Vísir - 12.09.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 12.09.1938, Blaðsíða 2
VlSIR Hitler ríkiskanslari befir örlög Evröpu í hendi sinni og ákveöur friö eða dfrið Allup heimupism bíðup með mikilli eftipvænt- ingu ræðu kmslarans í kvöld. EINKASKEYTI TIL VfSIS. London, í morgun. Hitler f lytur ræðu sína um utanríkismálin í kvöld, á flokksþingi nazista í Niirnberg. I henni mun hann gera grein fyrir stefnu þýsku stjórnarinnar gagnvart Tékkóslóvakíu. Ræðunnar er beðið af mikilli óþreyju um allan heim, því að menn búast við, að undir yfirlýsingu Hitlers sé það komið, hvort komist verður hjá nýrri Evrópu- styrjöld. Feikna undirbúningur fer fram í Þýskalandi til þess að allir íbúar landsins treti heyrt Hitler tala. Ræðunni verður útvarpað og endurútvarpað um allan heim og í Þýskalandi verður öllum gefinn kostur á að hlusta á hana. Fer mikill viðbúnaður fram í því skyni. Tilkynt hefir verið að hver einasti af hinum 4 miljónum íbúa Berlínar, sem af barnsaldri eru, skuli veittur greiður aðgangur að stöðum, þar sem þeir geta hlýtt á ræðuna. Eftir seinustu fregnum frá Berlín að dæma eru Þjóðverjar farnir að sannfærast um, að Bretar muni standa með Frökk- um, ef til styrjaldar kemur út af Tékkóslóvakíu, en til þessa hafa Þjóðverjar efast mjög um, að Bretar mundi grípa til vopna. Hinir þýsku stjórnmálaleiðtogar hafa verið alveg sann- færðir um, að til þess mundi ekki koma, að Bretar tæki þátt í styrjöld á meginlandinu, nema þá að öryggi Frakklands og Belgíu væri í hættu, vegna yfirvofandi árásar. Tilkynning, sem breska stjórnin hefir gefið út, tekur af allan vafa um afstöðu Breta. Þjóðverjar verða að ganga út frá því, að Bretar standi með Frökkum hvað sem á dynur. Það, sem seinast er kunnugt um afstöðu Breta, vegna Tékkó- slóvakíu, hefir komið mönnum svo á óvart, að þeir hafa ekki áttað sig á því til fulls. En fregnirnar um víðtækar varúðarráð- stafanir í Frakklandi og Bretlandi að undanförnu hafa haft sín áhrif — einkum að svo virðist sem Bretar ætli í öllu að hafa hina nánustu samvinnu við Frakka um varúðarráðstaf- anir. Einkanlega óttast menn hver áhrif afstaða Breta muni hafa á stefnu Hitlers, en hann flytur ræðu þá í kvöld, sem menn hafa beðið með svo mikilli eftir- væntingu og óþreyju, en það er ræða hans um utan- ríkismálin, sem hann flytur á flokksþingi nazista í Niírnberg. En það má fullvíst telja, eftir áreiðanlegustu heim- ildum, að afstaða Breta hefir vakið mikla óánægju hinna þýsku leiðtoga. 1 París er litið svo á, af ábyrgum stjórnmálamönnum, að það muni verða til þess að draga úr æsingum, að breska stjórnin hefir gefið Hitler til kynna greinilega, hver afstaða Breta verði, ef Þjóðverjar fari með her inn í Tékkóslóvakíu. Afstaða bresku stjórnarinnar hefir orðið til þess að styrkja mjög samheldni Breta og Frakka. LESLIE HORE-BELISHA hermálaráðherra Breta er hér á myndinni að virða fyrir sér fallbyssukjaft, en Bretar hafa unnið af miklu kappi að fram- leiðslu slíkra fallbyssa til land- og flotavarna að undanförnu. Hore-Belisha er talinn mjög röggjsamur og afkastamikill og er ráðherrastaða hans talin vel skipuð, meðan hans nýtur við. — lntni. Uíluinr n álai. Á 7. hundrað krónum stolið í Oddfellowhúsinu. — Konu hrundið niður stiga í K.R.-húsinu og varhúnflutt í sjúkrahús vegna meiðsla. — Þjófur í dönskum liðs- foringjabúningi á morgungöngu. •HCjBt fíSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Munar mjóu! PNN má ekki í milli sjú, ^ hvorum muni að lokum veita betur, i baráttunni um yfirráðin í „verklýðshreyfing- unni“ og Alþýðusambandinu, Alþýðuflokksmönnum eða „Sameiningarmönnum“, þ. e. kommúnistum með Héðin „i taglinu“. Ef búist hefði verið við þvi, að bæjarst j órnarkosningin i Nes- kaupstað mundi gefa einhverja vísbendingu urn þetta þá hefir sú von brugðist. Þar skiftist at- kvæðamagn „samfylkingarinn- ar“ frá því í vetur að kalla má alveg að jöfnu milli Alþýðu- flokksmanna og hinna, og höfðu þeir fyrrnefndu þó tveimur at- kvæðum betur. Vafalaust hafa þessi kosn- ingaúrslit orðið kommúnistum vonbrigði. Þeim hefir aukist töluvert fylgi í Neskaupstað síð- ustu árin, en þar við bætist, að nú höfðu þeir fenglið í lið við sig tvo af áhrifamönnum Al- þýðuflokksins i bænum, fyrir atbeina Héðins og áróðursins fyrir „sameiningunni“. En ,.uppskeran“ varð þó ekki meiri en svo, að þeir eru nú liðfærri í bæjarstjórninni en fyrir kosn- inguna. í vetur náðu 6 samfylkingar- menn kosningu í bæjarstjóm Neskaupstaðar, 3 Alþýðuflokks- menn og 3 kommúnistar. En af Alþýðuflokksmönnunum hélt að eins einn trygð við samfylk- inguna, þegar ;á reyndi. Varð bæjarstjómin því óstarfhæf og gat ekki komið sér saman um kosningu bæjarstjóra, eins og á ísafirði um árið, og varð þvi að láta kosningu fara fram á ný. Að þeirri kosningu lokinni eiga nú sæti í bæjarstjórninni: 3 Al- þýðuflokksmenn, 3 samfvlking- armenn (2 konnnúnistar, í stað 3 áður, og fyrrv. Alþýðuflokks- maður) 2 sjálfstæðismenn og 1 framsóknarmaður. Er þannig litlu nær en áður um starfhæfni bæjarstjórnarinnar og ósýnt livort tekst að fá löglega kosinn bæjarstjóra. Þó má gera ráð fyrir því að það takist með þeim hætti að bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins greiði bæjar- stjórnarefni Alþýðuflokksins at- kvæði, svo að hann nái kosn- ingu, þó að það verði með minni hluta atkvæða bæjar- stjórnarinnar. — En það verður svo undir bæjarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins komið, live lengi Alþýðuflokknum verður unt að lafa við völd, nema ef vera skyldi, að samfylkingarmaður- inn gengi aftur í lið við hann. og hann nái þannig meirihluta- aðstöðu með tilstyrk lians og bæjarfulltrúa Framsóknar- flokksins. En af þessum kosningaúrslit- um í Neskaupstað má hinsvegar ráða, að mjög rrijkil áhöld muni verða um það, hvoru megin meirihlutinn verði lá Alþýðu- sambandsþinginu, sem keniur saman í næsta mánuði. Nes- kaupstaður hefir til skamms tima verið eitt af sterkustu vigj- um Alþýðuflokksins, en er nú svo að segja „úr hendi“ lians. Og síst betur mun hag flokksins komið annarsslaðar á Aust- fjörðum eða Norðurlandi. — Þó horfir mun betur fyrir flokkn- um nú, síðan hann með tilstyrk sjálfstæðismanna bar sigur úr býtum í atkvæðagreiðslunni í Dagsbrún. En þeim „sigri“ á hann það vafalaust einnig mik- ið að þakka, að ekki tókst ver til fyrir honum, en raun varð á, i bæjarstjórnarkosningunni í Neskaupstað, þó að hann nyti þar ekki beinlínis atkvæðastyrks frá sjálfstæðismönnum. Og að viðbættum þeim viðbúnaði, sem ráðamenn flokksins hafa haft til þess að geta ráðið nokkuru um það, hvernig Alþýðusam- handsþingið verði skipað, ýmist með ráðstöfunum til þess að bægja fulltrúum gamalla sam- handsfélaga frá þingsetu, eða til þess að skipa það fulltrúum nýrra félaga, sem kommúnistar kalla „gerfifulltrúa“, þá mætti ætla að það mundi „alt saman- lagt“ endast þeim til þess að tryggja þeim völdin í Alþýðu- sambandinu f}Tst um sinn. Bæjarstjórnarkosning fór fram í Neskaupstað í gær og urðu úrslitin þessi: A-listi (Alþfl.) .... 196 atkv. B-Iisti (Framsókn) . 60 — C-listi (Sjálfst.fl.) .. 145 — D-listi (Samfylk.) •.. 194 — Kosningu hlutu því 3 Alþýðu- f lokksmenn, 1 Framsóknarfl.m., 2 Sjálfstæðismenn og 3 Sam- fylkingarmenn (2 kommúnistar og 1 fyrrv. Alþýðuflokksm.). Við kosningarnar 30. jan. s. I. hlaut A-listi (F.) 84 atkv., B-listi (S.) 141 og C-listi (A.) 331 atkv. Knnnnr VesturdS' lendingnr fulltröl á pingi pjöðabanda- lagsins. Joseph T. Thorson, K. C. M. P., þingmaður fyrir Selkirk- kjördæmi á sambandsþingi Canada, var þann 17. ágúst af sambandsstjórninni í Ottawa skipaður fulltrúi Canada á þingi þjóðabandalagsins, sem hefst í Genf í dag. Joseph Thorson er einn hinna mætustu íslendinga vestan liafs og má það vera íslendingum hvarvetna gleðiefni, að Thorson hefir verið falið þetta virðingar- mikla hlutverk, og sýnir það glögt, hvers álits liann nýtur. Skipafreg'nir. Gullfoss fer til Leith og Kaup- mannahafnar i kvöld. Goðafoss er á útleiS. Brúarfoss er á leiS til landsins. Dettifoss fer vestur og norður i kvöld. Selfoss er i Reykja- vík. Hitler þarf ekki að vera í neinum vafa um það lengur, segja franskir stjórnmálamenn, hver ábyrgð hvílir á honum, er hann heldur ræðu sína í kvöld. Hann hefir það í rauninni í hendi sér, segja þau, hvort frið- ur helst eða styrjöld verður háð. United Press. Hertogínn af Connanght látinn. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Prins Arthur, liertogi af Connaught andaðist í nótt í bú- stað sínum við Belgrave Square, fimmtíu og fimm ára að aldri. Hann hafði legið rúmfastur að undanförnu. Arthur hertogi af Connaught var f. 13. jan. 1883. Til hertogatitils jæssa var , stofnað 1844, er Arthur, þriðji sonur Viktoríu drotningar, var gerður að hertoga. Hertoginn, sem nú er látinn, var einkason- ur hans. Kvæntist hann 1913 frænku sinni, Alexöndru stór- liertogafrú af Fife. 1920—1925 var hann ríkisstjóri í suður- Afríku. United Press. FRANSKIR VARALIÐS- MENN KVADDIR HEIM? London, í morgun. Fréttaritari United Press i Shanghai símar í morgun, að 1500 franskir þegnar í Shangliai, sem eru varaliðs- nenn í franska liernum, liafi fengið skipun um að vera viðbúnir að hverfa heim tafarlaust, ef þeir yrðu kvaddir til þess, vegna yfir- vofandi styrjaldar. Átti að Iialda þessu leyndu, en fregnin síaðist út. United Press. Drykkjuskapur er nú mjög vaxandi í bænum, einkum um heígar. Er nú aftur farið að fjölga í bænum, fólk komið heim úr síldinni og menn liafa meiri peninga handa milli. Á aðfaranótt sunnudags braust maður við vin inn í Oddfellowhúsið og stal um 62U kr. úr herbergi á annari hæð hússins. Skemtiklúbburinn Virginia hafði dansleik þar um nóttina. Þegar liúsinu var lokað var far- ið með aðgangsféð, 620 kr., á- samt óseldum aðgöngumiðum, inn í herbergi á annari liæð hússins, i norðurálmunni, og þetta látið á borð við glugga, en þar var opin ókrækt rúða efst í glugganum. Þegar for- stöðumennirnir liöfðu lagt frá sér peningana og aðgöngumið- ana, tvilæstu þeir hurðinni á eftir sér. Kl. að ganga fjögur um nóttina á að hirða pening- ana, en þeir eru þá horfnir. Er nú lögreglunni gert aðvart. — Náði liún í innbrotsþjófinn í gærmorgun, en það er piltur innan við tvitugt. Fékk lögregl- an grun á lionum, því að hann hafði verið á dansleiknum, en var rekinn út vegtna áfloga og liafði reynt að komast inn aftur. Pilturinn hafði ætlað sér að komast inn á dansleikinn, hvað sem tautaði, og þess vegna, er hann komst ekki réttu leiðina, klifraði liann upp á tvo skúra, hvern af öðrum, en þeir cru undir fyrnefndum glugga, en af efri skúrnum steig hann á gluggasilluna og smeygði sér svo inn um glugg- ann. Er hann sá peningana stóðst liann ekki freistinguna. Þar sem dyrnar voru læstar, varð hann að fara sömu leið og hann kom. Pilturinn var undir áhrifum víns, sem fyrr segir. Áflog urðu á dansleik í K.R.- húsinu og var konu lirundið þar niður stiga. Var hún flutt í sjúkrahús vegna meiðsla. Kl. 6—7 í gærmorgun varð lögreglan vör við mann nokk- urn í dönskum sjóliðsforingja- búningi. Var maðurinn á morg- ungöngu og sýnilega „undir á- hrifum“. Hafði hann labbað niður á Hvidbjörnen, sem ligg- ur liér við hafnargarðinn, tók þar liúfu og frakka og fór i, og tók svo til að ganga um bæ- inn sér til skemtunar. Lögreglan kom einkennis- búningnum til skila. Afmæliskappleikur Fram og K.R. fór fram í gær kl. 4.30 á íþróttavellinum. VeÖur var fremur gott og lauk leiknum á jafntefli 3: 3. HafÖi þó K.R. mikla yfirburði í leiknum. II. flokks mótinu lauk á laugardag með leiknum milli K.R. og Vals. SigraÖi K.R. meÖ 4: o og var vel aÖ sigrinum komiÖ, því að þeir „áttu“ að heita má allan leikinn. K.R. hefir 6 stig, Valur og Víkingur 3 hvort-og Fram ekkert. Ljósatími bifreiða og annara ökutækja er nú frá 7.50 síðd. til kl. 5.00 árd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.