Vísir - 18.10.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 18.10.1938, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Tóbak og kol. Framsóknarflokkurinn hefir ekki farið leynt með það, að einkasölur ríkisins væru fyrst og fremst til þess ætlaðar, að afla ríkissjóði tekna. Hins veg- ar hefir verið reynt að telja almenningi trú um það, að ald- rei mundi þurfa til þess að koma, að vörur þær, er rikið tæki einkasölu á, yrðu seldar hærra verði en í frjálsum við- skiftum, því að hagnaður ríkis- sjóðs af einkasölunum yrði að sjálfsögðu miðaður við „venju- legan kaupmannsgróða“. í rauninni yrði því ekki um ann- að að ræða, en að kaupmanns- gróðinn á einkasöluvörunum yrði látinn reima í rikissjóð, í stað þess að Ienda í vösum ein- stakra manná. Andstæðingar éinkasalanna hafa hins vegar haldið því fram, að brátt mundi reka að þvi, að um það eitt yrði liugs- að, að auka sem mest tekjur ríkissjóðs af verslunarrekstrin- um og ekkert um það skeytt, þó að það færi langt fram úr venjulegum kaupmánnsgróða í frjálsúm viðskiftum. Og svo rækilega hafa þeir spádómar ræst, að varla hefir nökkun-i ríkiseinkasölu verið komið svo á laggirnar, að það liafi ekki þegar i stað leitt til verðhækk- unar. En á sumum einkasölu- vörunum hefir verðið síðan verið hækkað aftur og aftur, og eingöngu farið um það eftir tekjuþörf rikissjóðs. Nú hefir verið auglýst stór- kostleg verðliækkun á flestum tóbaksvörum. Það mun vera látið í veðri vaka, að ineðfram eigi sú verðhækkun að verða til þess að draga úr kaupum á þessum vörum og minka inn- fíutninginn. En svo undarlega vill til, að ekkert hefir verið hækkað verðið á dýrustu tó- baksvörunni, vindlunum. Virð- ist þannig engin þörf hafa ver- ið talin á því, að draga úr inn- flutningnum á þeim, en miklu fremur að auka liann. En vel mætti svo fara, að verðhækk- unin á vindlingunum yrði jöfn- um höndum til að minka notk- un þeirra og auka vindlanotk- unina, svo að innflutnings- sparnaðurinn yrði ekki eins mikill og hann hefði getað orð- ið að öðrum kosti. Af þessu hlýtur hins vegar að vakna grunur um það, að ríkisstjórn- in hafi eklci eingöngu haft inn- flutnings- og gj aldeyrisvand- ræðin fyrir augum, þegar hún ákvað þessa verðhækkun á tó- baksvörunum, heldur jafnvel öllu fremur að auka tekjur ríkissjóðs af tóbakseinkasöl- unni. Upphaflega voru því tak- mörk sett, í tóbakseinkasölu- lögunum, hve mikil álagning einkasölunnar mætti vera. Með því voru skorður reistar við því, að ríkisstjórnin færi lengra en góðu liófi gegndi i þvi, að afla ríkissjóði tekna, með því að hækka verðið á tóbakinu eftir geðþótta. Framsóknar- flokkurinn beitti sér fyrir því, að rikisstjórnin fengi algerlega frjálsar liendur í því efni, og fckk því framgengt. Og síðan liafa litlar eða engar hömlur verið lagðar á það, livað einká- sölur ríkisins mættu leggja á vörur sínar, en rikisstjórnin liefir ótæpt notað sér af því, eins og sjá má af þessari sið- ustu verðhækkun á tóbaksvör- unum. Og það virðist nú orð- ið stefnumál Framsóknar- flokksins, að apka sem mest tekjur rikissjóðs af einkasöl- um, einkum á þeim vörum, sem mest eru notaðar í kaup- stöðunum. Og nú er enn ein einkasalan á uppsiglingu, sem flokkurinn hefir að vísu lengi haft augastað á. Ríkisstjórnin liefir nýverið leitað tilboða urn sölu á 40 þús. smálestum af kolum. Af því þykir mega ráða það, að liún liafi í hyggju að koma á ríkis- einkasölu á kolum. Að sjálf- sögðu verður það ekki látið uppi, að þá einkasölu eigi að stofna eða reka til ágóða fyrir ríkissjóð. Það mun verða látið heita svo, að einkasala á kol- um sé nauðsynleg, til þess að tryggj a landsmönnum nægileg- ar kolabirgðir, hvað sem í lcunni að skerast, t. d. ef stór- þjóðirnar skyldu nú sjá sig um hönd og „fara í stríð“ þrátt fyrir alla friðarsamninga. Og ef til vill verður einnig borið við gjaldeyrisörðugleikunum, sem altaf eru handhæg átylla, hvers konar gerræðisverk sem á að vinna. Ojaldeyrisnelnd synjar Hin Mnwooa. Svo sem áður hefir verið frá skýrt liér í blaðinu, fóru bygg- ingamenn fram á, að leyfður væri viðbótarinnflutningur byggingarefnis fyrir 170.000 kr. og var beiðnin rökstudd með þvi, að þessi viðbótarinnflutn- ingur veitti 350—400 manns vetraratvinnu og ætti þeir nienn fyrir um 2000 manns að sjá og loks, að greidd vinnu- laun, sem þessi vinna skapaði, næmi um 400.000 kr. Gerðu menn sér nokkra von um, að innflutnings- og gjald- eyrisnefnd mundi veita umbeð- ið leyfi, en i gær fengu bygg- ingarmenn svoliljóðandi bréf: Reykjavik, 17. okt. 1938. Samband meistara í bygging- ariðnaði, Reykjavík. Sem svar við heiðruðu bréfi yðar o. fl., dags. 11. þ. m., vill nefndin hér með tjá yður, að hún telur, því miður, ekki fært, vegna gjaldeyriserfiðleika, að veita umbeðið viðbótarleyfi fyrir byggingarefni. Virðingarfylst, Gjaldeyris- og innflutnings- nefnd. Einvarður Ilallvarðsson. Þrátt fyrir þessa neitun munu byggingarmenn halda á- fram að vinna að því, að beiðni þeirra verði sint. nppreistirmama. Yfirvöldin viðurkenna að borgarastyrjöld geisi um alt land og uppreistarmenn hafl vída betur. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Vegna æsingar þeiri’ar sem ríkjandi er i gamla borgarhlutanum var í Jerúsalem lýst yfir um- ferðarbanni í nýja borgarhlutanum kl. 11 í gærkveldi, en samskonar bann var áður gengið í gildi í gamla borgarhlutanum, þar sem Arabar hafa fjölda margar bækistöðvar. Gamli borgarhlutinn má heita algerlega í höndum arabiskra uppreistarmanna. Yfirvöldin höfðu lokað borgarhliðunum og reyndist ógerlegt að opna þau í morgun, af því að Arabar höfðu hlaðið upp varnarvirki við borgarhliðin innanverð. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum viðurkenna yfirvöldin í Palestina, að í raun og veru sé svo ástatt, að borgarastyrjöld sé í landinu og hafi uppreistarmenn víða betur. Lögreglan hefir neyðst til þess að hverfa frá mörg- um bækistöðvum sínum, en uppreistarmenn hafa kveikt í húsunum. Það hefir komið í Ijós, að úr gamla borgarhlutanum liggja mörg leynigöng út i hæðirnar fyrir utan borgina og hafa uppréistarmenn notað þessi jarðgöng mikið. Það þykir nú augl jóst, að enn verði að senda aukið her- lið til Palestina, eigi að takast að koma á friði í landinu. United Press. Sókn Japana til Kanton. London, 18. október. Samkvæmt fregn frá Hong- kong, tilkynna Kínverjar, að Japanir sé nú í 5 enskra mílna fjarlægð frá Sheklung, sem er 45 enskar milur norðaustur af Kanton. Japanir tilkynna, að þeir sæki frain meðfram járnbraut- inni til Kanton. Sækja þeir að borginni úr þremur áttum og hafa ekki enn mætt teljandi mótspyrnu. United Press. London, 18. okt. FÚ. Exchange-frétt frá Berlín liermir, að báðlega muni verða gefin út tilskipun, sem hannar öllum arískum mönnum að taka Gyðinga í nokkura vinnu, hverju nafni sem nefnist. Mun tilskipun þessi ganga í gildi um næstu áramót. Umf er ðar mál Reykjavíkor Tillögur um. endurbætur Viðtal viö Erling Pálsson yfirlögregluþjón* Viðtal það við Erling Pálsson, yfirlögregluþjón, sem hér fer á eftir, er áframhald af viðtali því, sem birtist í blaðinu á föstudag og er um ýmsar þær ráðstafanir, sem gera þarf í um- ferðarmálum bæjarins. — Eins og getið var í viðtal- ínu á laugardaginn, segir Er- lingur, — er efalaust, að þeir götuvitar, sem þar getur, myndi hafa mikla þýðingu til að auka öryggi og kenna almenningi umferðarmenningu. En það er líka víst, að þessir vitar yrði að eins settir á mestu umferðar- krossgötur í bænum, en fjölda margt annað má gera til þess að auka öryggið, þar sem um- ferðin er dreifðari, eins og t. d. í úthverfum bæjarins. Er það t. d. að setja steina á krossgötur og aðvörunarmerki á ýmsa hættulega staði og innleiða ein- stefnuakstur á ýmsum götum. Mér er kunnugt um það, að lögreglustjóri hefir nýlega skrifað hæjarverkfræðingi bréf, þar sem farið er fram á þess- konar ráðstafanir viðsvegar um hæinn. M. a. er þar farið fram á, að einstefnuakstur verði liafður eftir Austurstræti frá austri til vesturs, en hinsvegar mun lögreglustjóri ekki sjá sér fært að framkvæma þetta, fyrri en búið er að opna Pósthús- strætið milli Hafnarstrætis og Austurstrætis. Einstefnuakstur- inn í Hafnarstræti lvefir reynst ágætlega og umferðin um þá götu breytst stórlega til hatnað- ar. — Þá þarf að merkja gang- brautir með nöglum við kross- götur, því að fótgangandi fólk er liætt dreifgöngunni, svo vel hafa því fallið gangbrautirnar. En það þarf að merkja það greinilega, livar gangbrautirnar eru, með þvi að setja upp stang- ir, til þess að fólk viti hvar þær eru á vetrum, þegar þær hverfa undir snjó. Bifreiðastöðvarnar verða að rýma úr miðbænum. — Bifreiðarnar verða að fá stæði, þar sem þær geta staðið langan eða skamman tíma. Mið- bærinn er orðinn altof þröngur fyrir hílaumferðina, eins og Chamberlain, Daladier, Mussolini og' Hitler í MUnchen. Lengst til vinstri „Foringjahúsið“ eða brúna húsið. kunnugt er, og verður lögreglan að banna niönnum að skilja bíla eftir við aðalgöturnar. Veldur þetta miklum óþægindum, þó að ekki verði hjá þvi komist. Eini staðurinn, sem við get- um hent þeim, á, er fyrir sunn- an dómkirkjuna, en hann nær varla tilgangi sínum síðan farið var að nota bíla við jarðarfarir í Fossvogskirkjugarðinn. Víða erlendis, þar sem svo er komiö sem hér, eru rifnar heilar húsa- þyrpingar og grunnarnir notað- ir sem bílastæði. — Hver er aðalmunurinn á umferð hér og erlendis ? — Fyrst og fremst það, að hér taka ökumenn ekki nærri því eins mikið tillit til fótgang- andi manna og er þó beinlinis fyirskipað, að bifreiðastjórar skuli liægja ferðina, er þeir koma að gangbrautum og sýna gangandi fólki fulla kurteisi. Verður að kveða þetta frarn- ferði sumra bifreiðastjóra nið- ur með harðri hendi. Reiðhjólin. — IIverni g er með reiðhj óla- uinferðína? — Hjölreiðamönnum, eink- uni hinuni yngri, hættir við að fara nokkuð geyst í brekkun- um, sem fult er af hér í bæn- um, og hafa slys oft hlotist af því. Gæjti komið tjl mála að banna umferð reiðhjóla um ýmsar brattar brekkur. Hefir það horið góðan árangur, að þetta var bannað i Bankastræti. Við stönduin ráðþrota gagnvart þessum unglingum, er þeir eru að hjóla á gangstéttum, þvi að engin lög ná ýfir þá. Hefir mér dottið í hug, hvort ekki mætti hegna þeim með þvi, að taka af þeim hjólin um skamman eða langan tíma. Má auk þess benda á margt annað, er gera þyrfti, t. d. eru víða erlendis settar grindur á gangstéttir á götuhorn, til þess að hindra menn í að ganga skáhalt yfir krossgötur, en í því felst hin mesta hætta. Ætti þá lielst að setja slíkar grind- ur á liornin við Lækjartorg og gaínamót Austurstrætis og Póstliússtrætis. —- Hvernig hefur hljóðlausi aksturinn reynst? —- Ágætlega yfirleitt, en þó er leitt til þess að vita, að ein- staka hílstjórar hafa enn^aml ósið, að tilkynna komur sínar með því að gefa hljóðmerki. Er vonandi að sá ósiður leggist bráðlega niður. Hljóðlausum akstri hefir verið komið viðast livar á erlendis, þar sem eg til þeklci og er ekki síður vinsæll þar en hér. Af ísfiskveiðum hafa komið Baldur, Kári og Tryggvi gamli. Kári flytur afla Baldurs til Englands. Aflasölur. L.v. Sigríður seldi í Hull í gær 765 v. fyrir 1072 stpd. og Bragi seldi í Cuxhaven 106V2 smál. fyrir 19095 Rm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.