Vísir - 04.07.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 04.07.1938, Blaðsíða 2
y isir VfSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (GengiS inn frá Ingólfsstræti). Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Utanveltu. Iléðinn Valdimarsson liefir nú ^ um nokkurt skeið gefið út blað, sem hann tileinkar „A1 þýðuflokknum í Reykjavík“. En enginn veit, hverskonar fyr- irbrigði sá flokkur er. Að því er næst verður komist, hefir floklc- ur þessi aldrei verið stofnaður. Hann hefir enga stjórn kosið sér og enga stefnuskrá birt. Hann er því í rauniniú ekki til nema „á pappírnum“ og í ímyndun Héðins, Qg YÍð þlað flokksins munu fáir kannast, nema „af afspurn". Það „kemur út“ tvisvar í viku, á þriðjudög- um og föstudögum, að því er það sjálft segir. En það fer al veg „fyrir ofan garð og neðan“ í vitund almennings. Héðinn ætlar nú liinsvegar ekki þessum „flokki“ sínum að verða ellidauða. I rauninni var það aldrei ætlunin, að „tjalda“ honum miklu lengur en til einn- ar nætur“, eða svo. En í fyll- ingu tímans“, eða þegar jarð- vegurinn væri nægilega undir- búinn, átti að rísa upp af hon- um „Alþýðuflokkur íslands“, eða flokkur „allrar alþýðu“ á íslandi, sameinaðrar. I þeim flokki áttu að sameinast í bróð- urlegri einingu, allir flokkar sem helst tileinkuðu sér alþýð- Una í landinu, sjálfum sér til framdráttar, en ekki höfðu bor- ið gæfu til þess, sökum innbyi'ð- is illdeilna og hagsmunareip- dráttar, að hafa hennar eins mikið gagn og þeir vildu. En fyrir þennan fyrirhugaða flokk, sem á að taka við af „Alþýðu- flokki Reykjavíkur“, hefir Héð- inn látið semja bæði stefnuskrá, skipulagsskrá og starfsskrá, og hver veit livað margar skrár. Og allar þessar skrár hefir hann sent bæði Alþýðuflokknum og Kommúnistaflokknum og hann bíður nú óþreyjufullur eftir svari þeirra um það, hvort þeir muni geta fallist á þær sem alls- herjar sameiningarskrár allra alþýðuflokka í landinu. — En það virðist lielst svo sem enginn vilji við honum líta eða slcrám hans. Þrjár vikur eru liðnar síðan skrárnar voru sendar og ekk- ert svar hefir horist. En þó að blað Héðins segi að vísu, að þessi „dráttur“ á svörunum þurfi ekki að vera ,,ills viti“, þá má hinsvegar lesa það á milli línanna, að því þyki „drátturinn“ vera orðinn nokk- uð langur. Og það segir, að „þeir vísu menn“, sem Iagst muni hafa „undir feld“, til þess að hugsa sem best ráð sitt, áður en þeir svari, muni hafa gott af því að heyra við og við „óminn af röddum fjöldans“, sem krefst þess, að þeir „hætti öllum deil- um og allri sundrung og taki að vinna sem einn maður fyrir það fólk, sem þeir telja sig full- trúa fyrir“. — Og nú tekst þetta blað Héðins, sem fáir vita að er til, það ,á herðar, að herg- mála „raddir fjöldans“ fyrir eyrum þessara „vísu manna“, sem það gefur í skyn að muni vera að sofna undir feldum sínum í stað þess að hugsa ráð sitt af einlægni, búast við því að láta sér segjast og verða við kröfum „fjöldans“. Þess var nú ekki að vænta, að ráðamenn Alþýðuflokksins mundu bregðast bæði fljótt og vel víð áskorunum Héðins um að taka upp samvinnu við hann og kommúnísta, og varlegra væri honum að vera við því bú- inn, að biðin geti orðið löng eftir svarinu frá þeim. Og óvist er, að kommúnistar girnist það svo mjög, að binda hagga sína með Héðni einum, eftir ósigur hans í atkvæðagreiðslunni í Dagsbrún, jafnvel j>ó að hann sé nú tekinn að láta blað sitt flytja hinar svæsnustu skamm- ir um „breska olíuhringinn“, sem hann tekur Iaun sín hjá. Ef til vill má hann því einnig biða svarsins frá þeim enn um stund, og svo kynni að fara að lokúrri, að hann fengi hvergi inni og yrði algerlega „utan- veltu“ i stjórnmálunum. Tnr sitir verii íyrír Srifreið. Önnur meidist ail- ii.... m hættulega. Bifreiðarslys varð í gærkveldi á Suðurlandsbraut skamt frá Múla. Urðu þar tvær stúlldir fyrir bifreið og meiddust báðar og voru fluttar á Landspítal- ann. Önnur þeirra, Guðrún Ás- laug Magnúsdóttir frá Dal, fékk að fara heim aftur, þegar að skoðun lokinni, en hin, Magnea Franzdóttir, frá Laugabóli, meiddist all-alvarlega og er enn á spítalanum. Tildrögin voru þessi: Stractisvagn á leið til bæjar- ins, hafði numið staðar réttu megin á brautinni, en á meðan fór bifreiðin R—452 inn eftir, og í þeim svifum gengu tvær stúlkur yfir brautina og urðu fyrir Iienni. Sáu þær ekki bíl- inn, né bílstjórinn þær, í tæka tíð. Bæj arbrnni. Stykkisliólmi 2. júlí. FÚ. Bæjarhúsin í Fagurey á Breiðafirði brunnu til grunna miðvikudaginn 29. f. m. Fátt fólk var heima og gat það ekki við neitt ráðið. Bruninn sást úr Stykkishólmi og fór vélbátur til Fagureyjar með nokkra menn, en eldurinn var þá orðinn svo magnaður að við ekkert varð ráðið. Innanstokksmunir björguð- ust að mestu. Eldsupptök eru ókunn. Bærinn var vátrygður fyrir 1500 krónur. Útiskemtun Knattspyrnufél. Haukar í Unaðs- dal í Hafnarfirði í gærdag tókst hið besta. Ársæll Pálsson gjaldkeri félagsins setti mótið. Þvinæst flutti Ben. G. Waage, forseti Í.S.Í. erindi um íþróttir. Þá var kept í hand- knattleik milli Hauka og Vals, og varð jafntefli 7: 7 mörk. Leikurinn var mjög fjorugur og skemtilegur. Þá las Ársæll Pálsson upp sögu. Veður var hið besta. Um kvöldið var dansað. DÍP DÍDI Ghiang* Kaisheh telur ad Kinverjar muni að lokum bera sigur ur býtum. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Japanir hafa að undanförnu Iagt mikla áherslu á að setja lið á land á bökkum Yangzte-árinnar, en Kínverjar hafa lagt tálmanagarða yfir fljótið til þess að aftra því, og haldið uppi skothríð á herskip Japana af fallbyssum, sem komið hafði verið fyrir á árbökkunum, eða varpað sprengikúlum á þau mr flugvélum. Hafa Kínverjar gert Japönum þarna marga skráveifu, en þó ekki tekist að aftra því, að þeir setti lið á land. Chiang Kai-shek hefir játað opinberlega, að örlaga- ríkasta tímabil Kínastyrjaldarinnar sé nú framundan, en lét jafnframt í Ijós þá skoðun, að Kínverjar myndi bera sigur úr býtum, því að þeir hefði nógan mannafla Og þekti betur landið og mundi það ráða úrslitum að lokum. Hafa Japanir nú eySiIagt, að því er símfregnir frá Shanghai herma, einn tálmanagarðinn og því komist lengra upp ána með herskip sín. Japanskt herlið hefir verið sett á land nálægt Pengtsen, milli Natang og Hukow. Kínverskt fótgöngulið hefir gert árás á lið það, sem sett hefir verið á land við Yangtze-fljót og er barist af mikilli heift. - a i Kínverjar hafa dregið að sér mikið lið nálægt Hukow og þar hafa þeir lagt nýjan tálmanagarð yfir ána, til þess að hindra herskip Japana að komast upp ána og ná Hukow á sitt vald. Yegna veðurs eru skilyrði óhentug sem stendur til hernaðar- legra aðgerða í stórum stíl, en Japanir gera sér þrátt fyrir það hinar bestu vonir og búast við, að þeim muni auðnast að taka Hukow herskildi innan tveggja sólarhringa. United Press. Vaxandi óeirðir í Palestina. Morð og hryðjuverk. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. Lóndon, í morgun. Fregnir frá Jerúsalem herma, að horfur séu hin- ar alvarlegustu út af vaxandi óeirðum og æs- ingum. Snemma í morgun var enn eitt hermd- arverk unnið, og óttast menn mjög afleiðingar þess. Var varpað sprengikúlu á strætisvagn sem Arabar ein- göngu voru í. Gerðist þetta í miðri Jerúsalemsborg og biðu þrír Arabar bana, en sjö særðust. Annari sprengi- kúlu til var varpað að arabiskum mönnum, en í það skiftið særðist að eins einn maður. Einnig voru tveir Arabar skotnir úr launsátri í Gyðingahverfinu. Biðu þeir báðir bana samstundis Talið er, að hér sé um hermdarverk að ræða af Gyð- inga hálfu og f yrir árásir Gyðinga á Araba, óttast menn mjög að þeir hyggi á hefndir á ný. Þá berast fregnir um það frá Jaffa, að tveir Arabar í þýskri járnbræðslustöð þar í borg hafi verið skotnir og sá þriðji hafi særst. - Enn voru tveir Arabar drepnir í miðhluta Jaffa, en fjórir særðust. Hafa bresk stjórnarvöld hinar mestu áhyggjur af þessum atburðum og er sýnt, að grípa þarf til víðtækra ráðstafana, til þess að koma í veg fyrir stór- um aukin hryðjuverk. United Press. MILWAUKEE. Fyrsta skemtifepdaskipid kom í morgun. Alls koma hingað í sumar 16 skemtiferðaskip. Fyi’sta erlenda skemtiskipið kom hingað í morgun. Það lieitir „Mihvaukee“ og er eign Hamburg-Ameríku-línunnar. — Farþegar eru um 350, aðallega Þjóðverjar. Meginliluti farþeg- anna fór héðan í morgun í skemtiferð til Þingvalla og Grýtu. Skipið er 20 þús. smál. að stærð. Á miðvikudaginn kemur liingað liollenska skipið „Rott- erdam“ með farþega frá New York og á fimtudaginn verða hér tvö skip, „Kungsholm“ frá sænsk-ameríska skipafélaginu og „Reliance“ frá Hamburg- Amerika skipafélaginu. Bæði þessi skip koma frá New York með ameríska farþega. „Kungs- holm“ er með 477 farþega og hitt skipið eitthvað svipað. Á sunnudaginn kemur hingað „Franconia", einnig frá New York. Þau skip, sem síðar koma, eru þessi: 13. júlí, Arandora Star frá Englandi. 18. júlí, Patria frá Þýskalandi. 20. júli, Berlin frá Þýskalandi. 22. júlí, Milwaukee frá Þýskalandi. 22. júlí. General v. Steuben, Þýskalandi. 25. júlí, Colombia frá Hollandi. 27. júlí, Atlantis frá Englandi. 28. júli, St. Louis frá Þýskalandi. 30. júlí, De Grasse frá Frakklandi. 4. ágúst, Yice-Roy of India frá Englandi. 12. ágúst, Reliance frá Þýskalandi. Alls koma liingað í sumar 16 skemtiferðaskip. Af þessum skipum annast Ferðaskrifstofa ríkisins um afgreiðslu á einu skipi að eins, General v. Steu- ben. Hin skipin eru afgreidd af Ferðafélaginu Hekla, Geir H. Zoága og K. K. Tliomsen. Skemtunin ad Fidi í gær. Skemtunin að Eiði í gær var hin ágætasta, og þótt svo liti út um tíma, að gera myndi rigningu, breyttist veðrið og var glaðasólskin seinni hluta dags- ins. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt stóð fyrir skemtun þessari, og sá um skemtiatriðin 'öll. Yar skemtunin sett kl. 3 síðd. af ungfrú Guðhjörgu Bjarnadótt- ur, en til máls tóku frú Guðrún Guðlaugsdóttir, frú Martha Ind- riðadóttir og ungfrú María Maack, en Jóhanna Guðlaugs- dóttir las upp kvæði, er hún liafði orkt í tilefni dagsins. Ræður þessar voru stuttar og kjarngóðar, og var þeim lokið um kl. 3%* en leikfimi Noregs- fara Áxmanns átti að hefjast kl. liðlega 4. í lxléi því, sem varð þarna i millum, skemti ungur Heimdellingur með munnhörþuleik, Richard Run- ólfsson að nafni, og lék hann við ágætustu undirtektir allra viðstaddra. Leikfimissýningin tókst ágæt- lega, en einkum vöktu jafnvæg- isæfingar á slá rnikla athygli, þótt leikfimin tækist öll vel að öðru leyti. Illaut flokkurinn og hver einstakur þátttakandi lófa- klapp, og átti sá maðurinn, sem æft hefir floldrinn, ekki sístan liluta af því, en það er hinn ágæti íþróttakennari Jón Þor- steinsson. Kl, 6 liófst dans á palli og stóð sú skemtun til lcvölds, en aðal- atriðið var þó liitt, að menn nutu veðurblíðunnar og útilofts- ins í rikum mæli, enda notuðu margir tækifærið til að fá sér sjóbað. Má fullyrða, að allir liafi ver- ið ánægðir með daginn. aðeins LoftuR. Kappliöin í kveld. ÞJÓÐVERJAR Dómari: Guðjón Einarsson. ÍSLENDINGAR Jón Sigurðsson og Frímann tjáð, en í þeiiTa stað korna þá munu að líkindum ckki gela Magnús og Ólafur Þ. leikið með, að því er Vísi er

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.