Vísir - 24.10.1938, Síða 2

Vísir - 24.10.1938, Síða 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. CGengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Einræði eða lýðræði. * LÞVpUFLOKKURINN vill “ vera einráður í verkalýðs- samtökunum. Samkvæmt lög- um Alþýðusambandsins getur enginn félagsmaður í verklýðs- félagi orðið fulltrúi á Alþýðu- sambandsþingi, nema bann sé Alþýðuflokksmaður. Að því leyti er stjórnskipulag verka- lýðssamtakanna svipað því, sem nú er í Rússlandi, hjá Stalin, eða í Þýskalandi og Italíu, hjá þeim Hitler og Mussolini. Svo mjög sem Jóhann og Haraldur og fylgismenn þeirra, elska lýð- ræðið í landinu, þá vilja þeir hvorki heyra það né sjá i verka- lýðssamtökunum eða Alþýðu- sambandinu. Þar á Alþýðu- flokkurinn að vera einráður, eins og Kommúnistaflokkurinn í Rússlandi, Nazistaflokkurinn í Þýskalandi og Fasistaflokkur- inn í Ítalíu. Héðinn Valdimarsson var Al- þýðuflokksmaður. Hann liefir nú verið rekinn úr flokknum og um leið sviftur fulltrúaréttind- um á Alþýðusambandsþingi og kjörgengi til þess. Nú ætlar hann að stofna annað „Alþýðu- samband“ og bjóða þangað öll- um, sem til hans vilja koma, og þar eiga allir að vera kjörgengir til þings, i hvaða flokki sem þeir eru. alla leið frá kommún- istum „vinstra“ megin til Sjálf- stæðismanna „hægra“ megin. Þar á að rikja „fylsta lýðræði“ fyrir alla, jafnvel „nazista“, ef þeir eru einhverjir til og þeim ofbýður ekki alt þetta „lýðræð- is“-brölt. Um kommúnista er það alveg vist, að lieir eru engu síður fylgjandi lýðræðinu innan verkalýðssamtakanna en Héð- inn. Þeir segja að það sé blátt á- frain „krafa verkalýðsins um alt land, að Alþýðusamband- inu verði breytt í óliáð verka- lýðssamband að dæmi verka- lýðshreyfingarinnar í nágranna- löndunum“ (en ekki i Rúss- landi). Alþýðublaðið hefir verið að reyna að liræða þá með því, að svo gæti farið, að Eggert Claessen, eða aðrir „burgeisar“ „tæki að sér forystuna“ í verka- lýðshreyfingunni, ef hún verði þannig algerlega ofurseld lýð- ræðinu. En kommúnistar eru hvergi liræddir við það, enda segir blað þeirra, að ekki liafi „verkalýðssamböndunum á Norðurlöndum“ orðið hált á slíku, og hefði blaðið vel mátt bæta því við, að svo væri þeim Stauning, Per Albin-Hanson og Nygaardsvold fyrir að þakka. Hinsvegar hafa kommúnistar til skamms tíma sótt sér for- dæmin lengra . auslur, en til Norðurlanda, og lítt heitið á áðurnefnda „þrenningu“ til stórræðanna. En hvað sem því líður, liversu líklegir kommúnistar muni vera til þess, að verða trúir lýðræð- inu innan verkalýðssamtakanna til langframa, þá má gera ráð fyrir því, að allir aðrir verka- menn en þeir, sem meta meira bagsmuni „yfirstéttarinnar“ í Alþýðuflokknum en viðgang verkalýðssamtakanna, kjósi lieldur fult jafnrétti innan þein-a en einræði Alþýðuflokks- ins. Og þó að Sjálfstæðismenn i verkalýðsfélögunum hafi stutt að því að þessu sinni, að Alþýðu- flokkurinn bæri hærri hlut í viðskiftunum við kommúnista, þá er þess ekki áð vænta, að þeir uni því til lengdar, að fá ekki að hafa önnur afskifti af yfirstjóm verkalýðssamtakanna en þau, sem þau geta liaft með þvi að vera atkvæðaféndur þeirra Al- þýðuflokksmannanna. Sjáiiðfl veldur miklu tjóni á Stokkseyri. Bátar í yfirvofandi hættu, en einn hefir rekið á land og er hann mölbrotinn. r RÉTTARITARI Vísis á Eyr- 1 arhakka skýrir blaðinu svo frá, að þar hafi komið stórlcost- legt sjávarflóð og hefði sjófinn gengið yfir alla varnargarða og langt upp á götur, bæði á Eyr- arbakka og Stokkseyri í nótt. Á Stokkseyri hefir sjávar- gangm-inn valdið miklu tjóni. M. a. slitnaði báturinn Sisi (12 tn.) frá Iegufærum sínum og rak á land og er mjög brotinn. Einnig eru bátarnir Haukur og Inga í yfirvofandi hætlu, og má búast við að þá reki einnig á land, ef sjó lægir ekki, en á þvi eru litlar líkur. Vindáttin er að sunnan eða suðvestan, en sjór er mjög úfinn og ljótur. Fer veðrið frekar vax- andi það sem af er, og lægi það ekki má búast við stórflóðum með lcvöldinu og miklum skemdum á báðum þessum stöðum. Molast liefir úr sjóvarn- argörðum, en á húsum hafa engar verulegar skemdir orðið enn sem komið er. Sjávarflóð eru tíð á Eyrar- bakka og Stokkseyri og má segja, að þau komi á hverjum vetri, en að þessu sinni virðist flóðið ætla að verða óvenjumik- ið, nema þvi að eins, að skjót veðrabrigði verði. Leiksýning á Akureyri: Z »FródA“ eftir Jóhann Frímann P RÉTTARITARI Vísis á Ak- * ureyri símar blaðinu, að Leikfélag Akureyrar hafi sýnt í fyrrakvöld, í fyrsta sinni, sjón- leikinn „Fróðá“, eftir Jóhann Frímann skáld og skólastjóra á Akureyri. Er leikurinn saminn eftir Eyi’byggju og frásögn hennar um viðburðina á Fróðá, er Þórgunnur liin suðureyska dvaldi þar, og er efnismeðferðin írumleg og heillandi. Leikstjórnina hefir Ágúst Iívaran haft með hqjidum og tekist mjög vel, enda fengu leik- endur hinar ágætustu viðtökur og var skáldið og leikendurnir klappaðir fram á sjónarsviðið í leikslok. Hvert sæti var skipað í leikhúsinu. FÚ-frétt skýrir svo frá, ag leikurinn sé í fjórum þáttum og f PHankow er nfi mannlaas. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Frá Hongkong er símað, að sex gríðarstórar jap- anskar sprengjuflugvélar hafi flogið yfir Changsa í morgun og gert árás á breska fall- byssubátinn Sandpiper. Yfirbygging bátsins skemdist afarmikið, en þó mun enginn maður hafa látist eða særst. Sandpiper er að eins 185 smál. að stærð. Breskir flotaforingjar, sem einnig voru staddir í Changsa, segja, að ekki geti neinn vafi leikið á því, að Japanir höfðu skipun um að gera árásina á Sandpiper, eða að minsta kosti hefði þeir ekki verið varaðir við því af yfirmönnum sínum, að breskir fallbyssubátar lægi í Changsa. Alls hæfðu sex stórar sprengjur bátinn og gereyðilögðu meðal annars nokkur herbergi yfir- manna í yfirbyggingunni. Þá er símað frá Hankow, að þar hafi herlög verið látin ganga í gildi í gærkveldi. Brottf lutningur íbúanna hefir gengið svo fljótt og íiðugt, að þeir sem áttu að sjá um hann, höfðu alls ekki búist við því, að starf þeirra yrði svo auðvelt og snúningalítið og raun varð á. Eru flestöll af þeim borgarhverfum þar sem engir búa aðrir en Kínverjar, öll orðin mannlaus, en her- menn eru allsstaðar á verði, því að þótt fólk hafi tekið alt hið verðmætasta með sér. má altaf búast við því, að ræningjar, sem eru fjölmennir í Kína, hagnýti sér að allir hafa orðið að hverfa á brott frá heimilum sínum. Þá hafa brennuvargar einnig reynt að kveikja í húsum, en eru skotnir ef þeir eru staðnir að því. Meirihluti lögreglunnar hefir einnig verið látinn hverf a á brott, en hermenn komnir í hennar stað. Brott- flutningum lauk í gær og hafði lögreglan sig á brott, er honum var lokið. Japanir héldu uppi sífeldum loft- árásum á borgina í allan gærdag. United Press. London 24. okt. FjÚ. í fregnum frá Kína í morgun segir svo, að ógurlegir eldar hafi komið upp í Kanton á mörgum stöðum, en borgin er nú í hönd- um Japana. Hafa orðið stórkost- legar sprengingar í borginni í sambandi við eldana og segir einn fréttaritari, að verslunar- hverfi borgarinnar sé algjörlega í rústum. Alþjóðahverfi borgar- innar var um slceið i mikilli hættu af eldinum, en þá sneri vindur sér snögglega i áttina, svo að því er ekki talin hætta búin í bráð. Japanir telja sig nu eiga eftir ófarnar að eins 25 enskar mílur til Hankow-borgar og að Kín- verjar séu þar á almennu und- anhaldi, bæði sunnan og norð- an við Yangtse-fljót. Á Hankow sjálfa voru fjórar loftárásir gerðar í gær. Loftárás var einn- ig gerð á breskt skip, „Sandpip- er“, á einni af þverám Yangtse- fljótsins, um 200 mílur suður af Hankow. Skemdist skipið all- verulega, en um manntjón er ekki getið. Er talið að flugvél- arnar hafi verið japanskar. Kínverskur dollar hækkaði skyndilega i Shanghai í gær. Or- sökan var sú, að fregn hafði lcomið um það, að Chiang Kai ,Shek hefði sagt af sér og að friður mundi verða saminn bráðlega. I IJankow hafa dynamit- sprengjur verið settar undir öll japönsk hús og verða þau sprengd i loft upp um leið og Japanir stíga inn í borgina. Eitt þessara liúsa stendur að eins 10 metra frá bústað breska aðal- ræðismamisins. hafi aðalhlutverkum verið skift þannig milli leikenda: Þóroddur skattkaupandi — Ágúst Kvaran, Þuríður hús- freyja að Fróðá — Guðrún Þor- steinsdóttir, Þórgunnur suður- eyska — Svafa Jónsdóttir, Þór- ir Víðleggur — Jón Norðfjörð, Þorgríma kona lians — Sigur- jóna Jakobsdóttir og Björn Breiðvíkingakappi — Hermann Stefánsson. Sorpbrenslnstððlí Stokkhólmt. W,.W6;» :Jí KX'Z.ll* -i' Oslo. FÚ. í Stokkhólmi var nýlega lok- ið við að reisa afar mikla sorp- brenslustöð, sem lcostaði rúmar 3 miljónir króna. Þar eru risa- vaxnir ofnar, sem brenna alt að 3 þús. smálestum af sorpi á dag. Reykliáfurinn er 60 metra hár og hæsti reykháfur landsins. Það er ráðgert að nota hita brennistöðvarinnar — en hann er 1200 stig — til einhverskon- ar verksmiðjureksturs. Benes veríur hálfan mánnð á Englanál, fer sto ttl Chicago. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. DENES, fyrverandi forseti Tékkóslóvaldu, er í heim- sókn hjá frænda sínum, Bohus Benes, en liann býr í lítilli villu í Lundúnahverfinu Putney. í viðtali, er Daily Express átti við Bolius, sagði hann: „Frændi minn mun búa hjá mér um hálfs mánaðar tíma, en siglir því næst til Ameríku. — Hann tekur við prófessorsem- bætti við háskólann í Chicago." v:: Meimssýningin í New York. Afsteypur af Leifsstyttunni og stytt- unni ai Þorfinni karlsefni verða reistar við hús fslandssýningarinn- ar 1 New York. Reykjavíkurbær leggur fram 12.000 kr. og styttan af Karlsefni verður reist hér í bænum, að Heimssýning- unni lokinni, en Yestur-íslendingar leggja fram fé til afsteypunnar af Leifsstyttunni, sem svo verður reist á viðeigandi stað í Bandaríkjunum. Á síðasta fundi bæjarráðs, sem haldinn var s. 1. föstudag, 21, þ. m., var rætt um erindi, sem framkvæmdarstjórn íslands- deildar heimssýningarinnar í New York 1939, hefir sent bæjar- stjórn. Fer framkvæmdastjórnin fram á, að bæjarsjóður leggi fram 12.000 kr. til sýningarinnar gegn því, að stjórn sýningarinnar láti Reykjavíkurbæ í té líkn- eski úr bronze af Þorfinni karlsefni, eftir Einar Jónsson. Mælti bæjarráð með því, að fjárveitingin verði tekin upp í f járhagsáætlun næsta árs. Má því fullyrða, að bæjarstjórn sam- þykki fjárveitinguna. Tíðindamaður Vísis hefir snú- ið sér til hr. Haralds Árnasonar kauþmanns, sem á sæti i fram- kvæmdarstjórn íslands-sýning- arinnar, og bað hann um nán- ari upplýsingar. Kvað bann hugmyndina vera þá, að taka afsteypu af líkani Einars Jónssonar af Þorfinni karlsefni, en það stendur i skemtigarði í Filadelfiu. Hefir verið ákveðið, að liafa líkanið við sýningarhús Islands i New York, en að sýningu lok- inni verður það flutt hingað, og tekur bærinn við því, er hingað kemur, og ræður að sjálfsögðu öllu um það eftir það, livar það verður sett upp o. s. frv. Sýningarhús íslands í New York liggur milli tveggja gatna og verður inngangur frá hvorri götunni um sig. Við annan inn- ganginn verður afsteypa af Leifsstyttunni. Verður hún við aðalinnganginn, en raunar er hinn inngangurinn, þar sem Þorfinnslíkanið verður, engu ó- veglegri og umferð meiri þeim megin. Vestur-íslendingar hafa, seg- ir Ilaraldur Árnason ennfrem- ur, byrjað samskot til þess að afla fjár upp í kostnaðinn við afsteypuna af Leifsstyttunni. Munu samskotin ganga mjög að> óskum. Ilugmynd Vestur-íslendinga er, að afsteypan verði sett upp á einhverjum viðeigandi stað í Bandaríkjunum, t. d. í Wash- ington D. C. Fullnaðarákvarð- anir um það liafa þó ekki verið teknar enn. Þessi liugmynd, að liafa af- steypu af Leifsstyttunni og styttu Þorfinns karlsefnis við inngöngudyr sýningarhússins, er góðra gjalda verð, og inun vafalaust hafa mildl álirif til þess að draga menn að sýning- unni. Það er og ánægjulegt, að sú leið skuli hafa verið valin, sem að framan getur, að liafa afsteypuna af Leifsstyttunni á völdum stað í Bandarikjunum, er heimssýningunni lýkur. Það mun vekja varanlega athygli á Islandi - og þvi, hvaðan sá mað- ur var, er fann Vínland hið góða. Og þá má oss Islending- um vera það ánægjuefni, að af- steypa af Þorfinns-styttunni verður sett hér upp. Framvegis ætti að leggja meiri stund á að prýða bæinn með slíkum listaverkum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.