Vísir - 19.10.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 19.10.1938, Blaðsíða 3
VlSIR Berklaveikin á Isiandi er ört i rénun. Tillögui* Sigupdap Sigurös— sonar um framtídarskipulag bepklavarna liér á landi. Blöð bæjarins hafa snúið sér til Sigurðar Sigurðs- sonar berklayfirlæknis, og spurst fyrir um útbreiðslu berldaveikinnar hér á landi, og hvað unnið hel'ði verið og hver jar væru fyrirætlanir i þá átt að hefta útbreiðslu veikinnar og vinna bug á lienni. Berklayfirlæknirinn boðaði |)vi blaðamenn á sinn fund kl. 11% i dag og gaf þeim eftirfarandi yfirlit um gang þessara mála. Berklaveikin fer rénandi. Það mun óliætt að fullyi-ða, að berklaveikin fer rénandi liér á landi. Á það bendir fyrát og fremst, að dánartala slikra siúklinga lækkar ört, og það svo, að fyrir nokkrum árum var hún luest í röð dánarmeina, en nú er hún sú þriðja i röð- inni. Hærri eru ellikrankleiki og krabhamein. I öðru lagi má henda á það, að aðsókn berklaveikra sjúk- linga fer minkandi að berkla- hælum og sjúkrahúsum, en þó fer það nokkuð eftir árum, og er farsóttir ganga, blossar veik- in upp. í þriðj a lagi má einnig yekj a athygli á því, að um minkandi smitun meðal almennings ter að ræða, og sést þa<$ rneðal annars á herkl'aprófun sem gerð hefir verið á börnúm og unglingum; • Þótt svo virðist, sem veikin sé nokkuð í rénun, má ekki láta staðar numið, heldur verður að halda áfram sókninni og herða á henni, uns veikin er með öllu kveðin niður. • Berklavarna- ‘ starfsemin. Auk þeirrar berklavarnar- starfsemi, sem almenningi er aðallega kunn, þ. e. a. s., að einangra slílca sjúklinga á berklahælum og sjúkrahúsum, hafa á síðustu árum farið fram viðtæikar rannsóknir á fjölda fólks, en til slíkra rannsókna liafa röntgentækin reynst einna happadrýgst. Hefir þannig fundist mikill fjöldi manna, sem tekið liafa veikina á byrj- unarstigi, en þá eru einkenni hennar oft svo veik, að sjúkling- urinn gerir sér ekki grein fyrir þeim og leitar ekki læknis. Það þarf því;að.leita þeirra maiina, sem tekið hafa veikina, en ef til þeirra inæst í tæka tíð, vinst tvent: I hyrsta lagi eru bata- liorfurnar hetri, og í öðru lagi er smi-tliaKttan minni. Læknum ttelst ;avo til að þar sem víðtækar æannsóknir eru framkvæmdítr á berklaveiku umhverfi, að um 10% þeirra, sem rannsakaiðir æru, reynist berklaveikir, jafnvel án þess, að þeim sjálfnra :sé það kunn- ugt, en þar sem heildarskoðun hefir farið fram, og ;állir eru rannsakaðir í bæjura (eð-a hér- uðúm, sé um veikjir ,af berklaveiki. Það liggur því í augurn upjri, að berklavarnarstöðvamar hafa orðið að færa út kvíarn- ar allverulega frá því, sem var í upphafi starfssvið þeirra, en þá lögðu þær megináherslu á það, að rannsaka berklaveil umhverfi. Smám saman liefir svo liríngurinn vílckað, þannig að nú er framkvæmd heildar- skoðun ýmsra bæja og liéraða og liefir slík rannsókn aðallega verið látin fram fara í Ame- ríku, Þýskaíandi og sujnsfaðar á Norðurlöndum, Berklavarnar- stöðvar. Hér á landi liafa til þessa starfað tvær berklavarnar- stöðvar. Er önnur þeirra berklavarnarstöð Líknar, sem komið var á fót í Reykjavík árið 1919 og hefir starfað liér síðan. Er hér í rauninni um einkafyrirtæki að ræða. En nú er svo komið málum, að stöð- in nýtur það verulegra styrkja frá hendi ríkis, bæjarfélags og sjúkrasamlags, að í rauninni er hér um opinbera starfsemi að ræða. Fram til ársins 1936 vantaði stöðina hin nauðsynlegustu K tæki, svo sem röntgentæki, og einnig skorti á reglubundna og nána samvinnu við sjúkraliús heilsuhæli og lækna. En þegar stöðin fór að hafa yfir nokkru fé að ráða færðist alt þetta í betra horf, einkum eftir að stöðin fékk röntgentæki til um- ráða, og nlá nú heita að um kerfisbundið starf milli ofan- grteindra aðila sé nú að ræða. Á árunum 1919—1935 komu úm 200 nýir sjúklingar á ári hverju til stöðvarinnar, en strax á árinu 1936 jókst þessi tala allverulega og á árinu 1937 voru yfir 2000 nýir sjúklingar teknir þar til athugunar, eða 10 sinnum fleiri en á hinum fyrstu árum, meðan að á að- búnaðinn skorti. Frá fyrri ár- i:m eru engar tölur til, sem sýna hve margir komu til stöðvarinnar, sem haldnir voru af berklaveiki, en árið 1937 komu 65 sjúklingar raeð smit- andi berlda til stöðvarinnar, sem ekki var vitað um áður, eða um 3% af þessum nýju sjúklingum og 6,4% af þessum 2000 mönnum, sem leituðu til stöðvarinnar liöfðu virka berklaveiki. Á árinu voru 730 röntgenmyndir téknar og 4400 gegnumlýsingar framkvæmd- ar. — Húsakynni stöðvarinnar eru mjög bágborin og liafa stórháð öllum framkvæmdum stöðvar- innar, m. a. því að heildarrann- sókn yrði hafin á íhúunum hér í bænum, en útlit er fyrir að fram úr þessu rætist, þanníg að þegar verði unt á næsta ári að hefjast lianda í þessu efni. Styrkur til berklavarna. Tvisvar hefir verið leitað styrks til útlanda til þess að hefja víðtækar rannsóknir á berklaveiki hér á landi í vís- indalegu augnamiði, en styrk- airinn liefir ekki fengist, enda •virðist mér það að ýmsu Ieyti heppilegra að við kostum sjálf- ír síikar rannsóknir. Á fjárlögum 1936 voru í fyrsta sinn veittar kr. 15.000.00 til heilsuverndarstöðva og starfsemi þeirra gegn tvöföldu frandagi annarstaðar frá og á fjárlögum fyrir érið 1939 er gert ráð fyrir 18 þús. kr. í sama lilgangi. Er hér því í raun og veru um kr, 54 þús. framlag að ræða til þessara mála ef bæjar- félög og sjúkrasamlög fást til þess að leggja fé fram á móti ríkisstyrknum, en á því tel eg gott útlit, en til þessa hefir fénu aðallega verið varið til berkla- varnarstöðvar Líknar í Reykja- vík. Á Akureyri liefir berkla- varnarstöð tekið á ný til starfa í sumar, en stöð þessi lagðist niður árið 1935 og í Vestmanna- eyjum liefir einnig verið komið á fót herklavarnarstöð. Síðar í haust munu slíkar stöðvar einnig taka til starfa á ísafirði, Siglufirði og Seyðisfirði. Berklarannsóknir. Með berklarannsóknum á börnum er leitast við að finna berklalieimilin og þau, ásamt hinum, sem kunn eru af skrá- setningu berklasjúkiinga eru rannsökuð. Það, að rannsaka umhverfi hinna berklaveiku sjúklinga er upphafið, en gert er ráð fyrir að heildarskoðun verði látin fram fara strax og auðið er. , Þá má geta þess að farið hefir verið um landið með ferða- röntgentæki og fólk verið skoð- að í ýmsum héruðum. M|á gera ráð fyrir að 5—10 þúsund manns verið skoðaðir alls á þessu ári, og á næsta ári vona eg áð afköstin itvöfaldist ef ekki meir. Tillögur berklayfirlæknis. Eg vil að lokum gefa þess, að á fundi i Læknafélagi íslands i liefi eg borið frarn tillögur um herklavarnir í öllum héruðum landsins, en á þessu stigi máls- ins skulu þær ekki raktar nán- •ara hér. Á það vil eg hinsvegar leggja meginálierslu: 1. ) Að færð verði út og aukin til muna berklavarnas tarfsemin í landinu og rannsókn verði lát- in fram fara í sem flestum héruðum landsins. 2. ) að bætt verði úr liúsnæð- isvandræðum Líknar, þegar á næsta ári þannig að vinnuskil- yrðin batni og unt verði að auka áfköstin frá því sem nú er. 3. ) Að komið verði upp hæli fyrir sjúklinga með útvortis- berkla, annaðhvort í sambandi við þau heilsuhæli, sem þegar eru fyrir, eða á öðrum stað, ef slíkt verður talið hentugra. 4. ) Að komið verði upp hæli fyrir börn með lokaða berkla, þ. e. a. s. berkla, sem ekki eru | smitandi. Að vinnudeildir verði sett- ar á stofn við stærstu liælin, þar srn sjúklingar þeir, sem færir eru um að vinna geta lært alls- konar iðnað og átt með því móti auðvéldara með að sjá sér far- borða <er þeir koma út af hælun- um. Landssamband berklasjúkíinga. Þá var bemt þeirri fyrirspurn til læknisins 'hvað hann teldi um „Landssamband berkla- sjúklinga“, sem getið liefir ver- ið um í blöðunum, Mér er það mjög lítið kunn- ugt, enda hefir ekki verið leitað umsagnar niinnar í því efni. Eg tel liinsvegar að slíkur félags- skapuf geti orðið að gagni, með því fyrst og fremst að hvetja berklasjúklinga til þess að nota þau hlunnindi, sem þeir hafa umfram ýmsa aðra sjúklinga frá rikisins liálfu, og einnig með hinu að sjá slíkum sjúk- lingum fyrir vinnu er þeir koma út af hælunum og það virðist mér að ætti að vera aðalverk- tefui þessara samtaka, Útvarpid vikuna sem leid. Það er sagt að Magnús karl- inn sálarháski liafi eitt sinn leg- ið úti á Hveravöllum i þrjár vikur. Lifði liann að sögn fvrstu vikuna á lambslungum, aðra vikuna á munnvatni sínu, og þriðju vikuna á guðs hlessun, og er liaft eftir honum, að það hafi verið versta vikan. Þessa síðustu viku liafa útvarpsnotendur, ef svo mætti segja, lifað á blessun útvarpsnáðs, og er hún ein sú langþyngsta, sem hoðið hefir verið um langt skeið. Þetta á ekki við hljómlistina, sem oftast er hið eina góða, sérstaklega þegar liljómplötur eru notaðar — en ekki þó altaf, þegar út- varpsliljómsveitin stendur straum af henni. Þetta á við hið mælta mál. Það var enn hent í okkur sumarþáttum fyrir 10. okt., en sú var bót í máli, að S þetta skifti var það Vilhjálmur Þ. Gislason, sem flutti erindið, svo að það var skaplegt. Þá flutti Guðlaugur kennari Rósen- kranz, að þvi er hann sagði og ekki er dregið í efa, að beiðni útvarpsráðs, erindi um 19. fund Þjóðabandalagsins í september 1938. Þjóðabandalagið er stofn- un, sem menn fyrir löngu eru Sigurbj örn Sveinsson sextugur. Eg liefi þekt liann síðan að ég fyrir mörgum árum fluttist með búaliði mínu ' til Vest- mannaeyja. Meðal fjölda ágæt- ismanna og vina i Eyjum tel eg liann í fremstu röð. Það er þvi fylsta ástæða til þess á opinberum vettvangi að minn- ast sextugsafmælis þessa þjóð- kunna merkismanns. Flestum miðaldra mönnum og konum íslenskum, alt til barnanna sem farin eru að geta lesið, er hann kunnur. Allir þekkja hans á- gætis hækur, svo sem „Bernsk- una“, „Skeljar“ og inargar margar fleiri. Allir sem þekkja hann persónulega, elska hans prúða og glaðværa viðmót. Allir sem þekkja bækur hans, virða hið öéigingjarna fagra starf í þágu íslensks æskulýðs, hans mikilvægu list í hugmyndaflugi og einfaldri barnslegri frásögn, sem enginn annar íslenskur penni hefir áður slíka átt. Sigurhjörn Svéinsson er ekki að eins maður þjóðkunnur heldur héfir hans oft verið get- ið í ágætis ritum erlendum og birtar þýðingar á kvæðum hans og sögum. Svo sem eðlilegt er liefir barnaskáldið Sigurbjörn um árafjölda verið barnakenn- ari. Fyrst mörg iár hér í Reykja- vík en siðan í Vestmannaeyj- um, en sökum heilsubrests hefír liann nú fyrir nokkurum árum látið af þvi starfi. Hann er maður sjálfmentaður og það ágætlega. Auk rítstarfa sinna hefir hann í mörg ár veitt kenslu í ensku og liljóðfæra- leik. Hann er hínsvegar fátæk- ur hóndason, sem vírðir mest nestisgjöf þá er liann hlaut frá ágætri gáfaðri móður. Vér sem þekkjum Sigur- björn, vér sem notið liöfum fvæðslu hans og glaðværðar, víljum á þessum merkisdegi hans, færa honum liinar bestu þakkir og óskir. Reylcjávík, 19. okt. Baldvin Björnsson. hættir að taka mark á og nú er beinlínis að verða hlægileg, og þá er ráðið sér úti um frétta- flutning þaðan. Rósenkranz hafði að vísu verið viðstaddur, en stofnunin verður ekki merki- legri fyrir það, og er þetta ekki sagt honum til móðs, þvi auð- vitað var liann ekki nema áheyrandi, og gat því engin bæt- andi áhrif liaft á störfin. Ef á fara að fræða okkur á ein- liverju er varðar líðandi stund, virðist flest vera nærtækara og nauðsynlegra en þetta. Þó var erindið frá liendi höf. ekki ó- snoturt. Þá var erindi, sem frú Laufey Vilhjálmsdóttir flutti bæði vel samið og vel flutt og tilgangurinn var ágætur, en það var áróðurserindi um aukna prjónlesframleiðslu, og fyrir rúmum hálfum mánuði, var flutt erindi af sama tæi. Nú er Útvarpið ekki fyrst og fremst ætlað til áróðurs — liér er orðið notað í bestu merkingu — fyrir ein og önnur áhugamál ein- stakra manna, heldur hlustend- um til nytja, fróðleiks og gam- ans, og þó ekki verði komist lijá slíkum erindum má ekki gera þau að föstum lið á dagskránni um eitt og sama efni, og þá sist hafa þau svona þétt. Hitt er annað mál, að það gæti verið rétt að leggja þessu málefni sér- stakan tíma utan dagskrár líkt og Búnaðarfélagið og Fiskifé- lagið fá, og svipað ætti að fara með eitt og annað, sem nú er látið þyngja niður dagskrána. Daginn eftir erindi frú Lauf- eyjar fékk maður einmitt dæmi slíks erindis. Það var um bind- indismál og flutt af Kristni Magnússyni málarameistara. Erindi þetta þoldi um frágang ög flutning engan sanianburð við erindi frú Laufeyjar, en átti sammerkt við það í því, að það var áróðurserindi. Bíndindis- málið er svo merkilegt mál, að það verður að ætla því hæfilegt svigrúm enda þótt erindi, sem flutt eru þvi til stuðnings, séu upp og ofan töluvert fvrir neðan meðallag. Það væri því réttast að ætla 'líka bindindismálum tíma utan dagskrár. Erindi, sem flutt eru til stuðnings áliuga- málum einstakra manna eða fé- laga eru flutt fyrir flytjendur; en dagskráin á að vera fyrir hlustendur, og því verður að halda slikum erindum utan dagskrárinnar, en ætla þeim aðra tíma. Á laugardagskvök flutti Guðmundur Gíslason Hagalín rithöfundur erindi um Gunnar Gunnarsson skáld, og það var erindi, sem hlustandi var á, fult af andríki og flutt af andríki og fjöri, og liefði Út- varpið að jafnaði slík erindi á boðstólum, þá mundi engin skúta það, þó eitthvað miður gott slæddist með inn á milli. Það er annað mál, að skiftar kunna að vera skoðanir um það, hvort meta heri Gunnar Gunn- arsson alveg eins Iiátt og höf. gerir, en slíkt verður liver að ráða við sjálfan sig. Það er kominn nýr þulur, og manni skilst að liann eigi að eins að vera til bráðabirgða, en þó það sé bót í máli, breytir það ekki þeirri staðreynd, að hann er ekki hæfur til þess. Hann er viðtosandi og óskýr í máli, flyt- ur svo að auðfundið er, að hann fylgist ekki með í því, sem hann flytur, og svo er rómurinn í til- bót leiðinlegur. Það er að visu ekki úr háum söðli að detta, þar sem var kvenþulurinn, en liún liafði að minsta kosti ekki ó- þjálan róm. Maður Iiefir síðari árin verið því beinlínis feginn. þegar það hefir verið Þoretemn Ö. Stepliensen, sem var við íljóðnemann. Það er ekki hves* maður, sem er Iæs og Iiefir við- feldinn róm, sem getur verið >ulur; til þess þurfa menn fyrstt og fremst að vera alhliða ment- aðir, en hitt er gagnslaust aS menn hafi „mentaskólamentim" eða þviumlikt, þvi um raun- verulega mentun manna segja slíkir stimplar ekki neitt. Góðir kvenþulir eru yfirleitt fátíðari en góðir karlþulir, en yfirhöfuS er þó kynferðið ekki eínMitL hr„ Hitt og þetta* Þegar hestapósturinn var f notkun i Ameriku kostaði 5 dollara að senda venjulegt sendihréf frá St. Joseph í Miss- ouri til San Francisco í Kali- forniu. Af gamalli venju eru sjö slög; aldrei slegin i breska flotanum, Er það vegna þess, að sídps- höfnin á bresku skipi ætlaði ár- ið 1759 að gera uppreíst og áttí liún að hefjast á þeim tíma„ . Charles Easthan Trípler töksf árið 1895 að draga mjög úr framleiðslukostnaði á „fljótandfi lofti“. Kostaði litrinn- áður 50Ö dollara, en Tripler Iækkaðl liann niður í 0.90 dollaræ. Skipafréttir. Gullfoss kom til Leith í gær- kvöldi. Goðafoss fer frá Hambórg í dág. Brúarfoss er á leið til LoiÞ don.Dettifoss er væntanlegur til Isá- fjarðar si'Ödegis i dag. Lagarföss var á Þórshöfn í morgun. Selfoss er fyrir norÖan. Gullbrúðkaup eiga á morgun, 20. október, Guð- rún GuSmuijdsdóttir og GuÖlaugur Hannesson, Bragagötu 32. E.s. Súðin var á BúÖardal síðdegis í dag. Væntanleg hingað i kvöld. Dánarfregn. Frú Herdís Bogadóttir Thorar- ensen, andaÖist í gær aÖ heinnli sínu í Stykkishólmi, 79 ára að aLdri — fædd að HjarÖarholti í Sfiaffiolts- tungum 31. júlí 1859, döttir Boga sýslumanns, — en faðir hans var Bjami Thorarensen skálÖ. — Frú Herdís var giít Jósep HjaltaKn, bókbindara í Stykkishólmi,. sem enn er á lífi. Þau hjön bjuggu; allan sinn búskap í Stykkishóírai. — FÚ'. ábeit á Strandarkirkjir,. afhent Visi : 3; krónur frá á- nefndum. Útvarpið í kvöld; Kl. 19.20 Hljómplötur: Lög leik- ih á strengjahljóðfæri. 19.50 Frétt- ir. 20.15 Útvarpssagau. 20.45 Hljómplötur: a) Tónverk eftir Burle Marx og Ravel. b) (21.15)1 Islensk Iög. c) Lög leikin á Hawai- an gítar. ÖDÝRT! Hveiti 10 lbs. poki á 2.25 Hveiti 25 kg. poki á 9.25. Hveiti 50 kg. poki á 17.50t Haframjöl 50 kg. poki á 19.50. Hrisgi’jón 50 kg. poki á 15.75l Sími 2285. Grettisgötu 5T, Njálsgötu 106 — Njálsgötu 14. aðeins Loftur*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.