðst til þéss að flýja heimili sín. Um 150.000 hús eru umflotin vatni. Mikið manntjón hefir orðið af völdum flóðanna, a. m. k. um 100 manna hafa druknað, en f jölda margra er saknað. Flóðin hafa gert mikinn usla víða um landið. Undanfarna daga hafa verið gífurlegar úrkomu i Japan og í gærkveldi kom landskjálfti og hvirfilvindur. Víða varð tjón af jarðhruni,. járnbrautarteinar huldust aur og grjóti sumstað- ar, en skolaði burt i flóðum á öðrum stöðum. Miklar skemd- ir urðu á simalínum og vegum. United Press. 1 RANNSÓKNARBETTINUM. Á efri myndinni sést, er ákærandi hins opinbera spyr Mme. Becker spjörunum úr. Á neðri myndinni: Mme. Becker fyrir rétti og verjandi hennar., MorOmálið í vekep atbygli um alla álfuna. — Hin ákærða, MaFie Beckep, e* s5k-» ud um að Itafa mypt 11 maims. Mme Marie Becker, 59 ára gömul ekkja, sem um skeið rar hjúkrunarkona, er sökuð um að hafa myrt ellefu manns á eitri. 1 dag var hún Ieidd fyrir rétt i Liege og svaraði rólega o$ hljómlausri röddu spurningum dómarans, Fettweis, um líferni hennar, elshuga Og fleira. Mme Becker er sökuð um að hafa drepið sjtiklinga á eitri eftir að hafa Iánað fé af þeim eða fengið þá til þess að arf- leiða sig að eignum sínum. Fé þvi, er hún komst yfir, eyddi hún í bílífi með friðli sínum, Hody að nafni, og voru þau títt saman á næturgildaskálum og slíkum stöðum. Beckweis dómari sagði við Mme Becker, sem er kona smá- vaxin og heldur ófríð, en hún var að þessu sinni grænklædd með snotran, lítinn, svartan hatt, að því væri haldið fram, að Hody hefði verið blásnauð- ur, er þau fóru að búa saman. Þar næst var lesin upp ákæra, 49 síður, þar sem m. a. stóð, að Mme. Becker hefði lifað heið- arlega, og komið vel fram þar til árið 1932, er hún fór að venja komur sínar á vínstofur og danssali með ungum mönn- um. Gjaldþrot. Þetta iár dó maður hennar, sem var húsgagnameistari. Hún reyndi að reka verksmiðju hans áfram, en varð gjaldþrota. Þá fór hún að starfrækja hatta- verslun, en ekki gekk það betur. Þá fór hún að starfa að hjúkrunarstörfum og árin 1933—1936 dóu 11 sjúklingar, sem hún hafði undir höndum. Á þessum tíma keypti hún 1£ glös af „digitalin", Iyfi, sem er unnið úr jurtum og notað til þess að örva hjartslátt, en þajfí má að eins nota mjög htið *f þvi — sé gef ið of mikið af þvi er það banvænt eitur. Arið 1933 varð Mme. Beckear einkaritari aldraðs mann», Lambert Beyer, sem var vel> auðugur. I nóvember 1934 d|5 hann „í örmum hennar". Auð- æfi hans voru öll horfin. Kona að nafni Julia Bosse vissi hvað orðið var af fénu, en hún dji skyndilega í næsta marsmánuífi. Mme Becker neitaði harðlega öllu, sem á hana var borijf. Béttarhöldum var því næst frestað mánaðartíma. (Daily Express og United Press). ftefja stör- felð viðskifti yíS Spán. Khöfn 29. júní. FÚ. Við þingslit í stórþinginu norska gaf Madsen, verslunar- málaráðherra þær upplýsingar, að fyrir dyrum stæðu mikil við- skifti við Spán, sem gerðu það mögulegt, að lágmarksverð á norskum fiski héldist óbreytt. Ráðherrann sagði ekkert um það, við hvorn styrjaldar-aðil- ann á Spáni þessi viðskifti yrðu gerð. Á síðasta ári jókst fisk- útflutningur Norðmanna til Spánar um 15 af hundraði. Ráð- herrann lýsti sig mótfallinn þvi að togaraveiðar við Noreg yrðu gefnar frjálsar. Foringi vinstri manna, Mowinckel, var því aft- ur á móti meðmæltur. aðeins Loftup.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.