Vísir - 09.07.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 09.07.1938, Blaðsíða 2
V I S I R Nýjar deilnr eru Itaia og Breta. Gremja ítala fer vaxandi út af drætti á framkvæmd bresk-ítalska sáttmálans. — Chamberlain neitar tilslök- unum að því er Spánarákvæði sáttmálans snertir. — Mússólíni. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Gremja ítala út af því, að bresk-ítalski sáttmálinn er enn ekki kominn til framkvæmda, fer ört vaxandi. Horfir svo, að þetta kunni að leiða til þess, að nýjar, alvar- legar deilur milli Breta og ítala sé á uppsiglingu. Eins og kunnugt er varð samkomulag um það milli samn- ingsaðila, að samningurinn skyldi ekki ganga í gildi fyrr en fullnægt hefði verið vissum skilyrðum. Þannig fengu Bretar því fullnægt, að ítalir féllust á að flytja sjálfboðaliða sína á Spáni heim, áður framkvæmd á samningnum hæfist. ítölsku blöðin eru farin að ræða þetta mál, í allgremjulegum tón, og bera skrif blaðanna mikilli óþolinmæði vitni yfir drætt- inum, sem orðið hefir á þessu. Halda þau því fram, að ítalir eigi enga sök á því, að styrjöldin á Spáni hefir staðið svo lengi sem raun ber vitni og hafi ítalir staðið við allar skuldbindingar, sem þeir undirgengust. I ritstjórnargrein í Times í dag er lögð mikil áhersla á það, að Chamberlain gerði það að einu höfuðskilyrði, að Spánardeilan yrði leyst áður en samningurinn kæmi til framkvæmda. Hafi hann gefið neðri málstofunni ákveðin Ioforð í þessu efni, sem hann geti ekki afturkallað, en hinsvegar gefur blaðið í skyn, að breska stjórnin kynni að sýna ítölum þá velvild, að leggja þann skilning í samn- ingsákvæðin um Spán, að réttmætt væri að tiltaka lág- markstölu þeirra sjálfboðaliða á Spáni frá báðum aðilum, er flytja skyldi á brott, til þess að samningarnir gæti kom- ið fyr til framkvæmda. Að því er United Press hefir fregnað, mun Chamberlain held- ur vilja horfa upp á það, að samkomulagið fari algerlega út um þúfur, heldur en taka aftur þau loforð sem hann hefir gefið neðri málstofunni hér að lútandi. United Press. á uppsiglingu milli Frá Skátamótinu á Þingvöllum. Pað helsta í clag: Þingvellir skoðaðir — Hellarnir — Gjárnar — Lífið tekið rólega. — Koma skátanna frá Reijkjavík. — Fagn- aðarfundir. — Varðeldur. Dagurinn í gær var hinn unaðslegasti og varð ekkert til að skyggja á sólina, hvorki bókstaflega eða í óeiginlegri merkingu. íslendigar sigruðu Englendinga í knattspyrnunni með 7 mörkum gegn 2, enda höfðu landar stærri hóp úr að velja. — VÍSIB DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Æskan og framtíðin. k LLIR þeir, sem láta sig “ miklu varða framtíð lands og þjóðar, fagna yfir því, að þess sér nú nokkurn vott, að málefnum æskulýðsins verði sint meira en verið hefir. Fjölda margir unglingar, piltar og stúlkur, sem notið hafa nokkurrar mentunar, búa við iðjuleysi, sem smám saman liefir óholl áhrif — spillir góðum efnivið. Framtíð þjóðarinnar krefst þess, að komið sé í veg fyrir það. Tápmikil æska þarf verk- efni. Fái liún að beita áhuga sínum og starfsorku, mun vel fara. Það er höfuðatriði, að hin upprennandi kynslóð verði fyrir hollum áhrifum, auðgist að starfsþrá og starfsgleði og sönnum metnaði. Fyrr á tímum var sá hugs- unarháttur rótgrónari með þjóðinni en nú er torðið, að stefna að því marlci að ná efna- legu sjálfstæði. Þess vegna var sparsemi ástunduð og nýtni. Menn áttu þann metnað til að bera, að vilja bjargast upp á eigin spýtur. Það var ein sterk- asta stoðin undir framtíðarör- yggi þeirra — en undir því, að slíkur hugsunarháttur sé rikj- andi, er framtíð þjóðarinnar og sjálfstæði komið. Tímarnir hafa breyst. Ótal erfiðleika hinna gömlu tíma þekkjum vér ekki. Nýir erfið- leikar hafa komið til sögunn- ar, en jafnframt bætt skilyrði, ný tækifæri til þess að kom- ast áfrara —»fyrir þá, sera eiga táp og hafa sannan metnað til að bera. En þó má með rökum halda því fram, að nú á tímum sé æskulýðnum hættara við að lenda á villigötum en áður var. Það ætti þó að eins að vera aukin hvatning til þess að beina honum á réttar brautir. Verkefnin eru ærin í lítt numdu landi voru — tækifær- in mörg til að koma sér áfram, ef æskan fær rétta leiðsögn og er búin undir að takast á hendur þau margvíslegu störf, sem vinna þarf. Metnaðurinn, starfsþráin, sem liggur til grundvallar fyr- ir því, sem einstaklingurinn afrekar, kemur ekki aðeins lionum sjálfum, heldur og þjóðinni allri að gagni. Starf- söm, sparsöm, nýtin þjóð skap- ar landi sinu örugga framtíð. Þetta skilja menn æ betur með ýmsum þjóðum — og þess vegna er lögð áhersla á það, að kraftar æskulýðsins fái notið sín við nám og störf, honum sjálfum og landi lians til blessunar. Með stofnun vinnuskólanna er lagður grundvöllur að slíkri starfsemi liér á landi. Sú þjóð, sem á starfsglaðan, tápmikinn, framgjarnan og þjóðrækinn æskulýð getur liorft djarft fram í tímann. Slys í Lands*» smiðjunni árdegls í dag. KI. 10'/2 árdegis í dag varð slys í Landsmiðjunni. Varð einn starfsmannanna, Einár Bjarna- son verkstjóri, fyxir nokkurum meiðslum, þó ekki hættulegum. Hann var að vinna með log- suðutækjum að viðgerð á stál- tunnu, sem spiritus hafði verið í. Varð sprenging, sem liefir or- salcast af því, að loftið í tunn- unni hefir lxitnað og þanist út, og hentist önnur laggagjörðin af tunnunni, en botninn rifnaði frá, en fór þó ekki alveg úr. Einar var þegar fluttur á Landspítalann. Hafði hann fengið snert af heilahristing, á- verka á augabrún og blóðnasir. Meiðslin eru eldíi talin hættuleg. Reykvískir iþröttamenn kveðja Svfana. Á morgun áður en Allsherjar- mótið liefst kl. 2, munu Sví- arnir halda kveðjusýningu sína á Iþróttavellinum. Munu þeir áður ganga fylktu liði suður á íþróttavöll, eins og venjulega,og íslenskir flokkar í fylkingunni með þeim. Skrúðgangan hefst um kl. 1% frá Iþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar og ganga þessir flokkar með Sviunuip '• Noregs- farar Ármanns, Stúlknaflokkur I, R. og drengjaflokkur Ár- manns. Hefst Allsherjarmótið á kveðjusýningu Svíanna, en síð- an liefjast íþróttakepnimar. En á milli íþróttanna munu dreng- irnir úr Ármanni sýna fimleika sína. Eiai■■ Skemtnn ð morgnn. ref' > ;•• • -*r~i' Skemtunin á Eiði hefst kl. 3 e. h., eins og venjulega. Aðal- skemtiatriði verða: ræður, glím- ur, dans, Skemtistaðamefndin undir- býr skemtunina. Eins og kunnugt er, eru flutn- ingar að Eiði frjálsir. Mönnum er því óhætt að snúa sér til bíl- slöðvanna. — Ennfremur verða bátar í förum. Allar venjulegar veitingar verða á staðnum. Skemtistaðamefndin er í þann veginn að ráða ungan og efnilegan sund- og iþróttakenn- ara til þess að hafa eftirlit með skemtistaðnum i sumar. Hann mun hafa eftirlit með fólki, sem er í sjóböðum á Eiði, og undir- húa og koma af stað ýmsum skemtiatriðum. Siglufirði í morgun. Til ríkisverksmiðjanna komu í morgun og í nólt: Haraldur með 200 mál. Freyja ísaf. 100. Óðinn og Ófeigur 250. Hannes og Herjólfur 250. Eggert 150. Hrefna 70. Már 130. — I morg- un er sæmilégt veiðiveður, en sama og engin síld síðast þegar fréttist. Þráinn. ÚTVARPSVIÐTAL VIÐ GUÐJÓN SAMÚELSSON PRÓFESSOR. Kaupmannahafnarblöðin Po litiken og Socialdemokraten birta greinir um útvarpsviðtal danska útvarpsins við Guðjón Samúelsson, prófessor, og leggja blöðin sérstaka álierslu á, að fróðlegt hafi verið að fá upplýsingar um Háskólabygg- inguna, sem verið er að reisa í Reykjavík, þjóðleildiúsbygg- inguna og notkun hverahitans á íslandi. — FÚ. SÍLDARMJÖLS- FRAMLEIÐSLA NORÐMANNA Frá Stafangri er símað, að öll ársframleiðslan af síldar- mjöli, um 100 þús. sekkir, sé seld. Söluverðið nam samtals 2.3 milj. króna. Mestur hluti síldarmjölsins var seldur til Þýskalands fyrir um 20 kr. sekkurinn. STEFNA JAFNAÐARMANNA OF ÓÁKVEÐIN, SEGIR MOWINCKEL. Vegna yfirlýsingar Nygárds- vold, forsætisráðherra Noregs, um að jafnaðarmannaflokkur- inn kynni að leita samvinnu við aðra flolcka en bænda- flokkinn, hefir Mowincel, for- maður vinstri flokksins, lýst yfir því, að sá flokkur geti ekki hugsað til samvinnu við jafnaðarmenn, þar sem stefna þeirra sé of óákveðin. (FÚ.). í gær sendi Lundegaard, verkstjóri lijá Sirius, skátunum súkkulaði, svo það var súkku- laði, sem þeir fengu með kök- unum frá Petersen. Reipdráttur var háður milli Dana og Fálka frá Akureyri. Sigruðu Fálkar í öll sldftin (þrisvar). I gær var bráðskemtilegur varðeldur. M. a. fór þar fram kappát á nokkuð sérstakan hátt og reipdi'áttur milli tveggja feit- ustu þáttakenda mótsins. Þótti það furðu sæta, að reipíð slcyldi ekki slitna við fyrstu átökin Reipdrættinum lauk svo að báðir töpuðu. I dag verður aðaláherslan lögð á að kynna skátunum Þingvelli nákvæmlega. Var far- BcBíar fréfiír Messur á morgun. 1 dómkirkjunni kl. 11: Sr. Garð- ar Svavarsson. 1 fríkirkjunni kl. 5: Sr. Árni SigurÖsson. í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2: Sr. Jón Auðuns. í Laugarnesskóla kl. 5 : Sr. Garð- ar Svavarsson. Helgidagslæknir: Jón G. Nikulásson, Freyjugötu 42, sími 3003. Veðrið í morgun. Hiti hér í morgun 14 stig (mest- ur á landinu), Horn 7, Siglunes 4, Grímsey 6 st. Minstur hiti 5 st. (Skálar á Langanesi). Mestur hiti hér í gær 16 st.,. minstur í nótt 7 st. Sólskin í gær 18,4 st. — Yfir- lit: Lægð fyrir suðaustan land á hægri hreyfingu norðaustur. Onnur fyrir suðvestan land á hreyfingu austur. — Veðurhorfur: Suðvestur- land: Stilt og bjart veður í dag, en þyknar upp með austanátt í nótt. Faxaflói: Norðan kalcíi í dag, en gengur í norðaustan eða austan átt í nótt. Bjartviðri. Norðurland: Norðan og norðaustan gola. Þoka víða í nótt, annars bjartviðri. Norð- austurland: Norðaustan gola eða- kaldi. Dálítil rigning. Skipafregnir. Gullfoss var á Dýrafirði í morg- un. Goðafoss er á leið til Leith frá Vestmannaeyjum. Brúarfoss fór frá Khöfn í morgun. Dettifoss koin frá útlöndum milli 9 og 10 í morgun. Lagarfoss er á leið til Austfjarða frá Leith og Selfoss á leið til til Vestmannaeyja frá Hull. Bílslys. í fyrrinótt fóru nokkrir hílstjór- ar upp að Baldurshaga, til að skemta sér, en þar eð þeir voru undir áhrifum víns, fengu þeir mann einn til að akæ fyrir sig. Var sá með, er venjulega ók bílnum. En um það leyti, er hinir vildu halda til bæjarins, urðu þeir þess varir, að bíllinn og ökumaðúrinn var horfinn. Fengu þeir þá annan til héðan ur bænum, og fundu á leið- inni til bæjarins R—904 og öku- þórinn utan vegarins. Maðurinn ið í hellana í morgun um 10 leytið,, en annars verða skátarn- ir dreifðir um alla vellina. En strax kl. um 3 fara skátarnir héðan úr bænurn að streyma austur og verða þar fagnaðar- fundir. í lcvöld verður svo varðeldur, sem sérstaklega mun til vand- að, sömuleiðis annað kvöld. Munu þá öll bestu atriðin úr hinum i'yrri varðeldum endur- tekin. Á morgun er „sá hinn stóri dagur“. Margir foreldrar eru sjálfsagt farnir að Iilakka til að sjá drengina sína fjöruga, hrausta •—• og kolbrúna. Má búast við miklum fóllts- fjölda á Þingvöllum á mogun. Síldveidarnap. SÍLDARTORFA VIÐ HORN. Siglufirði i gær. I dag var dágott veiðiveður norðanlands, en veiðilaust fyrir Norðurlandi. Nokkur skip hafa kastað en ekki fengið neitt svo teljandi sé. — í morgun sást síldartorfa við Horn en livarf jafnskjótt. Niu skip hafa land- að við síldarverksmiðjurnar á Siglufirði síðan í gær — sam- tals 2535 mál — alt veitt í fyrra- kveld í Húnaflóa. SLYS. Danskur maður, Nörregaard, sem vinnur við öldubrjótsgerð- ina á Siglufirði, lenti í morgun með hendina í vindu grjótflutn- ingsbátsins. Tók alveg; af liendr ina ofan við ölnlið. Hann var þegar fluttur í sjúkraliúsið og; líður nú eftir vonum. (FÚ). meiddist nokkuð og billinn skemd- isi. Yarðbáturinn Gautur kom í gær til Akureyrar með vél- bátinn Val frá Súðavík, er hann hitti annarlega á Húliaflóa með bil- aða vél. Báturinn hafði verið að dragnótaveiðum og var nýbúinn að kasta vörpunni, er vélin bilaði.. Hafði hann bæði vörpu og legufæri utanborðs og náði hvorugu upp í bátinn. — Varðbáturinn tók hvort tveggja upp og fór með bátinn til Akureyrar. — (F.Ú.). Póstferðir á morgun. Frá Reykjavík: Ljósafoss, Þrastalundur, Þingvellir, Laugar- vatn, Laxfoss til Borgarness. Bíl- póstur til Akureyrar. — Til Reykja- víkur: Ljósafoss, Þrastalundur, Laugarvatn, Þingvellir, bílpóstur Akureyri, Garðsauki, Vík, Fagra- nes frá Akranesi, Laxfoss frá Borg arnesi. Dr. Alexandrine frá Akur- eyri, Súðin austan um úr hringferð,. Nova norðan um frá Bergen, Gull- foss frá ísafirði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.