Vísir - 12.09.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 12.09.1938, Blaðsíða 3
V1 S IR Skýriogar Nýja-dagblaðsins á afskiit- nm Skipaðtgerðar rikisins af miili- iandasiglingum. Einfeldni, sem leida kasm til afglap&e Á undanförnum árum liafa ; stjórnarflokkarnir lineigst að því ráði, að láta ríkið fara lengra inn á svið einstakling- anna og taka sér eitt allan rétt í ýmsum rekstri. Einhvern grun liafa þó þessir ráðaflokkar haft um það, að almenningur kynni að sætta sig illa við óréttinn, og hefir það því ávalt verið látið heita svo, að þessar nauðungar- ráðstafanir væru gerðar lands- lýðnum til bjargar, en ekki af liinu, að lineigðin til ríkisrekstr - ar væri svo sterk hjá þessum mönnum, að þeir sæu það eitt bjargráð, en hirtu ekki um hvað lagt væri í sölurnar til þess að koma fram ríkisrekstrai’hug- myndum sinum. Nýlega birtist gi'ein í Nýja dagblaðinu, sem nefndist „Ferðamannaflutningar“, og snýst hún aðallega um það, að sanna, að ríkið liafi elcki farið inn á eðlilegt starfsvið Eim- skipafélags Islands li.f., þótt það láti smiða hið nýja skip Pálma Loftssonar og taki að sér ferða- mannaflutninga frá útlöndum yfir sumartímann. Blaðið kemst meðal annars svo að oi’ði um þetta atriði: „Milli landa heldur Eimskipafé- lagið föstum áætlunarferðum til flutninga á vörum og því fólki, sem á ákveðin erindi landa á milli. Það hefir aldrei gert neitt til þess að skipuleggja og haida uppi ferðum fyrir þá erlenda menn, karla og konur, sem (gjarnan vildu koma hingað til lands í sumarleyfum sínum, til þess að kynnast landi og þjóð.“ Ofanrituð ummæli má kalla hámark í óskammfeilni, þar sem allri þjóðinni er kunnugt, að Eimskipafélagið hefir í ald- arfjórðung haldið uppi sigling- um til landsins og haft alla for- ystuna á þessu sviði. Hefir fé- lagið sem stendur fimm far- þegaskip í fax-þegaflutningi all- an ársins hring milli landa, og er auk þess í ráði að auka flot- ann með stóru og vönduðu fyrsta flokks skipi. Það, sem rikisstjórnin liefir nú í hyggju er að liindra eðlilega framþró- un á starfi Eimskipafélagsis ein- mitt á þeim tima, sem á ríður að tryggja siglingar til landsins með stóru og þar til hæfu skipi, vegna yfirvofandi ófriðarhættu, en með þessu liindrar ríkis- stjórnin að viðunandi skip sé bygt til millilandaferða. Með þvi að byggja skip sem bæði á að vex-ða í millilandasiglingum og strandferðum, verður bygt við- rini af skipi, sem bæfir hvorugu hlutverkinu. Skipið þai’f að vera hraðskreitt, en vegna smæðar sinnar getur það ekki verið svo liraðskreitt, að vel fax-i um far- þega á haöldum Atlantshafsins, hinsvegar er það of stórt til við- komu á smáhöfnum landsins, sérstaklega l>egar taka á tillit til fjárliagslegrar afkomu. Er Pálrni Loftsson bar fram tillögu sína um sölu á Esju, var gert ráð fyrir að hana mætti selja fyrir kr. 600 þúsund. Sölu verðið reyndist 25% lægi’a. Á hinn bóginn var áætlað að byggja skip fyrir 1200 þúsund krónur en nú mun áætlunin vera 1500 þúsund krónur. Hér skeikar því áætluninni frá vori til hausts um nær liálfa miljón króna. Með þeirri reynslu sem þjóð- in liefir fengið af starfsemi Páhna Loftssonar og loftköst- ulum hans og rástöfunum get* ur hún elckert traust til hans böi'ið, og sem að ofan greinir er hér á ný lagt út á sama af- glapaveginn með því að ríkis- stjórnin blandar sér að óþörfu inn i málefni, sem eðlilega til- heyra Eimskipafélagi Islands. Er mikil liætta á, að áður en lýkur verði þetta skip bæði því lil hindrunar að viðunandi fólksfutningaskip verði bygt og að það auk þess verði þungur baggi á ríkissjóði, því takist Eimskipáfélaginu ekki að koma fyrirætlan sinni í fi'amkvæmd, er við þvi búið, að erlend skipa- félög ráðist í að hafa fullkomið farþegaskip í förum og þá mun verða lítið um farþega í hinu lilla skipi í'ikisstjórnarinnar. Það vii'ðast vera örlög Pálma Loftssonar, að útreikningar lians standast ekki reynsluna, hvort sem þetta stafar af hæfi- leikaskorti eða hvort aðferð hans er að gylla fyrirætlanir sínar fyrir valdhöfum lands- ins, sem engin skilyrði hafa til að bera skyn á teknisk eða fjár- hagsleg grundvallaratriði þess- ara mála. Þegar búið er að korna þessum ráðstöfunum Pálma Loftssonar í framkvæmd ber liann eða lians lið enga f jár- hagslega ábjn’gð á fyrirtækinu, cn landsmenn liafa þegar reynt livað það er að súpa seiðið af aðgerðum hans, skipakaupum log öðrum slíkum ráðstöfunum. Ríkisstjórnin veit vel, eða ætti að vita, að landsmenn allir kunna að meta starfsemi Einx- skipafélags Islands, og menn liafa ekki gleymt siglingum þess á ófriðarárunum og þeim afrekum, sem það inti þá af liendi, og menn liafa heldur ekki gleymt ninu, að Eimskipa- félagið hefir ált í harðri sam- kepni við erlend skipafélög og bætt svo siglingar hér við land, að ósambærilegt er við það, sem áður var, en með eðlilegri þró- un, og ef ríkið setur ekki stein í götu félagsins, ætti það að efl- ast svo með ári l.verju, að það gæti int hlutverk sitt enn betur af hendi. Skrif Nýja-dagblaðsins um mál þetta eru þess eðlis, að á- stæða vii'ðist til að taka málið alt til frekari athugunar, og þá ekki síst söluna á Esju og bygg- ingu hins nýja skips, sem nú mun vera á döfinni, en ef frá- sagnir blaðsins eru í fullu sam- ræmi við skýi'ingu þess á nauð- syn íhlutunar ríkisins af flutn- ingi ferðafólks, má ætla, að ein- feldni þessara manna kunni að leiða til fullra afglap*. Sumarstarfsemi íþrótta skúlans á Álafossi. Uppundir 100 börn hafa verið þar við íþróttanám í sumar, en 1800 manns hafa nú lært sund og skynsamlega meðferð líkama síns undir handleiðslu Sigurjóns Péturssonar og kenn- ara hans. Tíðindamaður frá Vísi hitti Sigurjón Pétursson íþrótta- frömuð að máli í gær og bað hann segja lesendum Vísis dálítið frá sumarstarfseminni á 'Álafossi, en hinn- ar þjóðnýtu starfsemi þessa ágæta skóla telur Vísir nú sem fyrrum rétt að kynna sem flestum. Hafa nú, í lok sumarstarf- semi Iþróttaskólans, um 1800 manns lært að synda á Álafossi, og með því hefir þessi stofnun unnið mikið afrek — á sviði líkamsmenningar og björgunarmála, og verður þvi seint um of á loft haldið. — Sigurjóni Péturssyni segist svo frá: Kenslu og tilhögun allri í Iþróttaskólanum að Álafossi var hagað líkt og undangengin ár. Námskeiðin voru þrjú, tvö mánaðarnámskeið,en það þriðja hálfsmánaðar, sem byrj- uðu 1. júní, 1. júlí og 1. ágúst. Hið fyrsta sóttu 24 drengir á aldrinum 8—14 ára, júlínám- skeiðið, telpur á sama aldri og jafnmargar, en námskeiðið í ágúst sóttu börn úr Garðinum, Keflavík og fleh’i stöðum. Alls 24. Kenslu hafa notið nokkur- ir fleiri en hér hafa verið taldir. Um seinasta námskeiðið er vert að taka fram, því að það er mjög til fyrirmyndar, að það var Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins í Garðinum sem kostaði börnin þaðan á námskeiðið, nít- ján talsins, drengi og telpur. Kornrnar tóku sig fram um þetla af sjálfsdáðun, af þvi að þær skilja til blítar, að ein höf- uðundirstaða allra slysavarna er, að menn og konur kunni að synda, og þær gerðu þetta því í þvi augnamiði, að vinna að björgunaröryggi í sínu bygðar- lagi. Björgunarbátax’, björgun- arhringar, björgunarlínur og önnur tæki til björgunar eru öll nauðsynleg, en oftast er það kannske svo, að til þess að þessi ágætu tæki komi að notum þarf sá, sem bjai'ga á, að geta synt. En mér er vel kunnugt, að konurnar úr Garðinum, sem og aðstandendur barnanna, sem koma í skólann rfirleitt, skilja til blitar liversu þroskandi áhrif það hefir á líkama og sál, að iðka sund. Mæður barnanna úr Garðinum komu í heimsókn að Álafossi í lolc námskeiðsins til þess að sjá framfarir bamanna sinna og ánægja þeima var mik- il. En eftirtektarverðust fundust mér ummæli þeirra kvenna, sem eklci höfðu fengið tækifæri lil þess í æsku sinni, að læra að synda. Þær sögðust vera glaðar yfir, að börnin þeirra fengju þau tækifæri, sem þær liöfðu ekki fengið — og létu í Ijós mikla gleði vfir því. Sú gleði grundvallaðist meðfram af því — kannske mest — að þær vissu framtiðaröryggi þeirra meira, af þvi að þau kunna að synda. Slíkur liugsunarháttur mæðra íslenskra sjómannaefna þarf að verða almennur. En nú vil eg vikja að öðru, sem kemur fram í hugann, þeg- ar eg fer að spjalla um þetta. Fyrir nokkurum árum voru hjá mér börn úr Garðinum og fleiri sjóplássum, og eg tók eft- ir þvi þegar, að börnin sem nú komu voru betur þroskuð lík- amlega. Eg veit, að það stafar mest af því að viðurværi barna þar liefir hatnað, einkanlega að þvi leyti, að þau liafa fjölbreytt- ara og hollara fæði en áður, en það stafar aftur af aulcinni garðrækt. Meira af kartöflum, rófum, kálmeti allskonar er á borðum nú i þessu sjóplássi en áður var. Aukin garðrækt og grænmetisnámskeið — þar sem mæðrunum er kent að matbúa hverskonar grænmeti — alt er það til framfara og aukinnar líkamlegrar velliðunar og lneysti. Fjörefnaríkari fæða — það á að vera eiít af okkar ein- kunnarorðum. Meira af garðá- vöxturn, ekki sist grænkáli, meira af mjólk og þorskalýsi, rninna af mögru keti, og heil- brigðin og velliðunin mun auk- ast. I íþróttaskólanum var sem áður lögð áhersla á fjörefnarika fæðu. Börnin fengu góðan, holl- an mat — niikið af garðávöxt- um, mjólk, lýsi og nýjum fiski. Þeim fór vel fram — þyngdust um y2 kg. upp í 1,8 kg. livert barn á einum mánuði, þrátt fyrir talsverða áreynslu við íþróttaiðkanirnar. Börnum var kent bringu- sund, baksund, björgunarsund og dýfingar. Þau voru öll vel synd að námskeiðunum lokn- um. Kensluna höfðu með höndum Klara Klængsdóttir sundkenn- ari og Halldór Erlendsson leik- fimiskennari. I haust liafa ungmennafélög- in í Kjós og Mosfellssveit sund- námskeið á Álafossi. Höfðu þau námskeið þar í fyrrahaust og er það vegna liins ágæta árang- urs þá, sem þau hafa nú ákveð- ið að koma aftur — til sund- iðkunar og framhaldsnáms — og með nýja nemendur. Danssýning i Iðnð. Fjeldgaard & Flatau. Kl. 9 í gærkveldi liófst fyrsta danssýnig þeirra frk.Fjeldgaard og Aage Flatau magisters, en svo var aðsóknin mikil, að hvert sæti var skipað og fjöldi áhorf- enda stóð meðfram bekkjunum beggja vegna í liúsinu, og fögn- uðu áhorfendur dansendunum með dynjandi lófataki eftir Iivern dans. Frk. Fjeldgaard hefir ýmsa ágæta eiginleika til að bera sem dansmær, fagurt vaxtarlag, mýkt og stælingu i lireyfingum, ör tilþrif og blæbrigði í sam- ræmi við stíganda hljómfalls- ins. Aage Flatau er einnig við- feldinn dansari, öruggur og styrkur, liefir góð svipbrigði og léttar hreyfingar. Má segja að danssýning þessi hafi tekist mjög vel, en einkan- lega mætti nefna Czardas, Step-Parodier (skopstælingar) og ýmsa step-dansa. Bára Sigurjónsdóttir, sem lært hefir dans undir hand- leiðslu ofangreindra dansenda, sýndi einnig dans við góðar við- tökur. í Sextugs- afmæli. L. Kaaber, bankastjórf, tsr sextugur i dag. Hann er fyrir löngu þjóðkunnur maður sem einn af brautrvð j endum is- lenskrar heildverslunar og síðar sem bankastjóri í Landsbankan- um. Hann kom ungur lihigað til lands og liefir átt hér heimili jafnan síðan, enda dregur hann enga dul á, að hann telur ísland sitt annað fósturland. Þrátt1 fyr- ir miklar annir við dagleg störf, hefi hann gefið sig mjög að fé- lagsmálum og andlegum efnum, sem hann hefir unnið að af mik- illi elju og einlægni. Fyrir þau störf munu margir þakka hon- um í dag, er notið hafa áhuga hans, álirifa og heilinda í þeim málum. Vinsældir hans hér eru miklar og eiga djúpar rætur og vinir hans um alt land munu í dag senda honum lilýjar lcveðj- ur. BL Yfirlýsing frá bresku stjðrninni. London 12. sept. FÚ. Breska stjórnin litur svo á, að siðustu tillögur tékknesku stjórnarinnar liafi mjög veru- lega minkað þann ágreining, sem er milli tékknesku stjórn- arinnar og Súdeta. Breska stjórnin lítur þvi svo á, að engin réttmæt ástæða sé fyrir hendi til þess að hætta samn- ingatilraununum og grfpa tll annara gerræðislegri lausna. Þó að stöðvun liafi orðið á samningunum, er Runciman lávarður enn í Prag, reiðubú- inn til þess að verða báðum málsaðilum að liði, ef þess er beiðst. Ef gripið verður til árásar, hlýtpr Frakkland að dragast inn i málið vegna skuldbind- inga sinna, og þetta riki getur ekki staðið lilutlaust hjá, ef al- menn styrjöld brytist út, svo að öryggi Frakklands væri hætta búin. Þýskaland getur þvi ekki búist við skanim- vinnri styrjöld, án þess að til ihlutunar annara rikja komi, fyrst Frakklands og því næst Bretlands. Stefna bresku stjórnarinnar í þessu máli var fyrst gerð heyrum kunn í ræðu, sem for- sætisráðherrann hélt 24. mars og aftur nýlega í ræðu, sem Sir John Simon liélt. Nú liafa sjón- armið bresku stjórnarinnar enn á ný verið skilmerkilega tjáð þýsku stjórninni af Sir Neville Henderson, sendilierra Breta í Berlín. Hefir hann átt viðræður við alla leiðtoga Þýskalands nema Hitler, svo að þýska stjórnin ætti ekki að vera í neinuni vafa um hver stefna Bretlands er. Samveld- islöndin liafa staðið í stöðugu sambandi við stjórnina og þekkja stefnu liennar, sömu- leiðis Frakkland. Samúð ann- ars stórveldis, sem sé Banda- Dæsynii. Fjeldg a d og Flatan verður endurtekin annaS kvöld þriðjudag kl. 91 í Iðnó. Aðgöngumiðar í Hljóð- færahúsinu og Bókaversl- un Eymundsen og Verslun Einai's Þorgilssonar, Hafn- arfirði. rikja Norður-Ameríku, er oss : sérstaklega dýrmæt, og einkum á tímum sem þessum. Þess vegna liefir stjórn Bandaríkj- anna, sem aldrei hefir verið oss vinsamlegri en nú, einnig, verið látin vita um stefnu vora i þessum málum. Breska stjórnin álítur á- standið mjög alvarlegt, en þó ekki svo, að ástæða sé til að- örvænta. Ef Evrópustyrjöld brytist út, væri það að vísti ægileg hörmung, en breska stjórnin lítur svo á, að frá þess- ari liörmungu megi forða, og. mun ekkert láta ógert til þess að afstýra henni. — (FÚ.). Veðrið 1 morgun. 1 Reykjavík 6 st., heitast í gær' io, kaldast i nótt 6 st. Úrkoma 4.0 mm. Heitast á landinu í morgun 8 st., á Reykjanesi, kaldast 5, Dala- tanga, Sandi 0.5. — Yfirlit: Grunn, lægð yfir norðanyerðu Islandi £\ hægri hreyfingu í austur et5a suS- austur. — Horfur: SuSvesturland c- Vestan og norðvestan gola eSa kaldi.. Smáskúrir. Norðurland, norðaust- urland: Vestan og norðvestan. gola. Rigning öSru hverju. Tónlistaskólinn biSur eldri nemendur sina, sem- ætla að stunda nám í vetur, að koma til viðtals í Hljómskálann annað kveld milli kl. 8 og 10. Hjúskapur. S.l. laugardag voru gefin saman. í hjónaband af sr. Jóni Thoraren-' sen í Hruna, ungfrú Ragna Eiríks- dóttir frá Vorsabæ á SkeiÖum og Hermann Bæringsson, vélstjóri á e.s. Selfossi. Þau fara utan með Selfossi. Gísli Guðmundsson, sem auglýsir enskukenslu í blað- inu í dag, er til viðtals i sima nr. 5020 kl. 11—12)4. Ludvig Kaaber, bankastjóri er sextugur í dag.; Hæsti vinningurinn í happdrættinu á laugardag var •eldur í umboðinu á Akureyri og var heilmiði. Aðalræðismaður Svía, Otto Johanson verður fjarver- andi til 19. nóvember. 1 fjarveru hans gegnir Magnús Kjaran, vara- ræðismaður Svía, aðalræðismanns-' störfúnum. (F.B.). Næturlæknir Karl S. Jónasson, Sóleyjargötn 13, sími 3925. — Næturvörður í Laugavegs apóteki og Ingólfs apó.- • teki. Danssýningu Fjeldgaard og Flatau í Iðnó í ' gærkvöldi var tekið afar vel. Að- göngumiðar að þeirri sýningu seld'- ust á skömmum tíma, svo að fjöldt manns varð frá að hverfa. Nú verð- , ur danssýningin endurtekin annaðó kvöld í Iðnó og ættu menn að ’ tryggja sér miða í tíma. Sjá augl. t á öðrum stað í blaðinu. Útvarpið í kvöld. 19.20 Hljómpl, : Göngulög. 20.15; Sumarþættir (V. Þ. G.). 20.40 Ein- söngur (Gunnar Pálsson). 21.05 Útvarpshljómsveitin leikur aljiýðú- lög. 21.30 Hljómplötur: Kvartett i* Des-dúr, eftir Dohnany.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.