Vísir - 12.08.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 12.08.1938, Blaðsíða 2
VI SIR VÍSIR DAGBLAD Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. JGengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Ver8 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Endalaus rannsókn. nermann Jónasson jiykist ekki ** vilja fyrirskipa opinbera rannsókn á útvarpshneykslinu, af því að slík rannsókn hlyti að verða „endalaus“, eða falla nið- ur að lokum, án þess að dómur gengi um málið. En af slíkum endalausum „sakamálsrann- sóknum“ hafi menn fengið sig fullsadda í ráðherratíð for- manns Framsóknarflokksins. Hinsvegar lætur hann það í veðri vaka, að hann hafi þó ekki „sagt sitt síðasta orð“ í málinu, en það muni hann segja, þegar málið hafi verið „upplýst á o- hlutdrægan hátt — af dómaran- um“ í sambandi við rekstur meiðyrðamála þeirra, sem út- varpsstjórinn hafi ákveðið að liöfða. „Sauðsvartur almúginn“ á dálítið erfilt með að átta sig á því, hvernig takast megi að fá mál „upplýst á ólilutdrægan hátt — af dómaranum“ í meið- yrðamáli, svo að komist verði að niðurstöðu um sekt eða sýknu, 'ef það sé með öllu ó- hugsandi að fá málið þannig „upplýst“ með opinberri rann- sókn! Ef þetta væri svo, skilst manni helst að það hlyti að stafa af því, að gera megi ráð fyrir, að dómari i einkamáli sé æfinlega eða geti að minsta kosti á stundum verið, óhlut- drægur í rannsókn mála, en slikt sé hinsvegar gersamlega óhugsandi og geti aldrei komið fyrir um rannsóknardómara í opinberu máli. En þó að Her- mann Jónasson hafi að vísu sjálfur verið rannsóknardóm- ari í ýmsum opinberum mál- um, og „mætti því best um þetta vita“, þá munu menn nú eiga bágt með að sætta sig við þá hugsun, að þetta sé algild og undantekningarlaus regla, hver sem dómarinn er. Mönnum skilst það nú liins- vegar, að ráðherrann vilji fyrir hvern mun koma sér undan því að fyrirskipa opinbera rannsókn á útvarpshneykslinu, og þó ekki fyrir þá sök aðallega, að slík rannsókn hlyti að verða „enda- laus“, heldur af þvi einu, að það er flokksmaður hans, sein hlut á að máli. Og náðherrann mun helst telja líkur til þess, að komist verði hjá frekari að- gerðum út af málinu, ef það verði „upplýst“ í sambandi við rekstur einkamála þeirra, sem ráðgert er að höfða. En hann getur verið þess fullviss, að með þeim hætti verður einmitt stofnað til endalausrar rann- sóknar á málinu. Þó að „síðasta orð“ Iians í málinu, eftir að það hefir verið „upplýst" með þeim hætti, sem hann ætlast til, verði á þá leið, sem engum dylst að hann muni þegar liafa ákveðið, að ekkert tilefni sé til frekari aðgerða í þvi, þá þarf hann ekki að ætla, að það verði þar með látið falla niður. Málið verður þá tekið upp á ný og og rekið á- fram fyrir dómstóli almenn- ingsiálitsins. En slíkur mála- rekstur er ekki líklegur til að taka skjótan enda. Ef þannig verður með málið farið má sak- borningurinn eiga það víst að verða bafður „undir rannsókn lengri eða skemri tíma“, að rit- aðar verði látlaust „áróðurs- greinar“ um málið, sem væri „lítt viðunandi fyrir hinn „kærða““, ef hann væri saldaus, án þess þó að nokkur von væri um að dómur gengi um málið „til úrslita.“ Tímadagblaðið er þessa dag- ana með ýmsum hætti, að reyna að draga athygli alniennings frá þessu hneykslismáli. Það birtir Iangar greinar um „trúna á of- beldið“ og nasisma Knúls Arn- grímssonar, „spennandi“ skáld- sögu um „átökin í Sálfstæðis- fIokknum“ og væntanlegan brottrekstur formanns flokks- ins, „dularfullar“ dylgjur um „eyðslu braskaramia“ o. s. frv. En alt er þetta unnið fyrir gýg og fær enga áheyrn hjá almenn- ingi. Ekkert annað af efni blaðsins vekur nokkura athygli, en það, sem það hefir að flytja um útvarpshneykslið. Og eina ráðið til þess að leiða athygli al- mennings friá því máli, er að láta fara fram þá rannsókn á því, sem opinbert velsæmi krefst. Einkaskeyti til Vísis. Siglufirði í morgun. Feikna síldveiði var við Tjör- nes í gær og voru torfurnar þykkar og' síldin gæf. Mikill f jöldi skipa fengu þar fullfermi á stuttum tíma. Alt þróarpláss er nú fult í Ríkisverksmiðjun- um, svo nú má búast við erf- iðri afgreiðslu á Iöndun síldar- innar. Þessi skip komu í gær og í nótt: Ásbjörn með 650 mál, Björgvin 400, Isbjörn 300, Er- lingur I. 200, Christiane 300, Venus 800, Eggert/Ingólfur 300, Unnur 350, Höfrungur 250, Reynir 150, Óðinn/Ófeigur 520, Nanna 500, Vestri 300, Industry 600, Þórir 400, Bjamarey 750, Valbjöm 550, Snorri 350, Hrönn 600, Rifsnes 1000, Geir goði 500, Skúli fógeti 450, Ægir 300, Sig- ríður 1200, Fylkir 250, Árni Árnason 150, Keilir 250, {Þor- steinn 700, Hrefna 400, Sæfari 800, Þór/Kristjana 600, Stella 800, Frig^g 200, Hilmir 500,!Ald- en 800, Sjöfn 480, Mars 450, Síldin 1050, Hannes/Herjólfur 750, Már 800, Ema 900, Sæ- hrímnir 1000, Minnie 600, ViIIi 150. Mikið var saltað af síld, sem veiddist á Skagafirði. Þar voru mörg skip og fengu sum full- fermi en flest slatta. — Skaga- fjarðarsíldin er vel feit og góð til söltunar. Þráinn. Á Djúpavik vom sett á land í gærkveldi og morgun um 7000 mál. Bragi lcom með 1700 mál, Ólafur með 1600, Kári með 1700, Huginn I. með 700 og Samninganefnd Rússa og Japana er tekin til starfa. Æsingar í Rússlandi fara rénandi en Rússar eru þó við öiiu búnir. EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London, í morgun. Frá Moskva er símað, aS nefnd hermálasérfræð- inga Japana og Rússa, sem eiga að gera tillög- ur um framtíðarlausn á landamæradeilunni, hafi haldið fyrsta fund sinn í gærkveldi, fyrir sunnan Chan-ku-feng-hæð á landamærum Mansjúkóríkis og Sí- beríu. Næsti fundur hermálasérfræðinganna verður haldinn í dag. Æsingar í Sovét-Rússlandi eru nú mjög að hjaðna. hinsvegar er Ijóst, að Rússar eru vel á verði. Kom það skýrt fram í ræðum, sem fluttar voru í gær á þjóðfulltrúaþinginu. Nicholas Bulganin, forsætisráð- herra flutti ræðu og beindi orðum sínum til Molotovs og hvatti hann og alla stjórnmálaleiðtoga sovétríkjanna til þess að vera vel á verði og láta í engu hlut sinn fyrir Japönum, því að hin mesta þörf væri á því að tekin væri ákveðin afstaða gagnvart þeim, af ein- urð og djörfung, þar sem Rússum mætti vera fyllilega ljóst hvað vekti fyrir hinum japönsku hernaðarsinn- um. Ennfremur lagði hann til við Iandvarnaráðuneytið að nota að fullu það fé, sem heimilt er að nota á yfir- standandi fjárhagsári, til aukinna landvarna, en það nemur 27 miljörðum rúblna. ÓEIRÐIRNAR í PALESTINA. Koma breska nýlendumálaráðherrans til Paleslina og ávarp landstjórans til þjóðarinnar liafa ekki haft þau álirif, að sefa hina æstu hugi þjóðarinnar. Daglega berast fregnir um ný of- beldisverk. — Efri myndin er frá götuóeirðum í Haifa, en sú neðri af breska beitiskipinu Repulse, sem verið liefir þar undan- farnar vikur, en er nú á förum þaðan. Samkvæmt tilkynningu frá japanska hermálaráðu- neytinu hafa þeir Cho, japanskur herdeildarforingi, og Shutern, rússneskur hershöf ðingi, komið sér saman um hvernig hermenn Rússa og Japana í fremstu víglínu á Chang-ku-feng skuli haga sér meðan vopnahlé stendur, en einnig hafa þessir tveir fyrrnefndu fulltrúar Jap- ana og Rússa náð samkomulagi um brottflutning og jarðsetningu fallinna hermanna. United Press. Á morgun ea* ár liðið frá því styrjöldin í Kína hófst. London, 12. ágúst. FÚ. Á morgun er ár liðið frá því, að styrjöldin í Kína hófst, ef miðað er við aðal-bardagana í Shanghai. Lögreglan í Shanghai er nú að gera ýmsar ráðstafanir til þess að vera við því búin að bæla niður allar hópfarir og göngur, sem kynnu að gefa í skyn andúð á Japönum. Þremur sprengjum hefir þegar verið kastað, sem bersýnilega var ætlað að skemma japanskar eignir. Urðu þær tveimur Kínverjum að bana, en 15 manns særðust. Japanskar flugvélar sveimuðu í dag yfir þessu borgarhverfi og köstuðu niður flugblöðum, sem í voru ýmsar fullyrðingar um Chiang Kai Shek á þá leið að hann væri að gefast upp. Huginn II. með 700. Síldhi er feit og góð. Veður er sæmilegt. Flugvélin hefir flogið yfir Húnaflóa og Skagafjörð iog sá fjölda margar síldartorfur. I gærkveldi lönduðu á Hjalt- eyri Belgaum með 2269, Gyllir 1898, Ólafur Bjaroason 1274 og Fjölnir með 653 mál. Fjöldi skipa bíður og eru meðal þeirra Gulltoppur, Arin- björn hersir og Skallagrímur. a5ei.iis Loftup, Nota Japanip eitupgas? London í morgun. Engar nýjar fregnir hafa komið um bardaga í Kína. Jap- anir neita að þeir liafi notað eit- urgas á Yangtse-vígstöðvunum, en það hafa Kínverjar borið á þá. (FÚ). Stypjöldin á Spáni. Mjög miklir bardagar eru nú sagðir standa yfir miðja vega milli Lerida og Balaguer láSpáni þar sem her stjórnarinnar telur sig vera í sókn. Hinsvegar telja uppreistarmenn sig vera í sókn sunnan við Ebró. SÆTTIR í RE WENTLOW-MÁLINU. Daily Express skýrir frá því, að fullar sættir hafi tek- ist milli Rewentlow Haug- witz greifa og konu hans, Hinnar amerísku „dollara- prinsessu“, f.BarbaraHutton. Eins og menn munu minnast varð það umtalsefni heims- blaðanna fyrir nokkuru, að greifafrúin hefði ásakað mann sinn um að hafa ætlað að taka drenginn þeirra frá henni með valdi, en allur grunur í þessa átt reyndist ástæðulaus. Samkvæmt samkomulag- inu, sem gert hefir verið, ærður drengurinn meira hjá móður sinni en föður, meðan hann er á barnsaldri, en er hann eldist verður hann meira hjá föður sínum, sem hefir ákvörðunarrétt um alla mentun hans og uppeldi. — London í morgun. FÚ. Þýska flugvélin Brandenburg sem var á flugi frá Berlín til New York kom til New York síðdegis í gær. Flugtíminn var örlítið meira en 24 stundir og meðal hraðí 158 mílur enskar á klukkustund. (Samkvæmt FÚ-skeyti í gær- kveldi er þetta stór landflugvél og var tilgangurinn með flug- inu að setja met í flugi án við- komu milli Berlín og New York). Corrigan fær flngstjóra- starf. London i morgun. FÚ. Mr. Corrigan, sem nýlega flaug yfir Atlantshaf frá New Laxaklak í ám á Anstfjörðnm. ,Ólafur Sigurðson, ráðunaut- ur hefir nýlega verið á ferð um Auslfirði, að tilhlutun Búnaðar- sambands Austurlands og fleiri, lil þess að athuga sldlyrði til fisgiræktar í austfirslcum ám. Skoðaði hann næstum allar helstu ár á svæðinu frá Álfta- firði til Seyðisfjarðar. Silungs- veiði er í sumum þessum ám, en laxveiði hvergi. Ólafur hefir átt tal við frétta- stofu útvarpsins um ái’angur þessarar farar, og er þetta helst: Á svæðinu eru — segir hann — nokkrar ár álitlegar veiðiár. Álitlegastar eru Norðfjarðará, Breiðdalsár og Hofsá í Álfta- firði. Norðfjarðará tekur þeim þó ölíum fram, því að hún er lygn, botngróin og baldeagróin, iog að henni liggur fjöldi af sýkjum, — en alt þetta eru skil- yrðij fvrir því, að seiðin geti haldist við í ánum. Hmsvegar farast þau í straumhörðum ám, sem ryðja sig í vetrarleysing- um. Ekki er vitað til þess, að lax liafi gengið í neinar þessar, ár — en ef svo er, þá er hann löngu eyddur. Tillaga mín er sú, segir hann, að tilraunir verði gerðar með að flytja laxaseiði í álitlegustú árnar. Slíkar tilraunir hafa áð- ur verið gerðar i Veslfjörðum og í Ólafsfirði með þeim ár- angri, að laxa er orðið vart í ám, sem verið hafa veiðilausar um alda skeið. FÚ. J York til írlands, í gamalli flug'- j vél, nestislaus og illa útbúinn, var af yfirvöldunum í Banda- rikjúnum sviftur fluglejfi sínu fyrir liina gálauslegu ferð. Nú hefir hann aftur fengið flugleyfi og hefir verið gerður að flug- stjóra á póst- og farþegaflutn- ingalínu í Bandaríkjunum. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.