Vísir - 18.10.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 18.10.1938, Blaðsíða 3
Ví SIR Jónas Kristjánsson, lœknir: Verkefni Náttúru- r lækningafélags Islands. Það er orðin rótföst niður- staða og staðreynd margra á- gætra vísindamanna innan læknastéttarinnar og margra annara velmentaðra alþýðu- manna, að hin evrópiska menn- ing sé smám saman að leiða mannkynið inn á braut vaxandi kvillasemi og hrörnunar. Þessi kvillasemi og hrörnun lýsir sér í þvi, að ýmsir kvillar, sem standa í nánu sambandi við minkaðan lífsþrótt og líffæra- þilun, svo sem meltingarkvillar, efnaskiftasjúkdómar, kvillar, sem stafa af bilun á taugakerfi og sálsýki, heilsubilun, sem stafar af ofmiklum blóðþrýst- ingi eða æðakölkun, verða tíð- ari með hverjum áratug sem líður. Sú skoðun er meir og meir að ryðja sér til rúms bæði inn- an læknastéttarinnar og meðal alþýðu manna, hygð á persónu- legri reynslu eða nýfenglnni vísindalegri fræðslu, að lang- mestur hluti allra sjúkdóma og heilsubilunar þeirrar er þjakar menningarþjóðirnar, eigi rót sína að rekja til óheppilegra hátta í daglegu lífi og þá ekki síst til hins afar óeðlilega mat- aræðis, sem mest tíðkast. A.ugu allmargi-a liugsandi og vel, mentaðra lækna og alþýðu- manna eru að opnast fyrir því, áð eins óg stefnir með vaxandi kvillasemi, bæði hér á íslandi Og annarsstaðar í liiniun ment- aða heimi, getur það ekki geng- ið til lengdar. Slíkt áframhald stefnir út í ófæru og vonleysi um framtíð liins hvita kyn- flokks, og jafnvel um framtíð þessarar fámennu og einangr- uðu þjóðar, sem vér heyrum til. Þó á ekkert væri hent í þessu sambandi annað en hina sífelt vaxandi lyfjanotkun, væri það nægilegt til þess að gera mönn- um Ijóst, að hér er eitthvað al- varlegt og háskasamlegt að ger- ast. Hvað er mikið notað af lyf j- um í Reykjavík einni? Eg veit það ekki. Hitt er víst, að það er allmikið og kostar feikna fé. Annað er mér einnig vel Ijóst sem lækni, og það er að þetta lyfjaát vinnur meira ógagn en gagn. Lyfin draga úr þrautum, sem líffærabilun eru samfara, en þau Iækna fáa eða enga þessa sjúkdóma til fulls. Þau halda aðeins niðri sjúkdómseinkenn- unum. Þrátt fyrir fjölgun lærðra lækna, og þrátt fyrir alla við- leitni þeirra, bæði skurðlækna og lyflækna, fer þeim sjúkdóm- um fjölgandi, sem hnífur og lyf eiga að ráða bót á, og gera það að nokkru leyti. En þó er það avo, að reynslan sýnir, að þrátt fyrir alla botnlangaskurði og alla skurði á magasárum og krabbameini, þá dregur ekki úr hættunni, því að aðrir menn taka þessa sjúkdóma. Þessir sjúkdómar verða tíðari með hverjum áratug. Við höfum elcki við og höf- um ekki ráð á því, að byggja yfir alla taugabilaða og sál- sjúka menn. Þetta sjúkdómsfár er að verða óbærileg fjárhags- leg byrði. Það er þýðingarlaust að halda þeirri vitleysu fram, að þessir nútíðar sjúkdómar liafi altaf verið jafn tíðir. Um lyfin og notkun þeirra er það að segja, að það er lítt hugsanlegt, að lyfin tekin beint út úr liinni dauðu náttúru geti til fulls ráðið bót á þeirri trufl- un líffæranna, sem rangt og ó- heppilegt mataræði og aðrir ó- heilnæmir siðir og lífsvenjur liafa til leiðar komið. Um skurð - lækningar er það að segja, að þær bjarga mörgum frá bráð- um dauða og bæta úr líðan margra, en þær fyrirbyggja ekki að sjúkdómsorsökin, sem kom þessum sjúkdómum af stað, haldi áfram að verka á likama jiessara sjúklinga og framkalli aðra sjúkdóma i öðr- um liffærum, þó hættan stafi ekki lengur af því líffæri, sem burtu er numið. Gallsteinar stafa af sömu orsök og botn- langabólga. Þroti i gallblöðru og myndun steina getur lialdið áfram, ef ekkert annað er að- gert. Svo mætti lengi telja. Af þessum ástæðum er sú stefna stöðugt að ryðja sér meir og meir til rúms, þrátt fyrir megna andstöðu margra, sem eg kalla hér náttúrulækningar (Naturheilkunde). Það er sú stefna, að leitast við að lækna sjúka menn með nátlúrlegum ráðum, sem jafnframl taka fyr- ir orsök sjúkleikans í stað þess að halda niðri sjúkdómsein- kennunum með kúnstugum iyfjujn, t. d, með þvi að gefa inn hltasfillandi lyf við liita- veiki, niðurhreinsandi lyf við tregum hægðum, kvalastillandi Iyf við höfuðverk o. s. frv., þar sem lltið er hirt um orsakir kvillanna, sem oftast er brot á einliverju lögmáli heilbrigðs lífs og göðrar heilsu. Orsakir sjúkdómanna eru oftast rangar og ólieppilegar lífsvenjur, sem lyf bæta lítið úr. Þessi stefna, sem eg lcalla náttúrulækningar, miðar að því að varðveita andlega og lík- amlega heilsu með þvi að lifa sem mest I samræmi við lög- mál náttúrunnar og umflýja þannig marga alvarlega kvilla og sjúkdóma, sem hvíla eins og þungt farg á mörgum mönnum. Þessir mörgu kvillar stafa beinlínis af ýmsum óheppileg- um menningarsiðum, sem eru í raun og veru afmenning og hrörnun. En líkamleg og and- leg hrörnun fara oftast saman. Hér á landi verður Náttúru- Iækningastefnan borin fram til væntanlegs sigurs af þeim mönnum, sem sjá og skilja að sjúkdómsfaraldur nútímans er að mörgu eða jafnvel mestu leyti böl, sem menn baka sjálf- um sér að óþörfu, og er haldið við með óheilnæmum lífsvenj- , um og lyfjum. Það er nú mál á margra vit- und, að fjölda mörgum sjúk- dómum hefir náttúrulæknum tekist að ráða bót á, sem ekki hefir tekist með neinum öðrum ráðum. Þá ætti ekki síður að vera hægt að fyrirbyggja þessa sjúkdóma. Mér er að mestu leyti ókunn- ugt um, hvernig landar mínir líta á þetta mál, að fáeinum undanteknum. Það er vel mögu- legt, að allur fjöldi manna ýf- ist við þessari nýung í læknis- fræðinni, eða að sumir óttist að liún muni koma i bága við sína hagsmuni, Sumum kann að finnast, að lieilsufarið sé svo *gott, sem unt sé að búast við, og að mataræði og aðrar lífs- venjur séu eðlilegar og í fullu samræmi við siðfágun menn- ingarinnar. Ef til vill finst all- mörgum að vín og tóbak, steikt kaffi og önnur óheilnæm deyfi- lyf séu nauðsynleg siðfágunar- og samkvæmislyf, sem ilt og ó- þarft verk sé að amast við. Hvað sem um þessar skoðan- ir má segja, þá liika eg ekki við að kynna alþýðu manna þessa nýju lækninga- og sjúkdómsfyr- irbyggjandi stefnu, sem kölluð er Náttúrulækningastefna (Na- turheilkunde) vegna þess, að mér er og hefir um alllangt skeið verið ljóst, að hér er um lifs-nauðsyn að ræða fyrir hina íslensku þjóð, að hún taki upp heilnæmari lífsvenjur en þær, sem tíðkast hafa um skeið, bæði að þvi er snertir daglegt matar- æði og fleiri venjur. Það má öll- um vera ljóst, og ekki sist lækn- um, að meginhluti allrar er- lendrar matvöru, sem til íslands er flutt, er að allmiklu eða mestu leyti svift vitaminum, nauðsynlegum málmsöltum og cellulose. Reynsla annara þjóða hefir fyrir löngu sannað, að neysla þessarar matvöru hefir óhjákvæmilega í för með sér truflanir a störfum líffæranna, en þessar truflanir eru sjúk- dómur. Nú vil eg spyrja menn. Eruð þér ánægðir með heilsufar yðar, ættingja, vina og annara, sem þér þekkið af afspurn? Teljið þér engra umbóta vera vant á sviði lækninga eða á því sviði að fyrirbyggja sjúkdóma? Haf- ið þér trú a þvi, að heilsufar yðar og annara gæti verið betra með öðru mataræði og öðrum lífsvenjum? Viljið þér nokkuð á yður leggja til þess að reyna að bæta úr lélegu heilsufari, annað en lyfjaát? Mitt álit á þessu máli er, að heilsufar manna sé miklu lak- ara en þörf er á að það væri. Eg tel að lieilsufar þjóðarinnar gæti verið betra og minna um meltingarsjúkdóma og aðra kvilla ef tekið væri meira tillit til þeirra staðreynda, sem vís- indin hafa þegar fengið um heilnæmt mataræði. Eg tel eng- ar líkur til þess að öll Iyf heims- ins geti ráðið eða muni ráða bót á nútíðar kvillasemi. Þau ráða tæplega mikla bót á því liellsuleysi, sem óheilnæmt mat- aræði, óheppileg matreiðsla og aðrar óhollar venjur og nautnir valda. Eg trúi því fyllilega, að ráða mætti bót á talsverðu af þessu böli sem stafar af óheppi- legu mataræði og óheilnæmum nautnum. Eg hygg að búskapur einstaklinga og f járhagsafkoma þjóðarinnar i lieild gæti verið betri en nú á sér stað, ef þetta væri gert. Væntanlegt Náttúrulækninga-' félag íslands verður fvrst og fremst að hafa það markmið, að bæta heilsufar sjúkra með nátt- úrlegum ráðum i stað lyfjainn- gjafar. Markmið þess verður að glæða lijá mönnum þekkingu á lögmáli lífsins og Iifa svo sem ástæður leyfa samkvæmt því. Náttúrulækningafélag íslands verður því fyrst og fremst fræðslustarfsemi, sem niiðar að því að ráða bót á lieilsufari ein- staklinga, sem vilja og þörf hafa á því. Er hugsað að ná þessu takmarki með því: 1. Að veita sjúkum kost á að vera náttúrulækningar að- njótandi, samkvæmt því, Miss May Morris S. 1. sunnudag andaðist í Eng- landi Miss May Morris, dóttir enska stórskáldsins William Morris. Miss Morris hafði tekið i erfð frá föður sínum fölskva- lausa ást til Islands og íslensku þjóðarinnar og aðdáun á ís- lenskum bókmentum. Hún ferð- aðist mörgum sinnum hér á landi. Þessarar mætu og góðu konu og ágæta íslandsvinar mun verða minst siðar hér í blaðinu. Skeyti um andlát Miss Morris barst Snæbirni Jónssyni bóksala í morgun. Madur hverfur. Þorleifur Jónatansson að Hömrum í Eyrarsveit á Snæ- fellsnesi hvarf heiman að frá sér síðastliðinn miðvikudag. Undanfarna daga — einkum fimtudag, föstudag og laugar- dag — hafa margir menn leit- að hans, en einskis orðið vís- ari um hvarf hans. Milli 30 og 40 manns tóku þátt í leitinni þegar flest var. Rærinn Hamar stendur á sjávarbakka ög ætla sumir að Þorleifur kunni að hafa fallið í sjóinn, en straum- ar eru þar miklir með landi fram. (F.Ú.). sem þegar hefir verið um- getið. 2. Að lialdnir verði stuttir, fræðandi fyrirlestrar um al- genga lieilsufræði, hygða á grundyeHi visindalegra staðreynda, ekki sjaldnar en 2svar á mánuði, þar sem menn fá fræðslu um það lögmál, sem ræður í heil- brigðu lífi og þess vegna ræður bót á biluðu heilsu- fari, jafnframt því að varð- veita lieilsuna. 3. Enn fremur mun félags- starfsemi þessi reyna að gefa út annað hvort tímarit eða einstöku leiðbeinandi ritlinga, ef hún fær svo góð- ar undirtektir, að það þyki vænlegt. 4. En mesta nauðsyn mundi þessi félagsstarfsemi telja á því, að komið væri upp vísi til lieilsuliælis á lieppileg- um stað, þar sem unnt væri að stunda lækningar á sjúk- lingum, sem reynsla er fengin fyrir að lækna má með náttúrlegum ráðum án allrar lyfjainngjafar. Eg tel enga nauðsyn meir að- kallandi, fyrir andlega og efna- lega afkomu þessarar þjóðar en þá, að leitast sé við að ráða bót á heilsufari liinna mörgu einstaklinga, sem njóta sín ekki til fulls, vegna lasleika eða alvarlegra sjúkdóma. En orsökina til þess ástands tel eg óheppilegar lífsverijur yfir liöf- uð, og þá ekki síst óheppilega valið mataræði. Sauðárkróki, 8. okt. 1938. Jónas Kristjánsson. Næturlæknir: Eyþór Gunnarsson, Laugaveg 98, sími 2111. Næturvörður í Lauga- vegs apóteki og Ingólfs apóteki. aðeins Loftup. Friedman kom í gær. Próf. Friedmann kom á Lyru í gærkvöldi og buðum vér hann velkominn af skipsfjöl. — Þér liafið þá ekki gleymt okltur alveg, lir. prófessor, úr því að þér eruð kominn liing- að aftur? — Nei, ég get satt að segja ekki neitað mér um að skreppa hingað ,úr því að ég var kom- inn norður til Noregs ög tæki- færið bauðst. — Annars var eg farinn að verða hræddur um að verða þar og var svona i gamni farinn að stinga upp á því við Norðmennina, að setja mig niður sem píanókennari í Lófóten. — Og við íslendingar hefð- um áreiðanlega reynt að bjóða í kapp við frændur okkar og fá yður liingað. — Það gleður mig að heyra, en satt að segja var búið að hræða mig á því, að það mundi verða lagt á mig innflutnings- bann eins og óþarfa vöru. Líka hef ég með mér lieilt konsert- flygel. En eg lofa að fara með það aftur! — Ekkert liggur á! Verðið þér ekki hér á landi nokkurn tíma? — Eg vona fram um mán- aðamótin. — Ætlið þér að ferðast nokk- uð? — — Varla úr því að svona er áliðið. Eg fór til Akureyrar 1935. — Og voruð þér ekki nærri orðinn úti á Mosfellsheiði á leið til Þingvalla, þegar bíllinn sat fastur í veginum lieila nótt? — Hefði það verið einhvers stáðar sunnár á hriettinum, þá býst ég við að hafa fengið lungnabólgu. En hér er loftið svo heilnæmt. Og ég hafði bara gaman af þessu eftir á. Á leiðinni upji að Hótel Borg spurði prófessorinn um marga menn, er liann hafði kynst hér fýrir 3ýó ári og um eitt og ann- að, er bar vott um það, að hann hafði þá veitt mörgu athygli. Eflaust verður aðsókn miki að konsertum hans eins og sið- ast. Enda kvað nú vera langt til útselt í kvöld. x. Veðrið í morgun. í Reykjavík o st., heitast í gær 6 st., kaldast í nótt — 3 st. Sól- skin í gær 3,2 st. AllstaÖar frost á landinu, nema i Vestmannaeyj- um, 2 st. hiti; kaldast — 5 st., í Ivvígindisdal. -—- Ýfirlit: Grunn lægÖ viÖ suöurströnd Isíands á hreýfingu í 'suðaustuf. — Horfur: SuÖvesturland, Faxaflói: Norðan gola. LéttskýjaÖ. Skipafregnir. Gullfoss er á leið til Leith frá Vestmannaeyjum. Goðafoss er i Hamborg. Brúarfoss er á leið til London frá Reyðarfirði. Dettifoss fer vestur og norður i kvöld. Lag- arfoss fór i morgun frá Húsavík áleiðis til Kópaskers. Selfoss er á leið til Onundarfjarðar. M.s. Dronning Alexandrine fór vestur og norður i gærkvöldi. E.s. Lyra kom frá útlöndum í gærkvöldi. Listasafn Einars Jónssonar verður opið til mánaðamóta á sunnudögum og miðvikudögum kl. 1—3 síðd., en eftir mánaðamót að- eins á sunnudögum. Friðrik Bertelsen hefir beðið blaðið að geta þess, að hann hefir enga erlenda vefnað- arvöru selt KRON, nema gegn inn- flutningsleyfum. -------— Höfum nú fengiífe dýuamóa og ódýrar lug tir. Laugaveg 8. Simi 4661. í Síra Árni Sigurðsson, fríkirkjuprestur, er veikur um þessar mundir, og mun vérða rúití**- fastur, skv. læknisráði, um mánað- artíma, fyrst um sinn. Sr. Sigurjón Guðjónsson frá Saurbæ, geg-nir störfum fyrir hann á meðan, eftir þvi sem hann getur, og verður tii viðtals í Garðastræti 36, síma 4233, kl. 5 þú-—7 alla virka daga, nemá laugardaga. Sr. Sigurjón er búsettuy að Víðimel 49. Lýsi til Spánar. Þeir ,sem hafa með höndum sam- skot til lýsiskaupa handa spönskum börnum, fyrir islenska Friðarfélag- ið, eru vinsamlega beðnir að gera gjaldkera félagsins, frú Aðalbjörgn Sigurðardóttur, grein fyrir söfnun- inni fyrir 1. nóvember næstk. Hlutavelta Verslunarskólans. Þessi númer . komu upp í happ- drœtti hlutavcltu Vcrslunarskólans: 854 Ferð til útlanda, 590 Skrif- stofuvél, 1909 1 tonn af kolum, 2253 Skiðaföt, 60 Oliutunna, 1608 Olíutunna, 2483 Hveitisekkur, 2193 Rúgmjölssekkur, 368 Skíði, 1245 Sykurkassi. Vinninganna sé vitjað í Verslunarskólann fyrir hádegi. næstu daga. Fermingarbörn Fríkirkjusafnaðarins eru béðiá' að koma til spurninga í fríkirkjuna. á föstudaginn kemur, á venjulegum tíma. Ný bókaverslun. Isafoldarprentsmiðja opnar i dag nýja bókabúð í húsi sínu við Aust- urstræti, og jafnfrarrit koma sex nýjar bækur út á forlag prentsmiðý- unnar. Hin nýja verslun er í húx- næði þvi, er Hatta- og SkermahúS- in hafði áður. Bækurnar, er komu út í dag, eru þessar.g 5. hefti ís- Ienskra úrvalsljóða: Ben. Gröndal, Neró keisari, eftir Weigalí, Og ár- in liða, eftir Sig. Halldórsson, Gegn um lystigarðinn, eftir Gúðm: Daní- elsson, Ástalif, eftir Pétur SigurÖs- son, erindreka, og loks Bbmbi bitt °g ég, í þýðingu Helga Hjörvars. Foringjaráðsfundur Varðarfélagsins, verður í kvöld kl. 8J/2 i Varðarhúsinu. Foringja- ráðsnefndin skýrir frá tillögum sin- um um endurskipulagningu á for- ingjaráðinu. Það mál snertir alla foringjana, svo að þeir ættu að mæta á fundinum með tölu. — Gunnar Thoroddsen segir fréttir utan af landi, ef tími vinst til. Hanrr ætlaði að tala um það efni á síð- asta Varðarfundi, en varð að fara úr bænum, og kom ekki fyr m fundurinn var á enda. — Stjómum Hvatar og Heimdallar er boðið á fundinn, þar sem aðal-viðfangsefní fundarins sriertir þær allverulega. Útvarpið i kvöld. Kl. 19.20 Hljómplötur:. Söriglög úr óperettum. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Leyndardómur Kleifar- vatns og nágrenni Reykjavikur (Ól- afur Friðriksson f. ritstýóri). 20.40 Hljómplötur: a) Symfónía nr. 5, eftir Dvorák. b) „Ættjörðin mín“, tónverk eftir Smetana. c) Lög úr.: óperum. FRÍ LÖGREGLDNNÍ: Sitt af hverjn* 1 gær varð árekstur milli bifrei'ð- anna R-136 og R-1252, á horn£ Flókagötu og Auðarstrætis.. Kl. 1.10 í gær var slökkviliðið kvatt að húsinu nr. 32 við Túngötu. Hafði kviknaÖ þar í bréfarusli í kjallara. Ibúar hússins höfðu kæft eldinn, áður en slökkviliðið kom. Smábörn í húsinu höfðu kveilct * þessu af óvitaskap. Kl. 1.20 var símað á stöðina og tilkynt, að krakkar væru að kveikja bál skamt frá Sundhöllinni. Lögr regluþjónar kæfðu eldinn. Er þeir komu, höfðu krakkarnir hypjað sig á brott. Kl. 3 í gær var hringt til Iög- reglunnar frá Landakotsspítala og hún beðin aÖ taka þaðan ölvaðan mann. Lögreglan fór með manninn heim til hans. Kl. 9.20 í morgun var bifreið ek- ið aftan á bifreið R-298, sem stócS á Lækjargötu. Aurbretti á R-298. skemdist talsvert.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.