Vísir - 03.08.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 03.08.1938, Blaðsíða 2
VÍSIR Japanir bída mikiö mann- tjón, en segjaat hafa baldid velli. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Rússneska herstjórnin hefir tilkynt, að því er hermt er í símskeytum frá Moskva, að látlaus- ir bardagar hafi staðið allan daginn í gær um Chang-ku-feng. Af skeytunum er ekki fyllilega ljóst hvort Rússar eða Japanir hafa Chang-ku-feng á valdi sínu, en Rússar sögðust hafa tekið Chang-ku-feng í fyrri tilkynningu, en Japanir hafa neitað því. í tilkynn- ingu rússnesku stjórnarinnar segir, að Japanir hafi gert gagnárás á Chang-ku-feng-hæðina og bendir það til, að Rússar hafi a. m. k. éinhvern hluta hins umþráttaða svæðis á sínu valdi. Rússar hafa haldið uppi stórskota- hríð á varnarstöðvar Japana og varpað á þær sprengi- kúlum úr árásarflugvélum. Var manntjón mikið í liði Japana. .. (:, Fregn frá Tokio í morgun hermir, að í morgun (mið- vikudag) snemma hafi tvær rússneskar fótgönguliðs- herdeildir gert árásir á Chang-ku-feng og Shatsuoping, en verið hraktar til baka. ÞEGAR FRIÐRIK OG INGIRÍÐUR lögðu af stað til íslands. — Á bryggjunni standa m. a. Knútur prins og Mathilde prinsessa. — LOgregian í Paris iokar oæíar^ krám vegna árása á erieoda ierðamenn. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Lögreglan í París hefir gert húsrannsókn á f jölda mörgum skemti- og veitingastöðum í París. I morgun snemma var framkvæmd húsrann- sókn í fimm alræmdum næturgildaskálum borgarinnar og margir menn handteknir. Nætur-skemtistöðum þess- um var lokað, að fyrirskipan Langeron lögreglustjóra. Orsök þess, að lögreglan hefir látið til skarar skríða, er sú, að fjölda margir ferðamenn, einkum breskir, hafa kvartað undan því, að þeir hafi orðið fyrir árásum í skemtistöðum þessum og að fé þeirra hafi verið rænt. United Press. Daily Express 25. f. m. skýrir frá atburði í París, sem er einn þeirra, er hefir knúið Parísarlögregluna til athafna. Nokkurum dögum áður hafði fundist meðvitundarlaus kona í Neuilly. Lá hún þar á götu. Lögreglan komst að því, eftir nokkura eftir- grenslan, að hún hafði orðið fyrir árás í Bois de Boulogne, en þangað fór hún eftir að hún hafði verið að skemta sér í nætur- gildaskúla einum með frakkneskri stúlku, Juliette Burette að nafni, en konan, sem fanst meðvitundarlaus, er ensk, Mrs. Sybil Winifred, 34 ára að aldri. Lögreglan segir, að á næturgildaskál- anum hafi henni verið gefið svefnlyf í víni, því næst tekin í bíl í Bois de Bolougne og skilin þar eftir. Hún hafði á sér 40 stpd. og voru peningarnir horfnir. — Þrátt fyrir það, að Juliette reyndist hinni ensku konu sem að framan segir, vildi hún ekki kæra hana. VÍSIR DAGELAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Bitstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. JGengið inn frá Ingólfsstræti'). Slnar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Óvani - ávani forysíugrein Tímadagþlaðs- 1 ins á sunnudaginn er vikið að því, að vel færi ú því, að „ís- lensk stjórnmálablöð legðu nið- ur þann óvana, að stimpla alla andstæðingasínahálfgerða land- ráðamenn, sem vilja þjóðinni ekkert gagn gera og engu nýti- legu máli lið veita“. Þetta mega vissulega teljast orð í tíma töluð, og væri þá vel, ef blaðið sjálft tæki sér þau til eftirbreytni, en hefði þau ekki að eins að ræðuteksta á sunnu- dögum. Það sæmir þá ekki heldur sem best, að í þessu sama sunnudagsblaði Tímadagblaðs- ins, er sagt þannig frá meðferð andstæðinga þess á opinberum máíum, að í rauninni er engu líkara en að blaðinu sé það mjög hugleikið, að lesendur þess láti sér skiljast það, að ekki geti hjá því farið, að j)eim (andstæðingunum) gangi ilt eitt til. En auk þess virðist aug- ljóst, að blaðið muni vísvitandi skýra rangt frá málavöxtum, til þess að styrkja lesendur sína sem best í trúnni á liið illa inn- ræti andstæðinganna. Á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjavikur var samþykt reglu- gerð fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem þó því að eins öðlast gildi, að ráðberra stað- festi hana. í reglugerð þessari er mælt svo fyrir, að heimilt skuli, ef bæjarstjórn fer fram á það, að „Ioka fyrir“ rafmagns- straum til notanda, sem skuld- ugur er um gjöld til bæjarsjóðs. Telur blaðið þetta „fáránlegt“ ákvæði og „nýtísku aðferð til að innheimta útsvörin“. Er því þó fullkunnugt um það, að í Ilöfuðborgum nágrannaland- anna eru samkonar ákvæði í gikli, og þó öllu strangari. Og blaðið þegir alveg um það, að áður en nokkur „rafmagnsnot- andi“verður sviftur rafmagninu af þessum sökum, verður að fá til þess samþykki bæjarstjórn- ar, um hvern einstakan notanda sem hlut á að máli. En af þvi má öllum vera það Ijóst, að ekki muni verða til sliks gripið, nema alveg sérstaklega standi á, og engin hætta á að bæjarstjórn misnoti þessa heimild. Þá er heimilað að svifta not- anda rafmagnsstraumi, ef hann hefir gerst brotlegur við reglu- gerðina. Um það lætur blaðið þess sérsíaklega getið, að sú heimild taki til hverskonar brota á reglugei'ðinni, „þó í smáum stíl sé“. En nú muni, scgir blaðið, „fæstir notendur þekkja reglugerðina til hlítar, og geta því oft brotið hana ó- viljandi. En þá skortir eigi Iield- ur refsinguna“, bætir það við, til áherslu, alveg eins og það væri skylt, að svifta livern þann mann rafmagni, sem þannig gerist brotlegur, hversu smá- vægileg brot sem um væri að ræða! Og „ef lokað hefir verið fyrir rafmagn hjá notanda af ein- hverjum þessum eða öðrum á- stæðum,“ segir blaðið, að not- andinn verði „fyrst að greiða alt það, sem kröfúrnar á hann hljóða um, síðan aukagjald fyr- ir enduropnun og loks að setja tryggingu fyrir að hann greiði skilvíslega framveg;is“! Þannig reynir blaðið að láta líta svo út, sem það sé skylt, samkvæmt reglugerðinni, að refsa fyrir hvað smávægilegt brot sem er á reglugerðinni, með „Iokun“, í stað þess að að eins er um heimild að ræða, að ekki megi „opna“ aftur, nema alt sé greitt, sem krafið er um, þó að það sjálfsögðu geti farið eftir atvikum, og loks að trygg- ingu verði þá einnig að setja fyrir sltilvísri greiðslu framveg- is, einnig á útsvörum og öðrum bæjargjöldum, sem á notand- ann kynnu að verða lögð í allri framtíð, þó að að eins sé um að ræða heimild til að krefjast tryggingar fyrir skilvisri greiðslu á rafmagni framvegis en að sjálfsögðu ekki fyrir bæj- argjöldum! í annari grein í þessari sömu helgidagsútgáfu blaðsins er það haft eftir Sigurði Jónassyni, að eins og frá reglugerðinni fyrir Sogsvirkjunina liafi verið geng- ið, sé það í lófa lagið, að ákveða verð á rafmagni frá henni eins hátt og vera skuli „og nota féð íil almennra þarfa bæjarsjóðs“. En auk þess sem skýr lagaf jrrir- mæli eru um það, hvernig skuli ákveða verð á rafmagni Sogs- virkjunarinnar, þá yrði þessari ímynduðu fjáröflunarleið bæj- arsjóðs ákveðin takmörk sett með verðlaginu á rafmagninu i bænum. Því að lélegt „fjárafla- plan“ mundi það reynast, að selja Rafmagnsveitunni Sogs- rafmagnið með okurverði og láta hana síðan selja bæjarbú- um það með gjafverði. En ef rafmagnsverðið í bænum yrði hækkað von úr viti, þá væri það sönnu nær, að bæjarbúar nytu þess, þannig, að það sem um of væri rynni til bæjarsjóðs. Eða hvers vegna ætti það sem of- greitt væri að renna heldur til Sogsvirkjunarinnar ? Væri það nú ekki vel til fallið, að þetta blað, sem svo fagurlega mælir um það, að íslensk stjórn- málablöð ættu að leggja niður „þann óvana“, að leggja and- stæðingum sínum alt út á versta veg, athugaði nokkuð sinn eigin gang í þeim efnum? Eða er það um seinan, af því að þessi óvani sé orðinn því að ávana? Minnismevki Karls XII. Oslo, 2. ágúst. Ákveðið liefir verið að reisa minnismerki þar sem Karl XII. Svíakonungur féll áx-ið 1718. — Verður þetta minnismerki úr granit, fimm metrar á hæð og tveir metrar á breidd. Norð- menn og Svíar standa að þessu í sameiningu og er hugsunin, sem til grundvallar liggur, að í ljós megi koma eins skýrt og verða má, að Norðmenn og Sví- ar standa nú lilið við ldið í sam- vinnu og friðsamlegri sambúð. NRP—FB. London, 3. ág. FÚ. Japanir hafa enn mótmælt endur teknum sprengj uárúsum Rússa innan landamæra Man- sjúkó og Kóreu og nú siðast á smábæ einn í Norður-Kóreu. — Þangað komu rússneskar her- sveitir í fyrsta sinn í gær og þennan atburð telja Japanir þann alvarlegasta, sem enn hef- ir gerst. Japanir krefjast þess, að Rússar kalli brott alt lið sitt af hinu umdeilda svæði, en Rússar segjast ekki geta orðið við þeirri kröfu, þar sem hæð- irnar séu innan rússneslu-a landamæra. Innan Sovétríkjanna er litið mjög alvarlegum augum á mál- ið og i öllum hinum stærri borgum héldu verkamenn í gær- kveldi fjölmenna fundi og var mjög strangur tónninn í sam- þyktum þeim, sem gerðar voru: Á fundi í Leningrad sagði einn ræðumaðurinn, að öll Sovétrik- in væru tilbúin að grípa til vopna til þess að verja föður- landið. Enn hafa engar opinberar yf- irlýsingar verið gefnar úfc í Ber- lín og Róm snertandi þetta deilumál. En blöðin í báðum þessum borgum taka þá af- stöðu, að skella beri skuldinni á Rússa. „BerlinarTageblatt,, seg- ir, að augljóst sé, að Rússar séu að veita Kinverjum aðstoð og United Press. vilji reyna að tefja sókn Japana til Ilanlcow. Annað Berlínarblað segir: „Enn einu sinni sveiflar bolsévisminn stríðskyndlinum“, og það þriðja: „Hrifning manna í Moskva sýnir, hversu mjög Rússar þurfa á stríði að halda.“ 1 Kína lialda Japanir áfram sókn sinni upp norðurbakka Yangtsé-fljótsins, samkvæmt því, sem Kínverjar sjálfir viður- kenna, en á suðurbakkanum telja Kínverjar sig hafa stöðvað framsóknina. Gyíingnm bannað að stnnda Iækningar 1 Þfikalandi. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. D erlínarfregnir herma, að í lögbirtingablaði þýsku stjórnarinnar sé birt tilskipun þess efnis, að frá 30. september næstkomandi sé Gyðingum bannað að stunda lækningar í Þýskalandi. Dr. Frick, innan- ríkismálaráðherrann, hefir þó hgimilað undanþágur frá þessu, í vissum tilfellum, en þó er að eins um frestun að ræða, ekki algera undanþágu. Landvarnarráðstafanir í Þýskalandi. Oslo, 2. ágúst. Landvarnarráðstafanir er nú verið að framkvæma á 56 kíló- metra breiðu belti í Vestur- Þýskalandi og vinna fjölda margir þýskir verkamenn að því, að koma þar upp víggirð- ingum. NRP—FB. Sænsku krónprinshjónin á heimleið. Oslo, 2. ágúst. Sænsku krónprinshjónin, á heimleið frá Bandaríkjunum á Gripsholm, komu til Harðang- angursfjarðar í gær. NRP—FB. United Press. Herskip Franeo’s téku e. s. Skulda þ. 19. júlí og fluttu til Ceuta. Skipid var á leið frá íslandi til Marseille með 1500 smálestir af fiski. Oslo, 2. ágúst. Skipið Skulda, eign Williams Hansen útgerðarmanns í Bergen, var tekið af herskipum Francos þann 19. júlí og finít til Ceuta. Utanríkismálaráðuneytið norska lief- ir lagt fram mótmæli gegn skipstökunni í Burgos. Skip- ið var á leið frá Islandi til Marseille með 1500 smálestir af fiski. — NRP.-FB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.