Vísir - 17.09.1938, Side 2

Vísir - 17.09.1938, Side 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Ófriðar- hættan. AÐ er sagt, að sú ákvörðun forsætisráðherrans breslca, að fara á fund Hitlers, til þess að ræða við hann um það, með hvaða ráðum mætti takast að afstýra ófriði, hafi fengið „mis- jafna dóma“. Enginn vafi er þó á þvi, að með þeirri ákvörðun og framkvæmd hennar eru tek- in af öll tvímæli um það, að Bretum muni full alvara um, að láta einskis ófreistað, til þess að koma i veg fyrir styrjöld. Það mætti því ætla, að þessi ráða- breytni mæltist hið besta fyrir meðal allra einlægra friðarvina og lýðræðissinna. En svo furðu- lega vill til, að það er einmitt í frásögur fært, að það sé eink- um „í hinum frjálslyndari hlöð- um“, sem vart verði nokkurra efasemda um það, að för ráð- herrans til Þýskalands hafi ver- ið vel ráðin og uggs um árang- ur hennar. Það getur nú engum dulist, að sé styrjaldarhætta yfirvof- andi, þá er ekkert ráð liklegra til þess að afstýra henni, en það, að aðilarnir talist við og reyni af heilum hug að jafna deilur sínar. En af því að þetta hefir einatt verið lagt undir höfuð, ög deiiuaðilar hafa ekki talið það virðingu sinni samboðið, að hafast annað að, til að afstýra vandræðum en að setja liver öðrum úr fjarska „ákveðna kosti og að lokum úrslitakosti“, þá hafa styrjaldir oft og einatt brotist út, þó að þeim hefði vel mátt afstýra, ef skynsamlegra ráða hefði verið leitað til þess. Með ákvörðun breska forsætis- ráðherrans er brugðið út af aldagamalli óvenju í stjórn- málaviðskiftum þjóðanna, og er hún þvi likleg til þess að marka tímamót í sogunni og tryggja friðinn í heiminum bet- ur en nokkuð annað, sem til þess hefir verið gert áður. „Uggurinn" um árangurinn af för Ghamberlains til Þýska- lands stafar af því, að menn óttast að hagsmunir Tékkósló- vakíu hljóti að verða fyrir borð bornir, ef samningar eigi að geta tekist við Þjóðverja, því að slikir samningar muni ekki tak- ast nema með þeim hætti, að Sudeta-héruðin verði skihn frá Tékkóslóvakíu og sameinuð Þýskalandi. Hinsvegar þurfti Chamberlain nú ekki að fara til Þýskalands, til að ná slikum samningum, og þessi för hans er því sönnun þess, að bresku stjórninni sé full alvara um að gera alt sem í hennar valdi stendur til þess að deilan verði leyst með öðrum hætti. Annað mál er það, hvort það tekst. En lakist það ekki, þá er þó engu spilt, þó að ítrustu tilraunir hafi verið til þess gerðar, að leysa deiluna friðsamlega. Hinsvegar má gera ráð fyrir því, að flestum ábyrgum stjórn- málamönnum stórveldanna þyki það geta orkað mjög tví- mælis, hvort réttur Tékkósló- vakíu til Sudeta-liéraðanna sé meira virði en að komist verði lijá nýrri lieimsstyrjöld. Það fer að sjálfsögðu mjög eftir þvi hvort Tékkóslvakía getur stað- ist sem sjálfstætt ríki, þó að þessi héruð verði frá henni skil- in, eða hún hlyti þá að liðast í sundur. En Sudeta-héruðin eru alþýsk liéruð, og væri því eðli- legast að þau sameinuðust Þýskalandi, enda erfitt fyrir þá, að beita sér á móti því, sem halda vilja í fullum heiðri sjálfsákvörðunarrétti þjóðanna, eins og Bretar og Frakkar hafa gert. En að öllum líkindum verð- ur það ekki Chamberlain eða breska stjómin, sem tekur úr- slitaákvörðunina um þetta. Það hlýtur að koma til kasta Frakk- Iands fyrst og fremst. Frakkar hafa tekist á hendur skuldbind- ingu um að vernda sjálfstæði Tékkóslóvakíu og annara ríkja „Litla-Bandalagsins“ sem stofn- að var fyrir forgöngu þeirra. En um þau ríki öll er svipað ástatt eins og um Tékkóslóvak- íu, að því leyti, að íbúar þeirra eru af ýmsum þjóðflokkum, og vofir því væntanlega yfir þeim öllum sama hættan í sambandi við la-öfur þjóðemismeirihluta í einstökum héruðum þeirra. Og fyrir þá sök er líka meiri hætta því, að ekki fáist frið- samleg lausn á Sudeta-deilunni í Tékkóslóvaldu, með þeim liætti, að Súdeta-héruðin verði sameinuð Þýskalandi, jafnvel þó að slík lausn mætti teljast sanngjörn á þeirri deilu. Um það, hvort til ófriðar dregur, virðist því alt muni velta á því, hvort samkomulag getur náðst um aðra lausn deil- unnar. En alt er í óvissu um það að svo komnu. Messur á morgun. I dómkirkjunni kl. n, sira Ólaf- ur Olafsson. I fríkirkjunni kl. 2, síra Árni Sig- urðsson. I fríkirkjunni i Hafnarfirði kl. 2, síra Jón Auðuns. Veðrið í morgun. I Reykjavík 5 st. hiti. Mestur hiti 7 stig, á Sandi, Reykjanesi og Fagurhólsmýri; minstur 3 st. á Raufarhöfn og Patreksfirði. Mest- ur hiti í Rvik í gær 10 stig, minst- ur 2. Sólskin 2,2 st. — Yfirlit: Ný lægð að nálgast frá Suður- Grænlandi. — Horfur: Suðvestur- land, Faxaflói, Breiðafjörður, Vest- firðir: Stilt og bjart veður i dag, en þyknar upp með sunnanátt i nótt. Skipafregnir. Gullfoss er á leið til Kaupmanna- hafnar frá Leith. Goðafoss er. i Hamborg, Bruarfoss í Reykjavík, Lagarfoss í Kaupmannahöfn. Detti- foss kom til Húsavíkur kl. 12. Sel- foss var á Dalvik í morgun. Höfnin. Kolaskip kom í gær og cements- skip frá Svíþjóð í gærkveldi, til hafnarinnar. Strandferðaskipin. Esja fór í strandferð í gærkveldi austur um land til Siglufjarðar. Kemur sömu leið til baka. Súðin var á Siglufirði í gær á vesturleið. Leiðrétting. Af vangá misritaðist í augl. frá skemtiklúbbnum Piccador í blaðinu í gær: Hljómsveit Bjarna Böðvars- sonar, en átti að vera Hljómsveit Oddfellowhússins, undir stjórn Bjarna Böðvarssonar. Chamberlain vill fallast á Sudeta-héruðin ef 80 % atkvæði með samein- Lokunartími að Þyskaland fái íbuanna greiða sölubúða er kl. 6 í dag. KORNRÆKTIN: mgunm. Rádstafanii* Tékka til þess að bæla niður óeirdin* Sudeta geta liaft binar alvarlegustu afleiðingai*. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgnn. Chamberlain forsætisráSherra, sem kom heim frá Þýskalandi í gær, var mjög vel fagnað við komuna til Hestonflugstöðvar, og var honum af hent þar bréf frá Georgi VI. konungi. Fór Chamber- lain á konungsfund í gærkveldi, þá er hann hafði rætt við nánustu samverkamenn sína í stjórninni. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum tilkynti Cham- berlain konungi hvað farið hafði milli sín og Hitlers, er þeir ræddust við í Berchtesgaden, um Tékkóslóvakíu. Kvað hann Hitler hafa lýst yfir, að hann gæti fallist. á eftirfarandi skilmála: 1. Tékkóslóvakía láti þegar af hendi við Þýskaland þau héruð, þar sem 80 af hver jum 100 íbúum eru Þjóðverjar og kref jast sam- einingar við Þýskaland. 2. Þar sem hinir þjóðversku íbuar lands- ins eru ekki 80 af 100 skal koma á kantónu- fyrirkomulagi að svissneskri fyrirmynd. 3. Bretland, Þýskaland, Frakkland og ef til vill Italía ábyrgist því næst hlutleysi Tékkó- slóvakíu, um allan aldur. 4. Hlutleysi Tékkóslóvakíu yrði trygt með svipuðu fyrirkomulagi og hlutleysi Belgíu og Svisslands. Hvort samkomulag næst á þessum grundvelli verður að svo stöddu ekki um sagt. Jafnvel þótt Bretar og Frakkar féllist á að leysa deiluna á þann hatt, sem að framan greinir, er engan veginn víst, að Tékkar og Slóvakar fallist á þessa Iausn. Hafa Ieiðtogar þeirra margsinnis lýst vfir því, að þeir mundu aldrei fallast á, að landamæri eða hlutleysi Tékkóslóvakíu væri skert. Og þótt leiðtogar Tékka og Slóvaka létu til neyðast að fallast á slíka lausn, sem Hitler hefir stungið upp á, er margt sem bend- ir á, að tékkneska þjóðin uni aldrei þeirri lausn. Yiðburðir þeir, sem gerst hafa í Tékkóslóvakíu undanfarin dægur sýna alveg ótvírætt, að leiðtogar Tékka eru ósmeykir við að gera þær ráðstafanir, sem þeir telja nauðsynlegar land- inu til öryggis og til þess að bæla niður óeirðirnar í Súdeta- héruðunum: Skemtun að Eiði. verÖur á morgun, ef veður leyf- ir. Undanfarna tvo sunnudaga hafa skemtanir farist fyrir vegna ve'Öurs, og er nú svo langt litSitS á sumar- ið, að ekki er að vita nema skemt- unin á morgun verði sú síðasta á sumrinu. Veðurhorfur eru góðar, og ætti menn að fjöímenna að Eiði á morgun. Mentaskólinn. verður settur á þriðjudaginn kl. I. Fimtug er í dag frú Anna Pálsdóttir frá Ánanaustum. Fjeldgaard & Flatau halda „alþýðudanssýningu" á morgun kl. 3 í Iðnó, og kosta öll sæti kl. 2.50, en stæði 1.50. — 1 dag kl. 2>x/2 sýna þau dans fyrir sjúklingana á Vífilsstöðum, en eft- ir helgina munu þau sýna fyrir danska félagið hér. Lambeth Walk, .. sem Fjeldgaard & Flatau hafa sýnt hérna, er mjög vinsæll erlend- is og hefir fólk hér beðið danspar- ið að kenna sér dansinn. Dansinn er kendur við Lambeth-hverfið í London, og er skopstæling á göngu- Iagi Lambethbúa, en á þeim er mik- ill „sláttur", eins og kallað er. Tónlistaskólinn verður settur á rnorgun kl. 2, í H1 j ómskálanum. Leynivínsali dæmdur. 1 Ólafur K. Ólafsson, Skólavörðu- stíg 46, var í gær dæmdur í 2200 kr. sekt og 2ja mán. fangelsi, fyrir óleyfilega vínsölu. Er hér um ítrek- að brot að ræða. Leiðrétting. I greininni um málvillur eftir Leikmann, á 5. síðu í blaðinu i gær, hafði misritast stóll í stað stíll. Ný frímerki. 1 tilefni af minningardegi Leifs heppna Eiríkssonar (Leifr Eiric- son’s Day), sem haldinn verður há- tíðlegur í Bandaríkjunum þ. 9. okt. næstk., verða þann dag gefin út sérstök frímerkjablöð til minningar um Leif hepna Eiríksson, 2 með mynd af Leifsstyttunni í Reykja- vík og eitt með hnattstöðumynd. Á hverju blaði eru 3 frímerki: 30, 40 og 60 aura, en söluverð hvers blaðs 2 kr. og gengur ágóði þeirra í sér- stakan sjóð til pósthúsbyggingar. Upplagið er 200.000 blöð og verða þau til sölu á pósthúsunum til 9. okt. 1939 (að honum meðtöldum) á meðan þau endast og gilda sama tíma til frímerkinga á póstsending- um. — Gfið Dppskera á Sáms- stfiðnm. Tíðindamaður frá Vísi átti tal við Steingrím Steinþórsson bún- aðarmálastjóra í morgun, en hann var fyrir nokkuru austur á Sámstöðum, þar sem kornrækt hefir nú um mörg ár verið í stunduð í stórum stíl og með góðum árangri, undir stjóm á* gæts manns, Klemenzar Krisk- jánssonar. Kornuppskeran stendur nÚ sem hæst, sagði búnaðarmála- stjóri, og mun vera búið að slá % liluta kornakranna, en korni mun Iiafa verið sáð i 20—30 dagsláttur á Sámsstöðum í ár, Er það mest bygg og hafrar. Dá- lítið er og ræktað af vetrarrúgi og tilraunir eru gerðar með hveitirækt, en í smáum stíl. Þá' er og grasfræ ræktað á Sáms- stöðum, og er grasfræræktín með mesta móti í ár. Yfirleitt lítur vel út með þettá alt. Kornið litur vel út. Það þroskaðist noklcuð seint, vegná kuldanna í vor, en náði sér á strik er á leið. Tjón hefir ekki orðið teljandi af foki. Hvassviðri kom þó eystra á dögunum, en tjón af foki verið litið. Viðri vel nú um hríð og ekki verði tjón af foki eða kornið skemmist í illviðrum, má búast við, að upp- skeran verði góð. Korn er ræktað allviða um land sem undangengin ár og í mjög stórum stíl í Eyjafirði, þar sem Kaupfélag Eyfirðinga liefir gert tilraun með kornrækt á stóru svæði. Á Hvanneyri í Borgarfirði var liafin kornrækt í vor. Þá er kornrækt sem áður hjá Ræktunarfélagi Norður- lands á Akureyri. Einstakir hændur gera og tilraun með kornrækt. Allar líkur eru til að komrækt- in aukist á næstu árum. Fram- farir þær, sem orðið hafa i þess- ari grein landbúnaðarins eru miklar og má þakka það á- huga og dugnaði margra, ekkl sist Klemenzar á Sámsstöðum. 1. Þeir hafa sent mikið her- lið til Súdeta-héraðanna. 2. Þeir hafa fyrirskipað að leysa upp S. S. félögin eða sjálfboðalögreglu Súdeta. 3. Þeir hafa fyrirskipað að Ieysa upp Súdeta-flokkinn. 4. Þeir hafa fyrirskipað handtöku Henleins, komi hann aftur til Tékkóslóvakíu. (Þessi fregn hefir þó verið borin til baka, og óvíst um hvort hún er sönn). Kundt, þingleiðtogi Súdeta, hefir sagt í viðtali við United Press, að þar sem Chamberlain Hlutaveltu heldur K. R. á morgun kl. 5 síð- degis í K.R.-húsinu. Eins og áður hafa K. R.-ingar vandað mjög til hlutaveltunnar og telja hana bestu hlutaveltu ársins. Má nefna aðal- drættína: Rafmagnseldavél, far- seðil til Kaupmannahafnar, matar- forði til vetrarins, farseðill til Ak- ureyrar, mikíð af peningum, margs- konar nauðsynjarvara og vefnaðar- vara og þúsundir ágætra muna ann- ara. Munu bæjarbúar fjölmenna í K.R.-húsið á morgun og freista gæfunnar og styrkja um Ieið híð þróttmikla íþróttafélag, sem nú er bráðum 40 ára. og Hitler hafi komið saman á fund til þess að ræða deilumál- ið, sé það ekkert höfuðatriði, hvort starfsemi flokks eða flokka sé leyfð, eða ekki. Ef um það eitt er að ræða, til að út- kljá deilumálin, hvort friður helst eða styrjöld verður, má segja, að hvorki Tékkar né Þjóðverjar geti ráðið hver verða örlög þeirra, en um það þarf ekki að efa, sagði Kundt, að Hitler og Chamberlain munu gera það, sem í þeirra valdi stendur, til þess að leysa málið hið fyrsta. Kundt neitaði því, að hann væri að stofna nýjan flokk, sem nefnist Geieman bæheimskl flokkurinn. United Press. Næturlæknir í nótt. Axel Blöndal, Mánagötu 1, sími 3951. — NæturvörÖur í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. Helgidagslæknir. Alfred Gíslason, Brávallagötu 8, sími 3894. Næturlækni'r aðra nótt. Daníel Fjeldsted, Hverfisgötu 46, sími 3272. — Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúð- inni IÖunni. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.20 Hljómplötur: Kór- söngvar. 19.50 Fréttir. 20.15 Upp- lestur: „Gerska æfintýrið" (Hall- dór Kiljan Laxness rithöf.). 20.40 Hljómplötur: a) Gátu tilbrigðin, eftir Elgar. b) Lög leikin á orgel. 21.35 Danslög. Útvarpið á morgun. Kl. 11.00 Messa í dómkirkjunni (Ræða: Ólafur Ólafsson kristni- boði. Fyrir altari: Síra Friðrik Hallgrímsson). 12.15 Hádegisút- varp. 17.40 Útvarp til útlanda (24.52 m). 19.20 Hljómplötur: Lög leikin á harpsichord. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Síldin í sumar (Árni Friðriksson fiskifr.). 20.40 HÍjóm- plötur: Lög fyrir fiðlu og píanó (Kreisler og Fischer). 21.00 Upp- lestur: „Gerska æfintýrið", II. (Halldór Kiljan Laxness rithöf.). 21.25 Danslög. í Siglufirði f var undanfarinn sólarhring salt- að í 3156 tunnur — þar af matjes- síld aðeins um 100 tunnur. Rek- netaveiðin var 2878 tunnur. —■ Es. Selfoss hleður í Siglufirði síld’, til Belgíu. (FÚ.). ■lllllllllHllHlnlllinillllllHlHliiiiiiiiiiiiinmniiiiBiiiiiiiimniiiiimiiiniiifiiiniiiiiiiiiiinniiiniiiiiiii 1 HattaversloD Margrétar Levi I I er flott í Lækjargíjto 2. | Slgplður Helgadóttip. S ÍiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniimiiiiiiiiHiiiiniiimiillllllllllllllllllllllllliiiiiiiiiiiiM

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.