Vísir - 02.08.1938, Side 2

Vísir - 02.08.1938, Side 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. ÍGengið inn frá Ingólfsstræti-). 8ín»r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Þegnskapar- mál. * síðasta sunnudagshla'ði Vísis 4 hafa birst merkilegar hug- leiðingar, eftir merkan mann, sira Halldór Jónsson, prest að Reynivöllum. í hugleiðingum þessum, sem höf. kallar: „um óskráð lög“, er víða komið við og drepið á margt, sem betur mætti fara í þjóðlífinu, og um ættu að gilda ósknáð lög sið- menningar og heilbrigðs þjóðar- metnaðar, sem nú er of mjög brotið í bág við. Mundi öllum holt að lesa hugleiðingar þessar sem gaumgæfilegast og hagnýta kenningar höfundarins í hví- vetna. I lok þessara hugleiðinga sinna brýtur höfundurinn upp á stórmerkilegu hugsjónamáli, sem verða mætti liin mesta lyftistöng efnalegra framfara í landinu. Er sú liugsjón fólgin i því, að koma á frjálsri þegn- skylduvinnu, eða öllu heldur þegnskaparvinnu, með samtölc- um og samhjálp almennings, til sjávar og sveita, svo að hver lijálpaði öðrum með þvi að leggja fram vinnu sína, til þess að koma þvi i framkvæmd, sem hverjum einstökum væri um megn kostnaðarins vegna. Hugmyndin um þegnskyldu- vinnu í þágu rikisins er nú orð- in allgömul, en hefir hvergi nærri notið admennra vinsælda meðal þjóðarinnar, Þegai’ henni var fyrst hreyft, kvað eitt góð- skáldið um það live sæll hann mundi verða og elska landið heitt, ef hann mætti vera „i mánuð þræll og moka skít fyrir ekki neitt“. Hinsvegar er það gamall og göfugur siður í land- inu, að hlaupa undir bagga með nágranna sínum, með mann- hjálp og annað, þegar svo ber undir, án þess að telja það eftir, af því að ekkert gjald komi fyr- ir. Slík hjálp til handa bág- stöddum náunga, felur sjálf í sér sín laun. Sú vinna, sem þannig er unnin er ekki þegn- skyldu-vinna, heldur þegnskap- arvinna, og þegnskapurinn er öllum góðum drengjum i blóð borinn. Fyrir síra Halldóri vakir það, að með slikri samlijálp manna, mætti takast að rækta og byggja landið á skemri tíma og betur en ella, og þó með viðráðanlegi’i kostnaði fyrir einstaklingana og þjóðfélagið. Til þess að skýra þessa hugmynd sína, tekur hann til dæmis efnalítinn bónda, sem þarf að koma sér upp íbúðax-- húsi, eða öðrum byggingum, en sama máli er að gegna um aðrar framkvæmdir, svo sem framræslu á landi o. s. frv. Þessu orkar einyrkinn ekki, ■> nema með því að hleypa sér í skuldir, sem brátt mundu verða honum ofviða. En tæki 10—15 menn í sveitinni sig saman um að vinna með honum að þess- ari framkvæmd, endurgjalds- laust, á þeim tíma, sem þeim væri síst tilfinnanlegt, þá væri þetta honum ekki að eins ldeift, lieldur gæti það orðið til þess að koma undir hann fótunum og gera hann efnalega sjálfstæð- an. Og þannig lijálpuðust menn að því, að koma því í fram- kvæmd, smátt og smátt, með sameiginlegum átökum sem hverjum einstaklingi væri of- vaxið og hann yrði að láta ógert ella. Það kann nú að vera, að margir annmarkar verði fundn- ir á þessari hugmynd, þegar til framkvæmdanna ætti að koma. En væri þetta þó ekki, eins og liöfundurinn segir, „stórt og veglegt hlutverk fyrir ung- mennafélögin og æskulýðsfélög- in í Iandinu“? — Hann segir ennfremur, að ekki verði ofsög- um af því sagt, live mikilsvirði það sé að nota „lieita staði“, hvar sem slíku verði við komið. En „eg þekki enga heitari, eða öllu heldur lieitari og mállugri orkulind en liitt, hlýtt hugar- far“, bætir hann við. Og „frá slíkum lindum þarf að leggja hitaveitu inn á hvert heimili í landinu og frá hverju heimili i allar láttir, og mundi þá öllu borgið“. sildveiði undan- farna dooa. XT eður er gott við Norður- " land o;g- síldarafli helst svip- aður. I gær komu þessi skip til Hjalteyrar: L/v Fjölnir 530, b/v Gullfoss 781, m/b Sæhrímnir 873, 1/v Gulltoppur 1181, I/v Ármann 488, m/s Hjalteyrin 366, I/v Fróði 884, m/b Helga 767 mál og 1/v Fjölnir (kom tvisvar) með 394 mál. Til Hest- eyrar kom Arinbjöm hersir með 1535 mál. Á Djúpavík var 12 stiga hiti í morgun, vestan andvari og léttskýjað. Til Djúpavíkur hafa komið undanfarna þrjá daga: Baldur með 1220 mál, Karls- efni með 1305, Huginn I. með 600, b/v Hilmir með 1180, m/b Max með 550, b/v Surprise með 941, b/v Hannes ráðherra með 2102, b/v Garðar með 1220 og m/b Pilot með 354. Lv. Málm- ey kom með 170 tn. í salt. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. Siglufirði í morgun. í gær og nótt komu þessi skip til Sigluf jarðar með síld til rík- isverksmiðjanna: Valbjörn 250 mál, Björn 30, Ásbjörn 550, Snorri 300, Kári 300, Ágústa 200, Vestri 100, Hrönn 500, Unnur 150, Óðinn 150, Eggert/ Ingólfur 50, Sæbjöm 470, Gunn- björn 500, Fylkir/Gyllir 20, ís- björn 600, Auðbjörn 600, Geir goði 250, Sigríður 1000, Keilir 200, Drífa 100, Ami Arnason 300, Grótta 300, Már 400, Njáll 100, Marz 450, Gulltoppur 400, Höskuldur 450, Cementa 270, Huginn 250, Huginn III. 220, Dagný 100, Bjarki 500. Öll þessi síld fór í bræðslu. í gær var mikil síld við Tjör- nes, og komu flest skipin þaðan. í gærkvöldi hvesti skyndilega af norðvestri austur frá, og voru mörg skip í vandræðum með að ná nót og bátum, enda rifu og sprengdu mörg þeirra næt- urnar. — Þráinn. Bardagar milli Rússa og Japana, sem geta leitt til hreinnar styrjaldar. Barist er í grend við Chang^ ku-feng, og manntjén orðið allverulegt. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morvun. Fréttaritari United Press í Tokio símar í morgun, samkvæmt upplýsingum, sem hann hefir afl- að sér í utanríkismálaráðuneytinu, að þrjár rússneskar flugvélar hafi gert árás á Chang-ku-feng kl. 4 í nótt sem leið, Hinsvegar neitar utanríkismálaráðu- neytið því algerlega, að það sé rétt, sem Rússar segja í tilkynningu þeirri, sem þeir birtu seint í gærkveldi, að þeir hefði hertekið Chang-ku-feng aftur. Flugmenn Rússa vörpuðu sprengikúlum á varnarstöðvar Japana og skutu á japönsku hermennina af vélbyssum sínum. Eins og kunnugt er lýstu Japanir yfir því fyrir nokk- uru, er Rússar höfðu tekið hæðina margumræddu við Chang-ku-feng, og vildu ekki þaðan fara, þrátt fyrir mótmæli Japana, að þeir myndi grípa til hernaðarlegra mótaðgerða, og hafa þeir að undanförnu aukið lið sitt á þessum slóðum og tekið Chang-ku-feng frá Rússum. Frá orustunni, sem þar var háð s. 1. laugardag og hversu alvarlega horfir út af þessum deilum og vopnaviðureign Japana og Rússa segir svo í skeyti sem, Vísi barst í gær frá Unted Press: Bardagi sá, sem háður var milli japanskra og rússnskra landamæravarða síðastliðinn laugardag og stóð yfir í nokkurar klukkustundir mun að líkindum ekki leiða til ófriðar, að því er morgunblöðin í London ætla, en horfurn- ar hafa verið mjög ískyggilegar yfir helgina. Alt er nú sagt með kyrrum kjörum á landamærunum. í orustunni við Chang-ku- feng- var mannfall allmikið af Rússum, því að um 30 menn féllu af liði þeirra, en 170 særðust. Stjórnin í Japan mun koma saman á fund í dag til þess að ræða þessi mál. Morgunblöðin í London, sem ætla, að ekki muni koma til styrjaldar, benda á, að Japanir vilji forðast árekstra við Rússa sem stendur, vegna styrjaldarinnar í Kína. Daily Telegraph varar báða aðila við þeim hættum, sem fram- undan eru, og bendir á, að því að eins að herlið sé kallað brott frá þeim landsvæðum, sem um sé deilt, þar til fult samkomu- lag er fengið, muni þeir atburðir gerast, sem fyrr eða síðar leiði til styrjaldar. United Press. Skemtiferöaskipiö «,Qaeen of Kent“ strandar. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Snemma í morgun kendi skemtiferSaskipið „Queen of Kent“ grunns við Ramsgate. 400 farþegar voru á skipinu og greip menn allmikill ótti, er neyðarmerki voru send út og beðið um aðstoð. Var brugðið við og mótorbátar og b jörgunarbátar sendir á vettvang, auk þess sem bvrjað var að flytja farþegana á land í björg- unarbátum skipsins. Var farþegunum skift í 50 manna flokka í þessu skyni. En með hækkandi sjó var unt að koma skipinu á flot aftur og var þá búið að flytja úr því 150 farþega. United Press. Blim ræðst á Daladier. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Parísarfregnir herma, að Leon Blum, fyrrverandi forsætisráðherra hafi birt grein í Populaire í París og ráðist hvasslega á Daladier-stjórnina sem hann segir að hafi fórnað hagsmunum Frakka á Spáni, til þess að fá stuðning Breta í deilumálum Tékkóslóvakíu. United Press. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Stjórnmálaleiðtogar þeirra flokka í Tékkóslóvakíu, sem styðja ríkisstjórnina, hafi setið á fundum með stjórn- inni að undanförnu, til þess að ræða hvernig leysa skuli deilumál Sudetenþjóðverja og Tékka og vandamál, sem varða þjóðernislega meirihluta í landinu yfirleitt. Fundirnir voru langir og umræður miklar. Að lokum lýsti Hodza forsæt- isráðherra yfir því, að uppkast ríkisstjómarinnar að lögum um réttindi og stöðu þjóðernislegra minnihluta í landinu yrði til- búið í dag og afhent leiðtogum Sudeten-þýska flokksins. Þingið í Tékkóslóvakíu kemur saman í dag, en engin mál eru á dag- skrá, — að eins þingsetning fer fram, og að henni lokinni verð- ur þingfundum frestað, til þess að samkomulagsumleitanimar geti byrjað tafarlaust. United Press. íslenskur vikur fram- tíðar byggingarefni og tramtiðar útflutnings- vara. Viðtal við Jón ILoftsson. 1 gær var verið að skipa upp * úr Skaftfellingi hér við hafn- argarðinn og komu margir þeirra, sem voru að ganga sér til skemtunar við höfnina þar að, til þess að skoða það, sem upp var skipað, en það var aug- Ijóst, að hér var verið að skipa upp einhverju, sem menn virtu fyrir sér með óvanalegri at- hygli. En þetta var vikur, sem Skaftfellingur hafði flutt vestan af Snæfellsnesi — vikur, sem vafalaust á eftir að verða eitt- hvert mikilvægasta byggingar- efni og sterkar líkur benda til. að vikur verði fluttur út úr landinu í stórum stíl í framtíð- inni. Tíðindamáður Vísis átti tal við JónLoftsson heildsala þarna á hafnarbakkanum, en eins og allir vita hefir Jón Loftsson ver- ið athafnamaður á þessu sviði, að nota vikurinn til bygginga og er hann aðalmaðurinn í Vikur- félaginu h.f., sem lætur vinna vikurinn á Snæfellsnesi. „Hafið þið fengið marga skipsfarma að vestan í sumar?“ „Mótorskipið Stella frá Norð- firði hefir flutt hingað þrjá skipsfarma og Skaftfellingur tvo.“ „Vinna margir menn að vik- urnáminu vestra?“ „Nokkrir menn hafa unnið að staðaldri í sumar, en nú verður hætt við fleiri mönnum, því að þegar komið er fram á sumar fer áð renna nægilegt vatn und- an jöldinum, svo að hægt sé að fleyta vikrinum til sjávar.“ HVERAVATN TIL LÆIÍNINGA. Kaupmannahöfn, 31. júlí.FÚ. Norðmenn hafa ákveðið að byrja að hagnýta sér vatn úr lieitum laugum á Svalharða. — Verður laugavatnið sett á flösk- ur og flutt til Noregs og notað til lækninga á ýmsum kvillum, t. d. þrálálu lcvefi, öndunar-, meltingar- og þvagfærum. „Þessi vikur mun verða not- aður til þess að steypa vikur- plötur af þeirri gerð, sem þér hafið á boðstólum.” „Já, vikurinn hefir farið gegn um valsa og er það gert til þess að allir stórir steinar myljist,. enda er vikurinn eins og þér sjáið eins og smágerð möl, af lientugustu stærð til þess að steypa úr plöturnar. Það ger- um við sem stenduríkjallaraliá- skólabyggingarinnar, en við er- um að steypa plötur í veggi og í skilrúm byggingarinnar.” „Er eftirspurnin eftir vikur- plötum yðar góð?“ „Ágæt. Við höfum að eins haft undan að fullnægja henni. Enda mun það vera reynsla allra, sem reyna vilcurplötumar, að þær eru hið besta einangr- unarefni.“ „Hefir vikur verið fluttur út il notkunar við byggingar er- lendis?“ „Við höfum í sumar sent tvo sldpsfarma, til Noregs, Dan- merkur og Svíþjóðar, og tóku skipin vikurinn við Snæfellsnes. Fyrxá farmurinn, um 700 smá- lestir, fór til Noregs (helming- urinn) og Kaupmannahafnai’, en hinn — á 6. hundrað smá- lestir — til Svíþjóðar. Sýnishorn af vikurplöt- um sendum við á „bygg- ingadaginn“, sem haldinn var í Oslo í sumar og vöktu þær mikla eftirtekt. Hefi eg fengið margar fyr- irspu rnir viðvíkj andi þeim. Skipsfarmarnir, sem eg nefndi áðan, liafa vei’ið flutlir út í tilraunaskyni. Verður nú vikurinn, sem út liefir verið fluttur, not- aður við byggingar, og þar sem sýnishorn hafa áður verið send og þau prófuð með ágætum árangri má búast við, að frekari reynsla leiði í ljós ágæti vikursins sem bygginga- efnis.“

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.