Vísir - 05.09.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 05.09.1938, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSiR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Eristján Guðlaugsson. Bkrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. JGengið inn frá Ingólfsstræti'). Biair: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 YerS 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Sitt á hvað. ö sjálfsögðu er Framsóknar- flokknum og Alþýðuflokkn- um þaö geysimikið áhugamál, að stjórnmálasamvinna þeirra geti haldið áfram. Báðum flokk- unum er þetta svo að segja lífs- nauðsvn. Ef upp úr þeirri saxn- vinnu slitnaði. gæti vart hjá því farið, að Framsóknarflokkur- inn liðaðist í sundur. Hinsvegar mundi Alþýðuflokkurinn þá verða kommúnistunum og Héðni auðunnin bráð. Framhald þessarar samvinnu veltur mjög á því, hver verða úrslit þeirrar glímu, sem nú er háð milli kommúnista og Al- þýðuflokksmanna, „Skjaldhorg- ai’innar“, sem kommúnistar kalla svo, um yfirráðin i Al- þýðusamhandinu. En svo er ráð fyrir gert, að þeirra úrslita verði ekki Iengra að bíða en nokkur- ar vikur enn, enda harðnar nú mjög „rimman“ milli „Skjald- borgarinnar“ og „sameiningar- manna“, með liverjum deginum sem líður, svo sem glögt má sjá á blaðaskrifum þeirra um hæj- arstjórnarkosningarnar i Nes- kaupstað þessa dagana. Það hefir verið alment álitið, að Alþýðuflokkurinn verði í rauninni ekki orðinn annað en að eins tiltölulega lítill hópur fyrverandi, og að vísu að nafn- inu til núverandi, forystumanna flokksins, en að allur þorri hinna óbreyttu liðsmanna væri þegar genginn kommúnistum eða „sameiningarmönnum“ á hönd. En ekkert hefir opinber- lega skorið úr um það, hvernig þessu sé varið. Atkvæðagreiðsl- an í „Dagsbrún“ sker ekkert úr um þetta. I henni bar Skjald- borgin að visu hæiTa hlut, en vafalaust hefir það orðið mest fyrir tilverknað sjálfstæðis- mannanna i félaginu. Þannig verða hæj arst j órnarkosning- arnar í Neskaupstað fyrstu op- inberu átökin, sem af verður dregin nokkur ályktun um þetta. En komi það nú í ljðs i þeim kosningum, að fylgi Al- þýðuflokksins sé mjög til þurð- ar gengið, og „sameiningar- mennirnir“ gangi þar sigrandi af hólmi, þá mundi það vafa- laust auka mjög á örðugleikana fyrir Alþýðuflokksmönnunum, þegar á Alþýðusambandsþing kemur, og skera á úr um það, hverjir eigi að fara með völdin í verklýðssamtökunum fram- vegis. En undir því á Alþýðu- flokkurinn alt sitt gengi og á því veltur það, hvort stjórn- málasamvinna hans og Fram- sóknarflokksins getur haldið á- fram. í þessum hildarleik „eigast þeir einir við“, að sjálfstæðis- menn geta látið sig það litlu skifta, hvorum veitir betur og hvorum ver. Um framsóknar- 1 ‘ menn er öðru máli að gegna, enda dylst það engum, að blaði þeirra er það mjög í mun, að lilutur Alþýðuflokksins megi verða sem bestur og mestur í þessum viðskiftum hans við kommúnista. • En svo virðist liinsvegar sem hlaðinu sé það ekki vel Ijóst, hvernig það geti orðið Alþýðuflokksmönnunum að sem mestu liði, án þess að gera þeim þó skaða að sama skapi! Það virðist telja það al- veg vafalaust, að í samkepninni við konunúnistana um fylgi „al- þýðunnar“ varði það mestu fyr- ir Alþýðuflokkinn, að hann sé talinn sem kröfuharðastur og sem minstur „eftirbátur“ keppi- nautanna í öllu því, sem vitlaust er. Þess vegna vítir það Alþýðu- flokkinn í öðru orðinu fyi’ir það, að hann semji sig ekki sem skyldi að siðum „bræðraflokka“ sinna í öðrum löndum en „api“ of mikið eftir kommúnistum. En í annan stað bregst það hið versta við, ef sagt er um for- ingjahóp flokksins, að liann sé orðinn viðskila við þorra flokks- manna sinna, af því að hann meti samstarfið við Framsókn- arflokkinn meira en svo, að liann vilji fylgja kommúnistum að málum um hinar fráleitustu kröfur þeirra. Segir blaðið, að það sé auðsætt, að slíkar „dylgj- ur“ miði að því einu, að „efla“ kommúnista á kostnað Alþýðu- flokksins og að undirbúa þann- ig jarðveginn fyrir „nasism- ann“! — En hverskonar jarð- veg er blaðið sjálft að undirbúa, með því að væna Alþýðuflokk- inn allan um það, að aðliyllast um of stefnu og starfsháttu kommúnista? Earð^jnsýoiDi helflur áfram í dag |og á morgun, vegna gífurlegrar aðsóknar. Aðsókn að garðyrkjusýning- unni liefir verið liin besta. Kom mikill f jöldi manns þegar fyrsta daginn (um 1000) og síðdegis á laugardag var einnig góð að- sókn, en langmest í gær. í gær- kveldi höfðu tæp 6000 manns skoðað sýninguna. 5000. sýning- argesturinn fékk 50 kr. i pen- ingum og blómvönd. Tíðindamaður frá Vísi leit inn á sýninguna í gær, þegar flest var, og létu menn ahnent í Ijós aðdáun sína á hversu öllu var fyrir komið. Þá höfðu margir það á orði, hversu fróðleg væri og vel tekin kvikmyndin, sem sýnd var, um notkunjarðliitans í þágu garðræktar og garðrækt, trjárækt alment o. fl. Vegna mikillar aðsóknar verður garðyrkjusýningin opin í dag og á morgun. SíldLveidin. Einkaskeyti til Vísis. Siglufirði í morgun. Þessi skip hafa lagt afla sinn í bræðslu: Síldin 150 mál, Ó- feigur og Óðinn 100, Geir goði 200, Björn 200, Hrönn 400, Lag- arfoss og Frigg 100, Bára 200, ísbjörn 300, Stella 200, Hrefna 150, Geir 100, Gotta 100, Venus 200, Sæfari 200, Sæbjörn 250, Gyllir og Fylkir 100, Ásbjörn 100, Hermóður 130, Nanna 200, Anna 100, Óðinn og Ófeigur 100, Birkir 150, Dagný 100, Villi og Víðir 350. í morgun hafa nokkur skip fengið síld á Eyjafirði, en mjög er aflinn að tregðast og munu mörg skip fara að hætta veið- um. Þráinn. Franski herinn er viðbúinn úfriði, og landvarnarlidid lieflr verið aukið á austur landamærum Frakklands. Atbuðip næstu daga skep úp um það hvopt til ófpiöap dpegup vegna deilanna í TékJkoslóvakíu. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Borfurnar í álfunni hafa aldrei verið ískyggi- legri en nú frá því á heimsstyrjaldarárunum. Um það ber öllum saman og um allan heim bíða menn með kvíða og óþreyju eftir tíðindum, sem gefa í skyn í hvora áttina verði stefnt, til friðar eða styrjaldar. Til marks um hversu horfurnar eru alvarlegar — hversu ófriðarhættan hefir enn nálgast, er það, að Frakkar hafa gert víðtækar varúðarráðstafanir við landamæri Frakklands og Þýskalands. Öllum liðsfor- ingjum í Strassburg og helstu setuliðsborgum í nánd við Maginot-línuna, hefir verið skipað að vera undir það búnir, að þeir verði sendir til varnarvirkjanna við landamærin fyrirvaralaust. Engir foringjar og her- menn fá heimfararleyfi sem stendur og þeir, sem eru í leyfi, hafa fengið skipun um að vera við því búnir að hverfa til herdeilda sinna. Hinsvegar er því neitað, að sannar sé fregnir, sem birtar hafa verið í ýmsum blöðum, þess efnis, að búið sé að senda aukaherlið til Maginot-víglínunnar. Sam- kvæmt fregnum þessum hafði herlið verið flutt frá Nancy og öðrum setuliðsbæjum til landamæranna. — Hermálaráðuneytið frakkneska neitar þó að gefa nokkurar upplýsingar um þær varúðarráð- stafanir, sem verið er að gera. Neitar það með öllu að staðfesta fregnir þær. sem birtar hafa verið, hafna þeim eða gefa nokkurar skýringar á þeim. Mikil æsing er ríkjandi í ýmsum höfuðborgum álfunnar, vegna Tékkóslóvakíumálanna, þar sem menn telja það undir Hitler komið, hvort friður helst eða styrjöld brýst út, en menn telja víst, að hann muni koma með stórpólitíska yfirlýsingu á þingi nazista í Niirnberg, sem nú er í þann veginn að byrja. Kemur þetta glögt fram í ritstjórnargreinum morg- unblaðanna. Þau telja deilurnar um Tékkóslóvakíu nú komnar á það stig, að í þann veginn sé að fást úr því skorið hvað verða muni ofan á. Ennfremur segja Lundúnablöðin, þrátt fyrir það, að Þjóðverjar haldi því fram í blöðum sínum, að Tékkar og Súdetar einir eigi að gera út um málið, þá sé það endanlega undir Hitler komið, hvort friðsamlegt samkomulag næst, eða ófriðarbál verða kveikt um mikinn hluta álfunnar. United Press. Tiu manns farast í flug' slysi, 24 særast. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. T'u manns fórust og 24 meiddust meira og minna í gær, þegar bresk hernaðarflugvél hrapaði til jarðar í Edmonton í London og rakst á hús. Sumir meiddust mjög hættulega af brunasárum, því að er flugvélin skall á húsinu, sprakk bensíngeymirinn og kveikti í húsinu. Auk þess sprautaðist bensínið á fólk er þarna var hjá ög kveikti í fötum þess. Edmonton er 13 km. frá miðbiki Lundúnaborgar. íbúatalan er um 85 þúsund. United Press. Banatllpæði vid Fapouk. 4.0110011 5. sept. FÚ. í Alexandríu bar það við í gær, að skotið var á Farouk Egiftalandskonung, er hann var að fara frá sundlaug nokk- urri, þar sem hann hafði verið að útbýta verðlaunum. Kon- ung sakaði ekki, en tveir áhorf- endur særðust. Umferðarsiys. Þ. 2. þ. m. varð árekstur á homi Vitastígs og Laugavegar, kl. 4 e. h., milli hifreiðar og reiðhjóls. Meiddist hjólreiða- maðurinn, brotnuðu bein í liendi hans. — Viðkomandi bif- reiðarstjóri og þeir, sem vom vilni að árekstrinum, eru beðn- ir að hafa tal af rannsóknarlög- reglunni. Hjálpa Bandarlkin Frakk landi, ef Ul ófriðar kemnr? KENNEDY. OiymplDleikarnir. UndirbUningsstarf- semi í Helsingfors. Khöfn. FO. Samningarnir um !að næstu Olympíuleikir skuli haldnir í Finnlandi, liafa nú verið und- irritaðir, og undirhúningsstarf- semi að leikunum er þegar liafin. Ákveðið hefir verið, að íþróttaleikvangurinn nýi við Helsingfors, — en hiann var tekinn til afnota síðastliðið vor, — verði stækkaður að mun. Þar eru nú sæti fyrir 60.000 áhorfendur, en bætt verður við 20.000 sætum. Olympiuþorp verður reist fyrir utan Helsingfors, og verður það með svipuðu sniði og Olympíuþorpið í Berlín, er leikarnir voru haldnir þar. Þrjú stór, nýtisku gistihús verða reist í Helsingfors, en þrátt fyrir það er búist við, að það verði miklum erfiðleikum hundið að liýsa þann sæg gesta, sem væntanlegur er á leikana. Finska Olympíunefndin hef- ir lagt til, að þær þjóðir, sem senda þátttakendur á leikana, sendi skip með þá og sýningar- gesti, og búi þeir í skipunum, meðan þau hafa viðdvöl í Hels- ingfors. adeins Loftup. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Það vekur mikla athygli, að sendiherra Bandaríkj- anna, Mr. Kennedy, hefir stöðugt samband við bresku stjórnina. Ræddi hann í gær við Halifax lávarð viðkomu hans til London, en sendi- herrar Bandaríkjanna í öðr- um höfuðborgum álfunnar gefa stjórn sinni jafnharð- an skýrslu um það, sem ger- ist, og hversu horfir að þeirra áliti. Sendiherra Bandaríkjanna í Frakk- landi flutti ræðu í gær og ræddi mjög mikið vináttu Frakka og Breta, en með Frökkum og Bandaríkja- mönnum hefir verið traust vinátta alt frá því á dögum Lafayette. United Press. Norræaa tðalistar- háttðin. Þátttaka íslendinga vekur mikla atkygli, Norræna tónlistarhátíðin, sem. hófst í Kaupmannahöfn 3. sept., vekur mjög mikla athygli, og ekki síst það, að ísland tekur þátt í henni til jafns við hin Norðurlöndin, og ennfremur, að kunnir íslenskir sólósöngvarar koma fram á tónleikunum. Tónleikaliátíðin hófst með íslenskum tónleikum. Voru leilcin lög og tónverk eftir Jón Leifs, Pál ísólfsson og Sigurð Þórðarson, og þjóðlög, útsett af Þórarni Jónssyni og Sigfúsi Einarssyni. María Markan söng íslenslc lög o. s. frv. Að loknum liljómleikunum fór fram móttökusamkoma danska ríkisútvarpsins í Odd- fellowhöllinni. Var þar fagnað hinum erlendu gestum og ýms- um öðrum igestum, sem var sérstaldega boðið. (Samkvæmt FÚ.). Kaupmannaliöfn, 4. ág. FÚ. Á íslandskvöldi norrænu tón- listarhátíðarinnar í Kaup- mannahöfn í gærkvöldi vom viðstödd konungshjónin, Her- mann Jónasson forsætisráð- hena og frú lians, Sveinn Björnsson sendilierra og frú hans, aðrir sendiherrar Norður- landa, borgarstjórar Kaup- mannahaf nar, útvarpss t j órinn danski og tónlistarmenn hvaða- næva af Norðurlöndum. Mikil hrifning var og fult hús áheyr- enda. Söngkonunni Maríu Markan voru færðir margir hlómvendir. Að hljómleikunum loknum var Piáli ísólfssyni færður lárviðarveigur með hin- um dönsku þjóðarlitum. Síðar um kvöldið var efnt til veislu í útvarpsbyggingunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.