Alþýðublaðið - 23.07.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.07.1928, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ í ALÞÝÐUBLAÖIÐ | < kemur út á hverjum virkum degi. > \ Áfgreiðsla í Alpýöuhusinu við [ « Hverfisgötu 8 opin írá kl. 9 árd. j ;J til kl. 7 8iðd. j 5 Skrifstofa á sama stað opin ki. í <! BVi—lO1/, árd. og kl. 8—9 siðd. I <: Shnar: 988 (aigreiðslan) og 2394 > Í (skriistofan). [ < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► í mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 I <j hver mm. eindálka. j í Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan,[ (i sama húsi, simi 1294). Samhjálp jafnaðar- manna. Samhjálp auðvaldsins. Barátta er nú háð í heiminum, aðallega milli tveggja stefna. Stefnyrnar eru jafnaðarstefna og íhald. Jafnaðarmenn vilja gera *lla sem jafnasta að aðstöðu, vilja hefta ]rað, að einn geti sér 'til hagsældax gengið yfir lík hinma. íhaldið vil, að alt sé sem fast- ast í hinum gömlu skorðum, að hnefinn xáði, að sá er afl eða auður gefur sérstaklega góða að- stöðu, geti takmarkalítið notað að- stöðuna sér til hagsauka og öðr- um til óhamingju. Undir merki jafnaðarmaninia iylkir sé;r alpýða allxa landa. Hún sér, að jafnaðarstefnan miðar að xéttlæti og jöfnuði. En alþýðan hefir viðast hvar lítiinn auð með höndum. Hún vexður að treysta á samtökim, samhjálpina. Og hún hefir skilið, að pví að eins getur máistaður hennar sigrað, að öfl- um mönnum, hvítum, sam svört- um, rauðum sem brúnuim, verði unnað sama xéttar. Þess vegna takast jafnaðarmenin allxa lamida og allxa kynflokka í hendur. Hvar í vexöldinni, sem tveir jafnaðar- menn hittast, finna þeir að skyld- leiki og bróðurþel tengix þá sam- an. Þeir eiti ekki óviðkoimandi hver öðrum. Og alþýðan undir merki jafmaðarstefnuninar, hefir pegar unnið ótal þrekvirki, enda hefir hún treyst svo alþjóðasam- tök sín, að eigi jafnaðarmenn i einu tandi í vök að verjast, þá eru þeirn réttar hjálpandi hendur úr öllum áttum. Ihaldið hefir allmarga undar- farna áratugi, haft hina frjálsu samkeppni að kjörorði á öllum sviiðum. Og víst var um sam- keppni harðvítuga að ræða fram á síðustu ár á flestum sviðum atvinnurekstrar auðvaldsins. Sér- staklega hefi-r samkeppnin verið geysi hörð milli hinna ýmsu pjóða. Tökum dæmi héðan. Sú var tíð, að danskir og ánnlendir kaupmenn litu il'lu hornauga hver til annaíra, Nú á seinni árum. hefir hátta- lag auðvaldsins fareyzt allmikið hér á landi og annars staðar. Erlendis eru nú myndaðir hring- ar um framleiðslu og sö'lu. Frjálsa samkeppnin hefir gefist illa. Tök- um og dæmi héðan. I stað sam- keppni eru komin félög auðvalds- manna, bæði þeirra er stunda ffamleiðslu og verz'lun. Sa'ma hefir orðið upp á temimgn- um á stjórnmálasviðinu. Ekki að eins auðvald hvers lands, heldur auðvald al'lra landa hefir samein- ast í baráttunni gegn alþýðunni. Það vill að eins halda fast í sam- keppnina á vissu sviði. Það vill fá að geta traökað þá undir, sem lítinn eiga máttinn. Samtök auð- valdsríkjanna gegn Rússurn sýna glögglega hve geysi fast auðvald- ið stendur saman um hagsmuni sína. Hefir kveðið svo ramt að samtökum þess, að það hefir neit- að sér um að græða fé á verzlun við Rússa — og eru þó pemimg- armir æðsti guð þess. En einhver all Ijósustu dæmin um saintök auðvalds al'lra landa er sumt það, sem gerst hefir hér á undanförnum árum. Eins og menn vita, umgir og gamlir, hefir þjóöin íslenzka afdr- ei átt við að búa aðra eins kúgun og þá, er danskt auðvald beitti hana — með danskt konungsvald að bakhjarli. Og óhætt mun að segja, að enga menn mumi ís- lenzka þjóðin hafa hatað eins og dönsku auðvaldsfullírúana. Og því hefði engLnn maður trúað á þéim árum, er Jón Sigurðsson hafði sem hörðust orð um kaupmanna- stéttina, að íslenzkum blöðum gæti haldist það uppi að taka við stórfé fxá dönsku auðvaldi — eða að íslenzkum stjórnmálamön'niuim liðist það, að gerast leppar og vemdarar stórfeldasta og harðvít- ugasta auðvaldsins í heiiminum. En þetta hefir þó orðið. Það hefir orðið öllum lýðum ljóst, að danskt auðvald — og þar á meðal hinir allra örgustu féndur íslenzks sjálfstæðis — hafa lagt stórfé í stærsta stjórnmálablað stærsta flokksins á Islandi. Það hefir einn- ig orðið uppvist, að einn af for- ingjum flokksins heíir sýnt norsku auðvaldi ófyrirgefanlega vægð — og auk þess gerst á hinn lúaleg- asta hátt verkfæri í höndunum á brezku auðfélagi, til þess að hjálpa því að ná sem allra föst- ustum tökum á atvinniuvegum þessa lands. Og stærsta blað stærsta flokksins er svo gersam- lega á valdi þessa brezka auðfé- lags, að það ræðst með rógi og lygum að keppinaut brezka félags- ins, en verður síðan að birta yf- irlýsingu, sem sýnir glögglega til- hæfuleysi þeixra ummæla, er það hefir haft um keppinautinn. Ótal fleiri dæmi mætti nefna, er sýna ljóslega, að íslenzkt auð- vald hefix fleygt sér í faðm er- lendum bræðrum sínum, til þess að fá hjálp hjá þeim gegn al- þýðunnd íslenzku. Og íslenzkri alþýðu veitir sanin. arlega ekki af að vera á verði. Auðvaldinu er sama, hvort þess guð er íslenzk króna eða dönsk, amerískur dalur eða enskt stex- lingspund. Það hugsar að eins um að halda þeirri aðstöðu sem lengst, að það fái kúgað íslenzk- an afmenning. Það horfir aftur og eigi fram; en það eru einkenm alls íhalds. Því sér íhaldið ís- lenzka ekki einu sinini þá hættu, sem yfir því vofir utan að, eins og stefna þess er nú í atvininumá’l- um og stjórnmálum. Það sér ekki, að hið einasta sem getur bjargað því og allri íslenzku þjóðinni frá að verða þý erlends auðvalds, er það ;að íslenzk alþýða nái undir- tökunum í þjóðmálabaráttunni í sveit og við sjó í mjög náinini framtíð. Samkoma í Nýja-Bíó í gær. Eins og auglýst hafði verið, var samkoma fyrir íslendinga og Norðmenn í Nýja Bíó í gær kl. 3 síðd. Var húsið troðfult ttppi og niðri. Helgi Valtýsson bauð Norð- mennina velkomna. Talaði hann æði stund og kom víða við. Mælti Helgi á alnorska tungu. Þá talaði Benedikt Sveinsson forseti. Hann flutti ræðu sína á fagurri og kjarnmikilli íslenzku. Hami var gestur Norðmanina á skipinu hingað fxá Björgvin, og sagði hann hversu ferðin heföi gengið og mælti hlý orð til Norð- manna, en þó var ræðu hans fnjög í hóf stilt. Þá söng Karlakór K. F. U. M. nokkur lög. Byrjaði á „Ja vi eiskex" og endaði á „Ó, guð vors lands". Var söngur þeirra hin mesta snild, og voru Norðmenn- irnár stórhrifnir. Þá lék Per Berge, bóndi á Vors, þjóðdanza á Harðangurfiðlu. Per Bexge er einn af hinum beztu al- þýðufiðluleikurum Norðmanina. Per Berge lék þrjú lög, öll eftir Vörsa. Var eitt eftir Sjur Helge- land og tvö eftir Mosafimn. — Margir, sem ekki hafa áður heyrt slík lög, sem þau, er Per Berge lék, kunna ekki að meta þau. En Per Berge lék ágætlega og lögin voru með þeim allra snjöllustu af norskum danzlögum. Þá flutti prófessor JBKanás ræðu. Hiann kom hér fyrir 24 árum, og undraðist hann stórlega, hve stórstígar framfarir hefðu orðið hér á landi síðustu tvo ára- tugina. Taldi hann vel horfa um heill íslenzku þjóðariinnar og ósk- aði hann lienni árs og friðar. Þvi næst flutti Lars Eskeland allianga xæðu af mikilli mælsiku og eldmóði. Var ræða hans þrung- in alvöru, og gerði hanni hvort- tveggja, að lofa Islendinga fyrir það, hve vel þeim hefir farnast menningarlega og vara þá við þeim hættum, er honum fundust vofa yfir öllum hinum hvíta kyn- þætti. Síðan flutti formaður fylkisþmgs Sygna og Firða, Mossige dýra- læknir í Sogndal, Islendingum kveðju frá fylkisþingiuu. Var ræð® hans gamansöm og skemtileg. Loks flutti færeyska skáldið Hans Andreas Djuurhus stutta ræðu á færeysku. Ölluin ræðu- mönnum var fagnað hið bezta af áheyrendum — og sömuieiðis söngflokknum og fiðluleikaranumv ,Sjóðseign Strandarkirkjix og sandgræðslan i Strandarlandi.* Sunmudaginn 8. þ. m. flytur „Morgunblaðið" grein með þess- ari_ yfirskrift, og segir frá að héraðsfundur Árnesinga mót- mæli lögum síðasta alþingis, sem heimili að 10 þúsund krónum af sjóðseign Strandakirkju sé varið til sandgræðslu á Strandarlandi, og til þess að verja kirkjugarð og kirkju fyrir sjógangi, og land það, sem næst kirkjunni liggur og á að vexða eign kirkjunnar. Telur fundurinn lögiin brot á friðhelgi opinberra sjóða og eign- arréttinuni. Þegar ég las þessa merkilegií grein í „Morgunblaðinu“, gat ég ekki áttað mig á, hvað þessir merku menn, sem sátu héraðs- fundinn, meintu með slíkri fund- arsamþykt. Hvað er hlutverk héraðsfunda ?’ Ég hélt það væri að 'ræöa vel- ferðarmál kirkna, fjárhagsleg og siðferðileg, trúfræðileg og þjóð- Jeg. Af hverju víta þeir góðu menn, að reynt sé að halda kirkjum við á þeim stöðum, sem þær hafa verið frá alda öðli? Því hefir ekki söfnuður Strandakirkju óá- reíttur leyfi til þess, að fara eftiE lögum frá alþingi, sem heimila að verja megi nokkru af fé kirkjunnar til þess að verja hana og land hennar fyrir eyðingu af völdum sands og sjávar ? Hefðu þeir skoráð á biskup að vinna að því að blettir væru ræktaðir í kring um kirkjunar, svo að þær stæðu á grænum: grunni, og tré og runnar gróður- sett í kring um þær, þá (jtefði ég skilið þá, sem héraðsfundinn sátu. Hefðu þejr samþykt að vinna aðf því, að kirkjan væri. ekki notuð fyrir skemmu, geymd í henni reið- týgi, reipi, föt, þvottur, ull og matur, þá hefði ég skilið þá. Hefðu þeir skorað á stjórnarvöld að vinna að því, að sæmilega veglegar kirkjur yrðu reistar á Þingvöllum og í Skálholti, þá findist mér þeir skilja hlutverk sitt. Ef þelr vildu prýða grafreiti og fjölga býlum á gömlum höfuð- bólum og kirkjustöðum og reisa þar veglegar kirkjur, sem þær voru áður, þá væri ég þeim sam- mála. Nei; kirkjan er flutt frá Arn- arbæli, sameinuð kirkjunni á Reykjum í Ölfusi og holað nið- ur utan garðs á Kotströnd á gróð-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.