Vísir - 27.08.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 27.08.1938, Blaðsíða 4
VlSIR V'-,. :NÝIR HEIMAR. ‘Eins og kunnugt er s tækka al- aierunu' smásjár ekki öllu meira ten um 2000 sinnum. Stækkunin er bundin viö bylgjulengd ljóss- íins og töldu menn víst, að lengra yrði ekld komist. Nokkru varð gjó við þetta bætt með því að Eiota ofbláa (ultrabláa), ósýni- 3cga Ijósgeisla, en þá varð að Ijósmynda það, sem sýna skyldi. Það leið þó ekki á löngu áður en mönnum tækist að ryðja mýja braut. Allir þekkja „arið“, ®r sjá má, er sól skín inn i dimt herbergi. Arið eru örsmá fis, er annars sjást ekki með ijerum augum. Á þessum grund- welli tókst að byggja „yfirsmá- sjána“, en hún stækkaði mun meira en almennar smásjár. Hlutirnir sáust þó óglögt, hæði lag þeirra og annað. -Smásjárnar opnuðu mönnum nýjan lieim. Þær sýndu mönn- mn undrin öll af dýrum og jurt- um, sem ekki sáust með berum augum. F.n þó þessi áhöld væru mestu listaverk, þá fór því þó fjarri, að memi sæu alt, sem þeir vildu. Sumar sóttkveikjur eru t. d. svo liilar, að þær sjást alls ekki í •smásjá. Yfir 100 sjúkdómar þekkjast, sem slíkar sóttkveikj- ur valda. Ekkert er líklegra en að enn mvndi opnast nýr lieim- ur, ef unt væri að sjá miklu Sietur en tekist hefir hingáð til. . .Fyrir skömmu kom sú fregn, að þýskir vísindamenn hafi smíðað nýja smásjá, sem stækki 30000 sinnum! Það er jafnvel sagt, að takast muni að sfækka 100000 sinnum. Reynist þetta rétt, má geta nærri, hver áhrif sllkt hefir. Það fer ekki hjá því, að þekking á ótal hlut- ,um vex stórkostlega. vOg eftir nokkur ár hafa Ame- rikumenn lokið smiði á hinum suikla stj örnukíki,sem þeir hafa ;l smíðum. Hann á að stækka hálfu meira en bestu stjörnu- Idkar gera nú. Hann segir því væntanlega margar fréttir utan dr himingeimnum og margar óvæntar. „HUMOR“. Fyri i skömmu þurfti eg að leggja út orðið „humor“ á ís- lensku. I orðabók Freysteins íGunnarssonar eru gefnar þess- ar þýðingar: Kimni, fyndni. Orðið „humorist“ er lagt þar úl: ffimnisskáld; fyndinn maður og igamansamur. Eg held að flestir telji þessar þýðingar ná þeirri merkingu, sem í hinuin útlendu orðum felast. Flestir munu sennilega lialda, að sá maður sé „húmoristi**, sem altaf hefir á takteinum fyndni, gamansemi, kíinnissögur og þvi líkt. I erlendri alfræðiorðabók stendur að „humor“ sé sá hæfi- leiki að sjá jafnan björtu hliðar lifsins. Ef mótlæti ber að hönd- um, skilur „humoristinn“ það til hlítar, en sér þó altaf eitt- livert ljós í myrkrinu. Sama hugsunin felst í einkunnarorð- um, sem sænskt kímnisblað hefir valið sér, en þau eru þessi: „Þoldu ekkert ilt; gerðu gott úr öllu illu“. Samkvæmt þessu felst ekki það í orðinu „humor“ að vera gamansamur eða spaugsamur. „Humor“ er sérstök eðlisgáfa. Menn og málefni koma okkur misjafnt fyrir sjónir. Sumu tökum við flestir vel; öðru illa. Sumt er okkur geðfelt, annað ekki. Sumt þykir okkur leiðin- legt, annað skemtilegt o. s. frv. En hinn sanni „humoristi“ læt- ur ekkert á sig bíta. Hann gerir sér gott úr öllu. Þýðingar Freysteins eru ekki sem bestar. Finnur nokkur betri ? Bæjap fréiitr Veðrið í morgun. 1 Reykjavík 9 st., heitast í gær 12, kaldast í nótt 7 st. Úrkoma í gær og nótt 3.8 mm. Sólskin í-gær 2.1 st. Heitast á landinu í morgun 12 st., á Dalatanga; kaldast 4 st., á Kjörvogi. —■ Yfirlit: Lægðin er við austurströnd Islands og hreyfist hægt í austur. ■— Horfur: Suðvest- urlancl: Stinningskaldi á norðvest- an og norðan í dag, en lægir í nótt. Léttir til. Norðurland, norðaustur- I land: Norðvestan og norðan kaldi. Ðálítil rigning. Farþeg-ar rneð Goðafossi frá útlöndum í morgun: Jón Ól- afsson og frú, Egill Árnason og frú, Halldór Kjartansson, Sonja Pétursson, Liselotte Guðjónsson, Skarphéðinn Jónsson, Oddur Guð- jónsson, Páll Ófeigsson, Gísli Ól- afsson, Ágústa Pétursson, Guð- munda Erlendsdóttir, Sigríður Þórðardóttir, Bjarni Einarsson, Kristrún Jónsdóttir, Ólöf Magnús- dóttir og fjöldi útlendinga. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína á Siglufirði ungfrú Málfriður L. Eyjólfsdóttir, Smyrilsveg 26, og Halldór Dagbjartsson, sjómaður. Þorbirni Þórðarsyni, héraðslækni i Bíldudalshéraði, hefir verið veitt lausn frá embætti frá 1. sept. þ. á. Næturlæknir í nótt. Alfreð Gíslason, Brávallagötu 22, sími 3894. — Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúð- inni Iðunni. Helgidagslæknir. Katrín Thoroddsen, Egilsgötu 12, sími 4561. Næturlæknir aðra nótt. Bergsveinn Ólafsson, Plávallag. 47, sími 4985. — Næturvörður alla næstu viku i Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. „Den lille Verden“, leikrit Tryggva Sveinbjörnssonar, verður leikið á frumsýningu næst- komandi fimtudag 1. sept., á kon- unglega leikhúsinu í Höfn. Börnin frá Silungapolli koma heim kl. 11 árd. á morgun. Einar Arnórsson, hæstaréttardómari, hefir verið kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. sept. 1938 til jafnlengdar 1939. Messur á morgun. I dómkirkjunni kl. 11, síra Frið- rik Hallgrímsson. I Laugarnesskóla kl. 2, síra Fr. Hallgrímsson. Engin messa í fríkirkjunni. Meistaramót í.S.f. hefst á morgun kl. 2 á Iþrótta- vellinum. — Framlcvæmdarnefndin biður alla keppendur og starfsmenn að mæta eigi siðar en lcl. iþL Útvarpið í kvöld. Kl. 19.20 Hljómplötur: Létt klassisk lög. 20.15 Upplestur: „Brimlending“, sögukafli (Guð- jnundur Gíslason Hagalín rithöf.). 20.45 Hljómplötur: a) Celló-són- ata í A-dúr, eftir Beethoven. b) (21.10) Kórlög. 21.35 Danslög. Útvarpið á morguii. Kl. 11.00 Messa í dómkirkjunúi (síra Friðrik Hallgrímsson). 12.15 Hádegisútvarp. 17.40 Útvarp til út- landa (24.52111). 19.20 Hljómplöt- ur: Menúettar. 20.15 Erindi: Torfi í Ólafsdal, aldarminning (Metúsal- em Stefánsson). 20.45 Hljómplöt- ur: a) Tvísöngvar úr óperum. b) (21.10) Fiðlukonsert, eftir Vivaldi. 21.30 Danslög. aðeiiis UoftMLPs STOFA til lcigu í nýju húsi, Vífilsgötu 5. FæSi og þjónusta getur koinið til greina. (543 ÍBÚÐ óskast, 2—3 herbergi, strax eða 1. októher. Fernt í. heimili. Sími 4032. (535 VANTAR. . einhleypingsher- bergi, lielst í austurbænum. — Uppl. í sima 1882 frá 10—12 í fyrramálið. (550 GÓÐ stofa eða 2 lítil herhergi og eldhús óskast 1. okt. Ábyggi- leg greiðsla. Uppl. í síma 1348. (551 4—5 HERBERGJA íhúð ósk- ast á Eiríksgötu, Leifsgötu eða þar í nágrenni. Uppl. í síma 4602. (553 SKIPSTJÓRA vantar góða íhúð á SólvöIIum eða í nágrenni. Fyrirframgreiðsla. A. v. á. (554 EFRI hæðin í Suðurgötu 18 er til leigu 1. október. Uppl. í síma 2207. (555 3ja HERBERGJA íbúð (2—4 herh. og stúlknaherhergi) með öllum þægindum óskast 1. okt. eða fyr. K. Bruun, símar 2222 og 3413. (562 2—3 HERBERGJA íbúð, sem næst miðbænum vantar 1. sept. eða 1. okt. Uppl. í síma 3238. — (556 STÓR stofa og eldliús eða 2 minni óskast 1. okt. Tilboð iiierkt „Þrent“ sendist Vísi fyr- ir 1. séptembei'. (557 I ■ IH—II STÆRRI og SMÆRRI íbúðir til leigu. Béýkjavikurvegi 7, Skerjafirði. (560 HERBERGI með húsgögiíúm óskast nærri miðhænum yfir septemhermánuð. Uppl. i síma 2653. (565 TILKYMiNGAR ST. FRÓN nr. 227 fer i berja- för að Þingvöllum sunnudaginn 28. þ. m. ld. 9 f. li. Fargjaldið kostar 4 krónur fyrir manninn. Lagt af stað frá Góðtemplara- húsinu. Mætið stundvíslega. — (540 TEK AÐ MÉR að gera hrein- ar skrifstofur. Sími 4824, frá 9—10 f. h. (542 STÚLKA óskast mánaðar- tíma á fáment heimili. — Öll þægindi. Gæti orðið yfir vef- urinn ef vildi. Uppl. í síma 9202. _________________ (549 UNGLINGSSTÚLKA ókast til að gæta harna frá 1. sept. Guð- rún Sigurðardóttir, Barónsstíg 59. (564 (fWQMNlNMfil HEIMATRÚBOÐ LEIK- MANNA, Bergstaðastræti 12 B. Samkoma á morgun kl. 8 e. h. Hafnarfirði, Linnetsstíg 2. Samkoma á morgun ld. 4 e. h. Allir velkomnir. (548 BETANÍA. Samkoma á morg- un, sunnudag, kl. 8% siðdegis. Ólafur (Ólafsson lcristnihoði tal- ar. Allir velkomnir. (561 HÚS í AUSTURBÆNUM, með tyeimur eða þremur ihúð- um, óskast til kaups, án milli- iiða. Útborgun 4—6 þúsund. —• Tilboð með greinilegum upplýs- ingum óskast send á afgreiðslu Vísis fyrir þriðjudagskvöld, merkt „Ferðamaður“. (563 SAUMAVÉL, stígin, sem ný, til sölu. Lágt verð, ef samið er strax, Óðinsgötu 18. (559 KAUPI gull og silfur til bræðslu. Einnig gull og silfur- peninga. Jón Sigmundsson, gullsmiður, Laugavegi 8. (491 NÝ SVUNTUEFNI tekin upp i gær. Slifsi og Slifsisborðar í fjölhreyttu, ódýru úrvali. — Svuntu- og Upplilutsskyrtuefni í miklu úrvali. Versl. „Dyngja“. (546 HafnapsíFætt 18 selur með sérstöku tækifæris- verði ný og notuð húsgögn og lítið notaða karlmannafatnaði. Gráfíkjur, Vanillestengur, Hellukandís svartur, Síróp. — Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12. Sími 3247. Hringbraut 61. Sími 2803. (432 SILKIFLÖJELIÐ er komið. Satin í peysuföt, 3 teg. Alt til- legg til peysufata. Herrasilki í uppliluta. All tillegg til upp- liluta. Versl. „Dyngja“. (545 KAUPUM flöskur, flestar teg- undir, soyuglös, dropaglös með sla’úfuðu loki, Whisky-pela og hóndósir. Sækjum heim. Versl- unin Hafnarstræti 23 (áður B. S. I.). Sími 5333. (231 ÍSLENSKT högglasmjör, glæ- nýtt. Þorsteinsbúð, Grimdarstíg 12. Sími 3247. Hringbraut 61. Síiiii 2803. (433 KJÓLASILIH og hlússusilki nýkomin. Versl. „Dyngja“. (547 LÍTIÐ ftötuð kölavél (Skan- dia 910) er til sölu Mjölnisvegí 46. (541 SILKIN ÁTTK J ÓL AR — Und- irkjólar — Silkibuxur — Und- irföt á fermingartelpur — Nátt- kjólar á fermingai’telpur. — Undirföt frá 5,30 settið. Versl. „Dyngja“. (544 TIL SÖLU rúm með fjaðra- madressu og náttborðum. Uppl. í síma 4111. (558 Rauðstakkur stekkur á bogmann- En Wynne lávarður vill ekki yf- .... við skógarmennina, en þeir — Slíðrið sverðið, Wynne lá- inn, sem næstur er, heíir hann und- irgefa Rauðstakk, sem bjargað hef- leggja þá ör á streng, draga fyrir varður. Mótspyrna er árangurslaus. ir 0& hvíslar að honúm: Segðu jr Jóttur hans, og vill leggja til odd örvanna og miða á Wynne, Við getum alls ekki komist undan Hróa, að við séum á leið til fó- bardaga .... Ivan og Eiríku .... örvum þeirra. getans. __________________________________________________ miMin 1 r-mmmmmmammmmmmmm^am^mmammmmmammmmmmammmmmmmm^mmamammmmmmmmmmmmmmmmmm tmmmmmmammmmmmmmmmammmmmmmmmmKmmmtmmmmmmmmmmmmmmmammmmBumaammamaBmmmmmmmmaa XíEYNDARMÁL 57 HERTOGAFRÚARINNAR emburg giltu önnur lög. Aðeins stórhertogi af Xautenburg getur sest í konungshásæti Wurt- ernburg. Þess vegna, ef eg átti að verða drotn- íng í Wurteniburg, varð eg að giftast Friðriki Ágústusi, með því að gera hann að stórhertoga af Lautenhurg-Detmold. Höfuðtilgangui'inn aneð .hréfj föður míns var að sætta mig við þá ItEDmgsun. JEg er smeyk um, að í svari mínu, sem eg kom af stað tafarlaust, liafi eg gleymt að sýna fföðor mínum tilhlýðilega virðingu. En yður mun skiljast liversu mér leið, er svo átti að leika mig sárt. Öðru sinni átti að neyða mig tíl þess að giftast þýskum prinsi? Og kannske jþeim þriðja, ef svo vildi verkast? Það var skemtilegt tilhugsunarefni fyrir konu, sem iíiafði verið s taðráðin í að giftast aldrei. Vilca leið og mér harst hréf frá keisarafrúnni. Hún mun liafa kallað mig „kæra barn“ og far- ið um mig hinunl vinsamlegustu lofsorðum, en mér var ljóst, að höfuðtilgangurinn var óbein isn ákveðin skipun um að koma til Berlinar .... JÞér munuð skilja, að er eg lét nndan, var það frekar af því, að eg vildi komast að ráða- hrugginu við liirðina, en að eg hefði löngun til að hlýða skipun keisarafrúarinnar. Eg tók Melusine og von Hagen með mér. Og eg'þarf ekki að taka það fram, að tilgangur keisarafrúarinnar var að hrýna það fyrir mér, að æðsta skylda prinsessunnar er að hlýða og sætta sig við örlög sín. Elska, hlýða! Það var tilgangslaust fyrir mig að reyna að sannfæra liana um, að röksemda- færsla hennar væri út i bláinn. Að eg hefði aldrei elskað neinn — og að eg lief ði alls eklci gifst i fyrsta sinn til þess að hlýða. Og eg gat ekki sannað eða reynt að sanna hvert var einka- samkomulag mitt og Budolfs. Og þegar alt kom til alls var ekki hægt að deila við liina tignu frú, sem að eins var að endurtalca það, sem henni hafði verið kent. Eg beit á jaxl og hlustaði á hana án þess að mæla orð af vörum. Henni fórst óliönduglega að ræða þetta, og þegar hún hafði lokið máli sínu spurði eg: „Leyfist mér að s]iyrj a yðar hátign hvort hrúðkaupsdagur minn og Friðriks Augustusar liefir verið ákveðinn?“ Hún sagði að keisarinn hefði alls ekki haft í liuga, að hraða málinu, og brúðkaupsdagurinn hefði ekki verið ákveðinn. „Að eins öx-lög mín“, sagði eg. Hún svaraði engu. Eg fór aftur til herhergja minna, róleg, á- kveðin. „Eg legg af stað til Aslitrakan í kvöld“, sagði eg við Melusine og von Hagen, sem liöfðu beðið mín með óþreyju. „Gangið frá farangri mínum. Þeir, sem elska mig, geta komið með mér.“ Yron Hagen afhenti mér Bréf, sem send höfðu verið á eftir mér frá Bei’lin. Bréfin vora fimrn eða sex og á einu að eins voru rússnesk frí- rnei’ki. Menn liöfðu sannarlega notað sér það, að mig hafði eklci grunað neitt. Eg komst að því síðar, að það hréf, sem eg hafði skrifað honum fyrir hálfum mánuði, hafði verið stöðv- að að sérstakri skipun sjálfs keisarans. Og það hefði ekki þurft að beita neinni stjórnmála- kænsku til þess að liafa áhif á föður minn. Hin fræga Wurtemhurg-kóróna hafði liaft töfraá- lirif sem fyrrnm. Hann skrifaði mér hverjar væri óskir sínar. „Gifstu Friðriki Ágústusi eða ....“ Eg las ekld. meira og reif bréfið í tætlur. Og samstundis skrifaði eg símskeyti til lians — þrjátíu orða skeyti — en með þessum orðum hað eg hann innilega í öðru orðinu — ógnaði honum, Tumene-prinsinum, í hinu — Þú manst, Melusine, að við grunuðum síma- stjórnina í Berlin, og þú fórst til Köpenick, og sendir skevtið þaðan. Þegar þú varst farin, gat eg ekki Iengur haft vald á tilfinningum mínum. Eg fór að gráta ofsalega og það var hatur, sem ríkti í huga mínum. Eg sé sjálfa mig fyrir hug- skotsaugum mínum þarna’ í Berlín. Yon Hagen lá grátandi við fætur mér. Hann greip hendur mínar — kysti þær grát- andi. „Eg skal fara með yður hvert sem vera skal“, sagði hann. Og eg vei’ð að kannast við, að eg var stolt af því, að prússneskur liðsfor- ingi var reiðubúinn til þess að leggja alt í söl- ui’nar mín vegna, jafnvel föðurland sitt. En þegar eg fann efrivarai’skegg lxans snerta hör- und mitt, var sem eg áttaði mig. Eg mmidi eftir Louisu af Saxlandi og öllum hinum þý- l>uidu elskliugum drotningax’innar, sem liöfðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.