Vísir - 12.10.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 12.10.1938, Blaðsíða 3
VÍSIR Kaupandi síldapinnap fyripfinst ekki og hefip enga starfsemi svo vitaö sé. ViHijálmup Þóf FeynÍF aö hjarga þvf, sem bjargað verður með nýjum sölusamningum Samkvæmt fregnum, sem borist hafa hingað til bæjarins. lítur út fjTÍr að sölusamningar síldarútvegsnefndar á amerískum markaði séu með öllu farnir út um þúfur, þótt það sé von manna, að úr þessu kunni að rætast, ef vel er á haldið. Tildrög og gangur málsins er í aðalatriðum sem hér greinir: Hinn 1. og 2. júní s.l. er Vil- hjámur Þór var nýkominn hingað til landsins úr Ameríku- för sinni, hirlu hæði stjórnar- blöðin, Alþýðublaðið og Nýja dagblaðið, frétt um það, að hann hefði gert samning fyrir hönd Síldarútvegsnefndar um sölu á 30 þús. tunnum af „mat- jessaltaðri“ síld. Gat Alþýðu- hlaðið þess að nú væru það ekki laxakaupmennirnir Oxenberg Brothers, sem væru kaupend- urnir, heldur annað firma, sem það nafngreindi ekki, en sam- kvæmt samninginum fengi það einkasölu á slíkri síld fyrir Bandaríkin og Canada með um- boðssölufyrirkomulagi. Sagði hlaðið að vcrðið á sildinni væri mjög gott og ýms atriði í sölu- samninginum væru hagkvæm- ari en áður hefði gerst i slíkum samningum. Siðar á sumrinu samdi síldarútvegsnefnd um sölu á 15 þús. tunnum i viðbót, þannig að alls hefðu þá selst 45 þús. tunnur af „matjesíld“ á amerískum markaði. Þegar síldarsöltun liófst komu liingað til lands tveir Gyðingar, sem áttu að gæta hagsmuna kaup- andans og dvöldu þeir nokkra hríð á Siglufirði. Annar þessara manna, Henry Klapisch að nafni, kvaðst vera annar stjórnandi firma þess, sem keypt hefði síldina, en það nefndist „North American Herr- ing Sales Co. Ltd.“ Er menn þessir liöfðu dvalið á Siglufirði um nokkurt skeið, hurfu þeir heimleiðis og hefir ekkert af þeim spurst frekar, en menn væntu Jxíss, að svo ti'yggilega væri frá samningum gengið, að öllu væri óliætt með sildarsöl- una, ekki síst þar eð jafnvanur verSlunarmaður og Vilhjálmur Þór hafði fjallað um samning- :ana. Fyrir nokkrum dögum barist 'bréf frá banka einum í New ’York hingað til bæjarins, skrif- að 9. september s.l., og er þar spurst fjrir um hvar Henry Klapisch :muni vera niður kom- ínn. Segist bankinn hafa frétt að hann muni vera hér á landi í erindum vegna sérlejTis þess, sem hann eða firma hans hafi frá hendi íslens'ku stjórnarinn- ar um síldarsölu í Ameríku. Á- stæðan til þess að bankinn spyrst fyrir um manninn er hinsvegar sú, að hann hefir fest kaup á Ford-bífreið og fengið hana gegn afborgunum, en að- eins int fyrstu greiðsluna af hendi. Seljandinn hefir engar frekari fregnir haft af Henry Klapisch og firmað „North Am- erican Herring Sales Co. Ltd.“, sem bankinn nefnir í bréfi sínu, virðist vera horfið á dularfullan jhátt eins og forstjóri þess. Með þvi að þær sögur ganga hér í hænum, að svo ólryggi- lega hafi verið frá samningum gengið, að Síldarútvegsnefnd standi nú uppi með tvær hend- ur tómar, og. geti ekki einu sinni komið fram áhjrrgð á hendur kaupendunum sökum meinloka í samningunum, átti Vísir viðtal við Sigurð Krist- jánsson kaupmann á Siglufirði og spurðist fyrir um livað hæft væri í þessu. Skýrði hann svo frá að Villijálmur Þór væri að vinna að þessum málum og ein- hver afturkippur myndi vera kominn í söluna, að því er virt- ist, en vildi ekki gefa neinar sérstakar upplýsingár þessu viðvikjandi að svo komnu máli, en bjóst þó við að síldin myndi öll seljast á Ameríku-markað- inum og færi fjusti farmurinn, 7.500 tunnur, hinn 17. þ. m. Vísir hefir gert hið ítrasta til þess að afla sér upplýsinga um firmað „North American Herr- ing Sales Co. Ltd.“, en það virð- ist vera nýtt og gersamlega ó- þekt. Benda líkur til að það hafi verið stofnað á þessu sumri, — jafnvel eftir að sölusamning- arnir voru undirritaðir, en þó skal ekkert fullyrt um það fyr en öll gögn því viðvíkjandi liggja fyrir, en væntanlega verð- ur þess ekki langt að bíða. Þar sem liér er um óþekt eða nýtt firma að ræða er ástæða til þess að ætla að Síldarút- vegsnefnd hafi lialdið áfram á þeirri hraut að ganga á snið við öll stór og trygg félög, sem síldarsölu hafa með höndum, en liafi fleygt sér í faðminn á óþektum „spekulöntum“, án nokkurrar tryggingar fyrir þvi, að þeir gælu staðið við skuld- bindingar sínar. Eins og málið liggur fjrir virðist vera óhætt að fulljrða, að þeir samningar, sem Vil- hjálmur Þór hefir gert fyrir hönd Síldarútvegsnefndar síð- astliðið vor um sölu „matjessíld- ar“, hafi reynst gersamlega gagnslausir vegna einhverra ó- skiljanlegra mistaka, en þar sem hér er um þýðingarmikið mál að ræða fyrir þjóðina í heild á hún heimtingu á því, að samningarnir komi fram í dags- ins Ijós, en séu ekki læstir niðri í hirslum Síldarútvegsnefndar. Mistök nefndarínnar, undir for- mensku Fínns Jónssonar eru orðin svo mörg og svo alvarleg, að full ástæða er til, að hún g«ri að þessu sinni hreint fyrir dyr- um sínum. Beynist það svo að sölusamn- íngar Vilhjálms Þórs séu verrí én ógerðir, má segja að nefnd- inni háfí með liahs aðstoð tek- ist prýðilega að slá fjTri ríiet. Á árjnu J93Ö yar Oxenþerg Brothers gefnar eftir kr. 55,- 987.00, þrátt fyrir gerða samn- inga og ennfremur mun hafa verið veittur afsláttur á 73 þús. tunnum af Faxasíld, sem seld var til Bússlands. í fyrra varð raunin sú að gefa varð eftir 235 þús. lcr. af andvirði síldarinnar, þótt fullgildir samningar ættu að liggja fyrir, en nú virðist allri „matjesíldarsölu“ á Amer- íkumarkað vera stofnað í hein- an voða vegna fljótræðis eða kunnáttuleysis þeirra manna, sem um söluna hafa fjallað. Því hefir verið haldið fram, bæði í blöðum og manna í mill- um, að verslunarhættir Finns Jónssonar væru með þeim ann- mörkunt, að þeir gætu orðið þjóðinni of dýrir út á við, þar eð hún biði við þá álitshnekki, seni óbætandi væru, en er það út af fyrir sig verjandi að fela Síldarútvegsnefnd söluna á „matjesíld“, þótt aðeins sé mið- að við hagsmuni hinna inn- lendu framleiðenda, sem alt eiga undir því að salan takist vel, ef miðað er við reynslu undanfarinna ára? Hefir ís- lenska þjóðin efni á því, eins og hag hennar er nú komið, að gjalda slíkra afglapa sem að framan greinir, og er það óeðli- legt að þess verði krafist að skift verði um stjórn á þessum málum? Skégrækt í nágrenni Reykjavíkur. Þegar Rauðavatns skógrækt- arstöðin tók til starfa var Reyk- víkingum lofað fögru um göð- an skemtistað. Talað var um að árangur yrði orðinn það mikill eftir 10 ár að þar yrði þá kom- ínn nokkur skógur fyrir Reyk- víkinga til að.skemla sér í. Síð- an eru nú liðin jdir 30 ár og all- ír sjá árangurinn. Nú er á ný talað um skógrækt í nágrenni Reykjavíkur og að búa út skógi vaxinn skemtigarð lianda Reykvíkingum. En það er vist að öðruvísí þarf að fara að þvi en gert var við Rauðavatn, ef betrí árangur á að nást. Þeir, sem fást við skógrækt liér ímynda sér að hægt sé að hafa sömu aðferð við það og höfð er í Noregi, en þar er vanalega plantað í land sem nýlega hefir verið skógí vaxíð, en hér er um annað að ræða. Landið er búið að vera lengi skóglaust, lausí jarðvegurinn er fokinn burtu, en sá jarðvegur sem er eftir er fastur í sér og grýttur; hann er samanorinn af rokum og slag- viðrum. Það er því gagnslaust að gera litla holu og setja þar í trjáplöntu, liún lifir að eins íiieðan ræturnar liafa rúm í þesSari holu, sem moldin var hfeýfð í, en svo mæta ræturnar híhhi fösth og grýttu meljörð og um hana geta þær ekki lcom- ist og þá kemur kyrkingur í plöntuna og vöxturinn stöðv- ast. Jarðvegurinn er einnig magur; gróðurefni eru þvegin hurtu af rigningarvatni. Það þarf því bæði að losa jarðveg- inn, tína úr honum steina og bera á áburð. Án þessa undir- húnings er ekki von til að skóg- ur spretti á landi eins og það er hér í nágrenni Reykjavíkur, og hest er að gera sér rétta liug- nmid um viðfangsefnið áður en verkið er hafið. Það er von að það sé til raunar fyrir Reyk- vikinga liversu hrjóstrugt land- ið er hér í kringum Rej'kjavík og það væri ánægjulegt ef liér væri liægt að koma upp nokk- uru skóglendi og ef nokkurir eru um það færir þá eru það vitanlega Reykvíkingar, en það er meiri örðugleikum burtdið og kostnaði en bjartsýnir menn liafa gert sér í húgarlund. Þar f jTÍr er það ekki sagt að verkið sé óframkvæmanlegt. Indriði Guðmundsson. Frumsýning anr að kveld. Leikritið, sem Leikfél. Rvílc- ur hefur starfsemi sína með á þessu hausti, heitir á ensku j „For the love of Mike“, og er 1 höfundurinn H. F. Moltby, en j á islensku heitir leikurinn j „Fint fólk“. í Alfreð Andi'ésson leikur að- allilutverkið, Bob, en auk þess leika þau Arndís Björnsdóttir ! (liefðarfrú frá London), Marta Indriðadóttir og Brynjólfur Jó- hannessan (rík lijón, sem vilja lcomast í kýiini við heldra fólk- ið), Alda Möller (stjúpdóttur þeirra), Yalur Gíslason (leyni- lögregluþjón), en þeir Jón Að- ils, Jón Leós og Indriði Waage leika smálilutverk, og hefir Indriði auk þess leikstjórn á hendi. Árið 1931 var stofnað nýtt leikhús í London, Shaftesbury Theater og var „Fínt fólk“ fyrsta leikritið. Vinsælasti gam- anleikari Englendinga, Bobby House, lék aðalhlulverkið og var leikritið sýnt samtals 673 sinnum. Veðrið í morgun. 1 Reykjavík 6 st., heitast í gær ii, kaldast i nótt 3 st. Sólskin i gært 9,3 st. Heitast á landinu i gær 6 st., hér, í Eyjum og á Reykjanesi, kaldast o, á Blönduósi og Bolung- arvík. — Yfirlit: Djúp og viÖáttu- mikil lægð um 1000 km. suðsuðvest- ur af Islandi á hægri hreyfingu i norðaustur. — Horfur: Suðvestur- land: Allhvass austan, hvass undan Eýjafjöllum. Faxaflói: Allhvass austan. Úrkomulaust. Skipafregnir. Gullfoss var á Akureyri í morg- un. Goðafoss i Hull, Brúarfoss á leið til Stykkishólms frá Patreks- fírðí. Dettifoss fór frá Kaupmanna- höfn í gærkvöldi á leið hingað. — Lagarfoss var í morgun á leið til Haganesvíkur frá Blönduósi. Sel- foss kom til Reykjavíkur i morgun. Svifflugfélagið. Útbreiðslufundur Svifflugfélags- ins í gærkvöldi var vel sóttur. — Agnar Kofoed-PIansen flutti stutta ræðu og síðan var sýnd kvikmynd- in frá flugdeginum á Sandskeiði. Félaginu bættust 20 nýir meðlimir á fundinum. Dr. JVolf-Rattkay, ■ þýski sendikennarinn, heldur fyrsta fyrirlestur sinn um þýskar mállýskur i kvöld kl. 8 i Háskól- anum. Yiðtalstími prestanna Garðar Svavarsson, Njálsgötu 110 (sími 3661), til viðtals kl. 3— 4 síðd. Sigurjón Árnason, Lauga- vegi 43 (sími 5376), til viðtals kl. 6—7 siðd. Hjónaband. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónahand af síra Bjarna Jóns- sjmi ungfrú Sigurveig Þóra Krist- manns og Jón Þórðarson verslun- armaður. — Heimili þeirra er á Smiðjustíg 11. Esja kom úr strandferÖ í gærkvöldi. Súðin var Haganesvik i gærkvöldi. Höfnin. Maí kom í gær og tók ís. Skelj- ungur kom að norðan i gær. Línu- veiðarinn Olafur Bjarnason kom i morgun til að taka is. Skottulæknirinn (Den kloge Mand) heitir dönsk kvikmynd, sem Nýja Bíó sýnir um þessar mundir. Dönum hefir sjálf- um lengi verið það ljóst, að kvik- myndaframleiðsla þeirra sé ekki á háu stigi, og ekki farið dult með það oft og tíðum. En að þessu sinni eru öll dönsk blöð sammála um það, að vel hafi tekist, enda leika hinir bestu leikarar Dana í myndinni. Að- alhlutverkið, skottulækninn, leikur Carl Alstrup. Sjómannastofan er flutt á Vesturgötu 12. Næturlæknir: Kjartan Ólafsson, Lækjarg. 6B, sími 2614. Næturvörður í Lauga- vegs apóteki og Lj'fjabúðinni Ið- unni. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.20 Hljómplötur: Svert- ingjalög. 19.50 Fréttir. 20.15 Út- varpssagan. 20.45 Hljómplötur: a) Lög eftir Stravinsky. b) (21.10) Is- lensk lög. c) Lög leildn á mandó- lín. — IMKIEUS EETEJlf ÍHI Fínt fólk gamanleikur í 3 þáttum eftir H. F. MALTBY. FRUMSÝNING Á MORGUN KL. 8. Aðgönguniiðar seklir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. — Vörður. ■ Fyrsti fundur félagsins verður haldinn annað kvöld kl. 8.30 í Varð- arhúsinu. Magnús Jónsson, alþm., talar um skattamál. Er hann í milli- þinganefndinni í skattamálum. Þá talar Gunnar Tohroddsen, erindreki flokksins, um stjórnmálahorfur úti á landi. Jón Pálsson fyrv. bankaféhirðir er formaður barnaverndarneíndar, — en ekki barnaverndarráðs, eins og misritast hafði í blaðinu i gær. þEiM LídurVel sem reykja iTEOFANI Kmttskgr nýjasta tíska, teknar upp þessa daga. Fjölbréytt urval af alskonarseðlaveskjum, buddum, skjalatösk- um, skólatöskum og fleiri ÚRVALSVÖR- UM. — Hijltðfærahósið. Brúarfoss fer annað kvöld (13l októher) um ReyðarfjörÓ tií London. Þaðan aftur sm Leith tU Reykjavíkur. Gullfoss fer á föstudagskvöld, 14. októ- ber, um Yestmannaeyjar til Leith, Kaupmannahafnár og Stettin. Kemur við í Gautaborg á heimleið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.