Vísir - 22.09.1938, Qupperneq 2
VISIR
Bresk blðO skora á Chamberlain
að sýna ekki frekari undaniátssemi við Hitler.
Andstaðan gegn miðlunap-
tlllögunum fei» vaxandi.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London í morgun.
Chamberlain forsætisráðherra fór í dag árdegis
til Þýskalands, loftleiðis. Var hann væntan-
legur til Köln á hádegi og til Godesberg, þar
sem hann og Hitler ræðast við, nokkuru fyrir kl. 3.
Horfurnar í það mund, sem þessar örlagaþrungnu viðræður
byrja, eru ískyggilegri en nokkuru sinni. Tékkneska stjórnin
hefir að vísu samþykt tillögur Frakka og Breta, en að eins
vegna þess að sendiherrar þessara þjóða lögðu svo hart að
henni, að stjórnin yrði undan að láta, þó með því fororði, að
framtíð hinnar nýju Tékkóslóvakíu yrði trygt svo vel sem auð-
ið væri. En með þessum tillögum, sem hér liggja fyrir, er
um það að ræða, að Tékkar láti Súdetahéruðin af hendi við
Þjóðverja. En nú hafa Ungverjar og Pólverjar borið fram
kröfur fyrir sína þjóðernisminnihluta — gera kröfur til þess
að fá þessi héruð. Þjóðverjar eru hlyntir þessum kröfum.
Þýsku blöðin ræða um að afmá Tékkóslóvakíu af kortinu. í
dag spyrja menn: Hvað gerir Hitler? Styður hann þessar kröf-
ur Ungverja og Pólverja nú þegar og gerir Chamberlain þann-
ig erfitt fyrir, eða verður málið útkljáð innan þeirra takmarka,
sem þeir ræddu um það í Berchtesgaden á dögunum. Kröfur
Ungverja og Pólverja kunna að valda miklum erfiðleikum.
Stefna Chamberlains fær stöðugt harðari dóma víða og mót-
spyrnan harðnar í Englandi. Meðal Tékka er sorg og gremja
ríkjandi og æsingar í garð Breta og Frakka og óvíst er hvað
þeir kunna til bragðs að taka í örvæntingu sinni. Jafnframt
verður Frökkum, Rúmenum og fleiri þjóðum ljósari hin stór-
pólitísku áform Hitlers — að verða öllu ráðandi á meginland-
inu. Þannig er í stuttu máli ástatt, er þeir ræðast við á ný Hitler
og Chamberlain.
Samkvæmt áreiðanlegustu helmildum fer Cham-
berlain með fjölda margar nýjar tillögur til Godes-
berg. Eru þær í höfuðatriðum þessar:
1. Alþjóðanefnd verði falið að afmarka hin nýju
landamæri Tékkóslóvakíu og sjá um þann flutning
íbúa héraða milli, sem nauðsynlegur reynist.
2. Súdeta-sjálfboðasveitirnar verði afvopnaðar
þegar í stað.
3. Birt verði sameiginleg áskorun allra hlutaðeig-
andi, þ. á. m. Hitlers f. h. Þjóðverja, um að allir
sameinist um að halda friðnum svo að unt verði að
koma hinni nýju skipun á æsingalaust og rólega.
4. Teknar verði ákvarðanir um ráðstafanir til
verndar hlutleysi og sjálfstæði hins nýja tékltneska
ríkis og verða sumar þessar ráðstafanir að líkindum
viðskifta- og fjárhagslegs eðlis.
Stjðnin i littoslóuðliii! sm af sér.
London, kl. 11 í morgun. FU.
Síðustu fregnir frá Prag herma, að stjórn Tékkóslóvakíu
hafi sagt af sér. Tilkynnti borgarstjórinn í Prag þetta með há-
tölurum víðsvegar um borgina. Það er ekki búist við, að dr.
Hodza myndi nýtt ráðuneyti.
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Uitstjóri: Kristján Guðlaugsson.
Skrifstofa: Hverfisgötu 12.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12.
(Gengið inn frá Ingólfsstræti).
S I m a r :
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
Verð 2 krónur á mánuði. Láusasala 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Bækur og
félög.
D ókaútgáfa er mikil hér á landi
samanborið við fólksfjölda,
en elcld er sú útgáfa kostamikil
að sama skapi. Er skemst frá
því að segja, að mikið af bókum
þeim, sem gefnar eru út til
skemtilesturs almenningi, eru
nauða-Iélegar og jafnvel sumar
stórskaðlegar vegna óvandaðs
efnis og bjagaðs máls. Hafa
sumir menn það að atvinu sinni,
að gefa út dreggjar erlendra
bókmenta, í þýðingum, sem
málsins vegna ætti að banna
með lögum.
i
Hér á landi hafa um langan
tíma starfað þrjú bókafélög,
sem í öndverðu voru stofnuð tit
þess að færa almenningi í land-
inu góðar og heilnæmar bók-
mentir. Þessi félög eru Bók-
mentafélagið, Sögufélagið og
Þjóðvinafélagið. Félög þessi
hafa vafalaust að ýjnsu leyti
unnið þarft verk áður fyr, en
því verður ekki neitað, að þau
virðast nú um langt skeið hafa
mist sjónar á hlutverki sínu.
Þau eru orðin að steingerfing-
um og lifa á fornri frægð, enda
gera þau, að Þjóðvinafélaginu
undanteknu, enga tilraun til að
sinna þeim kröfum, sem al-
menningur í landinu gerir nú til
útgáfu bóka til fróðleiks og
skemtunar.
Bækur Bókmentafélagsins og
Sögufélagsins eru nýútkomnar
fyrir þetta ár. Flestir landsmenn
þekkja þessar bækur, — sem
koma út í smáheftum frá ári
til árs. Annálar og Safn til sögu
tslands hefir verið að koma út
siðasta mannsaldurinn, fáum til
ánægju eða uppbyggingar. Af
Bókmentafélagsbókunum er
Skirnir sú eina, sem er lesandi.
Af bókum Sögufélagsins á þessu
ári er sú merkasta nafnaskrá
við Þjóðsögurnar, sem félagið
hefir verið mörg ár að gefa út.
Hinar bækurnar eru meðal ann-
ars ómerkilegur þjóðsagnasam-
tíningur, sem verið hefir á
prjónunum í mörg ár, og hvert
liefti er hvörki fugl né fiskur,
því að á það vantar upphaf og
endir.
Slík bókaútgáfa sem þessi er
fyrir löngu úrelt orðin og menn
eru yfirleitt orðnir þreyttir á
henni. Fáir munu halda heftun-
um saman, þvi að menn verða
að biða mörg ár áður en bæk-
urnar fást allar og hægt er að
binda þær inn. Flestir munu því
lítið um heftin hirða og jafnvel
alveg kasta þeim burt. Á þann
hátt er miklu fé kastað á glæ,
vegna óhaganlegrar bókaútgáfu,
sem því verður engum til gagns.
Gömul dómasöfn, alþingisbæk-
ur, annálar og annað slíkt, eru
ekki bækur sem alþýða manna
sækist eftir til lesturs, né er
nokkur sérstök þörf á að eiga.
Þær eru frekar fyrir þá, sem
þurfa að nota þær sem heimild-
ir við vísindaleg eða söguleg
ritstörf.
Ef félög þau, sem nefnd hafa
verið, vildu sinna hlutverki sínu
í samræmi við kröfur 20. aldar-
innar, þarf að gerbreyta útgáfu-
starfsemi þcirra. Heftaútgáfan
ætti að hverfa, en i þess stað
ætti að gefa út bækur í heilum
bindum, bækur, er einhver hef-
ir gagn og gaman af að lesa.
Vegna þess hversu útgáfustarf
iélaganna er orðið á eftir tím-
anum, hafa risið hér upp bóka-
útgáfufélög í pólitískum jarð-
vegi, sem hafa það markmið að
útbreiða ákveðnar stefnur, svo
sem kommúnisma. Slilc útgáfa
er aðeins grímuklædd flokks-
barátta og hennar höfum við
síst þörf. En þátttakan í þessum
félögum sýnir að almenningur
vill alt annað frekar en eilífðar-
heftin sem Bókmentafélagið og
Sögufélagið hafa sent félögum
sínum síðasta aldarfjórðunginn.
ðmaltit slys.
Telpa verður með hendina
milli stafs og hurðar og
fingurbrotnar.
Um kl. 2 í gær varð telpa frá
Vestmannaeyjum, sem stödd er
hér í bænum, fyrir þvi slysi að
fingurbrotna. Var hún stödd við
dyrnar á tóbaksversl. London
við Austurstræti studdi liend-
inni þannig, að hún varð milli
stafs og hurðar, er hurðin féll
að stöfum, og fingurbrotnaði.
Lögreglan fór með telpuna lil
Óskars Þórðarsonar, sem bjó
um hendina. Telpan heitir Anna
Hjálmarsdóttir.
Lamb flnst skotlð í
Vatnagötðnm.
Urn hádegí í gær var lögregl-
unni tilkynt, að í Vatnagörðum
hefði fundist lamb, sært af
byssuskoti í hægra læri, en
vinstri fótur var brotinn af
sömu ástæðu. Náðu menn lamb-
inu og var því lógað, en þá kom
í ljós hvernig ástatt var um það.
Lögreglan hóf i gær rann-
sókn í málinu, en enginn virðist
hafa orðið var þess, er valdur
er að þessu illvirki, né heldur
heyrt skothvell.
Fingterðirnar.
Eins og frá var skýrt í Vísi
á dögunum fóru þeir Agnar
Kofoed-Iíansen og Bergur G.
Gíslason norður til Akureyrar
á flugvélinni, sem keypt var af
þýska flugleiðangrinum, til þess
að athuga lendingarskilyrði
landflugvéla á leiðinni. Daginn
eftir athuguðu þeir lendingar-
staði í Skagafirði.
Síðan fóru þeir Björn Eiríks-
son og Albert Jóhannesson
norður á eftir þeim í tvíþekj-
unni Blue Bird.
Á sunnudaginn var ákveðið
að báðar flugvélarnar færi
hingað suður og að þessu sinni
austur um land. Komu þær
hingað í gær.
aðeíns Loftup,
Stjórnmálamenn í London
eru smeykir um, að Hitler muni
herða á kröfum sínum og krefj-
ast frekari sundurlimunar
Tékkóslóvakíu, en í ráði var, þ.
e. að hann muni taka upp kröf-
ur Ungverja 0|g Pólverja.
Ennfremur, að hann muni
kref jast þess, að dr. Benes, rík-
isforseti Tékkóslóvakíu, biðjist
lausnar, og að í Tékkóslóvakíu
verði komið á fót ríkisstjórn,
sem vinveitt sé Þýskalandi.
Lundúnadagblöðin í .morgun
hvetja Chamberlain mjög til
einbeitni gagnvart Hitler og
vara hann við. afleiðingum þess,
ef hann féllist á frekari sundur-
limun Tékkóslóvakíu, en blöðin
búast við kröfum frá Hitler um
það. Óttast þau, að frekari
sundurlimun mundi leiða til ó-
friðar, því að Tékkar gæti ald->
rei sætt sig við slíkt.
United Press.
Miklll TlðbónaSnr í
Þýskalandi undir
komn Chamberkins.
FU. í gær.
Sir Horace Wilson og Willi-
am Strang fara með Chamber-
lain, lögfræðilegur ráðunautur
utanríkismálaráðuneytisins og
einskrifari Chamberlains. Sir
Neville Henderson leggur af
stað frá Berlín í dag áleiðis til
Godesberg. Chamberlain mun
verða kominn til Iíöln kl. 12 á
morgun og mun því verða kom-
inn til Berchtesgaden í tæka
tíð, en fundur hans og Hitlers
hefst þar ld. 3 e. h.
Frá Þýskalandi berast fregnir
um mileinn viðbúnað til þess að
taka sem virðulegast og hlýleg-
ast móti Chamberlain. Almenn-
ur frídagur verður í Godesberg
og göturnar skreyttar. Fólki
liefir verið sagt að raða sér
meðfram vegunum til hallar-
innar, þar sem viðræðurnar
fara fram, og hylla Chamber-
lain innilega.
Þýsku blöðin gefa í skyn, að
gengið verði að öllum kröfum
Þjóðverja og ætla, að kröfur
Ungverja og Pólverja verði
teknar til athugunar og jafnvel
úrlausnar um leið. Eitt þýsku
blaðanna segir, að Tékkóslóvak-
ía verði altaf byrði á Evrópu.
Oeirðir i
Prag.
London, í gær. — FÚ.
F j ölmennir mótmælaf undir
og' kröfugöngur voru lialdnar í
Prag í gærkveldi til þess að and-
mæla þeirri stefnu stórveldanna
að bregðast Tékkóslóvaldu.
Varð að gera sérstakar ráðstaf-
anir til þess að verja sendisveit-
arbústað Bretlands, Frakldands
og Þýskalands og hótelið þar
sem Runciman lávarður dvelst.
Heyrðist mannfjöldinn kalla:
Niður með Frakkland og Bret-
land og önnur óvinsamleg um-
mæli, en annars fóru kröfu-
göngur þessar friðsamlega
fram.
Mr. Winston Churchill hefir
ráðist mjög á bresk-frönsku til-
lögurnar, sömuleiðis Anthony
Eden og Sinclair leiðtog'i frjáls-
vnda stjórnarandstöðuflokks-
ins.
Þegar Churcliill kom frá Par-
ís, átti hann viðal við blaða-
menn, og sagði að lillögumar
væru ekkert annað en fullkomin
uppgjöf fyrir hótunum nasista.
Þær mundu ekki verða til að
tryggja friðinn, en að eins auka
á veikleika, ósamheldni og nið-
urlægingu Bretlands og Frakk-
lands. Hann sagði að stríðsund-
irbúningur Þjóðverja væri nú
rekinn af enn þá meira kappi
en nokkuru sinni áður og loks
krafðist hann þess að þingjð
væri kallað saman þegar í stað.
Anthony Eden flutti ræðu í
gærkveldi og var lienni útvarp-
að til Bandaríkjanna. Hann
sagði, að ef ætti að ná friðsam-
Iegri lausn, þá mætti hún ekki
kosta það, að sjálfum lífs-liags-
munum Bretlands væri fórnað.
Slik lausn getur aldrei orðið
varanleg. Breska þjóðin er mjög
áhyggjufull um þessar mundir.
Hún veit að það verður að taka
í taumana og óttast að það yrði
gert um seinan.
Framkvæmdarráð verklýðs-
félaganna hefir gefið út opin-
beran boðskap, þar sem það
segir, að hinn alda gamli hróð-
ur Englands fyrir lýðstjórn og
réttvísi hafi verið svivirtur með
stefnu Chamberlains, og þessi
smán gefur okkur ekki friðinn
en liún gefur Hitler nýja sigra
og betri aðstöðu til þess að
undirbúa bina óbjákvæmilegu
styrjöld. Boðskapnum lýkur
með þvi, að krefjast þess að
þing verði kallað saman.
Pólland liefir sagt upp minni-
hlutasamningi sínum viðTékkó-
slóvakiu frá 1925. Með þessum
sáttmála skuldbindur Tékkó-
slóvakía sig til þess að Iáta Pól-
verja njóta jafnréttis. Pólland
telur sáttmálann hafa verið rof-
inn og krefst þess, að héruðin
verði látin af hendi á sama hátt
ög Sudetahéruðin. Ennfremur
að þessar kröfur verði lagðar
SLÍÐRIÐ SVERÐIN.
Kínverjar í Honan-fylki i Norður-Kína hafa tekið upp baráttu gegn ófriði, og hafa að eink-
unnarorðum: „Slíðrið sverðin“. Sverð eins og þau, sem hér eru sýnd á myndinni, eru not-
uð i návígi í Kína og eru talin hin hættulegustu vopn þar i landi, og liafa verið notuð frá
ómunatíð i bardögum.