Vísir - 15.07.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 15.07.1938, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR ÐAGBLAÐ Útgcfandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgrciðsla: Hverfisgötu 12/ (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Sfmar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Örðugleikar og hlutdrægni. Elestir þykjast sjá fram á * vaxandi örðugleika með af- komu landsmanna, jafnvel þótt sildveiðarnar fari betur en nú horfir. Dýrtiðin fer vaxandi. Tollar og skattar hafa hækkað stórlega. Lánstraust þjóðarinn- ar erlendis er glatað. Vanskilin við útlönd fara hraðvaxandi. Gjaldeyrismálin eru i fullkom- inni óreiðu i höndum núverandi stjórnar, sem þó lætur ekkert færi ónotað til að syngja inn- flutningshöftunum lof. Það er fyrir löngu komið á daginn, að höftin eru gersamlega ómegnug að halda innflutningnum i sam- ræmi við gjaldeyrisástandið. Stjórnin ræður nú ekkert við hið mikla skipulagningarbákn, sem hún hefir sett af stað i gjaldeyris- og innflutningsmál- unum. Það er vaxið henni yfir höfuð og það er vel á vegi með að sigla i strand öllu viðskifta- og atvinnulífi þjóðarinnar. Þegar svona er komið, mundi hver einasti heilsteyptur stjórn- málamaður, sem metur meira alþjóðarheill en flokkshags- muni, viðurkenna gjaldþrot þeirrar fjármálastefnu, sem öllu er nú að koma í öngþveiti. Þeir menn sem til þessa haf a haldið þessari gjaldeyrisþrota- stefnu til streitu, mundu vaxa að manndómi, ef þeir hefðu hugrekki og drengskap til að viðurkenna mistök sin. Öllum getur missýnst. En þvi Iengur sem afglöpin halda áfram, þvi dýrari verða þau þjóðinni. Hver einasti athugull Fram- sóknarmaður, hlýtur að hafa komið auga á það, að innflutn- ingshöftin bjarga ekki þjóðinni. Það er öllum Ijóst. En hitt er einnig alþjóð ljóst, að sam- vinnufélögin tapa ekki á þeim. Þau hafa aldrei séð slík upp- gangs ár og hin þrjú siðustu, þau árin sem mest hefir verið hert á höftunum. Mörgum verð- ur á að spyrja hvort þetta sé ein aðalorsök þess að fram- sóknarstjórnin heldur dauða- haldi i haf taskipulagið, þótt það sé nú sýnilega að draga þjóð- ina að barmi gjaldþrots og f jár- bagslegrar niðurlægingar. Daglega heyrist um það rætt, að gjaldeyrir sé ófáanlegur í bönkunum og innflytjendur fái ekki að greiða nauðsynjavörur. Menn missa viðskiftasambönd sín vegna vanskila, sem stafar af gjaldeyrisskorti. En meðan þessu fer fram, er hér eitt fyrir- tæki, Samband ísl. samvinnu- félaga, sem getur greitt allar sínar vörur og þarf ekki að lenda í vanskilum, vegna þess að sambandinu er heimilað að nota sinn eigin gjaldeyri. Slík l'ríðindi hefir ekkert annað fyr- irtæki á Iandinu í neitt svipuð- um mæli. Sambandið notar ckki að eins sinn eigin gjaldeyri, sem inn kemur fyrir vörur félaganna, heldur kaupir það sjávarafurðir í stórum stíl, svo sem hrogn og harðfisk og not- ar gjaldeyrinn í sinar þarfir. Slíkur gjaldeyrir ætti þó ekki siður að koma öðrum að not- um. Það fer illa saman almenn- ir erfiðleikar og opinber hlut- drægni. Það er ekki lastandi þótt ein- hverjum takist að forðast van- skil erlendis, en það er gersam- íega óþolandi, að einu fyrirtæki sé gefin sérstök fríðindi með gjaldeyri meðan allir aðrir inn- flytjendur í landinu verða að lenda í stórkostlegum vanskil- um vegna gjaldeyrisskorts. Þess verður að krefjast, án nokkur- ar undantekningar, að sömu lög gildi fyrir alla í þessu landi. VÉR VILJUM EKKI LENG- UR ÞOLA NEINA HLUT- DRÆGNI. — VÉR HEIMTUM AÐ EITT SÉ LÁTID YFIR ALLA GANGA. Fjórir Islendinpar fara ííl Wembiey. Þ. 22. þ. m. fara f jórir fslend- ingar utan með Esju. Eru það faeir Jónas Halldórsson og Ingi Sveinsson sundmenn, Jón Páls- son þjálfari og Erlingur Páls- son yfirlögregluþjónn, er verð- ur fararstjóri. Tíðindamaður Visis hitti Er- Iing að máli í morgun og spurði hann um f örina. Sagðist honum svo frá: I haust sem leið fengum við boð um að taka þátt í Evrópu- sundmeistaramótinu, sem fer fram í Wembley í London þ. 6. —13. ágúst n. k. S. R. R. sem hafði málið til meðferðar, áleit að bestu sund- menn okkar hefði erindi þang- að og er nú svo komið, að á- kveðið hefir verið að Jónas tek- ur þátt í 400 m. og 1500 m. sundi með frjálsri aðferð og Ingi Sveinsson í 200 m. bringu- sundi. Æfðu þeir sig og einnig fleiri efnilegir sundmenn og voru þeir reyndir fyrir rúmri viku, en því miður reyndust þeir tveir einir svo góðir, að rétt þætti að senda þá. Var reynt að fá góðan mann á 10O m. frj. aðf., en tókst ekki. Styrkur hefir fengist til far- arinnar, en Erlingur Pálsson mun kosta för sína sjálfur. — Hvernig haldið þér að ár- angurinn verði ? — Um hann er erfitt að segja. Hann fer eftir því, hvernig menn eru upplagðir, svo og gegn hvaða mönnum kept er í fyrstu, en piltarnir eru báðir góðir sundmenn og Jónas mjög framarlega á Norðurlanda- mælikvarða. Laugin í Wembley er opin, 21° heitt vatn i henni ,-ft Ferðafélag íslands fer skemtiför austur á SííSu a?S morgni 20. þ. m. þriggja daga ferÖ fram og til baka. Ódýr ferð. Allar upplýsingar á skrifstofu Kr. Ó. SkagfjörÖs, Túngötu 5. FarmiSar að Gullfoss og Geysis-förinni verða seldir á Steindórsstöð bæði föstu- dag og laugardag til kl. 9. Næturlæknir: Sveinn Pétursson, Garðastræti 34, sími 1611. Næturvörour í Reykja- víkur apóteki og Lyfjabúðinni ÍÖ- unni. Lúðrasveit Reykjavíkur ; leikur fyrír framan Bernhöfts- bakarí kl. 9 í kvöid. Jafnff amt sen&ii? Hitlei* 100,000 menn til Rínirhéi»adænna tii þess að koma epp nýjum víggiFdingum gegnt M&ginot-víggÍFðingunum í Frakklandi. EINKASKEYTI TIL VlSIS London, í morgun. Daily Express skýrir frá því, að fregnir hafi borist um það til London frá áreiðanlegum heimildum, að Hitler hafi fyrirskipað að senda þegar í stað 100.000 menn úr hin- um ýmsu vinnustöðvum landsins, til Rínarbygðanna, í því augnamiði að vinna þar að því að koma upp víggirðingum, andspænis Maginotvíggirðingunum í Frakklandi, sem eru mestu landamæravíggirðingar, er nokkuru sinni hafa verið gerðar og var það fjölda margra ára verk að ganga frá þeim. Það vakir þó ekki fyrir Hitler að koma upp slíkum víggirðingum í Rínar- héruðunum, enda eru skilyrði til landvarna betri í Rínarbygð- um en í Frakklandi við landamæri Þýskalands. Mundi það og taka langan tíma og ógrynni f jár þurfa til að koma upp slíkum víggirðingum, en Þjóðverja mundi skorta fé til þess að ráðast í slíkt fyrirtæki. Hefir Hitler því horfið að því ráði að treysta landvarnir í Rínarbygðum sem allra best að auðið er og verður lögð áhersla á, að hraða verkinu sem mest. Daily Express segir, að því eigi að verða lokið þ. 15. ágúst, eða á einum mánuði. Vekur það allmikla furðu, að hafist skuli handa um að treysta landvarnir Rínarbygðanna nú. Jafnframt, segir Daily Express, hafa verið gerðar ráð- stafanir til þess, að tilhlutan Hitlers, að undirbúa gífur- lega aukningu flugflotans. Vakir það fyrir Hitler, að þýski flugherinn hafi 6000 nýjar flugvélar af fullkomnustu gerð við hendina, ef ófriður brýst út. HEFIR GÖRING STUNGIÐ UPP Á ÞVÍ, AD BRETAR OG ÞJÓDVERJAR GERI MEB SÉR FLUGMALASAMNING? Enda þótt því sé neitað af bresku stjórninni, er því haldið fram í Daily Express, að Göring hafi snúið sér til kunnra breskra manna, sem verið hafa í heimsókn í Þýskalandi, og rætt við þá um skilyrðin til þess, að Bretar og Þjcðverjar gerð- ust aðilar að slíkym samningi. Þjóðverjar eru nú að sannfærast um, segir Daily Ex- press, að þeir hafa ekki lengur neina möguleika til þess að sigra í vígbúnaðarkapphlaupinu við Breta, vegna f jár- skorts og hráefnaskorts. Muni því Þjóðverjar leita samvinnu um takmörkun vígbún- aðar í lofti, en jafnframt leggja höfuðáherslu á að treysta land- varnirnar. United Press. Italsknr flagbátur ferst, Sextán farþegar og fjórir BHpenn farast EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Rómaborgarfregnir herma, að ítalskur flugbátur í ferðum milli Sardinia og Róm — einn af stærstu flugbátum ítala, sem notaðir eru til farþegaflutninga, — hafi farist. Hrapaði flugbtáurinn í sjó niður. Sextán farþegar druknuðu og f jórir flugmenn. Slys- ið varð í gær. Meðal farþeganna voru tvær systur, frænkur Valle, undirflugmálaráðherra. Sex lík haf a f undist. Tundurspillar og f lugvélar leita enn á svæðinu, þar sem flugbáturinn fórst. United Press. Hann lenti heilu og höldnu í New York í gær. London, 14. júlí. FÚ. Howard Hughes, ameríski flugmaðurinn, og félagar hans f jórir, eru nú á leið frá Minnea- polis í Bandaríkjunum til New York (fregn þessi var móttekin kl. 4.20, ísl. tími). Eiga þeir nú eftir nokkurra klukkustunda flug til New York og er þar mikill viðbúnaður til þess að fagna þeim. Eru menn farnir að safnast saman í þúsundatali í nánd við flugvöllinn, þar sem þeir lenda. Flugmennirnir lögðu af stað frá Fairbanks í Alaska tveimur stundum eftir komu sína þangað, en þar lentu þeir stuttu fyrir miðnætti síðastliðið, eftir íslenskum tíma. Fyrsu sex klukkustundirnar eftir burtför þeirra frá Fair- banks fréttist ekkert til þeirra og var giskað á, að þeir mundu ætla að lenda i nánd við Winni- peg, en þeir lentu í nánd við borgina Minneapolis í Minne- sota kl. V/2 e. h. Skýrðu þeir frá þvi, að ólag hefði komið á loftskeytatæki flugvélarinnar, er þeir flugu yfir Klettafjöll. Þeir höfðu 'að eins hálfrar stundar viðdvöl í Minneapolis. London, 14. júlí. FÚ. Samkvæmt útvarpsfregnum Flugdagurinn á sunnudaginn. Sex sviffiugur og 3 vélflugur á lofti samtímis. Á sunnudaginn verður mikið um dýrðir á Sandskeiðinu. Þá verður þar háð fyrsta flugmót á íslandi og taka þátt í því sex svifflugur og þrjár vélflugur. Sýnir það best hve mikill kraftur og áhugi er í félögum Svifflugfélagsins, sem aðallega sjá um mótið, að leggja í að halda svona mót, með þátttöku utan af Iandi og frá öðrum löndum. Blaðamönum var í gær boðið upp á Sandskeið og eftir því sem við sáun-L þar og heyrðum, munu þeir ekki verða fyrir von- brigðum, er fara uppeftir á sunnudaginn. Frá því um helgi hafa um 20 piltar og tvær stúlkur legið við uppi á Sandskeiði og notið kenslu Þjóðverjanna. Eru þeir þrír: Baumann verkfræðingur, foringi fararinnar, Ludwig, flugkennari og listflugmaður, óg Springbock, svifflugmaður. Meðal „útilegumannanna" eru fimm Akureyringar, — en fleiri eru væntanlegir i dag að norðan — og er ein stúlka þar á meðal. Eru samtals 3 stúlkur i félaginu á Akureyri, en ein hér. Samtals eru félagar í Svif- flugfélagi Reykjavikur 37—38. Flugvélar þær, sem verið hafa uppfrá að staðaldri, eru átta að tölu. Þar af eru 6 svifflugur og tvær hreyfilflugur. Eru hreyf- ilflugurnar báðar, svo og ein svifflugan, tveggja mann för. Auk þess sem allir, sem upp- frá hafa verið, hafa lært svif- flug, hafa fimm menn stundað nám á hreyfilflugvél, aðallega hjá Þjóðverjunum. Til þess að menn geti glöggv- að sig á öllam þeim prófum, sem minst er á í sambandi við svifflug, skal hér birt hvað út- heimtist til þess að ná hverju prófi um sig. A-próf: Lýtalaust 30 sek. flug í beina stefnu, en áður 5 flug, hvert yfir 20 sek., með sömu skilyrðum. B-próf: 5 hringflug, minst 1 mínútu hvert, með lendingu við ákveðið mark. C-próf: 5 mín. flug án þess að tapa hæð og lending við ákveð- ið mark. aC-próf: Fimm flug, ekkert undir 5 mín. og til samans eina klukkustund. Silfur-C-próf: Flug i 5 st. samfleytt, komast í 1000 metra hæð, eftir að slept er dráttar- taug, og 50 km. flug yfir land í beinni loftlínu milli staðanna. Gull-C-próf: Þetta próf er af- ar sjaldgæft og munu ekki hafa það fleiri menn í heiminum en fjórir: 10 klst. flug, 250 km. yfir land og 3000 m. hæð. frá New York eru hnattflugs- mennirnir lentir heilu og höldnu. Ógurlegur mannfjöldi hafði safnast saman til þess að fagna þeim og voru fagnaðar- lætin meiri en dæmi eru til við komu flugmanna til New York. Flugmennirnir lentu klukkan 5.37 e. h. eftir islenskum tíma. Flugmennirnir voru 3 sólar- hringa, 19 klukkustundirf og ca, 17 mínútur í hnattfluginu. Áður en blaðamenn komtí uppeftir og meðan þeir dvöldu þar, gerðist þetta: Kjartan Guðbrandsson fór upp í Zögling (rennifl.) og hélt sér á lofti í 36 min. Leifur Grímsson fer upp í sömu flugu og flýgur í 22 mín. og aftur i 25 mín. Þá fór Kjartan upp í svh> í'lugu. Var þá kl. 1.05, og fékk skipun um að koma ekki niður fyr en eftir 5 klst, og kom hann niður kl. 6.07, eftir 5 klst. og tvær mín. Var líann að jafnaði í 400 metra hæð, en komst hæst i 860 m. hæð. Meðan Kjartan var uppi flaug Leifur tvisvar, 16 mín. i hvert skifti, og hafði þá lokið aC- prófi. Þá flaug Bj. Pálsson o^ náði í annari atrennu 12 mín. flugi og C-prófi. Þá flaug Hafliði Magnússon og náði C-prófi i fyrstu atrennu með 34 mín. fulgi. Þessir þrír fóru upp í skóla- vél. Þessu næst flaug Leifur, og átti að vera uppi fimm stundir eins og Kjartan, en er hann bafði flogið um 40 mín. lægði vindinn og breytti átt, svo að hann lenti. Hafði hann þá verið uppi í 42 mín. En á meðan flaug Hafliði tvisvar, i 12 mín. og 8 min., og hafði þá lokið þrem af fimm flugum, til að ná aC-prófi. (Skv. heimildum Ludwigs yfirf lugkennara,) Að lokum var blaðamönnum boðið að fljúga í þýsku hreyfil- flugunni og stjórnaði Baumann henni. Eins og Vísir hefir skýrt frá áður, hefir nefnd manna, skip- uð fulltrúum allra flugfélag- anna, unnið að undirbúningi flugdagsins og hefir hún orðið margháttaðs stuðnings aðnjót- andi, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum, og þakkaði Guð- brandur Magnússon, er aðallega var leiðsögumaður blaðamanna, blöðunum sérstaklega fyrir stuðning þeirra við þetta mál- efni. 79 ára verÖur í dag ekkjan SigríÖur Þorláksdóttir, Hallveigarstíg 9. Silfurbrúðkaup • ; eiga á sunnudaginn Anna Jóns- dóttir og Sveinbjörn Angantýsson, innheimtumaður, BræÖraborgarstíg 49. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.